Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2011, miðvikudaginn 22. júní kl. 9.13, var haldinn 245. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12-14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Hildur Sverrisdóttir, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen og áheyrnarfulltrúinn Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Stefán Finnsson, Magnús Ingi Erlendsson og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Haraldur Sigurðsson, Bragi Bergsson, Lilja Grétarsdóttir, Margrét Leifsdóttir og Ágústa Sveinbjörnsdóttir.
Fundarritari var Harri Ormarsson.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur dags. 10. júní 2011.

2. Aðalskipulag Reykjavíkur, Mál nr. SN110200
lýsing vegna yfirstandandi aðalskipulagsvinn
Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík
Lögð fram verklýsinglýsing Skipulags- og byggingarsviðs dags. 20. júní 2011 varðandi skipulagsgerðar og umhvefismats.
Samþykkt til kynningar og umsagnar, sbr. 1. gr. 30. gr. skipulagslaga og 2. mgr. 6. gr. laga um umhverfismat áætlana.
Vísað til borgarráðs.

3. Túngötureitur, deiliskipulag, staðgreinireitur 1.137.4 (01.137.4) Mál nr. SN080622
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju endurskoðuð tillaga skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 8. apríl 2011 að deiliskipulagi Túngötureits. Reiturinn afmarkast af Túngötu, Bræðraborgarstíg Hávallagötu og Hofsvallagötu. Einnig er lögð fram forsögn dags. í desember 2007, húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur dags. október 2008, athugasemdir úr fyrri hagsmunaaðilakynningu ásamt samantekt skipulagsstjóra um þær dags. 13. nóvember 2009. Tillagan var kynnt frá 6. apríl til og með 27. maí 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Sigríður Á. Andersen, dags.30. maí 2011. Að lokinni kynningu barst athugasemd frá Önnu Margréti Marinósdóttur dags. 20. júní 2011. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 21. júní 2011.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

4. Grundarstígsreitur, forsögn, deiliskipulag (01.18) Mál nr. SN100227
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs að deiliskipulagi Grundarstígsreits dags. 3. mars 2011, reiturinn afmarkast af Grundarstíg, Spítalastíg, Þingholtsstræti og Skálholtsstíg. Í tillögunni felst stefnumörkun um þróun byggðar á reitnum. Einnig er lögð fram forsögn skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. í júní 2010 ásamt ábendingum sem bárust við forkynningu. Einnig er lögð fram húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur dags. í mars 2011. Tillagan var hagsmunaaðilakynnt frá 18. mars 2011 til og með 16. maí 2011. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir og ábendingar: Einar Örn Thorlacius dags. 6. apríl, Ragnheiður Jóna Jónsdóttir dags. 7. apríl 2011, eigendur að Grundarstíg 7 dags. 14. maí og Þóra E. Kjeld og Jón Þ. Einarsson dags. 18. maí 2011. Jafnframt er lagt fram bréf Ragnheiðar Jónu Jónsdóttur og Arnórs Víkingssonar dags. 30. maí 2011 þar sem athugasemdir eru dregnar tilbaka. Einnig er lögð fram umsögn skipulagssjtóra dags. 7. júní 2011.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

5. Skúlagata 17, breyting á deiliskipulagi (01.154.1) Mál nr. SN110247
Úti og inni sf, Þingholtsstræti 27, 101 Reykjavík
101 Atvinnuhúsnæði ehf, Skúlagötu 17, 101 Reykjavík
Lagt fram erindi 101 Atvinnuhúsnæði ehf. dags. 26. maí 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 17 við Skúlagötu. Í breytingunni felst að lóð er stækkuð og bílastæðum fjölgað samkvæmt uppdr. Úti og inni arkitekta dags. 11. maí 2011. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 21. júní 2011.
Synjað með vísan til umsagar skipulagsstjóra.

6. Borgartúnsreitir- Norður, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN080568
Lögð fram til kynningar tillaga Hornsteina dags. ágúst 2008 að nýju deiliskipulagi Borgartúnsreits norður samkvæmt meðfylgjandi deiliskipulags- og skýringarmyndum dags. ágúst 2008, breytt 17. mars 2009. Einnig eru lagðar fram athugasemdir úr hagsmunaaðilakynningu.
Kynnt.

7. Borgartún 35-37, breyting á deiliskipulagi (01.219.1) Mál nr. SN110192
Hlutdeild,deild vinnudeilusjóðs, Borgartúni 35, 105 Reykjavík
GP-arkitektar ehf, Litlubæjarvör 4, 225 Álftanes
Lagt fram erindi Hlutdeildar, deild vinnudeilusjóðs dags. 20. apríl 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Borgartúns, reitir 1.217 - 1.219 vegna lóðarinnar nr. 35-37 við Borgartún. Í breytingunni felst að lóðinni er skipt í tvær lóðir ásamt breytingu á byggingarmagni, samkvæmt uppdrætti GP-arkitekta ehf. dags. 24. maí 2011.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

8. Haukdælabraut 98, breyting á deiliskipulagi (05.114.1) Mál nr. SN110262
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 10. júní 2011 varðandi breytingu á skilmálum Reynisvatnsás vegna lóðarinnar nr. 98 við Haukdælabraut. Í breytingunni felst að húsagerð á lóðinni nr. 98 við Haukdælabraut er breytt úr E-2A í(tveggja hæða hús) í Ep-Ia (pallað hús) Við breytinguna verða öll hús við götuna (botlangan) einnar hæðar að götu.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

Hjálmar Sveinsson vék af fundi kl. 11:30 og tók Sverrir Bollasons sæti hans á fundinum, þá var einnig búið að fjalla um liði 10, 11, 12, 13 og 14 í fundargerðinni.

9. Nýr Landspítali við Hringbraut, lýsing, nýtt deiliskipulag(01.19) Mál nr. SN110037
SPITAL ehf, Geirsgötu 9, 101 Reykjavík
Lögð fram umsókn Spital ehf. dags. 13 september 2010, lýsing Spital vegna Landspítala við Hringbraut dags. 25. janúar 2011, drög að endurskoðaðu varðveislumati dags. 2. febrúar 2011 ásamt umsögnum hagsmunaaðila og umsögn Skipulagsstofnunar dags. 2. mars 2011 ásamt fornleifskráningu Minjasafns Reykjavíkur móttekin í mars 2011.
Einnig er lögð fram tillaga SPITAL að deiliskipulagi Landsspítala við Hringbraut samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum dags. 20. júní 2011 ásamt ásýndarmyndum og skuggavarpi dags. 20. júní 2011 og drög að greinargerð og skilmálum dags. 20. maí 2011 ásamt minnisblaði dags. 12. apríl 2011, bréf Spital til skipulagsráðs dags. 28. apríl 2011, bókun Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 10. maí 2011 þrívíddarmyndir dags. 19. maí 2011 minnisblað SPITAL dags. 7. júní 2011, minnisblða SPITAL varðandi umferðardreifingu dags. 7. júní 2011 , minnisblað SPITAl vegna bílastæða dags. 20. júní 2011.
Einnig eru lagðar fram eftirfarandi skýrslur:
Drög að greinargerð um samgöngur dags. 31. maí 2011, Þyrlupallur forsendur dags. 18. apríl 2011, Flutningur hættulegra efna um Hringbraut, áhættugreining dags. 4. mars 2011, Gróður á lóð Landspítalans dags. 1. mars 2011, Samgöngustefna 1. úgáfa dags. í maí 2011 ásamt kynningarbréfi dags. 30. maí 2011 og Hljóðvistarskýrsla dags. 1. mars 2011
Kynnt.

(B) Byggingarmál

10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN043177
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerðir nr. 639 frá 14. júní og nr. 640 frá 21. júní 2011.

