Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2012, miðvikudaginn 30. maí kl. 910, var haldinn 275. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12-14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson og áheyrnrfulltrúinn Torfi Hjartarson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Stefán Hallsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum:, Valný Aðalsteinsdóttir, Margrét Þormar, Lilja Grétarsdóttir, Björn Axelsson og Bjarni Þ Jónsson.
Fundarritari var Einar Örn Thorlacius.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 24. maí 2012.

2. Laugavegur 105, breytt deiliskipulag (01.240.0) Mál nr. SN120229
Gunnlaugur Jónasson, Hringbraut 87, 101 Reykjavík
Bjarni Tómasson, Þrastarhöfði 21, 270 Mosfellsbær
Lögð fram umsókn Gunnlaugs Jónassonar, dags. 18. maí 2012, um breytingu á deiliskipulagi Hlemms vegna lóðar nr. 105 við Laugaveg skv. uppdrætti Teikningar.is, dags. 12. maí 2012. Breytingin gengur út á að í húsinu Laugavegur 105 verði leyft að hafa hótel eða gistiheimili.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Jafnframt var samþykkt að kynna hana sérstaklega fyrir meðeigendum.
Vísað til borgarráðs.

3. Kaplaskjól, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN120236
Lögð fram drög skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 18. maí 2012 að breytingu á deiliskipulagi Kaplaskjóls. Í breytingunni felst að aðkoma að lóðunum nr. 1 til 3 við Meistaravelli verður um göngustíg milli Meistaravalla og Víðmels, en ekki er gert ráð fyrir að ekið verði að húsunum, gert er ráð fyrir að húsin nr. 116 og 118 við Hringbraut verði flutt á lóðirnar samkvæmt uppdrætti dags. í maí 2012. Heimilt verður að byggja lítil skýli utan byggingarreita, t.d. fyrir reiðhjól og garðverkfæri í samráði við skipulagsyfirvöld.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

Júlíus Vífill Ingvarsson og Gísli Marteinn Baldursson sátu hjá við afgreiðslu málsins.

4. Ásholtsreitur - Brautarholt 7, breyting á aðalskipulagi (01.242.0 Mál nr. SN120247
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingasviðs dags. 21. maí 2012 að óverulegri breytingu á aðalskipulagi skv. 2.mgr. 36. gr. vegna nemendaíbúða að Brautarholti 7, Ásholtsreit.

Hildur Sverrisdóttir tók sæti á fundinum kl. 9:20

Framlögð tillaga samþykkt með vísan til 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Vísað til borgarráðs.

5. Reykjavegur, undirgöng, breyting á aðalskipulagi(01.377) Mál nr. SN120245
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingasviðs dags. 21. maí 2012 að óverulegri breytingu á aðalskipulagi skv. 2.mgr. 36. gr. vegna undirganga undir Reykjaveg.
Framlögð tillaga samþykkt með vísan til 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Vísað til borgarráðs.

6. Lambhóll við Þormóðsstaðaveg, breyting á lóðarmörkum (01.539.3)Mál nr. SN090127
Lögð fram tillaga að breytingu á lóðarmörkum í samræmi við uppdrátt skipulags- og byggingasviðs frá 2. ágúst 2011 og tillögu að nýju lóðablaði landupplýsingadeildar, dags. 12. janúar 2012.
Samþykkt með vísan til d-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.

(B) Byggingarmál

7. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN044003
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundagerð nr. 685 frá 29. maí 2012.

(D) Ýmis mál

8. Haukdælabraut 110, málskot (05.113.5) Mál nr. SN120116
Hilmar Einarsson, Hverafold 46, 112 Reykjavík
Lagt fram málskot Hilmars Einarssonar dags. 8. mars 2012 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsstjóra frá 24. febrúar 2012 varðandi byggingu þriggja íbúða húss með tveimur bílskúrum á lóð nr. 110 við Haukdælabraut.
Fyrri afgreiðsla skipulagsstjóra frá 24. febrúar 2012 staðfest.

9. Betri Reykjavík, trukkana burt úr íbúðahverfum Mál nr. SN120104
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd í skipulagsflokki á Betri Reykjavík frá 29. febrúar 2012 varðandi trukkana burt úr íbúðahverfum, ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram drög umsögn skipulagsstjóra dags. 8. maí 2012.
Minnisblað skipulagsstjóra samþykkt. °

10. Götuheiti, ný götuheiti í Keldnaholti og Kjalarnesi Mál nr. SN120230
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 16. maí 2012, með tillögum nafnanefndar frá 30. apríl sl. um götuheiti á tveimur stöðum, annarsvegar á götu sem tengist Víkurvegi og liggur til austurs að rannsóknarstofunum í Keldnaholti og hinsvegar um veg sem tengist Vesturlandsvegi við norðurjaðar Kollafjarðar og liggur til suðurs að götunni Lækjarmel.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.

