Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2012, miðvikudaginn 8. febrúar kl. 9.13, var haldinn 263. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir, Sverrir Bollason, Gísli Marteinn Baldursson, Hildur Sverrisdóttir, Marta Guðjónsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Torfi Hjartarson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason, og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Björn Ingi Edvardsson, Lilja Grétarsdóttir, Margrét Þormar og Ágústa Sveinbjörnsdóttir.
Fundarritari var Einar Örn Thorlacius.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 30. janúar og 3. febrúar 2012.

2. Bryggjuhverfi, höfn, (04.0) Mál nr. SN120027
breyting á deiliskipulagi vegna innsiglingarmerkja
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lagt fram erindi framkvæmda og eignasviðs dags. 12. janúar 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis, skv. uppdrætti dags. 11. janúar 2012, vegna uppsetningar á innsiglingarljósum við höfnina í Bryggjuhverfi.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Jafnframt var samþykkt að upplýsa hagsmunaaðila í nágrenninu sérstaklega um tillöguna með bréfi.
Vísað til borgarráðs.

3. Elliðaárdalur, breyting á deiliskipulagi vegna göngu- og hjólabrúa(04.2)Mál nr. SN120028
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 4. janúar 2011 að breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals vegna göngu- og hjólabrúa við Geirsnef.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Jafnframt var samþykkt að upplýsa Landssamtök hjólreiðamanna um tillöguna með bréfi.
Vísað til borgarráðs.

4. Hálsahverfi, breyting á deiliskipulagi (04.32) Mál nr. SN120061
Umhverfis- og samgöngusvið Reyk, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lagt fram erindi umhverfis- og samgöngusviðs dags. 2. febrúar 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis. í breytingunni felst að komið er fyrir strætisvagnabiðstöð við Vesturlandsveg ásamt vegtengingu milli Vesturlandsvegar og Hestháls, samkvæmt uppdrætti Arkís dags. 8. desember 2011.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

5. Urðarstígsreitur syðri, (01.186) Mál nr. SN120056
tillaga að deiliskipulagi fyrir reit 1.186.4
Lögð fram tillaga Adamsson ehf. - arkitektastofu dags. 13. júlí 2009 að deiliskipulagi Urðarstígsreits syðri, reitur 1.186.4. Tillagan var felld úr gildi af úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála. Er tillagan óbreytt að öðru leyti en því að bætt hefur verið við byggingarreit fyrir sólstofu( einnar hæðar byggingu með svölum á þaki) á Urðarstíg 12 sem borgarráð samþykki 12. nóvember 2009.
Frestað.
Skipulagsráð óskar eftir nánari gögnum.

Kristín Soffía Jónsdóttir tók sæti á fundinum kl. 10:15, Sverrir Bollason vék af fundi á sama tíma

6. Njálsgata 53, 55 og 57, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN110510
Zeppelin ehf, Skeifunni 19, 108 Reykjavík
Leiguíbúðir ehf, Pósthólf 8814, 128 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi Leiguíbúða ehf. dags. 7. desember 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Njálsgötureitar 1.190.1 vegna lóðanna nr. 53, 55 og 57. Í breytingunni felst sameining lóðanna, lækkun gólfkóta aðkomuhæðar, stækkun á byggingarreit fyrir svalagang og lyftu o.fl., samkvæmt uppdrætti Zeppelin arkitekta dags. 7. desember 2011. Tillagan var grenndarkynnt frá 16. desember 2011 til og með 17. janúar 2012. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Steinunn María Jónsdóttir dags. 16. janúar 2012 og Guðrún S. Middleton dags. 17. janúar 2012. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 19. janúar 2012.
Frestað.

7. Sóltún 2-4, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN110424
Öldungur hf, Sóltúni 2, 105 Reykjavík
Ívar Örn Guðmundsson, Ægisíða 52, 107 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Öldungs hf. dags. 13. október 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Ármannsreits vegna lóðarinnar nr. 2-4 við Sóltún. Í breytingunni felst aukning á byggingarmagni, breytingu á innra rými ásamt breytingu á bílastæðum og lögun byggingarreitar húshluta nr. fjögur og tengibyggingar o.fl., samkvæmt uppdrætti Nexus Arkitekta dags. 11. október 2011. Einnig er lagt fram skuggavarp 1 og 2 Nexus Arkitekta ódags. Tillagan var auglýst frá 23. nóvember 2011 til og með 5. janúar 2012. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Jón Guðmundsson dags. 2. janúar 2012 og Hróbjartur Hróbjartsson fh. VA arkitekta ehf. dags. 4. janúar 2011. Einnig er lagt fram bréf umhverfis- og samgöngusviðs dags. 6. febrúar 2012 og umsögn skipulagsstjóra dags. 2. febrúar 2012.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra dags. 2. febrúar 2012. Einnig var samþykkt að samgöngustefna Öldungs hf vegna Sóltúns liggi fyrir áður en málið verður lagt fyrir í borgarráði.
Vísað til borgarráðs.

