No translated content text
Umhverfis- og skipulagsráð
Skipulagsráð
Ár 2012, miðvikudaginn 13. júní kl. 9.08, var haldinn 277. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Stefán Benediktsson, Einar Örn Benediktsson, Júlíus Vífill Ingvarsson og áheyrnarfulltrúinn Torfi Hjartarson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Haraldur Sigurðsson, Lilja Grétarsdóttir, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Margrét Þormar og Valný Aðalsteinsdóttir.
Fundarritari var Einar Örn Thorlacius.
Þetta gerðist:
(A) Skipulagsmál
1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 1. júní og 8. júní 2012.
2. Blikastaðavegur 2-8, óveruleg breyting á aðalskipulagi(02.4) Mál nr. SN120280
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs varðandi óverulega breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur. Í breytingunni felst breyting á landnotkun, samkvæmt uppdrætti skipulags- og byggingarsviðs dags. 11 júní 2012.
Gísli Marteinn Baldursson tók sæti á fundinum kl. 9:12
Framlögð tillaga samþykkt með vísan til 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Vísað til borgarráðs.
3. Blikastaðavegur 2-8, breytt deiliskipulag vegna gagnavers(02.4) Mál nr. SN120228
Arkís arkitektar ehf, Höfðatúni 2, 105 Reykjavík
Lagt fram erindi Arkís dags. 16. maí 2012 ásamt uppdrætti dags. 20. apríl 2012 um breytingu á deiliskipulagi að Blikastaðavegi 2-8. Breytingin felst í því að lóðin verði skilgreind sem verslunar, þjónustu og athafnasvæði og afmarkaðir verða 3 nýir byggingareitir á lóðinni.
Jórunn Frímannsdóttir tók sæti á fundinum kl. 9:16
Kynnt.
4. Vallengi 14, Engjaskóli, breyting á deiliskipulagi(02.383.3) Mál nr. SN120072
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi framkvæmda- og eignasviðs dags. 9. febrúar 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Engjahverfis, hluta c vegna lóðar nr. 14 við Vallengi, Engjaskóli. Í breytingunni felst að staðsetja boltagerði fyrir miðju lóðar norðan við fótboltavöll, samkvæmt uppdrætti framkvæmda- og eignasviðs dags. 9. febrúar 2012. Tillagan var auglýst frá 7. mars til 24. apríl 2012. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Eyjólfur Á. Finnsson f.h. húsfélagsins að Vallengi 6 dags. 24. apríl 2012. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 6. júní 2012.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 6. júní 2012
Vísað til borgarráðs.
Júlíus Vífill Ingvarsson sat hjá við afgreiðslu málsins.
5. Holtsgöng, byggðasvæði nr. 5, lýsing, breyting á svæðisskipulagi Mál nr. SN080500
Lagt fram bréf svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins til Skipulagsstofnunar dags. 8. júní 2012 þar sem tilkynnt er um samþykki allra hlutaðeigandi sveitarfélaga á breytingunni og óskað athugunar Skipulagsstofnunar samkvæmt ákvæðum skipulagslaga.
6. Holtsgöng, nýr Landspítali, breyting á aðalskipulagi Mál nr. SN080245
Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 vegna Holtsganga nýr Landspítala dags. 7. nóvember 2011 breytt í maí 2012 ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu dags. í maí 2012. Einnig er lögð fram umsögn Hafnarfjarðar dags. 9. maí 2012, umsögn Umhverfisstofnunar dags. 9. maí 2012, umsögn skipulagsnefndar Mosfellsbæjar dags. 10. maí 2012 og umsögn Vegagerðarinnar dags. 21. maí 2012 og umsögn skipulagsnefndar og bæjarstjórnar kópavogs dags. 24. maí 2012.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi skv. 31. gr. skipulagslaga, nr. 123/2010, sbr.1.mgr.36.gr.s.l, að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar sbr. 3. mgr. 30. gr.
Vísað til borgarráðs
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Jórunn Frímannsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins og óskuðu bókað:
#GL Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks í skipulagsráði 9. nóvember síðast liðinn er varað við þeirri augljósu hættu sem stafa mun af bílaumferð á leið niður í miðborg Reykjavíkur verði ekki hugað að greiðari leiðum eins og Holtsgöngum. Umferðin mun kvíslast um þéttbyggð íbúa- og skólahverfi í Þingholtunum og meirihluti skipulagsráðs virðist telja það ákjósanlegt. Í bókuninni er lýst áhyggjum af áhrifum umferðar sem fer um íbúagötur og neikvæðum áhrifum hennar á umhverfisgæði fyrir íbúa og þau sem eru gangandi eða hjólandi í hverfinu. Nú hefur Umverfisstofnun tekið undir þessi sjónarmið og er bent á ágæta umsögn stofnunarinnar sem dagsett er 9. maí sl. í því sambandi. Í umsögninni stendur m.a. að Umhverfisstofnun telur að gera hefði átt grein fyrir áhrifum á þær götur sem bera munu aukna umferð m.t.t. hljóðvistar og loftgæða í ljósi þess að fallið verður frá lagningu Holtsganga. Umhverfisstofnun telur einnig að meta hefði mátt flutningsgetu aðkomuleiða að LSH í ljósi þeirrar aukningar á umferð um þessar götur sem umferðaspár gera ráð fyrir. Undir þessi sjónarmið Umhverfisstofnunar er tekið.#GL
Fulltrúar Besta flokksins Páll Hjaltason, Elsa Hrafnhildur Yeoman og Einar Örn Benediktsson og fulltrúi Samfylkingarinnar Stefán Benediktsson óskuðu bókað:
#GLBrugðist hefur verið við athugasemd Umhverfisstofnunar (sbr. umsögn dagsett 9. maí 2012) um ítarlegri umfjöllun um áhrif uppbyggingar á umferð á nálægum svæðum. Gerð er grein fyrir þeim áhrifum í meginatriðum í umhverfisskýrslu aðalskipulagsbreytingar, auk þess sem sérfræðiskýrslur um aukningu umferðar eru nú settar fram í viðauka greinargerðar aðalskipulagsins. Eftir sem áður er áfram vísað til ítarlegri umfjöllunar um umhverfisáhrif í gögnum deiliskipulagsins, enda munu aðal- og deiliskipulagstillögur verða kynntar samhliða og öll gögn aðgengileg á sama staða á auglýsingatíma skipulagstillagnanna. Ljóst er einnig af niðurstöðum umferðarreikninga að möguleg aukning umferðar á einstökum götum, vegna niðurfellingar Holtsganga, er óveruleg. Aðalatriðið úr niðurstöðum umferðarreikninga er að umferð dreifist mjög jafnt á götur miðborgarsvæðisins. Þar sem aukning er svo óveruleg í hverju tilviki, er ekki raunhæft á grundvelli gagnanna að fjölyrða um áhrif á hljóðvist eða loftgæði við einstakar götur, ekki síst í ljósi þess að hér er um fjarlæga framtíð að ræða.#GL
7. Hringbraut, breyting á deiliskipulagi færslu Hringbrautar Mál nr. SN120092
Lögð fram tillaga Landmótunar varðandi breytingu á deiliskipulagi Hringbrautar. Í breytingunni felst að felldur er úr gildi hluti deiliskipulagsins umhverfis Hlíðarfót. Svæðið verður innan deiliskipulagsmarka Landsspítala Háskólasjúkrahúss, samkvæmt uppdrætti Landmótunar dags. 22. nóvember 2011, breytt. 12. mars 2012.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Jórunn Frímannsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.