11. Skipulagsráð, greinargerð vegna framkvæmda á Úlfarsfelli Mál nr. SN120241
Á fundi skipulagsráðs 23. maí 2012 var lögð fram tillaga skipulagsráðs þar sem skipulagsstjóra er falið að taka saman greinargerð um feril máls vegna framkvæmda við lagningu rafmagnsheimtaugar og ljóseiðara í jörðu á Úlfarsfelli og mannvirkja sem tengjast því. Greinargerðin verði lögð fram á næsta fundi skipulagsráðs.
Lögð fram greinargerð skipulagsstjóra dags. 29. maí 2012.
Kynnt.

12. Lambasel 6, bréf byggingarfulltrúa (04.998.103) Mál nr. BN044382
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 17. apríl 2012 með tillögu um tímafrest og beitingu dagsekta. Málinu fylgir undirritað samkomulag við byggingarstjóra dags. 22.01.2009, ásamt skýrslu skilmálafulltrúa af vettvangi dags. 07.09.2011 og einnig er bréf byggingarfulltrúa dags. 12.09.2011 til eiganda lóðar nr. 6 við Lambasel þar sem gefinn er tímafrestur til að framkvæma endurbætur.
Tillaga byggingafulltrúa um að veita eiganda 30 daga tímafrest til að hefja framkvæmdir við byggingu hússins frá móttöku tilkynningar þar að lútandi og ljúka utanhúss og lóðafrágangi inna 6 mánaða er samþykkt. Jafnframt er samþykkt að verði framkvæmdum ekki lokið innan setts tímafrests verði beitt dagsektum kr. 25.000 fyrir hvern dag sem það kann að dragast að ljúka verkunum.
Vísað til borgarráðs.

13. Fegrunarnefnd, skipan fulltrúa 2012 Mál nr. SN120248
Skipan fulltrúa í vinnuhóp sem gerir tillögu að viðurkenningum fyrir lóðir fjölbýlishúsa og fyrirtækja/stofnana og vegna endurbóta á eldri húsum árið 2012.
Samþykkt að skipa eftirtalda embættismenn í vinnuhópinn: Valnýju Aðalsteinsdóttur, Björn Inga Edvardsson Margréti Þormar og Helga Maureen Gylfadóttur frá minjavernd Reykjavíkur.

14. Lóðarumsókn fyrir rugbyvöll, framtíðarstaðsetning Mál nr. SN120131
Íþrótta- og tómstundaráð Rvíkur, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra 23. mars 2012 var lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs dags. 15. mars 2012 ásamt erindi Rugby Ísland dags. 1. mars 2012 varðandi framtíðarstaðsetningu á rugbyvelli í Reykjavík. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingarsviðs dags.13.apríl 2012.
Umsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. 13. apríl 2012 samþykkt.

15. Útilistaverk, Minnismerki óþekkta embættismannsins Mál nr. SN120184
Lagt fram bréf menningar- og ferðamálaráðs dags. 18. apríl 2012 varðandi fluting á útilistaverkinu #GLMinnismerki óþekkta embættismannsins#GL. Lagt er til að Minnismerki óþekkta embættismannsins verði staðsett við Tjörnina þar sem brúin frá Ráðhúsinu liggur að Iðnó.
Skipulagsráð gerir ekki athugsemdir við nýja staðsetningu á útilistaverkinu #GLMinnismerki óþekkta embættismannsins#GL.

16. Útilistaverk, Svarta keilan, minnisvarði um borgaralega óhlýðni Mál nr. SN120234
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs dags. 16. maí 2012 þar sem óskað er umsagnar skipulagsráðs um varanlega staðsetningu listaverksins Svarta keilan, minnisvarða um borgaralega óhlýðni eftir Santiago Sierra á Austurvelli. Einnig lagt fram minnisblað safnstjóra Listasafns Reykjavíkur dags. 2. mars 2012 og umsögn forsætisnefndar Alþingis dags. 17. apríl 2012.
Frestað.
Skipulagsráð leggur til að safnstjóra Listasafns Reykjavíkur verði falið að koma með fleiri hugmyndir að staðsetningu útilistaverksins Svarta Keilan, minnisvarða um borgarlega óhlýðni.

Gísli Marteinn Baldursson vék af fundi kl. 11:55

17. Fjárhagsáætlun Skipulags- og byggingarsviðs, Mál nr. SN120143
áherslur og forgangsröðun 2013-2017
Lögð fram til kynningar tillaga skipulagsstjóra dags. í maí 2012 varðandi áherslur og forgangsröðun skipulags- og byggingarsviðs vegna fjárhagsáætlunar 2013-2017.
TRÚNAÐARMÁL.

