Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2012, miðvikudaginn 21. mars kl. 10:25, var haldinn 268. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen og áheyrnarfulltrúinn Torfi Hjartarson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Stefán Hallsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason, Stefán Finnsson og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum:
Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Margrét Leifsdóttir.
Fundarritari var Einar Örn Thorlacíus.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Nýr Landspítali við Hringbraut, lýsing, nýtt deiliskipulag (01.19) Mál nr. SN110037
SPITAL ehf, Geirsgötu 9, 101 Reykjavík
Lögð fram umsókn Spital ehf. dags. 13 september 2010, lýsing Spital vegna Landspítala við Hringbraut dags. 25. janúar 2011, drög að endurskoðaðu varðveislumati dags. 2. febrúar 2011 ásamt umsögnum hagsmunaaðila og umsögn Skipulagsstofnunar dags. 2. mars 2011 ásamt fornleifaskráningu Minjasafns Reykjavíkur dags. 1. desember 2011.
Einnig er lögð fram tillaga SPITAL að deiliskipulagi Landsspítala við Hringbraut samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum dags. 10. ágúst 2011 br. 8. mars 2012 ásamt ásýndarmyndum og skuggavarpi dags. 10. ágúst 2011 br. 8. mars 2012 og greinargerð og skilmálum dags. 8. ágúst 2011 br. að hluta 24. ágúst 2011 uppfært 12. mars 2012, ásamt minnisblaði dags. 12. apríl 2011, bréf Spital til skipulagsráðs dags. 28. apríl 2011, bókun umhverfis- og samgöngusviðs dags. 10. maí 2011 þrívíddarmyndir dags. 19. maí 2011 minnisblað SPITAL dags. 7. júní 2011, minnisblað SPITAL varðandi umferðardreifingu dags. 7. júní 2011 , minnisblað SPITAL vegna bílastæða dags. 20. júní 2011, minnisblað verkefnisstjóra dags. 28. júní 2011 , minnisblað SPITAL dags. 1. júlí 2011 og minnisblað skipulags- og byggingarsviðs dags. 5. júlí 2011, breytt 17. ágúst 2011.
Einnig eru lagðar fram eftirfarandi skýrslur:
,,greinargerð um samgöngur#EFK#EFK dags. 19. mars 2012, ,,þyrlupallur forsendur#EFK#EFK dags. 18. apríl 2011, ,,flutningur hættulegra efna um Hringbraut´´, ,,áhættugreining´´ dags. 4. mars 2011, ,gróður á lóð Landspítalans #EFK#EFK dags. 10. maí 2011, breytt 12. mars 2012, samgöngustefna 1. útgáfa dags. í maí 2011 ásamt kynningarbréfi dags. 30. maí 2011 og ,,hljóðvistarskýrsla´´dags. 20. mars 2012., ásamt hljóvistarkortum.
Kynning stóð til og með 1. október 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn ábendingar og athugasemdir: Tómas R. Hansson dags. 5. september 2011, Orri Þór Ormarsson dags. 6. sept., Finnbogi Gústafsson og Edda Hallsdóttir dags. 30. sept., Páll Benediktsson f.h. húsfélagsins að Miklubraut 22-30 dags. 30. sept., Hilmar Þór Björnsson, dags. 30. sept., Þórir Einarsson, dags. 30. sept., Elín Steinarsdóttir, dags. 30. sept., Katrín Þorsteinsdóttir, dags. 30. sept., Einar Eiríksson og Ásdís Gestsdóttir f.h. átakshóps suður Þingholta #GLVerjum hverfið#GL dags. 30. sept., Sturla Snorrason dags. 30. sept., Þorbergur Þórsson dags. 30. sept., Þóra Andrésdóttir dags. 1. okt., Þóra Andrésdóttir dags. 1. okt., Steinunn Þórhallsdóttir f.h. Íbúasamtök 3. hverfis dags. 1. okt.,
Magnús Skúlason f.h. Íbúasamtök Miðborgar dags. 4. okt., Hollvinir Grensásdeildar, dags. 26. sept. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis og samgöngusviðs dags. 29. september 2011.
Lögð fram umferðarskýrsla umhverfis og samgöngusviðs dags. 19. mars 2012 ásamt minnisblaði SPITAL dags. 30. nóvember 2011,
drög að greinargerð SPITAL dags. 8. janúar 2012 um samgöngur vegna deiliskipulags fyrir nýjan Landspítala við Hringbraut og minnisblað Haraldar Ólafssonar veðurfræðings dags. í febrúar 2012 um vindafar við nýjan Landsspítala Háskólasjúkrahús, minnisblað SPITAL dags. 28. febrúar 2012, snið 1 snið G vegna sjúkrahótels og áhættugreining vegna tengibrúa dags. 27. janúar 2012.