(D) Ýmis mál

11. Götuheiti í Túnahverfi,. Mál nr. BN042515
Bríetartún, Þórunnartún, Katrínartún og Guðrúnartún
Lagt fram kynningarbréf skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 8. febrúar 2011 til hagsmunaaðila vegna tillögu Reykjavíkurborgar um nafnabreytingar á fjórum götum í Túnahverfi. Athugasemdarfrestur vegna tillögunnar var til 10. mars sl. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir:
Sigurður Þór Guðjónsson dags. 3.maí 2011, Arna María Gunnarsdóttir dags. 28.mars 2011, Jens Pétur Jensen dags. 22. mars 2011, Pétur Guðmundsson dags. 25.mars 2011, Vilborg Á Valgarðsdóttir 24.mars 2011, húsfélagið Skúlatún 2 dags. 29.nóvember 2010, húsfélagið Skúlatúni 2 dags. 8.apríl 2011, húsfélagið Skúlatún 2 dags. 2. febrúar 2010, húsfélag Skúlatún 2 dags. 1.apríl 2011, Björgólfur Thorsteinsson formaður Landverndar dags. 12.apríl 2011, Brynjólfur Jónsson framkv.stj Skógræktarfélags Íslands dags. 14.apríl 2011, Kínverska sendiráðið dags. 25.mars 2011, Frímúrarareglan á Íslandi dags. 11.apríl 2011, Þráinn Hallgrímsson f.h. Húsfélagsins Sætún 1 dags. 31.mars 2011, ásamt samhljóða undirskriftarlistum 103 aðila mótt. í apríl 2011. Einnig er lögð fram samantekt byggingarfulltrúa á athugasemdum dags. 4. maí 2011 og 21. júní 2011
Samþykkt.
Aðlögunarfrestur vegna nafnabreytinganna verði 5 ár.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Jórunn Frímannsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins og óskaði bókað #GL Ég hefði að ósekju getað samþykkt nafnabreytingu á austurhluta Skúlagötu í Bríetartún. Ég sé ekki ástæðu til að breyta nafni á öðrum götum í þessari breytingu og tel eftirsjá í nafni Höfðatúns sem liggur niður að Höfða#GL.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.

12. Selásbraut, málskot Mál nr. SN110250
Arndís Ósk Jónsdóttir, Norðurás 2, 110 Reykjavík
Lagt fram málskot Arndísar Ósk Jónsdóttur dags. 1. júní 2011 vegna afgreiðslu skipulagsstjóra frá 31. maí 2011 varðandi bílastæði fyrir stór ökutæki á Selásbraut við Norðurás.
Frestað.

13. Úlfarsfell, framkvæmdaleyfi (02.6) Mál nr. SN110241
Fjarskipti ehf, Skútuvogi 2, 104 Reykjavík
Lagt fram erindi Fjarskipta ehf. dags. 25. maí 2011 varðandi framkvæmdaleyfi vegna uppsetningar á fjarskiptabúnaði á Úlfarsfelli, samkvæmt uppdr. Gautar Þorsteinssonar dags. 20. maí 2011.
Einnig lagðar fram umsagnir Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 26. janúar 2011 og Geislavarna ríkisins dags. 16. febrúar 2011.
Frestað.

14. Útiveitingar, skilmálar Mál nr. SN110202
Lagðir fram skilmálar dags. 21. júní 2011 varðandi útiveitingar í Reykjavík.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.

Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir véku af fundi kl. 11:58.

15. Gjaldskrá fyrir skipulagsvinnu, Mál nr. SN110256
leiðbeinandi fyrirmynd skv. 20. gr. skipulagslaga
Samband íslenskra sveitarfélaga, Pósthólf 8100, 128 Reykjavík
Lögð fram orðsending skrifstofu borgarstjóra, dags. 7. júní 2011 ásamt erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 1. s.m. um leiðbeinandi fyrirmynd að gjaldskrá samkvæmt 20. gr. skipulagslaga.

16. Byggingarreglugerð, tillaga, Mál nr. SN110255
vinnudrög að nýrri byggingarreglugerð til kynningar
Umhverfisráðuneyti, Skuggasundi i 1, 150 Reykjavík
Lagt fram bréf Umhverfisráðuneytis dags. 31. maí 2011 varðandi drög að nýrri byggingarreglugerð. Óskað er eftir umsögn skipulags- og byggingarsviðs á framkomnum vinnudrögum fyrir 15. ágúst n.k.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

Sóley Tómasdóttir vék af fundi kl 12:18.

17. Ásvallagata 67, Friðun (01.139.208) Mál nr. BN043144
Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar dags. 30. maí 2011 ásamt bréfum mennta-og menningarmálaráðuneytinsins dags. 18. og 25. maí 2011, en í bréfunum er lýst friðun á húsi nr. 67 við Ásvallagötu (fastanúmer 200-2449). Friðunin nær til ytra byrðis hússins.

18. Flugvöllur 106748, Friðun (01.66-.-99) Mál nr. BN043149
Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar dags. 30. maí 2011 ásamt bréfum mennta-og menningarmálaráðuneytisins dags. 18. og 24. maí 2011, en í bréfunum er lýst friðun á gamla flugturni á Reykjavíkurflugvelli (fastanúmer 202-9318) en friðunin nær til ytra byrðis turnsins og burðarvirkis hans.

19. Freyjugata 46, Friðun (01.196.103) Mál nr. BN043145
Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar dags. 30. maí 2011 ásamt bréfum mennta-og menningarmálaráðuneytisins dags. 19 og 25. maí 2011, en í bréfunum er lýst friðun á húsi nr. 46 við Freyjugötu (fastnúmer 200-9011). Friðunin nær til ytra byrðis hússins.

20. Ingólfsstræti 21, Friðun (01.180.219) Mál nr. BN043147
Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar dags. 30. maí 2011 ásamt bréfum mennta-og menningarmálaráðuneytisins dags. 18. og 24. maí 2011, en í bréfunum er lýst friðun á húsi nr. 21 við Ingólfsstræti (fastanúmer 200-5742). Friðunin nær til ytra byrðis hússins.

21. Laugavegur 34, Friðun (01.172.215) Mál nr. BN043141
Lagt fram bréf húsafriðunarnefndar dags. 30. maí 2011 ásamt bréfum mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 19. og 25. maí 2011, en í bréfunum er lýst friðun á ytra byrði framhússins við Laugaveg, sem byggt var árið 1929.

22. Laugavegur 36, Friðun (01.172.218) Mál nr. BN043146
Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar dags. 30 maí 2011 ásamt bréfum Mennta-og menningarmálaráðuneytis dags 19. og 25. maí 2011, en í bréfunum er lýst friðun á húsi nr. 36 við Laugaveg (fastnímer 200-4850). Friðunin nær til ytra byrðis framhússins, sem byggt var árið 1925.

23. Thorvaldsenstræti 2, Friðun (00.000.000) Mál nr. BN043142
Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar dags. 30. maí 2011 ásamt bréfum mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 19. og 25 maí 2011, en í bréfunum er lýst friðun á húsi nr. 2 við Thorvaldsenstræti, Gamla Kvennaskólanum (fastanr. 200-2650). Friðunin nær til ytra byrðis framhússins við Thorvaldsenstræti, sem byggt var árið 1878.

24. Tjarnargata 34, Friðun (01.142.207) Mál nr. BN043143
Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar dgs. 30. maí 2011 ásamt bréfum mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 18. og 25. maí 2011, en í bréfunum er lýst friðun á húsi nr. 34 við Tjarnargötu (fastanúmer 200-2869). Friðunin nær til ytra byrðis hússins.

25. Klapparstígur 19, kæra, umsögn (01.152.4) Mál nr. SN100418
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
JP Lögmenn ehf, Höfðatúni 2, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 24. nóvember 2010 ásamt kæru dags. 26. október 2010 þar sem kærð er synjun á beiðni um breytingu á deiliskipulagi Skúlagötureits vegna lóðarinnar nr. 19 við Klapparstíg. Einnig er lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 16. júní 2011.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

26. Ægisgata 4, kæra, umsögn, úrskurður (01.131.1) Mál nr. SN110221
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lögð fram kæra til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 27. apríl 2011, vegna framkvæmda á lóð nr. 4 við Ægisgötu. Í kærunni er gerð krafa um stöðvun framkvæmda. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 9. maí 2011. Einnig lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar frá 31. maí 2011. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu leyfis byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 17. maí 2011 til að lyfta þaki og innrétta íbúð á efstu hæð hússins að Ægisgötu 4 í Reykjavík, ásamt því að innrétta tvær aðrar íbúðir í húsinu.