Fundi slitið kl. 12.03

Páll Hjalti Hjaltason
Hjálmar Sveinsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Kristín Soffía Jónsdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Hildur Sverrisdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2012, þriðjudaginn 29. maí kl. 12.15 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 685. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Björn Stefán Hallsson, Sigrún G Baldvinsdóttir, Sigrún Reynisdóttir, Sigurður Pálmi Ásbergsson, Bjarni Þór Jónsson, Björn Kristleifsson, Gunnar Ólafur Gunnarsson, Harri Ormarsson og Jón Hafberg Björnsson.
Fundarritari var Harri Ormasson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Aðalstræti 16 (01.136.506) 100596 Mál nr. BN044551
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Minjasafn Reykjavíkur, Pósthólf 10020, 130 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja upp merkingar í eitt ár í glugga við inngang Landnámssýningarinnar í húsi á lóð nr. 16 við Aðalstræti.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

2. Aðalstræti 9 (01.140.414) 100855 Mál nr. BN044488
Aðaleign ehf, Hegranesi 35, 210 Garðabær
Te og kaffi hf, Stapahrauni 4, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til að breyta nýsamþykktu erindi BN044195 sem felur í sér að breyta aðgengi að salerni á 1. hæð og fyrirkomulagi salerna, ræstingar og starfsmannaaðstöðu í kjallara kaffihúss í húsi á lóð nr. 9 við Aðalstræti.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

3. Álfabakki 6-18 (04.603.301) 111721 Mál nr. BN044428
Svæðisfélag v/göngugötu í Mjódd, Álfabakka 14a, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurskipuleggja, endurhanna og fjölga bílastæðum á einu af fjórum bílastæðum í Mjóddinni á lóð nr. 6-18 við Álfabakka.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 26.4. 2012.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

4. Ármúli 21 (01.264.105) 103532 Mál nr. BN044520
Eik fasteignafélag hf., Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Bíó ehf, Ármúla 21, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á nýsamþykktu erindi, BN044520 sem fjallar um lítilsháttar breytingar innanhúss og eldvarnarlýsingu á 1. hæð í skólahúsnæði í húsi á lóð nr. 21 við Ármúla.
Erindi fylgir minnisblað um brunavarnir frá verkfræðistofunni Eflu dags. 8. maí 2012.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

5. Ármúli 3 (01.261.201) 103506 Mál nr. BN044231
LF2 ehf, Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum fyrir mhl. 01 og 03 þar sem ýmsar innri breytingar koma fram í húsunum á lóð nr. 3 við Ármúla.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

6. Bankastræti 6 (01.170.204) 101332 Mál nr. BN044276
Hróbjartur Róbertsson, Bankastræti 6, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að útbúa verönd á þaki 3. hæðar og samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 6 við Bankastræti.
Erindi fylgja yfirlýsing og samþykki meðeigenda dags. 15. og 29. febrúar 2012 og 16. maí 2012, virðingargjörð dags. 1. júní 1941, þinglýst umboð v/ 3. hæðar dags. 27. nóvember 2009 og jákv. fsp. um þaksvalir dags. 12. maí 2005.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 16.04.2012 fylgir erindinu.Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

7. Bergstaðastræti 48A (01.185.302) 102170 Mál nr. BN044507
Guðrún Edda Guðmundsdóttir, Bergstaðastræti 62a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að stækka svalir á þriðju hæð suðvesturhliðar hússins á lóðinni nr. 48A við Bergstaðastræti.
Ný skráningartafla fylgir erindinu.
Samþykki meðeigenda (á teikningu) fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað til uppdrátta 02. dags.5. maí 2012.

8. Borgartún 1 (01.216.201) 102753 Mál nr. BN044481
Tungumálaskólinn ehf, Sundlaugavegi 24, 105 Reykjavík
Höfðatorg ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta tungumálaskóla með kennslueldhúsi/matsal fyrir 30 manns á 1. hæð hússins á lóð nr. 1 við Borgatún.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

9. Breiðhöfði 11A (04.034.302) 110507 Mál nr. BN044343
Ísaga ehf, Breiðhöfða 11, 110 Reykjavík
Ísaga hf, Pósthólf 12060, 132 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka gólf í hluta rýmis 0102 um 80 cm. úr steinsteypu, hurð á austurhlið rýmisins er breikkuð og gerð hurð á milli þvottaklefa og rýmis í húsinu á lóð nr. 11A við Breiðhöfða.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 25. maí 2012 fylgir.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

10. Brúarvogur 1-3 (01.427.201) 212207 Mál nr. BN044475
Reginn A1 ehf, Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum sbr. BN044039 á 1. og 3. hæð hússins á lóð nr. 1-3 við Brúarvog.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

11. Drápuhlíð 19 (01.702.222) 107066 Mál nr. BN044495
Hrafnhildur Bernharðsdóttir, Vatnsendablettur 5, 203 Kópavogur
Jón Viðar Magnússon, Vatnsendablettur 5, 203 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja svalir á íbúð í risi, 0301, ofan á þakplötu utan við stofuglugga auk breytinga á honum með uppsetningu á svalahurð á nr. 19 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 19-21 við Drápuhlíð.
Meðfylgjandi er samþykki eigenda dags. 2. maí 2012.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

