Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2011, miðvikudaginn 26. október kl. 09:15, var haldinn 255. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen og áheyrnarfulltrúinn Torfi Hjartarson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Stefán Hallsson, Ágúst Jónsson, Stefán Finnsson og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Lilja Grétarsdóttir. Margrét Leifsdóttir, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Björn Axelsson.
Fundarritari var Harri Ormarsson.

Þetta gerðist:


(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 14. október og 21. október 2011.

2. Klettasvæði, Skarfabakki, breyting á deiliskipulagi(01.33) Mál nr. SN110153
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Lagt fram erindi Faxaflóahafna dags. 28. mars 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Klettasvæðis, Skarfabakka vegna lóðanna nr. 1-3 við Korngarða og 4 við Klettagarða. Í breytingunni felst að stækka lóðina nr. 4 við Klettagarða til austurs, skipta lóðinni nr. 1-3 við Korngarða í tvær lóðir, lengja Skarfabakka um 200 metra með landfyllingu ásamt því að sjóvarnargarðurinn Ábóti er fjarlægður, samkvæmt uppdrætti ASK arkitekta dags. 23. mars 2011. Einnig er lögð fram umhverfisskýrsla dags. 24. ágúst 2011, og matslýsing dags. 29. ágúst 2011.
Samþykkt að endurauglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

3. Sóltún 2-4, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN110424
Öldungur hf, Sóltúni 2, 105 Reykjavík
Ívar Örn Guðmundsson, Ægisíða 52, 107 Reykjavík
Lagt fram erindi Öldungar hf. dags. 13. október 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Ármannsreits vegna lóðarinnar nr. 2-4 við Sóltún. Í breytingunni felst aukning á byggingarmagni, breytingu á innra rými ásamt breytingu á bílastæðum og lögun byggingarreitar húshluta nr. fjögur og tengibyggingar o.fl., samkvæmt uppdrætti Nexus Arkitekta dags. 11. október 2011. Einnig er lagt fram skuggavarp 1 og 2, Nexus Arkitekta ódags.
Frestað

4. Nýr Landspítali við Hringbraut, lýsing, nýtt deiliskipulag(01.19) Mál nr. SN110037
SPITAL ehf, Geirsgötu 9, 101 Reykjavík
Lögð fram umsókn Spital ehf. dags. 13 september 2010, lýsing Spital vegna Landspítala við Hringbraut dags. 25. janúar 2011, drög að endurskoðaðu varðveislumati dags. 2. febrúar 2011 ásamt umsögnum hagsmunaaðila og umsögn Skipulagsstofnunar dags. 2. mars 2011 ásamt fornleifskráningu Minjasafns Reykjavíkur móttekin í mars 2011.
Einnig er lögð fram tillaga SPITAL að deiliskipulagi Landsspítala við Hringbraut samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum dags. 10. ágúst 2011 ásamt ásýndarmyndum og skuggavarpi dags. 10. ágúst 2011 og drög að greinargerð og skilmálum dags. 8. ágúst 2011 ásamt minnisblaði dags. 12. apríl 2011, bréf Spital til skipulagsráðs dags. 28. apríl 2011, bókun Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 10. maí 2011 þrívíddarmyndir dags. 19. maí 2011 minnisblað SPITAL dags. 7. júní 2011, minnisblað SPITAL varðandi umferðardreifingu dags. 7. júní 2011 , minnisblað SPITAl vegna bílastæða dags. 20. júní 2011, minnisblað verkefnisstjóra dags. 28. júní 2011 , minnisblað SPITAL dags. 1. júlí 2011 og minnisblað Skipulags- og byggingarsviðs dags. 5. júlí 2011, breytt 17. ágúst 2011.
Einnig eru lagðar fram eftirfarandi skýrslur:
Drög að greinargerð um samgöngur dags. 31. maí 2011, Þyrlupallur forsendur dags. 18. apríl 2011, Flutningur hættulegra efna um Hringbraut, áhættugreining dags. 4. mars 2011, Gróður á lóð Landspítalans dags. 1. mars 2011, Samgöngustefna 1. útgáfa dags. í maí 2011 ásamt kynningarbréfi dags. 30. maí 2011 og Hljóðvistarskýrsla dags. 1. mars 2011.
Kynning stóð til og með 1. október 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn ábendingar og athugasemdir: Tómas R. Hansson dags. 5. september 2011, Orri Þór Ormarsson dags. 6. sept., Finnbogi Gústafsson og Edda Hallsdóttir dags. 30. sept., Páll Benediktsson f.h. húsfélagsins að Miklubraut 22-30 dags. 30. sept., Hilmar Þór Björnsson, dags. 30. sept., Þórir Einarsson, dags. 30. sept., Elín Steinarsdóttir, dags. 30. sept., Katrín Þorsteinsdóttir, dags. 30. sept., Einar Eiríksson og Ásdís Gestsdóttir f.h. átakshóps suður Þingholta #GLVerjum hverfið#GL dags. 30. sept, Sturla Snorrason dags. 30. sept., Þorbergur Þórsson dags. 30. sept., Þóra Andrésdóttir dags. 1. okt., Þóra Andrésdóttir dags. 1. okt; Steinunn Þórhallsdóttir f.h. Íbúasamtök 3. hverfis dags. 1. okt., Magnús Skúlason f.h. Íbúasamtök Miðborgar dags. 4. okt., Hollvinir Grensásdeildar, dags. 26. sept. Einnig er lögð fram umsögn Umhverfis og samgöngusviðs dags. 29. september 2011.
Athugasemdir kynntar.

