Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2011, miðvikudaginn 11. maí kl. 09:00, var haldinn 241. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen og áheyrnarfulltrúinn Torfi Hjartarson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Bragi Bergsson, Björn Ingi Edvardsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Margrét Leifsdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsstjóra Reykjavíkur dags. 29. apríl og 6. maí 2011.

2. Dofraborgir 15, málskot (02.344.4) Mál nr. SN110111
Lagt fram málskot Joseph Lemacks eiganda Dofraborga 15 dags. 8. mars 2011 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsstjóra frá 11. febrúar 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 2.344.4 vegna lóðarinnar nr. 15 við Dofraborgir á þann hátt að stækkun á kjallara sem byggður var út fyrir byggingarreit í óleyfi fáist samþykkt ásamt því að leggja niður bílageymslu og færa sorptunnur. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 28. mrs 2011.
Fyrri afgreiðsla skipulagstjóra frá 11. febrúar 2011 staðfest
Skipulagsráð felur byggingarfulltrúa að leita samstarfs við lóðarhafa varðandi framhald málsins. Jafnframt er óskað eftir því að byggingarfullrúi upplýsi skipulagsráð sérstaklega um framhaldið og tímasetningar úrbóta áður en gripið verður til þvingunarúrræða.

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Gísli Marteinn Baldursson sat hjá við afgreiðslu málsins

3. Reykjavíkurflugvöllur, Flugfélag Íslands, (01.6) Mál nr. SN110156
(fsp) breyting á byggingarmagni
Flugfélag Íslands ehf, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík
Kurt og Pí ehf, Skólavörðustíg 2, 101 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Flugfélags Íslands dags. 25. mars 2011 varðandi endurbætur og viðbygginu flugstöðvar Flugfélags Ísland á Reykjavíkurflugvelli samkvæmt tillögu Kurtogpí dags. 25. mars 2011.
Frestað.

4. Teigahverfi norðan Sundlaugavegar, deiliskipulag Mál nr. SN090100
Lögð fram endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi Teigahverfis norðan Sundlaugavegar samkvæmt uppdráttum egg arkitekta ehf. dags. . í maí 2011. Einnig lögð fram Húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur skýrsla nr. 150 dags. 2009, endurskoðað varðveislumat Minjasafns Reykjavíkur vegna Bjargs dags. 23. febrúar 2010 og samantekt verkefnisstjóra dags. 6. ágúst 2010 varðandi ábendingar úr hagsmunaaðilakynningu.
Samþykkt að kynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum á reitnum ásamt þeim sem áður hafa gert athugasemdir við fyrri hagsmunaaðilakynningu. Jafnframt er samþykkt að kynna tillöguna fyrir Hverfisráði Laugardals og Hlíða.

5. Höfðabakki 1, breyting á deiliskipulagi (04.070.0) Mál nr. SN110070
Nexus Arkitektar ehf, Ægisíðu 52, 107 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi Nexus arkitekta dags. 15. febrúar 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða eystri vegna lóðarinnar nr. 1 við Höfðabakka. Í breytingunni felst að byggingarreitur er stækkaður fyrir mögulega skemmubyggingu í austurátt, samkvæmt uppdrætti Nexus arkitekta dags. 14. febrúar 2011, breyttur 11. mars 2011. Tillagan var grenndarkynnt frá 16. mars til og með 13. apríl 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Hjálmar Hlöðversson dags. 12. apríl 2011. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 5. maí 2011
Synjað með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

6. Boðagrandi 9, breyting á deiliskipulagi (01.521.4) Mál nr. SN110217
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs dags. 5. maí 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Grandavegur, Lýsi og SÍS vegna lóðarinnar nr. 9 við Boðagranda. Í breytingunni felst að gerður er byggingarreitur fyrir færanlega leikstofu, samkvæmt uppdrætti Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur dags. 3. maí 2011.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Jafnframt var samþykkt að upplýsa hagsmunaaðila í nágrenningu sérstaklega um tillöguna með bréfi.
Vísað til borgarráðs.

7. Kirkjuteigur 24, Laugarnesskóli, breyting á deiliskipulagi (01.363.0)Mál nr. SN110213
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur dags. 5. maí 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis vegna lóðarinnar nr. 24 við Kirkjuteig. Í breytingunni felst að gerður er byggingarreitur fyrir færanlega kennslustofu með tengibyggingu, samkvæmt uppdrætti Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur dags. 5. maí 2011.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Jafnframt var samþykkt að upplýsa hagsmunaaðila í nágrenningu sérstaklega um tillöguna með bréfi.
Vísað til borgarráðs.

8. Kvistaland 26, breyting á deiliskipulagi (01.862.3) Mál nr. SN110215
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur dags. 5. maí 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Fossvogshverfis, reitur 1.863.2 vegna lóðarinnar nr. 26 við Kvistaland, Í breytingunni felst að afmarkaður er byggingarreitur fyrir færanlega kennslustofu, fjölgun á bílastæðum, kvöð um aðkeyrslu er felld út ásamt því að afmörkuð, samþykkt lóð fyrir fjarskiptabúnað er felld út og bætt við leikskólalóðina, samkvæmt uppdrætti Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur dags. 3. maí 2011.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Jafnframt var samþykkt að upplýsa hagsmunaaðila í nágrenningu sérstaklega um tillöguna með bréfi.
Vísað til borgarráðs.

9. Nýr Landspítali við Hringbraut, lýsing, nýtt deiliskipulag(01.19) Mál nr. SN110037
SPITAL ehf, Geirsgötu 9, 101 Reykjavík
Lögð fram umsókn Spital ehf. dags. 13 september 2010, lýsing Spital vegna Landspítala við Hringbraut dags. 25. janúar 2011, drög að endurskoðaðu varðveislumati dags. 2. febrúar 2011 ásamt umsögnum hagsmunaaðila og umsögn Skipulagsstofnunar dags. 2. mars 2011 ásamt fornleifskráningu Minjasafns Reykjavíkur móttekin í mars 2011.
Einnig er lögð fram tillaga að deiliskipulagi Landsspítala við Hringbraut dags. 9. maí 2011 og drög að greinargerð og skilmálum dags. 5. apríl 2011 ásamt minnisblaði dags. 12. apríl 2011. Einnig er lagt fram bréf Spital til skipulagsráðs dags. 28. apríl 2011 ásamt uppfærðum uppdráttum dags. 10. maí 2011.
Staða málsins kynnt.

(B) Byggingarmál

10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN042968
Fylgiskjal með fundargerð þessari eru fundargerðir nr. 633 frá 3. maí og 634 frá 10. maí 2011.

(C) Fyrirspurnir

11. Barónsstígur 47, Heilsuverndarstöðin, (fsp) bílastæði(01.193.1) Mál nr. SN110201
Álftavatn ehf, Pósthólf 4108, 124 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Álftavatns ehf. dags. 26. apríl 2011 um gerð bráðabirgðabílastæðis á lóð nr. 47 við Barónsstíg. Bílastæðið yrði á reit sem sýndur er sem bílakjallari á samþykktu deiliskipulagi. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 5. maí 2011.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

12. Skólagarðar, (fsp) breytt notkun Mál nr. SN110077
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra 1. apríl 2011 var lögð fram fyrirspurn Framkvæmda- og eignasviðs dags. 17. febrúar 2011 varðandi breytta notkun á húsunum sem standa við skólagarðana við Logafold 106b, Holtaveg 32 og Bjarmaland. Í stað aðstöðu fyrir skólagarða yrði húsnæðið nýtt fyrir dagforeldra. Einnig lögð fram samantekt skipulagsstjóra dags. 10. mars 2011 og tölvupóstur hverfisráðs Háaleitis og Bústaðahverfis dags. 30. mars 2011 og hverfisráðs Laugardals dags. 31. mars 2011. Samþykkt var að framlengja frest til að skila inn umsögn til 15. apríl 2011 og er erindið nú lagt fram að nýju ásamt umsögn hverfisráðs Laugardals dags. 7. apríl 2011, umsögn Háaleitis- og Bústaðahverfis dags. 11. apríl 2011 og bókun hverfisráðs Grafarvogs dags. 12. apríl 2011.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við breytta notkun á húsunum við Logafold 106b og Holtaveg 32 í samræmi við framlagðar bókanir hverfisráða Grafarvogs og Laugardals. Hafa skal samráð við embætti skipulagsstjóra um útfærslu breytinganna og huga skal sérstaklega að aðstöðu fyrir fjölskyldur sem nýta sér aðstöðu garðanna. Ekki er unnt að afgreiða fyrirspurn um breytta notkun að Bjarmalandi á jákvæðan hátt, að svo stöddu, í ljósi þess að hverfisráð Háaleitis og Bústaðahverfis leggst gegn fyrirhuguðum breytingum í umsögn sinni og er óskað eftir því að Framkvæmda- og eignasvið rýni tillögu sína betur með vísan til athugasemda ráðsins.