12. Eirhöfði 12 (04.030.001) 110513 Mál nr. BN044535
Dominium hf, Eirhöfða 12, 110 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi 1. og 2. hæðar, til að breyta innra skipulagi á 3. hæð og til að skipta í sex eignir iðnaðarhúsi á lóð nr. 12 við Eirhöfða.
Jafnframt er erindi BN035339 fellt úr gildi.
Stærð mhl. 01: 1.257,3 ferm., 4.636,8 rúmm.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13. Flókagata 58 (01.270.103) 103565 Mál nr. BN044534
Sigurður Arnljótsson, Flókagata 58, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að sameina tvo kvisti á norðurhlið, byggja svalir á vesturhlið og breyta innra fyrirkomulagi íbúðar á þriðju hæð (rishæð) hússins á lóðinni nr. 58 við Flókagötu.
Umsögn skipulagsstjóra dags. 25.01.2012 (v. fyrirspurnar) fylgir erindinu.
Samþykki meðeigenda (á teikn.) fylgir erindinu.
Ný skráningartafla fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

14. Fríkirkjuvegur 7 (01.183.415) 101975 Mál nr. BN043340
Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum og brunahönnun ásamt því að setja opnanleg fög í glugga á safnbúð og kaffistofu í Listasafni Íslands á lóð nr. 7 við Fríkirkjuveg.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

15. Goðaland 2-20 1-21 (01.853.101) 108770 Mál nr. BN044401
Kjartan Haukur Eggertsson, Goðaland 1, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu við mhl. 01 til suðurs á parhúsinu nr. 1 á lóð nr. 2-20, 1-21 við Goðaland.
Meðfylgjandi er samþykki eiganda nr. 3 á teikningum.
Stækkun: 3,8 ferm., 12,2 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 8.500 + 1.037
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

16. Grensásvegur 11 (01.461.102) 105666 Mál nr. BN044524
Sætrar ehf, Gerðhömrum 27, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til ýmissa breytinga á nýsamþykktu erindi, sjá BN043852, svo sem minni háttar breytingar á innra fyrirkomulagi, fækka bílastæðum um þrjú og til að breyta efni handriðs á 1. hæð úr stáli í gler.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

17. Grettisgata 16 (01.182.110) 101826 Mál nr. BN044536
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir, Grettisgata 16, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta nýlega samþykktum, óbyggðum svölum á suðurhlið 3 . hæðar (sbr. erindi bn044409, samþ. 15.05.2012) og jafnframt að breyta glugga í svalahurð í húsinu á lóðinni nr. 16 við Grettisgötu.
Lengd svala meðfram húshliðinni er nú minnkuð úr 6m í 4,5m, jafnframt eru svalirnar breikkaðar úr 1,6m í 1,8m. Svalirnar eru því minnkaðar úr 9,6m2 í 8,1m2.
Bréf hönnuðar dags. 21. maí 2012 fylgir erindinu.
Samþykki meðeigenda dags. 21 og 22 maí 2012 fylgir erindinu.
Ný skráningartafla fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

18. Gylfaflöt 9 (02.575.702) 109502 Mál nr. BN044480
Landsnet hf, Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til innri breytinga á 1. hæð austurhluta þannig að eldvarnir breytast og lækkun á gólfplötu í húsinu á lóð nr. 9 við Gylfaflöt.
Stækkun: XX rúmm.
Gjald kr. 8.500 + XX
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

19. Haðaland 15 (01.864.101) 108810 Mál nr. BN044545
Guðný Benediktsdóttir, Haðaland 15, 108 Reykjavík
Guðni Ingimarsson, Haðaland 15, 108 Reykjavík
Vegna lokaúttektar er sótt um samþykki fyrir lítillegum breytingum á votrýmum og í eldhúsi frá áður samþykktri grunnmynd (sbr. erindi BN042230, samþ. 02.11.2010) í húsinu nr. 15 á lóðinni nr. 9-15 við Haðaland.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

20. Haðarstígur 4 (01.186.618) 102313 Mál nr. BN044523
Þorgerður Pálsdóttir, Haðarstígur 4, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til smávægilegra breytinga á nýsamþykktu erindi BN044262 sem felast í að víxla glugga og svalahurð með handriði á nýjum kvisti og færa innvegg á milli herbergja í kvistinum á húsi á lóð nr. 4 við Haðarstíg.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