8. Nýr Landspítali við Hringbraut, lýsing, nýtt deiliskipulag(01.19) Mál nr. SN110037
SPITAL ehf, Geirsgötu 9, 101 Reykjavík
Lögð fram umsókn Spital ehf. dags. 13 september 2010, lýsing Spital vegna Landspítala við Hringbraut dags. 25. janúar 2011, drög að endurskoðaðu varðveislumati dags. 2. febrúar 2011 ásamt umsögnum hagsmunaaðila og umsögn Skipulagsstofnunar dags. 2. mars 2011 ásamt fornleifaskráningu Minjasafns Reykjavíkur dags. 1. desember 2011.
Einnig er lögð fram tillaga SPITAL að deiliskipulagi Landsspítala við Hringbraut samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum dags. 10. ágúst 2011 br. 24. ágúst 2011 ásamt ásýndarmyndum og skuggavarpi dags. 10. ágúst 2011 br. 24. ágúst 2011 og drög að greinargerð og skilmálum dags. 8. ágúst 2011 ásamt minnisblaði dags. 12. apríl 2011, bréf Spital til skipulagsráðs dags. 28. apríl 2011, bókun umhverfis- og samgöngusviðs dags. 10. maí 2011 þrívíddarmyndir dags. 19. maí 2011 minnisblað SPITAL dags. 7. júní 2011, minnisblað SPITAL varðandi umferðardreifingu dags. 7. júní 2011 , minnisblað SPITAL vegna bílastæða dags. 20. júní 2011, minnisblað verkefnisstjóra dags. 28. júní 2011 , minnisblað SPITAL dags. 1. júlí 2011 og minnisblað skipulags- og byggingarsviðs dags. 5. júlí 2011, breytt 17. ágúst 2011.
Einnig eru lagðar fram eftirfarandi skýrslur:
,,Drög að greinargerð um samgöngur#EFK#EFK dags. 31. maí 2011, ,,þyrlupallur forsendur#EFK#EFK dags. 18. apríl 2011, ,,flutningur hættulegra efna um Hringbraut´´, ,,áhættugreining´´ dags. 4. mars 2011, ,,gróður á lóð Landspítalans #EFK#EFK dags. 1. mars 2011, samgöngustefna 1. útgáfa dags. í maí 2011 ásamt kynningarbréfi dags. 30. maí 2011 og ,,hljóðvistarskýrsla´´dags. 1. mars 2011.
Kynning stóð til og með 1. október 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn ábendingar og athugasemdir: Tómas R. Hansson dags. 5. september 2011, Orri Þór Ormarsson dags. 6. sept., Finnbogi Gústafsson og Edda Hallsdóttir dags. 30. sept., Páll Benediktsson f.h. húsfélagsins að Miklubraut 22-30 dags. 30. sept., Hilmar Þór Björnsson, dags. 30. sept., Þórir Einarsson, dags. 30. sept., Elín Steinarsdóttir, dags. 30. sept., Katrín Þorsteinsdóttir, dags. 30. sept., Einar Eiríksson og Ásdís Gestsdóttir f.h. átakshóps suður Þingholta #GLVerjum hverfið#GL dags. 30. sept., Sturla Snorrason dags. 30. sept., Þorbergur Þórsson dags. 30. sept., Þóra Andrésdóttir dags. 1. okt., Þóra Andrésdóttir dags. 1. okt., Steinunn Þórhallsdóttir f.h. Íbúasamtök 3. hverfis dags. 1. okt., Magnús Skúlason f.h. Íbúasamtök Miðborgar dags. 4. okt., Hollvinir Grensásdeildar, dags. 26. sept. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis og samgöngusviðs dags. 29. september 2011.
Nú lögð fram drög að umferðarskýrslu umhverfis og samgöngusviðs dags. 16. desember 2011 ásamt minnisblaði SPITAL dags. 30. nóvember 2011.
Einnig er lögð fram drög að greinargerð SPITAL dags. 8. janúar 2012 um samgöngur vegna deiliskipulags fyrir nýjan Landspítala við Hringbraut.
Drög skipulagsstjóra að svörum við athugasemdum dags. 20. janúar 2012

Marta Guðjónsdóttir vék af fundi kl. 12:30

Frestað.

