No translated content text
Umhverfis- og skipulagsráð
Skipulagsráð
Ár 2012, miðvikudaginn 23. maí kl. 09.10, var haldinn 274. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen og áheyrnarfulltrúinn Torfi Hjartarson.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Stefán Hallsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Björn Ingi Edvardsson, Valný Aðalsteinsdóttir, Björn Axelsson og Margrét Þormar
Fundarritari var Einar Örn Thorlacius
Þetta gerðist:
(A) Skipulagsmál
1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 18. maí 2012.
2. Laugavegur 105, breytt deiliskipulag (01.240.0) Mál nr. SN120229
Gunnlaugur Jónasson, Hringbraut 87, 101 Reykjavík
Bjarni Tómasson, Þrastarhöfði 21, 270 Mosfellsbær
Lögð fram umsókn Gunnlaugs Jónassonar, dags. 18. maí 2012, um breytingu á deiliskipulagi Hlemms vegna lóðar nr. 105 við Laugaveg skv. uppdrætti Teikningar.is, dags. 12. maí 2012. Breytingin gengur út á að í húsinu Laugavegur 105 verði leyft að hafa hótel eða gistiheimili.
Frestað.
3. Bryggjuhverfi, höfn, (04.0) Mál nr. SN120027
breyting á deiliskipulagi vegna innsiglingarmerkja
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi framkvæmda og eignasviðs dags. 12. janúar 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis, skv. uppdrætti dags. 11. janúar 2012, vegna uppsetningar á innsiglingarljósum við höfnina í Bryggjuhverfi. Tillagan var auglýst frá 22. febrúar til 4. apríl 2012. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir, Kjartan R. Guðmundsson dags. 25. mars 2012, Jóhannes H. Steingrímsson, Rannveig B. Ragnarsdóttir, Olgeir Kristjónsson og Rut Þorsteinsdóttir dags. 31. mars 2012, Þorbjörn Sigurðsson og Íris Edda Ingvadóttir dags. 30. mars 2012 og Jóhann Ámundason dags. 2. apríl 2012. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 18. maí 2012.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 18. maí 2012.
Vísað til borgarráðs.
4. Kaplaskjól, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN120236
Lögð fram drög skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 18. maí 2012 að breytingu á deiliskipulagi Kaplaskjóls.
Í breytingunni felst að aðkoma að lóðunum nr. 1 til 3 við Meistaravelli verður um göngustíg milli Meistaravalla og Víðmels, en ekki er gert ráð fyrir að ekið verði að húsunum, gert er ráð fyrir að húsin nr. 116 og 118 við Hringbraut verði flutt á lóðirnar samkvæmt uppdrætti dags. í maí 2012.
Heimilt verður að byggja lítil skýli utan byggingarreita, t.d. fyrir reiðhjól og garðverkfæri í samráði við skipulagsyfirvöld.
Frestað.
5. Öskjuhlíð, hugmyndasamkeppni (01.76) Mál nr. SN120035
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram tillaga að verklýsingu vegna hugmyndasamkeppni í Öskjuhlíð, dags. 18. maí 2012.
Samþykkt
(B) Byggingarmál
6. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN044003
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 684 frá 22. maí 2012.
(C) Fyrirspurnir
7. Haukdælabraut 66, (fsp) hækkun nýtingarhlutfalls(05.114.8) Mál nr. SN120174
Skipulags-,arkitekta-/verkfrst, Garðastræti 17, 101 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Skipulags- arkitekta- og verkfræðistofunnar dags. 17. apríl 2012 varðandi hækkun á nýtingarhlutfalli lóðarinnar nr. 66 við Haukdælabraut. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 24. apríl 2012.
Neikvætt.
Ekki er fallist á að leggja til breytingu á deiliskipulagi svæðisins í samræmi við fyrirspurnina.
Jórunn Frímannsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins
8. Heiðarbær 17, (fsp) bílgeymsla Mál nr. SN120141
THG Arkitektar ehf, Faxafeni 9, 108 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn THG Arkitekta dags. 23. mars 2012 varðandi byggingu bílgeymslu við húsið á lóð nr. 17 við Heiðarbæ,
samkvæmt uppdr. THG Arkitekta dags. 9. desember 2011. Einnig er lagt fram bréf Guðmundar Magnússonar og Birgittu E. Hassell dags. 20. apríl 2012, og samþykki nágranna.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað. Tillagan verður auglýst þegar hún berst.