21. Hamravík 44-52 (02.351.603) 180142 Mál nr. BN044538
Ægir Þórðarson, Hamravík 44, 112 Reykjavík
Sótt er um samþykki á áður gerðum millipalli í raðhúsi nr. 44 (mhl. 01) í fimm húsa raðhúsalengju á lóð nr. 44-52 við Hamravík.
Stækkun, 61,2 ferm.
Samtals: íbúð 115,2 ferm., 479,6 rúmm., milliflötur 61,2 ferm., bílskúr 30,6 ferm., 136,3 rúmm.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Haukdælabraut 48-56 (05.114.702) 214804 Mál nr. BN044541
Pálmar ehf, Bleikjukvísl 12, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja tveggja hæða steinsteypt raðhús með fimm íbúðum á lóðinni nr. 48-56 við Haukdælabraut.
Landnúmer 214804
Stærðir: Lóð 2039,0 ferm.
Hús nr. 48 (matshl. 01) 1. hæð: Íbúð 72,6 ferm. bílgeymsla 29,1 ferm.
2. hæð: Íbúð 131,2 ferm. Samtals 232,9 ferm. og 836,4 rúmm.
Hús nr. 50 (matshl. 02) 1. hæð: Íbúð 54,6 ferm. bílgeymsla 32,3 ferm.
2. hæð: Íbúð 120,7 ferm. Samtals 207,6 ferm. og 733,0 rúmm.
Hús nr. 52 (matshl. 03) 1. hæð: Íbúð 54,6 ferm. bílgeymsla 32,3 ferm.
2. hæð: Íbúð 120,7 ferm. Samtals 207,6 ferm. og 733,0 rúmm.
Hús nr. 54 (matshl. 04) 1. hæð: Íbúð 54,6 ferm. bílgeymsla 32,3 ferm.
2. hæð: Íbúð 120,7 ferm. Samtals 207,6 ferm. og 733,0 rúmm.
Hús nr. 56 (matshl. 05) 1. hæð: Íbúð 54,6 ferm. bílgeymsla 33,6 ferm.
2. hæð: Íbúð 122,8 ferm. Samtals 211,0 ferm. og 744,8 rúmm.
Alls samtals 1066,7 ferm. og 3780,2 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 321.317
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

23. Háaleitisbraut 58-60 (01.284.401) 103735 Mál nr. BN044521
Eignarhaldsfélagið Hnit ehf, Háaleitisbraut 58-60, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að innrétta snyrtistofu á annarri hæð (rými 0202) í húsinu á lóðinni nr. 58-60 við Háaleitisbraut.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

24. Hverfisgata 102 (01.174.106) 101584 Mál nr. BN044550
Grímur Bjarnason, Efstasund 57, 104 Reykjavík
Grímur ljósmyndari ehf, Efstasundi 57, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breikka þegar byggðar, fernar svalir úr 90 cm, sbr. erindi BN043123, í 98 sm. á 1. og 2. hæð suðurhliðar fjölbýlishúss á lóð nr. 102 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

25. Ingólfsstræti 8 (01.170.308) 101345 Mál nr. BN044553
Múltikúlti ehf, Barónsstíg 3, 101 Reykjavík
MG Capital ehf, Flókagötu 35, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga og að innrétta skyndibitastað fyrir heilsubita, í fl. 1, í kjallara húss á lóð nr. 8 við Ingólfsstræti.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

26. Í Úlfarsfellslandi 125481 (97.001.060) 125481 Mál nr. BN044422
Klettaberg ehf, Pósthólf 5005, 125 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir tilbúnu frístundahúsi á steyptum súlum og tengja við nýsamþykkt sams konar hús á lóð með landnúmer 125481 í Úlfarsfellslandi.
Stærð 30,7 ferm., 97 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 8.245
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

27. Írabakki 2-16 (04.634.001) 111871 Mál nr. BN044427
Félagsbústaðir hf, Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta um glugga með þeim breytingum að gólfsíðir gluggar milli íbúða er fjarlægðir, steypt í farið og klætt að utan með utanhússklæðningu og opnanleg fög eru stækkuð í stofugluggum í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 2-16 við Írabakka.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

28. Kirkjuteigur 21 (01.361.109) 104575 Mál nr. BN044543
Ásvellir ehf, Seljugerði 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta húðflúrstofu á 1. hæð, þar sem áður var apótek, í húsi á lóð nr. 21 við Kirkjuteig.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

29. Klettagarðar 25 (01.324.201) 207396 Mál nr. BN044482
KG25 ehf., Klettagörðum 12, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir innri breytingum sbr. erindi BN044350 dags. 8. maí 2012. í húsinu á lóð nr. 25 við Klettagarða.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

30. Klettháls 3 (04.342.301) 188538 Mál nr. BN044441
Elkjær ehf, Hrauntungu 20, 200 Kópavogur
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum sbr. BN042795 vegna lokaúttektar þar sem tvo milliveggi vantaði að sýna í húsinu á lóð nr. 3 Klettháls.
Tölvupóstur frá Kjartani Rafnssyni dags. 10 apríl 2012 fylgir.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

31. Laufásvegur 11 (01.183.102) 101924 Mál nr. BN044191
Þórður Benedikt Guðmundsson, Tunguvegur 4, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til að breyta gluggum á 1. hæð og breyta læknastofu á 1. hæð og í kjallara í íbúðarhúsnæði í húsi á lóð nr. 11 við Laufásveg.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

32. Laugarnesvegur 47 (01.360.006) 104499 Mál nr. BN044459
Svetlana Vasilievna Kabalina, Meistaravellir 5, 107 Reykjavík
Igor Ingvar V. Karevskiy, Meistaravellir 5, 107 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum fyrir íbúðarhús og einnig er sótt um stækkun íbúðarhúss þar sem byggt er við 1. hæð og bætt er við 2. hæð og bílageymslan stækkuð á lóð nr. 47 við Laugarnesveg.
Úrskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 24. maí 2012 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 22. maí 2012.
Stækkun: íbúðarhús: 1.hæð 9,6 ferm., 25,4 rúmm. 2. hæð 78,9 ferm., 279,9 rúmm. Bílageymsla: 6.4 ferm., 15,4 rúmm. Samtals. 94.9 ferm., 320.7rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 27.260
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsstjóra frá 22. maí 2012.

