Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og samgönguráð

Ár 2010, þriðjudaginn 14. september kl. 12.30 var haldinn 57. fundur umhverfis- og samgönguráðs í Hofi að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Hjördís S. Ingimundardóttir, Kjartan Rolf Árnason, Þorleifur Gunnlaugsson, Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Bjarnason, Árný Sigurðardóttir, Óskar Í. Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir, Gunnar Hersveinn, Eygerður Margrétardóttir, Þórólfur Jónsson, Ellý Katrín Guðmundsdóttir og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. 1. Fundargerðir.
a. Lögð fram til kynningar 276. fundargerð stjórnar Sorpu bs.

2. LUKR.
Jörgen Þormóðsson, Framkvæmda- og eignasviði, kom á fundinn og kynnti landupplýsingakerfi borgarinnar.

3. Heiðmörk deiliskipulag.
Óskar Gunnarsson frá Landmótun og Björn Axelsson, Skipulags- og byggingasviði, komu á fundinn og kynntu skipulagði.
Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur ásamt umsögn framkvæmdastjórnar vatnsverndarsvæðis..

4. Hljóðmön við Bústaðaveg.
Lagt fram bréf íbúa við Aðalland dags. 1. september 2010 og umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 13. september 2010.
Ráðið samþykkti umsögnina einróma.

5. Leiksvæðastefna fyrir Reykjavík.
Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 2.september 2010.
Umhverfis- og samgönguráð fagnar tillögunni og telur hana í góðu samræmi við fyrri tillögur um sama mál og vinnu Umhverfis- og samgöngusviðs.

6. Sjúkrahús LSH við Hringbraut.
Lagt fram bréf Seltjarnarneskaupstaðar dags. 1. september 2010.
Umhverfis- og samgöngusviði, samgöngustjóra, var falið að undirbúa svar ráðsins.

7. 6 mánaða uppgjör Umhverfis- og samgöngusviðs.
Lagt fram til kynningar 6 mánaða uppgjör sviðsins.

- Þorleifur Gunnlaugsson vék af fundi kl. 14.10.

8. Græn skref stofnana borgarinnar.
Eygerður Margrétardóttir kynnti umhverfisstjórnunarkerfi fyrir stofnanir borgarinnar.

9. Græn borg Evrópu.
Ellý K. Guðmundsdóttir greindi frá kynningu borgarinnar á umsókn hennar um að verða „Græn borg Evrópu“, sem fram fór í Brüssel fyrir skömmu.

10. Samgönguvika.
Pálmi Freyr Randversson, Umhverfis- og samgöngusviði, kynnti dagskrá vikunnar.

11. Suðurgata – einstefna.
Kynnt var endanleg útfærsla á einstefnu og fyrirkomulagi hjólastígs.
Ráðið gerði ekki athugasemdir við útfærsluna.

12. Gjaldskylda við Landspítalann í Fossvogi.
Lagt fram til kynningar bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 2. september 2010.

13. Tillaga um gróðursetningu trjáa.
Fulltrúar D-lista lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Fulltrúar XD í umhverfis- og samgönguráði leggja til að Reykjavíkurborg hefji stórátak í gróðursetningu trjáa innan byggðra svæða borgarinnar. Garðyrkjustjóra verði falið að útfæra stefnuna,velja bestu staðsetningarnar og velja tegundir í samráði við umhverfis og samgönguráð.“
Tillögunni fylgdi greinargerð.
Frestað.

Fundi slitið kl. 14.45.

Karl Sigurðsson
Kristín Soffía Jónsdóttir Hjördís S. Ingimundardóttir
Kjartan Rolf Árnason Gísli Marteinn Baldursson
Hildur Sverrisdóttir