Kristín Soffía Jónsdóttir vék af fundi kl. 10:35
Sverrir Bollason tók sæti á fundinum í hennar stað .

(B) Byggingarmál

5. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN043689
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 656 frá 18. október 2011 og nr. 657 frá 25. október 2011.


(C) Fyrirspurnir

6. Rafstöðvarvegur 9 og 9a, (fsp) notkun (04.25) Mál nr. SN110381
Lögmannsstofa Ingimars I hdl sf, Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Ingimars Ingimarssonar hrl. f.h. Sjöstjörnunnar ehf. dags. 15. september 2011 varðandi notkun á fasteignunum að Rafstöðvarvegi 9 og 9a.
Frestað.
Vísað til umsagnar hverfaráðs Árbæjar- og Breiðholts.
(D) Ýmis mál

8. Starfs- og fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarsviðs 2012, Mál nr. SN110435
Kynnt tillaga að starfs- og fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur fyrir starfsárið 2012.
Kynnt.



Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12:20.

Páll Hjalti Hjaltason
Hjálmar Sveinsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Sverrir Bollason Júlíus Vífill Ingvarsson
Gísli Marteinn Baldursson Jórunn Ósk Frímannsd Jensen

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2011, þriðjudaginn 25. október kl. 10.50 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 657. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Björn Stefán Hallsson, Jón Hafberg Björnsson, Björn Kristleifsson, Bjarni Þór Jónsson og Sigrún G Baldvinsdóttir.
Fundarritari var

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Álfab. 12-16/Þönglab. (04.603.503) 111722 Mál nr. BN043645
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa núverandi anddyri og byggja nýtt á steyptum undirstöðum úr stálgrind og klætt með plötum, áli og gleri við Nettóverslun
á 1. hæð í húsi nr. 1 við Þönglabakka á lóðinni Álfab. 12-16/Þönglabakka.
Stærðir: Niðurrif; 28 ferm., 106,4 rúmm. Nýbygging; 79 ferm., 3432,9 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 26.632
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

2. Ármúli 1 (01.261.304) 103510 Mál nr. BN043723
BS-eignir ehf, Kirkjustétt 2-6, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á 2. hæð til að innrétta snyrtistofu og hársnyrtistofu í húsnæðinu á lóð nr. 1 við Ármúla.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

3. Ármúli 21 (01.264.105) 103532 Mál nr. BN043735
Vietnam Restaurant ehf, Háaleitisbraut 54, 108 Reykjavík
Sótt er um að breyta veitingasölu í rými 0102 úr flokki I í flokk II, á 1. hæð í húsi á lóð nr. 21 við Ármúla.
Fylgiskjal er grunnmynd samþykkt 17.2. 2011.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

