Umhverfis- og skipulagsráð
Skipulagsráð
Ár 2011, miðvikudaginn 14. desember kl. 8.45, var haldinn 259. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson og áheyrnarfulltrúinn Torfi Hjartarson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Ágúst Jónsson Stefán Finnsson og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Margrét Þormar, Björn Axelsson, Björn Ingi Eðvaldsson og Valný Aðalsteinsdóttir.
Fundarritari var Einar Örn Thorlacius.
Þetta gerðist:
(A) Skipulagsmál
1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 9. desember 2011.
2. Teigahverfi norðan Sundlaugavegar, deiliskipulag Mál nr. SN090100
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi Teigahverfis norðan Sundlaugavegar samkvæmt uppdráttum egg arkitekta ehf. dags. 28. september 2011. Einnig er lögð fram Húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur skýrsla nr. 150 dags. 2009, endurskoðað varðveislumat Minjasafns Reykjavíkur vegna Bjargs dags. 23. febrúar 2010. Tillagan var hagsmunaaðilakynnt frá 16. maí til og með 9. júní 2011. Athugasemdir og ábendingar bárust. Tillagan var auglýst frá 12. október til og með 23. nóvember 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Stefán Jóhann Björnsson dags. 22. nóvember 2011, Javier Tellaeche Campamelós mótt. 22. nóvember 2011, Jakob S. Friðriksson dags. 22. nóvember 2011, Egill Stephensen og Anna G. Egilsdóttir dags. 23. nóvember 2011 og Landssamtök hjólreiðamanna dags. 23. nóvember 2011. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 7. dessember 2011.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra dags. 7. desember 2011.
Vísað til borgarráðs.
3. Laugardalur, brettavöllur, breyting á deiliskipulagi(01.375) Mál nr. SN110369
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Framkvæmda- og eignasviðs dags. 8. september 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Laugardals vegna staðsetningu brettavallar norðan Engjavegar og vestan Þróttheima, skv. deiliskipulagsuppdrætti og skýringaruppdrætti Landslags ehf. dags. september 2011. Jafnframt verða felld úr gildi 186 áður fyrirhuguð bílastæði á svæðinu. Tillagan var auglýst frá 30. september til og með 11. nóvember 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Jón Þór Ólafsson dags. 30. september, Grétar Amazeen dags. 9. október, Ágústa Dröfn Sigmarsdóttir dags. 24. október, Regína Unnur Margrétardóttir dags. 31. október, Hildigunnur Einarsdóttir dags. 1. nóvember, Chuai Thongsawat og Jóhann Jónmundsson dags. 1. nóvember, Rannveig Pálmadóttir dags. 1. nóvember, Frímann Ari Ferdinandsson f.h. ÍBR dags. 10. nóvember, Framkvæmdastjórar íþróttamannvirkja í Laugardal dags. 3. nóvember, listi með 12 íbúum dags. 10. nóvember, Stefanía V. Sigurjónsdóttir og Axel Eiríksson dags. 10. nóvember, Jón Á Eiríksson og Elísabet Magnúsdóttir dags. 10. nóvember, Hjalti Þórarinsson og Guðrún Björk Tómasdóttir dags. 10. nóvember og Ágúst H. Bjarnason dags. 10. nóvember 2011. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 30. nóvember 2011.
Hjálmar Sveinsson tók sæti á fundinum kl. 9:05
Jórunn Frímannsdóttir tók sæti á fundinum kl. 9:14
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 30. nóvember 2011.
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson og Jórunn Frímannsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins og óskuðu bókað, #GL Tekið er undir athugasemdir íbúa og áhyggjur vegna fyrirhugaðrar staðsetningar brettavallar og þess ónæðis sem honum getur fylgt. Hönnun vallarins ræður miklu um það hvort sátt geti skapast um völlinn á þessum stað, og því hefði frumhönnun þurft að liggja fyrir áður en staðsetningin var samþykkt. Óskað er eftir því að samráð verði haft við Brettafélag Reykjavíkur þegar kemur að gerð nýs brettavallar. #GL
4. Árbær-Selás, breyting á skilmálum Mál nr. SN110514
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 6. desember 2011 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Árbær-Selás. Í breytingunni felst að heimilt verði að gera íbúðir í kjallara/jarðhæð.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
5. Nýr Landspítali við Hringbraut, lýsing, nýtt deiliskipulag(01.19) Mál nr. SN110037
SPITAL ehf, Geirsgötu 9, 101 Reykjavík
Lögð fram umsókn Spital ehf. dags. 13 september 2010, lýsing Spital vegna Landspítala við Hringbraut dags. 25. janúar 2011, drög að endurskoðaðu varðveislumati dags. 2. febrúar 2011 ásamt umsögnum hagsmunaaðila og umsögn Skipulagsstofnunar dags. 2. mars 2011 ásamt fornleifskráningu Minjasafns Reykjavíkur móttekin í mars 2011.
