Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2011, miðvikudaginn 1. júní kl. 9.15, var haldinn 243. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12-14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen og áheyrnarfulltrúinn Torfi Hjartarson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason, og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Margrét Leifsdóttir, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Björn Ingi Edvardsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:


(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur dags. 27. maí 2011.

2. Háskóli Íslands, Vísindagarðar, Aðalskipulag Reykjavíkur (01.63 Mál nr. SN100444
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2002-2024 dags. 9. febrúar 2011. Í breytingunni felst heimild um byggingu nemendaíbúða á svæði Vísindagarða við Háskóla Íslands. Einnig lagt fram bréf skipulagsstofnunar dags. 11. mars 2011 þar sem ekki er gerð athugasemd við að erindi verði auglýst. Jafnframt lagðar fram umsagnir Kópavogsbæjar dags. 16. febrúar, Seltjarnarnesbæjar dags. 24. febrúar, Mosfellsbæjar dags. 10. mars, umsögn Garðarbæjar dags. 22. mars 2011. Tillagan var auglýst frá 16. mars 2011 til og með 2. maí 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Þorkell Jóhannesson dags. 29. mars 2011, Snorri Bergmann og Védís Húnbogadóttir dags. 10. maí, Helgi Björnsson og Þóra Ellen Þórhallsdóttir dags. 10. maí, Jón Sch. Thorsteinsson fh. íbúa við Aragötu og Oddagötu dags. 10. maí, Jón Sch. Thorsteinsson og Ragnheiður Harðardóttir dags. 10. maí 2011 , Valgerður Hallgrímsdóttir og Jens A. Guðmundsson dags. 10. maí 2011.
Frestað.

3. Háskóli Íslands, Vísindagarðar, breyting á deiliskipulagi HÍ (01.63)Mál nr. SN090460
ASK Arkitektar ehf, Geirsgötu 9, 101 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Ask Arkitekta dags. 11. desember 2009 f.h. Vísindagarða Háskóla Íslands ehf. vegna breytinga á deiliskipulagi Háskóla Íslands vegna Vísindagarða. Í breytingunni felst m.a. að lóðinni er skipt upp í sjö lóðir fyrir Vísindagarða, Stúdentagarða og spennistöð Orkuveitu Reykjavíkur samkvæmt uppdrætti Ask Arkitekta dags. 15. janúar 2011 ásamt greinargerð og skilmálum dags. 15. janúar 2011
Tillagan var auglýst frá 16. mars til og með 10. maí 2011. Lagður fram tölvupóstur Jóns Sch. Thorsteinssonar dags. 20. apríl 2011 þar sem óskað er eftir að frestur til athugasemda verði framlengdur. Frestur var framlengdur til og með 10. maí 2011.
Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: bréf frá stúdentaráði Háskóla Íslands dags. 14. apríl 2011 þar sem lýst er yfir mikilli ánægju með deiliskipulagið, Þorkell Jóhannesson dags. 29. mars, Vigdís Finnbogadóttir ódags., Orkuveita Reykjavíkur, dags. 14. apríl 2011, Max Dager, f.h. Norræna hússins, dags. 2. maí, íbúar að Aragötu 7, dags. 8. maí, Pétur H. Ármannsson, dags. 9. maí, Helgi Björnsson og Þóra Ellen Þórhallsdóttir, dags. 10. maí, Helga Þorkelsdóttir og Páll Þorgeirsson, dags. 10. maí, Valgerður Hallgrímsdóttir og Jens A. Guðmundsson, dags. 10. maí, Baldur Símonarson dags. 10. maí, 2011, Snorri Bergmann og Védís Húnbogadóttirdags. 10. maí, Jón Sch. Thorsteinsson og Ragnheiður Harðardóttir dags. 10. maí og Jón Sch. Thorsteinsson f.h íbúa við Aragötu og Oddagötu dags. 10. maí ásamt fylgiskjölum: álitsgerð Ingibjargar Þórðardóttur fasteignasala, dags. 9. maí 2011 og álitsgerð Glámu-Kím, dags. 20. júní 2010. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 10. maí 2011, bréf Stúdentaráðs Háskóla Íslands dags. 31. maí 2011, bréf Vöku félags lýðræðissinnaðra stúdenta dags. 31. maí 2011.
Frestað.