13. Kringlumýrarbraut 100, Hringbraut 12, N1, (01.78) Mál nr. SN110140
(fsp) breyting á deiliskipulagi
Sævar Þór Ólafsson, Laugateigur 21, 105 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Sævars Þórs Ólafssonar dags. 23. mars 2011 varðandi færslu á sorpgámum, stækkun á gámastæði og uppsetningu á metanstöð á lóðinni nr. 100 við Kringlumýrarbraut, samkvæmt uppdrætti ASK arkitekta dags. 1. mars 2011. Einnig lagður fram uppdráttur Ask arkitekta dags. 21. febrúar 2011 að staðsetningu metanstöðvar á lóð N1 við Hringbraut. Jafnframt er lagt fram bréf Sævars Þórs Ólafssonar dags. 27. apríl 2011 ásamt teikningu ódags. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 10. maí 2011.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við uppsetningu metanstöðva á lóðunum að Hringbraut 12 og Kringlumýrarbraut 100 með þeim skilyrðum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra.

14. Hringbraut 12, lóð N1, (fsp) breyting á deiliskipulagi(01.622.1) Mál nr. SN110207
Sævar Þór Ólafsson, Laugateigur 21, 105 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Sævars Þórs Ólafssonar f.h. N1 dags. 4. maí 2011 varðandi lóðarstækkun , færslu stíga ásamt uppsetningu á metanstöð á lóðinni nr. 12 við Hringbraut. Einnig er lögð fram teikning dags. 4. maí 2011.
Neikvætt. Ekki er fallist á að leggja til breytingu á deiliskipulagi svæðisins í samræmi við fyrirspurnina.

(D) Ýmis mál

15. Skipulagsráð, sumarfrí 2011 Mál nr. SN110220
Lögð fram tillaga formanns skipulagsráðs dags. 11. maí 2011 um fyrirkomulag funda skipulagsráðs sumarið 2011.
Tillaga formanns skipulagsráðs samþykkt.

16. Götuheiti í Túnahverfi, Mál nr. BN042515
Bríetartún, Þórunnartún, Katrínartún og Guðrúnartún.
Lagt fram kynningarbréf skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 8. febrúar 2011 til hagsmunaaðila vegna tillögu Reykjavíkurborgar um nafnabreytingar á fjórum götum í Túnahverfi. Athugasemdarfrestur vegna tillögunnar var til 10. mars sl. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir:
Sigurður Þór Guðjónsson dags. 3.maí 2011, Anna María Gunnarsdóttir dags. 28.mars 2011, Jens Pétur Jensen dags. 22. mars 2011, Pétur Guðmundsson dags. 25.mars 2011, Vilborg Á Valgarðsdóttir 24.mars 2011, húsfélagið Skúlatún 2 dags. 29.nóvember 2010, húsfélagið Skúlatúni 2 dags. 8.apríl 2011, húsfélagið Skúlatún 2 dags. 2. febrúar 2010, húsfélag Skúlatún 2 dags. 1.apríl 2011, Björgólfur Thorsteinsson formaður Landverndar dags. 12.apríl 2011, Brynjólfur Jónsson framkv.stj Skógræktarfélags Íslands dags. 18.apríl 2011, Kínverska sendiráðið dags. 25.mars 2011, Frímúrarareglan á Íslandi dags. 11.apríl 2011, Þráinn Hallgrímsson f.h. Húsfélagsins Sætún 1 dags. 31.mars 2011, ásamt samhljóða undirskriftarlistum 103 aðila mótt. í apríl 2011. Einnig er lögð fram samantekt byggingarfulltrúa á athugasemdum dags. 4. maí 2011.
Frestað.

17. Skipulagsráð,. Mál nr. SN110196
fyrirspurn frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Auð hús í miðborginni
Lögð fram fyrirspurn frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins; Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Mörtu Guðjónsdóttur og Jórunnar Frímannsdóttur um auð hús í miðborginni frá fundi ráðsins þann 27. apríl 2011, um auð hús í miðborginni. Einnig er lagt fram svarbréf skipulags- og byggingarsviðs dags. 11. apríl 2011.

Jórunn Frímannsdóttir vék af fundi kl: 12:00.

Svarbréf skipulags- og byggingarsviðs samþykkt.
Fyrirspurn varðandi Völundarverk er visað til afgreiðslu borgarráðs.

Fulltrúar Besta flokksins; Páll Hjaltason og Elsa HrafnhildurYeoman og fulltrúar Samfylkingarinnar; Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir lögðu fram eftirfarandi bókun:

#GLEkki verður lengur hikað við að beita þeim úrræðum sem Reykjavíkurborg hefur til að bregðast við slæmu ástandi húsa samkvæmt byggingarreglugerð auk þess sem skipulagsráð hyggst ganga fram af meiri festu en áður hefur tíðkast. Í þeim tilfellum sem ásigkomulagi, viðhaldi eða frágangi húss eða annars mannvirkis eða lóðar er þannig háttað að hætta geti stafað af eða húsnæði er heilsuspillandi eða óhæft til íbúðar og lóðarhafi sinnir ekki áskorun byggingarfulltrúa um úrbætur, mun sveitarstjórn ákveða dagsektir, þar til úr hefur verið bætt. Beri álagning dagsekta ekki árangur mun Reykjavíkurborg ganga lengra í beitingu þvingunarúrræða og m.a. óska eftir því að fasteignin verði seld nauðungarsölu ef þurfa þykir.

Við beitingu dagsekta og annara þvingunarúrræða samkvæmt byggingarreglugerð, verður ekki tekið tillit til þess hvort slæmt ásigkomulag fasteigna megi rekja til heimilda í deiliskipulagi, mögulegra óska lóðarhafa um breytinga á skipulagi eða annara áhrifaþátta, enda eru engar heimildir fyrir því í lögum að slíkar aðstæður veiti lóðarhöfum rétt á að sinna viðhaldi fasteigna illa eða ekki. #GL

18. Skipulagsráð, listi yfir auð hús í miðborginni Mál nr. SN110224
Lagður fram listi skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 9. maí 2011 yfir auð hús í miðborginni ásamt tillögum um beitingu þvingunarrúrræða.
Frestað.

19. Þingholtsstræti 2-4 og Skólastræti 1, kæra, umsögn (01.170.2) Mál nr. SN100386
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 21. október 2010 ásamt kæru dags. 14. september 2010 þar sem kærð er deiliskipulagsákvörðun um sameiningu lóðanna Þingholtsstræti 2-4 og Skólastræti 1 í Reykjavík. Einnig lögð fram greinargerð lögfræði og stjórnsýslu, dags. 27. apríl 2011.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt

20. Þingholtsstræti 2-4, kæra, umsögn (01.170.2) Mál nr. SN110193
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lögð fram kæra til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 20. apríl 2011, vegna samþykktar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 12. apríl 2011 á takmörkuðu byggingarleyfi vegna jarðvinnu og undirbúnings vegna aðstöðu á lóðinni nr. 2-4 við Þingholtsstræti. Krafist er stöðvunar á framkvæmdum og að byggingarleyfi verði dregið til baka. Einnig er kært deiliskipulag svæðisins. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 27. apríl 2011.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt

21. Reitur 1.134.6 - Holtsgötureitur, (01.134.6) Mál nr. SN110206
dómur Héraðsdóms Reykjavíkur
Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá 29. apríl 2011, í skaðabótamáli Herborgar Friðjónsdóttur gegn Reykjavíkurborg þar sem borgin er sýknuð af öllum bótakröfum stefnanda vegna gildistöku deiliskipulags Holtsgötureits.

22. Vesturvallareitur 1.134.5, lýsing Mál nr. SN090325
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 27. apríl 2011 um samþykkt borgarráðs s.d á lýsingu á deiliskipulagi Vesturvallareits

23. Vesturhlíð 1, leikskóli, breyting á deiliskipulagi (01.768.6) Mál nr. SN110148
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 27. apríl 2011 um samþykkt borgarráðs s.d um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi fyrir Suðurhlíð vegna lóðarinnar að Vesturhlíðar 1.

24. Sogamýri, deiliskipulag, lýsing Mál nr. SN110157
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 5. maí 2011 um samþykkt s.d. um lýsingu á deiliskipulagi fyrir hluta Sogamýrar.

25. Klettasvæði, Skarfabakki, breyting á deiliskipulagi(01.33) Mál nr. SN110153
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 5. maí 2011 um samþykkt s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi fyrir Klettasvæði - Skarfabakka.

26. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024., Mál nr. SN110188
Endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur, breytingatillögur.
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 5. maí 2011 um samþykkt s.d. um lýsingu á deiliskipulagi fyrir svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins og endurskoðun aðalskipulags.

27. Skipulagsráð, Mál nr. SN110195
tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, lóðir til trúfélaga
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 5. maí 2011 um samþykkt borgarráðs s.d. um að vísa erindi til umsagnar Framkvæmda- og eignasviðs.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12:10.