27. Suðurlandsbraut Steinahlíð, (01.470) Mál nr. SN110227
breytt deiliskipulag Vogahverfis vegna leikskólalóðar
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 9. júní 2011 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi Vogahverfis, lóð leikskólans Steinahlíð við Suðurlandsbraut.

28. Kjalarnes, Brautarholt 1, lýsing, deiliskipulag Mál nr. SN100307
Bjarni Pálsson, Brautarholt 1, 116 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 9. júní 2011 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á deiliskipulagi fyrir golfvöll á landi Brautarholts 1 á Kjalarnesi.

29. Austurbakki 2, Tónlistarhús, aðstaða rekstraraðila á lóð HörpunnarMál nr. SN110133
Totus ehf, Austurbakka 2, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 9. júní 2011 um samþykkt borgarráðs s.d. á umsögn skipulagsráðs vegna aðstöðu rekstraraðila á lóð Hörpunnar, Austurbakka 2.

30. Háskóli Íslands, Vísindagarðar, Aðalskipulag Reykjavíkur(01.63) Mál nr. SN100444
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 9. júní 2011 um samþykkt borgarráðs s.d. fyrir breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur fyrir Vísindagarða við Háskóla Íslands.

31. Háskóli Íslands, Vísindagarðar, breyting á deiliskipulagi HÍ(01.63)Mál nr. SN090460
ASK Arkitektar ehf, Geirsgötu 9, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 9. júní 2011 um samþykkt borgarráðs s.d. um breytingu á deiliskipulagi fyrir Vísindagarða við Háskóla Íslands.

Fundi slitið kl. 12.35

Páll Hjalti Hjaltason
Kristín Soffía Jónsdóttir Sverrir Bollason
Jórunn Frímannsdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2011, þriðjudaginn 21. júní kl. 10.54 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 640. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Harri Ormarsson, Eva Geirsdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Sigrún G Baldvinsdóttir, Sigrún Reynisdóttir, Björn Kristleifsson, Þórður Búason og Sara Hrund Einarsdóttir.
Fundarritari var Harri Ormarsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Aðalstræti 12 (01.136.505) 100595 Mál nr. BN043043
Fiskmarkaðurinn ehf, Aðalstræti 12, 101 Reykjavík
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta loftræsilögnum í kjallara og á 1. hæð og endurnýja loftstokka utanhúss og breyta ræstigeymslu í kjallara í veitingahúsi á lóð nr. 12 við Aðalstræti.
Bréf um brunavarnir dags. 13. ágúst 2011 fylgir.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

2. Álftamýri 43-57 (01.280.302) 103667 Mál nr. BN043191
Sigrún Eiríksdóttir, Álftamýri 43, 108 Reykjavík
Stefán Már Kristinsson, Álftamýri 43, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja viðbyggingu úr timbri yfir svalir og bílgeymslu hússins nr. 47 á lóðinni nr 43-57 við Álftamýri.
Samþykki sumra meðeigenda fylgir dags. 10. maí 2011.
Stækkun: 36,1 ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 8.000 + XX
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

3. Bergstaðastræti 16 (01.184.010) 102005 Mál nr. BN043078
BK-44 ehf, Mjóstræti 3, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breyta í einbýlishús, sjá erindi BN041830, fjölbýlishúsinu á lóð nr. 16 við Bergstaðastræti.
Meðfylgjandi er samþykki nágranna á Spítalastíg 4, 6 og 6A og Bergstaðastræti 18 við frágangi á lóðamörkum.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

4. Bergstaðastræti 22 (01.184.012) 102007 Mál nr. BN043169
Jón Þór Birgisson, Bergstaðastræti 22, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja þaksvalir á gamla steinbæinn á lóð nr. 22 við Bergstaðastræti.
Meðfylgjandi er umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 20.6. 2011
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu.
Vísað til uppdráttar 01og 02, dags. 7. júní 2011

5. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN043196
Höfðatorg ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta skrifstofur á 11. hæð í rými 1101 Höfðatúni 2 á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Gjald kr. 8.000
Frestað
.Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

6. Fiskislóð 28-30 (01.087.502) 100010 Mál nr. BN043163
Lindberg ehf, Borgartúni 25, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki á áður gerðum breytingum, gönguhurð sett í bílskúrshurð og brunaviðvörunarkerfi sett upp í iðnaðarhúsi nr. 30 á lóð nr. 28-30 við Fiskislóð.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

7. Freyjubrunnur 22-32 (02.695.601) 205746 Mál nr. BN043201
Bygg Ben ehf, Vesturlbr Fífilbrekku, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að aðskilja byggingarleyfi BN037034 dags. 13. nóv. 2007 fyrir mhl. 04 sem er raðhúsið nr. 28 á lóð nr. 22-32 við Freyjubrunn.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

8. Freyjubrunnur 22-32 (02.695.601) 205746 Mál nr. BN043173
Bygg Ben ehf, Vesturlbr Fífilbrekku, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að aðskilja byggingarleyfi BN037034 dags. 13. nóv. 2007 fyrir mhl. 02 sem er raðhúsið nr. 24 á lóð nr. 22-32 við Freyjubrunn.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

9. Freyjubrunnur 22-32 (02.695.601) 205746 Mál nr. BN043200
Bygg Ben ehf, Vesturlbr Fífilbrekku, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að aðskilja byggingarleyfi BN037034 dags. 13. nóv. 2007 fyrir mhl. 03 sem er raðhúsið nr. 26 á lóð nr. 22-32 við Freyjubrunn.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

10. Freyjubrunnur 22-32 (02.695.601) 205746 Mál nr. BN043202
Bygg Ben ehf, Vesturlbr Fífilbrekku, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að aðskilja byggingarleyfi BN037034 dags. 13. nóv. 2007 fyrir mhl. 05 sem er raðhúsið nr. 30 á lóð nr. 22-32 við Freyjubrunn.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

11. Freyjubrunnur 22-32 (02.695.601) 205746 Mál nr. BN043203
Bygg Ben ehf, Vesturlbr Fífilbrekku, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að aðskilja byggingarleyfi BN037034 dags. 13. nóv. 2007 fyrir mhl. 06 sem er raðhúsið nr. 32 á lóð nr. 22-32 við Freyjubrunn.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

12. Friggjarbrunnur 34-40 (05.053.305) 205960 Mál nr. BN043064
Bygg Ben ehf, Vesturlbr Fífilbrekku, 110 Reykjavík
Rósa Amelía Árnadóttir, Friggjarbrunnur 36, 113 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir aðskildu byggingarleyfi á hús nr. 36 í raðhúsinu á lóð nr. 34 - 40 við Friggjarbrunn. Sbr. BN036159 samþykkt 10. júlí 2007.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

13. Geirsgata 7-7C (01.117.307) 219202 Mál nr. BN043190
Vestur Indía Félagið ehf, Geirsgötu 7b, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja hurð á milli 1. hæðar og 2. hæðar í veitingastaðnum í flokki II í húsnæðinu nr. 7B á lóð nr. 7-7C við Geirsgötu.
Samþykki frá eiganda dags. 10. júní 2011, fylgir málinu.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

14. Grandagarður 1 (01.115.208) 100055 Mál nr. BN042924
Björgunarsveitin Ársæll, Grandagarði 1, 101 Reykjavík
Slysavarnadeild kvenna í Rv, Grandagarði 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða steinsteypta viðbyggingu til vesturs við atvinnuhúsið á lóð nr. 1 við Grandagarð.
Jafnframt er lagt til að erindi BN040679 verði fellt úr gildi.
Stækkun: 1. hæð 157,2 ferm., 2. hæð 128,1 ferm.
Samtals: 285,6 ferm., 1.343,1 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 107.448
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits á umsóknarblaði.