4. Ármúli 8 (01.290.003) 103753 Mál nr. BN043663
Fjárfestingafélagið Hegrane ehf, Hegranesi 26, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að rífa niður járnstiga á milli 1. og 2. hæðar og koma fyrir steyptum stiga í staðinn í atvinnuhúsi á lóð nr. 8 við Ármúla.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

5. Dugguvogur 8-10 (01.454.002) 105618 Mál nr. BN043698
Hansína Jensdóttir, Garðhús 33, 112 Reykjavík
Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, Noregur, Geir Flóvent Jónsson, Óstaðsettir í hús, 101 Reykjavík
Sótt er um endursamþykki á íbúðum á annari hæð mhl. 02 sbr. erindi BN039024 samþ. 11.11. 2008 og leyfi til að innrétta hluta efri hæðar mhl. 02 sem skrifstofur í húsi á lóð nr. 8-10 við Dugguvog.
Meðfylgjandi eru minnispunktar/skilyrði skráð af G.G. dags 15.12. 2010
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

6. Fannafold 42 (02.850.602) 109945 Mál nr. BN043726
Anna Valdimarsdóttir, Fannafold 42, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja opið skýli úr timbri á suðvestur hluta á lóð nr. 42 við Fannafold.
Samþykki Eiganda aðliggjandi lóðar nr. 40 við Fannafold fylgir.
Stækkun: B- rými XX ferm og rúmm.
Gjald kr. 8.000 + XX
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

7. Fylkisvegur 6 (04.364.101) 111277 Mál nr. BN043640
Nova ehf, Lágmúla 9, 108 Reykjavík
Íþróttafélagið Fylkir,aðalstj, Fylkisvegi 6, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að staðsetja farsímaloftnet á gafl og fjarskiptabúnað í kjallara þróttarhúss Fylkis nr. 6 við Fylkisveg.
Samþykki eiganda dags. 20 sept. 2011 fylgir.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

8. Grensásvegur 11 (01.461.102) 105666 Mál nr. BN043644
Sætrar ehf, Gerðhömrum 27, 110 Reykjavík
Sótt eru leyfi fyrir breytingum á innra skipulagi á 3. hæð og uppfæra skráningartöflu í atvinnuhúsinu á lóð nr. 11 við Grensásveg.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.

9. Grettisgata 2A (01.182.101) 101818 Mál nr. BN043740
G2A ehf, Viðarási 20, 110 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum sbr. áður samþykkt erindi BN043156 sem felast í breytingum innanhúss í móttöku, rými 0102 og á 4. hæð í gistiheimili á lóð nr. 2A við Grettisgötu.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

10. Háaleitisbraut 68 (01.727.301) 107329 Mál nr. BN043704
Landsvirkjun, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta kjallara, 1. hæð og fyrir reyndarteikningum á 2. hæð sbr. erindið BN035648 í húsnæðinu á lóð nr. 68 við Háaleitisbraut.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

11. Helluvað 1-5 (04.733.301) 198741 Mál nr. BN043556
Helluvað 1-5,húsfélag, Helluvaði 1-5, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að loka með viðurkenndu glerbrautakerfi svölum íbúðar 0401 í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 1-5 við Helluvað.
Erindi fylgir samþykki stjórnar húsfélags dags. 15 des. 2010
Svalalokun: 42,6 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 3.408
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

12. Hringbraut 121 (01.520.202) 105922 Mál nr. BN043675
Myndlistaskólinn í Reykjav ses, Hringbraut 121, 107 Reykjavík
Sótt er um breytingu þar sem komið er fyrir handriði og yfirborð bárujárns styrkt þar sem er flóttaleið yfir þak sbr. erindi BN043297 í húsi á lóð nr. 121 við Hringbraut.
Bréf frá hönnuði dags. 11. október 2011 fylgir erindi.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

13. Hverfisgata 50 (01.172.005) 101428 Mál nr. BN043721
Hverfisgata 50,húsfélag A, Hverfisgötu 50, 101 Reykjavík
Sótt er umleyfi til að rífa núverandi framhlið sem er að hruni komin sökum fúa og byggja nýja og breytta úr áli, engar aðrar breytingar eru gerðar á mhl. 01 hússins á lóðinni nr. 50 við Hverfisgötu.
Meðfylgjandi er fundargerð húsfundar dags. 26. september 2011 og samþykki eigenda á teikningu dags. 20.9. 2011
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