9. Pósthússtræti 11, (fsp) stækkun (01.140.5) Mál nr. SN110407
Hótel Borg ehf, Borgartúni 26, 105 Reykjavík
THG Arkitektar ehf, Faxafeni 9, 108 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Hótel Borgar dags. 4. október 2011 ásamt nýrri tillögu THG Arkitekta dags. 25. apríl 2012 varðandi aukningu á byggingarmagni lóðarinnar nr. 11 við Pósthússtræti. Einnig er lagt fram bréf Árnýjar Helgadóttur f.h. húsfélagsins Lækjargötu 4 dags. 9. janúar 2012.
Skipulagsráð telur að breytingar á fyrirhugaðri nýbyggingu við Hótel
Borg komi til móts við fyrri athugasemdir ráðsins. Ráðið gerir þó enn
athugasemdir við þakform nýbyggingarinnar. Skipulagsstjóra er falið að
vinna endanlega lausn með húseigendum.
10. Suðurgata 18, (fsp) bílastæði á lóð (01.161.2) Mál nr. SN120095
Stefanía Helga Jónsdóttir, Suðurgata 18, 101 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Stefaníu Helgu Jónsdóttur mótt. 29. febrúar 2012 um bílastæði á lóð nr. 18 við Suðurgötu. Einnig er lagt fram minnisblað framkvæmda- og eignasviðs dags. 20. mars 2012. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 21. maí 2012.
Umsögn skipulagsstjóra frá 21. maí 2012 samþykkt. Skipulagsstjóra er jafnframt falið í samráði við samgöngustjóra að yfirfara bílastæðamál við Suðurgötu.
Kristín Soffía Jónsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson sátu hjá við afgreiðslu málsins
11. Sætún 1, (fsp) stækkun húss (01.216.2) Mál nr. SN120205
Ragnar Auðunn Birgisson, Reyðarkvísl 19, 110 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Ragnars Auðuns Birgissonar f.h. Húsfélagsins Sætúni 1 dags. 3. maí 2012 varðandi stækkun hússins á lóðinni nr. 1 við Sætún, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta dags. 23. apríl 2012.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi á eigin kostnað. Ekki er fallist á fjölgun bílastæða á lóðinni.
Tillagan verður auglýst þegar hún berst.
(D) Ýmis mál
12. Skipulagsráð, Mál nr. SN120096
fyrirspurn áheyrnarfulltrúa vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs um lóð fyrir trúarhús múslima
Á fundi skipulagsráðs miðvikudaginn 29. febrúar 2012 var lögð fram fyrirspurn áheyrnarfulltrúa vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Torfa Hjartarsonar: #GLHver er staða umsóknar um lóð undir trúarhús múslima í Reykjavík og afgreiðsla á henni?#GL
Skipulagsráð úthlutar ekki lóðum, það gerir borgarráð skv. tillögu framkvæmda- og eignasviðs. Skipulags- og byggingarsviði hefur um langt skeið leitað að hentugum stað í borgarlandinu undir umrædda byggingu með hliðsjón af gildandi skipulagi. Gerð hefur verið skipulagslýsing af svæði í Sogamýri þar sem gert var ráð fyrir lóð undir bænahús/mosku en í ljós kom nýverið að þeir fermetrar sem gert var ráð fyrir undir byggingu þar voru um helmingi færri en þarfagreining vegna byggingar mosku gerir ráð fyrir. Það er 400m2 í stað 800 m2. Á fundi skipulagsráðs 16. maí 2012 var samþykkt til kynningar breytt lýsing bæði á aðal- og deiliskipulagi svæðisins sem gerir ráð fyrir byggingu mosku í Sogamýri allt að 800m2 að stærð sem verður hluti af breyttu skipulagi Sogamýrar.
Gísli Marteinn Baldursson og Jórunn Frímannsdóttir véku af fundi kl. 11:50
13. Götuheiti, ný götuheiti í Keldnaholti og Kjalarnesi Mál nr. SN120230
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 16. maí 2012, með tillögum nafnanefndar frá 30. apríl sl. um götuheiti á tveimur stöðum, annarsvegar á götu sem tengist Víkurvegi og liggur til austurs að rannsóknarstofunum í Keldnaholti og hinsvegar um veg sem tengist Vesturlandsvegi við norðurjaðar Kollafjarðar og liggur til suðurs að götunni Lækjarmel.
Frestað.
14. Skipulagsráð, greinargerð vegna framkvæmda á Úlfarsfelli Mál nr. SN120241
Lögð fram tillaga skipulagsráðs þar sem skipulagsstjóra er falið að taka saman greinargerð um feril máls vegna framkvæmda við lagningu rafmagnsheimtaugar og ljósleiðara í jörðu á Úlfarsfelli og mannvirkja sem tengjast því. Greinargerðin verði lögð fram á næsta fundi skipulagsráðs.
