Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2011, miðvikudaginn 29. júní kl. 09:10, var haldinn 246. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Sverrir Bollason, Gísli Marteinn Baldursson og áheyrnarfulltrúinn Sóley Tómasdóttir.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal, Magnús Sædal Svavarsson, Ólafur Bjarnason, Magnús Ingi Erlingsson og Marta Grettisdóttir.
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Björn Ingi Edvardsson, Lilja Grétarsdóttir Margrét Leifsdóttir og Ágústa Sveinbjörnsdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur dags. 22. júní 2011.

2. Fossvogsdalur, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN110270
Umhverfis- og samgöngusvið Reyk, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lagt fram erindi Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 16. júní 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Fossvogsdals. Í breytingunni felst að bæta við 2,5 m breiðum stíg sem verður í framhaldi af gangstétt við Árland, samkvæmt uppdrætti Landmótunar dags. 10. júní 2011.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

3. Teigahverfi norðan Sundlaugavegar, deiliskipulag Mál nr. SN090100
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi Teigahverfis norðan Sundlaugavegar samkvæmt uppdráttum egg arkitekta ehf. dags. í maí 2011. Einnig lögð fram Húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur skýrsla nr. 150 dags. 2009, endurskoðað varðveislumat Minjasafns Reykjavíkur vegna Bjargs dags. 23. febrúar 2010. Tillagan var hagsmunaaðilakynnt frá 16. maí til og með 9. júní 2011. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir og ábendingar: Inga Valborg Ólafsdóttir f.h. íbúa Otrateig 2-16 dags. 17. maí, Marvin Ívarsson f.h. Arion banka dags. 18. maí, Sesselja Traustadóttir dags. 5. júní, Jón G. Friðjónsson og Sveinn Karlsson f.h. eigenda að Laugalæk 50-62, dags. 6. júní, Heiðar I. Svansson og Aðalbjörg S. Helgadóttir dags. 6. júní, Hreyfill svf. dags. 8. júní, Sigurður A. Þóroddsson f.h. eigenda Laugarnesvegs 52 dags. 8. júní, Egill Stephensen og Anna G Egilsdóttir dags. 8. júní, THG Arkitektar f.h. Reita dags. 9. júní og Jakob S. Friðriksson dags. 9. júní 2011. Einnig er lögð fram bókun Hverfisráðs Laugardals dags. 15. júní 2011.
Athugasemdir kynntar.

4. Nýr Landspítali við Hringbraut, lýsing, nýtt deiliskipulag (01.19) Mál nr. SN110037
SPITAL ehf, Geirsgötu 9, 101 Reykjavík
Lögð fram umsókn Spital ehf. dags. 13 september 2010, lýsing Spital vegna Landspítala við Hringbraut dags. 25. janúar 2011, drög að endurskoðaðu varðveislumati dags. 2. febrúar 2011 ásamt umsögnum hagsmunaaðila og umsögn Skipulagsstofnunar dags. 2. mars 2011 ásamt fornleifskráningu Minjasafns Reykjavíkur móttekin í mars 2011.
Einnig er lögð fram tillaga SPITAL að deiliskipulagi Landsspítala við Hringbraut samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum dags. 20. júní 2011 ásamt ásýndarmyndum og skuggavarpi dags. 20. júní 2011 og drög að greinargerð og skilmálum dags. 20. maí 2011 ásamt minnisblaði dags. 12. apríl 2011, bréf Spital til skipulagsráðs dags. 28. apríl 2011, bókun Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 10. maí 2011 þrívíddarmyndir dags. 19. maí 2011 minnisblað SPITAL dags. 7. júní 2011, minnisblða SPITAL varðandi umferðardreifingu dags. 7. júní 2011 , minnisblað SPITAl vegna bílastæða dags. 20. júní 2011, og minnisblað verkefnisstjóra dags. 28. júní 2011.Einnig eru lagðar fram eftirfarandi skýrslur:
Drög að greinargerð um samgöngur dags. 31. maí 2011, Þyrlupallur forsendur dags. 18. apríl 2011, Flutningur hættulegra efna um Hringbraut, áhættugreining dags. 4. mars 2011, Gróður á lóð Landspítalans dags. 1. mars 2011, Samgöngustefna 1. úgáfa dags. í maí 2011 ásamt
kynningarbréfi dags. 30. maí 2011 og Hljóðvistarskýrsla dags. 1. mars 2011
Frestað.

(B) Byggingarmál

5. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN043233
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 641 frá 28. júní 2011.

6. Grundargerði 12, viðbygging (01.814.106) Mál nr. BN042926
Kristín Sveinsdóttir, Grundargerði 12, 108 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. maí 2011 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tvær einnar hæðar viðbyggingar á suðurhlið einbýlishússins á lóð nr. 12 við Grundargerði. Erindi var grenndarkynnt frá 11. maí til og með 9. júní 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Hilda Björk Indriðadóttir og Kristín Njálsdóttir dags. 8. júní 2011 og Daníel H. Guðjónsson og Aðalheiður Sigurjónsdóttir dags. 4. júní 2011. Einnig er lögð fram drög umsögn skipulagsstjóra dags. 24. júní 2011. Erindi fylgja jákv. fsp. BN042852 dags. 22. febrúar og 12. apríl 2011. Stækkun: 17,9 ferm., 54,6 rúmm. Gjald kr. 8.000 + 4.368
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa

(C) Fyrirspurnir

7. Hvammsgerði 7, (fsp) fyrirspurn (01.802.5) Mál nr. SN110251
Arkís arkitektar ehf, Höfðatúni 2, 105 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Aðalsteins Snorrasonar dags. 1. júní 2011 um breytingu á deiliskipulagi Heiðargerðisreit vegna lóðarinn nr. 7 við Hvammsgerði. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit, samkvæmt uppdrætti Arkís arkitekta dags. 10. desember 2010. Einnig er lagt fram samþykki nágranna að Hvammsgerði 5 og 9 dags. í maí 2011 og umsögn skipulagsstjóra dags. 20. júní 2011.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra

(D) Ýmis mál

8. Selásbraut, málskot Mál nr. SN110250
Arndís Ósk Jónsdóttir, Norðurás 2, 110 Reykjavík
Lagt fram málskot Arndísar Ósk Jónsdóttur dags. 1. júní 2011 vegna afgreiðslu skipulagsstjóra frá 27. maí 2011 varðandi bílastæði fyrir stór ökutæki á Selásbraut við Norðurás. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 27. júní 2011.
Fyrri afgreiðsla skipulagsstjóra staðfest með vísan til umsagnar dags. 27. júní 2011.

Hildur Sverrisdóttir tók sæti á fundinum kl 9:45, þá var eftir að taka fyrir dagskrárlið nr. 4 #GLNýr Landsspítali við Hringbraut#GL.

9. Skipulagsráð, tillaga, Blikastaðavegur, (02.4) Mál nr. SN110177
tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins
Á fundi skipulagsráðs þann 15. apríl 2011 var lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks dags. 13. apríl 2011 um umferðarskipulag Blikastaðavegar. Á fundinum var tillögunni frestað og vísað til umsagnar hjá verkefnisstjórum endurskoðunar Aðalskipulags Reykjavíkur. Einnig er lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. 30. maí 2011.
Kynnt.

10. Elliðaárdalur, Toppstöð (04.2) Mál nr. SN110276
Kynntar hugmyndir Suburbistan sem er einn af listhópum Hins hússins að vegglistaverkum á Toppstöðinni í Elliðaárdal.
Fulltrúar Suburbistan kynntu.

11. Ingólfstorg, samkeppnislýsing (01.140) Mál nr. SN110275
Kynnt drög að samkeppnislýsingu varðandi hugmyndasamkeppni um Kvosina- Ingólfstorg dags. 27. júní 2011.
Frestað.

Gísli Marteinn Baldursson og Sóley Tómasdóttir véku af fundi kl. 12:03

12. Mannvirkjagerð á vegum Reykjavíkurborgar, Mál nr. SN110134
reglur og samþykktarferli Framkvæmda- og eignasviðs
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. mars 2011 vegna samþykktar borgarráðs s.d. að vísa drögum að reglum og samþykktarferli framkvæmda- og eignasviðs vegna mannvirkjagerðar á vegum Reykjavíkurborgar til umsagnar fagráða, fjármálaskrifstofu og innkaupaskrifstofu. Einnig er lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. 28. júní 2011.
Umsögn skipulags og byggingarsviðs samþykkt

13. Úlfarsfell, framkvæmdaleyfi (02.6) Mál nr. SN110241
Fjarskipti ehf, Skútuvogi 2, 104 Reykjavík
Lagt fram erindi Fjarskipta ehf. dags. 25. maí 2011 varðandi framkvæmdaleyfi vegna uppsetningar á fjarskiptabúnaði á Úlfarsfelli, samkvæmt uppdr. Gautar Þorsteinssonar dags. 20. maí 2011.
Einnig lagðar fram umsagnir Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 26. janúar 2011 og Geislavarna ríkisins dags. 16. febrúar 2011.
Umsókn um framkvæmdaleyfi er vísað til umsagnar hjá Mosfellsbæ, Skipulagsstofnun, Geislavörnum ríkisins og Póst- og fjarskiptastofnun.

14. Gljúfrasel 2, bréf byggingarfulltrúa (04.933.803) Mál nr. BN043073
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 23. maí 2011 vegna óleyfisframkvæmd á lóðinni nr. 2 við Glúfrasel.
Tillaga byggingarfulltrúa samþykkt.

15. Kjalarnes, Móavík, orðsending skrifstofu borgarstjóra Mál nr. SN110033
LEX ehf, Borgartúni 26, 105 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra 27. janúar 2011 var lagt fram bréf Framkvæmda- og eignasviðs dags. 20. janúar 2011 ásamt orðsendingu skrifstofu borgarstjóra dags. 18. janúar 2011 varðandi bréf Lex lögmannsstofu dags. 13. janúar 2011 um skiptingu á landi Móavíkur á Kjalarnesi. Einnig er lagt fram bréf Lex lögmanna dags. 3 júní 2011 þar sem óskað er eftir skýringum á drætti og umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 29. júní 2011..
Frestað.

16. Norðurströndin, Geldinganes að Blikastaðakró, lýsing Mál nr. SN110248
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 16. júní 2011 vegna samþykkt borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráðs frá 8. júní 2011 um lýsingu deiliskipulags Norðurstrandar frá Geldinganesi að Blikastaðakró.

17. Útiveitingar, skilmálar Mál nr. SN110202
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 23. júní 2011 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á skilmálum um útiveitingar í Reykjavík.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12:30.