14. Iðunnarbrunnur 17-19 (02.693.411) 206075 Mál nr. BN043568
Kristján Viðar Bergmannsson, Iðunnarbrunnur 17, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að steypa stoðveggi á hluta lóðamarka , setja upp heitan pott á nr. 17 og færa forsteyptar sorpgeymslur á lóð nr. 17 til 19 við Iðunnarbrunn.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 21. október 2011 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 17. október 2011Samþykki meðlóðarhafa ódags.
Gjald kr. 8.000
Synjað.
Samræmist ekki deiliskipulagi sbr. umsögn skipulagsstjóra dags. 17. október 2011.

15. Kjarrvegur 15 (01.846.508) 108714 Mál nr. BN043270
Guðrún Stefánsdóttir, Kjarrvegur 15, 108 Reykjavík
Bergþór Þormóðsson, Kjarrvegur 15, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalaskýli við allar íbúðir í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 15 við Kjarrveg.
Jákvæð fyrirspurn BN042227 dags. 2 nóv. 2010 og samþykki meðeigenda ódags. og bréf frá hönnuði dags. 16. okt. 2011 fylgir erindinu.
Stækkun B- rýmis: 27,0 ferm., 65,2 rúmm. Samtals: 130.4 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 10.432
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

16. Krókháls 9 (04.141.201) 200478 Mál nr. BN043725
Vagneignir ehf, Vagnhöfða 23, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja geymslu við kjallara og uppfæra smávægilegar breytingar á bifreiðasölu og -verkstæði á lóð nr. 9 við Krókháls.
Meðfylgjandi er bréf byggingarfulltrúa dags. 24. ágúst 2011 og bréf arkitekts dags. 11. október 2011.
Stækkun: 187 ferm., 99,1 rúmm.
Gjald kr. 8.000. + 7.920
Frestað.
Gera skal grein fyrir þeim smávægilegum breytingum á uppdráttum sem farið er fram á. Að öðru leyti er vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

17. Langholtsvegur 38 (01.354.315) 104310 Mál nr. BN043687
Veronica Wall, Langholtsvegur 38, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða að utan með múr á einangrun parhúsið á lóð nr. 38 við Langholtsveg.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

18. Langirimi 21-23 (02.546.803) 175689 Mál nr. BN043734
Rekstrarfélag Tíu-ellefu ehf, Lágmúla 9, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi þannig að inngangi við lyftuhús er lokað og annar opnaður á útvegg út á torg og innréttingu breytt til samræmis við það í 10-11 verslun með rýmisnúmer 0106 í verslunarhúsi í Langarima 23 á lóð nr. 21-23 við Langarima.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

19. Laugavegur 46 (01.173.102) 101519 Mál nr. BN043540
Ögurhvarf 2 ehf, Borgartúni 3, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningum þar sem fimm íbúðum á 2. hæð og í risi er breytt í gistirými í flokki II tegund b og komið fyrir aðstöðu fyrir vaktmann í húsi á lóð nr. 46 við Laugaveg.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

20. Laugavegur 59 (01.173.019) 101506 Mál nr. BN043733
Snæbjörn Sigurðsson, Álmholt 1, 270 Mosfellsbær
Vesturgarður ehf, Laugavegi 59, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki á teikningum af rakarastofu í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar í rými 0005 í kjallara Kjörgarðs á lóð nr. 59 við Laugaveg.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

21. Lin29-33Vat13-21Skú12 (01.152.203) 101021 Mál nr. BN043730
Harald B Alfreðsson, Vatnsstígur 21, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir póstalausri glerlokun, svalir óupphitaðar og útveggur óbreyttur, á svölum 0505 á 1. hæð á Vatnsstíg 21, mhl. 7, við íbúð 0502 í fjölbýlishúsi á lóðinni Lin29-33Vat13-21Skúl12.
Stærð: 13,3 ferm., 39,4 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 3.152
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Lin29-33Vat13-21Skú12 (01.152.203) 101021 Mál nr. BN043732
Sveinn Þ Jónsson, Vatnsstígur 21, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir póstalausri glerlokun, svalir óupphitaðar og útveggur óbreyttur, á svölum 0105 á 1. hæð á Vatnsstíg 21, mhl. 7, við íbúð 0102 í fjölbýlishúsi á lóðinni Lin29-33Vat13-21Skúl12.
Stærð: 13,3 ferm., 39,4 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 3.152
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