15. Grettisgata 28B (01.190.003) 102341 Mál nr. BN043157
Ásta Kristjánsdóttir, Grettisgata 28b, 101 Reykjavík
Kristján Benediktsson, Barmahlíð 55, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða yfir holstein á austurgafli með bárujárni á 50 mm lektur, fyllt milli þeirra með þétt ull, sbr. samþykkt erindi dags. 30.6. 1994 og fjarlægja skorstein á húsi á lóð nr. 28B við Grettisgötu.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

16. Grjótháls 7-11 (04.304.001) 111019 Mál nr. BN043105
LF12 ehf, Borgartúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja kaldavatnslagnir skv. meðfylgjandi yfirlitsuppdrætti arkitekts og uppdráttum Þorsteins Magnússonar verkfræðings í verksmiðjuhúsi Ölgerðarinnar á lóð nr. 7-11 við Grjótháls.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts ódags.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

17. Haukdælabraut 72 (05.114.805) 214812 Mál nr. BN043192
Árni Viðar Sigurðsson, Vesturfold 42, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt einbýlishús á 2. hæðum á lóð nr. 72 við Haukdælabraut.
Stærð : 1. hæð 181,1 ferm., 569,7rúmm. 2. hæð 181,1 ferm., 641,6 rúm
Samtals: 362,2 ferm og 1249,0 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 99.920
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

18. Heiðargerði 72 (01.802.204) 107669 Mál nr. BN043153
Arnar Hilmarsson, Heiðargerði 72, 108 Reykjavík
Siglir ehf, Skólagerði 35, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að stækka stofu til suðvesturs, bæta við glugga og hurð á suðausturhlið, hækka útbyggingu til norðausturs og setja á hana skúrþak og gerð grein fyrir áður gerðri stækkun á kvisti á norðvesturhlið einbýlishúss á lóð nr. 72 við Heiðargerði.
Áður gerð stækkun: xx rúmm.
Stækkun: 30.9 ferm., 70.4 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 5.632
Frestað.
Samræmist ekki deiliskipulagi auk annarra athugasemda á umsóknarblaði.

19. Hellusund 3 (01.183.610) 101994 Mál nr. BN043188
J.C.Ísland, Hellusundi 3, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta atvinnuhúsnæði sem áður var einbýlishús í íbúðarhús með tvær íbúðir á lóð nr. 3 við Hellusund.
Gjald kr. 8.000
Synjað.
Ekki er heimilt að gera nýja íbúð í kjallara. Lofthæð í nýjum íbúðum skal vera a.m.k. 250 cm.

20. Holtavegur 8-10 (01.408.101) 104960 Mál nr. BN043001
Reitir II ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta rými 0201 minnka hluta verslunareininga og koma fyrir líkamsræktarstöð í hluta af rýminu í verslunarhúsnæðinu á lóð nr. 8-10 við Holtaveg.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits á umsóknarblaði.

21. Hrossnes 10-16 (05.867.301) 216595 Mál nr. BN043005
Þorkell Jóhannesson, Oddagata 10, 101 Reykjavík
Bergþóra Þorkelsdóttir, Kambasel 61, 109 Reykjavík
Auðunn Hermannsson, Kambasel 61, 109 Reykjavík
Herdís M Þorsteinsdóttir, Fagrihjalli 18, 200 Kópavogur
Finnur Kristinsson, Fagrihjalli 18, 200 Kópavogur
Oddný Mjöll Arnardóttir, Grenibyggð 34, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til að byggja hesthús úr steinsteypu, einangrað og klætt að utan með lituðu bárujárni á steyptum undirstöðum og með timburþaki á lóð nr. 14 við Hrossnes.
Samþykki eiganda fylgir dags. 27. maí 2011.
Stærð: Hesthús 215,0 ferm., 842,0 rúmm.
Stærð: Taðþró 22,5 ferm., 42,3 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 8.000 + 70.744
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

22. Klettháls 11 (04.346.401) 188542 Mál nr. BN043184
Birgir Reynisson, Steinagerði 5, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og sameina rými 0101 og 0102 í rými 0101 í húsnæðinu á lóð nr. 11 við Klettháls.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Leggja skal fram greinagerð burðavirkishönnuðar vegna breytinganna.

23. Klettháls 2 (04.346.201) 188545 Mál nr. BN043183
Birgir Reynisson, Steinagerði 5, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi mhl 01, 02 og 03 og jafnframt að sameina rými 0101 og 0102 í mhl. 03 í eitt rými í húsunum á lóð nr. 2 við Klettháls.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Leggja skal fram greinagerð burðavirkishönnuðar vegna breytinganna.

24. Klettháls 3 (04.342.301) 188538 Mál nr. BN042792
Elkjær ehf, Hrauntungu 20, 200 Kópavogur
Sótt er um samþykki á reyndarteikningu vegna uppsetningar á klefa fyrir vatnsúðakerfi í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 3 við Klettháls.
Bréf frá eigenda fylgir dags. 19. mars 2011.
Brunaskýrsla brunahönnuðar fylgir uppfærð 22. ágúst 2005
Gjald kr. 8.000 + 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

25. Langagerði 78 (01.832.210) 108567 Mál nr. BN043186
Einar Bjarnason, Langagerði 78, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja kvisti og nýja steinsteypta forstofu við aðalinngang einbýlishússins á lóð nr. 78 við Langagerði.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 8.000 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

26. Laugavegur 37 (01.172.116) 101452 Mál nr. BN043131
Basalt ehf, Pósthólf 806, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalir á 2. og 3. hæð í stað flóttapalls og fellistiga sbr. erindi BN041160 á norðurhlið húss á lóð nr. 37 við Laugaveg.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

27. Miklabraut 32 (01.701.009) 106951 Mál nr. BN043162
Sturla Sigurjónsson, Miklabraut 32, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta hluta bílskúrs í gróðurskála og til að byggja glerhús aftan við sama bílskúr á lóð nr. 32 við Miklubraut.
Stækkun: 8,4 ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 8.000 + xx
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

28. Mýrargata 2-8 (01.116.401) 100072 Mál nr. BN043171
Slippurinn, fasteignafélag ehf, Malarhöfða 8, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga sem felast í að komið er fyrir nýrri lyftu í vesturenda og hurð þar út á jarðhæð, þak er hækkað að hluta um 20-30 cm og lítillega eru tilfærslur á innréttingum sbr. nýsamþykkt erindi BN042607 fyrir hótel í Slipphúsinu á lóð nr. 2-8 við Mýrargötu.
Stækkun 272,6 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 21.808
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu verði skilað eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

29. Nauthólsvegur 50 (01.619.601) 106641 Mál nr. BN043194
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum sbr. erindið BN042298 dags. 30. nóvember 2010 vegna lokaúttektar á Hótel Loftleiðum á lóð nr. 50 við Nauthólsveg.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

30. Reynimelur 34 (01.540.123) 106268 Mál nr. BN043160
Ármann Kojic, Reynimelur 34, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja vinnustofu og geymslu við fjölbýlishús á lóð nr. 34 við Reynimel.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 13. júní 2011.
Vinnustofa: 36 ferm., 125,5 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 10.040
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

31. Sigtún 38 (01.366.001) 104706 Mál nr. BN042796
Húseignarfélagið Sigtún 38 ehf, Sigtúni 38, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu á 1. hæð ofan á þak kjallara við vesturhorn 1. hæðar Grand Hótels á lóð nr. 38 við Sigtún.
Bréf frá hönnuði dags. 25. maí 2011 fylgir.
Stækkun: 57 ferm., 211,5 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 8.000 + 16.920
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknareyðublaði

32. Síðumúli 32 (01.295.202) 103841 Mál nr. BN043189
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta 1. og 2. hæð fyrir tölvufyrirtæki á hýsingarsviði, koma fyrir vararafstöð í kjallara og að koma fyrir kælieiningum ofan við þak anddyrisbyggingar á norðurhlið hússins á lóð nr. 32 við Síðumúla.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

33. Skeifan 11 (01.462.101) 195597 Mál nr. BN042795
LX fasteignir ehf, Skipholti 37, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingum í mhl. 04 þar sem komið er fyrir kælum og veggir settir upp í verslunarhúsnæðinu nr. 11D á lóð nr. 11 við Skeifuna.
Gjald kr. 8.000 + 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