Samþykkt að að deiliskipulagstillagan, forsendur hennar og umhverfismat verði kynnt fyrir Reykvíkingum og öðrum hagsmunaaðilum á almennum fundi skv. 4.mgr. 40.gr.skipulagslaga nr. 123/2010 með fjórum atkvæðum fulltrúa Besta flokksins Páls Hjaltasonar og Elsu Hrafnhildar Yeoman og fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Kristínar Soffíu Jónsdóttur.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson og Jórunn Frímannsdóttir greiddu atkvæði á móti tillögunni og óskuðu bókað:
#GLTækifæri til að styrkja spítalastarfsemina á svæðinu með skynsamlegri uppbyggingu í sátt við eldri byggð er nú verið að glata.
Með skipulaginu er veitt heimild til þess að byggingarmagn á lóðinni verði 289 þúsund fermetrar. Það er fjórföldun á öllu því byggingarmagni sem þar er fyrir. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks fallast ekki á slíka óraunhæfa uppbyggingu á reitnum sem mun verða yfirþyrmandi og í engu samræmi við þá byggð sem þar stendur nú, hvorki á reitnum né í nærliggjandi hverfum eins og þrívíddarmyndir staðfesta.
Óskiljanlegt flaustur einkennir þetta mál sem sést af því að til stendur að endurskipuleggja norðurhluta spítalalóðarinnar um leið og deiliskipulag sem tekur til þeirrar sömu lóðar hefur verið samþykkt. Engin fordæmi eru fyrir slíkum vinnubrögðum. Borgarbúum er boðið að gera athugasemdir við skipulag sem mun verða breytt og byggingarmagn aukið enn frekar strax að loknu auglýsingarferlinu. Skipulagslög voru sett til að auka réttaröryggi og virkt íbúalýðræði en hér er stefnt í öfuga átt.
Tillagan hefur að engu forsögn skipulagsráðs, sem kvað á um að sjónás að gömlu Landspítalabyggingunni myndi halda sér og að hin fallega bygging Guðjóns Samúelssonar fengi að njóta sín í skipulaginu. Í þessari tillögu er lokað fyrir nær alla þá sjónása. Sömuleiðis gengur þessi tillaga gegn þeim forsendum sem skipulagsráð gaf í áðurnefndri forsögn, að gamla Hringbrautin fengi að halda sér og þar með sjónásinn að aðalbyggingu Háskólans. Sú vel hugsaða og fallega hönnun frá fyrri hluta síðari aldar hverfur undir hinn gríðarstóra meðferðarkjarna sem nú rís.
Lóð Landspítala Háskólasjúkrahúss hefur verið verulega minnkuð en uppbyggingin aukin margfalt. Ekki liggur fyrir sjálfstætt mat á byggingarþoli lóðarinnar með tilliti til framtíðarþróunar, umferðar, stærðarhlutfalla, umhverfis, yfirbragðs og ásýndar. Sú heimild sem stefnt er að veita til uppbyggingar er óafturkræf og mun standa um ófyrirsjáanlega framtíð. #GL

Áheyrnarfullltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Torfi Hjartarson óskaði bókað:
#GL Vinstrihreyfingin-Grænt framboð styður uppbyggingu sjúkrahúss og fagnar tækifærum sem í því felast til hagræðingar og eflingar á heilbrigðisþjónustu við alla landsmenn. Leggja ber áherslu á vistvænar samgöngur við nýtt sjúkrahús og draga sem mest úr áhrifum umferðar á nærliggjandi byggð. Að því hefur verið unnið. Jafnframt þarf að tryggja að öflugt sjúkrahús falli vel að skipulagi og almannarými í höfuðborginni. Fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-Græns framboðs í skipulagsráði Reykjavíkur gagnrýnir að tillögur um byggingu nýs Landspítala hafi ekki fundið eldri byggingum og landi sem að þeim liggur á spítalasvæði norðan gömlu Hringbrautar þýðingarmeira hlutverk. Þess í stað hefur gríðarstór meðferðarkjarni í einu húsi sunnan eldri bygginga og næst byggðinni í Þingholtum orðið stærri en ráð var fyrir gert í samkeppnistillögu. Nokkur svæði ofan gömlu Hringbrautar virðast lítið nýtt og styðja þarf betur við götumynd Snorrabrautar sem gegna mun lykilhlutverki við uppbyggingu í Vatnsmýri. Nái tillögur sem nú eru til umfjöllunar fram að ganga liggur fyrir samkomulag um að þróa frekar skipulag á spítalasvæðinu norðan- og austanverðu og því þarf að fylgja fast eftir. Almenningur fær nú tækifæri til að bregðast við tillögunum og gæta þarf vandlega að rétti hans til umsagnar og áhrifa.

Fulltrúar Besta flokksins Páll Hjaltason og Elsa Hrafnhildur Yeoman og fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir óskuðu bókað:
#GLFulltrúar Besta flokksins og Samfylkingar fagna því að að tillaga að deiliskipulagi fyrir Nýjan Landspítala-Háskólasjúkrahús við Hringbraut skuli nú tilbúin til kynningar á opnum borgarafundi, eins og skipulagslög gera ráð fyrir. Staðsetningin hefur legið fyrir um árabil. Fulltrúar Besta flokksins og Samfylkingar eru sannfærðir um að þetta sé besta mögulega staðsetningin. Tillagan hefur verið í vinnslu í tvö ár og hefur verið rædd ítarlega. Hún er niðurstaða mikils undirbúnings og tveggja samkeppna. Hún hefur tekið mörgum jákvæðum breytingum í meðferð skipulagsráðs. Mikil áhersla er lögð á að spítalinn fylgi eftir metnaðarfullri, vistvænni samgöngustefnu. Mikilvægur árangur hefur náðst í samingum við ríkisvaldið sem fela í sér að spítalinn byggist upp á minna svæði en upphaflega var áformað. Það kemur meðal annars í veg fyrir að stór landsvæði á mikilvægum stað við miðborgina séu ónýtt til langs tíma. Fulltrúar Besta flokksins og Samfylkingar eru meðvitaðir um viðkvæmt nábýli við íbúðarbyggðina í sunnanverðu Skólavörðuholti en telja að fyrirhugaðar byggingar muni fara ágætlega í borgarlandslaginu. Vakin er athygli á því að þéttleikinn á fyrirhugðum byggingarreitum er sambærilegur við þéttleikann í miðborg Reykjavíkur og í fyrirhugaðri byggð í Vatnsmýri.

2. Hringbraut, breyting á deiliskipulagi færslu Hringbrautar Mál nr. SN120092
Lögð fram tillaga Landmótunar varðandi breytingu á deiliskipulagi Hringbrautar. Í breytingunni felst að felldur er úr gildi hluti deiliskipulagsins umhverfis Hlíðarfót. Svæðið verður innan deiliskipulagsmarka Landsspítala Háskólasjúkrahúss, samkvæmt uppdrætti Landmótunar dags. 22. nóvember 2011, breytt. 12. mars 2012.

Kynnt.


Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12:35.


Páll Hjalti Hjaltason
Hjálmar Sveinsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Kristín Soffía Jónsdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Gísli Marteinn Baldursson Jórunn Ósk Frímannsd Jensen


Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2012, þriðjudaginn 20. mars kl. 10.30 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 677. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Harri Ormarsson, Björn Stefán Hallsson, Jón Hafberg Björnsson, Sigrún Reynisdóttir, Björn Kristleifsson, Hjálmar Andrés Jónsson og Sigrún G Baldvinsdóttir.
Fundarritari var

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Austurbrún 2 (01.381.001) 104771 Mál nr. BN043686
Heiða Kristjánsdóttir, Bandaríkin, Guðrún Magnúsdóttir, Austurbrún 2, 104 Reykjavík
Austurbrún 2,húsfélag, Austurbrún 2, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að loka svölum á íbúð 0603 og 0906 með 8 mm öryggisgleri á brautum í fjölbýlishúsi á lóð nr. 2 við Austurbrún.
Samþykki sumra fylgir sem tölvupóstur og á undirskriftar blöðum dags. 17. ágúst 2011.
Stærð brúttórúmm: 11,3 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 904
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