(B) Byggingarmál

9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN044003
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 670 frá 31. janúar ásamt fundargerð nr. 671 frá 7. febrúar 2012.

(D) Ýmis mál

10. Betri Reykjavík, Nýta betur garðinn við Vesturbæjarsundlaug Mál nr. SN120057
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd í skipulagsflokki á Betri Reykjavík frá 31. janúar 2012, varðandi að nýta betur garðinn við Vesturbæjarsundlaugina, ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.

11. Heiðarbær 17, málskot Mál nr. SN120059
THG Arkitektar ehf, Faxafeni 9, 108 Reykjavík
Lagt fram málskot THG arkitekta ehf. dags. 9. desember 2011 vegna afgreiðslu byggingarfulltrúa frá 1. nóvember 2011 varðandi byggingu bílgeymslu við húsið á lóðinni nr. 17 við Heiðarbæ. Einnig eru lagðir fram uppdr. THG arkitekta ehf. dags.9. desember 2011. Jafnframt er lagt fram samþykki nágranna að Heiðarbæ 15 og 16.
Frestað.

12. Lokastígur 2, málskot (01.181.1) Mál nr. SN120063
Hótel Óðinsvé hf, Þórsgötu 1, 101 Reykjavík
Lagt fram málskot Bjarna Hákonarsonar f.h. Hótel Óðinsvéa dags. 1. febrúar 2012 vegna afgreiðslu byggingarfulltrúa frá 24. janúar 2012 varðandi tímabundna opnun yfir lóðamörk Þórsgötu 1 (Týsgötu 5) og Lokastígs 2 með tengibyggingu og stækka með endurinnréttingu og breytingum Hótel Óðinsvé á lóð nr. 1 við Þórsgötu og 2 við Lokastíg. Einnig eru lagðir uppdr. Nexus arkitekta dags. 23. janúar 2012.
Frestað.

13. Sjafnargata 11, málskot (01.196.0) Mál nr. SN120051
Gísli Gestsson, Birkihlíð 13, 105 Reykjavík
Lagt fram málskot Gísla Gestssonar f.h. eigenda Sjafnargötu 11 dags. 24. janúar 2011 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsstjóra frá 19. ágúst 2012 varðandi hækkun útbyggingar á vesturhlið hússins á lóðinni nr. 11 við Sjafnargötu.
Frestað.

14. Vesturvallareitur 1.134.5, lýsing, deiliskipulag (01.134.5) Mál nr. SN090325
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 26. janúar 2012 vegna samþykktar borgarráðs s.d. um auglýsingu á deiliskipulagi Vesturvallareits sem markast af Vesturvallagötu, Sólvallagötu, Framnesvegi og Holtsgötu.

Fundi slitið kl. 12.50

Páll Hjalti Hjaltason
Hjálmar Sveinsson Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir
Kristín Soffía Jónsdóttir Gísli Marteinn Baldursson
Hildur Sverrisdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2012, þriðjudaginn 7. febrúar kl. 11.00 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 671. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Bjarni Þór Jónsson, Harri Ormarsson, Björn Stefán Hallsson, Björn Kristleifsson, Karólína Gunnarsdóttir og Sigrún G Baldvinsdóttir. Fundarritari var : Harri Ormarsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Austurberg 3 (04.667.101) 112094 Mál nr. BN044054
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er leyfi til að innrétta félagsaðstöðu í kjallara Breiðholtslaugar, sbr. fyrirspurn BN040742, á lóð nr. 3 við Austurberg.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 31.1. 2012, brunavarnagreinargerð dags. 31.1. 2012, hljóðvistarúttekt dags. 30.1. 2012,
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

2. Bakkastaðir 113-121 (02.407.105) 178848 Mál nr. BN043804
Sigrún Guðmundsdóttir, Bakkastaðir 117, 112 Reykjavík
Einar Örn Benediktsson, Bakkastaðir 117, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að sameina rými 0103 sem er vinnustofa við rými 0104 íbúð í raðhúsinu nr. 117 á lóð nr. 113-121 við Bakkastaðir.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

3. Barónsstígur 47 (01.193.101) 102532 Mál nr. BN044005
Álftavatn ehf., Pósthólf 4108, 124 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum af Heilsuverndarstöðinni á lóð nr. 47 við Barónsstíg.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