Einnig er lögð fram tillaga SPITAL að deiliskipulagi Landsspítala við Hringbraut samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum dags. 10. ágúst 2011 br. 24. ágúst 2011 ásamt ásýndarmyndum og skuggavarpi dags. 10. ágúst 2011 br. 24. ágúst 2011 og drög að greinargerð og skilmálum dags. 8. ágúst 2011 ásamt minnisblaði dags. 12. apríl 2011, bréf Spital til skipulagsráðs dags. 28. apríl 2011, bókun Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 10. maí 2011 þrívíddarmyndir dags. 19. maí 2011 minnisblað SPITAL dags. 7. júní 2011, minnisblað SPITAL varðandi umferðardreifingu dags. 7. júní 2011 , minnisblað SPITAl vegna bílastæða dags. 20. júní 2011, minnisblað verkefnisstjóra dags. 28. júní 2011 , minnisblað SPITAL dags. 1. júlí 2011 og minnisblað Skipulags- og byggingarsviðs dags. 5. júlí 2011, breytt 17. ágúst 2011.
Einnig eru lagðar fram eftirfarandi skýrslur:
Drög að greinargerð um samgöngur dags. 31. maí 2011, Þyrlupallur forsendur dags. 18. apríl 2011, Flutningur hættulegra efna um Hringbraut, áhættugreining dags. 4. mars 2011, Gróður á lóð Landspítalans dags. 1. mars 2011, Samgöngustefna 1. útgáfa dags. í maí 2011 ásamt kynningarbréfi dags. 30. maí 2011 og Hljóðvistarskýrsla dags. 1. mars 2011.
Kynning stóð til og með 1. október 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn ábendingar og athugasemdir: Tómas R. Hansson dags. 5. september 2011, Orri Þór Ormarsson dags. 6. sept., Finnbogi Gústafsson og Edda Hallsdóttir dags. 30. sept., Páll Benediktsson f.h. húsfélagsins að Miklubraut 22-30 dags. 30. sept., Hilmar Þór Björnsson, dags. 30. sept., Þórir Einarsson, dags. 30. sept., Elín Steinarsdóttir, dags. 30. sept., Katrín Þorsteinsdóttir, dags. 30. sept., Einar Eiríksson og Ásdís Gestsdóttir f.h. átakshóps suður Þingholta #GLVerjum hverfið#GL dags. 30. sept, Sturla Snorrason dags. 30. sept., Þorbergur Þórsson dags. 30. sept., Þóra Andrésdóttir dags. 1. okt., Þóra Andrésdóttir dags. 1. okt; Steinunn Þórhallsdóttir f.h. Íbúasamtök 3. hverfis dags. 1. okt., Magnús Skúlason f.h. Íbúasamtök Miðborgar dags. 4. okt., Hollvinir Grensásdeildar, dags. 26. sept. Einnig er lögð fram umsögn Umhverfis og samgöngusviðs dags. 29. september 2011.
Nú lögð fram drög að umferðarskýrslu umhverfis og samgöngusviðs dags. 13. desember 2011 ásamt minnisblaði SPITAL dags. 30. nóvember 2011.
Frestað.
(B) Byggingarmál
6. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN043689
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerðir afgreiðslufunda byggingarfulltrúa nr. 663. frá 6. desember 2011 og nr. 664. frá 13. desember 2011.
7. Óðinsgata 14, reyndarteikningar (01.184.421) Mál nr. BN043574
Anna Sigurveig Magnúsdóttir, Óðinsgata 14, 101 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. september 2011 þar sem sótt er um samþykkt á áður gerðum breytingum og stækkun á einbýlishúsi á lóð nr. 14 við Óðinsgötu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 11.október 2011. Erindi var grenndarkynnt frá 19. október til og með 16. nóvember 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Tinna Jóhannsdóttir dags. 14. nóvember 2011 og Einar Guðjónsson dags. 16. nóvember 2011. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 25. nóvembe 2011. Stækkun: xx ferm., xx rúmm.Gjald kr. 8.000 + xx
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 25. nóvember 2011.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
Hjálmar Sveinsson vék af fundi við afgreiðslu málsins
(C) Fyrirspurnir
8. Rafstöðvarvegur 9 og 9a, (fsp) notkun (04.25) Mál nr. SN110381
Lögmannsstofa Ingimars I hdl sf, Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Ingimars Ingimarssonar hrl. f.h. Sjöstjörnunnar ehf. dags. 15. september 2011 varðandi notkun á fasteignunum að Rafstöðvarvegi 9 og 9a. Einnig eru lagðar fram umsagnir hverfaráðs Árbæjar og Grafarholts dags. 8. desember 2011 , hverfaráðs Breiðholts dags. 8. desember 2011 og umsögn skipulagsstjóra dags. 23. september 2011.