2. Bauganes 21 (01.672.111) 106815 Mál nr. BN044130
Henrý Kiljan Albansson, Bauganes 21, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja kvisti og breyta innra skipulagi rishæðar einbýlishúss á lóð nr. 21 við Bauganes.
Stækkun: 18,4 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 1.564
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

3. Borgartún 24 (01.221.101) 102800 Mál nr. BN044264
N1 hf., Dalvegi 10-14, 201 Kópavogur
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum vegna lokaúttektar þar sem kemur fram breytt staðsetning á niðurföllum innanhúss í húsinu á lóð nr. 24 við Borgartún. sbr. BN041941
Tölvupóstur dags. 15.feb.2012 fylgir.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

4. Borgartún 26 (01.230.002) 102910 Mál nr. BN044257
LF6 ehf, Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka milligólf til að koma fyrir hjólastæðum og koma fyrir rafstöð í rými 0010 í bílakjallara á lóð nr. 26 við Borgartún.
Brunavarnarskýrsla dags. 13. mars 2012.
Stækkun: 42,3 ferm.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

5. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN044255
Höfðatorg ehf., Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta skrifstofur á 13 hæð í Höfðatúni 2 á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

6. Bræðraborgarstígur 10 (01.134.218) 100344 Mál nr. BN044237
Skúli Magnússon, Bakkastígur 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka ris þannig að hægt verð að nota það til íveru í húsinu á lóð nr. 10 við Bræðraborgarstíg.
Stækkun: 43,1 ferm., 98,1rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 8.338

Málinu vísað til skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað til uppdrátta 1-2 dags. 8.febrúar 2012.

7. Dofraborgir 7 (02.344.804) 173231 Mál nr. BN044249
Sigurrós Jónsdóttir, Dofraborgir 7, 112 Reykjavík
Jóhannes Bachmann Sigurðsson, Dofraborgir 7, 112 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á erindi BN024400, áður endurnýjað BN027594, þar sem veitt var leyfi til að stækka aukaíbúð á 1. hæð yfir í óuppfyllt sökkulrými og fjölga gluggum á norðurhlið 1. hæðar íbúðarhússins á lóð nr. 7 við Dofraborgir.
Stærð: Stækkun íbúð 1. hæð 34,9 ferm., 94,2 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 8.007
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

8. Engjateigur 11 (01.367.301) 104712 Mál nr. BN044229
Lífeyrissjóðir Bankastræti 7, Bankastræti 7, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi fyrir þjónustu og skrifstofustarfsemi og koma fyrir nýjum neyðarstiga sem tengir 2. og 3. hæð hússins á lóð nr. 11 við Engjateig.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Skilyrt er að þinglýst verði yfirlýsingu um samruna eigna eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

9. Faxafen 10 (01.466.101) 195609 Mál nr. BN044233
Húsfélagið Faxafeni 10 2.hæð, Faxafeni 10, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbygginu á norðurhlið sem stækkar rými 0106 og 0201 í húsinu á lóð nr. 10 við Faxafen.
Fundardagskrá frá aðalfundi húsfélagsins Faxafen 10 dags. 25 nóv. 2010 fylgir erindinu.
Stækkun: 102,2 ferm., 516,8 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 43.928
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

10. Fornhagi 21 (01.545.008) 106464 Mál nr. BN044230
Fornhagi 21,húsfélag, Fornhaga 21, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta skráningartöflu vegna gerðar eignaskiptayfirlýsingar fyrir húsið á lóð nr. 21 við Fornhaga.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.