Páll Hjalti Hjaltason
Hjálmar Sveinsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Sverrir Bollason Hildur Sverrisdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2011, þriðjudaginn 28. júní kl. 10.27 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 641. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Harri Ormarsson, Björn Kristleifsson, Jón Hafberg Björnsson, Þórður Búason, Eva Geirsdóttir og Sara Hrund Einarsdóttir.
Fundarritari var Harri Ormarsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Álfheimar 11 og 11A (01.432.003) 105210 Mál nr. BN043128
Ásdís Árnadóttir, Hringbraut 50, Guðrún M Stephensen, Álfheimar 11, 104 Reykjavík
Sigurbjörn Bjarnason, Álfheimar 11, 104 Reykjavík
Jónheiður Björnsdóttir, Álfheimar 11a, 104 Reykjavík
Sigmar Jörgensson, Álfheimar 11a, 104 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum vegna gerðar eignarskiptasamnings af fjölbýlishúsinu á lóð nr. 11 við Álfheimum.
Bréf frá hönnuði fylgir dags. 21. júní 2011. Stækkun vindfang: 3,8 ferm., 8,5 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 680
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.

2. Ásvallagata 75 (01.139.204) 100769 Mál nr. BN042946
Bjarni Reynarsson, Ásvallagata 75, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalalokun úr áli og gleri yfir svalir á 2. hæð einbýlishússins á lóð nr. 75 við Ásvallagötu.
Erindi fylgir samþykki lóðarhafa Ásvallagötu 56, 58, 73 og 77 og Hringbrautar 102 og 104 dags. 13. mars 2011, minnisblöð verkfræðistofunnar Mannvit v/svalalokunar dags. 27. janúar og 1. 2. og 4. febrúar 2011 og yfirlýsing frá PGV Framtíðarform ehf. ódagsett.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 22. júní 2011 fylgir erindinu. Erindið var grenndarkynnt frá 11. maí og til og með 9. júní 2011. Engar athugasemdir bárust. Einnig er lagður fram tölvupóstur Júlíusar Þorfinnssonar dags. 27. maí 2011 þar sem ekki er gerð athugasemd við erindið.Stærð: 7,9 ferm., 17,4 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 1.392
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

3. Baldursgata 10 (01.186.107) 102228 Mál nr. BN043213
Hjálmar Sveinsson, Baldursgata 10, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalapall úr timbri á suðurhlið hússins á lóð nr. 10 við Baldursgötu.
Meðfylgjandi er samþykki nágranna á Urðarstíg 3 og Nönnugötu 4
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

4. Bergstaðastræti 16 (01.184.010) 102005 Mál nr. BN043078
BK-44 ehf, Mjóstræti 3, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breyta í einbýlishús, sjá erindi BN041830, húsinu á lóð nr. 16 við Bergstaðastræti.
Gjald kr. 8.000 + 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

5. Bergstaðastræti 22 (01.184.012) 102007 Mál nr. BN043169
Jón Þór Birgisson, Bergstaðastræti 22, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja þaksvalir á gamla steinbæinn á lóð nr. 22 við Bergstaðastræti.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 22. júní 2011 fylgir erindinu. Meðfylgjandi er einnig umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 20.6. 2011 og Minjasafns Reykjavíkur dags. 28. júní Einnig ódags. samþykki nágranna á Bergstaðastræti 20.
Gjald kr. 8.000 + 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með þeim skilyrðum sem fram koma í umsögn Minjasafns Reykjavíkur.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

6. Borgartún 20 (01.221.002) 102797 Mál nr. BN043228
Reginn A2 ehf, Borgartúni 25, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN041935 dags. 7. sept. 2010 þannig að í staðinn fyrir þakglugga með svalahurð verður komið fyrir kvistum með svalahurð út á neyðarstiga á húsnæðinu á lóð nr. 20 við Borgartún.
Stækkun: 3,4 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 272
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

7. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN043221
Höfðatorg ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta skrifstofur á 11. hæð í rými 1105 Höfðatúni 2 á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

8. Brávallagata 26 (01.162.338) 101311 Mál nr. BN043230
Margrét Margeirsdóttir, Brávallagata 26, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að útbúa íbúð í kjallara og samþykkt á reyndarteikningu af fjölbýlishúsi á lóð nr. 26 við Brávallagötu.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa áritað á uppdrátt ódagsett.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Brekkubær 32-44 (04.361.605) 111272 Mál nr. BN043214
Guðmundur Smári Ólafsson, Brekkubær 40, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja garðstofu úr timbri undir og framundan svölum raðhúss nr. 40 á lóð nr. 32-42 við Brekkubæ.
Samþykki meðeigenda fylgir ódags.
Stærðir 15,8 ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 8.000 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

10. Búagrund 13 (32.474.404) 178231 Mál nr. BN043229
Sigþór Magnússon, Búagrund 13, 116 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja skála úr timbri, sbr. fyrirspurn sem fékk jákvæða afgreiðslu 14. júní 2011, við einbýlishúsið á lóð nr. 13 við Búagrund.
Stærðir: Stækkun xx ferm. xx rúmm.
samtals eftir stækkun ferm., rúmm.
Gjald kr. 8.000 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

11. Fannafold 31 (02.855.411) 110079 Mál nr. BN043220
Oddur Hannes Magnússon, Fannafold 31, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja garðhýsi úr timbri upp að suðvesturhlið hússins á lóð nr. 31 við Fannafold.
Jákvæð fyrirspurn BN041869 fylgir.
Stærð: 10,8 ferm., 33,5 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 2.680
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