8. Nýr Landspítali við Hringbraut, lýsing, nýtt deiliskipulag(01.19) Mál nr. SN110037
SPITAL ehf, Geirsgötu 9, 101 Reykjavík
Lögð fram umsókn Spital ehf. dags. 13 september 2010, lýsing Spital vegna Landspítala við Hringbraut dags. 25. janúar 2011, drög að endurskoðaðu varðveislumati dags. 2. febrúar 2011 ásamt umsögnum hagsmunaaðila og umsögn Skipulagsstofnunar dags. 2. mars 2011 og fornleifaskráningu Minjasafns Reykjavíkur dags. 1. desember 2011. Einnig er lögð fram tillaga SPITAL að deiliskipulagi Landsspítala við Hringbraut samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum dags. 8. mars 2012 br. 26. mars 2012 ásamt ásýndarmyndum og skuggavarpi dags. 10. ágúst 2011 br. 8. mars 2012, greinargerð og skilmálar dags. 8. mars 2012 br. 26. mars 2012 , uppfærð 7. júní 2012, ásamt minnisblaði dags. 12. apríl 2011, bréf Spital til skipulagsráðs dags. 28. apríl 2011, bókun umhverfis- og samgöngusviðs dags. 10. maí 2011, þrívíddarmyndir dags. 19. maí 2011, minnisblað SPITAL dags. 7. júní 2011, minnisblað SPITAL varðandi umferðardreifingu dags. 7. júní 2011, minnisblað SPITAL vegna bílastæða dags. 20. júní 2011, minnisblað verkefnisstjóra dags. 28. júní 2011, minnisblað SPITAL dags. 1. júlí 2011 og minnisblað skipulags- og byggingarsviðs dags. 5. júlí 2011, breytt 17. ágúst 2011. Einnig eru lagðar fram eftirfarandi skýrslur: ,,greinargerð um samgöngur#EFK#EFK dags. 19. mars 2012, ,,þyrlupallur forsendur#EFK#EFK dags. 18. apríl 2011, ,,flutningur hættulegra efna um Hringbraut´´, ,,áhættugreining´´ dags. 4. mars 2011, ,gróður á lóð Landspítalans #EFK#EFK dags. 10. maí 2011, breytt 12. mars 2012, samgöngustefna 1. útgáfa dags. í maí 2011, kynningarbréf dags. 30. maí 2011 og ,, hljóðvistarskýrsla´´dags. 20. mars 2012., ásamt hljóðvistarkortum. Einnig er lögð fram lokaskýrsla Fornleifaverndar ríkisins, Grænaborg
#GL Úr borg í bæ#GL, útgáfuár 2012 vegna rannsókna á fornleifum á lóð Landspítalans sumarið 2011. Kynning stóð til og með 1. október 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn ábendingar og athugasemdir: Tómas R. Hansson dags. 5. september 2011, Orri Þór Ormarsson dags. 6. sept., Finnbogi Gústafsson og Edda Hallsdóttir dags. 30. sept., Páll Benediktsson f.h. húsfélagsins að Miklubraut 22-30 dags. 30. sept., Hilmar Þór Björnsson dags. 30. sept., Þórir Einarsson, dags. 30. sept., Elín Steinarsdóttir dags. 30. sept., Katrín Þorsteinsdóttir, dags. 30. sept., Einar Eiríksson og Ásdís Gestsdóttir f.h. átakshóps suður Þingholta #GLVerjum hverfið#GL dags. 30. sept., Sturla Snorrason dags. 30. sept., Þorbergur Þórsson dags. 30. sept., Þóra Andrésdóttir dags. 1. okt., Þóra Andrésdóttir dags. 1. okt., Steinunn Þórhallsdóttir f.h. Íbúasamtök 3. hverfis dags. 1. okt., Magnús Skúlason f.h. Íbúasamtök Miðborgar dags. 4. okt., Hollvinir Grensásdeildar, dags. 26. sept. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis og samgöngusviðs dags. 29. september 2011, umferðarskýrsla umhverfis og samgöngusviðs dags. 19. mars 2012 minnisblaði SPITAL dags. 30. nóvember 2011, drög að greinargerð SPITAL dags. 8. janúar 2012 um samgöngur vegna deiliskipulags fyrir nýjan Landspítala við Hringbraut, minnisblað Haraldar Ólafssonar veðurfræðings dags. í febrúar 2012 um vindafar við nýjan Landsspítala Háskólasjúkrahús, minnisblað SPITAL dags. 28. febrúar 2012, snið 1 snið G vegna sjúkrahótels og áhættugreining vegna tengibrúa dags. 27. janúar 2012. Jafnframt er lögð fram athugasemd Einars Eiríkssonar og Ásdísar Ólafar Gestsdóttur f.h. Átakshóps Suður Þingholtanna #GLVerjum hverfið#GL dags. 4. maí 2012.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu með fjórum atkvæðum fulltrúa Besta flokksins Páls Hjaltasonar, Elsu Hrafnhildar Yeoman og Einars Arnar Benediktssonar og fulltrúa Samfylkingarinnar Stefáns Benediktssonar. Þrír fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson og Jórunn Frímannsdóttir greiddu atkvæði gegn samþykktinni og óskuðu bókað:
#GLTækifæri til að styrkja spítalastarfsemina á svæðinu með skynsamlegri uppbyggingu í sátt við eldri byggð er nú verið að glata. Tillagan hefur þegar farið í kynningu á opnum fundi í ráðhúsi Reykjavíkur en ekki hefur verið tekið tillit til athugasemda sem fram komu hjá fundargestum eða borist hafa skipulagssviði.
Með skipulaginu er veitt heimild til þess að byggingarmagn á lóðinni verði 289 þúsund fermetrar. Það er fjórföldun á öllu því byggingarmagni sem þar er fyrir. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks fallast ekki á slíka óraunhæfa uppbyggingu á reitnum sem mun verða yfirþyrmandi og í engu samræmi við þá byggð sem þar stendur nú, hvorki á reitnum né í nærliggjandi hverfum eins og þrívíddarmyndir staðfesta.
Óskiljanlegt flaustur einkennir þetta mál sem sést af því að til stendur að endurskipuleggja norðurhluta spítalalóðarinnar um leið og deiliskipulag sem tekur til þeirrar sömu lóðar hefur verið samþykkt. Engin fordæmi eru fyrir slíkum vinnubrögðum. Borgarbúum er boðið að gera athugasemdir við skipulag sem mun verða breytt og byggingarmagn aukið enn frekar strax að loknu auglýsingarferlinu. Skipulagslög voru sett til að auka réttaröryggi og virkt íbúalýðræði en hér er stefnt í öfuga átt.
Tillagan hefur að engu forsögn skipulagsráðs, sem kvað á um að sjónás að gömlu Landspítalabyggingunni myndi halda sér og að hin fallega bygging Guðjóns Samúelssonar fengi að njóta sín í skipulaginu. Í þessari tillögu er lokað fyrir nær alla þá sjónása. Sömuleiðis gengur þessi tillaga gegn þeim forsendum sem skipulagsráð gaf í áðurnefndri forsögn, að gamla Hringbrautin fengi að halda sér og þar með sjónásinn að aðalbyggingu Háskólans. Sú vel hugsaða og fallega hönnun frá fyrri hluta síðari aldar hverfur undir hinn gríðarstóra meðferðarkjarna sem nú rís.
Lóð Landspítala Háskólasjúkrahúss hefur verið verulega minnkuð en uppbyggingin aukin margfalt. Ekki liggur fyrir sjálfstætt mat á byggingarþoli lóðarinnar með tilliti til framtíðarþróunar, umferðar, stærðarhlutfalla, umhverfis, yfirbragðs og ásýndar. Sú heimild sem stefnt er að veita til uppbyggingar er óafturkræf og mun standa um ófyrirsjáanlega framtíð.#GL
Áheyrnarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Torfi Hjartarson óskaði bókað:
#GLFulltrúi Vinstri hreyfingarinnar-Græns framboðs í skipulagsráði Reykjavíkur hefur gagnrýnt að tillögur um byggingu nýs Landspítala nýti ekki betur en raun ber vitni eldri byggingar og land sem að þeim liggur á spítalasvæði norðan gömlu Hringbrautar. Gríðarstór meðferðarkjarni í einu húsi sunnan eldri bygginga og næst byggðinni í Þingholtum er enn stærri en ráð var fyrir gert í samkeppnistillögu og hugmyndum um að hann lagi sig að nærliggjandi byggð, minnki eða færist til austurs, hefur verið hafnað. Styðja þarf betur við götumynd Snorrabrautar sem gegna mun lykilhlutverki við uppbyggingu í Vatnsmýri. Þróa þarf frekar skipulag á spítalasvæðinu norðan- og austanverðu og því þurfa borgaryfirvöld að fylgja fast eftir. Leggja ber áherslu á vistvænar samgöngur við nýtt sjúkrahús og að því hefur verið unnið. Ýmislegt hefur líka verið gert til sjúkrahúsið falli vel að skipulagi og almannarými í höfuðborginni en eftir stendur það sem hér var rakið. Almenningur hefur enn dýrmætt tækifæri til að bregðast við tillögum að skipulagi og tilhögun bygginga í nýjum spítala sem efla á heilbrigðisþjónustu við alla landsmenn.#GL
Fulltrúar Besta flokksins Páll Hjaltason, Elsa Hrafnhildur Yeoman og Einar Örn Benediktsson og fulltrúi Samfylkingarinnar Stefán Benediktsson óskuðu bókað:
#GL Fulltrúar Besta flokksins og Samfylkingar fagna því að að tillaga að deiliskipulagi fyrir Nýjan Landspítala-Háskólasjúkrahús við Hringbraut skuli nú tilbúin til auglýsingar, eins og skipulagslög gera ráð fyrir. Staðsetningin hefur legið fyrir um árabil. Fulltrúar Besta flokksins og Samfylkingar eru sannfærðir um að þetta sé besta mögulega staðsetningin. Tillagan hefur verið í vinnslu í tvö ár og hefur verið rædd ítarlega. Hún er niðurstaða mikils undirbúnings og tveggja samkeppna. Hún hefur tekið mörgum jákvæðum breytingum í meðferð skipulagsráðs. Mikil áhersla er lögð á að spítalinn fylgi eftir metnaðarfullri, vistvænni samgöngustefnu. Mikilvægur árangur hefur náðst í samningum við ríkisvaldið sem fela í sér að spítalinn byggist upp á minna svæði en upphaflega var áformað. Það kemur meðal annars í veg fyrir að stór landsvæði á mikilvægum stað við miðborgina séu ónýtt til langs tíma. Fulltrúar Besta flokksins og Samfylkingar eru meðvitaðir um viðkvæmt nábýli við íbúðarbyggðina í sunnanverðu Skólavörðuholti en telja að fyrirhugaðar byggingar muni fara ágætlega í borgarlandslaginu. Vakin er athygli á því að þéttleikinn á fyrirhugðum byggingarreitum er sambærilegur við þéttleikann í miðborg Reykjavíkur og í fyrirhugaðri byggð í Vatnsmýri. #GL
Vísað til borgarráðs.
(B) Byggingarmál
9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN044003
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundagerð nr. 686 frá 5. júní 2012, ásamt fundargerð nr. 687 frá 12. júní 2012 .
10. Bjargarstígur 16, Svalir - Áður gerðar svalir (01.184.420) Mál nr. BN044177
Svava Kristín Ingólfsdóttir, Bjargarstígur 16, 101 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju umsókn um leyfi fyrir áður gerðum svölum úr áli og timbri á suðurhlið einbýlishúss á lóð nr. 16 við Bjargarstíg. Erindi var grenndarkynnt frá 20. apríl til og með 22. maí 2012. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Einar Guðjónsson dags. 22. maí 2012 og Tinna Jóhannsdóttir dags. 22. maí 2012. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 29. maí 2012.
Erindi fylgir umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 2. mars og Minjasafns Reykjavíkur dags. 9. mars bæði 2012 þar sem hvorugur gerir athugasemd við erindið.
Gjald kr. 8.500
Ekki er gerð athugasemd við erindið með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 29. maí 2012.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
(C) Fyrirspurnir
11. Bankastræti 7, (fsp) hækkun húss (01.170.0) Mál nr. SN120256
Farfuglar ses., Borgartúni 6, 105 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Farfugla ses dags. 30. maí 2012 varðandi hækkun hússins á lóðinni nr. 7 við Bankastræti og byggja yfir svalir að hluta, samkvæmt tillögu VA Arkitekta dags. 30. maí 2012. Einnig er lagður fram tölvupóstur hönnuðar dags. 30. maí 2012.
Frestað.