Fundi slitið kl. 12.15.
Páll Hjalti Hjaltason
Hjálmar Sveinsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Kristín Soffía Jónsdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2012, þriðjudaginn 22. maí kl. 10.25 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 684. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Sigrún G Baldvinsdóttir, Björn Kristleifsson, Óskar Torfi Þorvaldsson, Sigrún Reynisdóttir, Harri Ormarsson, Eva Geirsdóttir, Sigurður Pálmi Ásbergsson og Björn Stefán Hallsson. Fundarritari var
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Aðalstræti 7 (01.140.415) 100856 Mál nr. BN043793
Stofan Café ehf, Vesturgötu 26c, 101 Reykjavík
Aðalstræti 7 sf, Borgartúni 31, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta veitingastað í flokki II í flokk III með takmörkuðum opnunartíma til kl. 01.00 um helgar, hljóðvist skal vera lágstemmd, undir 65 dB í húsi á lóð nr. 7 við Aðalstræti.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 31. október 2011, minnisblað um hljóðvist dags. 20. febrúar 2012, bréf frá umsækjanda dags. 16. maí 2012 og umsögn byggingarfulltrúa dags. 21. maí 2012.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagstjóra frá 11. nóvember ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 10. nóvember fylgir erindinu Gjald kr. 8.000 + 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Þinglýsa skal yfirlýsingu um opnunartíma og hljóðvist í samræmi við umsögn byggingarfulltrúa dags. 21. maí 2012 fyrir útgáfu byggingarleyfis.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
2. Álfheimar 74 (01.434.301) 105290 Mál nr. BN044417
LF5 ehf, Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir innri breytingum á suðurenda 2. hæðar í húsinu á lóð nr. 74 við Álfheima.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
3. Ármúli 21 (01.264.105) 103532 Mál nr. BN044520
Eik fasteignafélag hf., Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Bíó ehf, Ármúla 21, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á nýsamþykktu erindi, BN044520 sem fjallar um lítilsháttar breytingar innanhúss og eldvarnarlýsingu á 1. hæð í skólahúsnæði í húsi á lóð nr. 21 við Ármúla.
Erindi fylgir minnisblað um brunavarnir frá verkfræðistofunni Eflu dags. 8. maí 2012.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
4. Bárugata 11 (01.136.303) 100561 Mál nr. BN044083
Asar Invest ehf, Kvistalandi 14, 108 Reykjavík
Stafir lífeyrissjóður, Stórhöfða 31, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja skorstein og koma fyrir lyftu, byggja kvist á rishæð, koma fyrir björgunarsvölum, breyta innra skipulagi og fjölga gistirýmum í 15 fyrir 30 gesti í gistiheimili á lóð nr. 11 við Bárugötu.
Erindi var grenndarkynnt frá 22. mars til 25. apríl 2012 og bárust athugasemdir frá Helga Má Björgvinssyni og Mörtu Jónsdóttur dags. 27. mars 2012.
Erindi fylgir umsögn skipulagsstjóra dags. 4. maí 2012, útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 24. febrúar 2012 ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 23. febrúar 2012.
Stærðir óbreyttar
Gjald kr. 8.500 + 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
5. Bergstaðastræti 48A (01.185.302) 102170 Mál nr. BN044507
Guðrún Edda Guðmundsdóttir, Bergstaðastræti 62a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að stækka svalir á þriðju hæð suðvesturhliðar hússins á lóðinni nr. 48A við Bergstaðastræti.
Ný skráningartafla fylgir erindinu.
Samþykki meðeigenda (á teikningu) fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
6. Bíldshöfði 14 (04.064.102) 110670 Mál nr. BN044509
Þorp ehf, Bolholti 4, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi og færa leiksvæði barna í veitingahúsi á fyrstu hæð hússins á lóðinni nr. 14 við Bíldshöfða.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.
7. Blönduhlíð 9 (01.704.216) 107096 Mál nr. BN044180
Ásmundur Ísak Jónsson, Blönduhlíð 9, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteyptan bílskúr í norðvesturhorni lóðar fjölbýlishúss á lóð nr. 9 við Blönduhlíð.
Erindi fylgja fsp. BN044040, BN043234, BN040455 og BN039742 og samþykki meðeigenda áritað á uppdrátt sem dagsettur er 13. október 2011, breytt 10. maí 2012.