11. Freyjubrunnur 22-32 (02.695.601) 205746 Mál nr. BN044258
Frank Magnús Michelsen, Álfkonuhvarf 37, 203 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að stytta vegg við stiga, sjá erindi BN043202, í raðhúsi nr. 24 sem er mhl.02 á lóð nr. 22-32 við Freyjubrunn.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

12. Friggjarbrunnur 1 (02.693.801) 205757 Mál nr. BN037800
Sparisjóður Hafnarfjarðar, Strandgötu 8-10, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum þar sem íbúðum er fjölgað úr tveim í þrjár á 1. hæð, fækkað úr tveim í eina á 3. hæð og minniháttar breytingum sem fela í sér m.a. tilfærslu á reyklosunarlúgu í kjallara, einangrun svalagólfa og þak stækkað yfir svalir í norðaustur horni fjöleignahússins á lóð nr. 1 við Friggjarbrunn.
Stækkun: XX ferm., XX rúmm.
Gjald 7.300 + XX
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13. Grjótag. 7 og Túng.6 (01.136.509) 100599 Mál nr. BN044143
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta 10 herbergja gistiheimili ásamt aðstöðu fyrir starfsmann í húsi á lóð nr. 7 við Grjótagötu og nr. 6 við Túngötu.
Meðfylgjandi er eldvarnaskýrsla dags. 13.2. 2012 og umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 9.3. 2012.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

14. Gufunes Áburðarverksm (02.220.001) 108955 Mál nr. BN044248
Fagverk verktakar ehf, Spóahöfða 18, 270 Mosfellsbær
Skipulagssjóður Reykjavborgar, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Sótt er um stöðu- og byggingarleyfi fyrir malbiksendurvinnsluvél og vinnuskúr á lóð gömlu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi, fastanúmer 203-8422,
Meðfylgjandi er bréf heilbrigðisfulltrúa dags. 10.2. 2012.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

15. Haðarstígur 4 (01.186.618) 102313 Mál nr. BN044262
Þorgerður Pálsdóttir, Haðarstígur 4, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja kvist á suðausturhlið, fjarlægja reykháf ásamt reyndarteikningum af einbýlishúsi á lóð nr. 4 við Haðarstíg.
Erindi fylgir samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða dags. 13. febrúar 2012.
Stærðir stækkun xx ferm., 24 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 2.040
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

16. Holtavegur 32 (01.393.---) 176082 Mál nr. BN044265
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki á aðal- og sérteikningum fyrir leikturn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum á lóð nr. 32 við Holtaveg.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

17. Hringbraut 119 (01.520.301) 105924 Mál nr. BN044254
Sjöstjarnan ehf, Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja milliloft og innrétta nýtt bakarí þar sem brauðin verða upphituð og boðin til sölu í rými 0105 í húnæðinu á lóð nr. 119 við Hringbraut.
Niðurrif millipalls: XX ferm.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

18. Hverafold 1-5 (02.874.201) 110375 Mál nr. BN044250
Jón I. Garðarsson ehf, Hverafold 5, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta íbúð á 3. hæð í hverfismiðstöð í húsi nr. 5 á lóð nr. 1-5 við Hverafold.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

19. Hverfisgata 59-59A (01.152.516) 101088 Mál nr. BN044252
Hverfill ehf., Helluvaði 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að lagfæra útlit og færa nær upprunalegu útliti, byggja sjö nýjar svalir á norðurhlið og breyta innra fyrirkomulagi á öllum hæðum í fjöleignahúsinu á lóð nr. 59 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

20. Ingólfsstræti 5 (01.171.218) 101397 Mál nr. BN044259
Nasjónal ehf., Laugarásvegi 49, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurbyggja og breyta gluggapóstum í útbyggingu á austurhlið 2. hæðar skrifstofuhúss á lóð nr. 5 við Ingólfsstræti.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

21. Í landi Fitjakots 125677 (00.026.002) 125677 Mál nr. BN044206
Jón Jóhann Jóhannsson, Búðavað 10, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að dýpka, stækka bílskúr, sbr. erindi BN042548, við einbýlishúsið Perluhvamm í landi Fitjakots 125677 á Álfsnesi.
Stækkun: 86,5 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 7.353
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Langholtsvegur 44 (01.384.108) 104887 Mál nr. BN044100
Njörður Ludvigsson, Langholtsvegur 44, 104 Reykjavík
Stefán Þórarinn Sigurðsson, Langholtsvegur 44, 104 Reykjavík
Ludvig Guðmundsson, Dalaþing 14, 203 Kópavogur
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningu þar sem gerð er grein fyrir áður gerðri íbúð í kjallara, og jafnframt óskað eftir samþykkt á henni í einbýlishúsi á lóð nr. 44 við Langholtsveg.
Erindi fylgir virðingargjörð dags. 10. ágúst 1946, íbúaskrá frá Þjóðskrá dags. 9. mars 2010 og íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 21. febrúar 2012.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