23. Lyngháls 3 (04.326.003) 111048 Mál nr. BN043729
Granir ehf, Korngarður 5, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra og ytra fyrirkomulagi rýma 0101 og 0102 og samnýta tímabundið og færa aðalinngang sem staðsettur er á suðurhlið á húsinu á lóð nr. 3 við Lyngháls.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

24. Lækjargata 12 (01.141.203) 100897 Mál nr. BN043633
Leikfélag Reykjavíkur ses, Listabraut 3, 103 Reykjavík
Hildur Harðardóttir, Grenimelur 42, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma tímabundið fyrir auglýsingaskilti fyrir Borgarleikhúsið á norðurgafli skrifstofuhúss nr. 12 við Lækjargötu.
Erindi fylgir samþykki húseiganda dags. 20. september 2011.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

25. Mávahlíð 20 (01.702.210) 107054 Mál nr. BN043518
Stefán Logi Sigurþórsson, Mávahlíð 20, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteyptan bílskúr á lóð fjölbýlishúss á lóð nr. 20 við Mávahlíð.
Erindi fylgir samþykki lóðarhafa Mávahlíðar 22 dags. 22. ágúst 2011 og þinglýst eignaskiptayfirlýsing dags. 1. desember 2000. einnig samþykki lóðarhafa í Mávahlíð 18, 20 og 22 árituð á uppdrátt dags. 5. september 2011.
Einnig fylgir erindi jákvæð fyrirspurn dags. 23. ágúst 2011 og samþykki meðeigenda dags. 24. og 27. júlí 2011 sem fylgdu með fyrirspurn.
Stærð: 27,2 ferm., 79,1 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 6.328
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

26. Nauthólsvegur 102 (01.688.801) 188806 Mál nr. BN043718
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN043543 dags. 20. sept. 2011 þannig að komið verður fyrir tæknirými, þakgluggar breytir, fylt verður meira upp í eimbaðið svo að það minnkar og komið verður fyrir útisturtum á lóð nr. 102 við Nauthólsveg.
Bréf frá hönnuði dags. 18. okt. 2011.
Minnkun frá áður samþykktum teikningum: 10.2 ferm., 6.1 rúmm.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

27. Óðinsgata 15 (01.184.519) 102124 Mál nr. BN043668
Sigurgísli Bjarnason, Danmörk, Ólöf Sigurðardóttir, Óðinsgata 15, 101 Reykjavík
Stígur Snæsson, Óðinsgata 15, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á eignarhlutum með sameiningu útigeymsla 02-0104 og 0105 í 0104 ásamt breytingum á eldhúsi 0101 og þvottahúsi 0201, einnig er sótt um leyfi fyrir svölum úr stáli og timbri, sbr. erindi BN038692, á austurhlið 3. hæðar húss á lóð nr. 15 við Óðinsgötu.
Erindi BN038692 var grenndarkynnt 3. sept. til 1. okt. 2008, engar athugasemdir bárust, því fylgdi samþykki meðeigenda, sem eru þeir sömu í dag.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

28. Skeljanes 6 (01.673.106) 106897 Mál nr. BN043650
Leifur Örn Svavarsson, Bergstaðastræti 64, 101 Reykjavík
Sigrún Hrönn Hauksdóttir, Bergstaðastræti 64, 101 Reykjavík
Þrúður Arna Briem Svavarsdóttir, Fossagata 11, 101 Reykjavík
Ásgeir Jóel Jacobson, Fossagata 11, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og innrétta þrjár íbúðir, koma fyrir svölum og stækka glugga á suðurhlið og timburklæða útbyggingu á vesturhlið fjölbýlishúss á lóð nr. 6 við Skeljanes.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.

