No translated content text
Umhverfis- og skipulagsráð
Skipulagsráð
Ár 2011, miðvikudaginn 9. nóvember kl. 09:05, var haldinn 256. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Marta Guðjónsdóttir og Jórunn Ósk Frímannsd Jensen og áheyrnarfulltrúinn Torfi Hjartarson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Stefán Hallsson, Ólafur Bjarnason, Magnús Ingi Erlingsson og Marta Grettisdóttir
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum:, Lilja Grétarsdóttir, Björn Axelsson, Valný Aðalsteinsdóttir, Margrét Þormar, Björn Ingi Edvardsson og Haraldur Sigurðsson. Fundarritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:
(A) Skipulagsmál
1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 28. október og 4. nóvember 2011.
2. Sóltún 2-4, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN110424
Öldungur hf, Sóltúni 2, 105 Reykjavík
Ívar Örn Guðmundsson, Ægisíða 52, 107 Reykjavík
Lagt fram erindi Öldungar hf. dags. 13. október 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Ármannsreits vegna lóðarinnar nr. 2-4 við Sóltún. Í breytingunni felst aukning á byggingarmagni, breytingu á innra rými ásamt breytingu á bílastæðum og lögun byggingarreitar húshluta nr. fjögur og tengibyggingar o.fl., samkvæmt uppdrætti Nexus Arkitekta dags. 11. október 2011. Einnig er lagt fram skuggavarp 1 og 2, Nexus Arkitekta ódags.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
3. Vesturvallareitur 1.134.5, lýsing, deiliskipulag (01.134.5) Mál nr. SN090325
Lögð fram drög að deiliskipulagi Vesturvallareits 1.134.5. dags. 1. nóvember 2011. Skipulagssvæðið markast af Vesturvallagötu, Sólvallagötu. Framnesvegi og Holtsgötu. Einnig er lögð fram lýsing dags. 1. apríl 2011, húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur dags. í október 2010 og umsögn Skipulagsstofnunar dags. 20. apríl 2011. Jafnframt er lögð fram ábending eigenda að Framnesvegi 31b dags. 19. maí 2011 og Söndru H. Guðmundsdóttur dags. 1. júní 2011.
Samþykkt að kynna framlagða deiliskipulagstillögu fyrir hagsmunaaðilum á skipulagssvæðinu og þeim aðilum sem sendu inn athugasemdir við forkynningu.
4. Holtsgöng, byggðasvæði nr. 5, lýsing, breyting á svæðisskipulagi Mál nr. SN080500
Lögð fram drög að tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 vegna byggðasvæðis 5, dagsett 7. nóvember 2011. Einnig lögð fram greinargerð, dags. s.d.
Samþykkt að kynna sbr. 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr 123/2010.
Vísað til svæðisskipulagsnefndar.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við afgreiðslu málsins og óskuðu bókað:
#GL Í gildandi aðalskipulagi Reykjavíkur er gert ráð fyrir tvennum göngum, Öskjuhlíðargöngum og Holtsgöngum sem tengjast Kópavogsgöngum og er þessum þremur göngum sameiginlega ætlað að anna þeirri umferð sem kemur af suðurhluta höfuðborgarsvæðisins og stefnir niður í miðborg Reykjavíkur. Engin þessara gangna eru á samgönguáætlun en eru inni í skipulagsáætlunum sveitarfélaganna með tilliti til byggðarþróunar og framtíðarlausna fyrir samgöngur. Bæjarstjórn Kópavogs ályktaði fyrr í þessum mánuði um mikilvægi þess að hefja undirbúning að gerð Kópavogsgangna og enn er gert ráð fyrir göngum undir Öskjuhlíð.
Mikil uppbygging er fyrirhuguð á hafnarsvæði og víðar í vestur- og miðbænum sem mun kalla á aukna umferð. Ætla má að um 1.500 íbúðir muni rísa á þessu svæði á komandi árum og tugir þúsunda fermetra af atvinnuhúsnæði.
Augljós hætta fylgir því að umferð á leið niður í miðborg kvíslist um íbúa- og skólahverfi verði ekki hugsað fyrir greiðari leiðum en nú eru í boði. Auk þess hefur umferð um íbúagötur neikvæð áhrif á umhverfisgæði fyrir íbúa og hjólandi og gangandi umferð.
Ekki eru sjáanlegar leiðir fyrir þá auknu umferð sem á leið niður í miðborg samfara þeirri uppbyggingu sem fyrirhuguð er. Þar á ofan eru hugmyndir uppi um að þrengja götur eins og Lækjargötu og Snorrabraut.
Aðalskipulag Reykjavíkur er í vinnslu og mun verða kynnt borgarbúum innan skamms. Öllum tillögum að breytingum á því hefur verið vísað inn í heildarendurskoðun skipulagsins með tilliti til þess að halda heildarsýn. Furðu sætir að þetta mál skuli tekið út fyrir rammann og afgreitt sérstaklega#GL.
Fulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar óskuðu bókað: #GL Umferðarspá sýnir glögglega að ekki verður þörf á þessum göngum þegar Reykjavíkursvæðið verður #GLfullbyggt#GL jafnvel miðað við óbreyttar ferðavenjur.
Einnig er það greinilegt að núverandi gatnakerfi tekur vel við aukinni umferð sem mun fylgja fyrirséðri uppbyggingu á miðborgarsvæðinu#GL
5. Holtsgöng, nýr Landspítali, breyting á aðalskipulagi Mál nr. SN080245
Lögð fram drög að tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 vegna Holtsganga nýr Landspítala dagsett 7. nóvember 2011. Einnig lögð fram greinargerð, dags. s.d.
Samþykkt að forkynna framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi með vísan til 2. mgr. skipulagslaga nr. 123/2010 á vef skipulags- og byggingarsviðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við afgreiðslu málsins og óskuðu bókað:
#GL Í gildandi aðalskipulagi Reykjavíkur er gert ráð fyrir tvennum göngum, Öskjuhlíðargöngum og Holtsgöngum sem tengjast Kópavogsgöngum og er þessum þremur göngum sameiginlega ætlað að anna þeirri umferð sem kemur af suðurhluta höfuðborgarsvæðisins og stefnir niður í miðborg Reykjavíkur. Engin þessara gangna eru á samgönguáætlun en eru inni í skipulagsáætlunum sveitarfélaganna með tilliti til byggðarþróunar og framtíðarlausna fyrir samgöngur. Bæjarstjórn Kópavogs ályktaði fyrr í þessum mánuði um mikilvægi þess að hefja undirbúning að gerð Kópavogsgangna og enn er gert ráð fyrir göngum undir Öskjuhlíð.
Mikil uppbygging er fyrirhuguð á hafnarsvæði og víðar í vestur- og miðbænum sem mun kalla á aukna umferð. Ætla má að um 1.500 íbúðir muni rísa á þessu svæði á komandi árum og tugir þúsunda fermetra af atvinnuhúsnæði.
Augljós hætta fylgir því að umferð á leið niður í miðborg kvíslist um íbúa- og skólahverfi verði ekki hugsað fyrir greiðari leiðum en nú eru í boði. Auk þess hefur umferð um íbúagötur neikvæð áhrif á umhverfisgæði fyrir íbúa og hjólandi og gangandi umferð.
Ekki eru sjáanlegar leiðir fyrir þá auknu umferð sem á leið niður í miðborg samfara þeirri uppbyggingu sem fyrirhuguð er. Þar á ofan eru hugmyndir uppi um að þrengja götur eins og Lækjargötu og Snorrabraut.
Aðalskipulag Reykjavíkur er í vinnslu og mun verða kynnt borgarbúum innan skamms. Öllum tillögum að breytingum á því hefur verið vísað inn í heildarendurskoðun skipulagsins með tilliti til þess að halda heildarsýn. Furðu sætir að þetta mál skuli tekið út fyrir rammann og afgreitt sérstaklega#GL.
Fulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar óskuðu bókað: #GL Umferðarspá sýnir glögglega að ekki verður þörf á þessum göngum þegar Reykjavíkursvæðið verður #GLfullbyggt#GL jafnvel miðað við óbreyttar ferðavenjur.
Einnig er það greinilegt að núverandi gatnakerfi tekur vel við aukinni umferð sem mun fylgja fyrirséðri uppbyggingu á miðborgarsvæðinu#GL.
(B) Byggingarmál
6. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN043689
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 658 frá 1. nóvember 2011 og nr. 659 frá 8. nóvember 2011.
7. Ránargata 7A, byggja svalir (01.136.206) Mál nr. BN043282
Guðmundur Ingólfsson, Ránargata 7a, 101 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. september 2011 þar sem sótt er um leyfi til að byggja svalir á 2. hæð og á 3. hæð sem snúa í suður að baklóð fjölbýlishússins á lóð nr. 7A við Ránargötu. Erindi var grenndarkynnt frá 29. september til og með 27. október 2011. Athugasemd barst frá Vilhjálmi S. Símonarsyni dags. 27. október 2011. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 1. nóvember 2011.
Ráðið gerir ekki athugasemd við erindið með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
(C) Fyrirspurnir
8. Úlfarsfell, (fsp) uppsetning á fjarskiptabúnaði (02.6) Mál nr. SN110445
Fjarskipti ehf, Skútuvogi 2, 104 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Fjarskipta ehf. dags. 27. október 2011 varðandi leyfi fyrir bráðabirgðauppsetningu fjarskiptamasturs á Úlfarsfelli, samkvæmt fylgigögnum. Einnig er lögð fram greinargerð Fjarskipta ehf. og Ríkisútvarpsins ohf., dags. 26. október 2011.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við fyrirspurn Fjarskipta ehf., enda verði sótt um byggingarleyfi vegna masturs og tækjaskýlis. Sækja þarf um framkvæmdarleyfi fyrir lagningu rafmagns og ljósleiðara í jörð auk framkvæmda við vegabætur. Skipulagsráð leggur áherslu á að framkvæmdirnar valdi sem minnstum spjöllum á svæðinu enda er Úlfarsfellið vinsælt til útivistar. Skipulagsráð telur ennfremur mikilvægt að hönnun og frágangur á tækjaskýli verði til fyrirmyndar.