12. Fellsmúli 24-30 (01.297.101) 103858 Mál nr. BN042889
Fagriás ehf, Brúnastöðum 73, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir opnum skýlum, að hluta til áður gerðum, koma fyrir gluggum á suðausturhlið hússins nr. 28 á lóð nr. 24 - 30 við Fellsmúla.
Útskrift úr gerðarbók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 27. maí 2011 fylgir erindinu. Erindið var grenndarkynnt frá 26. apríl til og með 24. maí 2011. Engar athugasemdir bárust.
Stækkun sem er B-rými: Skýli 1 21,7 ferm., 87,9 rúmm. og skýli 2 9,3 ferm., 40,0 rúmm. Samtals. B- rými 31 ferm., og 127,9 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 8.000 + 10.232
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13. Freyjubrunnur 22-32 (02.695.601) 205746 Mál nr. BN043202
Bygg Ben ehf, Vesturlbr Fífilbrekku, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að aðskilja byggingarleyfi BN037034 dags. 13. nóv. 2007 fyrir mhl. 05 sem er raðhúsið nr. 30 á lóð nr. 22-32 við Freyjubrunn.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

14. Freyjubrunnur 22-32 (02.695.601) 205746 Mál nr. BN043201
Bygg Ben ehf, Vesturlbr Fífilbrekku, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að aðskilja byggingarleyfi BN037034 dags. 13. nóv. 2007 fyrir mhl. 04 sem er raðhúsið nr. 28 á lóð nr. 22-32 við Freyjubrunn.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

15. Freyjubrunnur 22-32 (02.695.601) 205746 Mál nr. BN043203
Bygg Ben ehf, Vesturlbr Fífilbrekku, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að aðskilja byggingarleyfi BN037034 dags. 13. nóv. 2007 fyrir mhl. 06 sem er raðhúsið nr. 32 á lóð nr. 22-32 við Freyjubrunn.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

16. Freyjubrunnur 22-32 (02.695.601) 205746 Mál nr. BN043200
Bygg Ben ehf, Vesturlbr Fífilbrekku, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að aðskilja byggingarleyfi BN037034 dags. 13. nóv. 2007 fyrir mhl. 03 sem er raðhúsið nr. 26 á lóð nr. 22-32 við Freyjubrunn.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

17. Fríkirkjuvegur 9 (01.183.414) 101974 Mál nr. BN043168
Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um heimild til að innrétta bókasafn og lesaðstöðu nemenda í húsrými í kjallara viðbyggingar þar sem nú er mötuneyti og kennslustofa Kvennaskólans í Reykjavík á lóð nr. 9 við Fríkirkjuveg.
Meðfylgjandi er Brunatæknileg úttekt dags. 28.6. 2002, endurskoðuð 7. júní 2011.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

18. Geirsgata 7-7C (01.117.307) 219202 Mál nr. BN043190
Vestur Indía Félagið ehf, Geirsgötu 7b, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja hurð á milli 1. hæðar og 2. hæðar í veitingastaðnum í flokki II í húsnæðinu nr. 7B á lóð nr. 7-7C við Geirsgötu.
Samþykki frá eiganda dags. 10. júní 2011, fylgir málinu.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

19. Grandagarður 15-37 (01.115.001) 100045 Mál nr. BN043140
Eðalfiskur ehf, Sólbakka 4, 310 Borgarnes
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta fiskvinnslu í verbúð nr. 35 á lóð nr. 15-37 við Grandagarð.
Erindi fylgir umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 13. maí 2011, bréf Faxaflóahafna dags. 12. maí 2011 og mótmæli leigjenda í Grandagarði 33 og 37 dags. 30. maí 2011. Sem og bréf heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 16. júní 2011. Einnig umsögn Verkís um brunamál dags. 22. júní 2011.
Gjald kr. 8.000
Frestað
Vísað til athugasemda og ábendinga á umsóknarblaði.

20. Grettisgata 22B (01.182.118) 101834 Mál nr. BN042814
Jette Corrine Jonkers, Grettisgata 22b, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja kvisti á fram- og bakhlið, til að stækka anddyri á 1. hæð og í kjallara og gera svalir þar ofan á í einbýlishúsinu á lóð nr. 22B við Grettisgötu.
Erindi fylgir umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 1. apríl 2011 og Húsafriðunarnefndar dags. 31. mars 2011 ásamt lögfræðiáliti frá Forum lögmönnum varðandi umferðarkvöð dags. 23. júlí 2010.
Stækkun: 8,8 ferm., 24,5 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 1.960
Frestað.
Vantar að sýna umferðarkvöð á lóð, sbr. ákvæði deiliskipulags.

21. Gvendargeisli 118-126 (05.135.602) 190284 Mál nr. BN043212
Bjarni Már Gylfason, Gvendargeisli 122, 113 Reykjavík
Sótt er er um að stækka mhl. 03 með því að lengja 2. hæð fram yfir loftrými til að útbúa geymslu og bókahol í raðhúsinu nr. 122 við Gvendargeisla.
Stækkun: XX ferm.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Haukdælabraut 108 (05.113.504) 214823 Mál nr. BN043225
Rafn Magnús Hjaltason, Haukdælabraut 6, 113 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi til að grafa fyrir húsinu á lóðinni nr. 108 við Haukdælabraut sbr. BN043045.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

23. Haukdælabraut 14 (05.114.504) 214790 Mál nr. BN043215
Baldvin Þór Svavarsson, Skeljagrandi 1, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt í einangrunarmót einbýlishús á einn hæð á lóð nr. 14 við Haukdælabraut.
Neikvæð fyrirspurn BN043070 um að fara 25 cm. út fyrir byggingareit fylgir.
Stærð: Íbúð 221,7 ferm., bílageymsla 58,4 ferm.
Samtals 280,1 ferm., 1.042,7 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 83.416
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