Stærð: 35,8 ferm., 112,3 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 9.546
Frestað.
Málinu vísaðtil umsagnar skipulagsstjóra.til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta A-1 og A-2 dags. 10. maí 2012.
8. Bræðraborgarstígur 21B (01.137.005) 100637 Mál nr. BN044298
Þröstur Ólafsson, Bræðraborgarstíg 21b, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja erindið BN038484 þar sem sótt var um leyfi til að byggja yfir svalir á vesturgafli og gera herbergi þar á 2. hæð, bæta við svölum á 2. hæð á suðurhlið auk minni háttar breytinga á fyrirkomulagi innanhúss í tvílyfta einbýlishúsinu á steypta sökklinum frá 1916 á lóð nr. 21B við Bræðraborgarstíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 18. maí 2012 fylgir erindinu. Erindið var grenndarkynnt frá 10. apríl til og með 14. maí 2012. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
9. Flókagata 66 (01.270.107) 103569 Mál nr. BN044467
Flókagata 66,húsfélag, Flókagötu 66, 105 Reykjavík
Halldór Dagur Benediktsson, Flókagata 66, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja asbestskífur af þaki og setja aluzink-báruplötur í staðinn á húsi á lóð nr. 66 við Flókagötu.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
10. Flúðasel 30-52 (04.971.501) 113174 Mál nr. BN044390
Flúðasel 40-42,húsfélag, Flúðaseli 40, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða gafla og suðausturhlið með sléttri álklæðningu, til að stækka opnanleg fög í gluggum svefnherbergja og til að byggja skyggni yfir efstu svalir á fjölbýlishúsi nr. 40-42 á lóð nr. 30-52 við Flúðasel.
Erindi fylgir ástandsskýrsla frá Verksýn dags. í janúar 2009, yfirlýsing frá Verksýn um ástand útveggja dags. 24. janúar 2012 og samþykki sumra meðeigenda (8/12) dags. 11. apríl 2012 ásamt fundargerð húsfundar dags. 11. apríl 2012.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
11. Fossaleynir 1 (02.456.101) 190899 Mál nr. BN044334
Knatthöllin ehf, Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Kvikmyndahöllin ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum þar sem gerð er grein fyrir breytingum á erindi BN043303 í samræmi við innlagðar vinnuteikningar sem felast m.a. í að breyta fyrirkomulagi í borðsal veitingahúss, VIP rými í norðurhluta keiluhallar, útfærslu afgreiðslueininga og afmörkun Proshop og inngangi dagvistar fatlaðra og snyrtinga fyrir keiluhúsgesti í suðurhluta vesturhúss, glervegg á 1. hæð, brunahólfun fyrir líkamsrækt í kjallara, innréttingu ræstimiðstöðvar fyrir Egilshöllina á lóð nr. 1 við Fossaleyni.
Meðfylgjandi er greinargerð skipulagsstjóra og lögfræði og stjórnsýslu dags. 29.2. 2012, salernabókhald arkitekts dags. 30.4. 2012 og bréf arkitekts um veitingar í fl. III í keilusal og kvikmyndahúsi.
Gjald kr. 8.500 + 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Þinglýsa skal yfirlýsingu þess efnis að veitingasala í flokki III sé alfarið innan sérafmörkunar keilusalarins og að óheimilt sé að fara með vínveitingar úr því rými, fyrir útgáfu byggingarleyfis.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
12. Grensásvegur 8-10 (01.295.305) 103846 Mál nr. BN044505
Ísteka ehf, Grensásvegi 8, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að setja glugga í hleraop á vesturhlið hússins nr. 8 á lóðinni nr. 8-10 við Grensásveg.
Samþykki nokkurra meðeigenda (á teikn.) fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
13. Haðarstígur 4 (01.186.618) 102313 Mál nr. BN044523
Þorgerður Pálsdóttir, Haðarstígur 4, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til smávægilegra breytinga á nýsamþykktu erindi BN044262 sem felast í að víxla glugga og svalahurð með handriði á nýjum kvisti og færa innvegg á milli herbergja í kvistinum á húsi á lóð nr.4 við Haðarstíg.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.
14. Haukdælabraut 116 (05.113.302) 214827 Mál nr. BN044324
Hallur Arnarsson, Laxakvísl 10, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt einbýlishús á tveimur hæðum með 60 ferm. aukaíbúð á neðri hæð á lóð nr. 116 við Haukdælabraut.
Erindi fylgir umsókn um undanþágu skv. heimild í grein 17.1.2 í lögum um mannvirki nr. 160/2010.