Páll Hjalti Hjaltason
Hjálmar Sveinsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Kristín Soffía Jónsdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Gísli Marteinn Baldursson Torfi Hjartarson

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2011, þriðjudaginn 3. maí kl. 13.50 eftir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 633. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Bjarni Þór Jónsson, Björn Kristleifsson, Sigrún Reynisdóttir og Eva Geirsdóttir.
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Austurstræti 12 (01.140.407) 100850 Mál nr. BN042834
Austurátt ehf, Austurstræti 12, 101 Reykjavík
Reitir IV ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um breyttan gestafjölda innanhúss og um leyfi fyrir útiveitingum bæði við Austurstræti og Vallarstræti í veitingastað á 1. hæð í húsi á lóð nr. 12 við Austurstræti.
Umsögn skrifstofu gatna- og eignaumsýslu fylgir erindinu ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 29. apríl 2011 og umsögn skipulagsstjóra dags. 27. apríl 2011.Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

2. Austurstræti 22 (01.140.504) 100864 Mál nr. BN042927
Grill markaðurinn ehf, Lækjargötu 2a, 101 Reykjavík
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta milliveggjum, eldhúsi og loftræstingu í fyrirhuguðum veitingastað í mhl. 01 sem er í flokki III í kjallara og á jarðhæð í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 22 við Austurstræti.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

3. Austurstræti 5 (01.140.212) 100833 Mál nr. BN042838
Eik fasteignafélag hf, Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja hurð í glerfront Austurstrætismegin, þar sem hún var í upphafi, í húsi Arion Banka á lóð nr. 5 við Austurstræti.
Meðfylgjandi er umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 22. desember 2010
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

4. Álfab. 12-16/Þönglab. (04.603.503) 111722 Mál nr. BN041803
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í kjallara ásamt því að bæta við útgönguleiðum og hringstiga upp á 1. hæð í húsi nr. 1 við Þönglabakka á lóðinni Álfab. 12-16/Þönglab.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

5. Ármúli 5 (01.262.002) 103514 Mál nr. BN042929
Múlakaffi ehf, Hallarmúla, 105 Reykjavík
Kvörnin ehf, Ármúla 5, 108 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningu. sjá erindi BN040410, sem sýnir breyttar útgönguleiðir í atvinnueldhúsi í kjallara mhl.03 í húsi nr. 5 við Ármúla.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

6. Árvað 3 (04.734.102) 209365 Mál nr. BN042936
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka um tvær færanlegar kennslustofur og tengigang leikskólans Rauðhól á lóð nr. 3 við Árvað.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

7. Ásvallagata 75 (01.139.204) 100769 Mál nr. BN042946
Bjarni Reynarsson, Ásvallagata 75, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalalokun úr áli og gleri yfir svalir á 2. hæð einbýlishússins á lóð nr. 75 við Ásvallagötu.
Stærð: 7,9 ferm., 17,4 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 1.392
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdráttar dags.19.apríl 2011.

8. Bankastræti 7 (01.170.007) 101325 Mál nr. BN042721
Vigfús Guðbrandsson og Co ehf, Bankastræti 7, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi verslunar í kjallara og á 1. hæð atvinnuhúss á lóð nr. 7 við Bankastræti.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

9. Bíldshöfði 5A (04.055.603) 110561 Mál nr. BN040827
BR fasteignafélag ehf, Bíldshöfða 5a, 110 Reykjavík
Hlölli Frumherjinn ehf, Gerðhömrum 14, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður viðbyggðri kæligeymslu við vesturvegg á atvinnuhúsinu á lóð nr. 5A við Bíldshöfða.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 8. janúar 2010 og umsögn skipulagsstjóra dags. 7. janúar 2010 fylgja erindinu.
Stækkun: 6,3 ferm og 14,1 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 8.000 + 1.086
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

10. Bjarmaland 18-24 (01.854.402) 108779 Mál nr. BN042904
Anna Sigríður Einarsdóttir, Bjarmaland 20, 108 Reykjavík
Pétur Kúld Pétursson, Bjarmaland 20, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera sundlaug og byggja steypta skjólveggi á vesturhluta lóðar, einnig að byggja geymsluhús á lóð einbýlishússins nr. 20 á lóð nr. 18-24 við Bjarmaland.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa og Bjarmalands 14 dags. 11. apríl 2011 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 29. apríl 2011.
Geymsla: 25,1 ferm., 61,1 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 4.888
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

11. Borgartún 18 (01.221.001) 102796 Mál nr. BN042899
BYR hf, Borgartúni 18, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum þar sem inngangi á norðurhlið er breytt sbr. erindið BN042478 í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 18 við Borgartún.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

12. Fiskislóð 5-9 (01.089.401) 197869 Mál nr. BN042943
Lýsi hf, Fiskislóð 5-9, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að reisa steinsteypta viðbyggingu, mhl.25, austan við verksmiðjuhúsið á lóð nr. 5-9 við Fiskislóð.
Erindi fylgir brunahönnun frá VSI dags. 26. apríl 2011.
Stækkun: 1. hæð 2.473 ferm., 2. hæð 827,7 ferm., 3. hæð 629,8 ferm.
Samtals 3.894,5 ferm., 23.624,7 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 1.889.976
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13. Fossaleynir 19-23 (02.468.101) 180547 Mál nr. BN042830
Dalsnes ehf, Fossaleyni 21, 112 Reykjavík
Innnes ehf, Fossaleynir 21, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innandyra í 1. áfanga 1. hæðar og í 2. áfanga 2. hæð, breytingar felast í að færa til fundarherbergi og komið verður fyrir nýjum vegg í atvinnuhúsnæðinu nr. 21 á lóð nr. 19-23 við Fossaleyni.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

14. Geirsgata 7B-7C (01.117.307) 219202 Mál nr. BN042935
Vestur Indía Félagið ehf, Geirsgötu 7b, 101 Reykjavík
Brytinn ehf, Kolbeinsmýri 12, 170 Seltjarnarnes
Sótt er um leyfi til að koma fyrir lausum skjólveggjum við suðurhlið veitingahússins á lóð nr. 7B+7C við Geirsgötu.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

15. Grandagarður 1 (01.115.208) 100055 Mál nr. BN042924
Björgunarsveitin Ársæll, Grandagarði 1, 101 Reykjavík
Slysavarnadeild kvenna í Rv, Grandagarði 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða steinsteypta viðbyggingu til vesturs við atvinnuhúsið á lóð nr. 1 við Grandagarð.
Jafnframt er lagt til að erindi BN040679 verði fellt úr gildi.
Stækkun: 1. hæð 157,2 ferm., 2. hæð 128,1 ferm.
Samtals: 285,6 ferm., 1.343,1 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 107.448
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

16. Grundargerði 12 (01.814.106) 107927 Mál nr. BN042926
Kristín Sveinsdóttir, Grundargerði 12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvær einnar hæðar viðbyggingar á suðurhlið einbýlishússins á lóð nr. 12 við Grundargerði.
Erindi fylgja jákv. fsp. BN042852 dags. 22. febrúar og 12. apríl 2011.
Stækkun: 17,9 ferm., 54,6 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 4.368
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta 10-01og 10-02 síðast breytt 26. apríl 2011

17. Gufunes Áburðarverksm (02.220.001) 108955 Mál nr. BN042959
Íslenska gámafélagið ehf, Gufunesi, 112 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningu þar sem gerð er grein fyrir núverandi fyrirkomulagi þar sem búið er að innrétta breytingaverkstæði fyrir metanbíla, dekkjaverkstæði og bílgeymslu og sótt er um leyfi til að sameina mhl.05 og 06 í atvinnuhúsi á lóð Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

18. Hallgrímstorg 3 (01.194.201) 102545 Mál nr. BN040857
Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir samþykki á uppfærðum aðaluppdráttum af Hnitbjörgum, Listasafni Einars Jónssonar, á lóð nr. 3 við Hallgrímstorg.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

19. Haukdælabraut 104 (05.113.502) 214821 Mál nr. BN042952
Rúnar Grétarsson, Gerðhamrar 8, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til minni háttar breytinga á innra fyrirkomulagi og gluggum og til að byggja 80 cm. skyggni framan við bílgeymslu einbýlishússins á lóð nr. 104 við Haukdælabraut.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra vegna ákvæða um byggingarreiti.

20. Haukdælabraut 64 (05.114.801) 214808 Mál nr. BN042829
Joanna Janczewska, Hafnarbraut 11, 200 Kópavogur
Wojciech Stefan Wiater, Hafnarbraut 11, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 64 við Haukdælabraut.
Erindi fylgir samþykki framkvæmda- og eignasviðs vegna veggjar á lóðamörkum ódagsett.
Stærð: 1. hæð íbúð 207,5 ferm., 2. hæð íbúð 151,3 ferm., bílgeymsla 53,4 ferm.
B-rými ?? ferm.
Samtals 412,2 ferm., 1451,8 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 116.144
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra vegna nýtingarhlutfalls. Bygging fer ekki út fyrir byggingareit.

21. Heiðargerði 98 (01.802.218) 107683 Mál nr. BN042215
Alexander Schepsky, Heiðargerði 98, 108 Reykjavík
Birgitta Guðrún S Ásgrímsdóttir, Heiðargerði 98, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka þak um 50 sm, koma fyrir anddyri og byggja steinsteyptan bílskúr á lóð nr. 98 við Heiðargerði.
Erindi fylgir fsp. BN041221.
Stækkun: 15,0 ferm., 42,7 rúmm.
Stærð bílskúrs: 28,1 ferm., 82,0 rúmm.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 29. apríl 2011 fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 3.370
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsstjóra.