4. Nýr Landspítali við Hringbraut, lýsing, nýtt deiliskipulag (01.19) Mál nr. SN110037
SPITAL ehf, Geirsgötu 9, 101 Reykjavík
Lögð fram umsókn Spital ehf. dags. 13 september 2010, lýsing Spital vegna Landspítala við Hringbraut dags. 25. janúar 2011, drög að endurskoðaðu varðveislumati dags. 2. febrúar 2011 ásamt umsögnum hagsmunaaðila og umsögn Skipulagsstofnunar dags. 2. mars 2011 ásamt fornleifskráningu Minjasafns Reykjavíkur móttekin í mars 2011.
Einnig er lögð fram tillaga að deiliskipulagi Landsspítala við Hringbraut dags. 10. apríl 2011 og drög að greinargerð og skilmálum dags. 20. maí 2011 ásamt minnisblaði dags. 12. apríl 2011, bréf Spital til skipulagsráðs dags. 28. apríl 2011, bókun Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 10. maí 2011 þrívíddarmyndir dags. 19. maí 2011 og uppfærðir uppdrættir dags. 23. maí 2011. Einnig eru lagðar fram eftirfarandi skýrslur:
Drög að greinargerð um samgöngur dags. 31. maí 2011, Þyrlupallur forsendur dags. 18. apríl 2011, Flutningur hættulegra efna um Hringbraut, áhættugreining dags. 4. mars 2011, Gróður á lóð Landspítalans dags. 1. mars 2011, Samgöngustefna 1. úgáfa dags. í maí 2011 ásamt kynningarbréfi dags. 30. maí 2011 og Hljóðvistarskýrsla dags. 1. mars 2011
Kynnt.

(D) Ýmis mál

5. Skipulagsráð, listi yfir auð hús í miðborginni Mál nr. SN110224
Lagður fram listi skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 9. maí 2011 yfir auð hús í miðborginni ásamt tillögum um beitingu þvingunarrúrræða.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


6. Austurbakki 2, Tónlistarhús, aðstaða rekstraraðila á lóð HörpunnarMál nr. SN110133
Totus ehf, Austurbakka 2, 101 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra 25. mars 2011 var lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. mars 2011 ásamt bréfi framkvæmdastjóra Totus ehf. dags. 9. mars 2011 varðandi aðstöðu rekstraraðila, starfsmanna, ráðstefnuhaldara o.fl. á lóð Hörpunnar. Erindinu var vísað til meðferðar hjá skipulagstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 8. apríl 2011.
Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.

Júlíus Vífill Ingvarson sat hjá við afgreiðlu málsins.

7. Ársskýrsla byggingarfulltrúa, ársskýrsla Mál nr. BN040972
Lögð fram ársskýrsla byggingarfulltrúa um byggingarframkvæmdir í Reykjavík árið 2010.
Kynnt.

8. Bröndukvísl 14, bréf byggingarfulltrúa (04.235.508) Mál nr. BN043072
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 23. maí 2011 vegna óleyfisframkvæmda á lóðinni nr. 14 við Bröndukvísl.
Tillaga byggingarfulltrúa samþykkt

9. Gljúfrasel 2, bréf byggingarfulltrúa (04.933.803) Mál nr. BN043073
Á fundi skipulagsstjóra 25. mars 2011 var lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. mars 2011 ásamt bréfi framkvæmdastjóra Totus ehf. dags. 9. mars 2011 varðandi aðstöðu rekstraraðila, starfsmanna, ráðstefnuhaldara o.fl. á lóð Hörpunnar. Erindinu var vísað til meðferðar hjá skipulagstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 8. apríl 2011.
Frestað.

10. Meanwhile átaksverkefni 2011, Kynning á #GLMeanwhile#GL átaksverkefnum 2011 Mál nr. SN110233
Meanwhile¿-verkefni eru samstarfsverkefni Umhverfis- og samgöngusviðs, Skipulags- og byggingarsviðs og Framkvæmda- og eignasviðs. Meanwhile eru létt og skapandi verkefni sérstaklega til þess fallin að glæða illa nýtt almenningsrými í borginni lífi.
Tilraunainnsetningar og viðburðir sem eiga sér stað í tengslum við ¿meanwhile¿- verkefni hafa ákveðinn tímaramma sem skilgreindur er fyrirfram. Verkefnin geta staðið yfir í nokkra mánuði eða í skemmri tíma (vikur eða jafnvel daga) og miða að því að breyta notkun rýmisins eða efla þá möguleika sem fyrir eru.
Í miðborginni er kjörið að kanna nýtingarmöguleika svæða með ¿meanwhile¿ inngripum á staði og torg
Í úthverfum borgarinnar eru vannýtt svæði sem tilvalið er að stilla upp sem ¿meanwhile¿ verkefnum áður en endanleg hönnun er sett af stað
Skilgreindar verða fjárhæðir í hvert verkefni fyrir sig og ráðnir starfshópar fyrir svæðin
Hóparnir sjá alfarið um hönnun og allt utanumhald vegna sinna svæða og er kostnaður vegna vinnu, efnis og frágangs innifalinn í upphaflegri upphæð
og skal verkefnisstjóri hafa tök á að leita til aðila á öllum þessum sviðum vegna starfa sinna
Hans H. Tryggvason, Umhverfis- og samgöngusviði kynnti.


Fundi slitið kl. 12.20.


Páll Hjalti Hjaltason
Hjálmar Sveinsson Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir
Kristín Soffía Jónsdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Gísli Marteinn Baldursson Jórunn Ósk Frímannsd Jensen