24. Haukdælabraut 72 (05.114.805) 214812 Mál nr. BN043192
Árni Viðar Sigurðsson, Vesturfold 42, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt einbýlishús í einangrunarmót á 2. hæðum á lóð nr. 72 við Haukdælabraut.
Stærð : 1. hæð 181,1 ferm., 569,7 rúmm. 2. hæð 181,1 ferm., 641,6 rúmm.
Samtals: 362,2 ferm og 1249,0 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 99.920
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Hlíðargerði 6 (01.815.303) 107999 Mál nr. BN043137
Agnar Þór Gunnlaugsson, Hlíðargerði 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við á tveim hæðum til suðurs, stækka anddyri og byggja kvist og breyta fyrirkomulagi innanhúss í einbýlishúsinu á lóðinni nr. 6 við Hlíðargerði.
Stærðir: Upprunaleg fyrir stækkanir xx
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Eftir stækkun: Íbúð 214,8 ferm., bílskúr 36,3 ferm.
Samtals: 251,5 ferm.
Nýtingarhlutfall 0,54
Gjald kr. 8.000 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu.
Vísað er til uppdráttar 100, 101 og 102 dags. 21. júní 2011.

26. Holtavegur 28 (01.386.101) 104939 Mál nr. BN043209
KFUM og KFUK á Íslandi, Holtavegi 28, 104 Reykjavík
Sótt er um að breyta erindinu BN041809 dags. 24. ágúst 2010 þannig að húsvarðaríbúð verður hluti af starfsemi leikskóla KFUK og KFUM á lóð nr. 28 við Holtaveg.
Tölvupóstur frá heilbrigðiseftirliti ódags. og bréf frá Verkís um brunavarnir dags. 30. maí 2011 fylgja erindinu.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

27. Holtavegur 8-10 (01.408.101) 104960 Mál nr. BN043001
Reitir II ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta rými 0201 minnka hluta verslunareininga og koma fyrir líkamsræktarstöð í hluta af rýminu í verslunarhúsnæðinu á lóð nr. 8-10 við Holtaveg.
Skýrsla brunahönnuðar dags. júní 2011 fylgir.
Gjald kr. 8.000 + 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

28. Hólaberg 84 (04.674.402) 218401 Mál nr. BN042713
Félag eldri borgara, Stangarhyl 4, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fjölbýlishús með 49 þjónustuíbúðum fyrir aldraða, þrjár til fjórar hæðir með bílgeymslu á jarðhæð fyrir 37 bíla á lóð nr. 84 við Hólaberg.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 7.4. 2011.
Stærð mhl. 02: Bílgeymsla 1.174 ferm., 3.646,3 rúmm.
Mhl. 01 íbúðir: 1. hæð 919,3 ferm., 2. hæð 1.676,7 ferm., 3. hæð 1.213,2 ferm., 4. hæð 421,6 ferm.
B-rými 1.419,3 ferm.
Mhl. 01 samtals: 4.229,8 ferm., 13.328,1 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 8.000 + 1.066.248
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

29. Hraunbær 131 (04.341.201) 176342 Mál nr. BN042875
Ketill Pálsson, Hraunbær 102e, 110 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum þar sem hætt var við að hafa glugga í bílskúrshurðum, sameinaðir voru bílskúrar þannig að þeim fækkar úr 22 í 15 bílskúra, sett er hurð á milli rýma 0109 og 0110 og aðrar smá breytingar í bílgeymslum á lóðinni nr. 131 við Hraunbæ.
Samþykki á fylgiriti fylgir ódags. Samþykki meðlóðarhafa dags. 20. maí 2011.
Gjald kr. 8.000 + 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.

30. Hverfisgata 102 (01.174.106) 101584 Mál nr. BN043123
Grímur ljósmyndari ehf, Efstasundi 57, 104 Reykjavík
Grímur Bjarnason, Efstasund 57, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja svalir úr zinkhúðuðu, stáli sbr. fyrirspurn BN042816, á 1. og 2. hæð, tvennar á hvora hæð, hússins á lóð nr. 102 við Hverfisgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 22. júní 2011 fylgir erindinu Samþykki meðeigenda meðfylgjandi, annað á fylgiblaði en hitt á teikningum.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.

31. Hverfisgata 66A (01.173.003) 101494 Mál nr. BN043198
Hverfisgata 66a,húsfélag, Hverfisgötu 66a, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningu þar sem gerð er grein fyrir þremur íbúðum í húsi á lóð nr. 66A við Hverfisgötu.
Erindi fylgir fsp. BN042862 dags. 12. apríl 2011.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.