4. Brekknaás 9 (04.764.103) 112469 Mál nr. BN044086
Brekknaás 9 ehf., Þinghólsbraut 69, 200 Kópavogur
Gunnar Ísdal Pétursson, Suðurhóp 10, 240 Grindavík
Rebecca Hennermark, Svíþjóð, Sótt er um leyfi til að breyta dýrahóteli í veitinga- og verslunarhúsnæði í húsi á lóð nr. 9 við Brekknaás.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra dags. 3. febrúar 2012 fylgir erindinu.Gjald kr. 8.500
Synjað.
Samræmist ekki deiliskipulagi.

5. Brekkustígur 12 (01.134.308) 100357 Mál nr. BN044073
Hafþór Óskar Gestsson, Langagerði 4, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja hurð á útvegg út úr stofu í kjallaraíbúð í húsi á lóð nr. 12 við Brekkustíg.
meðfylgjandi er samþykki meðeigenda.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

6. Brúarvogur 1-3 (01.427.201) 212207 Mál nr. BN044039
Reginn A1 ehf, Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til innri breytinga á 1. og 3. hæð, breyta gluggum á 3. hæð og vöruhurð á suðurhlið hússins á lóð nr. 1-3 við Brúarvog.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

7. Bæjarháls, Réttarháls (00.000.000) 190769 Mál nr. BN043842
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta í tvo eignarhluta skrifstofuhúsi (mhl.09) á lóð nr. 1 við Bæjarháls.
Erindi fylgir minnisblað um brunavarnir frá verkfræðistofunni EFLU dags. 30. janúar 2012.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.

8. Dunhagi 18-20 (01.545.113) 106483 Mál nr. BN043923
Mondo ehf, Sjafnargötu 5, 101 Reykjavík
D18 ehf, Smáratorgi 3, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss sem felast í því að fjölga íbúðum á 2. og 3. hæð úr fjórum í tíu á hvorri hæð, breyta innréttingum verslunarrýmis á 1. hæð, breyta kjallara með geymslum og þvottahúsum og færa sorpgeymslur út á lóð við fjölbýlishús á lóð nr. 18-20 við Dunhaga.
Meðfylgjandi er afrit af bréfi skipulagsstjóra Reykjavíkur dags. 17.11. 2011
Gjald kr. 8.000 + 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Fákafen 9 (01.463.401) 105678 Mál nr. BN044033
Masan Edda ehf, Fákafeni 9, 108 Reykjavík
Karlsefni hf, Holtaseli 42, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi að stækka veitingahús í flokki II fyrir 100 gesti með því að taka í notkun núverandi óráðstafað rými og koma fyrir flóttaleið um hringstiga til kjallara og þar undir bert loft í húsi á lóð nr. 9 við Fákafen.
40 gestir í öðrum salnum, 60 í hinum sbr. teikn.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

10. Ferjuvað 1-5 (04.731.501) 206708 Mál nr. BN044102
Sérverk ehf, Askalind 5, 201 Kópavogur
Askalind 5 ehf, Askalind 5, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja fjögurra hæða steinsteypt fjölbýlishús með 34 íbúðum, einangrað að innan með flötu þaki og bílakjallara fyrir 26 bíla sem verður nr. 1 og 3 á lóði nr 1-5 við Ferjuvað.
Jafnframt er þess óskað að erindi BN034243 verði fellt úr gildi.
Stærð: Kjallari 1.313,8 ferm., 1. 2. og 3. hæð 833,4 ferm., 4. hæð 1.461,6 ferm. (B-rými samtals 433,6 ferm.)
Samtals 5.275,6 ferm., 13.102,3 rúmm.
Gjald kr. 8.500 +
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

11. Fjólugata 5 (01.185.114) 102152 Mál nr. BN044059
Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, Bauganes 16, 101 Reykjavík
Kjartan Örn Ólafsson, Bandaríkin, Sótt er um leyfi til að rífa eldri viðbyggingu og byggja nýja og stærri í staðinn á suðurhlið ásamt því að endureinangra loft einbýlishússins á lóð nr. 5 við Fjólugötu.
Umsögn skipulagsstjóra Reykjavíkur dags. 12 sept. 2011 og bréf frá hönnuði fylgir.
Niðurrif: 34 ferm., 80 rúmm.
Nýbygging: 64,4 ferm., 185,4 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 1.576]
Málinu vísað til skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað til uppdrátta 10-01, 10-02, 10-03, 10-04 og 10-05 dags. 31. janúar 2012.