Umsögn skipulagsstjóra dags. 23. september 2011 samþykkt.
Fulltúri Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs Torfi Hjartarson óskaði bókað, #GLVinstrihreyfingin-grænt framboð telur afar óheppilegt hvernig staðið var að samningum án fyrirvara fyrir hönd almennings þegar á sínum tíma var ráðist í byggingu sýningarhúss fyrir fornbíla í Elliðaárdal. Á móti kemur að almannavald í borginni setur starfsemi á þessum stað skorður með skipulagi. Vinstrihreyfingin-grænt framboð telur það skyldu borgaryfirvalda að standa vörð um umhverfi, lífríki og útivist í dalnum. Ekki fer vel á því að koma fyrir á þessu svæði líkamsrækt með herbúðasniði, hávaða og yfirbragði sem því fylgir, bílastæðaþröng og mikilli umferð bíla. Finna þarf
húsum á svæðinu heppilegra hlutverk í sátt við mannlíf, sögu og náttúrulegt umhverfi.#GL
Fulltrúar Besta flokksins, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks taka undir gagnrýni á hvernig staðið var að samningum á sínum tíma þegar lóðinni var úthlutað til fornbílaklúbbs. Í dag var hinsvegar aðeins verið að samþykkja að ráðast í breytingar á deiliskipulagi svæðisins, þar sem skipulagsráð mun hafa öll tækifæri til að skilgreina notkun þess, með hagsmuni almennings að leiðarljósi.
9. Pósthússtræti 11, (fsp) stækkun (01.140.5) Mál nr. SN110407
Hótel Borg ehf, Borgartúni 26, 105 Reykjavík
THG Arkitektar ehf, Faxafeni 9, 108 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Hótel Borgar dags. 4. október 2011 varðandi aukningu á byggingarmagni lóðarinnar nr. 11 við Pósthússtræti, samkvæmt tillögu THG Arkitekta dags. 12. október 2011, ásamt bréfi Halldórs Guðmundssonar dags. 7. desember 2011 og nýrri tillögu THG Arkitekta dags.9. desember 2011.
Frestað.
10. Þórsgata 13, (fsp) breyting á deiliskipulagi (01.181.1) Mál nr. SN110512
Karl Sigfússon, Þórsgata 13, 101 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Karls Sigfússonar dags. 8. desember 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Þórsgötureits vegna lóðarinnar nr. 13 við Þórsgötu samkvæmt uppdr. Bjarna Snæbjörnssonar ark., dags. 8. desember 2011.
Frestað.
(D) Ýmis mál
11. Reitur 1.171.1, Bréf borgarráðs (01.171.1) Mál nr. SN110524
Lagt fram bréf borgarráðs dags. 8. desember 2011 ásamt bréfi borgarlögmanns dags. 8. desember 2011 og samkomulagi Reykjavíkur og lóðarhafa dags. í nóvember 2011 um endurskoðun á deiliskipulagi Hljómalindarreits.
12. Betri Reykjavík, meðferð hugmynda af Betri Reykjavík Mál nr. SN110508
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagðar fram leiðbeiningar dags. í desember 2011 varðandi meðferð fagráða um hugmyndir af Betri Reykjavík.
Frestað.
13. Betri Reykjavík, Leyfa hænsnahald í borginni til nýtis Mál nr. SN110500
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd í skipulagsflokki á Betri Reykjavík frá 30. nóvember 2011, um að leyfa hænsnahald í borginni til nýtis, ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.
14. Víðines, afmörkun lóðar Mál nr. SN110495
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf Framkvæmda- og eignasviðs dags. 24. nóvember 2011 varðandi afmörkun lóðar fyrir hjúkrunarheimilið í Víðinesi, samkvæmt uppdrætti Framkvæmda- og eignasviðs dags. desember 2011.
Frestað.
15. Jafnasel, orðsending skrifstofu borgarstjórnar (04.993) Mál nr. SN110478
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra 18. nóvember 2011 var lögð fram orðsending skrifstofu borgarstjórnar R11110047 dags. 14. nóvember 2011 ásamt erindi framkvæmdastjóra Atlantsolíu dags. 10. nóvember 2011 þar sem óskað er eftir lóð við Jafnasel undir rekstur Bensínstöðvar.
Frestað.