33. Laugavegur 20A (01.171.503) 101419 Mál nr. BN044105
Blautur ehf., Laugavegi 20a, 101 Reykjavík
Ergo fjármögnunarþjónusta Íslan, Suðurlandsbraut 14, 155 Reykjavík
Arnar Þór Gíslason, Lækjargata 14, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til breytinga á fyrirkomulagi og lögun barsvæðis innanhúss í veitingastað á 1. hæð í húsi á lóð nr. 20A við Laugaveg.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

34. Laugavegur 170-174 (01.250.201) 103431 Mál nr. BN044533
Hekla ehf., Pósthólf 5310, 125 Reykjavík
Sótt er um samþykki á þegar gerðum breytingum á 1. og 2. hæð í vesturhluta og einnig er sótt um að breyta fyrirkomulagi á 1. hæð í bilum 2-4 í verslunarhúsi á lóð nr. 170-174 við Laugaveg.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

35. Laugavegur 30 (01.172.211) 101466 Mál nr. BN044395
L30 ehf, Laugavegi 30, 101 Reykjavík
Exitus ehf, Pósthólf 188, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta um byggingarefni í nýsamþykktum flóttastiga sbr. BN044395 úr stáli í timbur, byggja 6,2 ferm. geymsluskýli á lóð og fjölga gestum úr 110 í 143 í veitingahúsi á lóð nr. 30 við Laugaveg.
Erindi fylgir minnisblað um brunavarnir frá verkfræðistofunni Eflu dags. 8. maí 2012, einnig samþykki vegna geymsluskúrs á lóð dags. 10.5. 2012.
Gjald kr. 8.500 + 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

36. Lækjargata MR (01.180.001) 101665 Mál nr. BN044349
Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurbyggja úr gleri og áli austur- og vesturhlið raungreinakennslu húsið Þingholtsstræti 18 á lóðinni Lækjargata MR.
Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 10. apríl 2012.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

37. Nauthólsvegur 50 (01.619.601) 106641 Mál nr. BN044501
Iceeignir ehf, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta flóttaleiðum og innra fyrirkomulagi á fjórðu hæð ásamt útliti norður-, vestur- og suðurhliðar skrifstofuhússins nr. 50 á lóðinni nr. 50-52 við Nauthólsveg.
Bygging fjórðu hæðar hússins var upphaflega samþykkt 21.02.2012, sbr. erindi bn044056.
Ný skráningartafla fylgir erindinu.
Fermetrafjöldi hússins breytist, húsið er nú skráð 19.223,9 fermetrar en var skráð 19.216,9 fermetrar. Stærð hússins í rúmmetrum breytist ekki.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

38. Nesvegur 67 (01.531.001) 106116 Mál nr. BN044487
Þórólfur H Hafstað, Nesvegur 67, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta stofuglugga í svalahurð og byggja stiga úr stáli og timbri frá 1. hæð og út í garð við hús á lóð nr. 67 við Nesveg.
Meðfylgjandi er samþykki meðeiganda ódagsett og bréf arkitekts dagsett 7. mái 2012.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

39. Skaftahlíð 24 (01.274.201) 103645 Mál nr. BN044537
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum þar sem gerð er grein fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi allra hæða í mhl. 01 og 03 á lóð nr. 24 við Skaftahlíð.
Jafnframt er erindi BN040923 dregið til baka.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

40. Skútuvogur 1 (01.421.001) 105171 Mál nr. BN044485
ÞOK ehf, Skútuvogi 1h, 104 Reykjavík
Tokyo veitingar ehf, Arnartanga 77, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til að breyta starfsemi í þjónustueldhús fyrir veitingastaðinn Tokyo Sushi. í rými 0320 á 3. hæð í húsinu á lóð nr. 1 við Skútuvog.
Samþykki eigenda dags. 18. maí 2012. Samþykki profilm með fyrirvara dags. 29 maí 2012. Bréf frá eigenda dags. 21. maí. Bréf frá hönnuði dags. 24 maí fylgir.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

41. Smiðjustígur 4A (01.171.115) 101381 Mál nr. BN044546
Nýja Grand ehf, Smiðjustíg 6, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að opna út á Hjartartorg Hverfisgötu 30, sbr. erindi BN042973 og bréf skipulagsstjóra dags. 18.7. 2011 sem fylgir með sem fylgiskjal, og vera þar með útiveitingar við veitingahúsið á lóð nr. 4A við Smiðjustíg.
Meðfylgjandi er eldvarnarskýrsla frá Eflu dags. 22.4. 2012 og samningur um opnun yfir á lóð Hverfisgötu 30 dags. 10.5. 2012.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