12. Funahöfði 9 (04.060.101) 110582 Mál nr. BN043846
AB varahlutir ehf, Bíldshöfða 18, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja skýli við inngang og breyta innra skipulagi í atvinnuhúsi á lóð nr. 9 við Funahöfða.
Stækkun skýli B-rými: 16,1 ferm., 48,2 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 3.856
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

13. Grandagarður 16 (01.114.301) 100040 Mál nr. BN044029
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta að hluta 2. hæð að innan, koma fyrir lyftu, stækka glugga, koma fyrir þakglugga og nýju skyggni á norðvestur hlið hússins á lóð nr. 16 við Grandagarð.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 19. jan. 2012 fylgir.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

14. Gylfaflöt 5 (02.575.103) 179187 Mál nr. BN044075
SORPA bs, Gufunesi, 112 Reykjavík
Kór ehf, Auðnukór 6, 203 Kópavogur
Sótt er um leyfi til breytinga á innanhússskipulagi 1. hæðar, vesturenda hússins á lóð nr. 5 við Gylfaflöt.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

15. Háteigsvegur 4 (01.244.419) 103212 Mál nr. BN044090
Guðrún Helga Magnúsdóttir, Háteigsvegur 4, 105 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á byggingaleyfi BN035724 sem samþykkt var 6. júní 2007 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteyptan bílskúr við vesturmörk lóðarinnar nr. 4 við Háteigsveg. Stærð: Bílskúr 36,0 ferm. og 106,2 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 9.027
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

16. Holtsg.1-3,Bræðrab.30 (00.000.000) 205011 Mál nr. BN044101
Lilja Þórunn Þorgeirsdóttir, Noregur, Sótt er um leyfi til að endurnýja erindið BN038828 þar sem sótt var um að breyta verslunarhúsnæði á 1. hæð í íbúð í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 1 við Holtsgötu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

17. Hólaberg 84 (04.674.402) 218401 Mál nr. BN044060
Félag eldri borgara, Stangarhyl 4, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á erindi BN042713 samþ. 28.6. 2011, sem felast í að breyta fyrirkomulagi flóttaleiða, fella niður neyðarstiga, breyta fyrirkomulagi annarra stigahúsa og loka öllum svölum með póstalausu glerjunarkerfi á rennibrautum í fjölbýlishúsi með þjónustuíbúðum á lóð nr. 84 við Hólaberg.
Stærðabreytingar: stækkun 59,9 ferm., minnkun 187,8 ferm
Stækkun svalalokanir, 991,7 rúmm. (svalir 343 ferm.)
Gjald kr. 8.500 + 84.285
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

18. Hólmaslóð 10 (01.110.502) 100020 Mál nr. BN044088
Olíudreifing ehf., Pósthólf 4230, 124 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi, BN043780, þar sem færðir verða til innveggir milli járnsmíðaverkstæðis og geymslu í húsnæðinu á lóð nr. 10 við Hólmaslóð.
Starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti dags. 20. des 2011 fylgir.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

19. Hverfisgata 18 (01.171.005) 101351 Mál nr. BN043922
Linda Mjöll ehf, Hverfisgötu 18, 101 Reykjavík
Hverfiseignir ehf, Pósthólf 414, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að lækka gólf í hluta kjallara, hækka þar með lofthæð og innrétta fyrir gesti veitingastaðarins á 1. hæð sbr. fyrirspurn BN043268 í húsi á lóð nr. 18 við Hverfisgötu.
Umsagnir Húsafriðunarnefndar og Minjasafns Reykjavíkur fylgja fyrirspurn, þar er einnig bréf hönnuðar dags. 28.6. 2011, meðfylgjandi er heimild húseiganda fyrir breytingunum dags. 26.10. 2011
Stækkun 9,3 rúmm.
Gjöld kr. 8.000 + 8.500 + 790
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

20. Hverfisgata 71 (01.153.211) 101107 Mál nr. BN044092
Sigurgeir Sigurjónsson ehf, Hverfisgötu 71, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurgera viðbyggingu og tengja eldra húsi, sbr. fyrirspurn BN041608 dags. 8.6. 2008, og innrétta tvær íbúðir í íbúðarhúsi á lóð nr. 71 við Hverfisgötu.
Meðfylgjandi fyrirspurn er útskrift af fundi skipulagsstjóra dags.4.6. 2010.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

