Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2012, miðvikudaginn 7. mars kl. 11.10, var haldinn 266. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen og áheyrnarfulltrúinn Torfi Hjartarson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Haraldur Sigurðsson, Björn Axelsson og Ágústa Sveinbjörnsdóttir.
Fundarritari var Einar Örn Thorlacius.

Þetta gerðist:


(A) Skipulagsmál

1. Nýr Landspítali við Hringbraut, lýsing, nýtt deiliskipulag(01.19) Mál nr. SN110037
SPITAL ehf, Geirsgötu 9, 101 Reykjavík
Lögð fram umsókn Spital ehf. dags. 13 september 2010, lýsing Spital vegna Landspítala við Hringbraut dags. 25. janúar 2011, drög að endurskoðaðu varðveislumati dags. 2. febrúar 2011 ásamt umsögnum hagsmunaaðila og umsögn Skipulagsstofnunar dags. 2. mars 2011 ásamt fornleifaskráningu Minjasafns Reykjavíkur dags. 1. desember 2011.
Einnig er lögð fram tillaga SPITAL að deiliskipulagi Landsspítala við Hringbraut samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum dags. 10. ágúst 2011 br. 28. febrúar 2012 ásamt ásýndarmyndum og skuggavarpi dags. 10. ágúst 2011 br. 24. ágúst 2011 og drög að greinargerð og skilmálum dags. 8. ágúst 2011 br. að hluta 24. ágúst 2011, ásamt minnisblaði dags. 12. apríl 2011, bréf Spital til skipulagsráðs dags. 28. apríl 2011, bókun umhverfis- og samgöngusviðs dags. 10. maí 2011 þrívíddarmyndir dags. 19. maí 2011 minnisblað SPITAL dags. 7. júní 2011, minnisblað SPITAL varðandi umferðardreifingu dags. 7. júní 2011 , minnisblað SPITAL vegna bílastæða dags. 20. júní 2011, minnisblað verkefnisstjóra dags. 28. júní 2011 , minnisblað SPITAL dags. 1. júlí 2011 og minnisblað skipulags- og byggingarsviðs dags. 5. júlí 2011, breytt 17. ágúst 2011.
Einnig eru lagðar fram eftirfarandi skýrslur:
,,Drög að greinargerð um samgöngur#EFK#EFK dags. 31. maí 2011, ,,þyrlupallur forsendur#EFK#EFK dags. 18. apríl 2011, ,,flutningur hættulegra efna um Hringbraut´´, ,,áhættugreining´´ dags. 4. mars 2011, ,,gróður á lóð Landspítalans #EFK#EFK dags. 1. mars 2011, samgöngustefna 1. útgáfa dags. í maí 2011 ásamt kynningarbréfi dags. 30. maí 2011 og ,,hljóðvistarskýrsla´´dags. 1. mars 2011.
Kynning stóð til og með 1. október 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn ábendingar og athugasemdir: Tómas R. Hansson dags. 5. september 2011, Orri Þór Ormarsson dags. 6. sept., Finnbogi Gústafsson og Edda Hallsdóttir dags. 30. sept., Páll Benediktsson f.h. húsfélagsins að Miklubraut 22-30 dags. 30. sept., Hilmar Þór Björnsson, dags. 30. sept., Þórir Einarsson, dags. 30. sept., Elín Steinarsdóttir, dags. 30. sept., Katrín Þorsteinsdóttir, dags. 30. sept., Einar Eiríksson og Ásdís Gestsdóttir f.h. átakshóps suður Þingholta #GLVerjum hverfið#GL dags. 30. sept., Sturla Snorrason dags. 30. sept., Þorbergur Þórsson dags. 30. sept., Þóra Andrésdóttir dags. 1. okt., Þóra Andrésdóttir dags. 1. okt., Steinunn Þórhallsdóttir f.h. Íbúasamtök 3. hverfis dags. 1. okt.,
Magnús Skúlason f.h. Íbúasamtök Miðborgar dags. 4. okt., Hollvinir Grensásdeildar, dags. 26. sept. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis og samgöngusviðs dags. 29. september 2011.
Einnig lögð fram drög að umferðarskýrslu umhverfis og samgöngusviðs dags. 16. desember 2011 ásamt minnisblaði SPITAL dags. 30. nóvember 2011,
drög að greinargerð SPITAL dags. 8. janúar 2012 um samgöngur vegna deiliskipulags fyrir nýjan Landspítala við Hringbraut og minnisblað Haraldar Ólafssonar veðurfræðings dags. í febrúar 2012 um vindafar við nýjan Landsspítala Háskólasjúkrahús, minnisblað SPITAL dags. 28. febrúar 2012, snið 1 og snið G vegna sjúkrahótels.
Frestað.

(D) Ýmis mál

2. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Mál nr. SN120105
hverfafundir aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030
Kynnt áætlun um hverfafundi í mars 2012 vegna endurskoðunar aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030.
Samþykkt að efna til opinna funda í öllum hverfum borgarinnar í mars, sbr. framlagða kynningaráætlun. Sjá einnig verklýsingu endurskoðunar aðalskipulagsins sem samþykkt var í skipulagsráði 22. júní 2011.
Á fundunum verða kynnt og rædd drög að megin markmiðum endurskoðunar og vinnutillögur um þróun hverfanna.


Fundi slitið kl. 12.10

Páll Hjalti Hjaltason
Hjálmar Sveinsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Kristín Soffía Jónsdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Gísli Marteinn Baldursson Jórunn Ósk Frímannsd Jensen