16. Atvinnustefna Reykjavíkur, bréf skrifstofu borgarstjórnar Mál nr. SN110505
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 2. desember 2011 þar sem óskað er eftir umsögn fyrir 16. desember nk. um drög að atvinnustefnu Reykjavíkurborgar dags. 25. nóvember 2011.
Frestað.
Fundi slitið kl. 12.15.
Páll Hjalti Hjaltason
Hjálmar Sveinsson Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir
Kristín Soffía Jónsdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Gísli Marteinn Baldursson Jórunn Frímannsdóttir
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2011, þriðjudaginn 13. desember kl. 10.15 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 664. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Harri Ormarsson, Björn Stefán Hallsson, Jón Hafberg Björnsson, Sigrún Reynisdóttir, Björn Kristleifsson og Sigrún G Baldvinsdóttir.
Fundarritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Álfab. 12-16/Þönglab. (04.603.503) 111722 Mál nr. BN043930
Hneitir ehf, Þönglabakka 6, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rétta úr bogabrú á 3. hæð milli Þönglabakka 1 og 6 á lóð nr. Álfabakki 12-16/Þönglabakki 1-6.
Stækkun 4,48 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 358
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
2. Álfheimar 74 (01.434.301) 105290 Mál nr. BN043861
Dea Medica ehf, Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sótt eru leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN042810 þar sem settar eru nýjar hurðir í gang og rennihurðir í millirými í mhl. 02 á 7. hæð hússins á lóð nr. 74 við Álfheimar.
Bréf frá hönnuði dags. 15. nóv. 2011 og samþykki eiganda dags. 29. nóv. 2011 fylgir.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
3. Ármúli 21 (01.264.105) 103532 Mál nr. BN043938
Bíó ehf, Klapparstíg 25-27, 101 Reykjavík
Eik fasteignafélag hf, Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningu þar sem gerð er grein fyrir breytingum á ákvæðum um brunavarnir frá nýsamþykktu erindi, sjá BN043797, í kjallara og á 1. hæð atvinnuhúss á lóð nr. 21 við Ármúla.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
4. Baldursgata 32 (01.186.321) 102274 Mál nr. BN043948
Dán tán ehf, Mánatúni 5, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til niðurrifs, vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar skv. skipulagi frá 2009, einbýlishússins á lóðinni nr. 32 við Baldursgötu.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 8.12. 2011.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.
5. Baldursgata 34 (01.186.322) 102275 Mál nr. BN043949
Dán tán ehf, Mánatúni 5, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til niðurrifs, vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar skv. skipulagi frá 2009, einbýlishússins á lóðinni nr. 34 við Baldursgötu.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 8.12. 2011.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.
6. Bárugata 21 (01.135.502) 100496 Mál nr. BN043903
Friðrik Örn Hjaltested, Bárugata 21, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningu sem sýnir nýjan útgang úr stofu á austurhlið annarrar hæðar út á bílskúrsþak, byggingu palls með grindverki og skjólvegg á bílskúrsþakinu til samræmis við sams konar mannvirki á Bárugötu 19, sbr. umsögn skipulagsstjóra dags. 9. nóvember 2011, við íbúðarhús á lóð nr. 21 við Bárugötu.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Enda séu veggir lóðanna 19 og 21 að götu jafnháir, og veggur á lóðarmörkum jafnhár þeim veggjum sem fyrir eru.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
7. Bergstaðastræti 14 (01.180.212) 101700 Mál nr. BN043943
Batteríið Arkitektar ehf, Burknabergi 8, 220 Hafnarfjörður
Ráðhildur Sigrún Ingadóttir, Danmörk, Magnús Tumi Magnússon, Danmörk, Sótt er um leyfi til að endurnýja glugga og svalahurð/glugga í upphaflegri mynd á þriðju hæð fjölbýlishússins á lóðinni nr. 14 við Bergstaðastræti.
Meðfylgjandi er bréf umsækjenda dags. 3.12. 2011 og samþykki meðeigenda dags. 15.11. 2011.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
8. Borgartún 26 (01.230.002) 102910 Mál nr. BN043901
LF6 ehf, Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta austurhluta 2. hæðar verslunar- og skrifstofuhússins á lóð nr. 26 við Borgartún.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
9. Borgartún 33 (01.219.101) 102777 Mál nr. BN043900
Reginn A1 ehf, Borgartúni 25, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka um eina hæð og byggja einnar hæðar viðbyggingu fyrir varaaflstöð og nýtt stigahús á norðurhlið skrifstofuhúss á lóð nr. 33 við Borgartún.
Jafnframt er erindi BN043086 dregið til baka.