34. Skildinganes 30-32 (01.671.306) 106785 Mál nr. BN043158
Reynir Sigurðsson, Skildinganes 30, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja sólstofu við suðurhlið parhúss nr. 30 á lóð nr. 30-32 við Skildinganes.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 8.000 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

35. Skólavörðustígur 1A (01.171.302) 101402 Mál nr. BN043100
Snorri Þór Tryggvason, Miðstræti 8a, 101 Reykjavík
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hengja upp 6 x 4,5 metra kort af miðborg Reykjavíkur tímabundið fram yfir menningarnótt, til loka ágúst, á vesturgafl hússins á lóð nr. 1A við Skólavörðustíg.
Meðfylgjandi er bréf Rvk. eignaumsýslu, kort og myndir dags. 15. apríl 2011
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

36. Skólavörðustígur 25 (01.182.242) 101894 Mál nr. BN043104
Náttmál ehf, Pósthólf 603, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta eignaskiptum þannig að 1. hæð verði séríbúð og kjallari, 2. hæð og ris verði önnur íbúð í húsi (mhl.01) á lóð nr. 25 við Skólavörðustíg.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

37. Sóleyjarimi 6 (02.534.501) 192054 Mál nr. BN042942
Isavia ohf, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa millibyggingu og reisa nýja úr gleri sem hýsa á matsal við fjarskiptastöðina á lóð nr. 6 við Sóleyjarima.
Niðurrif: 40,2 ferm., 104 rúmm.
Nýbygging: 95,9 ferm., 351,3 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 8.000 + 28.104
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

38. Sóltún 6 (01.233.501) 211565 Mál nr. BN043185
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir færanlegum kennslustofum sem koma frá eftirtöldum stöðum, Hraunberg 12, Sæmundarskóla, Borgaskóla og Rimaskóla og eiga þær að koma á lóð nr. 6 við Sóltún.
Stærðir og heiti: K-17B, K-42B, K-76B, T-10B, T-34B, H-4B, H-5B, T-14, K-40B, K-51B, og T-28A stærð samtals 527,4 ferm., 1542,1.
Gjald kr. 8.000 + 123.368
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

39. Strandasel 9-11 (00.000.000) 112886 Mál nr. BN043174
Strandasel 9,húsfélag, Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík
Strandasel 11,húsfélag, Strandaseli 11, 109 Reykjavík
Hildur Björnsdóttir, Strandasel 9, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða vestur- og austur gafla með loftræstri báruklæðningu í flokki I á fjölbýlishúsi á lóð 9 - 11 við Strandasel.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

40. Suðurlandsbraut 2 (01.261.101) 103505 Mál nr. BN043161
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum af framkvæmdum við þvottahús á 1. hæð, fallið er frá að færa brunaskil við kæli og að setja upp vegg framan við lyftu í Hilton Hótel á lóð nr. 2 við Suðurlandsbraut. Sbr. BN042505
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

41. Sæmundargata 2 (01.603.201) 106638 Mál nr. BN042958
Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi og innrétta smureldhús í suðurhluta kjallara þar sem áður voru skrifstofur í aðalbyggingu Háskóla Íslands á lóð nr. 2 við Sæmundargötu.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

42. Sætún 8 (01.216.303) 102760 Mál nr. BN043195
Stólpar ehf, Borgartúni 25, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta starfsmannaaðstöðu/eldhús í kjallara og opin skrifstofurými/fundaaðstöðu á 1. - 5. hæð, einnig er sótt um að grafa frá kjallara að vestanverðu þannig að hægt sé að setja hurðir og glugga í kjallara, einnig er sótt um að bæta við gluggum á 1. hæð vestur, allt mhl. 02, einnig er sótt um leyfi fyrir nauðsynlegu niðurrifi mhl. 07 og norðurhluta mhl. 02 húsa á lóð nr. 8 við Sætún.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dagsett 10.6. 2011
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

43. Sörlaskjól 26 (01.532.014) 106172 Mál nr. BN043181
Karl Már Einarsson, Sörlaskjól 26, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að taka hluta af stigahúsi og bæta við við íbúð 0101 svo að hún stækkar um það í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 26 við Sörlaskjól.
Samþykki sumra fylgir dags. 1. júní 2011.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

44. Templarasund 3 (01.141.210) 100901 Mál nr. BN043193
Þórsgarður ehf, Þorláksgeisla 5, 113 Reykjavík
Sótt er um breytingar á skipulagi innanhúss og útliti húss á lóð nr. 3 við Templarasund og nr. 4 við Kirkjutorg.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

45. Vesturgata 26C (01.132.006) 100196 Mál nr. BN037003
Hafdís Þorleifsdóttir, Vesturgata 26c, 101 Reykjavík
Haukur Ingi Jónsson, Vesturgata 26c, 101 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi frá 11. október 2005 til þess að byggja steinsteyptan kjallara og tvílyfta timburviðbyggingu við vesturhlið einbýlishússins á lóð nr. 26C við Vesturgötu.
Meðfylgjandi er samþykki eiganda Ægisgötu 7 dags. 6.6. 2011 og sérteikning af frágangi þaks við gafl, sem gildir en ekki teikn. á aðaluppdrætti.
Erindi fylgir þinglýst samþykki dags. 14. september 2005.
Stærð: Viðbygging samtals 51,6 ferm., 121,3 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 8.248
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Ýmis mál

46. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN043197
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Óskað er efitr samþykki byggingarfulltrúans til að breyta lóðamörkum lóðanna Borgartún 8-16 (staðgr. 1.220.108, landnr. 199350) og að fella niður lóðina Skúlatún 1H (stgr. 1.220.107, landnr.102790), eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti landupplýsingadeildar dags. 9. júní 2011/GJG. Lóðin Borgartún 8-16 er 28277 m2, sbr. samrunaskjal nr. T-009581/2008 dags. 20. október 2008. Nú er óskað eftir að bæta við lóðina úr óútvísuðu landi Reykjavíkur (landnr. 218177) sjö skikum (0,7 + 0,8 + 227,9 + 95,1 + 1,3 + 132,5 + 57,7) samtals 516 m2 og að taka af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr.218177) sjö skikum (16,2 + 1,7 + 5,7 + 25,8 + 8,0 + 0,2 + 37,4) samtals -95 m2 og verður lóðin þá 28698 m2. Óútvísað land Reykjavíkurborgar landnr. 218177 minnkar því um 516 m2 - 95 m2 = 421 m2. Skúlatún 1H (staðgr. 1.220.107, landnr. 102790): lóðin er talin í fasteignskrá Íslands 53,7 m2, þessi lóð er fyrir löngu orðin hluti af Borgartúni 8-16, einnig var árið 2009 samþykkt niðurrif á dreifistöð OR. Þessa lóð skal fella úr skrám. Sjá samþykkt skipulagsráðs 12. mars 2008 og samþykkt borgarráðs 27. mars 2008. Sjá samþykkt skipulagsráðs 16. júlí 2008. Auglýsing um gildistöku deiliskipulagsbreytingarinnar var birt í B-deild Stjórnartíðinda þann 25. ágúst 2008.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Fyrirspurnir

47. Básb19-21 Naust24-26 (04.024.406) 180377 Mál nr. BN043176
Básbryggja 19-21/Naustbr 24-26, Naustabryggju 26, 112 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að koma fyrir sorpskýli fyrir utan lóð við hliðina á lóð nr. 19-21 og 24-26 við Bása og Naustabyggð.
Nei.
Staðsetning sorpskýlis verður ekki leyfð á borgarlandi.

48. Hamravík 82 (02.352.302) 180261 Mál nr. BN043178
Hermann Isebarn, Hamravík 82, 112 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta í tvær íbúðir einbýlishúsinu á lóð nr. 82 við Hamravík.
Nei.
Samræmist ekki deiliskipulagi

49. Hofsvallagata 57 (01.543.001) 106397 Mál nr. BN043175
Silja Bára Ómarsdóttir, Hofsvallagata 57, 107 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að grafa fyrir pall og setja hurð út í garð við fjölbýlishús á lóð nr. 57 við Hofsvallagötu.
Jákvætt.
Enda verður sótt um byggingarleyfi og umsókn fylgi umsögn burðarvirkishönnuðar og meðeigenda.