Stærð: 312.8 fem. 961,5 rúmm.
B-rými 17,9 ferm.
Gjald kr. 8.500 + 81.728
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Rökstyðja þarf undanþágubeiðni.
15. Hátún 10c (01.234.001) 102923 Mál nr. BN044514
Brynja, Hússjóður Öryrkjabandal, Hátúni 10c, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss sem felast helst í breikkun ganga og endurnýjun veggja og kerfislofta ásamt stækkun snyrtinga og fjölgun útgönguleiða í húsi á lóð nr. 10 við Hátún.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
16. Hraunberg 4 (04.674.002) 112202 Mál nr. BN044301
Duc Manh Duong, Unufell 21, 111 Reykjavík
Húsfélagið Hraunbergi 4, Pósthólf 9030, 129 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II í rými 0105 í verslunarhúsi á lóð nr. 4 við Hraunberg.
Erindi fylgir samþykki húsfélagsins dags. 26. mars 2012.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
17. Hverfisgata 102B (01.174.108) 101586 Mál nr. BN044407
Cecilia Elsa Línudóttir, Hverafold 33, 112 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningu af einbýlishúsi á lóð nr. 102B við Hverfisgötu.
Erindi fylgir jákv. fsp. BN044270.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að þinglýst verði yfirlýsingu um samruna eigna til að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
18. Hverfisgata 18 (01.171.005) 101351 Mál nr. BN044513
Linda Mjöll ehf, Hverfisgötu 18, 101 Reykjavík
Sótt er um stöðuleyfi dagana 7., 8. og 9. júní 2012 fyrir tjald húðflúrmeistara á bílastæði á baklóð húss á lóð nr. 18 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
19. Laugardalur v/Engjaveg Mál nr. BN044511
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Sótt er um stöðuleyfi fyrir gám fyrir nestisaðstöðu og geymslu ásamt þurrsalerni á bílastæði við kastsvæði ÍTR í Laugardal.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Samþykkt stöðuleyfi til 1. árs.
20. Laugavegur 30 (01.172.211) 101466 Mál nr. BN044395
L30 ehf, Laugavegi 30, 101 Reykjavík
Exitus ehf, Pósthólf 188, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta um byggingarefni í nýsamþykktum flóttastiga sbr. BN044395 úr stáli í timbur, byggja 6,2 ferm. geymsluskýli á lóð og fjölga gestum úr 110 í 143 í veitingahúsi á lóð nr. 30 við Laugaveg.
Erindi fylgir minnisblað um brunavarnir frá verkfræðistofunni Eflu dags. 8. maí 2012, einnig samþykki vegna geymsluskúrs á lóð dags. 10.5. 2012.
Gjald kr. 8.500 + 8.500
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.
21. Naustanes 125737 (00.058.000) 125737 Mál nr. BN044431
Þorbjörg Gígja, Naustanes, 116 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum þar sem gerð er grein fyrir breytingum á útliti og innra fyrirkomulagi hússins á jörðinni Naustanes landnr. 125737 á Kjalarnesi.
Bréf hönnuðar varðandi breytingar dags. 30. apríl 2012 fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
22. Nauthólsvegur 50 (01.619.601) 106641 Mál nr. BN044501
Iceeignir ehf, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta flóttaleiðum og innra fyrirkomulagi á fjórðu hæð ásamt útliti norður-, vestur- og suðurhliðar hússins nr. 52 á lóðinni nr. 50-52 við Nauthólsveg.
Bygging fjórðu hæðar hússins var samþykkt 21.02.2012.
Stærðir eru leiðréttar, ný skráningartafla fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.
23. Njálsgata 53-57 (01.190.124) 102397 Mál nr. BN044267
Leiguíbúðir ehf, Pósthólf 8814, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa tvíbýlishús og byggja í staðinn steinsteypt níu íbúða fjölbýlishús, þrjár hæðir með geymslum og bílgeymslu fyrir sjö bíla í kjallara á sameinaðri lóð nr. 53-57 við Njálsgötu.
Niðurrif: Fastanr. 200-8032 mhl. 01 merkt 0001 íbúð 51 ferm., fastanr. 200-8033 mhl. 01 merkt 0102 íbúð 51 ferm., fastanr. 200-8034 mhl. 02 merkt. 0101 7,2 ferm. geymsla.
Samtals niðurrif: 109,2 ferm., 339,6 rúmm.