Júlíus Vífill Ingvarsson vék af fundi við umfjöllun málsins
12. Laugavegur 74, (fsp) innri breytingar (01.174.2) Mál nr. SN120252
Zeppelin ehf, Skeifunni 19, 108 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Orra Árnasonar ark. dags. 24. maí 2012 varðandi stækkun gistiheimilis um fjögur herbergi ásamt stækkun móttöku þar sem gert er ráð fyrir verslunar- og veitingarsölu í húsinu á lóðinni nr. 74 við Laugaveg. Einnig er lagt fram tölvubréf Orra Árnasonar ásamt fylgigögnum dags. 31. maí 2012.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi á eigin kostnað, í samráði við embætti skipulagsstjóra.
13. Miðborgin, (fsp) upplýsingastandar Mál nr. SN120263
AFA JCDecaux Ísland ehf, Vesturvör 30b, 200 Kópavogur
Stikan slf, Einarsnesi 44, 101 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn AFA JCDecaux Ísland ehf. dags. 1. júní 2012 um að setja 10 upplýsingastanda í miðborgini. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 11. júní 2012.
Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.
14. Stakkholt 2-4 og 3 Hampiðjureitur, (fsp) breyting á deiliskipulagi (01.241.1)Mál nr. SN120274
ÞG verktakar ehf, Fossaleyni 16, 112 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn THG arkitekta dags. 4. júní 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hampiðjureits vegna lóðanna nr. 2 og 4 við Stakkholt. Í breytingunni felst að minnka inndrátt efstu hæðar á móti Brautarholti og Stórholti og bæta við inndreginni hæð samkvæmt uppdrætti dags. 4. júní 2012.
Neikvætt að breyta skipulagi í samræmi við fyrirspurn.
Skipulagsráð fellst hvorki á gerð bílastæða ofanjarðar á baklóð né hækkun byggingarreits um eina hæð.
(D) Ýmis mál
15. Mörkin 1, málskot (01.471.0) Mál nr. SN120279
Jón Örn Ámundason, Seljugerði 3, 108 Reykjavík
Lagt fram málskot Jóns Ö. Ámundasonar dags. 7. júní 2012 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsstjóra frá 25. maí 2012 um breikkun skábrautar meðfram húseign á lóð nr. 1 við Mörkina úr 4,75 m í 8,5 m. Einnig er lagt fram bréf Erlendar Birgissonar dags. 7. júní 2012 og uppdr. dags. s.d.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi á eigin kostnað, í samráði við embætti skipulagsstjóra. Tillagan verður grenndarkynnt þegar hún berst.
16. Betri Reykjavík, leyfa hænsnahald í borginni til nýtis Mál nr. SN110500
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd í skipulagsflokki á Betri Reykjavík frá 30. nóvember 2011 um að leyfa hænsnahald í borginni til nýtis, ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Um þessar mundir stendur yfir endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur. Hluti af stefnumörkun aðalskipulags mun fjalla um borgarbúskap þar með talið hænsnahald.
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur er í samráði við skipulags-og byggingarsvið að útbúa sérstakar reglur um hænsnahald í borg sem kynntar verða í heilbrigðisnefnd og skipulagsráði innan skamms.
17. Betri Reykjavík, nýta betur garðinn við Vesturbæjarsundlaug Mál nr. SN120057
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd í skipulagsflokki á Betri Reykjavík frá 31. janúar 2012 varðandi að nýta betur garðinn við Vesturbæjarsundlaugina, ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 24. apríl 2012.
Umsögn skipulagsstjóra dags. 24. apríl samþykkt.
18. Betri Reykjavík, losna við sandhaugana við Bryggjuhverfið Mál nr. SN120197
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram ein af fimm efstu hugmyndum í Betri Reykjavík frá 30. apríl 2012 um að losna við sandhaugana við Bryggjuhverfið, ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Nú stendur yfir endurskoðun aðalskipulags en í þeirri endurskoðun verður tekin ákvörðun um framtíðar staðsetningu fyrirtækja við Elliðaárvog. Tekið er undir að sandhaugarnir eru til ama fyrir íbúa og varanlega lausn þarf að finna á vandamálinu sem fyrst.
19. Betri Reykjavík, Hampiðjureitur fallegur reitur Mál nr. SN120267
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd í flokknum skipulagsmál í Betri Reykjavík frá 31. maí 2012 varðandi #GLHampiðjureit fallegur reitur#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Til er deiliskipulag af Hampiðjureit þar sem gert er ráð fyrir uppbyggingu íbúðarhúss á reitnum. Lóðarhafi hefur óskað eftir breytingum á skipulagi sem fela í sér lítilsháttar aukningu byggingarmagns m.a. með því að byggingarreitur er hækkaður um eina hæð. Fyrirhugað er að uppbygging hefjist á reitnum innan skamms og þar sem reiturinn er ekki á höndum borgarinnar er ekki hægt að framkvæma þær hugmyndir sem fram koma í tengslum við umræðuna Hampiðjureitur, fallegur reitur.
20. Innkaupayfirlit Skipulags- og byggingarsviðs, 2012 Mál nr. SN120254
Lagt fram yfirlit yfir einstök innkaup skipulags- og byggingarsviðs á fyrsta ársfjórðungi 2012 sem fóru yfir 1 m.kr. með vísan í 37. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar.
21. Vatnagarðar, lóðir Eimskips, breyting á deiliskipulagi(01.33) Mál nr. SN120172
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 18. maí 2012 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir Vatnagarða, lóðir Eimskipa.
22. Bryggjuhverfi, höfn, (04.0) Mál nr. SN120027
breyting á deiliskipulagi vegna innsiglingarmerkja
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 24. maí 2012 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir Bryggjuhverfi, innsiglingaljós.
23. Gvendargeisli 168, Sæmundarskóli, breyting á deiliskipulagi(05.134.7)Mál nr. SN120182
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Kanon arkitektar ehf, Laugavegi 26, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 24. maí 2012 um samþykkt Borgarráðs s.d vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir Gvendargeisla 168.
24. Hálsahverfi, breyting á deiliskipulagi (04.32) Mál nr. SN120061
Umhverfis- og samgöngusvið Reyk, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 14. maí 2012 um samþykkt borgarráðs 10. maí 2012 vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir Hálsahverfi.
25. Rafstöðvarvegur 9 og 9A, breyting á deiliskipulagi (04.25) Mál nr. SN120018
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 23. maí 2012 um samþykkt Borgarstjórnar 22. maí vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir Rafstöðvarveg 9 og 9a.
26. Sogamýri, lýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Mál nr. SN120218
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 24. maí 2012 um samþykkt borgarráðs 24. maí 2012 á lýsingu á breytingu á aðalskipulagi fyrir Sogamýri.
27. Sogamýri, lýsing vegna nýs deiliskipulags Mál nr. SN110157
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 29. maí 2012 um samþykkt borgarráðs 24. maí á lýsingu á nýju deiliskipulagi fyrir Sogamýri.
28. Urðarstígsreitur syðri 1.186.4, (01.186) Mál nr. SN120056
tillaga að deiliskipulagi fyrir reit 1.186.4
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 18. maí 2012 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna nýs deiliskipulags fyrir Urðarstígsreit syðri.
Fundi slitið kl. 12.15.
Páll Hjalti Hjaltason
Elsa Hrafnhildur Yeoman Stefán Benediktsson
Einar Örn Benediktsson Júlíus Vífill Ingvarsson
Gísli Marteinn Baldursson Jórunn Frímannsdóttir
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2012, þriðjudaginn 5. júní kl. 10.20 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 686. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Sigrún Reynisdóttir, Harri Ormarsson, Björn Stefán Hallsson, Eva Geirsdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Gunnar Ólafur Gunnarsson, Sigurður Pálmi Ásbergsson og Björn Kristleifsson
Fundarritari var Harri Ormarsson
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Austurstræti 9 (01.140.210) 100832 Mál nr. BN043801
Laundromat Reykjavík ehf, Austurstræti 9, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til lagfæringar á gasforðageymslu, tilfæringu á sorpi, kæliskápum, matvælavaski og nýrri skábraut við aðalinngang veitingastaðar á lóð nr. 9 við Austurstræti.
Meðfylgjandi er samþykki húseigenda dags.28.11. 2011.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
2. Ásvallagata 81 (01.139.201) 100766 Mál nr. BN044436
Kristveig Halldórsdóttir, Ásvallagata 81, 101 Reykjavík
Ari Halldórsson, Ásvallagata 81, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja glugga og hurð á vesturgafl bílskúrs og gera sólpall úr timbri í lóð nr. 81 við Ásvallagötu.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
3. Bíldshöfði 14 (04.064.102) 110670 Mál nr. BN044509
Þorp ehf, Bolholti 4, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi og færa leiksvæði barna í veitingahúsi á fyrstu hæð hússins á lóðinni nr. 14 við Bíldshöfða.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
4. Bláfjöll - Eldborg Mál nr. BN044578
Umhverfisstofnun, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja upp 90/120 cm fræðsluskilti, 2 m. á hæð, við náttúruvættið Eldborg í Bláfjöllum.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
5. Grensásvegur 8-10 (01.295.305) 103846 Mál nr. BN044505
Ísteka ehf, Grensásvegi 8, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að setja glugga í hleraop á vesturhlið hússins nr. 8 á lóðinni nr. 8-10 við Grensásveg.
Samþykki nokkurra meðeigenda (á teikn.) fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
6. Grettisgata 38B (01.190.011) 102349 Mál nr. BN044559
Halldór Gísli Bjarnason, Grettisgata 38b, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalir úr timbri með tröppum út í garð á 1. hæð við suðurhlið einbýlishússins á lóð nr. 38B við Grettisgötu.
Stærð 7,5 ferm.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
7. Gylfaflöt 9 (02.575.702) 109502 Mál nr. BN044480
Landsnet hf, Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til innri breytinga á 1. hæð austurhluta þannig að eldvarnir breytast og lækkun á gólfplötu í húsinu á lóð nr. 9 við Gylfaflöt.