22. Holtsgata 39 (01.133.406) 100284 Mál nr. BN042888
Þorvaldur Böðvar Jónsson, Holtsgata 39, 101 Reykjavík
Kjartan Hákonarson, Holtsgata 39, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalir úr stáli á bakhlið 2. og 3. hæðar fjölbýlishússins á lóð nr. 39 við Holtsgötu.
Erindi fylgir samþykki eiganda 0101 dags. 5. apríl 2011 og eigenda Holtsgötu 41 dags. í apríl 2011.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

23. Hólaberg 84 (04.674.402) 218401 Mál nr. BN042713
Félag eldri borgara, Stangarhyl 4, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fjölbýlishús með 49 þjónustuíbúðum fyrir aldraða, þrjár til fjórar hæðir með bílgeymslu á jarðhæð fyrir 37 bíla á lóð nr. 84 við Hólaberg.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 7.4. 2011.
Stærð mhl. 02: Bílgeymsla 1.174 ferm., 3.646,3 rúmm.
Mhl. 01 íbúðir: 1. hæð 919,3 ferm., 2. hæð 1.676,7 ferm., 3. hæð 1.213,2 ferm., 4. hæð 421,6 ferm.
B-rými 1.419,3 ferm.
Mhl. 01 samtals: 4.229,8 ferm., 13.328,1 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 1.066.248
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

24. Hólmgarður 53 (01.819.115) 108254 Mál nr. BN042916
Oddný Jónasdóttir, Hólmgarður 53, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innbyggðum bílskúr, geymslu og húsbóndaherbergi í hluta af almennri íbúð 0101 á 1. hæð í húsi á lóð nr. 53 við Hólmgarð.
Umsögn burðarvirkishönnuðar fylgir dags. 11. apríl. 2011 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 29. apríl 2011.
Gjald kr. 7.700 + 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Hrefnugata 4 (01.247.302) 103363 Mál nr. BN042948
Sigurður Rúnar Steingrímsson, Hrefnugata 4, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalir á rishæð og gerð er grein fyrir stækkun á kvisti á suðurhlið fjölbýlishússins á lóð nr. 4 við Hrefnugötu.
Erindi fylgir fsp. dags. 10. febrúar 2009. Jafnframt er erindi BN039861 dregið til baka.
Áður gerð stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 8.000 + xx
Frestað.
Vantar samþykki meðeigenda, að því fengnu verður málið sent skipulagstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu.

26. Klettháls 13 (04.346.701) 188543 Mál nr. BN042343
Íslandsbanki fjármögnun, Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík
Bergey - fasteignafélag ehf, Nýbýlavegi 2-8, 200 Kópavogur
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum þar sem gerð er grein fyrir millilofti/kerfisgeymslulofti, nýjum milliveggjum sem skipta rými 0101 í tvennt, ásamt öðrum smávægilegum breytingum innanhúss, einnig að óleyfisgeymslugámar að austan og vestan verði fjarlægðir af lóð atvinnuhússins á lóð nr. 13 við Klettháls.
Bréf frá fundi sem haldinn var vegna millilofts og sprinklerlagna dags. 12. nóv. 2010. og bréf frá hönnuði dags. 1. des. 2010 fylgir erindi.
Einnig brunahönnun frá VSI dags. 22. mars 2011.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

27. Klettháls 3 (04.342.301) 188538 Mál nr. BN042792
Elkjær ehf, Hrauntungu 20, 200 Kópavogur
Sótt er um samþykki á reyndarteikningu vegna uppsetningar á klefa fyrir sprinklerkerfi í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 3 við Klettháls.
Bréf frá eigenda fylgir dags. 19. mars 2011.
Brunaskýrsla brunahönnuðar fylgir uppfærð 22. ágúst 2005
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

28. Kollagrund 2 (00.038.001) 125704 Mál nr. BN042384
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum á fyrsta áfanga sbr. erindið BN021351 samþykkt 29. júní 2000 vegna innanhúss breytinga og bílastæðum fækkað við Klébergsskóla á lóð nr. 2 við Kollagrund.
Bréf frá hönnuði dags. 29. nóv. 2010 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 17. desember 2010 fylgja erindinu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

29. Kringlan 1 (01.723.501) 107300 Mál nr. BN042837
Reitir VI ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta samþykktu skólahúsnæði í skrifstofur í matshluta 02 á 1. og 2. hæð fyrrverandi Morgunblaðshúss á lóð nr. 1 við Kringluna.
Erindi fylgir brunahönnun frá Eflu dags. 29. mars 2011.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

30. Kvistaland 1-7 (01.863.301) 108806 Mál nr. BN042931
Guðmundur Magnússon, Kvistaland 3, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa ónýtan sólskála og byggja steinsteypta viðbyggingu í hans stað við suðurhlið einbýlishússins nr. 3 á lóð nr. 1-7 við Kvistaland.
Niðurrif: 27 ferm., 70 rúmm.
Viðbygging: 30,8 ferm., 95,5 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 7.640
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

31. Laufásvegur 65 (01.197.010) 102698 Mál nr. BN042941
Inga Bryndís Jónsdóttir, Laugateigur 60, 105 Reykjavík
Birgir Örn Arnarson, Laugateigur 60, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að síkka kjallaraglugga og grafa frá hluta framhliðar tvíbýlishússins á lóð nr. 65 við Laufásveg.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

32. Laugavegur 166 (01.242.102) 103032 Mál nr. BN042957
Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi á 4. hæð, m. a. innrétta fyrirlestrarsal og nýtt mötuneyti í skrifstofuhúsi á lóð nr. 166 við Laugaveg.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

33. Laugavegur 46A (01.173.103) 101520 Mál nr. BN042770
Guðni Stefánsson, Laugavegur 46a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa skúra, byggja í þeirra stað litla íbúð, byggja geymslur á lóð, setja kvisti og svalir á íbúðarhúsið og breyta skipulagi hússins á lóð nr. 46A við Laugaveg.
Erindi fylgir umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 1. apríl 2011, lóðamerkjalýsing frá 17. júní 1926, Lóðablað frá lóðaskrárritara, þinglýst afsal dags. 24. desember 1932, samkomulag um umferðarrétt dags. 10. maí 1958, eigendaskrá lóðarinnar og umsögn Húsafriðunarnefndar ríkisins dags. 23. mars 2011. Ennfremur samþykki eigenda Laugavegs 46, Frakkastígs 11, Laugavegs 44 og 46B og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 29. apríl 2011.
Niðurrif: 33,5 ferm., 79,7 rúmm.
Stækkun: 61,2 ferm., 182,8 rúmm.
Stærðir eftir stækkun: 181 ferm., 511 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 14.624
Synjað.
Samræmist ekki gildandi deiliskipulagi.

34. Laugavegur 55 (01.173.020) 101507 Mál nr. BN042732
Sverrir Þór Einarsson, Höfn, 301 Akranes
Casa ehf, Bæjarlind 6, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN042332 dags. 14. des. 2010 þannig að bætt verður við salerni, veggur undir stiga er felldur út og innréttingu með tveimur vöskum bætt inn í veitingahúsnæðinu á lóð nr. 55 við Laugaveg.
Gjald kr. 8.000.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

35. Ljósvallagata 10 (01.162.311) 101284 Mál nr. BN042940
Helga Kristín Hjörvar, Ljósvallagata 10, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja stálsvalir á bakhlið 2. hæðar fjölbýlishússins á lóð nr. 10 við Ljósvallagötu.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 15. júlí 2010.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynning. Vísað er til uppdráttar nr. 1.02.01 dags. 18. mars 2011

36. Lækjargata 8 (01.140.510) 100870 Mál nr. BN042955
Lækur ehf, Bæjarlind 6, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta kvistum, útveggjaklæðingu og gluggum til upprunalegs horfs og sameina í einn matshluta veitingahúsin á lóð nr. 8 við Lækjargötu.
Erindi fylgir umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 28. apríl 2011 og umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 3. maí 2011.
Stækkun: 9,5 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 760
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

37. Miklabraut 32 (01.701.009) 106951 Mál nr. BN042932
Sturla Sigurjónsson, Miklabraut 32, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja glerskála við suðurenda bílskúrs við raðhúsið nr. 32 við Miklubraut.
Stærð: 26,7 ferm., 92,3 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 7.384
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

38. Síðumúli 10 (01.292.301) 103798 Mál nr. BN042951
Búseti svf,húsnæðissamvinnufél, Skeifunni 19, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka efri hæð með því að byggja milliloft í suðurhluta húss, innrétta verkstæði á neðri hæð suðurhluta, skrifstofur í norðurhluta og á efri hæð, og til að koma fyrir lyftu í stigahúsi atvinnuhúss á lóð nr. 10 við Síðumúla.
Jafnframt er erindi BN038393 fellt úr gildi.
Stækkun: xx ferm.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

39. Skarfagarðar 4 (01.321.501) 209678 Mál nr. BN042937
Hampiðjan hf, Skarfagörðum 4, 104 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningu þar sem lagfærðar eru athugasemdir um eldvarnir sem fram komu við lokaúttekt á atvinnuhúsi á lóð nr. 4 við Skarfagarða.
Erindi fylgir brunahönnun frá VSI uppfærð 12. apríl 2011.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

40. Skeifan 11 (01.462.101) 195597 Mál nr. BN042795
LX fasteignir ehf, Skipholti 37, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingum í mhl. 04 þar sem komið er fyrir kælum og veggir settir upp í verslunarhúsnæðinu nr. 11D á lóð nr. 11 við Skeifuna.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

41. Sogavegur 130 (01.830.010) 108462 Mál nr. BN042874
Birgir Rafn Þráinsson, Sogavegur 130a, 108 Reykjavík
Bryndís Guðmundsdóttir, Gvendargeisli 16, 113 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum vegna lokaúttektar á parhúsinu á lóð nr. 130 við Sogaveg.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

42. Sóleyjarimi 6 (02.534.501) 192054 Mál nr. BN042942
Isavia ohf, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa millibyggingu og reisa nýja úr gleri sem hýsa á matsal við fjarskiptastöðina á lóð nr. 6 við Sóleyjarima.
Niðurrif: 38,1 ferm., xx rúmm.
Nýbygging: 95,9 ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 8.000 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Eftir er að skoða hvort umsóknin samræmist skipulagsskilmálum.