Stækkun: Kjallari geymsla 14,8 ferm., bílageymsla 206 ferm., 1. hæð 172,6 ferm., 2. hæð 192,8 ferm., 3. hæð 192,8 ferm.
Samtals: 779 ferm., 1.587,4 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 8.500 + 134.929
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Þinglýsa skal yfirlýsingu vegna glugga á gafli lóðar nr. 53 við lóð nr. 51 við Njálsgötu.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðarmörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Skilyrt er að nýrri eignaskiptayfirlýsingu verði þinglýst eigi síðan en við fokheldi viðbyggingar.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
24. Njörvasund 24 (01.413.007) 105071 Mál nr. BN044460
Soffía Húnfjörð, Njörvasund 24, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja hringstiga á bakhlið, svalir á 1. hæð og rishæð, grafa frá kjallara, gera hurð út og koma fyrir setlaug á baklóð fjölbýlishúss á lóð nr. 24 við Njörvasund.
Samþykki meðeigenda dags. 27. febrúar 2012 fylgir erindi ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 18. maí 2012.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
25. Pósthússtræti 13-15 (01.140.512) 100872 Mál nr. BN044443
KOGT ehf, Borgartúni 29, 105 Reykjavík
Austurvöllur fasteignir ehf, Ármúla 21, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til útiveitinga fyrir 30 manns og inniveitinga fyrir 60 manns í flokki 2 á veitingastað á 1. hæð, jafnframt er erindi BN 043251 dregið til baka, í húsi á lóð nr. 13 við Pósthússtræti.
Sbr. útskrift úr gerðabók skipulagsstjóra dags. 11.7. 2011.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Garðar Halldórsson, Skildinganes 42, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi og áður gerðri íbúð í rishæð hússins á lóðinni nr. 57 við Reynimel.
Ný skráningartafla fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
27. Rósarimi 11 (02.546.001) 172499 Mál nr. BN043975
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á brunalokun milli salar og miðrýmis, sbr. erindi BN043167, í Rimaskóla á lóð nr. 11 við Rósarima.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 19.12. 2011
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
28. Skúlagata 30 (01.154.305) 101120 Mál nr. BN044515
Vatn og Land II ehf, Laugavegi 71, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi annarrar hæðar hússins á lóðinni nr. 30 við Skúlagötu.
Í húsnæðinu verða vinnustofur listamanna, skrifstofur og æfingasalir.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
29. Sléttuvegur 11-13 (01.790.301) 107575 Mál nr. BN044508
Nova ehf, Lágmúla 9, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að koma fyrir fjarskiptabúnaði í þakrými og setja farsímaloftnet ofan á lyftuhús hússins á lóðinni nr. 11-13 við Sléttuveg.
Samþykki f.h. húsfélags hússins nr. 11-13, dags. 03.04.2012 fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
30. Sogavegur 3 (01.810.-98) 107820 Mál nr. BN044504
Fiskikóngurinn ehf, Sogavegi 3, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta nýsamþykktu erindi, BN044074, stækka 1. hæð til vesturs um 2 metra atvinnuhús á lóð nr. 3 við Sogaveg.
Stækkun: 14,5 ferm., og 50,5 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 4.293
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
31. Spöngin 9-31 (02.375.201) 177193 Mál nr. BN044339
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN044096 þannig að innra fyrirkomulag bakrýmis verður breytt í húsinu nr. 31 á lóð nr. 9-31 við Spöngina.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
32. Stuðlaháls 2 (04.325.401) 111045 Mál nr. BN044362
Áfengis-/tóbaksverslun ríkisins, Stuðlahálsi 2, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja kalda geymslu á vesturhlið, breyta lager á 1. hæð með því að koma fyrir kaffiaðstöðu og aðstöðu fyrir verslunarstjóra og stækka starfsmannarými karla og kvenna á 2. hæð í húsinu á lóð nr. 2 við Stuðlaháls.
Stækkun: 26,4 ferm., 63,4 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 5.389
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
33. Suðurlandsbr28 Árm25- 27 103539 Mál nr. BN044466
Síminn hf, Ármúla 25, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að koma fyrir auglýsingaskilti í eigu Símans hf. á norðurgafli hússins nr. 28 við Suðurlandsbraut.
Fyrirhugað er að skiltið verði látið standa tímabundið tvö tímabil, það er frá 9. maí til 9. júlí 2012 og frá 20. nóvember 2012 til 5. janúar 2013.
Stærð skiltisins er 14m x 8m eða 112 fermetrar.