Stækkun: 47 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 8.500 + 3.995
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
8. Hamrahlíð 17 (01.714.101) 107254 Mál nr. BN044562
Blindrafélagið, Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að setja glugga á norðurhlið annarrar hæðar hússins á lóðinni nr. 17 við Hamrahlíð.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
9. Hamravík 44-52 (02.351.603) 180142 Mál nr. BN044538
Ægir Þórðarson, Hamravík 44, 112 Reykjavík
Sótt er um samþykki á áður gerðum millipalli í raðhúsi nr. 44 (mhl. 01) í fimm húsa raðhúsalengju á lóð nr. 44-52 við Hamravík.
Stækkun, 61,2 ferm.
Samtals: íbúð 115,2 ferm., 479,6 rúmm., milliflötur 61,2 ferm., bílskúr 30,6 ferm., 136,3 rúmm.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
10. Haukdælabraut 116 (05.113.302) 214827 Mál nr. BN044324
Hallur Arnarsson, Laxakvísl 10, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt einbýlishús á tveimur hæðum með 60 ferm. aukaíbúð á neðri hæð á lóð nr. 116 við Haukdælabraut.
Erindi fylgir umsókn um undanþágu skv. heimild í grein 17.1.2 í lögum um mannvirki nr. 160/2010. dags. 10. maí 2012 og bréf frá hönnuði dags. 24. maí 2012 fylgir.
Stærð: 312.8 fem. 982,5 rúmm. B-rými 17,9 ferm.
Gjald kr. 8.500 + 8.500 + 83.513
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
11. Haukdælabraut 48-56 (05.114.702) 214804 Mál nr. BN044541
Pálmar ehf, Bleikjukvísl 12, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja tveggja hæða steinsteypt raðhús með fimm íbúðum á lóðinni nr. 48-56 við Haukdælabraut.
Landnúmer 214804
Stærðir: Lóð 2039,0 ferm.
Hús nr. 48 (matshl. 01) 1. hæð: Íbúð 72,6 ferm. bílgeymsla 29,1 ferm.
2. hæð: Íbúð 131,2 ferm. Samtals 232,9 ferm. og 835,4 rúmm.
Hús nr. 50 (matshl. 02) 1. hæð: Íbúð 54,6 ferm. bílgeymsla 32,3 ferm.
2. hæð: Íbúð 120,7 ferm. Samtals 207,6 ferm. og 747,5 rúmm.
Hús nr. 52 (matshl. 03) 1. hæð: Íbúð 54,6 ferm. bílgeymsla 32,3 ferm.
2. hæð: Íbúð 120,7 ferm. Samtals 207,6 ferm. og 747,5 rúmm.
Hús nr. 54 (matshl. 04) 1. hæð: Íbúð 54,6 ferm. bílgeymsla 32,3 ferm.
2. hæð: Íbúð 120,7 ferm. Samtals 207,6 ferm. og 747,5 rúmm.
Hús nr. 56 (matshl. 05) 1. hæð: Íbúð 54,6 ferm. bílgeymsla 33,6 ferm.
2. hæð: Íbúð 122,8 ferm. Samtals 211,0 ferm. og 759,0 rúmm.
Alls samtals 1066,7 ferm. og 3836,9 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 326.137
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
12. Hæðargarður 42 (01.819.101) 108240 Mál nr. BN044560
Jóna Dís Kristjánsdóttir, Hæðargarður 42, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka þak með svölum og kvistum í samræmi við þegar byggt þak á nr. 44 úr timbri með bárnsklæðningu á húsi á lóð nr. 42 við Hæðargarð.
Meðfylgjandi umsögn borðaþolshönnuðar dags. 31.5. 2012 og samþykki meðeiganda ódags.
Stækkun 95 ferm., 143 rúmm.
Gjöld kr. 8.500 + 12.155
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
13. Í Úlfarsfellslandi 125481 (97.001.060) 125481 Mál nr. BN044422
Klettaberg ehf, Pósthólf 5005, 125 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir tilbúnu frístundahúsi á steyptum súlum og tengja við nýsamþykkt sams konar hús á lóð með landnúmer 125481 í Úlfarsfellslandi.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 1. júní 2012 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 1. júní 2012.
Stærð 30,7 ferm., 97 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 8.245
Synjað.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 1. júní 2012.
14. Kirkjuteigur 21 (01.361.109) 104575 Mál nr. BN044543
Ásvellir ehf, Seljugerði 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta húðflúrstofu á 1. hæð, þar sem áður var apótek, í húsi á lóð nr. 21 við Kirkjuteig.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
15. Kringlan 5 (01.723.302) 107299 Mál nr. BN044563
Reitir V ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt erum leyfi til að byggja neyðarstiga úr stáli, við norðurhlið að lóðamörkum við nr. 7, við skrifstofuhús á lóð nr. 5 við Kringluna.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
16. Köllunarklettsvegur 8 (01.329.302) 199097 Mál nr. BN044415
Nýherji hf., Borgartúni 37, 105 Reykjavík
Köllunarklettsvegur 8 ehf., Dalvegi 16d, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi á 1. og 2. hæð og taka í notkun millipall sem verður notaður sem tækjarými í húsinu og einnig verður hætt við að reisa mhl. 02, kolsýrutank á lóð nr. 8 við Köllunarklettsveg.
Stækkun millipalls: 29,6 ferm.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
17. Ljósvallagata 20 (01.162.316) 101289 Mál nr. BN044561
Hrafn Gunnarsson, Ljósvallagata 20, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja svalir á annarri og þriðju hæð og jafnframt er gerð grein fyrir núverandi innra fyrirkomulagi íbúða 0201 og 0301 í húsinu á lóðinni nr. 20 við Ljósvallagötu.
Samþykki meðeigenda í húsi dags. 06.03.2012 fylgir erindi. Samþykki nágranna í húsum nr. 18 og 22 við Ljósvallagötu dags. 07.05.2012 fylgir erindi.
Ný skráningartafla fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
18. Logafold 1 (02.875.001) 110382 Mál nr. BN044564
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og innrétta sérdeild fyrir einhverfa á 3. hæð í vesturálmu Foldaskóla á lóð nr. 1 við Logafold.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
19. Melgerði 14 (01.815.505) 108027 Mál nr. BN044384
Rakel Björg Jónsdóttir, Melgerði 14, 108 Reykjavík
Sigurður Óli Jensson, Melgerði 14, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir hurð út úr borðstofu einbýlishússins og koma fyrir garðhúsi sem er í samræmi við Byggingareglugerð 112/2012 gr. 2.3.5 g. 6 á suðausturhluta lóðar nr. 14 við Melgerði.
Samþykki eigenda húsa á aðliggjandi lóðum fylgir ódags.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
20. Nauthólsvegur 50 (01.619.601) 106641 Mál nr. BN044501
Iceeignir ehf, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta flóttaleiðum og innra fyrirkomulagi á fjórðu hæð ásamt útliti norður-, vestur- og suðurhliðar skrifstofuhússins nr. 50 á lóðinni nr. 50-52 við Nauthólsveg.
Bygging fjórðu hæðar hússins var upphaflega samþykkt 21.02.2012, sbr. erindi bn044056.
Þegar erindi BN044056 var samþykkt var bókuð röng stækkun sem leiðréttist hér með.
Stækkun var bókuð: 1.555,1 ferm., 10.720,8 rúmm.
Á að vera: 1.415,6 ferm., 5.115,3 rúmm.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
21. Njálsgata 58B (01.190.310) 102443 Mál nr. BN044557
Katrín Diljá Jónsdóttir, Skjólvangur 5, 220 Hafnarfjörður
Hjörtur Brynjarsson, Skjólvangur 5, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi beggja íbúða og gera nýjan inngang í kjallarageymslu í tvíbýlishúsi á lóðinni nr. 58B við Njálsgötu.
Bréf umsækjanda (v. fyrirspurnar, ódagsett) fylgir erindinu.
Ný skráningartafla fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
22. Rafstöðvarvegur 9-9A (04.252.601) 217467 Mál nr. BN044058
Sjöstjarnan ehf, Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir innri og ytri breytingum og breyttri starfsemi í húsi á lóð nr. 9-9A við Rafstöðvarveg.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 6.3. 2012, yfirlýsing Orkuveitunnar dags. 2. mars 2012 og annað bréf arkitekts dags, 6.3. 2012.
Gjald kr. 8.500 + 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
23. Reynimelur 57 (01.524.305) 106040 Mál nr. BN044452
Garðar Halldórsson, Skildinganes 42, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi og áður gerðri íbúð í rishæð hússins á lóðinni nr. 57 við Reynimel.
Samþykki meðeigenda dags. 15.05.2012 fylgir erindinu.
Ný skráningartafla fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
24. Skaftahlíð 4-10 (01.273.102) 103626 Mál nr. BN044558
Erna María Eiríksdóttir, Skaftahlíð 10, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að útbúa verönd og gera dyraop að garði á vesturhlið kjallara í íbúð 0001 í húsinu nr. 10 á lóðinni nr. 4-10 við Skaftahlíð.
Samþykki meðeigenda í húsi (vantar einn) dags. 17.03.2012, 19.05.2012 og 31.05.2012 fylgja erindinu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
25. Skipholt 70 (01.255.208) 103493 Mál nr. BN044327
Húsfélagið Skipholti 70, Skipholti 70, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja nýja hurð á rými 0105 og klæða núverandi skyggni ásamt því að framlengja því inn á báða endagafla hússins nr. 70 við Skipholt.
Samþykki meðeigenda á teikningu fylgir.
Gjald kr. 8.500 + 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
26. Skólavörðustígur 13 (01.182.012) 209056 Mál nr. BN044565
Eyrir Invest ehf., Skólavörðustíg 13, 101 Reykjavík
Í framhaldi af fyrirhuguðu niðurrifi tengibyggingar milli húsanna nr. 11 og 13 við Skólavörðustíg (sbr. fyrirspurnarerindi BN044510 og erindi BN044577) er sótt um leyfi til þess að byggja svalir á norðurhlið (bakhlið) annarrar hæðar hússins nr. 13 á lóðinni nr. 13-13A við Skólavörðustíg.