29. Skólavörðustígur 30 (01.181.401) 101791 Mál nr. BN043603
PR holding ehf, Sóleyjargötu 27, 101 Reykjavík
GP-arkitektar ehf, Litlubæjarvör 4, 225 Álftanes
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi, sjá erindi BN041476, fella niður tröppur á austurhlið og breyta í heimagistingu gistiheimili á lóð nr. 30 við Skólavörðustíg.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

30. Snorrabraut 37 (01.240.301) 102987 Mál nr. BN043548
RT veitingar ehf, Höfðabakka 9, 110 Reykjavík
Sjónver ehf, Síðumúla 29 3.hæð, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta tveim kvikmyndasölum aftur í veitingastað eins og var í tíð Silfurtunglsins, sbr. fyrirspurn BN043002 dags. 17. maí 2011, á 2. hæð í húsi Austurbæjarbíós á lóð nr. 37 við Snorrabraut.
Umsögn skipulagsstjóra dags. 18. maí 2011 fylgir.
Gjald kr. 8.000 + 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

31. Stórholt 21 (01.246.013) 103284 Mál nr. BN043717
Kristján Pétur Guðnason, Rafstöðvarvegur 23, 110 Reykjavík
Þuríður Hilda Hinriks, Stórholt 21, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka bílskúr úr forsteyptum einingum á lóð nr. 21 við Stórholt.
Stækkun: 21,2 ferm., 56,3rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 4.504
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

32. Straumur 9 (04.230.001) 110845 Mál nr. BN043724
N1 hf, Dalvegi 10-14, 201 Kópavogur
Umtak fasteignafélag ehf, Dalvegi 10-14, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi bensín og skyndibitastaðarins í bensínstöðinni á lóð nr. 9 við Straum.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

33. Suðurlandsbraut 24 (01.264.103) 103530 Mál nr. BN043716
Reitir II ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum á innra skipulagi 3., 4. og 5. hæðar í húsnæðinu á lóð nr. 24 við Suðurlandsbraut.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

34. Suðurlandsbraut 58-64 (01.471.401) 198021 Mál nr. BN043720
Grund - Mörkin ehf, Hringbraut 50, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta hluta af bílageymslu (B-rými) í gang (A/rými) og glerja hann, bílastæðum fækkar um eitt og annað breytist í B-stæði sem þó er innan marka bílastæðakrafna fyrir fjölbýlishúsið á lóðinni nr. 58-62 við Suðurlandsbraut.
Stækkun: A rými 179,8 ferm., 750,3 rúmm.
Minnkun: B rými 179,8 ferm., 750,3 rúmm.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

35. Suðurlandsbraut 58-64 (01.471.401) 198021 Mál nr. BN043719
Grund - Mörkin ehf, Hringbraut 50, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta í óráðstöfuðum geymslurýmum: - tæknirými, skrifstofur, tómstundaherbergi og þjónustumiðstöð með heilsuræktaraðstöðu og sundlaug á 1. hæð í húsi á lóð nr. 58-64 og 66 við Suðurlandsbraut.
Stækkun 30,2 ferm.,
Minnkun 227,0 rúmm.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

36. Sætún 8 (01.216.303) 102760 Mál nr. BN043338
Stólpar ehf, Borgartúni 25, 105 Reykjavík
Á fundi borgarráðs þann 1. september sl. var erindi BN043338 vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa á ný án staðfestingar og er málið því tekið til meðferðar að nýju.
Sótt er um leyfi til að byggja sex hæða viðbyggingu við skrifstofuhús (mhl. 02) á lóð nr. 8 við Sætún.
Meðfylgjandi er bréf lögfræði og stjórnsýslu skipulags- og byggingarsviðs dags. 25.8. 2011 ásamt bréfi T.ark vegna umsóknar um frestun niðurrifs á skemmu á baklóð dags. 23. ágúst 2011. Greiða skal fyrir 48,1 bílastæði í fl. III
Stækkun mhl. 02: 2.091,9 ferm., 5.307,5 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 424.600
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Þinglýsa skal nýrri eignaskiptayfirlýsingu eigi síðar en við fokheldi.
Skilyrði fyrir byggingarleyfi er að allar byggingar á baklóð verði fjarlægðar í samræmi við gildandi deiliskipulag á kostnað byggingarleyfishafa fyrir 25. október 2016. Þinglýsa skal yfirlýsingu þess efnis fyrir útgáfu byggingarleyfis. Greiða skal fyrir 41.8 bílastæði í flokki III.