32. Klapparstígur 17 (01.152.402) 101048 Mál nr. BN043216
Hafsteinn Gunnar Hafsteinsson, Kjartansgata 10, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi í íbúðum 0201, 0202, 0301 og 0102 í nýsamþykktu fjölbýlishúsi, sjá erindi BN041158, á lóð nr. 17 við Klapparstíg.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

33. Kringlumýrarbraut 100 (01.78-.-89) 107486 Mál nr. BN043224
N1 hf, Dalvegi 10-14, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að koma fyrir metanafgreiðslu með því að breyta núverandi þvottaplani í stæði fyrir metangáma og byggja tæknirými úr steinsteypu með torfþaki yfir metanpressu á þjónustustöð olíufélagsins á lóð nr. 100 við Kringlumýrarbraut.
Stærðir: 60,4 ferm., 132,8 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 10,624
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

34. Laugavegur 28A (01.172.208) 101463 Mál nr. BN043037
Vernharður Skarphéðinsson, Smyrlahraun 1, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi og innrétta gistiheimili í flokki II með rými fyrir sjö gesti í einbýlishúsi á lóð nr. 28A við Laugaveg.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

35. Lindarvað 1-13 (04.771.101) 201475 Mál nr. BN043139
Frjálsi fjárfestingarbankinn hf, Lágmúla 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja hurð á vegg milli íbúðar og bílskúrs sbr. erindi BN035016 í keðjuhúsi nr. 1 á lóð nr. 1-13 við Lindarvað.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

36. Ljósvallagata 10 (01.162.311) 101284 Mál nr. BN042940
Helga Kristín Hjörvar, Ljósvallagata 10, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja stálsvalir á bakhlið 2. hæðar fjölbýlishússins á lóð nr. 10 við Ljósvallagötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra þann 22. júní 2011 fylgir erindinu. Erindið var grenndarkynnt frá 11. maí til og með 9. júní 2011. Engar athugasemdir bárust.Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 15. júlí 2010.
Gjald kr. 8.000 + 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.

37. Lyngháls 4 (04.326.402) 180304 Mál nr. BN043238
Eskines ehf, Langirimi 21-23, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjölga gestum, lengja opnunartíma og breyta veitingaleyfi úr II í III á Takeaway Thai matstofu í húsi á lóð nr. 4 við Lyngháls.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

38. Lækjargata 10 (01.141.201) 100895 Mál nr. BN043136
Vínlækur ehf, Lækjargötu 10, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 80 cm. hátt grindverk við þegar gerðan pall og sorptunnur og útbúa svæði fyrir útiveitingar í fl. II og 35 gesti á lóð nr. 10 við Lækjargötu og lóð nr. 2 við Skólabrú.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

39. Rauðarárstígur 31 (01.244.001) 103175 Mál nr. BN043164
Hýði ehf, Kríunesi 1, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að breyta eldvarnarkröfu á þrem hurðum á 1. hæð í atvinnu- og íbúðahúsinu á lóðinni nr. 31 við Rauðarárstíg.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

40. Sjafnargata 11 (01.196.008) 102636 Mál nr. BN043219
Edda Þórarinsdóttir, Birkihlíð 13, 105 Reykjavík
Sótt er leyfi fyrir kjallara sem geymslu og tæknirými undir hluta viðbyggingar sbr. erindi BN042400 í einbýlishúsi á lóð nr. 11 við Sjafnargötu.
Stækkun: 27,2 ferm., 54,6 rúmm.
Samtals hús eftir stækkun 387,9 ferm., 1.155,2 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 4.368
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

41. Skildinganes 30-32 (01.671.306) 106785 Mál nr. BN043158
Reynir Sigurðsson, Skildinganes 30, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja sólstofu við suðurhlið parhúss nr. 30 á lóð nr. 30-32 við Skildinganes.
Stækkun: 22,4 ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 8.000 + xx
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

42. Skildinganes 36 (01.676.001) 106916 Mál nr. BN043223
Vigfús Guðmundsson, Fáfnisnes 3, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að færa sorpgeymslu og stækka bílastæði við parhús á lóð nr. 36 við Skildinganes.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

43. Skildinganes 44 (01.676.005) 106920 Mál nr. BN042960
Ingvar Vilhjálmsson, Skildinganes 44, 101 Reykjavík
Helga María Garðarsdóttir, Skildinganes 44, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningu neðri hæðar, þar sem breytt er inntaksrými, sjá erindi BN035664, einbýlishússins á lóð nr. 44 við Skildinganes.
Jafnframt er erindi BN041957 dregið til baka.
Hús minnkar um 8,3 ferm?
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.

44. Skólavörðustígur 22A (01.181.204) 101758 Mál nr. BN043058
Kristín Hinriksdóttir, Kleppsvegur 64, 104 Reykjavík
Glenn A Barkan, Haðarstígur 10, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta í tvær eignir íbúðar- og atvinnuhúsinu á lóð nr. 22A við Skólavörðustíg.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

45. Skúlagata 28 (01.154.304) 101119 Mál nr. BN043204
Vatn og Land II ehf, Laugavegi 71, 101 Reykjavík
Skipulagssjóður Reykjavborgar, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Kex Hostel ehf, Skúlagötu 28, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta flokki veitingahúss úr flokki II í flokk III í húsi á lóð nr. 28 við Skúlagötu.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

46. Sóltún 6 (01.233.501) 211565 Mál nr. BN043185
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir færanlegum kennslustofum sem koma frá eftirtöldum stöðum, Hraunberg 12, Sæmundarskóla, Borgaskóla og Rimaskóla og eiga þær að koma á lóð nr. 6 við Sóltún.
Stærðir og heiti: K-17B, K-42B, K-76B, T-10B, T-34B, H-4B, H-5B, T-14, K-40B, K-51B, og T-28A stærð samtals 527,4 ferm., 1542,1.
Gjald kr. 8.000 + 123.368
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

47. Sólvallagata 27 (01.139.111) 100758 Mál nr. BN041795
Jón Hákon Hjaltalín, Þorrasalir 23, 201 Kópavogur
JHH ehf, Fjarðargötu 13-15, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til að innrétta tvær íbúðir sbr. fyrirspurn BN040050 í verslunarhúsnæði á 1. hæð í húsi á lóð nr. 27 við Sólvallagötu.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda.
Gjald kr. 7.700 + 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.