23. Laugavegur 116 (01.240.103) 102980 Mál nr. BN044055
Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi 4. hæðar og saga gat í vegg og koma fyrir nýrri eldvarnahurð á milli nr. 116 og 118 við Laugaveg.
Samþykki meðeigenda ódags. og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 9 mars 2012 fylgja.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

24. Laugavegur 30 (01.172.211) 101466 Mál nr. BN043491
L30 ehf, Laugavegi 30, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir nýjum svölum og flóttaleið frá annarri hæð og breytingum á innra skipulagi á annarri hæð í veitingahúsinu á lóð nr. 30 við Laugaveg.
Meðfylgjandi er brunavarnagreinargerð dags. 19.9. 2011, umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 30. september 2011 og 9.3. 2012, umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 30. september 2011 og 12.3. 2012, tölvupóstur dags. 6. október 2011
Gjald kr. 8.000 + 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

25. Lágmúli 7 (01.261.302) 103508 Mál nr. BN044226
Rekstrarfélag Tíu-ellefu ehf, Lágmúla 9, 108 Reykjavík
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áðurgerðri innribreytingum og að koma fyrir skyndibitastað inn í verslun 10-11 á lóð nr. 7 við Lágmúla.
Bréf frá hönnuði um breytingar dags. 5 mars. 2012 fylgir.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

26. Lynghagi 18 (01.554.111) 106588 Mál nr. BN043934
Njáll Þorbjarnarson, Lynghagi 18, 107 Reykjavík
Jóna Jónsdóttir, Lynghagi 18, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skrá þinglýstar séreignir sem ósamþykktar íbúðir í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 18 við Lynghaga.
Erindi fylgja þinglýst afsöl dags. 9. maí 1963, 30. apríl 1963, 17. nóvember 1964, 21.janúar 1969, 28. janúar 1969, 2. nóvember 1973, 2. júlí 1981, 3. október 1990 og 3. október 1990. Einnig samþykki meðeigenda dags. 5. desember 2011 og íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 10. janúar 2012.
Gjald kr. 8.000
Synjað.
Með vísan til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu dags. 20. mars 2012.

27. Lyngháls 4 (04.326.402) 180304 Mál nr. BN043238
Eskines ehf, Langirimi 21-23, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að auka mögulegan gestafjölda, lengja opnunartíma og breyta flokkun veitingarstaðar úr fl. II í fl. III á Take away Thai matstofu í húsi á lóð nr. 4 við Lyngháls.
Meðfylgjandi er hljóðvistarskýrsla dags. 10.2. 2012.
Gjald kr. 8.000 + 8.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

28. Miklabraut 32 (01.701.009) 106951 Mál nr. BN043162
Sturla Sigurjónsson, Miklabraut 32, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta hluta bílskúrs í gróðurskála og til að byggja glerhús aftan við sama bílskúr á lóð nr. 32 við Miklubraut.
Erindi var grenndarkynnt frá 14. febrúar til og með 13. mars 2012. Engar athugasemdir bárust.
Erindi fylgir samþykki eiganda Miklubrautar 30 dags. 7. nóvember 2011., einnig útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 1. júlí 2011 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 16. mars 2012.
Stækkun: 8,4 ferm., 45,3 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 3.851
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

29. Nesvegur 70 (01.517.019) 105892 Mál nr. BN044050
Jón Bjarni Guðlaugsson, Nesvegur 70, 107 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum þar sem kemur fram stækkun á bílgeymslu frá áður samþykktu erindi BN034221 á lóð nr. 70 við Nesveg.
Erindið var grenndarkynnt frá 2. febrúar til og með 1. mars 2012. Engar athugasemdir bárust.
Bréf frá byggingafulltrúa um óleyfisframkvæmd dags. 7. des. 2011 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 8. mars 2012 fylgja erindinu.Stækkun frá áður samþykktu erindi er: 4,0 ferm., 10,2 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 867
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

30. Ránargata 8A (01.136.018) 100521 Mál nr. BN044141
Þuríður Ólafía Hjálmtýsdóttir, Ránargata 8a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi í morgunverðarsal í heimagistingu í fl. I í húsi á lóð nr. 8A við Ránargötu.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