Stækkun: 1.017,6 ferm., 2.418,8 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 273.504
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
10. Brautarholt 1 125660 (00.018.000) 125660 Mál nr. BN043902
Bjarni Pálsson, Brautarholt 1, 116 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja golfskála fyrir veitingasölu í flokki II úr timbri á steyptum undirstöðum með flötu þaki á jörðinni Brautarholt 1 með landnúmeri 125660.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 9. desember 2011 fylgir erindinu , útskrift úr gerðabók skipulagsstjóra dags. 12.12. 2011 og bréf hönnuðar dags. 7.12. 2011
Stærðir brúttó: 118,3 ferm., 378,6 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 30.288
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
11. Faxafen 10 (01.466.101) 195609 Mál nr. BN043774
Antik og List ehf, Austurstræti 10a, 101 Reykjavík
Einar Ingi Marteinsson, Njörvasund 19, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að opna húðflúrstofu í eignarhluta 0104 og hluta af eignarhluta 0103 í húsnæðinu á lóð nr. 10 við Faxafen.
Gjald kr. 8.000 + 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
12. Fellsmúli 10A (01.296.002) 103856 Mál nr. BN043428
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða að utan með sléttum álplötum, dreifistöð Orkuveitu Reykjavíkur á lóð nr. 10A við Fellsmúla
Meðfylgjandi er bréf Orkuveitunnar dags 6.7. 2011 og tölvupóstur sömu aðila dags. 18.8. 2011. Einnig samþykki húsfélaganna Fellsmúla 10 og 12.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
13. Fiskislóð 45 (01.087.603) 174393 Mál nr. BN043893
Ragnar Þórisson, Suðurgata 18, 101 Reykjavík
MiniMax ehf, Bollagörðum 12, 170 Seltjarnarnes
Sótt er um leyfi til að síkka og breikka glugga á norðurhlið 2. hæðar í húsinu á lóð nr. 45 við Fiskislóð.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
14. Fylkisvegur 9 (04.364.701) 111278 Mál nr. BN043612
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja nýtt eimbað við suðvesturhlið, koma fyrir nýrri setlaug á laugarbakka og til að stækka tæknirými í kjallara Árbæjarlaugar á lóð nr. 9 við Fylkisveg.
Stækkun: Kjallari 42 ferm., 1. hæð 8,1 ferm.
Samtals: 50,1 ferm., 160,4 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 12.832
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
15. Gerðarbrunnur 20-22 (05.056.404) 206055 Mál nr. BN043931
Steinar Karlsson, Víkurbakki 22, 109 Reykjavík
Kristján Hörður Steinarsson, Víkurbakki 22, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breyta útitröppum sbr. erindið BN038485 á vesturhlið parhússins nr. 20 á lóð nr. 20-22 við Gerðarbrunn.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.
16. Grandavegur 1 (01.522.201) 105976 Mál nr. BN043154
Björn Kristján Hafberg, Grandavegur 1, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til setja tvo þakglugga á austurhlið fjölbýlishússins nr. 1 á lóð nr. 1-3 við Grandaveg.
Samþykki húsfélagsins Grandaveg 1 dags. 4. maí 2011 og samþykki eigenda Grandaveg 3 fylgir.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
17. Hringbraut 57 (01.540.011) 106228 Mál nr. BN043802
Sif Guðmundsdóttir, Hringbraut 57, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningum þar sem gerð er grein fyrir íbúð í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 57 við Hringbraut.
Erindi fylgir virðingargjörð dags. 10. febrúar 1956, þinglýstur eignaskiptasamningur dags. 9. desember 1985 og þinglýst afsal dags. 22. desember 2010.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
18. Iðunnarbrunnur 17-19 (02.693.411) 206075 Mál nr. BN043803
Kristján Viðar Bergmannsson, Iðunnarbrunnur 17, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að steypa stoðveggi á hluta lóðamarka, setja upp heitan pott og færa sorpgeymslur við parhús nr. 17 á lóð nr. 17-19 við Iðunnarbrunn.
Meðfylgjandi er umsögn Skipulagstjóra dags. 17.10. 2011 og samþykki meðlóðarhafa á nr. 19 dags. 18.11. 2011.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Enda sé veggur hvergi hærri en einn meter yfir beina línu milli hæðapunkta á lóðarmörkum.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
19. Í Úlfarsárlandi 123800 (00.074.001) 173282 Mál nr. BN043834
Fjarskipti ehf, Skútuvogi 2, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tækjaskýli úr timbri klætt með stáli og koma fyrir tveim tréstaurum til fjarskiptareksturs á toppi Úlfarsfells á Úlfarsfellslóð landnúmer 173282.
Stærðir: 15,1 ferm.,. 40,8 rúmm. brúttó.