43. Sóltún 1 (01.230.003) 208475 Mál nr. BN042922
Ármannsfell ehf, Hátúni 2B, 105 Reykjavík
Sótt er um aðskilið byggingarleyfi fyrir bílageymslu við fjölbýlishúsið á lóð nr. 1 við Sóltún.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Gera skal grein fyrir málinu á uppdrætti.

44. Suðurhlíð 35 (01.788.101) 107558 Mál nr. BN042747
Capital- Inn ehf, Suðurhlíð 35d, 105 Reykjavík
Gesthús Dúna hf, Suðurhlíð 35d, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum þar sem lítilsháttar breyting er á innréttingum og fyrirkomulagi brunavarna í húsnæðinu nr. 35D á lóð nr. 35 við Suðurhlíð.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

45. Suðurlandsbraut 16 (01.263.102) 103523 Mál nr. BN042925
Glitur ehf, Suðurlandsbraut 16, 108 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi BN039498, þar sem veitt var leyfi til að breyta innra skipulagi með því að byggja milliloft fyrir kaffistofu og búningsherbergi í atvinnuhúsi á lóð nr. 16 við Suðurlandsbraut.
Niðurrif milliloft: 105,5 ferm
Nýtt milliloft: 101,6 ferm.
Samtals minnkun 3,9 ferm.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

46. Sundabakki 2 (01.332.001) 103905 Mál nr. BN042861
Eimskip Ísland ehf, Korngörðum 2, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir kæligeymslu inni í lagerrými, breyta skrifstofurýmum, loka opnu gati í gólfi og koma fyrir vélarhúsi við suðurhlið vöruhótelsins mhl 09 á lóð nr. 2-4 við Sundabakka.
Stækkun: Að loka gati í gólfi 14,5 ferm., Vélarhús 14,5 ferm., 52,8 rúmm. Hringhurð: 2,3 ferm., 5,8 rúmm.
Samtals stækkun: 31.3 ferm. og 61,4 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 4.224
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

47. Sundlaugavegur 30 (01.37-.101) 104720 Mál nr. BN042923
Laugar ehf, Sundlaugavegi 30A, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta merkingu flóttaleiða vegna ábendinga eldvarnaeftirlitsins í heilsuræktarstöðin Laugum í húsi á lóð nr. 30A við Sundlaugaveg.
Erindi fylgir bréf með skýringum hönnuðar dags. 13. apríl 2011.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

48. Sundlaugavegur 34 (01.380.002) 104722 Mál nr. BN042954
Bandalag íslenskra farfugla, Sundlaugavegi 34, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum, þar sem tveimur skrifstofum í austurhluta er breytt í gistiherbergi fyrir 10-13 gesti og gestafjöldi aukinn í farfuglaheimili á lóð nr. 34 við Sundlaugaveg.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

49. Súðarvogur 6 (01.452.101) 105606 Mál nr. BN042928
Reginn ÞR1 ehf, Borgartúni 25, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningu sem sýna breytt innra fyrirkomulag og ytra útlit, sem og endurbættar brunavarnir í atvinnuhúsi (mhl.01) á lóð nr. 6 við Súðarvog.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Umsækjanda er leiðbeint um að tvær umsóknir eru til umfjöllunar og þarf að samræma þær.

50. Súðarvogur 6 (01.452.101) 105606 Mál nr. BN041558
Dugguvogur 2 ehf, Skólavörðustíg 12, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta húsnæði fyrir matvælaframleiðslu í Mhl. 01 í iðnaðarhúsinu á lóð nr. 6 við Súðarvog.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsækjanda er leiðbeint um að tvær umsóknir eru til umfjöllunar og þarf að samræma þær.

51. Sæmundargata 2 (01.603.201) 106638 Mál nr. BN042958
Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi og innrétta smureldhús í suðurhluta kjallara þar sem áður voru skrifstofur í aðalbyggingu Háskóla Íslands á lóð nr. 2 við Sæmundargötu.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

52. Tjarnargata 46 (01.143.006) 100946 Mál nr. BN042768
Philippe Louis Le Bozec, Tjarnargata 46, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi einbýlishússins á lóð nr. 46 við Tjarnargötu.
Erindi fylgir fsp. BN042680 dags. 8. mars 2011.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

53. Tryggvagata 11 (01.117.401) 100089 Mál nr. BN042798
BYGGÐARENDI ehf, Byggðarenda 1, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurinnrétta og breyta í kaffihús í fl. II, kvikmyndasal, minjagripasölu og sýningarsvæði allt fyrir 150 gesti 1. hæð Hafnarhvols á lóð nr. 11 við Tryggvagötu.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

54. Tryggvagata 22 (01.140.004) 100816 Mál nr. BN042915
Eik fasteignafélag hf, Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Chardonnay ehf, Ármúla 21, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi, fækka gestum úr 430 í 310 og til að gera inndregna verönd, sem lokað yrði með hurðum og járnhliði þegar staðurinn er lokaður, fyrir framan inngang veitingahúss á lóð nr. 22 við Tryggvagötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 29. apríl 2011 fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

55. Úlfarsbraut 122-124 (05.055.701) 205755 Mál nr. BN042953
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að flytja tólf kennslustofur frá Sæmundarskóla og eina kennslustofu frá Norðlingaskóla á lóð Dalskóla á lóð nr. 122-124 við Úlfarsbraut.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

56. Vesturlandsv. Hhl. B2 (02.67-.-72) 109623 Mál nr. BN042934
Fisfélag Reykjavíkur, Pósthólf 8702, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja færanlegt stálgrindarhús sem hýsa á vélageymslu Fisfélags Reykjavíkur á lóðinni Hbl. B2 við Vesturlandsveg.
Stærð: 608,4 ferm., 3.273,2 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 261.526
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

57. Þórsgata 17 (01.181.319) 101789 Mál nr. BN042760
Alberto Farreras Munoz, Þórsgata 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja 4 nýja þakglugga og endurnýja og stækka tvo aðra sem fyrir eru á norðausturhlið fjölbýlishússins á lóð nr. 17 við Þórsgötu.
Erindi fylgir umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 1. apríl, umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 12. apríl og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 11. apríl 2011, svo og samþykki meðlóðarhafa áritað á uppdrátt ódagsett.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

58. Þórsgata 24-28 (01.186.309) 102264 Mál nr. BN042930
Sunnugisting ehf, Þórsgötu 26, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta flokkun gistiheimilis úr flokki III í flokk IV í húsi á lóð nr. 24-28 við Þórsgötu.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Ýmis mál

59. Bárugata 4 (01.136.216) 100552 Mál nr. BN042969
Íbúðalánasjóður, Borgartúni 21, 105 Reykjavík
Eignasvið Íbúðalánasjóðs sækir um leyfi til þess að rífa hlaðinn bílskúr á lóð nr. 4 við Bárugötu. Skúrinn er eignatengdur íbúð 0101, fastanr. 200-1823 landnr. 100552. Stærð 13,8 m2. Byggingarár 1931. Málinu fylgir bréf umsækjanda dags. 15. apríl 2011 og úttekt byggingarfulltrúa dags. 14. febrúar 2011.
Gjald kr. 8.000.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að gengið verði frá lóðarfleti með tyrfingu og að frágangur í lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Þinglýsa skal nýrri eignaskiptayfirlýsingu þegar niðurrifi er lokið, til að unnt sé að taka eignina af skrá.

60. Njálsgata 33 (01.190.029) 102366 Mál nr. BN042971
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúa til að sameina lóðirnar Njálsgötu 33 og Njálsgötu 33A í eina lóð eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti landupplýsingadeildar dags. 2. maí 2011. Hin sameinaða lóð verður talin 167 m2. Vísað er til samþykktar skipulagsráðs 28. janúar 2009. Auglýsing um deiliskipulagsbreytingu var birt í B deild Stjórnartíðinda 16. febrúar 2009.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Fyrirspurnir

61. Búagrund 13 (32.474.404) 178231 Mál nr. BN042947
Sigþór Magnússon, Búagrund 13, 116 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja kaldan skála úr timbri við suðausturhorn einbýlishúss á lóð nr. 13 við Búagrund.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

62. Grettisgata 2A (01.182.101) 101818 Mál nr. BN042896
Geir Steinþórsson, Tómasarhagi 34, 107 Reykjavík
Spurt er hvort breyta megi iðnaðar-, verslunar-, lager- og íbúðarhúsnæðinu á horni Klapparstígs og Grettisgötu í íbúða/gistiheimili á lóðinni nr. 2A við Grettisgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 29. apríl 2011 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 27. apríl 2011.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum hvað skipulag varðar. Sækja þarf um byggingarleyfi.

