Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Framkvæmda- og eignaráð

Ár 2010, mánudaginn 8. mars var haldinn 41. fundur framkvæmda- og eignaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:30. Þessir sátu fundinn: Óskar Bergsson, Sigrún Magnúsdóttir, Kristján Guðmundsson, Heimir Janusarson og Ásgeir Runólfsson. Einnig sátu fundinn: Kristín Einarsdóttir, Ágúst Jónsson, Hreinn Ólafsson, Ámundi Brynjólfsson og Ása Sif Guðbjörnsdóttir.
Fundarritari var Þórhildur Lilja Ólafsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram til kynningar frumvarp að þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál Reykjavíkurborgar 2011-2013.

2. Lagt fram yfirlit yfir viðskipti Framkvæmda- og eignasviðs við Innkaupaskrifstofu í febrúar 2010, dagsett 1. mars 2010.

3. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR dagsett 19. febrúar 2010 varðandi tillögu sem samþykkt var á fundi íþrótta – og tómstundaráðs 5. febrúar 2010 varðandi fegrun umhverfis á reiðsvæði í Víðidal.
Samþykkt að vísa tillögunni til Framkvæmda- og eignasviðs.

- Kjartan Eggertsson tók sæti á fundinum kl. 13:34
- Jórunn Frímannsdóttir tók sæti á fundinum kl. 13:36

4. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR dagsett 19. febrúar 2010 varðandi tillögu sem samþykkt var á fundi íþrótta – og tómstundaráðs 5. febrúar 2010 varðandi lagningu körfuknattleiksvallar á skólalóð í Breiðholti.
Samþykkt að vísa tillögunni til Framkvæmda- og eignasviðs.

5. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR, dagsett 19. febrúar 2010 varðandi tillögu sem samþykkt var á fundi íþrótta – og tómstundaráðs 5. febrúar 2010 varðandi lagningu sparkvallar á lóð Ölduselsskóla.
Samþykkt að vísa tillögunni til Framkvæmda- og eignasviðs.

6. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR, dagsett 19. febrúar 2010 varðandi tillögu sem samþykkt var á fundi íþrótta – og tómstundaráðs 5. febrúar 2010 varðandi lagningu sparkvallar á lóð Vesturbæjarskóla.
Samþykkt að vísa tillögunni til Framkvæmda- og eignasviðs.

7. Lagt fram bréf fræðslustjóra Reykjavíkurborgar dags. 12. febrúar 2010 varðandi tillögu sem samþykkt var á fundi menntaráðs 10. febrúar 2010 varðandi ósk um að skólalóð Melaskóla verði deiliskipulögð.
Samþykkt að vísa málinu til Framkvæmda- og eignasviðs.

- Sigrún Elsa Smáradóttir tók sæti á fundinum kl. 13:45.

8. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra Framkvæmda- og eignasviðs dagsett 1. mars 2010 þar sem lagt er til að framkvæmda- og eignaráð samþykki að í stað Ásgeirs Á. Ragnarssonar, kt. og Arnhildar Reynisdóttur, kt, verði Hömlur 1, ehf. kt. lóðarhafi lóðarinnar Starhaga 3 með öllum sömu réttindum og skyldum og giltu gegn fyrri lóðarhafa.
Samþykkt samhljóða.

9. Lögð fram að nýju tillaga skrifstofustjóra Framkvæmda- og eignasviðs dagsett 16. febrúar 2010 varðandi útboð byggingarréttar á lóðum í grónum hverfum ásamt útboðskilmálum.
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum og vísað til borgarráðs

10. Lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs dagsett 9. febrúar 2010 varðandi endurskoðun á aðalskipulagi Reykjavíkur og kynning á niðurstöðum samráðsfunda í hverfum Reykjavíkurborgar vegna endurskoðunar Aðalskipulags Reykjavíkur.
Haraldur Sigurðsson kynnti.

Fundi slitið kl. 14:31

Óskar Bergsson
Jórunn Frímannsdóttir Sigrún Magnúsdóttir
Heimir Janusarson Ásgeir Runólfsson
Kristján Guðmundsson Sigrún E.Smáradóttir