Gjald kr. 8.000 + 326,4
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
20. Klettagarðar 4 (01.323.301) 215730 Mál nr. BN043936
K 4 ehf, Hafnarstræti 20, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi sbr. BN042573 til að breyta innra skipulagi, stækka lóð um 1713 ferm., koma fyrir olíuskilju og olíutanki og girðingu, 2,0 m hárri úr stálneti á lóðarmörkum í húsinu á lóð nr. 4 við Klettagarða.
Stækkun: Hús XX rúmm. stærð tanka XX ferm., XX rúmm.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
21. Laugavegur 105 (01.240.005) 102974 Mál nr. BN043851
Laugavegur 105 ehf, Bíldshöfða 14, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta 34 íbúðir á 3. 4. og 5. hæð og til að koma fyrir flóttastiga á bakhlið íbúðar- og atvinnuhúss á lóð nr. 105 við Laugaveg.
Erindi fylgir fsp. dags 28. júní 2011 og umsögn lögfræði- og stjórnsýslu dags. 12. desember 2011.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu dags. 12. desember 2011.
22. Laugavegur 164 (01.242.102) 103032 Mál nr. BN043835
Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta brunavörnum sbr. BN041689 á 1. hæð austurenda skrifstofuhúss á lóð nr. 164 við Laugaveg.
Bréf frá hönnuði dags. 4. nóv. 2011 fylgir.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
23. Laugavegur 166 (01.242.102) 103032 Mál nr. BN043836
Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta brunavörnum sbr. BN041690 á 1. hæð skrifstofuhúss á lóð nr. 166 við Laugaveg.
Bréf frá hönnuði dags. 4. nóv. 2011 fylgir.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
24. Laugavegur 3 (01.171.014) 101360 Mál nr. BN043935
Indókína ehf, Hólahjalla 1, 200 Kópavogur
Fjárfestingafél Eignaleiga ehf, Hólahjalla 1, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingu veitingahúss á 1. hæð og í kjallara fjöleignahúss á lóð nr. 3 við Laugaveg.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
25. Lynghagi 18 (01.554.111) 106588 Mál nr. BN043934
Jóna Jónsdóttir, Lynghagi 18, 107 Reykjavík
Njáll Þorbjarnarson, Lynghagi 18, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skrá þinglýstar séreignir sem ósamþykktar íbúðir í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 18 við Lynghaga.
Erindi fylgja þinglýst afsöl dags. 9. maí 1963, 30. apríl 1963, 17. nóvember 1964, 21.janúar 1969, 28. janúar 1969, 2. nóvember 1973, 2. júlí 1981, 3. október 1990 og 3. október 1990. Einnig samþykki meðeigenda dags. 5. desember 2011.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
26. Lyngháls 4 (04.326.402) 180304 Mál nr. BN043941
Grjótháls ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta hliðarhengdri inngangshurð í rennihurð sem opnast sjálfvirkt við brunaboð á jarðhæð í veitingahúsi á lóð nr. 4 við Lyngháls.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
27. Nauthólsvegur 50 (01.619.601) 106641 Mál nr. BN043929
Nova ehf, Lágmúla 9, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til koma fyrir sendiskáp út á þaki og loftnetsúlu með loftneti til viðbótar þeim sem leyfi eru fyrir á Hótel Loftleiðir á lóð nr. 50 við Nauthólsveg.
Samþykki frá eiganda dags. 1. feb. 2007
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
28. Næfurás 10-14 (04.381.402) 111477 Mál nr. BN043859
Næfurás 10,12,14,húsfélag, Næfurási 10, 110 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi, þar sem gerð er grein fyrir nýtingu óuppfylltra sökkulrýma í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 10-14 við Næfurás.
Stækkun: 112,8 ferm., 309 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 24.720
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
29. Ránargata 2 (01.136.012) 100515 Mál nr. BN043897
Ránargata 2,húsfélag, Ránargötu 2, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningum af kjallara þar sem gerð er grein fyrir áður gerðri íbúð í húsi á lóð nr. 2 við Ránargötu.
Bréf sem segir frá tengingu eldavélar dags. 20 Júlí 1951.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
30. Reynimelur 50 (01.540.115) 106260 Mál nr. BN043933
Ingi Þór Vöggsson, Reynimelur 50, 107 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningu, þar sem gerð er grein fyrir áður gerðri íbúð í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 50 við Reynimel.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
31. Síðumúli 24-26 (01.295.001) 103831 Mál nr. BN042839
Tryggingamiðstöðin hf, Síðumúla 24, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir innri breytingum og breytingum á brunamerkingum og táknum á 1. 2. 3. og 4. hæð húsnæðisins á lóð nr. 24-26 við Síðumúla.