63. Háaleitisbraut 58-60 (01.284.401) 103735 Mál nr. BN042949
S.G. Veitingar ehf, Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta ísbúð í rými sem áður hýsti bankaútibú í verslunarhúsi á lóð nr. 58-60 við Háaleitisbraut.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

64. Hátún 2 (01.223.201) 102906 Mál nr. BN042920
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Rv, Hátúni 2, 105 Reykjavík
Guðbjörn Ólafur Zophoníasson, Bjallavað 11, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta innra fyrirkomulagi og innrétta kaffihús á 1. hæð Fíladelfíu á lóð nr. 2 við Hátún.
Frestað.
Gera nánari grein fyrir erindinu.

65. Hraunteigur 14 (01.360.506) 104540 Mál nr. BN042938
Hannes Pétur Jónsson, Hraunteigur 14, 105 Reykjavík
Anna Katrín Ottesen, Hraunteigur 14, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að setja upp 170 cm. háa girðingu meðfram austurhlið lóðar nr. 14 við Hraunteig.
Hægt er að samþykkja allt að 120 cm háa girðingu úr timbri.

66. Kötlufell 1-11 (04.685.201) 112330 Mál nr. BN042945
Jóhannes Helgi Gíslason, Kötlufell 7, 111 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að flytja baðherbergisvegg eins og sýnt er á meðfylgjandi uppdráttum af íbúð á fjórðu hæð í fjölbýlishúsi nr. 7 á lóð nr. 1-11 við Kötlufell.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum.

67. Laugardalur austurhluti, svæði V, lóð R1 Mál nr. BN042919
Raj Kumar Bonifacius, Kúrland 4, 108 Reykjavík
Hafna- og mjúkboltafélag Rvík, Kúrlandi 4, 108 Reykjavík
Spurt er hvort staðsetja megi gám með salerni tímabundið í fjóra mánuði frá miðjum maí fram í miðjan september fyrir hafnabolta- og tennisiðkendur í Laugardal á svæði V, lóð nr. R1.
Jákvætt.
Í fjóra mánuði, enda fáist samþykki heilbrigðiseftirlits.

68. Mávahlíð 26 (01.710.201) 107165 Mál nr. BN042939
Jörgen Már Guðnason, Bretland, Spurt er hvort leyft yrði að breyta geymslu í kjallara merkt 0002 í ósamþykkta íbúð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 26 við Mávahlíð.
Nei.
Samræmist ekki ákvæðum byggingarreglugerðar að gera ósamþykktar íbúðir.

69. Selásbraut 98 (04.385.901) 111527 Mál nr. BN042950
Árbæjarþrek ehf, Fylkisvegi 6, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta átta til tíu íbúðir í verslunarhúsi á lóð nr. 98 við Selásbraut.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

70. Sjafnargata 4 (01.196.202) 102654 Mál nr. BN042855
Sverrir Arnar Baldursson, Stóragerði 28, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja bílskúr á lóð nr. 4 við Sjafnargötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 29. apríl 2011 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 19. apríl 2011.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum og með vísan til umsagnar skipulagsstjóra. Sækja þarf um byggingarleyfi og því fylgi samþykki meðlóðarhafa og aðliggjandi lóða.

71. Snorrabraut 71 (01.247.003) 103327 Mál nr. BN042944
Kristín Atladóttir, Snorrabraut 71, 105 Reykjavík
Spurt er hvort samþykki fengist fyrir íbúð í kjallara fjölbýlishússins á lóð nr. 71 við Snorrabraut.
Erindi fylgir virðingargjörð dags. 21. október 1938.
Vísað er til athugasemda á fyrirspurnarblaði.

72. Ægisgarður 7 (01.116.102) 174421 Mál nr. BN042933
MD útgerð ehf, Grænási 1b, 260 Njarðvík
Spurt er hvort stöðuleyfi verði veitt fyrir söluskýli úr timbri á forsteyptum undirstöðum í samræmi við skilmála á lóð nr. 7-I við Ægisgarð.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

Fundi slitið kl. 15.35

Magnús Sædal Svavarsson
Bjarni Þór Jónsson Björn Kristleifsson
Sigrún Reynisdóttir Eva Geirsdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2011, þriðjudaginn 10. maí kl. 10.44 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 634. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Harri Ormarsson, Björn Kristleifsson, Sigrún Reynisdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Bjarni Þór Jónsson, Þórður Búason og Eva Geirsdóttir.
Fundarritari var Harri Ormarsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Austurbakki 2 (01.119.801) 209357 Mál nr. BN042843
Eignarhaldsfélagið Portus ehf, Pósthólf 709, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta eldhúsi í kjallara ásamt eldhúsum á 1., 2. og 4. hæð sbr. BN034842 tónlistarhússins Hörpunnar á lóð nr. 2 við Austurbakka.
Bréf hönnuða dags. 28. apríl 2011 og tæknilýsing á eldofni fylgja erindinu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

2. Austurstræti 22 (01.140.504) 100864 Mál nr. BN042992
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta vesturgafli, svalir hverfa en nýr stigi byggður, og afmarkað er rými í kjallara og á 1. hæð fyrir veitingarekstur, sem sótt verður um sérstaklega á húsi á lóð nr. 2A við Lækjargötu.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 5. maí 2011
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

3. Austurstræti 22 (01.140.504) 100864 Mál nr. BN042927
Grill markaðurinn ehf, Lækjargötu 2a, 101 Reykjavík
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta milliveggjum, eldhúsi og loftræstingu í fyrirhuguðum veitingastað í mhl. 01 sem er í flokki III í kjallara og á jarðhæð í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 22 við Austurstræti.
Gjald kr. 8.000 + 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

4. Baldursgata 7A (01.184.443) 102103 Mál nr. BN041011
Sipal ehf, Akraseli 27, 109 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi, þar sem gerð er grein fyrir fjórum íbúðum og leyfi til að sameina mhl. 01 og mhl. 02 í einn matshluta í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 7A við Baldursgötu.
Erindi fylgja skýringar hönnuðar dags. 20. janúar 2009 og brunavirðing dags. 1. júní 1942 og 1. apríl 1951.
Jafnframt er erindi BN038814 dregið til baka.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

5. Bauganes 10 (01.674.101) 106851 Mál nr. BN042982
Halla Sigrún Hjartardóttir, Melhagi 20, 107 Reykjavík
Fannar Birgir Jónsson, Melhagi 20, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tæknirými undir bílgeymslu nýsamþykkts einbýlishússins á lóð nr. 10 við Bauganes sbr. erindi BN042805.
Stærð 34,6 ferm., 79,6 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 6.368
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

6. Bjarmaland 18-24 (01.854.402) 108779 Mál nr. BN042904
Anna Sigríður Einarsdóttir, Bjarmaland 20, 108 Reykjavík
Pétur Kúld Pétursson, Bjarmaland 20, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera sundlaug og byggja steypta skjólveggi á vesturhluta lóðar einbýlishúss nr. 20 á lóð nr. 18-24 við Bjarmaland.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 11. apríl 2011.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

7. Bragagata 33A (01.186.215) 102244 Mál nr. BN042913
Nordic Workers á Íslandi ehf, Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingum og búa til sér íbúð í þakhæð fjölbýlishússins á lóð nr 33A við Bragagötu.
Jákvæð fyrirspurn BN042802 dags. 5. apríl 2011 fylgir erindi, einnig samþykki meðeiganda dags. 14. apríl.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

8. Elliðavað 1-5 (04.791.601) 209922 Mál nr. BN042966
Skeiðarvogur ehf, Móvaði 41, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að aðskilja byggingarleyfi BN035431 dags. 20. mars. 2007 fyrir mhl. 03 sem er raðhúsið nr. 5 á lóð nr. 1-5 við Elliðavað.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

9. Fossagata 3 (01.636.602) 106720 Mál nr. BN042975
Rannveig Björk Þorkelsdóttir, Fossagata 3, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum þar sem gert er grein fyrir að húsið er 10 cm mjórra en sýnt er á teikningum á lóð nr. 3 við Fossagötu sbr. BN038701 dags. 11. maí 2010 .
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

10. Fossaleynir 19-23 (02.468.101) 180547 Mál nr. BN042830
Dalsnes ehf, Fossaleyni 21, 112 Reykjavík
Innnes ehf, Fossaleynir 21, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innandyra í 1. áfanga 1. hæðar og í 2. áfanga 2. hæð, breytingar felast í að færa til fundarherbergi og komið verður fyrir nýjum vegg í atvinnuhúsnæðinu nr. 21 á lóð nr. 19-23 við Fossaleyni.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

11. Freyjubrunnur 22-32 (02.695.601) 205746 Mál nr. BN042970
Guðjón Ólafsson, Freyjubrunnur 22, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og aðskilja byggingarleyfi BN037034 dags. 13. nóv. 2007 fyrir mhl. 01 sem er raðhúsið nr. 22 á lóð nr. 22-32 við Freyjubrunn.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

12. Gnoðarvogur 84 (01.473.003) 105739 Mál nr. BN042967
Alexander H Depuydt, Gnoðarvogur 84, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breyttum garðskála í kjallara þar sem svalir á 1. hæð verða ekki stækkaðar sbr. erindi BN041954 dags. 5.10. 2010 við hús á lóð nr. 84 við Gnoðarvog.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13. Haukdælabraut 104 (05.113.502) 214821 Mál nr. BN042952
Rúnar Grétarsson, Gerðhamrar 8, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til minni háttar breytinga á innra fyrirkomulagi og gluggum og til að byggja 80 cm. skyggni framan við bílgeymslu einbýlishússins á lóð nr. 104 við Haukdælabraut.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. maí 2011 fylgir erindinu.Gjald kr. 8.000
Frestað.
Ekki er unnt að samþykkja skyggni út fyrir bundna byggingarlínu deiliskipulags. Lagfæra uppdrætti.