48. Sturlugata 3 (00.000.000) 106638 Mál nr. BN043208
Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir skilvegg úr ? gleri í norðurhluta 3. hæðar til hólfunar á rannsóknarými og fundaherbergi í húsinu á lóð nr. 3 við Sturlugötu.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

49. Suðurhólar 35 (04.645.903) 111967 Mál nr. BN043067
Brynja, Hússjóður Öryrkjabandal, Hátúni 10c, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt raðhús með þrem íbúðum á einni hæð með timburþaki þar sem íbúðirnar eru skipulagðar sérstaklega með þarfir fatlaðra í huga á lóð nr. 35 F við Suðurhóla.
Meðfylgjandi er bréf VA arkitekta þar sem þeir afsala sér rétti til að teikna þetta síðasta hús á reitnum, en skipulagsskilmálar kveða á um að sami hönnuður teikni þau öll og leggi fyrir byggingarfulltrúa sem eina heild.
Stærðir: íbúð 0101 85,7 ferm., 302,1 rúmm., íbúð 0102 82,5 ferm., 290,8 rúmm., íbúð 0103 106,8 ferm., 400,5 rúmm.
Samtals: 275,0 ferm., 993,4 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 79.472
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

50. Sætún 8 (01.216.303) 102760 Mál nr. BN043253
Stólpar ehf, Borgartúni 25, 105 Reykjavík
Ofanritaður sækir um leyfi til niðurrifs á mh. 07 og mh. 02 að hluta þannig að gaflveggur að vestan á eldra húsi á lóð Sætúns 8 standi og aðrir útveggir að norðan og austan standi uppúr jörð á lóðinni nr. 8 við Sætún.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Umsækjandi skal leggja fram greinagerð og eftir atvikum uppdrættum sem sýna á hvern hátt öryggi þeirra byggingahluta sem órifnir verða sé tryggt á niðurrifi og uppbyggingartíma.

51. Tangarhöfði 13 (04.063.408) 110660 Mál nr. BN043222
Tangarhöfði 13 ehf, Tangarhöfða 13, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að opna yfir á lóð nr. 18 við Vagnhöfða og samþykki fyrir áður gerðum viðbyggingum við iðnaðarhúsið nr. 13 á lóðinni 9-15 við Tangarhöfða.
Áður gerð stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 8.000 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

52. Tómasarhagi 29 (01.554.002) 106569 Mál nr. BN039454
Anna Sigrún Baldursdóttir, Tómasarhagi 29, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri breytingu en búið er að opna á milli jarðhæðar og 1. hæðar og tvær íbúðir sameinaðar í eina með stiga í íbúðarhúsinu á lóð nr. 29 við Tómasarhaga
Meðfylgjandi er umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 11. janúar 2009
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

53. Úlfarsbraut 126 (05.056.501) 205756 Mál nr. BN043206
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að staðsetja tvö flutningshús ásamt nýrri tengibyggingu á milli þeira til bráðabirgða sem hýsa á félagsaðstöðu og búningsaðstöðu fyrir íþróttafélag Fram á lóð nr. 126 við Úlfarsbraut.
Stærð: 304,3 ferm., 1046,1 rúmm
Gjald kr. 8.000 + 83.688
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

54. Ystasel 19 (04.930.005) 112805 Mál nr. BN043237
Hallgerður Hauksdóttir, Ystasel 19, 109 Reykjavík
Sótt er um samþykki á afmörkun sérafnotaflata ásamt aðkomu- og umferðarrétti á lóð nr. 19 við Ystasel.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

55. Þingholtsstræti 37 (01.183.611) 101995 Mál nr. BN043165
Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til innanhússbreytinga, sem felast í endurbótum á mötuneytiseldhúsi, fjölgun salerna á 1. hæð, bæta við ræstingu og bæta brunavarnir í húsnæði Kvennaskólans á lóð nr. 37 við Þingholtsstræti.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

56. Öldugata 2 (01.136.311) 100569 Mál nr. BN043207
Andl þjóðarráð baháía á Íslandi, Pósthólf 536, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja kvist á norðurhluta þaks, sbr. erindi BN041970 samþ. 7.9. 2010 sem er endurnýjun á erindi BN026978 samþ. 8.6. 2004, úr timbri klæddum með sementsbundnum plötum, sléttum og hraunuðum til samræmis við útlit á steyptum kvisti á suðurhlið á húsi á lóð nr. 2 við Öldugötu.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Ýmis mál

57. Tunguvegur 25 (01.836.-99) 108620 Mál nr. BN043246
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Landupplýsingadeild, Framkvæmda- og eignasvið, bendir á að stærð lóðar, landnúmer 108620, Tunguvegur 25, er ranglega skráð 9.000 fermetrar í Þjóðskrá Íslands, sbr. meðsent A4 ljósrit prentað úr Þjóðskrá Íslands og sbr. meðsent mæliblað, staðgreinir 1.836.3, útgefið 20. júní 2011.
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans við því að þetta sé lagfært í Þjóðskrá Ísland, þannig að stærð lóðarinnar, landnúmer 108620, Tunguvegur 25, verði skráð 7596 fermetrar þar.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Fyrirspurnir

58. Drápuhlíð 6 (01.704.203) 107083 Mál nr. BN043205
Erla Kristín Sverrisdóttir, Drápuhlíð 30, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að innrétta snyrtistofu í bílskúr á lóð nr. 6 við Drápuhlíð.
Samþykki meðeigenda Drápuhlíð 6 og 8
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

59. Efstasund 89 (01.412.111) 105059 Mál nr. BN043211
Friðrik Sigurðsson, Efstasund 89, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fáist fyrir áður gerðri svalalokun á nýlegum, samþykktum svölum á austurhlið íbúðarhúss á lóð nr. 89 við Efstasund.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi með samþykki meðeigenda.