Samþykki eiganda lóðarinnar Skólavörðustígur 11 dags. 01.06.2012 fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
27. Skólavörðustígur 13 (01.182.012) 209056 Mál nr. BN044577
Eyrir Invest ehf., Skólavörðustíg 13, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa tengigang á 2. hæð milli Skólavörðustígs 11 og 13 (sbr. erindi BN044565). Gangurinn er byggður árið 1994. Niðurrifið er á vegum eiganda byggingar á lóð nr. 11 en báðir lóðarhafar sækja um leyfi til niðurrifs.
Stærð: Tengigangur, 2. hæð 12,1 ferm., 37 rúmm.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
28. Skúlagata 28 (01.154.304) 101119 Mál nr. BN044567
Kex Hostel ehf, Skúlagötu 28, 101 Reykjavík
Skipulagssjóður Reykjavborgar, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi þar sem komið er fyrir 10 herbergjum, 6 sturtum, 6 snyrtingum og nýju gestaeldhúsi í suðurálmu hússins á lóð nr. 28 við Skúlagötu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
29. Skúlagata 30 (01.154.305) 101120 Mál nr. BN044515
Vatn og Land II ehf, Laugavegi 71, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi annarrar hæðar hússins á lóðinni nr. 30 við Skúlagötu.
Í húsnæðinu verða vinnustofur listamanna, skrifstofur og æfingasalir.
Samþykki f.h. eiganda (á teikn.) fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
30. Smiðjustígur 4A (01.171.115) 101381 Mál nr. BN044546
Nýja Grand ehf, Smiðjustíg 6, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að opna út á Hjartartorg Hverfisgötu 30, sbr. erindi BN042973 og bréf skipulagsstjóra dags. 18.7. 2011 sem fylgir með sem fylgiskjal, og vera þar með útiveitingar við veitingahúsið á lóð nr. 4A við Smiðjustíg.
Meðfylgjandi er eldvarnarskýrsla frá Eflu dags. 22.4. 2012 og samningur um opnun yfir á lóð Hverfisgötu 30 dags. 10.5. 2012.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
31. Smiðjustígur 6 (01.171.117) 186664 Mál nr. BN044547
Nýja Grand ehf, Smiðjustíg 6, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að opna út á Hjartartorg Hverfisgötu 30 og selja þar veitingar fyrir 50 manns, sbr. erindi BN042973 og bréf skipulagsstjóra dags. 18.7. 2011, sem fylgir með sem fylgiskjal, frá veitingahúsi á lóð nr. 6 við Smiðjustíg.
Meðfylgjandi er eldvarnarskýrsla Eflu dags. 22.4. 2012 og samningur um opnun út á Hverfisgötu 30, dags. 10.5. 2012, sem fylgir Smiðjustíg 4A, erindi BN044546
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
32. Sólvallagata 66 (01.134.509) 100393 Mál nr. BN044408
Unnur Valdís Kristjánsdóttir, Sólvallagata 66, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningum v/gerðar eignaskiptasamnings í fjölbýlishúsi á lóð nr. 66 við Sólvallagötu.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
33. Spöngin 43 (02.378.501) 215349 Mál nr. BN044574
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir að grafa grunn hússins, aðstöðusköpun og girðingu umhverfis svæðið á lóðinni nr. 43 við Spöngina sbr. erindi BN044313.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
34. Stangarholt 32 (01.246.206) 103313 Mál nr. BN044568
Jan Steen Jónsson, Stangarholt 32, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvöfaldan bílskúr úr steinsteyptum einingum á lóðinni nr. 32 við Stangarholt.
Samþykki meðeiganda í húsi nr. 30-32 og samþykki nokkurra nágranna (vantar eigendur lóðarinnar nr. 41 við Stórholt), dags. 23. maí 2012 fylgir erindinu.
Stærð: Bílskúr 75,6 ferm. og 229,8 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 19.533
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
35. Sundagarðar 2B (01.335.303) 213922 Mál nr. BN044283
Olíuverslun Íslands hf., Höfðatúni 2, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi bensínstöðvarinnar á lóð nr. 2B við Sundagarða.
Gjald kr. 8.500 + 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
36. Tangarhöfði 8 (04.063.601) 110666 Mál nr. BN044357
Vagneignir ehf, Vagnhöfða 23, 110 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum sbr. BN041017 þar sem ýmsar breytingar eiga sér stað þar á meðal breytingar á brunavörnum, hætt er við fækkun bílastæða í bílakjallara í húsinu nr. 8 á lóð nr. 8-12 við Tangarhöfða.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
37. Vegamótastígur 4 (01.171.404) 101413 Mál nr. BN044566
Ölstofa Kormáks og Skjaldar ehf, Lindargötu 25, 101 Reykjavík
Fasteigna/skipam Korm/Skjal ehf, Lindargötu 25, 101 Reykjavík
Kormákur Geirharðsson, Lindargata 25, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi við salerni og starfsmannaaðstöðu og ganga frá flóttaleið gegnum reykskýli í veitingahúsi (rými 0101) á lóðinni nr. 4 við Veghúsastíg.
Greinargerð verkfræðistofu um brunavarnir og fólksfjölda dags 29.05.2012 fylgir erindinu
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Ýmis mál
38. Árleynir - Tölusetningar Mál nr. BN044582
Byggingarfulltrúi leggur til að byggingar norðan Víkurvegar við götu sem fengið hefur heitið Árleynir verði tölusettar sem hér segir: Árleynir 2, undir það heiti falla eftirtaldir matshlutar 04, 08, 13 og 21. Þessir matshlutar hafa nú fastanúmer 203-9182. Árleynir 2A, undir það heiti fellur straumfræðihús, mhl. 06. Hefur nú fastanr. 203-9179. Árleynir 4, undir það heiti fellur húsnæði Tækniskólans ehf, mhl. 24. Hefur nú fastanr. 225-3974. Árleynir 8, undir það falla matshlutar 15 og 20. Hafa nú fastanr. 203-9182. Árleynir 8A, undir það fellur mhl. 19. Hefur nú fastanúmer 203-9182. Árleynir 6A, undir það fellur mhl. 18 spennistöð OR. Fastanúmer 203-9190. Árleynir 22, undir það heiti falla mhl. 01, 12 og 14 sem hafa nú fastanr. 203-9179.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Fyrirspurnir
39. Grettisgata 53B (01.174.227) 101630 Mál nr. BN044512
Snæbjörn Þór Stefánsson, Grettisgata 51, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta fjölbýlishúsi á lóð nr. 53B við Grettisgötu, í gistiheimili í flokki II.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 1. júní 2012 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags.31. maí 2012.
Jákvætt.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið sbr. umsögn skipulagsstjóra dags. 31. maí 2012.Sækja þarf um byggingarleyfi. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt berist hún.
40. Hrefnugata 4 (01.247.302) 103363 Mál nr. BN044556
Hálist ehf, Hrefnugötu 4, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja svalir á suðurhlið fyrstu, annarrar og þriðju hæðar og útbúa sérafnotaflöt fyrir kjallaraíbúð í húsinu á lóðinni nr. 4 við Hrefnugötu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
41. Kólguvað 1-13 (04.733.601) 198736 Mál nr. BN044522
Einar Bjarni Sturluson, Kólguvað 1, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til þess að byggja sólpall, skjólvegg og garðhýsi skv. meðfylgjandi teikningum við hús nr. 1 á lóðinni nr. 1-13 við Kólguvað.
Jákvætt.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið með vísan til bókunar byggingarfulltrúa dags. 29. maí sl. Ekki er gerð athugasemd við fjarlægð skúrs frá lóðarmörkum. Vakin er athygli á ákvæðum laga um fjöleignahús varðandi samþykki meðlóðarhafa.
42. Vesturgata 3 (01.136.102) 100528 Mál nr. BN044576
Vilhjálmur Þorláksson, Espilundur 4, 210 Garðabær
Spurt er hvort leggja megi loftræsirör upp fyrir þak frá eldhúsi Tapasbarsins í kjallara húss á lóð nr. 3 við Vesturgötu.
Ekki er gerð athugasemd við erindið. Sækja þarf um byggingarleyfi. Samþykki eigenda áskilið.
Fyrirspurnir
43. Hólaberg 2-24 (04.673.105) 112159 Mál nr. BN044554
Kristín Þóra Pálsdóttir, Hólaberg 24, 111 Reykjavík
Rögnvaldur Stefán Cook, Hólaberg 24, 111 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja sólstofu að suðurhlið hússins nr. 24 á lóðinni nr. 18-24 við Hólaberg.
Samþykki meðlóðarhafa dags. 14.05.2012 fylgir erindi.
Bréf fyrirspyrjanda (ódags.) fylgir erindinu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 11.35.
Björn Stefán Hallsson
Björn Kristleifsson
Sigrún Reynisdóttir
Harri Ormarsson
Jón Hafberg Björnsson
Gunnar Ó. Gunnarsson
Sigurður Pálmi Ásbergsson
Eva Geirsdóttir
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2012, þriðjudaginn 12. júní kl. 10.35 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 687. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Sigrún Reynisdóttir, Harri Ormarsson, Björn Stefán Hallsson, Eva Geirsdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Sigurður Pálmi Ásbergsson, Óskar Torfi Þorvaldsson og Björn Kristleifsson.
Fundarritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Austurberg 8-10 (04.677.402) 112265 Mál nr. BN044585
Ómar Friðbergs Dabney, Austurberg 10, 111 Reykjavík
Austurberg 8-10,húsfélag, Austurbergi 8, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að einangra og klæða með álplötum austur- og vesturgafl fjölbýlishússins á lóðinni nr. 8-10 við Austurberg.
Bréf formanns húsfélags hússins dags. 01.06.2012 fylgir erindinu.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 05.06.2012 fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
2. Austurstræti 12A (01.140.408) 100851 Mál nr. BN044598
R2D2 ehf., Austurstræti 12, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir útiveitingum fyrir 32 gesti á gangstétt Vallarstrætismegin við veitingahús á lóð nr. 12A við Austurstræti.
Gjald kr. 8.500
Synjað.
Þegar er í gildi leyfi fyrir útiveitingum á lóðinni sbr. samanber samþykkt byggingarfulltrúa dags. 12. maí 2009.