Bréf Eiríks Haukssonar héraðsdómslögmanns f.h. Símans hf. dags. 3. maí 2012 fylgir erindinu
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
34. Sæmundargata 14 (01.631.201) 220415 Mál nr. BN044518
Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta nýsamþykktu erindi, BN044243, þar sem veitt var leyfi til að byggja stúdentagarða, steinsteyptar byggingar K1 og K2, sem eru þriggja til fjögurra hæða með 83 einstaklingsherbergjum, þar af 10 fyrir hreyfihamlaða, og þar til heyrandi sameiginlegum þjónusturýmum í hvorri byggingu á lóð nr. 14 við Sæmundargötu.
Breyttar stærðir K1: 3.148,8 ferm. og 9.217,3 rúmm.
Minnkar um 39,6 ferm., stækkar um 130,4 rúmm.
breyttar stærðir K2: Sömu stærðir.
Samtals K1 og K2: minnkun 79,2 ferm., stækkun 260,8 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 22.168
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðarmörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
35. Tómasarhagi 29 (01.554.002) 106569 Mál nr. BN039454
Anna Sigrún Baldursdóttir, Tómasarhagi 29, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri tímabundinni opnun með stiga milli íbúða 0001 og 0101 og tímabundinni niðurfellingu eldhúss í íbúð 0001 í húsi á lóð nr. 29 við Tómasarhaga.
Gjald kr. 7.700 + 8.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.
36. Tryggvagata 4-6 (01.132.011) 100201 Mál nr. BN044418
Matti ehf, Pósthólf 1072, 121 Reykjavík
Landsbankinn hf., Austurstræti 11, 155 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað fyrir 80 gesti í flokki II í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 4-6 við Tryggvagötu.
Gjald kr. 8.500 + 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
37. Vesturgata 2A (01.140.001) 100814 Mál nr. BN044388
Sjálfstætt fólk ehf, Vesturgötu 2a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta notkun rýmis úr skrifstofum í bókakaffi með útiveitingar í flokki I fyrir 25 gesti á 1. hæð í húsinu á lóð nr. 2A við Vesturgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 11. maí 2012 fylgir erindinu.Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
38. Þorragata 1 (01.635.709) 106699 Mál nr. BN044332
Sælutröð,dagvistunarfélag, Þorragötu 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa skúrbyggingu og byggja steinsteypta tveggja hæða viðbyggingu við leikskólann Sælukot á lóð nr. 1 við Þorragötu.
Niðurrif: 6,4 ferm., 13,7 rúmm.
Viðbygging: 248,7 ferm., 647,1 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 55.004
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Ýmis mál
39. Hólmaslóð 3 Mál nr. BN044526
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á nýju mæliblaði fyrir lóðina nr. 3 við Hólmaslóð, mæliblaðið er í samræmi við deiliskipulag sem samþykkt var með embættisafgreiðslu skipulagsstjóra þann 22. sept. 2011, í borgarráði þann 18. nóv. 2011 og með auglýsingu um gildistöku í B-deild stjórnartíðinda þann 28. des. 2011.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Fyrirspurnir
40. Aðalstræti 6 (01.136.502) 100592 Mál nr. BN044498
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta gluggum og útliti austurhliðar fyrstu og annarrar hæðar hússins nr. 6 við Aðalstræti.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
41. Bauganes 25A (01.673.007) 106824 Mál nr. BN044529
Ottó Eðvarð Guðjónsson, Bauganes 25a, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta klæðningu og útliti tvíbýlishússins á lóðinni nr. 25A við Bauganes.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 18.05.2012 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
42. B-Tröð 8, Víðidalur (04.765.408) 112490 Mál nr. BN043914
Ólöf Rún Tryggvadóttir, Þingás 61, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka hesthús á lóð nr. 8 við B-tröð.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 18. maí 2012 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagstjóra dags. 18. maí 2012.
Nei.
Samræmist ekki deiliskipulagi. Athygli er vakin á að taðþró skal vera yfirbyggð.
43. Búðavað 1-3 (04.791.801) 209896 Mál nr. BN044519
Þórunn Birna Guðmundsdóttir, Flókagata 25, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til þess að stækka til austurs lóðarhluta hússins nr. 1 á lóðinni nr. 1-3 við Búðavað.
Bréf fyrirspyrjanda dags. 24.04.2012 fylgir erindinu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
44. Flugvallarvegur 7-7A (01.751.001) 107466 Mál nr. BN044499
Sigurður Sigurðsson, Hegranes 15, 210 Garðabær
Spurt er hvort leyft yrði að leggja nýja frárennslisheimæð að vörugeymslu (matshl.02) á lóðinni 7-7A við Flugvallarveg.