14. Hátún 10-12 (01.234.001) 102923 Mál nr. BN042972
Brynja, Hússjóður Öryrkjabandal, Hátúni 10c, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjölga um eina íbúð þannig að þær verða 56 í staðin fyrir 55 frá áður samþykku erindi BN041259 dags. 20. apríl 2010 í húsi Öryrkjabandalagsins nr. 10A á lóð nr. 10-12 við Hátún.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

15. Hraunbær 131 (04.341.201) 176342 Mál nr. BN042875
Ketill Pálsson, Hraunbær 102e, 110 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum þar sem hætt var við að hafa glugga í bílskúrshurðum, sameinaðir voru bílskúrar þannig að þeim fækkar úr 22 í 15 bílskúra, sett er hurð á milli rýma 0109 og 0110 og aðrar smá breytingar í bílgeymslum á lóðinni nr. 131 við Hraunbæ.
Samþykki á fylgiriti fylgir ódags.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra vegna ákvæða í deiliskipulagi.

16. Hrefnugata 4 (01.247.302) 103363 Mál nr. BN042948
Sigurður Rúnar Steingrímsson, Hrefnugata 4, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalir á rishæð og gerð er grein fyrir stækkun á kvisti á suðurhlið fjölbýlishússins á lóð nr. 4 við Hrefnugötu.
Erindi fylgir fsp. dags. 10. febrúar 2009. Jafnframt er erindi BN039861 dregið til baka. Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda.
Áður gerð stækkun: 1 ferm., 3 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 240
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
Málinu vísað til skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdráttar dags. 20. apríl 2011

17. Höfðabakki 1 (04.070.001) 110677 Mál nr. BN042994
Þríund hf, Kringlunni 4, 103 Reykjavík
Sótt er um skiptingu á byggingarleyfi fyrir innréttingar á 1. hæð í norðurenda sbr. meðfylgjandi uppdrátt og erindi BN042646 dags. 19.4. 2011 á veitingastað á lóð nr. 1 við Höfðabakka.
Meðfylgjandi er samkomulag dags. 1. apríl um opnun milli eininga, húsaleigusamningur dags. 30. mars 2011 og yfirlýsing um leyfi til breytinga dags. 1. febrúar 2011.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

18. Kambasel 69 (04.975.104) 113227 Mál nr. BN042979
Dagný Ágústsdóttir, Kambasel 69, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að sameina íbúð 0302 við rýmið 0402, koma fyrir svölum á austurgafl og 6 nýja þakglugga á rýmið 0402 í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 69 við Kambasel.
Jákvæð fyrirspurn BN042498 dags. 1. feb. 2011 fylgir.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

19. Kollagrund 2 (00.038.001) 125704 Mál nr. BN042384
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum á fyrsta áfanga sbr. erindið BN021351 samþykkt 29. júní 2000 vegna innanhúss breytinga og bílastæðum fækkað við Klébergsskóla á lóð nr. 2 við Kollagrund.
Bréf frá hönnuði dags. 29. nóv. 2010, 18.apríl 2011 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 17. desember 2010 fylgja.
Gjald kr. 7.700 + 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

20. Landspilda 125736 (00.056.005) 125736 Mál nr. BN042877
Ragnheiður Jóna Jónsdóttir, Kársnesbraut 64, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að sameina millibyggingu og sameina mhl 01 og 02 og koma fyrir útigeymslu undir verönd sbr. áður samþykktu erindi BN039887 í sumarhúsinu á lóð 125736 í landi Mógilsár.
Stækkun: XX ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 8.000 + XX
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

21. Langagerði 32 (01.832.016) 108543 Mál nr. BN042787
Edda Jóhanna Sigurðardóttir, Langagerði 32, 108 Reykjavík
Helgi Halldórsson, Langagerði 32, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta einhalla skúrþaki með því að koma fyrir rishæð með mænisþaki á húsið, með tvo kvisti á sitt hvorri þakhlið, einnig er sótt um að byggja sólstofu á 1. hæð með svölum yfir hluta, í einbýlishúsnæðinu á lóð nr. 32 við Langagerði.
Jákvæð fyrirspurn BN042543 dags. 15. feb. 2011 þar sem spurt var hvort leyfi fengist til að setja ris með kvistum á einbýlishúsið ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. maí 2011 og umsögn skipulagsstjóra dags. 6. maí 2011 fylgja erindinu.
Stækkun: XX ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 8.000 + XX
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra frá 6. maí 2011. Umsækjandi lagfæri uppdrætti í samræmi við umsögn skipulagsstjóra. Að því gerðu verður málið sent skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu.

22. Langholtsvegur 192 (01.445.109) 105562 Mál nr. BN042964
Inga Lóa Baldvinsdóttir, Langholtsvegur 192, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja dyr á útvegg snyrtingar í kjallara íbúðarhúss á lóð nr. 192 við Langholtsveg.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda dags. 10.9. 2009
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

23. Lækjargata 8 (01.140.510) 100870 Mál nr. BN042955
Lækur ehf, Bæjarlind 6, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta kvistum, útveggjaklæðingu og gluggum til upprunalegs horfs og sameina í einn matshluta veitingahúsin á lóð nr. 8 við Lækjargötu.
Erindi fylgir umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 28. apríl 2011 og umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 3. maí 2011.
Stækkun: 9,5 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 760
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

24. Miklabraut 32 (01.701.009) 106951 Mál nr. BN042932
Sturla Sigurjónsson, Miklabraut 32, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja glerskála við suðurenda bílskúrs við raðhúsið nr. 32 við Miklubraut.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. maí 2011 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 6. maí 2011.
Stærð: 26,7 ferm., 92,3 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 7.384
Synjað.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra frá 6. maí 2011.

25. Skildinganes 44 (01.676.005) 106920 Mál nr. BN042960
Helga María Garðarsdóttir, Skildinganes 44, 101 Reykjavík
Ingvar Vilhjálmsson, Skildinganes 44, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningu neðri hæðar, þar sem breytt er inntaksrými, sjá erindi BN035664, einbýlishússins á lóð nr. 44 við Skildinganes.
Jafnframt er erindi BN041957 dregið til baka.
Hús minnkar um 8,3 ferm?
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

26. Skipholt 37 (01.251.204) 103442 Mál nr. BN042976
Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum vegna úrbætum á brunavörunum í húsinu á lóð nr. 37 við Skipholt.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

27. Skútuvogur 4 (01.420.201) 105166 Mál nr. BN041469
Nýborg ehf, Súlunesi 19, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að koma fyrir leikjasal fyrir börn, ásamt tilheyrandi veitingaaðstöðu í flokki 1 á 1. og 2. hæð í eystri hluta mhl 01 í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 4 við Skútuvog.
Vottun leiktækja dags. 7. mars 2007
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 7. maí 2010 fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

28. Snorrabraut 35 (01.240.105) 102982 Mál nr. BN042898
Snorrabraut 35,húsfélag, Snorrabraut 35, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða austurgafl með loftræstri Steni-klæðningu í ljósgráum lit á 50 mm timburgrind, einangruð með 50 mm steinull fjölbýlishússins á lóð nr. 35 við Snorrabraut.
Bréf frá húsfélagsfundi ódagsett fylgir erindi.
Gjald kr. 8.000
Synjað.
Steniklæðning fer húsinu illa. Leiðbeint er um að gera megi við gaflinn með múrkerfi og steiningu sem fellur að húsinu enda þarfnast húsið heildarviðgerðar.