21. Hörðaland 2-24 (01.860.002) 108789 Mál nr. BN044108
Gunnar Hámundarson, Hörðaland 16, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja erindið BN041748 dags. 20. júlí 2010 þar sem sótt er um leyfi til að koma fyrir svalaskýlum úr stálstyrktum PVC prófílum og öryggisgleri á 7 íbúðum 2. og 3. hæðar fjölbýlishúss nr. 14 og 16 á lóð húss nr. 14-18 við Hörðaland.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

22. Kambasel 69
(04.975.104) 113227 Mál nr. BN043468
Dagný Ágústsdóttir, Kambasel 69, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi sbr. BN042979 þannig að fært verður til salerni og nýir gluggar á austurgafli verða síkkaðir í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 69 við Kambasel.
Samþykki meðeigenda dags. 7. des. 2012.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

23. Langholtsvegur 44 (01.384.108) 104887 Mál nr. BN044100
Stefán Þórarinn Sigurðsson, Langholtsvegur 44, 104 Reykjavík
Njörður Ludvigsson, Langholtsvegur 44, 104 Reykjavík
Ludvig Guðmundsson, Dalaþing 14, 203 Kópavogur
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningu þar sem gerð er grein fyrir áður gerðri íbúð í kjallara, og jafnframt óskað eftir samþykkt á henni, einbýlishúss á lóð nr. 44 við Langholtsveg.
Erindi fylgir virðingargjörð dags. 10. ágúst 1946 og íbúaskrá frá Þjóðskrá dags. 9. mars 2010.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

24. Laugavegur 20A (01.171.503) 101419 Mál nr. BN044105
Blautur ehf, Laugavegi 20a, 101 Reykjavík
Ergo fjármögnunarþjónusta Íslan, Suðurlandsbraut 14, 155 Reykjavík
Arnar Þór Gíslason, Lækjargata 14, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til breytinga á fyrirkomulagi og lögun barsvæðis innanhúss í veitingastað á 1. hæð í húsi á lóð nr. 20A við Laugaveg.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Laugavegur 139 (01.222.122) 102858 Mál nr. BN044004
Jens ehf, Hólabraut 10, 230 Keflavík
Sótt er um leyfi til að innrétta fimm íbúðir, stækka bílskúr, byggja nýjar svalir á 2. hæð norðurhliðar og gera svalalokun á 1. og 2. hæð, loka inngangi frá Laugavegi, byggja nýjar tröppur á bakhlið, lækka lóð og gera fjögur bílastæði við fjölbýlishús á lóð nr. 139 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 3. febrúar 2012, ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 31. janúar 2012 fylgja erindinu.Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

26. Laugavegur 3 (01.171.014) 101360 Mál nr. BN043935
Indókína ehf, Hólahjalla 1, 200 Kópavogur
Fjárfestingafél Eignaleiga ehf, Hólahjalla 1, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingu veitingahúss á 1. hæð og í kjallara fjöleignahúss á lóð nr. 3 við Laugaveg.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 2.2. 2012 sem og skýringarmynd af lyftu.
Gjald kr. 8.000 + 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

27. Laugavegur 7 (01.171.012) 101358 Mál nr. BN044098
Basalt ehf, Pósthólf 806, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að opna á milli tveggja rýma 0102 og 0103 tímabundið í húsinu á lóð nr. 7 við Laugaveg.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

28. Lágmúli 9 (01.261.303) 103509 Mál nr. BN043979
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um samþykki á breytingum á innra skipulagi hluta rýmis 0301 sem felast í að skrifstofur eru afmarkaðar í núv. opnu vinnurými á 3. hæð í skrifstofuhúsi á lóð nr. 9 við Lágmúla.
Gjald kr. 8.000 + 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

29. Logafold 1 (02.875.001) 110382 Mál nr. BN044107
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir boltagerði við Foldaskóla á lóð nr. 1 við Logafold.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

30. Mjóstræti 3 (01.136.539) 100628 Mál nr. BN044095
Friðrik Magnússon, Þingholtsstræti 6, 101 Reykjavík
Kattie Pauline Nielsen, Lindarbraut 9, 170 Seltjarnarnes
Sótt er um leyfi til að innrétta tvær íbúðir í kjallara íbúðahússins á lóð nr. 3 við Mjóstræti.
Gjald kr. 8.500
Synjað.
Ekki er heimilt að gera nýja íbúð í kjallara.