Samþykki meðeigenda dags. 31. ágúst 2011. og bréf frá hönnuði dags. 1. des. 2011 fylgja.
Gjald kr. 8.000 + 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.
32. Skeljanes 4 (01.673.106) 106833 Mál nr. BN043671
Hulda Steingrímsdóttir, Skeljanes 4, 101 Reykjavík
María Björk Steinarsdóttir, Noregur, Sótt er um samþykkt á reyndarteikningu af fjölbýlishúsi á lóð nr. 4 við Skeljanes.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 9. desember 2011, ásamt umsögn skipulagsstjóra frá 6. desember 2011 fylgja erindinu.]
Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 10. október 2011.
Gjald kr. 8.000 + 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsstjóra dags. 6. desember 2011.
33. Skipholt 17 (01.242.212) 103038 Mál nr. BN043925
Drómi hf, Lágmúla 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að styrkja plötu kringum stigagöt, með stálbitum í lofti og skástífum, milli 3. og 4. hæðar í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 17 við
Skipholt.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
34. Skógarás 20 (04.386.505) 111540 Mál nr. BN043942
Tinna Sigurðsson, Skógarás 20, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta 59,2 ferm. aukaíbúð að viðbættum geymslum á 1. hæð í íbúðarhúsi á lóð nr. 20 við Skógarás.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
35. Skólavörðustígur 30 (01.181.401) 101791 Mál nr. BN043603
PR holding ehf, Sóleyjargötu 27, 101 Reykjavík
GP-arkitektar ehf, Litlubæjarvör 4, 225 Álftanes
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi, sjá erindi BN041476, fella niður tröppur á austurhlið og breyta í heimagistingu gistiheimili á lóð nr. 30 við Skólavörðustíg.
Erindi fylgir umsögn lögfræði- og stjórnsýslu dags. 8. desember 2011.
Gjald kr. 8.000
Synjað.
Með vísan til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu dags. 8. desember 2011.
36. Skútuvogur 13 (01.427.401) 105178 Mál nr. BN043472
Steindór Pétursson, Brekkubær 3, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir hárgreiðslustofu í mhl. 01 í rými 0103 í atvinnuhúsinu á lóð nr. 13 við Skútuvog.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
37. Smiðshöfði 11 (04.061.203) 110606 Mál nr. BN043928
Atvinnuhúsnæði ehf, Frostafold 97, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja áður samþykkt erindi BN037934 þar sem sótt er um leyfi fyrir millilofti í einingu 0201 og 0202 í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 11 við Smiðshöfða.
Stærð millilofts 108,7 ferm.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
38. Stórholt 17 (01.246.011) 103282 Mál nr. BN043939
Sveinbjörn R Magnússon, Stórholt 17, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteyptan bílskúr (mhl.03)í austurhorni lóðar fjölbýlishúss á lóð nr. 17 við Stórholt.
Stærð: 35 ferm., 99,8 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 7.984
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
39. Straumur 9 (04.230.001) 110845 Mál nr. BN043724
Umtak fasteignafélag ehf, Dalvegi 10-14, 200 Kópavogur
N1 hf, Dalvegi 10-14, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi bensín- og skyndibitastaðarins í bensínstöðinni á lóð nr. 9 við Straum.
Gjald kr. 8.000 + 8.000
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.
40. Suðurhólar 35 (04.645.903) 111967 Mál nr. BN043927
Brynja, Hússjóður Öryrkjabandal, Hátúni 10c, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi bílastæða framan við íbúð 0103 við nýsamþykkt raðhús, sjá erindi BN043067, nr. 35F á lóð nr. 35 við Suðurhóla.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna lóðar verði þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
41. Suðurlandsbraut 16 (01.263.102) 103523 Mál nr. BN043937
Kergils ehf, Brekkutanga 1, 270 Mosfellsbær
Linda Katrín Urbancic, Kirkjustétt 32, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta snyrti-og nuddstofu í rými 0102 í húsinu á lóð nr. 16 við Suðurlandsbraut.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
42. Templarasund 3 (01.141.210) 100901 Mál nr. BN043539
Þórsgarður ehf, Sætúni 8, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á innra skipulagi og útliti á suðurhlið, sbr. erindi BN043193, húss á lóð nr. 3 við Templarasund og nr. 4 við Kirkjutorg.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 18.10. 2011 og annað dags. 6.12. 2011
Gjald kr. 8.000 + 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
43. Vatnsveituv. Fákur (04.712.001) 112366 Mál nr. BN043783
Guðrún Oddsdóttir, Norðurás 6, 110 Reykjavík
Sveinbjörn Runólfsson, Fagribær 6, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalir úr timbri innfelldar í þak út frá kaffistofu á 2. hæð hesthúss Fáks nr. xx á lóð nr. xx við Vatnsveituveg.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
44. Vesturgata 21 (01.136.005) 100508 Mál nr. BN043940
Sigurður Sigurðsson, Vesturgata 21, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir fimm þakgluggum og bæta við einum glugga á norðurhlið 1. hæðar einbýlishúss (mhl. 01) á lóð nr. 21 við Vesturgötu.