3. Austurstræti 9 (01.140.210) 100832 Mál nr. BN043801
Laundromat Reykjavík ehf, Austurstræti 9, 101 Reykjavík
Sótt er umleyfi til lagfæringar á gasforðageymslu, tilfæringu á sorpi, kæliskápum og matvælavaski veitingastaðar á lóð nr. 9 við Austurstræti.
Meðfylgjandi er samþykki húseigenda dags.28.11. 2011.
Gjald kr. 8.000+ 8500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
4. Baldursgata 32 (01.186.321) 102274 Mál nr. BN044241
Dán tán ehf, Mánatúni 5, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fjölbýlishús, þrjár hæðir og ris á kjallara með átta íbúðum á lóð nr. 32 við Baldursgötu.
Stærð: Kjallari 124 ferm., 1. 2. og 3. hæð 144,6 ferm., rishæð 96,7 ferm.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 8. júní 2012 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 19. mars 2012.
Samtals: 569,9 ferm., 1.642,7 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 139.630
Frestað.
Deiliskipulagsferli ólokið.
5. Baldursgata 34 (01.186.322) 102275 Mál nr. BN044239
Dán tán ehf, Mánatúni 5, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fjölbýlishús, tvær hæðir og ris á kjallara með þremur íbúðum á lóð nr. 34 við Baldursgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 8. júní 2012 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 19. mars 2012.
Stærð: Kjallari 40,2 ferm., 1. hæð 47,2 ferm., 2.hæð 63,6 ferm., og rishæð 55,8 ferm. B-rými 23,9 ferm.
Samtals: 206,8 ferm., 592 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 50.320
Frestað.
Deiliskipulagsferli ólokið.
6. Bankastræti 6 (01.170.204) 101332 Mál nr. BN044276
Hróbjartur Róbertsson, Bankastræti 6, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að útbúa verönd á þaki 3. hæðar og samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 6 við Bankastræti.
Erindi fylgja yfirlýsing og samþykki meðeigenda dags. 15. og 29. febrúar 2012 og 16. maí 2012, virðingargjörð dags. 1. júní 1941, þinglýst umboð v/ 3. hæðar dags. 27. nóvember 2009 og jákv. fsp. um þaksvalir dags. 12. maí 2005.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 16.04.2012 fylgir erindinu.Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
7. Bergþórugata 15 (01.190.221) 102424 Mál nr. BN044587
Björn Valdimarsson, Mánatún 3, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja kvisti á þak og að íbúðarrými rishæðar verði eign íbúðar á annarri hæð. Ennfremur er sótt um að íbúð á fyrstu og annarri hæð verði aðskilin í tvær sjálfstæðar íbúðir (sbr. fyrirspurnarerindi BN044219 og BN044268). Því verða aftur þrjár íbúðir í stað tveggja í húsinu á lóðinni nr.15 við Bergþórugötu.
Ný skráningartafla fylgir erindinu.
Stærð: Húsið er nú skráð 228,3 ferm. og 673,0 rúmm. en verður eftir breytingu skráð 251.9 ferm. og 709,5 rúmm.
Stækkun: 23,6 ferm. og 36,5 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 3.103
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
8. Blönduhlíð 7 (01.704.215) 107095 Mál nr. BN044594
Ingunn Helga Hafstað, Blönduhlíð 7, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta út þremur þakgluggum fyrir stærri og bæta við tveimur nýjum þakgluggum á norður og austurhlið fjölbýlishússins á lóð nr. 7 við Blönduhlíð.
Samþykki eigenda daga 11. júní 2012 fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
9. Brúnavegur 13 (01.351.001) 104174 Mál nr. BN044572
Baldur Ásgeirsson, Jökulgrunn 20, 104 Reykjavík
Þórunn Ólafsdóttir, Jökulgrunn 20, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja sólskála úr stöðluðum einingum með rennihurð og rennigluggum með öryggisgleri í þaki við raðhúsið Jökulgrunn 20 á lóð nr. 13 við Brúnaveg.
Samþykki meðeigenda á fylgir ódags.
Stækkun: 16,4 ferm., 38,9 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 3.306
Synjað.
Samræmist ekki deiliskipulagi.
10. Drápuhlíð 19 (01.702.222) 107066 Mál nr. BN044495
Hrafnhildur Bernharðsdóttir, Vatnsendablettur 5, 203 Kópavogur
Jón Viðar Magnússon, Vatnsendablettur 5, 203 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja svalir á íbúð í risi, 0301, ofan á þakplötu utan við stofuglugga auk breytinga á honum með uppsetningu á svalahurð á nr. 19 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 19-21 við Drápuhlíð.
Meðfylgjandi er samþykki eigenda dags. 2. maí 2012.
Gjald kr. 8.500 + 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
11. Drápuhlíð 21 (01.702.223) 107067 Mál nr. BN044494
Fróði Steingrímsson, Drápuhlíð 21, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalir á íbúð í risi ,0301, ofan á þakplötu utan við stofuglugga auk breytinga á honum með uppsetningu á svalahurð á nr. 21 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 19-21 við Drápuhlíð.
Meðfylgjandi er samþykki eigenda dags. 2. maí 2012.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
12. Dunhagi 18-20 (01.545.113) 106483 Mál nr. BN044484
D18 ehf, Smáratorgi 3, 200 Kópavogur
D18 ehf, Smáratorgi 3, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta nýsamþykktu erindi BN043923 sem felst í að breyta lítillega stærðarhlutföllum milli íbúða á 2. og 3. hæð vegna burðarvirkis og skipta verslunarrými í norð-austurenda á 1. hæð í fjögur rými ásamt breytingum í kjallara sem af því hlýst í fjölbýlishúsi á lóð nr. 18-20 við Dunhaga.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
13. Eirhöfði 12 (04.030.001) 110513 Mál nr. BN044535
Dominium hf, Eirhöfða 12, 110 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi 1. og 2. hæðar, til að breyta innra skipulagi á 3. hæð og til að skipta í sex eignir iðnaðarhúsi á lóð nr. 12 við Eirhöfða.
Erindi fylgir bréf frá Lögborg dags. 5. júní 2012.
Jafnframt er erindi BN035339 fellt úr gildi.
Stærð mhl. 01: 1.257,3 ferm., 4.636,8 rúmm.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
14. Fannafold 120-122 (02.854.402) 110043 Mál nr. BN044589
Óskar Knudsen, Fannafold 122, 112 Reykjavík
Sigurður Ófeigsson, Fannafold 120, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að viðbyggingar við báða matshluta parhússins á lóð nr. 120-122 við Fannafold.
Viðbygging mhl.01: 23,5 ferm., 70,7 rúmm.
Viðbygging mhl.02: 23,5 ferm., 70,7 rúmm.
Samtals 47 ferm., 141,4 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 6.010
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
15. Flókagata 58 (01.270.103) 103565 Mál nr. BN044534
Sigurður Arnljótsson, Flókagata 58, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að sameina tvo kvisti á norðurhlið, byggja svalir á vesturhlið og breyta innra fyrirkomulagi íbúðar á þriðju hæð (rishæð) hússins á lóðinni nr. 58 við Flókagötu.
Umsögn skipulagsstjóra dags. 25.01.2012 (v. fyrirspurnar BN044018) fylgir erindinu.
Samþykki meðeigenda (á teikn.) fylgir erindinu.
Ný skráningartafla fylgir erindinu.
Stærð: Húsið er nú skráð 1178,3 rúmm. og 401,0 ferm. en verður eftir breytingu skráð 1189,2 rúmm. og 429,9 ferm.
Stækkun húss: 10.9 rúmm. og 28,9 ferm.
Gjald kr. 8.500 + 927
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdráttar A-001 dags. 20. maí 2012.
16. Fremristekkur 1 (04.612.301) 111774 Mál nr. BN044596
Guðrún Eygló Guðmundsdóttir, Fremristekkur 1, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja glugga á vesturhlið einbýlishússins á lóð nr. 1 við Fremristekk.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 30. maí 2012 fylgir.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
17. Frostaskjól 7 (01.515.610) 105870 Mál nr. BN044586
Jónína Sigrún Lárusdóttir, Kvisthagi 18, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka stofu til vesturs, breyta gluggum og koma fyrir arni í stofu einbýlishúss á lóð nr. 7 við Frostaskjól.
Erindi fylgir bréf hönnuðar og samþykki eigenda Granaskjóls 4, dags. 4. júní 2012 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 1. júní 2012.
Stækkun 8,3 ferm., 25 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 2.125
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
18. Grensásvegur 11 (01.461.102) 105666 Mál nr. BN044524
Sætrar ehf, Gerðhömrum 27, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til ýmissa breytinga á nýsamþykktu erindi, sjá BN043852, svo sem minni háttar breytingar á innra fyrirkomulagi, að fækka bílastæðum um þrjú og til að breyta efni handriðs á 1. hæð úr stáli í gler í skrifstofu- og verslunarhúsi á lóð nr. 11 við Grensásveg.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
19. Hamrahlíð 17 (01.714.101) 107254 Mál nr. BN044562
Blindrafélagið, Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að setja glugga á norðurhlið annarrar hæðar hússins á lóðinni nr. 17 við Hamrahlíð.
Sbr. einnig erindi BN043032, Hamrahlíð 17-viðbygging, sem samþykkt var 27. september 2011.
Bréf burðarvirkishönnuðar dags. 06.06.2012 fylgir erindinu.
Teikningar eru yfirfarnar af eldvarnahönnuði.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
20. Haukdælabraut 116 (05.113.302) 214827 Mál nr. BN044324
Hallur Arnarsson, Laxakvísl 10, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt einbýlishús á tveimur hæðum með 60 ferm. aukaíbúð á neðri hæð á lóð nr. 116 við Haukdælabraut.
Erindi fylgir umsókn um undanþágu skv. heimild í grein 17.1.2 í lögum um mannvirki nr. 160/2010. dags. 10. maí 2012 og bréf frá hönnuði dags. 24. maí 2012 fylgir.
Stærð: 312.8 fem. 982,5 rúmm.
B-rými 17,9 ferm.
Gjald kr. 8.500 + 8.500 + 83.513
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Þinglýsa skal yfirlýsingu varðandi aðgang að inntaksrými fyrir útgáfu byggingarleyfis. Komi til breytinga á borgarlandi vegna auka bílastæðis skulu þær greiddar af lóðarhafa.