50. Holtsgata 24 (01.134.320) 100369 Mál nr. BN043187
Kristinn Rúnar Þórisson, Grenimelur 43, 107 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja kvist á norðurhlið fjölbýlishússins á lóð nr. 24 við Holtsgötu.
Jákvætt.
Miðað við framlögð gögn, sækja verður um byggingaleyfi, umsókn fylgi samþykki meðeigenda.

51. Sléttuvegur 3 (01.790.501) 107576 Mál nr. BN043180
Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, Sléttuvegur 3, 103 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að setja svalalokun sem er 90#PR opnanleg á fjölbýlishúsið á lóð nr. 3 við Sléttuveg.
Frestað.
Gera nánari grein fyrir erindi sbr. athugasemdir á fyrirspurnablaði.

Fundi slitið kl. 12.43

Magnús Sædal Svavarsson,
Harri Ormarsson Jón Hafberg Björnsson,
Sigrún Reynisdóttir Eva Geirsdóttir
Björn Kristleifsson Þórður Búason
Sigrún G. Baldvinsdóttir Sara Hrund Einarsdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2011, þriðjudaginn 14. júní kl. 11.20 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 639. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Bjarni Þór Jónsson, Harri Ormarsson, Jón Hafberg Björnsson, Þórður Búason, Eva Geirsdóttir og Sara Hrund Einarsdóttir.
Fundarritari var Harri Ormarsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Aðalstræti 8 (01.136.503) 100593 Mál nr. BN043090
Miðjan hf,Reykjavík, Hlíðasmára 17, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta skrifstofurými á 5. hæð í íbúð, stækka suðursvalir á 5. hæð, setja reykháf fyrir arinn til íbúðar og breyta anddyri og inngangi á 1. hæð hússins á lóð nr. 8 við Aðalstræti.
Jákvæð fyrirspurn fyrir íbúð BN042879 12. apríl 2011 fylgir.
Samþykki meðeigenda fylgir á A3 teikningum.
Bréf frá hönnuði dags. 24. maí 2011 og tölvupóstur dags. 25. maí 2011 fylgir ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 10. júní 2011.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

2. Aðalstræti 8 (01.136.503) 100593 Mál nr. BN043091
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir nýrri vörulyftu á milli kjallara og 1. hæðar og breyta veggja skipan í kjallara í húsinu á lóð nr. 8 við Aðalstræti.
Bréf frá hönnuði dags. 24. maí 2011 og samþykki frá meðeigendum dags. 25. maí 2011 á A3 teikningu fylgir. Umsögn burðarvirkishönnuðar fylgir dags. 6. júlí 2011.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

3. Baldursgata 16 (01.186.202) 102231 Mál nr. BN042910
Emiliano Monaco, Ítalía, Sótt er um leyfi til að byggja svalir á suðurhlið þakhæðar og samræma glugga á fjölbýlishúsinu á lóð nr. 16 við Baldursgötu.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 14. janúar 2011 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 10. júní 2011. Erindið var grenndarkynnt frá 6. maí til og með 6. júní 2011. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

4. Bergstaðastræti 22 (01.184.012) 102007 Mál nr. BN043169
Jón Þór Birgisson, Bergstaðastræti 22, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja þaksvalir á gamla steinbæinn á lóð nr. 22 við Bergstaðastræti.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

5. Bjarmaland 10-16 (01.854.401) 108778 Mál nr. BN043130
Matthías Örn Friðriksson, Markarvegur 4, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja stoðvegg á á lóðamörkum til samræmis við nýsamþykktan stoðvegg að Bjarmalandi 20 og færa sorpgeymslu til innan lóðar sbr. erindi BN042496 við einbýlishús nr. 14 á lóð nr. 10-16 við Bjarmaland.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 10. júní 2011 fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

6. Egilsgata 3 (01.193.404) 102538 Mál nr. BN043170
Domus Medica hf, Egilsgötu 3, 101 Reykjavík
N18 ehf, Nýbýlavegi 18, 200 Kópavogur
Sótt er leyfi til breytinga innanhúss á 1. hæð í Domus Medica á lóð nr. 3 við Egilsgötu.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

7. Elliðavatnsblettur 35 (08.1--.-64) 113454 Mál nr. BN043150
AIM ehf, Rauðási 16, 110 Reykjavík
Guðmundur Kristján Unnsteinsson, Rauðás 16, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja erindið BN039691 dags. 9. júní 2009 (áður endurnýjað 8. júní 2010, BN041636) þar sem byggja á nýtt þak og klæða að utan með lóðréttri viðarklæðningu og koma fyrir rotþró við sumarhúsið á lóð nr. 35 við Elliðavatnsblett.
Einnig er gerð grein fyrir bátaskýli á sömu lóð.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

8. Faxaskjól 26 (01.532.112) 106189 Mál nr. BN043155
Þórunn Lárusdóttir, Faxaskjól 26, 107 Reykjavík
Snorri Petersen, Faxaskjól 26, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa núverandi bílskúr og byggja nýjan úr steinsteypu, byggja við íbúðarhús til norðurs og einnig til suðurs og byggja tvo nýja kvisti og útbúa íbúð í kjallara einbýlishúss á lóð nr. 26 við Faxaskjól.
Meðfylgjandi er bréf umsækjanda dags. 7. júní 2011
Bílskúr mhl. 70: Niðurrif, xx ferm., xx rúmm. Nýbygging xx ferm., xx rúmm.
Viðbygging og kvistir mhl. 01:xx ferm. eftir hæðum, xx rúmm.
Gjald kr. 8.000 + xxx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

9. Fákafen 9 (01.463.401) 105678 Mál nr. BN043014
Geir Thorsteinsson, Holtasel 42, 109 Reykjavík
Oddný Guðnadóttir, Hrafnshöfði 27, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingahús í flokki II fyrir 100 gesti í rými 0102 í húsi á lóð nr. 9 við Fákafen.
Erindi fylgir umboð eiganda dags. 11. maí 2011.
Gjald kr. 8.000 + 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

10. Fríkirkjuvegur 9 (01.183.414) 101974 Mál nr. BN043168
Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um heimild til að innrétta bókasafn og lesaðstöðu nemenda í húsrými í kjallara viðbyggingar þar sem nú er mötuneyti og kennslustofa Kvennaskólans í Reykjavík á lóð nr. 9 við Fríkirkjuveg.
Meðfylgjandi er Brunatæknileg úttekt dags. 28.6. 2002
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

11. Grettisgata 28B (01.190.003) 102341 Mál nr. BN043157
Ásta Kristjánsdóttir, Grettisgata 28b, 101 Reykjavík
Kristján Benediktsson, Barmahlíð 55, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða yfir holstein á austurgafli með bárujárni á 50 mm lektur, fyllt milli þeirra með þéttull, sbr. samþykkt erindi dags. 30.6. 1994 og fjarlægja skorstein á húsi á lóð nr. 28B við Grettisgötu.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

12. Grettisgata 2A (01.182.101) 101818 Mál nr. BN043156
G2A ehf, Viðarási 20, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta gistiheimili með þrettán gistiíbúðum í íbúðar- og atvinnuhúsi nr. 2A við Grettisgötu.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13. Grjótháls 5 (04.302.301) 111015 Mál nr. BN043049
Grjótháls ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss á 1. hæð, fækka veggjum, færa snyrtingar, ný loftræsirými og inntök við vestanverða skábraut og tvær nýjar aksturshurðir á suðurhlið framhúss á lóð nr. 5 við Grjótháls.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 7.6. 2011
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

14. Haukdælabraut 100 (05.114.104) 214819 Mál nr. BN043046
HB-100 ehf, Dofraborgum 9, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka þakkant, fella niður útitröppur og breyta innra fyrirkomulagi í einbýlishúsi, sjá erindi BN041454, á lóð nr. 100 við Haukdælabraut.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