Erindi fylgja umsagnir Húsafriðunarnefndar dags. 17. og Minjasafns Reykjavíkur dags. 23. ágúst 2011, einnig jákvæð fyrirspurn frá Byggingarfulltrúa dags. 23. ágúst 2011.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Hönnuður hafi samband við embættið.
45. Þingvað 29 (04.791.304) 201483 Mál nr. BN043798
Helga Lund, Kleifarsel 53, 109 Reykjavík
Tómas Ingi Tómasson, Kleifarsel 53, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja og breyta erindi BN038348, þar sem veitt var leyfi til að byggja staðsteypt einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 29 við Þingvað.
Stærð: 1. hæð íbúð 222,4 ferm., bílgeymsla 33,1 ferm., 2. hæð íbúð 40,2 ferm.
Samtals: 295,7 ferm., 1132,5 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 90.600
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Ýmis mál
46. Landspildur - Vesturlandsv. Mál nr. BN043945
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Framkvæmda- og eignasvið óska eftir því að fimm landspildur verði lagðar undir borgarlandið og afmáðar úr skrám, samanber meðfylgjandi uppdrátt Landupplýsingadeildar dags. 7. 12. 2011.
Landnúmerin eru eftirfarandi : 110471, 110487, 110488, 110489 og 110496.
sem óskað er eftir að verði gerðar að borgarlandi, landnúmer 218177.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Fyrirspurnir
47. Dugguvogur 6 (01.454.001) 105617 Mál nr. BN043829
Benedikt Emil Jóhannsson, Vesturás 35, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja við, og hversu mikið, atvinnuhús á lóð nr. 6 við Dugguvog.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 9. desember 2011 ásamt umsögn skipulagsstjóra frá 29. nóvember 2011 fylgja erindinu.
Jákvætt.
Ekki gerð athugasemd við erindið með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 29.nóvember 2011.
48. Hólmaslóð olíustöð 2 (01.085.101) 100002 Mál nr. BN043845
Jón Richard Sigmundsson, Reyrengi 41, 112 Reykjavík
Spurt er hvort koma megi fyrir 3-4 skrifstofugámum fyrir hreinlætis- og hvíldaraðstöðu 14 starfsmanna við hlið afgreiðsluhúss á olíustöð Skeljungs við Hólmaslóð í Örfirisey.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 9. desember 2011 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Ekki gerð athugasemd við erindið með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 9. desember 2011.
49. Skeifan 5 (01.460.102) 105657 Mál nr. BN043912
Shi Jin, Kleppsvegur 44, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta netbar og veitingahús í fl. III í iðnaðarhúsi á lóð nr. 5 við Skeifuna.
Ekki gerð athugasemd við erindið skipulagslega séð, en vísað er til athugasemda byggingarfulltrúa á umsóknarblaði.
50. Veltusund 3B (01.140.420) 100860 Mál nr. BN043926
HALAL ehf, Njálsgötu 30b, 101 Reykjavík
Spurt er hvort núverandi rekstur fyrirtækisins Halal ehf. sé samþykktur í húsi á lóð nr. 3B við Veltusund.
Afgreitt með vísan til athugasemda á umsóknarblaði.
51. Víðihlíð 38 (01.782.611) 107546 Mál nr. BN043932
Georg Georgsson, Birkihlíð 28, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að reisa garðskála að mestu undir svölum annarar hæðar raðhússins nr. 38 á lóð nr. 36-42 við Víðihlíð.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
52. Þórðarsveigur 2-6 (05.133.501) 190672 Mál nr. BN043916
Garðar Hólm Birgisson, Heiðaþing 3, 203 Kópavogur
Spurt er hvort leyfi fengist til að breyta atvinnuhúsnæði á 1. hæð í 2 íbúðir með sérinngangi í húsinu nr. 6 á lóð nr. 2-6 við Þórðarsveig.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 9. desember 2011 fylgir erindinu.
Nei.
Samræmist ekki deiliskipulagi.
Fundi slitið kl. 11.50.
Björn Stefán Hallsson
Jón Hafberg Björnsson Sigrún Reynisdóttir
Björn Kristleifsson Sigrún G Baldvinsdóttir
Harri Ormarsson