31. Njarðargata 29 (01.186.613) 102309 Mál nr. BN042468
Hreinn Hreinsson, Njarðargata 31, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningum þar sem m. a. er gerð grein fyrir íbúðarherbergjum í risi, stækkun kjallara og geymsluskúr á baklóð við tvíbýlishúsið á lóð nr. 29 við Njarðargötu.
Áður gerð stækkun, útigeymsla: 8,1 ferm., 13,3 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 1.131
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.

32. Óðinsgata 15 (01.184.519) 102124 Mál nr. BN044045
Sigurgísli Bjarnason, Danmörk, Sótt er um leyfi til að bæta við þriðja bílastæðinu á baklóð fjölbýlishúss á lóð nr. 15 við Óðinsgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 3. febrúar 2012, ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 1. febrúar 2012 fylgja erindinu.Gjald kr. 8.500
Synjað.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 1. febrúar 2012.

33. Pósthússtræti 9 (01.140.515) 100874 Mál nr. BN044097
Hótel Borg ehf, Borgartúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta gluggum á götuhlið, hækka glugga 1. hæðar, gera skyggni yfir útiveitingasvæði veitingahúss á lóð nr. 9 við Pósthússtræti.
Jafnframt er erindi BN038850 dregið til baka.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

34. Skólavörðustígur 21A (01.182.245) 101897 Mál nr. BN044070
Jón Þór Ísberg, Skólavörðustígur 23, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta húsnæði fyrir tattoo-stofu í kjallara, og á 1. og 2. hæð hússins á lóð nr. 21A við Skólavörðustíg.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

35. Skólavörðustígur 30 (01.181.401) 101791 Mál nr. BN044104
PR holding ehf, Sóleyjargötu 27, 101 Reykjavík
GP-arkitektar ehf, Litlubæjarvör 4, 225 Álftanes
Sótt er um leyfi til að innrétta heimagistingu í gistiheimili á lóð nr. 30 við Skólavörðustig.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

36. Skútuvogur 10-12 (01.426.001) 105174 Mál nr. BN044062
Eignarhaldsfélagið Örkin hf, Mörkinni 4, 104 Reykjavík
S12J fasteignir ehf, Mörkinni 4, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta mhl. 03 rými 0103 fyrir hjólbarðaverkstæði og breytingum á brunavörnum hússins nr. 12 á lóð nr. 10 til 12 við Skútuvog.
Skýrsla brunahönnuðar dags. 2. jan. 2012 fylgir.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

37. Smiðjustígur 6 (01.171.117) 186664 Mál nr. BN044024
Nýja Grand ehf, Smiðjustíg 6, 101 Reykjavík
Laugavegsreitir ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til breytinga á fyrirkomulagi innanhúss í veitingahúsi á lóð nr. 6 við Smiðjustíg.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

38. Sogavegur 3 (01.810.-98) 107820 Mál nr. BN044074
Fiskikóngurinn ehf, Sogavegi 3, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta nýsamþykktu erindi, sjá BN043651, dýpka lagnakjallara, innrétta þar starfsmannaaðstöðu og byggja útitröppur í norðvesturhorni lóðar atvinnuhúss á lóð nr. 3 við Sogaveg.
Stækkun: 28,4 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 2.414
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

39. Sóltún 11-13 (01.231.201) 180631 Mál nr. BN044099
Sóltún 11-13,húsfélag, Sóltúni 13, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir svalalokunum á 2. 3. 4. og 5. hæð fjölbýlishúss á lóð nr. 11-13 við Sóltún.
Svalalokanir: xx rúmm.
Gjald kr. 8.500 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

40. Spöngin 9-31 (02.375.201) 177193 Mál nr. BN044096
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að minnka ísbúð þannig að rýminu verður lokað með vegg og komið verður fyrir skyndibitastað í húsinu nr. 31 á lóð 9-31 við Spöngin.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

41. Stóragerði 22-26 (01.803.003) 107720 Mál nr. BN044053
Sigríður Ólafsdóttir, Stóragerði 26, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að leiðrétta eignarhald bílskúra, sbr. erindi BN043342, við fjölbýlishús á lóð nr. 26 við Stóragerði.
Samþykki meðeigenda dags. 1. feb. 2012 fylgir
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.