37. Tangarhöfði 13 (04.063.408) 110660 Mál nr. BN043222
Tangarhöfði 13 ehf, Tangarhöfða 13, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að opna yfir á lóð nr. 18 við Vagnhöfða og samþykki fyrir áður gerðum viðbyggingum við iðnaðarhúsið nr. 13 á lóðinni 9-15 við Tangarhöfða.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra dags. 1. júlí 2011 fylgir erindinu.Áður gerð stækkun: 173,7 ferm., 627,6 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 50.208
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

38. Templarasund 3 (01.141.210) 100901 Mál nr. BN043539
Þórsgarður ehf, Sætúni 8, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á innra skipulagi og útliti á suðurhlið, sbr. erindi BN043193, húss á lóð nr. 3 við Templarasund og nr. 4 við Kirkjutorg.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 18.10. 2011
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

39. Urriðakvísl 22 (04.212.205) 110761 Mál nr. BN043692
Garðar Þorvarðsson, Urriðakvísl 22, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja millibyggingu milli íbúðarhúss og bílskúrs, byggja kvist yfir baðherbergi á 2. hæð og breyta gluggum í einbýlishúsi á lóð nr. 22 við Urriðakvísl.
Meðfylgjandi er bréf skipulagsstjóra dags. 12.9. 2011
Stærðir stækkun: 15,8 ferm., 43,8 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 3.504
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Uppfylla skal skilyrði varðandi lagnir og tengingu Orkuveitu Reykjavíkur fyrir útgáfu byggingarleyfis.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

40. Vesturgata 30 (01.131.215) 100183 Mál nr. BN043665
Guðmundur Gíslason, Gvendargeisli 50, 113 Reykjavík
Guðbjörg Kristín Haraldsdóttir, Tröllateigur 23, 270 Mosfellsbær
Ingvar Ágústsson, Vesturgata 32, 101 Reykjavík
Loftur Ágústsson, Hraunbraut 35, 200 Kópavogur
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningu vegna gerðar eignaskiptasamnings í íbúðarhúsi á lóð nr. 30 við Vesturgötu.
Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 4. október 2011, virðingargjörð dags. 16. september 1897 og 21. júní 1932, umsögn Húsafriðunarnefndardags. 12. október 2011., umsögn frá Minjasafni Reykjavíkur og virðingagjörð ódags.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.

41. Þverholt 11 (01.244.108) 180508 Mál nr. BN043351
Arkitektar Laugavegi 164 ehf, Laugavegi 164, 105 Reykjavík
Þverholt 11 ehf, Suðurlandsbraut 52, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta notkun tímabundið niður í skóla, fella niður tímabundið níu bílastæði í kjallara og innrétta þar fyrirlestrarsal og til að breyta innra fyrirkomulagi íbúðar- og atvinnuhússins á lóð nr. 11 við Þverholt.
Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 15. júlí, minnisblað LHI, bréf hönnuðar og brunahönnun frá EFLA dags. 19. júlí 2011. Bréf arkitekts dags. 18.10. 2011.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Ýmis mál

42. Skildinganes 30-32 (01.671.306) 106785 Mál nr. BN043750
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 5. júlí sl. var lögð fram umsókn um byggingu garðsstofu á Skildinganesi 30. Ekki kom fram í bókun að um áðurgerða byggingu var að ræða, en garðsstofan var byggð árið 1970.
Einnig láðist að geta þess að um reyndarteikningu væri að ræða fyrir parhúsið á lóð nr. 30-32 á við Skildinganes.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