21. Háahlíð 18 (01.730.205) 107340 Mál nr. BN044588
Jóhanna V Þórhallsdóttir, Háahlíð 18, 105 Reykjavík
Óttar Guðmundsson, Háahlíð 18, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja hæð úr timbri ofan á steinsteypt einbýlishús á lóð nr. 18 við Háuhlíð.
Erindi fylgir neikvæð fsp. BN044201, dags. 20. mars 2012.
Stækkun: 90,4 ferm., 331,8 ferm.
Gjald kr. 8,500 + 28.203
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
22. Hátún 10 (01.234.001) 102923 Mál nr. BN044514
Brynja, Hússjóður Öryrkjabandal, Hátúni 10c, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss sem felast helst í breikkun ganga og endurnýjun veggja og kerfislofta ásamt stækkun snyrtinga og fjölgun útgönguleiða í húsi á lóð nr. 10 við Hátún.
Meðfylgjandi er bréf umsækjanda dags. 31.5. 2012.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.
23. Héðinsgata 2 (01.327.501) 103873 Mál nr. BN044590
AB 307 ehf., Skútuvogi 10a, 104 Reykjavík
Reginn ÞR1 ehf, Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til breytinga á verksmiðjuhúsi til aðlögunar að starfsemi átöppunarverksmiðju fyrir kolsýrt vatn og gos, breytingar eru þær að komið er fyrir nýrri innkeyrsluhurð og nýrri gönguhurð ásamt léttum innveggjum í skemmu á lóð nr. 2 við Héðinsgötu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
24. Hólmvað 10-22 (04.741.501) 200343 Mál nr. BN044593
Leiguhúsnæði ehf., Kirkjustétt 2-6, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða steinsteypt 23 íbúða fjölbýlishús með einhalla timburþaki á lóð nr. 10-22 við Hólmavað.
Stærðir: 1. hæð: 686,2 ferm., 2. hæð: 686,9., 3. hæð: 686,9 ferm.,
Samtals: 2.060 ferm., 6.986,8 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 593.878
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
25. Hæðargarður 42 (01.819.101) 108240 Mál nr. BN044560
Jóna Dís Kristjánsdóttir, Hæðargarður 42, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka þak með svölum og kvistum í samræmi við þegar byggt þak á nr. 44 úr timbri með bárujárnsklæðningu á húsi á lóð nr. 42 við Hæðargarð.
Meðfylgjandi umsögn burðarþolshönnuðar dags. 31.5. 2012 og samþykki meðeiganda ódags.
Stækkun 95 ferm., 143 rúmm.
Gjöld kr. 8.500 + 12.155
Frestað.
Samræma skal stærðir á teikningu og skráningartöflu.
26. Ingólfsstræti 3 (01.171.219) 101398 Mál nr. BN044420
Málstofan sf, Ingólfsstræti 3, 101 Reykjavík
MÁLSTAÐUR ehf, Ingólfsstræti 3, 101 Reykjavík
AFS á Íslandi, Pósthólf 753, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja kvist á 5. hæð, síkka glugga á 3. hæð og gera þakglugga á vesturhlið, einnig er gerð grein fyrir áður gerðu millilofti á 4. hæð atvinnuhúss á lóð nr. 3 við Ingólfsstræti.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 20. apríl 2012.
Áður gert milliloft: 79,7 ferm.
Stækkun xx rúmm.
Gjald kr. 8.500 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
27. Ingólfsstræti 8 (01.170.308) 101345 Mál nr. BN044553
Múltikúlti ehf, Barónsstíg 3, 101 Reykjavík
MG Capital ehf, Flókagötu 35, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga og að innrétta skyndibitastað fyrir heilsubita, í fl. 1, í kjallara húss á lóð nr. 8 við Ingólfsstræti.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
28. Kleppsvegur Kleppur (01.404.001) 104957 Mál nr. BN044613
Landspítali, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa starfsmannahús nr. 11, Skafti v/Klepp, fastanr. 202-0289 mhl. 14 merkt 0101 sem staðsett er á landnúmeri 104957 á lóð Kleppsspítala.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
29. Kristnibraut 65-67 (04.115.402) 187992 Mál nr. BN043111
Búseti svf,húsnæðissamvinnufél, Síðumúla 10, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta íbúð fyrir hreyfihamlaða í rými þar sem áður var fundaaðstaða og óútgrafnir sökklar á 1. hæð, að breyta gluggum á suður- og vesturhlið, koma fyrir rennihurð út í garð og breyta hæðarlegu lóðar fjölbýlishúss á lóð nr. 65 við Kristnibraut.
Jafnframt er erindi BN039270 dregið til baka.
Stækkun: 28 ferm., 75,6 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 8.500 + 6.048
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
30. Krummahólar 6 (04.645.203) 111960 Mál nr. BN044579
Krummahólar 6,húsfélag, Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja klæðningu á 7. hæð og fjarlægja steypt svalahandrið og setja upp létt svalahandrið á suðurhlið, lágmarkshæð 1200 mm. á fjölbýlishúsið á lóð nr. 6 við Krummahóla.
Meðfylgjandi er fundargerð húsfundar þann 23. feb. 2012. Þar sem klæðning og ný svalahandrið á suðurhlið eru samþykkt.
Gjald kr. 8.500.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
31. Laufásvegur 66 (01.197.206) 102721 Mál nr. BN044581
Helga S Guðmundsdóttir, Nesbali 66, 170 Seltjarnarnes
Sótt er um leyfi til þess að stækka bílskúrshurð, fjarlægja glerskála á suðurhlið húss, stækka glugga í borðstofu á fyrstu hæð, steypa í dyraop á suðurhlið og breyta innra fyrirkomulagi á fyrstu og annarri hæð hússins á lóðinni nr. 66 við Laufásveg.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 04.06.2012 fylgir erindinu.
Ný skráningartafla fylgir erindinu
Stærð: Vegna niðurrifs glerskála minnkar húsið um 25,6 ferm. og 67,2 rúmm. (sbr. erindi BN033664) og verður eftir breytinguna skráð 302,0 ferm. og 932,9 rúmm.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
32. Laugardalur v/Engjaveg Mál nr. BN044614
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir brettavelli í Laugardalinn nálægt félagsheimili Þróttar við Engjaveg.
Jafnframt er erindi BN044346 fellt úr gildi.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
33. Laugavegur 3 (01.171.014) 101360 Mál nr. BN044580
Indókína ehf, Laugavegi 3, 101 Reykjavík
Fjárfestingafél Eignaleiga ehf, Hólahjalla 1, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN043935 vegna lokaúttektar í húsinu á lóð nr. 3 við Laugaveg.
Bréf frá hönnuði um ósk um frestun á að setja upp hjólastólalyftu og salernisaðstöðu í 6. mánuði. dags. 29. maí 2012 fylgir.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Ekki heimilt að veita fresti vegna aðgangs fatlaðra að salerni.
34. Lyngháls 4 (04.326.402) 180304 Mál nr. BN043238
Eskines ehf, Langirimi 21-23, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að auka mögulegan gestafjölda, lengja opnunartíma og breyta flokkun veitingarstaðar úr fl. II í fl. III á Take away Thai matstofu í húsi á lóð nr. 4 við Lyngháls.
Meðfylgjandi er hljóðvistarskýrsla dags. 10.2. 2012, einnig útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 20. apríl 2012 ásamt umsögn lögfræði- og stjórnsýslu dags. 18.04.2012 fylgja erindinu. Einnig fylgir samþykki eiganda í tölvupósti dags. 11.6. 2012Gjald kr. 8.000 + 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
35. Lækjargata 2A (01.140.505) 100865 Mál nr. BN044571
Reitir fasteignafélag hf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
All-in ehf, Lálandi 1, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að endurinnrétta kaffihús í flokki II í austurhluta á annarri hæð atvinnuhússins á lóðinni nr. 2A við Lækjargötu.
Bréf hönnuðar dags. 07.06.2012 fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
36. Njálsgata 53-57 (01.190.122) 102397 Mál nr. BN044615
Leiguíbúðir ehf, Pósthólf 8814, 128 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi til að rífa gamla húsið nr. 53 og hefja jarðvinnu á lóðinni nr. 53 til 57 við Njálsgötu sbr. BN044267.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
37. Orrahólar 7 (04.648.201) 111998 Mál nr. BN044389
Orrahólar 7,húsfélag, Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klára smíði á steinsteyptu bílastæðahúss á tveimur hæðum fyrir 76 bíla á lóð nr. 7 við Orrahóla.
Erindi fylgir fundargerð húsfundar dags. 27. mars 2012, minnisblað frá lögfræði og stjórnsýslu byggingarfulltrúans í Reykjavík dags. 9. mars 2011 og bréf húsfélagsins dags. 7. júlí 2011 og bréf frá Verksýn dags. 16. apríl 2012.
Bílastæðahús: 1. hæð xx ferm., 2. hæð xx ferm.
Samtals 1198.5 ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 8.500 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
38. Pósthússtræti 2 (01.140.109) 205109 Mál nr. BN044584
Heimshótel ehf, Skógarhlíð 18, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að opna milli matshluta 01 og 02 á 1. hæð og innrétta skrifstofu í mhl. 02 í hóteli á lóð nr. 2 við Pósthússtræti.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Milli funda.
39. Skaftahlíð 4-10 (01.273.102) 103626 Mál nr. BN044558
Erna María Eiríksdóttir, Skaftahlíð 10, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að útbúa verönd og gera dyraop að garði á vesturhlið kjallara (sbr. fyrirspurn bn044383) í íbúð 0001 í húsinu nr. 10 á lóðinni nr. 4-10 við Skaftahlíð.
Samþykki meðeigenda í húsi dags. 17.03.2012, 19.05.2012 og 31.05.2012 fylgja erindinu.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
40. Skaftahlíð 24 (01.274.201) 103645 Mál nr. BN044537
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum þar sem gerð er grein fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi allra hæða í mhl. 01 og 03 á lóð nr. 24 við Skaftahlíð.
Erindi fylgir minnisblað um brunavarnir frá verkfræðistofunni Mannvit dags. 5. júní 2012.