42. Smiðjustígur 6 (01.171.117) 186664 Mál nr. BN044547
Nýja Grand ehf, Smiðjustíg 6, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að opna út á Hjartartorg Hverfisgötu 30 og selja þar veitingar fyrir 50 manns, sbr. erindi BN042973 og bréf skipulagsstjóra dags. 18.7. 2011, sem fylgir með sem fylgiskjal, frá veitingahúsi á lóð nr. 6 við Smiðjustíg.
Meðfylgjandi er eldvarnarskýrsla Eflu dags. 22.4. 2012 og samningur um opnun út á Hverfisgötu 30, dags. 10.5. 2012, sem fylgir Smiðjustíg 4A, erindi BN044546
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

43. Suðurlandsbraut 14 (01.263.101) 103522 Mál nr. BN044463
Reginn hf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta skráningartöflu sbr. BN043982 þar sem inngangur og vindfang sem áður var hluti af 0101 verði hluti af rými 0109 í húsinu á lóð nr. 14 við Suðurlandsbraut.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

44. Sundagarðar 2B (01.335.303) 213922 Mál nr. BN044283
Olíuverslun Íslands hf., Höfðatúni 2, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi bensínstöðvarinnar á lóð nr. 2B við Sundagarða.
Gjald kr. 8.500 + 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

Ýmis mál

45. Dverghamrar 30 (02.299.108) 109190 Mál nr. BN044549
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að stækka lóðina Dverghamrar 30. Lóðin Dverghamrar 30 (stgr. 2.299.108, landnr. 190109) er 780 m², bætt við lóðina 120 m² úr óútvísuðu landi Reykjavíkur (landnr. 218177). Lóðin verður 900 m².
Við þetta minnkar óútvísuðu landi Reykjavíkur (landnr. 218177) um 120 m². Sjá samþykkt afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa dags. 17. feb. 2012 og auglýsingu sem birt var í B-deild Stjórnartíðinda þann 5. mars 2012.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

46. Þorláksgeisli 114 og 116 Mál nr. BN044552
Bjarki Guðmundsson, Þorláksgeisli 114, 113 Reykjavík
Yrsa Björt Löve, Svíþjóð, Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að stækka lóðirnar Þorláksgeisli 114 og Þorláksgeisli 116, eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti Landupplýsingadeildar, Framkvæmda- og eignasviðs, dags. 21. 5. 2012.
Lóðin Þorláksgeisli 114 (stgr. 4.135.801, landnr. 189606) er 560 m², bætt við lóðina 250 m² úr óútvísuðu landi Reykjavíkur (landnr. 218177). 250 m²
Lóðin Þorláksgeisli 114 (stgr. 4.135.801, landnr. 189606) verður 810 m².
Lóðin Þorláksgeisli 116 (stgr. 4.135.802, landnr. 189607) er 757 m², bætt við lóðina 92 m² úr óútvísuðu landi Reykjavíkur (landnr. 218177).
Lóðin Þorláksgeisli 116 (stgr. 4.135.802, landnr. 189607) verður 849 m²
Við þetta minnkar óútvísuðu landi Reykjavíkur (landnr. 218177) um ( 250+92 =) 342 m².
Sjá samþykkt skipulagsráðs dags. 12. júlí. 2006, og
auglýsing sem birt var í B-deild Stjórnartíðinda þann 27. júlí 2006.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Fyrirspurnir

47. Akurgerði 21 (01.813.210) 107897 Mál nr. BN044539
Berglind Kristinsdóttir, Akurgerði 21, 108 Reykjavík
Axel Valur Birgisson, Akurgerði 21, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja timburkofa á lóðinni nr. 21 við Akurgerði.
Brúttóstærð kofans er 14,1 fermetrar, hæð hans er um 4,3 metrar.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

48. Gunnarsbraut 40 (01.247.605) 103396 Mál nr. BN044500
Tinna Ýrr Arnardóttir, Gunnarsbraut 40, 105 Reykjavík
Arnar Valdimarsson, Gunnarsbraut 40, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að hækka þak og stækka þannig íbúð efstu hæðar hússins nr. 40 við Gunnarsbraut.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 24. maí 2012 fylgir erindinu.
Nei.
Samanber útskrift úr gerðabók afgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 24. maí 2012.

49. Háagerði 12 (01.817.107) 108143 Mál nr. BN044483
Snorri Þorgeir Ingvarsson, Háagerði 12, 108 Reykjavík
Þórdís Ingadóttir, Háagerði 12, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja tveggja hæða viðbyggingu við austurhlið einbýlishúss á lóð nr. 12 við Háagerði.
Úrskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 24. maí 2012 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 22. maí 2012.
Fyrirspyrjandi kynni sér umsögn skipulagsstjóra dags. 22. maí 2012.

