Umhverfis- og skipulagsráð
Umhverfis- og samgönguráð
Ár 2010, mánudaginn 13. september kl. 16:30 var haldinn 56. fundur umhverfis- og samgönguráðs á 7. hæð í Hofi að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, S. Björn Blöndal, Kjartan Rolf Árnason, Claudia Overesch, Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir. Enn fremur sat fundinn Ragnheiður Héðinsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Árný Sigurðardóttir, Óskar Í. Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir, Gunnar Hersveinn, Svava S. Steinarsdóttir, Kristín Lóa Ólafsdóttir, Ellý Katrín Guðmundsdóttir og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
Tekin voru fyrir málefni heilbrigðisnefndar.
1. Framkvæmdastjórn um vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu.
Lögð fram 85. fundargerð.
2. Heiðmörk – deiliskipulag.
Lögð fram drög að umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
Umsögnin var samþykkt samhljóða.
3. Lækjarbotnar í landi Kópavogs, skotæfingasvæði. Beiðni um umsögn.
Lögð fram umsagnarbeiðni Framkvæmdastjórnar um vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu dags. 26. ágúst 2010 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 07. júní 2010. Einnig lagt fram bréf Vinnueftirlits ríkisins dags. 16. febrúar 2007, bréf Skotfélags Kópavogs dags. 11. mars 2010, bréf Skipulags- og byggingarsviðs Kópavogs dags. 27. apríl 2010 og bókun heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis dags. 3. maí 2010.
Ráðið gerði ekki athugasemdir við umsögn Heilbrigðiseftirlitsins.
4. Staðsetning og opnunartími veitingastaða.
Lagt fram á ný bréf Borgarstjórans í Reykjavík dags. 9. júní 2010, minnisblað Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 19. febrúar 2010, bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 26. júlí 2010 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 18. ágúst 2010.
Umsögnin var samþykkt með 4 atkvæðum.
Fulltrúar D-lista sátu hjá og lögðu fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar D-lista í umhverfis- og samgönguráði geta ekki tekið undir allt í umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og sitja því hjá við afgreiðslu hennar. Margt gagnlegt og rétt kemur fram í umsögn eftirlitsins sem nauðsynlegt er að hafa í huga þegar fjallað er um skemmtanalíf í miðborginni. Hinsvegar er í umsögninni, sem nú hefur verið samþykkt af meirihluta heilbrigðisnefndar, kveðið of fast að orði hvað varðar aðgreiningu íbúabyggðar og þjónustu. Blönduð, þétt borgarbyggð gerir ráð fyrir því að á tilteknum stöðum í borginni geti þjónusta svo sem kaffihús eða veitingastaður lifað góðu lífi við hlið íbúðabyggðar. Því er ekki hægt að taka undir orð um að nauðsynlegt sé að breyta skipulagi þannig að „strangar kröfur [séu] gerðar um fjarlægð áfengisveitingastaða frá íbúarbyggð.“ Fullyrðingar sem þessar eru umdeilanlegar. Fulltrúar D lista í umhverfis og samgönguráði taka í meginatriðum undir tilögur hins þverpólitíska stýrihóps um staðsetningu og opnunartíma áfengisveitingastaða. Sama hefur Hverfaráð miðborgarinnar gert, eftir að hafa farið yfir öll gögn málsins. Mikilvægt er að reglum sé fylgt og að íbúar miðborgarinnar og gestir hennar geti notið hennar í góðri sátt við þá þjónustu sem þar er veitt.
Fulltrúi atvinnulífsins sat hjá og lagði fram svohljóðandi bókun.
Fulltrúi atvinnulífsins situr hjá við atkvæðagreiðslu um staðsentinu og opnunartíma veitingastaða og vísar til umsagnar Samtaka ferðaþjónustunnar um tillögur stýrihóps um málið.
5. Vatnsmýrin, samgöngumiðstöð, breyting á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar.
Lagt fram á ný bréf Skipulags- og byggingasviðs dags. 20. maí 2010 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 18. ágúst 2010.
Umhverfis- og samgönguráð gerir ekki athugasemdir við umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 18. ágúst 2010 en óskar eftir því að Heilbrigðiseftirlitið skoði nánar áhrif Samgöngumiðstöðvar á hljóðvist í fyrirhugaðri byggð skv. sigurtillögu um skipulag í Vatnsmýri.
6. Umsókn um undanþágu fyrir heimsóknir hunda á Hjúkrunarheimilið Skjól
Lagt fram bréf Guðnýjar H. Guðmundsdóttur hjúkrunarforstjóra Skjóls dags. 6. september 2010 og tillaga að samþykkt Umhverfis- og samgönguráðs.
Umsögnin var samþykkt samhljóða.
7. Umsókn um undanþágu til gæludýrahalds á Hjúkrunarheimilinu Mörk
Lagt fram bréf Guðbjargar R. Guðmundsdóttur samskiptafulltrúa Markar dags. 8. september 2010 og tillaga að samþykkt Umhverfis- og samgönguráðs.
Umsögnin var samþykkt samhljóða.
8. Fundartími vegna heilbrigðisnefndarmála.
Fundur ráðsins vegna málefna heilbrigðisnefndar verða fyrsta fimmtudag hvers mánaðar kl. 10.30
9. Samþykkt hundaleyfi.
Lagður fram listi um samþykkt hundaleyfi dags. 13. september 2010.
10. Samþykkt starfsleyfi og tóbakssöluleyfi.
Lagðir fram listar um veitt starfsleyfi, umsagnir til lögreglustjóra um rekstrarleyfi og útgefin tóbakssöluleyfi dags. 13. september 2010.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 18.55
Karl Sigurðsson
Kristín Soffía Jónsdóttir S. Björn Blöndal
Kjartan Rolf Árnason Claudia Overesch
Gísli Marteinn Baldursson Hildur Sverrisdóttir