42. Suðurlandsbraut 6 (01.262.102) 103516 Mál nr. BN044106
Húsfélagið Suðurlandsbr 6-framh, Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyft til að endurklæða húsið að utan curtainwall klæðningu og breyta og stækka inndregna þakhæð og þaksvalir á húsinu á lóð nr. 6 við Suðurlandsbraut.
Stækkun: 21 ferm., 137,6 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 11.696
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

43. Sætún 8 (01.216.303) 102760 Mál nr. BN044081
Nova ehf, Lágmúla 9, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir þremur farsímaloftnetum á þaki og vegg og sendaskáp á svölum 5. hæðar skrifstofuhúss nr. 10 á lóð nr. 8 við Sætún.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

44. Sætún 8 (01.216.303) 102760 Mál nr. BN044067
Þórsgarður ehf, Sætúni 8, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningu, þar sem gerð er grein fyrir minni háttar breytingu á innveggjum kjallara og 2. hæðar, sjá erindi BN042601 atvinnuhúss (mhl.01) á lóð nr. 8 við Sætún.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

45. Tjarnargata 4 (01.141.006) 100879 Mál nr. BN044089
Húseignin Steindórsprent ehf, Tjarnargötu 4, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN043674 þannig að innra skipulagi í kjallara og útihurð og glugga á 1. hæð verður breytt í húsinu á lóð nr. 4 við Tjarnargötu.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

46. Vífilsgata 23 (01.243.128) 103078 Mál nr. BN044020
SV 50 ehf, Pósthólf 8741, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurbæta áður gerða íbúð og fá hana samþykkta og til að breyta innra skipulagi í kjallara tvíbýlishúss á lóð nr. 23 við Vífilsgötu.
Meðfylgjandi er virðingargjörð frá 1936 og íbúðarskoðun frá janúar 2012
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Ýmis mál

47. Fylkisvegur 6-8 (04.364.101) 111277 Mál nr. BN044112
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta lóðamörkum lóðarinnar Fylkisvegur 6-8 (staðgr. 4.364.101, landnr. 111277), eins og
sýnt er á meðsendum uppdrætti Landupplýsingadeildar, Framkvæmda- og eignasviðs, dags. 6. 2. 2012.
Lóðin Fylkisvegur 6-8 (staðgr. 4.364.101, landnr. 111277), er samkvæmt Fasteignaskrá 47910 m², sbr. og samþykkt byggingarfulltrúa 17. 09. 2002.
Bætt við lóðina úr borgarlandi (landnr. 218177), tveim skikum (2727 m² + 542 m²) samtals 3269 m², lóðin Fylkisvegur 6-8 (staðgr. 4.364.101, landnr. 111277) verður 51179 m².
Sjá samþykkt skipulagsráðs 15. 09. 2010, samþykkt borgarráðs 23. 09. 2010
og auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda þann 27. 10. 2010
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Fyrirspurnir

48. Austurstræti 3 (01.140.213) 100834 Mál nr. BN044068
Sonja Margrét Magnúsdóttir, Njálsgata 30b, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að innrétta kaffihús í flokki III í húsinu á lóð nr. 3 við Austurstræti.
Bréf frá umsækjanda og ljósmyndir fylgja.Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 3. febrúar 2012 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi. Sérstök athygli er vakin á athugasemdum á fyrirspurnarblaði.

49. Baldursgata 18 (01.186.203) 102232 Mál nr. BN044041
Þórir Jónsson Hraundal, Noregur, Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja 4 metra út frá 1. og 2. hæð hússins á lóð nr. 18 við Baldursgötu.
Skissa af 2. hæð eftir breytingu fylgir.Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 3. febrúar 2012, ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 1. febrúar 2012 fylgja erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum og með vísan til umsagnar skipulagsstjóra, enda verði sótt um byggingarleyfi.

50. Hraunbær 2-34 (04.334.201) 111074 Mál nr. BN044103
Baldur Ólafur Svavarsson, Hlíðarbyggð 14, 210 Garðabær
Spurt er hvort leyft yrði að útbúa íbúð á 1. hæð eins og sýnt er á meðfylgjandi teikningum af fjölbýlishúsi 12A á lóð nr. 2-34 við Hraunbæ.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og deiliskipulagsbreyting nái fram að ganga.

51. Klapparstígur 44 (01.182.004) 101810 Mál nr. BN044061
Paul Newton, Klapparstígur 44, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að færa út og breyta gluggum hússins á lóð nr. 44 við Klapparstíg.
{Nei.}
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 2. febrúar 2012.

Fundi slitið kl. 13.05

Björn Stefán Hallsson
Bjarni Þór Jónsson, Harri Ormarsson
Björn Kristleifsson Karólína Gunnarsdóttir
Sigrún G Baldvinsdóttir