9. Öskjuhlíð, Skógræktarfélag Íslands, (fsp) lóðarumsókn(01.760) Mál nr. SN110302
Skógræktarfélag Íslands, Skúlatúni 6, 105 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Skógræktarfélags Íslands, dags. 4. júlí 2011 um lóð fyrir höfuðstöðvar félagsins í Öskjuhlíð ásamt frumdrögum Batterísins að skipulagi, dags. júní 2011. Einnig lögð fram bréf Skógræktarfélagsins til borgarstjóra dags. 31. október 2008 og 27. september 2010 og greinargerð mótt. 14. júlí 2011. Einnig er lögð fram umsögn skipulagssjtóra dags. 24. október 2011.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 24. október 2011.
10. Pósthússtræti 11, (fsp) stækkun (01.140.5) Mál nr. SN110407
Hótel Borg ehf, Borgartúni 26, 105 Reykjavík
THG Arkitektar ehf, Faxafeni 9, 108 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Hótel Borgar dags. 4. október 2011 varðandi aukningu á byggingarmagni lóðarinnar nr. 11 við Pósthússtræti, samkvæmt tillögu THG Arkitekta dags. 12. október 2011.
Frestað.
11. Mýrargata 26, (fsp) breyting á deiliskipulagi (01.115.3) Mál nr. SN110425
Gláma/Kím ehf, Laugavegi 164, 105 Reykjavík
Atafl ehf, Lyngási 11, 210 Garðabær
Lögð fram fyrirspurn Glámu/kím f.h. Atafls dags. 14. október 2011 varðandi fjölgun íbúða og minnkun, breytingu á umfangi byggingarinnar á lóðinni nr. 26 við Mýrargötu og fleira., samkvæmt teikningum Glámu/Kím. Einnig er lagt fram bréf Atafls dags. 13. október 2011.
Jórunn Frímannsdóttir vék af fundi kl. 12:48
Frestað.
(D) Ýmis mál
12. Öskjuhlíð, Sögusafn, bréf (01.76) Mál nr. SN110378
Ernst Jóhannes Backman, Lindarflöt 36, 210 Garðabær
Lagt fram bréf Menningar- og ferðamálasviðs dags. 13. september 2011 ásamt erindi Ernst Backman dags. 1. september 2011 um hugmyndir um að reisa Sögusafn Í Öskjuhlíðinni. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 24. október 2011.
Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.
13. Betri Reykjavík, Mál nr. SN110450
Meira skjól í borgina - gróðursetja tré á skipulagðan hátt
Betri Reykjavík
Meira skjól í borgina - gróðursetja tré á skipulagðan hátt - 22
Fjöldi með hugmynd: 197 Fjöldi á móti hugmynd: 6
Rök með hugmynd:
1. Aðskiljum fótgangandi og hjólreiðafólk frá bílaumferð
Davíð Geirsson, changes Davíð Geirsson 9 dagar síðan. Ræðaeða Breyta
Mér þætti gaman að sjá tré aðskilja gangstéttir og hjólastíga frá umferðargötum, líka inni í íbúðahverfum. Þetta dregur úr mengun og gefur skemmtilegri borgarmynd. Það er erfitt að breyta mörgum núverandi stígum, en það væri vel hægt að setja það markmið að hanna nýja stíga eftir þessari uppröðun, og reyna síðan að koma slíkum breytingum við þar sem það er hægt.
5 aðilum fannst þetta gagnlegt.
2. Kominn er tími til að hugsað sé fyrir skjólmyndun í hverfum!
Ýmsar leiðir eru til að mynda gott skjól með skynsamlegri uppstillingu á götum, húsum, trjágróðri o.s.frv. Við Íslendingar eigum sérfræðinga í þessum málum en nýtum þá engan vegin innan borgarkerfisins! Oft þarf ekki mikið að gera til að gerbylta svæði sem sífellt rok er á - yfir í skjólgott og heitt svæði með allt önnur einkenni. Af hverju ekki að slá tvær flugur í einu höggi, grjóðursetja tré á skynsaman hátt víðsvegar um borgina - mynda þannig skjól og um leið fegra umhverfið til muna.
6 aðilum fannst þetta gagnlegt.
Hjálpar þetta? JÁ eða NEI
Nýjustu rök með(engin ný rök)