43. Sólvallagata 77, Sólvallagata 79 og Hringbraut 122 Mál nr. BN043752
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að sameina þrjár lóðir í eina, um er að ræða lóðirnar Sólvallagata 77, Sólvallagata 79 og Hringbraut 122. Lóðin Sólvallagata 77 er talin 250m2, lóðin reyndist við mælingu 251 m2, 251 m2 teknir af lóðinni og lagðir við lóðina Sólvallagata 79. Lóðin Sólvallagata 77 verður 0 m2 og verði afmáð úr skrám. Lóðin Hringbraut 122, er talin 1346 m2, lóðin reynist við mælingu 1377 m2, 1377 m2 teknir af lóðinni og lagðir við lóðina Sólvallagata 79. Lóðin Hringbraut 122 verður 0 m2 og verði afmáð úr skrám. Lóðin Sólvallagata 79, er talin 2531,2 m2, lóðin reynist við mælingu 2535 m2, 251 m2 teknir af lóðinni Sólvallagata 77 og lagðir við lóðina Sólvallagata 79, 1377 m2 teknir af lóðinni Hringbraut 122 og lagðir við lóðina Sólvallagata 79. Lóðin Sólvallagata 79 verður 4163 m2 og verður tölusett samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúa. Sbr. samþykki borgarráðs 14.12.2006 og auglýsingu í B- deild Stjórnartíðinda dags. 5. janúar 2007.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.


Fyrirspurnir

44. Ármúli 44 (01.295.306) 103847 Mál nr. BN043667
Gunnar Hálfdánarson, Háagerði 75, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta litlar íbúðir á 2. og 3. hæð atvinnuhúss á lóð nr. 44 við Ármúla. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 21. október 2011 fylgir erindinu
Nei.
Með vísan til útskriftar úr gerðabók skipulagsstjóra frá 21. október 2011.

45. Gunnarsbraut 46 (01.247.502) 103383 Mál nr. BN043731
Neva ehf, Gunnarsbraut 46, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja skála sem á að nýtast sam matsalur fyrir gistiheimilið á lóð nr. 46 við Gunnarsbraut.
Bréf frá hönnuði dags. 18. okt. 2011
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

46. Hagamelur 39-45 (01.526.004) 106072 Mál nr. BN043736
Guðmundur Júlíusson, Laugarásvegur 54, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að breyta íbúð í rými 02 0101 í starfsmannaaðstöðu, skrifstofu og opna yfir í Hagamel 39 frá fjölbýlishúsinu nr 41 á lóð nr. 39-45 við Hagamel.
Bréf frá hönnuði dags. 14. okt. 2011
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

47. Langholtsvegur 1 (01.355.006) 104319 Mál nr. BN043697
Bjarni Þór Hjaltason, Suðursalir 16, 201 Kópavogur
Spurt er hvort heimilt sé að koma fyrir gistiheimili með 6 herbergjum með því að skipta stofu niður tvo hluta í einbýlishúsinu á lóð nr. 1 við Langholtsveg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

48. Laugarásvegur 75 (01.384.211) 104908 Mál nr. BN043584
Eiríkur Gunnar Helgason, Laugarásvegur 75, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja við vesturhlið einbýlishúss á lóð nr. 75 við Laugarásveg. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 21. október 2011 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 20 október 2011
Jákvætt.
Með vísan til niðurstöðu í umsögn skipulagsstjóra dags. 20 10. 2011, en þar segir #GL fylgja þarf samþykki meðeigenda í húsinu. Ekki er í gildi deiliskipulag á þeim reit sem umrædd lóð tilheyrir og því verður byggingarleyfisumsókn grenndarkynnt berist hún.#GL

49. Skálagerði 17 (01.805.001) 107759 Mál nr. BN043727
Margrét Garðarsdóttir, Skálagerði 17, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að rífa niður veggi þannig að herbergi nýtist sem framlenging af eldhúsi í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 17 við Skálagerði.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og því fylgi umsögn burðarvirkishönnuðar.

50. Skógarás 20 (04.386.505) 111540 Mál nr. BN043728
Tinna Sigurðsson, Skógarás 20, 110 Reykjavík
Spurt er hvort innrétta megi aukaíbúð á 1. hæð (kjallara) einbýlishúss á lóð nr. 20 við Skógarás.
Jákvætt..
Samkvæmt skipulagi að uppfylltum ákvæðum byggingarreglugerðar.

Fundi slitið kl. 13.50

Björn Stefán Hallsson
Jón Hafberg Björnsson Björn Kristleifsson
Bjarni Þór Jónsson Sigrún G Baldvinsdóttir.
Bjarni Þór Jónsson