31. Reynimelur 50 (01.540.115) 106260 Mál nr. BN043933
Ingi Þór Vöggsson, Reynimelur 50, 107 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningu, þar sem gerð er grein fyrir áður gerðri íbúð í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 50 við Reynimel.
Erindi fylgir sameignarsamningur dags. 27. nóvember 1975 og þinglýst breyting á skiptayfirlýsingu dags. 25. mars 1993.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

32. Snorrabraut 37 (01.240.301) 102987 Mál nr. BN044176
RT veitingar ehf, Höfðabakka 9, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss sbr. erindi BN043548 sem felast í breytingum á brunahólfun og tilfærslu á ræstiklefa í veitingahúsi á 2. hæð í Austurbæ á lóð nr. 37 við Snorrabraut.
Gjald kr. 8.500 + 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

33. Stórhöfði 44 (04.077.401) 110684 Mál nr. BN044251
Reitir II ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi þar sem gerð verður verslun með hleðslu og gengnumaksturssvæði, söludeild og kaffihús í flokki ? sem á að selja aðkeyptan mat í atvinnuhúsinu á lóð nr. 44 við Stórhöfða.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

34. Súðarvogur 6 (01.452.101) 105606 Mál nr. BN044210
Reginn ÞR1 ehf, Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að leiðrétta skráningartöflu sbr. BN042928 þannig að víxlun á númerum 0101 og 0104 fer fram í húsinu á lóð nr. 6 við Súðavog.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.

35. Sæmundargata 2 (01.603.201) 106638 Mál nr. BN043473
Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík
Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík
Sótt eru um leyfi til að breyta skrifstofum og geymslum í suðurhluta kjallara í smureldhús í aðalbyggingu HÍ á lóð nr. 2 við Sæmundargötu.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

36. Templarasund 3 (01.141.210) 100901 Mál nr. BN044256
Þórsgarður ehf, Sætúni 8, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í veitingahúsi á 1. hæð í húsi á lóð nr. 3 við Templarasund.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

37. Tryggvagata 10 (01.132.101) 100210 Mál nr. BN044269
Cent ehf, Suðurlandsbraut 52, 108 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi nr. BN041780 þar sem sótt er um heimild til að rífa núverandi hús og byggja nýtt í staðinn í sem næst sömu mynd og með upprunalegum gluggum og turni sbr. ákvæði í gildandi deiliskipulagi á lóð nr. 10 við Tryggvagötu.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

38. Tryggvagata 19 (01.118.301) 100095 Mál nr. BN044261
Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja skábraut fyrir bíla úr núverandi vöruhúsi (bakhúsi) upp á þakhæð, endurklæða og þétta núverandi þak og koma fyrir bílastæðum á þaki þar sem áður voru bílastæði um árabil í Tollhúsinu á lóð nr. 19 við Tryggvagötu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

39. Vatnsveituv. Fákur (04.712.001) 112366 Mál nr. BN044227
Erla Katrín Jónsdóttir, Bakkavör 40, 170 Seltjarnarnes
Sótt er um leyfi til að byggja innbyggðar svalir 0209 á þakhæð einingar með rýmisnúmer 0101 í hesthúsinu Faxaból 9, hús 2 á lóðinni Vatnsveituv. Fákur.
Stækkun 7,4 ferm., 4,6 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 391
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

40. Þingvað 29 (04.791.304) 201483 Mál nr. BN044253
Helga Lund, Kleifarsel 53, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN038348, þannig að komið verður fyrir skriðkjallara undir hluta af húsinu á lóð nr. 29 við Þingvað.
Stærð: 108,7 ferm., 194,6 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 16.541
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

41. Þingvað 5 (04.773.703) 198720 Mál nr. BN044266
Hundavað ehf, Miðhrauni 4, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi þannig að bað verður stækkað og komið verður fyrir fataherbergi í húsinu á lóð nr. 5 við Þingvað.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Fyrirspurnir

42. Flugvöllur 106748 (01.66-.-99) 106748 Mál nr. BN044222
Isavia ohf, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að rífa niður mhl. 10 176 ferm. og koma fyrir skrifstofugámum til bráðabirgða á lóð nr. 106748 á Reykjavíkurflugvelli.
Bréf frá hönnuði dags. 6. mars 2012 fylgir.Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 16. mars 2012 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Ekki er gerð athugasemd við erindið með vísan til útskriftar úr gerðabók skipulagsstjóra dags. 16. mars 2012.