15. Haukdælabraut 104 (05.113.502) 214821 Mál nr. BN042952
Rúnar Grétarsson, Gerðhamrar 8, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til minni háttar breytinga á innra fyrirkomulagi og gluggum einbýlishússins á lóð nr. 104 við Haukdælabraut sbr. BN041955.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. maí 2011 fylgir erindinu.Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

16. Hlíðargerði 6 (01.815.303) 107999 Mál nr. BN043137
Agnar Þór Gunnlaugsson, Hlíðargerði 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við á tveim hæðum til suðurs, stækka anddyri og byggja kvist og breyta fyrirkomulagi innanhúss í einbýlishúsinu á lóðinni nr. 6 við Hlíðargerði.
Stærðir: upprunal. fyrir stækkanir xx
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Eftir stækkun: xxG
Gjald kr. 8.000 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

17. Hverfisgata 102 (01.174.106) 101584 Mál nr. BN043123
Grímur Bjarnason, Efstasund 57, 104 Reykjavík
Grímur ljósmyndari ehf, Efstasundi 57, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja svalir úr zinkhúðuðu, stáli sbr. fyrirspurn BN042816, á 1. og 2. hæð, tvennar á hvora hæð, hússins á lóð nr. 102 við Hverfisgötu.
Samþykki meðeigenda meðfylgjandi, annað á fylgiblaði en hitt á teikningum.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
Málinu vísað til skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdráttar 101 dags. 6. júní 2011.

18. Klapparstígur 19 (01.152.401) 101047 Mál nr. BN043148
Ottó ehf, Klettagörðum 23, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa hús á lóð nr. 1 við Veghúsastíg sem nú heitir nr. 19 við Klapparstíg.
Erindi fylgir staðfesting SHS á útkalli vegna heitavatnsleka dags. 3. júní 2011, útdráttur úr dagbók LR dags. 16. mars 2008, greinargerð um ástand húss dags. 31. maí 2011 og ljósmyndir af vettvangi.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

19. Langagerði 82 (01.832.212) 108569 Mál nr. BN043152
Þórður Daníel Bergmann, Lundur 3, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja nýtt anddyri, byggja tvo nýja kvisti, hækka þak suðurálmu og breyta lítillega fyrirkomulagi innanhúss í einbýlishúsi á lóð nr. 82 við Langagerði.
Stækkun: XX ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 8.000 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta 101 - 104 dags. 5. júní 2011

20. Laugarásvegur 42 (01.385.003) 104913 Mál nr. BN043129
Arnór Hafstað, Laugarásvegur 42, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka svalir á suðurhlið einbýlishúss á lóð nr. 42 við Laugarásveg.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

21. Laugavegur 55 (01.173.020) 101507 Mál nr. BN043166
Casa ehf, Bæjarlind 6, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að fjölga herbergjum og breyta íbúð 0201 í gististað í flokki II, gistiskála, í húsi á lóð nr. 55 við Laugaveg.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Lindarvað 1-13 (04.771.101) 201475 Mál nr. BN043139
Frjálsi fjárfestingarbankinn hf, Lágmúla 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja hurð á vegg milli íbúðar og bílskúrs í keðjuhúsi nr. 1 á lóð nr. 1-13 við Lindarvað.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

23. Lækjargata 2 (01.140.506) 100866 Mál nr. BN043066
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki á uppfærðum teikningum sbr. erindi BN040705, BN040706 og BN040707, rými 0001, 0002, 0003 og 0101 tilheyra samþykktu erindi BN042927, jafnframt er erindi BN043066 dregið til baka í húsunum á lóð nr. 22 við Austurstræti og nr. 2 við Lækjargötu.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 19. maí 2011
Stærðarbreytingar xxx ferm. og rúmm.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

24. Mýrargata 2-8 (01.116.401) 100072 Mál nr. BN043171
Slippurinn, fasteignafélag ehf, Malarhöfða 8, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga sem felast í að komið er fyrir nýrri lyftu í vesturenda og hurð þar út á jarðhæð, þak er hækkað að hluta um 20-30 cm og lítillega eru tilfærslur á innréttingum sbr. nýsamþykkt erindi BN042607 fyrir hótel í Slipphúsinu á lóð nr. 2-8 við Mýrargötu.
Stækkun 272,6 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 21.808
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Njarðargata 25 (01.186.506) 102291 Mál nr. BN040075
Þóra Hreinsdóttir, Njarðargata 25, 101 Reykjavík
Haukur Dór Sturluson, Njarðargata 25, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja létta hæð og ris ofan á einbýlishúsið á lóð nr. 25 við Njarðargötu.
Erindi fylgir jákvæð fsp. BN039538
Stækkun: 59,1 ferm. 242,7 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 8.000 + 18.688
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

26. Pósthússtræti 13 (01.140.512) 100872 Mál nr. BN043015
Austurvöllur fasteignir ehf, Ármúla 21, 108 Reykjavík
Matti ehf, Pósthólf 1072, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir útiveitingar í fl. III fyrir 100 gesti á gangstétt á horni Kirkjustrætis og Pósthússtrætis fyrir framan hús á lóð nr. 13 við Pósthússtræti.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 10. júní 2011 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 27. maí 2011.
Gjald kr. 8.000
Synjað.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 27. maí 2011.

27. Rauðarárstígur 31 (01.244.001) 103175 Mál nr. BN043164
Hýði ehf, Kríunesi 1, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að breyta eldvarnarkröfu á þrem hurðum á 1. hæð í atvinnu- og íbúðahúsinu á lóðinni nr. 31 við Rauðarárstíg.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

28. Rauðavað 21-25 (04.773.203) 198532 Mál nr. BN043036
Arnór Árnason, Rauðavað 21, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir svalalokun með hertu gleri í eignarhluta 0301 í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 21 við Rauðavað.
Samþykki sumra meðeigenda fylgir dags. 1. maí 2011 og annarra eigenda ódagsett.
Stærðir: 10,5 ferm., 29,4 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 2.352
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

29. Ránargata 15 (01.136.201) 100537 Mál nr. BN043030
Dóróthea Lárusdóttir, Ránargata 15, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja gluggakvist á norðvesturhlið, koma fyrir þakglugga á mæni, endurnýja eldri þakglugga og byggja svalir á suðurgafl fjölbýlishússins á lóð nr. 15 við Ránargötu.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa áritað á uppdrátt.
Stækkun: xx rúmm.
Gjald kr. 8.000 + ??
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta A101 og 102 dags. 30. maí 2011.

30. Rósarimi 11 (02.546.001) 172499 Mál nr. BN043167
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til minni háttar breytinga á innra fyrirkomulagi, að uppfæra eldvarnarmerkingar og til að koma fyrir nýjum glugga við suðurinngang Rimaskóla á lóð nr. 11 við Rósarima.
Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 7. júní 2011.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

31. Síðumúli 10 (01.292.301) 103798 Mál nr. BN042951
Búseti svf,húsnæðissamvinnufél, Skeifunni 19, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka efri hæð með því að byggja milliloft í suðurhluta húss, innrétta verkstæði á neðri hæð suðurhluta, skrifstofur í norðurhluta og á efri hæð, og til að koma fyrir lyftu í stigahúsi atvinnuhúss á lóð nr. 10 við Síðumúla.
Jafnframt er erindi BN038393 fellt úr gildi.
Stækkun: 105,3 ferm.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

32. Sólvallagata 79 (01.138.101) 100717 Mál nr. BN042983
K.Steindórsson sf, Hofgörðum 18, 170 Seltjarnarnes
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingum, koma fyrir veggjum og salernum til að koma fyrir aðstöðu fyrir póstflokkunarstöð í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 79 við Sólvallagötu.
Gjald kr. 8.000 + 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