Sækja skal um leyfi til Orkuveitu Reykjavíkur.
45. Fríkirkjuvegur 11 (01.183.413) 101973 Mál nr. BN044530
Novator F11 ehf, Óðinsgötu 5, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta innra fyrirkomulagi hússins á lóðinni nr. 11 við Fríkirkjuveg.
Meðal fyrirhugaðra breytinga er að aðalstigi hússins verður færður niður um eina hæð, þannig að í stað þess að tengja saman fyrstu og aðra hæð hússins mun hann tengja kjallara og fyrstu hæð þess.
Bréf hönnuðar dags. 12.04.2012 fylgir erindinu.
Umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 25.04.2012 fylgir erindinu.
Umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 26.04.2012 fylgir erindinu.
Tölvubréf Minjasafns Reykjavíkur dags. 04.05.2012 fylgir erindinu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 18.05.2012 fylgir erindinu
Nei.
Með vísan til fyrirliggjandi umsagnar Minjasafns Reykjavíkur dags. 25.04. 2012 og Húsfriðunarnefndar dags.26.04.2012.
46. Grettisgata 53B (01.174.227) 101630 Mál nr. BN044512
Snæbjörn Þór Stefánsson, Grettisgata 51, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta fjölbýlishúsi á lóð nr. 53B við Grettisgötu, í gistiheimili í flokki II.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
47. Grundarstígur 2 (01.183.303) 101955 Mál nr. BN044397
Börge Jóhannes Wigum, Grundarstígur 2, 101 Reykjavík
Margrét Kristín Sigurðardóttir, Grundarstígur 2, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja viðbyggingu/turn á þakhæð fjölbýlishúss á lóð nr. 2 við Grundarstíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 18. maí 2012 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 14. maí 2012.
Nei.
Samræmist ekki gildandi deiliskipulagi.
48. Grænahlíð 18 (01.715.102) 107268 Mál nr. BN044502
Halldór Haukur Sigurðsson, Grænahlíð 18, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta svalahandriði á þriðju hæð hússins nr. 18 við Grænuhlíð.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
49. Gunnarsbraut 40 (01.247.605) 103396 Mál nr. BN044500
Tinna Ýrr Arnardóttir, Gunnarsbraut 40, 105 Reykjavík
Arnar Valdimarsson, Gunnarsbraut 40, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að hækka þak og stækka þannig íbúð efstu hæðar hússins nr. 40 við Gunnarsbraut.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
50. Lækjarvað 11 (00.000.000) 195946 Mál nr. BN044506
Sveinn Bjarnason, Lækjarvað 11, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja viðbyggingu ofan á bílgeymslu tvíbýlishússins (raðhússins) nr. 11 á lóðinni nr. 1-11 við Lækjarvað.
Nei.
Samræmist ekki deiliskipulagi.
51. Sigtún 38 (01.366.001) 104706 Mál nr. BN044497
Húseignarfélagið Sigtún 38 ehf, Sigtúni 38, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta gildandi deiliskipulagi lóðarinnar Sigtún 38 vegna fyrirhugaðra framkvæmda á lóðinni.
Bréf hönnuðar dags. 9. maí 2012 fylgir erindinu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
52. Skólavörðustígur 11 (01.182.011) 101817 Mál nr. BN044510
Freyr Frostason, Brúnastekkur 10, 109 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að rífa tengibyggingu milli húsanna nr. 11 og nr 13 við Skólavörðustíg.
Þinglýstur kaupsamningur innfærður í febrúar 2002 (dagsetning er ólæsileg) fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi fyrir bæði húsin.
53. Stigahlíð 2 (01.711.201) 107190 Mál nr. BN044503
Gná Guðjónsdóttir, Stigahlíð 2, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði í fyrsta lagi að stækka tvo þakglugga og í öðru lagi að bæta við tvemur nýjum þakgluggum í húsinu nr. 2 á lóðinni nr. 2-4 við Stigahlíð.
Gluggarnir eru nú 55x70cm að stærð en verða 55x98cm eftir fyrirhugaða breytingu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
54. Þarabakki 3 (04.603.702) 111729 Mál nr. BN044528
Þórhallur Björnsson, Brekkubær 4, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að skipta í tvö rými húseign á lóðinni nr. 3 við Þarabakka.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 18. maí 2012 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum samanber umsögn á fyrirspurnarblaði, sækja þarf um byggingarleyfi.
Fundi slitið kl. 13.35.