43. Grettisgata 36 (01.190.008) 102346 Mál nr. BN044213
Orri Vésteinsson, Grettisgata 36, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að hækka viðbyggingu á suðurhlið og innrétta íbúð í kjallara einbýlishúss á lóð nr. 36 við Grettisgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 16. mars 2012 fylgir erindinu.
Nei.
Samræmist ekki deiliskipulagi samanber útskrift úr gerðabók skipulagsstjóra dags. 16. mars 2012.

44. Háahlíð 18 (01.730.205) 107340 Mál nr. BN044201
Óttar Guðmundsson, Háahlíð 18, 105 Reykjavík
Jóhanna V Þórhallsdóttir, Háahlíð 18, 105 Reykjavík
Spurt er hvort byggja megi hæð ofan á einbýlishúsið á lóðinni nr. 18 við Háuhlíð.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 16. mars 2012 ásamt umsögn skipulagsstjóra frá 14. mars 2012 fylgja erindinu.
Nei.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 14. mars 2012.

45. Hraunberg 4 (04.674.002) 112202 Mál nr. BN044263
Duc Manh Duong, Unufell 21, 111 Reykjavík
ASIS INC ehf, Unufelli 21, 111 Reykjavík
Spurt er hvort samþykki fáist fyrir breyttu innra skipulagi í veitingastofu í húsi á lóð nr. 4 við Hraunberg.
Jákvætt.
Með vísan til leiðbeininga á umsagnarblaði.

46. Hraunbær 102 (04.343.301) 111081 Mál nr. BN044134
Hraunbraut ehf., Síðumúla 12, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að breyta heilsugæslu á 1. hæð í 6 íbúðir í húsinu nr. 102 E, D á lóð nr. 102 við Hraunbæ.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 16. mars 2012 ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 16. mars 2012 fylgja erindinu.

Ekki er gerð athugasemd við erindið með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags.16. mars 2012.

47. Laugavegur 105 (01.240.005) 102974 Mál nr. BN044194
Arnar Már Þórisson, Laufásvegur 65, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fáist fyrir 250 manna hostel eins og Kex hostel á Skúlagötu 28 án samþykkis meðeigenda eins og kærunefnd fjöleignahúsamála úrskurðaði 22. ágúst 2001 í húsi á lóð nr. 105 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 16. mars 2012 ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 15.03.2012 fylgja erindinu.

Ekki er gerð athugasemd við erindið með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 15. mars 2012 og athugasemda á umsóknarblaði.

48. Norðurbrún 2 (01.352.501) 104191 Mál nr. BN044199
Sigurður Eiríksson, Bretland, Sverrir Einar Eiríksson, Danmörk, Spurt er hversu hátt fjölbýlishús fyrir almennan markað, eða aldraða, megi byggja á núverandi byggingu, eða ef hún verður rifin, á lóð nr. 2 við Norðurbrún.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 16. mars 2012 ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 14. mars 2012 fylgja erindinu.
Nei.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 14. mars 2012. Ekki er heimilt að rífa eða byggja við húsið.

49. Síðumúli 25A (00.000.000) 103838 Mál nr. BN044175
Valdimar Birgisson, Kirkjustétt 10, 113 Reykjavík
Spurt annars vegar hvort byggja megi skábraut, sem grafin er 1,2 metra niður við suðurenda og þar sett hurð Br. 1 og hins vegar hvort byggja megi skábraut Br. 2 við norðurenda bakhússins á lóð nr. 25A við Síðumúla.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

50. Skagasel 2 (04.925.001) 112701 Mál nr. BN044217
Sigurjón Gylfason, Skagasel 2, 109 Reykjavík
Jónína Margrét Einarsdóttir, Skagasel 2, 109 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að koma fyrir hársnyrtistofu til bráðabirgða í bílskúr á lóð nr. 2 við Skagasel.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 16. mars 2012 fylgir erindinu.
Nei.
Með vísan til útskriftar úr gerðabók skipulagsstjóra dags. 16.03.2012.


Fundi slitið kl. 11.50

Björn Stefán Hallsson

Harri Ormarsson Jón Hafberg Björnsson
Sigrún Reynisdóttir Björn Kristleifsson5
Hjálmar Andrés Jónsson Sigrún G Baldvinsdóttir