33. Suðurhólar 35 (04.645.903) 111967 Mál nr. BN043067
Brynja, Hússjóður Öryrkjabandal, Hátúni 10c, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt raðhús með þrem íbúðum á einni hæð með timburþaki þar sem íbúðirnar eru skipulagðar sérstaklega með þarfir fatlaðra í huga á lóð nr. 35 F við Suðurhóla.
Meðfylgjandi er bréf VA arkitekta þar sem þeir afsala sér rétti til að teikna þetta síðasta hús á reitnum, en skipulagsskilmálar kveða á um að sami hönnuður teikni þau öll og leggi fyrir byggingarfulltrúa sem eina heild.
Stærðir: íbúð 0101 85,7 ferm., 302,1 rúmm., íbúð 0102 82,5 ferm., 290,8 rúmm., íbúð 0103 106,8 ferm., 400,5 rúmm.
Samtals: 275,0 ferm., 993,4 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 79.472
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

34. Tindar 1 (00.052.010) 125726 Mál nr. BN043159
Atli Guðlaugsson, Tindar, 116 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum af hesthúsi og reiðskemmu sbr. erindi BN032528 samþ. 1. nóv. 2005 á Tindum á Kjalarnesi.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

35. Víðimelur 40 (01.540.023) 106240 Mál nr. BN043092
Egill Fivelstad, Víðimelur 40, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjölga svefnherbergjum úr 2. í 3 svefnherbergi í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 40 við Víðimel.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 8. apríl 2011.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

36. Þingholtsstræti 21 (01.180.102) 101678 Mál nr. BN043050
ST Holding ehf, Suðurlandsbraut 52, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til rífa einnar hæðar atvinnuhús og byggja í staðinn steinsteypt einbýlishús í gömlum stíl, tvær hæðir og ris sem verður matshluti 02 á lóð nr. 21 við Þingholtsstræti.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 10. júní 2011 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 9. júní 2011, umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 30. maí 2011 og tölvupóstur Páls V. Bjarnasonar dags. 31. maí 2011 fylgja einnig.
Jafnframt er erindi BN036928 dregið til baka.
Niðurrif: Fastanr. 200-5650 mhl.02 merkt iðnaðarh. 0101 82 ferm.
Nýbygging : 1. hæð 112,2 ferm., 2. hæð 75,8 ferm., 3. hæð 66,6 ferm.
Samtals 254,6 ferm., 767,5 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 61.400
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 9. júní 2011

37. Þingholtsstræti 37 (01.183.611) 101995 Mál nr. BN043165
Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til innanhússbreytinga, sem felast í endurbótum á mötuneytiseldhúsi, fjölgun salerna á 1. hæð, bæta við ræstingu og bæta brunavarnir í húsnæði Kvennaskólans á lóð nr. 37 við Þingholtsstræti.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Ýmis mál

38. Njálsgata 58 (01.190.309) 102442 Mál nr. BN043182
Bjartmar Þórðarson, Njálsgata 3, 101 Reykjavík
Ofanritaður sækir um leyfi til breyttrar tölusetninga á matshluta 01 á lóðinni nr. 58 við Njálsgötu. Óskað er eftir að austurendi sem er með fasteignanr. 0101 og fastanr. 200-8167 verði tölusettur sem Njálsgata 58 og vesturendi 0102, fastanr. 200-8166 verði tölusettur sem Njálsgata 58A. Landnúmer er 102442.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Fyrirspurnir

39. Búagrund 13 (32.474.404) 178231 Mál nr. BN043057
Sigþór Magnússon, Búagrund 13, 116 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja skála eins og sýnt er á meðfylgjandi teikningum, sjá erindi BN042947, í suðausturhorni einbýlishússins á lóð nr. 13 við Búagrund.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 10. júní 2011 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

40. Laugavegur 105 (01.240.005) 102974 Mál nr. BN043135
BT Byggingar ehf, Þrastarhöfða 21, 270 Mosfellsbær
Spurt er hvort breyta megi 3., 4., og 5. hæð í stúdíóíbúðir í skrifstofuhúsinu á lóð nr. 105 við Laugaveg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

41. Laugavegur 46A (01.173.103) 101520 Mál nr. BN043088
Guðni Stefánsson, Laugavegur 46a, 101 Reykjavík
Spurt er um afstöðu byggingarfulltrúa til þess að rífa geymslur sem standa á vesturhluta lóðar og byggingar nýrra við fjölbýlishúsið á lóð nr. 46Avið Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 10. júní 2011 fylgir erindinu.
Nei.
Samræmist ekki deiliskipulagi samanber umsögn skipulagsstjóra frá 10. júní 2011.

42. Leifsgata 4 (01.195.201) 102593 Mál nr. BN043172
Klara Þorsteinsdóttir, Leifsgata 4, 101 Reykjavík
Spurt er hvort staðsetja megi sorptunnu í garði undir garðsvegg á lóð nr. 4 við Leifsgötu.
Ekki gerð athugasemd við staðsetningu sorptunnu í samræmi við fyrirspurn. Vakin er athygli á að færsla sorptunnu er háð samþykki meðlóðarhafa.

43. Maríubaugur 13-19 (04.125.301) 186852 Mál nr. BN043132
Stefán Sveinsson, Maríubaugur 15, 113 Reykjavík
Kristín Halldórsdóttir, Maríubaugur 15, 113 Reykjavík
Spurt er hvort færa megi sorpgerði nær götu á lóð þannig að það falli innan 15 metra frá innkeyrslu fyrir hús nr. 15 á lóð nr. 13-19 við Maríubaug.
Sbr. fyrirspurn BN043133.
Jákvætt.
Enda séu meðlóðarhafar samþykkir.

44. Njálsgata 58 (01.190.309) 102442 Mál nr. BN043134
Bjartmar Þórðarson, Njálsgata 3, 101 Reykjavík
Spurt er hvort byggja megi kvist á norðurhlið eins og þann sem er á suðurhlið hússins á lóð nr. 58 við Njálsgötu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

45. Nýlendugata 14 (01.131.108) 100166 Mál nr. BN043124
Ottó Magnússon, Skipasund 9, 104 Reykjavík
Spurt er hvort innrétta megi vinnustofur fyrir listamenn og kaffihús í gamalli netagerð með aðkomu frá Mýrargötu í húsi á lóð nr. 14 við Nýlendugötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 10. júní 2011 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

46. Nýlendugata 6 (01.132.012) 100202 Mál nr. BN043101
Sverrir Arnar Baldursson, Stóragerði 28, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að sameina tvær íbúðir í eina og byggja stigahús aftan við tvíbýlishúsið á lóð nr. 6 við Nýlendugötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 10. júní 2011 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að sameina tvær íbúðir í eina enda verði sótt um byggingarleyfi.
Nei.Gagnvart stigahúsi með vísan til umsagnar skipulagsstjóra frá 10. júní 2011.

47. Smáragata 12 (01.197.407) 102742 Mál nr. BN043116
Aðalsteinn A Guðmundsson, Hagaflöt 14, 210 Garðabær
Spurt er hvort setja megi þrjá kvisti og svalir á þakhæð, nýjar svalir til vesturs á 2. hæð, nýja hurð á 1. hæð til austurs og hurð á kjallara til suðurs á íbúðarhúsi á lóð nr. 12 við Smáragötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 10. júní 2011 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 9. júní 2011.
Til svars fyrirspurninni er vísað til umsagnar skipulagsstjóra dags. 9. júní 2011.

48. Úlfarsbraut 126 (05.056.501) 205756 Mál nr. BN043179
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Spurt er hvort setja megi malarfyllingu undir bráðabirgðahús á byggingarreit fyrirhugaðs íþróttahúss Fram í Úlfarsárdal.
Jákvætt.
Hafa skal samráð við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

49. Víðimelur 62 (01.524.003) 106000 Mál nr. BN043065
Ari Ingimundarson, Víðimelur 62, 107 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja rishæð eins og sýnt er á meðfylgjandi teikningum af fjölbýlishúsi á lóð nr. 62 við Víðimel.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 10. júní 2011 fylgir erindinu og umsögn skipulagsstjóra dags. 9. júní 2011.
Nei.
Gagnvart fyrirliggjandi fyrirspurn. Sjá möguleika á hækkun samkv. Umsögn skipulagsstjóra dags. 9. júní 2011.

Fundi slitið kl. 13.50.

Bjarni Þór Jónsson
Harri Ormarsson Jón Hafberg Björnsson
Þórður Búason Eva Geirsdóttir
Sara Hrund Einarsdóttir