60. Grensásvegur 11 (01.461.102) 105666 Mál nr. BN043048
Sætrar ehf, Gerðhömrum 27, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að breyta fyrirkomulagi bílastæða og umferð á lóð, þannig að á lóðinni verði möguleiki á akstri í báðar áttir í stað einstefnu og einnig er spurt um afstöðu borgarinnar til þess að bæta við innakstri frá Skeifu við miðja suðurhlið hússins á lóð nr. 11 við Grensásveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 22. júní 2011 fylgir erindinu. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 21. júní 2011
Jákvætt.
Að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að deiliskipulagsbreytingu á eigin kosnað í samræmi við þær takmarkanir sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra dags. 21. júní 2011.

61. Hverfisgata 70 (01.173.006) 101497 Mál nr. BN043199
Jón Páll Eyjólfsson, Hverfisgata 70a, 101 Reykjavík
Spurt er hvort klæða megi með bárujárni austurgafl íbúðarhússins á lóð nr. 70A við Hverfisgötu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og frágangur bárujáns haldi sérkennum veggjarins.

62. Keilufell 6 (04.677.703) 112286 Mál nr. BN043226
Ingibjörg Ingólfsdóttir, Jaðarsbraut 33, 300 Akranes
Spurt er hvort leyfi fengist til að koma fyrir svalarlokun með inngangi á norðurhlið einbýlishússins á lóð nr. 6 við Keilufell.
Frestað.
Vantar frekari upplýsingar svo unnt sé að taka afstöðu til málsins.

63. Laugavegur 105 (01.240.005) 102974 Mál nr. BN043135
BT Byggingar ehf, Þrastarhöfða 21, 270 Mosfellsbær
Spurt er hvort breyta megi 3., 4., og 5. hæð í stúdíóíbúðir í skrifstofuhúsinu á lóð nr. 105 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 22. júní 2011 fylgir erindinu. Einning er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 14. júní 2011
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

64. Nauthólsvegur 50 (01.619.601) 106641 Mál nr. BN043227
Icelandair ehf, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík
Spurt er hvort hækka megi um eina hæð skrifstofuálmu hótels Loftleiða á lóð nr. 50 við Nauthólsveg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

65. Nesvegur 41 (01.531.105) 106146 Mál nr. BN043218
Gosi,trésmiðja ehf, Gauksási 13, 221 Hafnarfjörður
Spurt er hvort séreign 0001 fengist samþykkt sem íbúð í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 41 við Nesveg.
Nei.
Ekki má gera nýja íbúð í kjallara sbr. gr. 96.1 í byggingarreglugerð nr. 441/1998.

66. Njálsgata 58 (01.190.309) 102442 Mál nr. BN043134
Bjartmar Þórðarson, Njálsgata 3, 101 Reykjavík
Spurt er hvort byggja megi kvist á norðurhlið eins og þann sem er á suðurhlið hússins á lóð nr. 58 við Njálsgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 22. júní 2011 fylgir erindinu
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

67. Rafstöðvarvegur 9-9A (04.252.601) 217467 Mál nr. BN043217
Fornbílaklúbbur Íslands, Pósthólf 8615, 128 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að koma fyrir í rými 0201 húsvarðaríbúð í safnaðarhúsinu sem var smíðað fyrir fornbílaklúbbinn á lóð nr. 9A við Rafstöðvarveg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

68. Rauðarárstígur 11 (01.222.112) 102848 Mál nr. BN043210
Eilífur Björnsson, Hverfisgata 112, 105 Reykjavík
Spurt er hvort innrétta megi íbúð í kjallara fjölbýlishússins á lóð nr. 11 við Rauðarárstíg.
Nei.
Ekki má gera nýja íbúð í kjallara sbr.gr. 96. 1 í byggingarreglugerð nr. 441/1998.

69. Snorrabraut 71 (01.247.003) 103327 Mál nr. BN042944
Kristín Atladóttir, Snorrabraut 71, 105 Reykjavík
Spurt er hvort samþykki fengist fyrir íbúð í kjallara fjölbýlishússins á lóð nr. 71 við Snorrabraut.
Erindi fylgir virðingargjörð dags. 21. október 1938 og íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 10. júní 2008.
Nei.
Uppfyllir ekki skilyrði um áður gerðar íbúðir.

70. Öldugata 61 Mál nr. BN043231
Sverrir Arnar Baldursson, Stóragerði 28, 108 Reykjavík
Spurt er hvort stækka megi um 35 ferm. á hæð eða 70 ferm. alls íbúðarhúsið og byggja bílskúr á lóð nr. 61 við Öldugötu.
Frestað.
Til að unnt sé að taka afstöðu til málsins þarf að leggja fram betri gögn, sbr. athugasemdir á umsóknablaði.

Fundi slitið kl. 12.38.

Magnús Sædal Svavarsson

Harri Ormarsson Björn Kristleifsson
Jón Hafberg Björnsson Þórður Búason
Eva Geirsdóttir Sara Hrund Einarsdóttir