50. Hlaðhamrar 34-42 (02.295.710) 109098 Mál nr. BN044548
Þórey Jónsdóttir, Hlaðhamrar 36, 112 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að setja þakglugga á norðurhlið og breyta eldhúsglugga á fyrstu hæð í hurð á suðurhlið raðhússins nr. 36 á lóðinni nr. 34-42 við Hlaðhamra.
Jákvætt.
Með vísan til umsagnar byggingarfulltrúa á fyrirspurnarblaði

51. Hrísateigur 3 (01.360.406) 104532 Mál nr. BN044491
Ásta Sigríður Kristjánsdóttir, Hrísateigur 3, 105 Reykjavík
Spurt er hvort samþykki fáist fyrir áður gerðum vegg á lóðamörkum að húsi nr. 5 og sólpalli í hæð og í framlengingu við bílskúrsþak, útgöngudyr frá 1. hæð og tröppur niður í garð og til að byggja opið bílskýli í innkeyrslu framan við sama bílskúr við parhús á lóð nr. 3 við Hrísateig.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 24. maí 2012 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 23. maí 2012.
Nei.
Samræmist ekki deiliskipulagi samanber umsögn skipulagsstjóra dags. 23. maí 2012.

52. Kambsvegur 8 (01.352.603) 104200 Mál nr. BN044544
Dröfn Björgvinsdóttir, Kambsvegur 8, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að rífa núverandi svalir, byggja viðbyggingu að suður- og vesturhlið og nýta þak hinnar nýju viðbyggingar sem svalir íbúðar annarrar hæðar í húsinu á lóðinni nr. 8 við Kambsveg.
Bréf hönnuðar dags.20.05.2012 fylgir erindinu.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 04.10.2007 vegna erindisins BN036241-Kambsvegur 8 sem var synjað fylgir erindinu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

53. Kólguvað 1-13 (04.733.601) 198736 Mál nr. BN044522
Einar Bjarni Sturluson, Kólguvað 1, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til þess að byggja sólpall, skjólvegg og garðhýsi skv. meðfylgjandi teikningum við hús nr. 1 á lóðinni nr. 1-13 við Kólguvað.
Samkvæmt f. og g. lið greinar 2.3.5..í byggingarreglugerð eru minniháttar framkvæmdir sem þessar undanþegnar byggingarleyfi enda sé m.a. smáhýsi innan við 10 m2. Samkvæmt gr. 2.3.6. ber eigandi slíkra mannvirkja ábyrgð á að ekki sé gengið á rétt nágranna og að virt séu ákvæði laga um fjöleignarhús. Ekki er fallist á að smáhýsi sé nær lóðarmörkum en 3.0 metrar.

54. Rauðagerði 63 (01.822.307) 108330 Mál nr. BN044344
Kjartan Arngrímsson, Skeiðarvogur 151, 104 Reykjavík
Spurt er hvort áður gerð íbúð í risi fáist samþykkt í húsi á lóð nr. 63 við Rauðagerði.
Erindi fylgir þinglýst afsal dags 12. nóvember 2009 og íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 30. apríl 2012.
Nei.
Íbúðin uppfyllir ekki skilyrði byggingarreglugerðar. Vísað er til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði varðandi afmörkun séreignar.

55. Skálagerði 9 (01.805.003) 107761 Mál nr. BN044531
Kristján Freyr Karlsson, Skálagerði 9, 108 Reykjavík
Spurt er hvort veittur yrði umráðaréttur og leyft yrði að byggja bráðabirgðahús á bílastæðalóð 107706 við Skálagerði.
Nei.
Ekki er heimilt að byggja bráðabirgðahús á lóðinni.

56. Stakkhamrar 7 (02.293.704) 109041 Mál nr. BN044527
Óskar Þór Óskarsson, Rauðagerði 20, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að stækka bílskúr með því að stækka um tvo metra til suðausturs byggingarreit einbýlishússins á lóðinni nr. 7 við Stakkhamra.
Samþykki nágranna í húsum nr. 3, 5, 9 og 17 við Stakkhamra (á teikn.) fylgir erindinu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

57. Suðurlandsbraut 6 (01.262.102) 103516 Mál nr. BN044540
Húsfélagið Suðurlandsbr 6-framh, Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að stækka 7. hæð og byggja svalir á vesturgafl skrifstofu- og verslunarhúss á lóð nr. 6 við Suðurlandsbraut.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

58. Veghús 7-17 (02.843.501) 109737 Mál nr. BN044532
Guðbjörg Harpa Ingimundardóttir, Veghús 9, 112 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að opna milli bílgeymslu og íbúðar á fyrstu hæð hússins nr. 9 á lóðinni nr. 7-17 við Veghús.
Jákvætt.
Með vísan til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði.

Fundi slitið kl. 14.45

Björn Stefán Hallsson
Björn Kristleifsson Sigrún Reynisdóttir
Jón Hafberg Björnsson Bjarni Þór Jónsson
Harri Ormarsson Gunnar Óli Gunnarsson
Sigurður Pálmi Ásbergsson Sigrún Baldvinsdóttir