Jafnframt er erindi BN040923 dregið til baka.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
41. Skúlagata 40-40B (01.154.401) 101132 Mál nr. BN044597
Frjálsi fjárfestingarbank hf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík
Hraunbraut ehf., Síðumúla 12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta snyrtistofu á annarri hæð (eign 0201) í tvær íbúðir í húsinu nr. 40 á lóðinni nr. 40-40B við Skúlagötu.
[Bréf formanns húsfélags hússins dags. 04.05.2012 fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
42. Sléttuvegur 11-13 (01.790.301) 107575 Mál nr. BN044508
Nova ehf, Lágmúla 9, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að koma fyrir fjarskiptabúnaði í þakrými og setja farsímaloftnet ofan á lyftuhús hússins nr. 13 á lóðinni nr. 11-13 við Sléttuveg.
Samþykki f.h. húsfélags hússins nr. 11-13, dags. 03.04.2012 fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
43. Sogavegur 162 (01.831.002) 108494 Mál nr. BN044591
Helga Vilhelmína Pálsdóttir, Kambasel 83, 109 Reykjavík
Lúðvík Óskar Árnason, Kambasel 83, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt parhús á tveimur hæðum á lóð nr. 162 við Sogaveg.
Erindi fylgir jákv. fsp. BN044273 dags. 3. apríl 2012.
Stærð: 1. hæð 137 ferm., 2. hæð 124 ferm.
Samtals 261 ferm., 880,4 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 74.834
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
44. Sporhamrar 5 (02.295.602) 208612 Mál nr. BN044595
Þroskahjálp,landssamtök, Háaleitisbraut 11-13, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að minnka og færa starfsmannaaðstöðu og þvottahús og breyta í íbúð að hluta og færa reiðhjólageymslu í útigeymslu á lóð nr. 5 við Sporhamra.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 5.6. 2012 og minnispunktar vegna breytinga dags. 5.6. 2012.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.
45. Sæmundargata 14 (01.631.201) 220415 Mál nr. BN044592
Sótt er um leyfi til að byggja þriðja áfanga stúdentagarða, K4, sem eru steinsteyptar 3. til 4. hæðar byggingar með kjallara undir hluta með 44 einstaklingsíbúðum og 24 íbúðum fyrir pör, og verða Sæmundargata 20 á lóð nr. 14 við Sæmundargötu.
Erindi fylgir brunahönnun frá EFLU verkfræðistofu dags. í maí 2012.
Stærð: Kjallari 276,1 ferm., 1. hæð 745,5 ferm., 2. og 3. hæð 875,3 ferm., 4. hæð 257,1 ferm.
Samtals 3.029,3 ferm., 8.953,6 rúmm.
B- rými 757,9 ferm.
Gjald kr. 8.500 + 761.056
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
46. Sæmundargata 14 (01.631.201) 220415 Mál nr. BN044618
Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir sökklum ásamt botnplötu fyrir byggingu K3 á lóðinni nr. 14 við Sæmundargötu sbr. erindi BN044447.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
47. Sæmundargata 14 (01.631.201) 220415 Mál nr. BN044617
Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir veggjum á 1. hæð ásamt plötu yfir 1. hæð í húsum K1 og K2 á lóðinni nr. 14 við Sæmundargötu sbr. erindi BN044243.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
48. Sæmundargata 4-10 (01.603.201) 106638 Mál nr. BN044583
Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu á tveimur hæðum til norðausturs og geymslu- og sorpbyggingu á einni hæð til norðvesturs, báðar staðsteyptar að mestu, við Háskólatorg á lóð nr. 2 við Sæmundargötu.
Stækkun: 994,8 ferm., 5.072,5 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 431.163
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
49. Vitastígur 14A (01.190.018) 102356 Mál nr. BN044570
Halla Dögg Másdóttir, Næfurás 17, 110 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir afmörkun tveggja séreigna á fyrstu hæð, áður gerðum kvistum á vesturþekju, breyttu innra skipulagi íbúðar á annarri hæð og áður gerðri íbúð á rishæð (3.h.) húss nr. 14A á lóðinni nr. 14-14A við Vitastíg.
Jafnframt er erindi bn036156 dregið til baka.
Virðingargjarðir dags. 17.03.1923 og 29.04.1967 fylgja erindinu.
Ný skráningartafla v. matshl. 02 (íbúðarhús) og 03 (geymsluskúr) fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Ýmis mál
50. Haukdælabraut 48-56 (05.114.702) 214804 Mál nr. BN044608
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 5. júní 2012 var erindið BN044541- Haukdælabraut 48-56 ranglega bókað svo:
#GLSótt er um leyfi til þess að byggja tveggja hæða steinsteypt raðhús með fimm íbúðum á lóðinni nr. 48-56 við Haukdælabraut.#GL
Leiðrétt bókun hljómar svo:
#GLSótt er um leyfi til þess að byggja tveggja hæða steinsteypt raðhús með fimm íbúðum og fimm innbyggðum bílgeymslum á lóðinni nr. 48-56 við Haukdælabraut.#GL
Fyrirspurnir
51. Akurgerði 21 (01.813.210) 107897 Mál nr. BN044539
Berglind Kristinsdóttir, Akurgerði 21, 108 Reykjavík
Axel Valur Birgisson, Akurgerði 21, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja timburkofa á lóðinni nr. 21 við Akurgerði.
Brúttóstærð kofans er 14,1 fermetrar, hæð hans er um 4,3 metrar.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 8. júní fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 7. júní 2012.
Nei.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 7. júní 2012.
52. Búðavað 1-3 (04.791.801) 209896 Mál nr. BN044519
Þórunn Birna Guðmundsdóttir, Flókagata 25, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til þess að stækka til austurs lóðarhluta hússins nr. 1 á lóðinni nr. 1-3 við Búðavað.
Bréf fyrirspyrjanda dags. 24.04.2012 fylgir erindinu ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 8. júní 2012 og umsögn skipulagsstjóra dags. 7. júní 2012.
Nei.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 7. júní 2012.
53. Hólaberg 2-24 (04.673.105) 112159 Mál nr. BN044554
Kristín Þóra Pálsdóttir, Hólaberg 24, 111 Reykjavík
Rögnvaldur Stefán Cook, Hólaberg 24, 111 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja sólstofu að suðurhlið hússins nr. 24 á lóðinni nr. 18-24 við Hólaberg.
Samþykki meðlóðarhafa dags. 14.05.2012 fylgir erindi.
Bréf fyrirspyrjanda (ódags.) fylgir erindinu ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 8. júní 2012 og umsögn skipulagsstjóra dags. 7. júní 2012.
Jákvætt.
Ekki er gerð athugasemd við erindið með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 7. júní 2012. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi verður grenndarkynnt berist hún.
54. Hrefnugata 4 (01.247.302) 103363 Mál nr. BN044556
Hálist ehf, Hrefnugötu 4, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja svalir á suðurhlið fyrstu, annarrar og þriðju hæðar og útbúa sérafnotaflöt fyrir kjallaraíbúð í húsinu á lóðinni nr. 4 við Hrefnugötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 8. júní 2012 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 6. júní 2012.
Jákvætt.
Ekki gerða athugasemd við erindið með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 6. júní 2012. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt berist hún.
55. Kambsvegur 8 (01.352.603) 104200 Mál nr. BN044544
Dröfn Björgvinsdóttir, Kambsvegur 8, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að rífa núverandi svalir, byggja viðbyggingu að suður- og vesturhlið og nýta þak hinnar nýju viðbyggingar sem svalir íbúðar annarrar hæðar í húsinu á lóðinni nr. 8 við Kambsveg.
Bréf hönnuðar dags.20.05.2012 fylgir erindinu.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 04.10.2007 vegna erindisins BN036241-Kambsvegur 8 sem var synjað fylgir erindinu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 8. júní 2012 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 7. júní 2012.
Jákvætt.
Ekki gerða athugasemd við erindið með þeim skilyrðum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra dags. 7. júní 2012.
56. Sigtún 38 (01.366.001) 104706 Mál nr. BN044497
Húseignarfélagið Sigtún 38 ehf, Sigtúni 38, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta gildandi deiliskipulagi lóðarinnar Sigtún 38 vegna fyrirhugaðra framkvæmda á lóðinni.
Bréf hönnuðar dags. 9. maí 2012 fylgir erindinu.
Tölvubréf fyrirspyrjanda dags. 3. júní 2012 fylgir erindinu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra dags. 8. júní 2012 fylgir erindinu.
Erindið dregið til baka með vísan til tölvubréfs dags. 3. júní 2012.
57. Stakkhamrar 7 (02.293.704) 109041 Mál nr. BN044527
Óskar Þór Óskarsson, Rauðagerði 20, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að stækka bílgeymslu með því að stækka um tvo metra til suðausturs byggingarreit einbýlishússins á lóðinni nr. 7 við Stakkhamra.
Samþykki nágranna í húsum nr. 3, 5, 9 og 17 við Stakkhamra (á teikn.) fylgir erindinu ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 8. júní 2012 og umsögn skipulagsstjóra dags. 8. júní 2012.
Nei.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 8. júní 2012.
58. Suðurlandsbraut 6 (01.262.102) 103516 Mál nr. BN044540
Húsfélagið Suðurlandsbr 6-framh, Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að stækka 7. hæð og byggja svalir á vesturgafl skrifstofu- og verslunarhúss á lóð nr. 6 við Suðurlandsbraut.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 8. júní 2012 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 6. júní 2012.
Nei.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 6. júní 2012.
59. Þórsgata 25 (01.181.313) 101783 Mál nr. BN044575
Plúsarkitektar ehf, Laugavegi 59, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja svalir á framhlið (suðvesturhlið) þriðju hæðar hússins á lóðinni nr. 25 við Þórsgötu.
Nei.
Samræmist ekki deiliskipulagi.
Fundi slitið kl. 12.10.
Björn Stefán Hallsson
Björn Kristleifsson Sigrún Reynisdóttir
Harri Ormarsson Jón Hafberg Björnsson
Sigurður Pálmi Ásbergsson Óskar Torfi Þorvaldsson
Eva Geirsdóttir