29. Sóleyjarimi 6 (02.534.501) 192054 Mál nr. BN042942
Isavia ohf, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa millibyggingu og reisa nýja úr gleri sem hýsa á matsal við fjarskiptastöðina á lóð nr. 6 við Sóleyjarima.
Niðurrif: 38,1 ferm., xx rúmm.
Nýbygging: 95,9 ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 8.000 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

30. Sólvallagata 79 (01.138.101) 100717 Mál nr. BN042983
K.Steindórsson sf, Hofgörðum 18, 170 Seltjarnarnes
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingum, koma fyrir veggjum og salernum til að koma fyrir aðstöðu fyrir póstflokkunarstöð í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 79 við Sólvallagötu.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

31. Stjörnugróf 9 (01.89-.-99) 108934 Mál nr. BN042981
Ás styrktarfélag, Skipholti 50c, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til steypa klórkassa fyrir sundlaug 110 X 190 og 100 cm á hæð við kjallaratröppur á suðurhlið á húsinu á lóð nr. 9 við Stjörnugróf.
Stærð: Brúttó 2,1 fem. 100 cm hæð. 2,1 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 168
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

32. Suðurhlíð 35 (01.788.101) 107558 Mál nr. BN042747
Capital- Inn ehf, Suðurhlíð 35d, 105 Reykjavík
Gesthús Dúna hf, Suðurhlíð 35d, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum þar sem lítilsháttar breyting er á innréttingum og fyrirkomulagi brunavarna í húsnæðinu nr. 35D á lóð nr. 35 við Suðurhlíð.
Gjald kr. 8.000 + 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

33. Sundagarðar 2B (01.335.303) 213922 Mál nr. BN042674
KFC ehf, Garðahrauni 2, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt anddyri einangrað að utan og klætt með álplötum við veitingaskála á lóð nr. 2B við Sundagarða.
Meðfylgjandi er samþykki meðeiganda á lóð dags. 22. febrúar 2011 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 1. apríl 2011 og umsögn skipulagsstjóra dags. 1. apríl 2011.
Stækkun: 31,2 ferm., 124 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 9.920
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

34. Súðarvogur 44-48 (01.454.405) 105643 Mál nr. BN042791
Mítas ehf, Barðaströnd 23, 170 Seltjarnarnes
Sótt er um leyfi til að breyta eign 0302 í vinnustofu með íbúð og breyta áður gerðum gluggum á framhlið í vinnustofu/íbúðarhúsi á lóð nr. 44-48 við Súðarvog.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda vegna breytinga á útliti og eign 0302 dags. 4. maí 2011.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eftirfarandi yfirlýsingu sé þinglýst.
Í samþykkt byggingarfulltrúa felst ekki nein breyting á gildandi deiliskipulagi eða aðalskipulagi en samkvæmt þeim er svæðið atvinnusvæði. Íbúar í þeim íbúðum sem hér eru samþykktar geta því ekki vænst þeirrar þjónustu borgaryfirvalda sem veitt er á skipulögðum íbúðarsvæðum, né þess að njóta þeirrar kyrrðar og umhverfis sem almennt er á íbúðarsvæðum, heldur sitja hagsmunir atvinnustarfsemi í fyrirrúmi.
Þinglýsa skal skilyrtu samkomulagi meðlóðarhafa.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

35. Súðarvogur 6 (01.452.101) 105606 Mál nr. BN042928
Reginn ÞR1 ehf, Borgartúni 25, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningu sem sýna breytt innra fyrirkomulag og ytra útlit, sem og endurbættar brunavarnir í atvinnuhúsi (mhl.01) á lóð nr. 6 við Súðarvog.
Jafnframt er erindi BN041558 dregið til baka.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

36. Sætún 8 (01.216.303) 102760 Mál nr. BN042914
Stólpar ehf, Borgartúni 25, 105 Reykjavík
Þórsgarður ehf, Þorláksgeisla 5, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta brunahólfun og reyklosun neðri kjallara, sjá erindi BN042601, og breyta innra fyrirkomulagi kjallara og 1. hæðar í skrifstofuhúsi á lóð nr. 8 við Sætún.
Erindi fylgir umsögn brunahönnuðar dags. 7. apríl 2011.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

37. Tjarnargata 46 (01.143.006) 100946 Mál nr. BN042768
Philippe Louis Le Bozec, Tjarnargata 46, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi einbýlishússins á lóð nr. 46 við Tjarnargötu.
Erindi fylgir fsp. BN042680 dags. 8. mars 2011.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

38. Úlfarsbraut 122-124 (05.055.701) 205755 Mál nr. BN042953
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að flytja tólf kennslustofur frá Sæmundarskóla og eina kennslustofu frá Norðlingaskóla á lóð Dalskóla á lóð nr. 122-124 við Úlfarsbraut.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

39. Vegghamrar 12-49 (02.296.401) 109110 Mál nr. BN042963
Skúli Hreggviðsson, Vegghamrar 18, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja erindið BN040523 dags. 13. okt.2007 þar sem sótt var um að stækka forstofu austan megin á 2. hæð fjölbýlishússins nr. 12-18 á lóð nr. 12-49 við Vegghamra.
Stækkun: 4,2 ferm., 11,7 rúmm.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

40. Vesturlandsv. Hhl. B2 (02.67-.-72) 109623 Mál nr. BN042934
Fisfélag Reykjavíkur, Pósthólf 8702, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja færanlegt stálgrindarhús sem hýsa á vélageymslu Fisfélags Reykjavíkur á lóðinni Hbl. B2 við Vesturlandsveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. maí 2011 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 6. maí 2011.
Ennfremur brunahönnun frá Eflu dags. 5. maí 2011.
Stærð: 608,4 ferm., 3.273,2 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 261.526
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsstjóra.

41. Ægisgarður 7 (01.116.102) 174421 Mál nr. BN042978
MD útgerð ehf, Grænási 1b, 260 Njarðvík
Sótt er um stöðuleyfi fyrir miðasöluskúr úr timbri á steyptum undirstöðum á lóð nr. 7-I við Ægisgarð.
Meðfylgjandi eru skilmálar og lóðarblað Faxaflóahafna dags. 4.mars 2011
Stærðir: 18 ferm., 54 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 4.320
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Ýmis mál

42. Tunguvegur 24 (01.831.113) 108520 Mál nr. BN042996
Einar Kári Möller, Tunguvegur 24, 108 Reykjavík
Ofanritaður spyr f.h. lóðarhafa lóðar nr. 24 við Tunguveg hvort Reykjavíkurborg heimili að lóðarspildu samsíða Langagerði verði bætt við lóð nr. 24 við Tunguveg. Spildan er 3.04 m á breidd og 78.2 m2 að flatarmáli og hafi hún verið í umhirðu lóðarhafa Tunguvegar 24 frá árinu 1969. Málinu fylgir tölvubréf fyrirspyrjanda dgs. 6. maí 2011, afrit mæliblaða nr. 1.831.1, og 1.831.2 ásamt útprenti úr borgarvefsjá.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra, sbr. VLY019

Fyrirspurnir

43. Fjölnisvegur 13 (01.196.505) 102661 Mál nr. BN042974
Helga Þórunn Gunnlaugsdóttir, Bogahlíð 20, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að saga hurðargat 145 cm breitt á steyptan vegg í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 13
Jákvætt.
Enda verði sótt um byggingarleyfi.

44. Gvendargeisli 116 (05.135.601) 190279 Mál nr. BN042984
Jóhanna Ásdís Njarðardóttir, Gvendargeisli 162, 113 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja 5 ferm. garðskúr á lóð nr. 116 við Gvendargeisla.
Frestað.
Gera grein fyrir fyrirhugaðri staðsetningu skúrs á lóð.

45. Langagerði 82 (01.832.212) 108569 Mál nr. BN042977
Þórður Daníel Bergmann, Lundur 3, 200 Kópavogur
Spurt er hvort stækka megi útbyggingu til suðurs, hækka risið á henni, koma fyrir nýjum kvisti á norðurhlið og breyta innanhússskipulagi í einbýlishúsi á lóð nr. 82 við Langagerði.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

46. Mávahlíð 43 (01.710.122) 107162 Mál nr. BN042985
Elfa María Magnúsdóttir, Mávahlíð 43, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að koma fyrir hurð sem notuð verður til að fara út í garð og verður í beinni línu við núverandi svalahurðir á 1. og 2. hæð fjölbýlishússins á lóð nr. 43 við Mávahlíð.
Samþykki meðeigenda fylgir dags. 6. maí 2010
Jákvætt.
Með vísan til athugasemda á fyrirspurnarblaði.

47. Selásbraut 98 (04.385.901) 111527 Mál nr. BN042950
Árbæjarþrek ehf, Fylkisvegi 6, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta átta til tíu íbúðir í verslunarhúsi á lóð nr. 98 við Selásbraut.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. maí 2011 fylgir erindinu.
Nei.
Ekki í samræmi við deiliskipulag.

48. Skipasund 13 (01.356.305) 104381 Mál nr. BN042961
Þórir Hall Stefánsson, Skipasund 13, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að koma fyrir 2 kvistum á austurhlið hússins á lóð nr. 13 við Skipasund.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

49. Smiðjustígur 6 (01.171.117) 186664 Mál nr. BN042973
Hildur Gunnlaugsdóttir, Baldursgata 31, 101 Reykjavík
Nýja Grand ehf, Smiðjustíg 6, 101 Reykjavík
Spurt er hvort setja megi nýjan útgang út á lóð nr. 30 við Hverfisgötu, Hjartatorg, frá veitingahúsinu Faktorí á lóð nr. 6 við Smiðjustíg.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og því fylgi samþykki lóðarhafa.

50. Sogavegur 3 (01.810.-98) 107820 Mál nr. BN042980
Þorp ehf, Bolholti 4, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja við til vesturs, breyta aðkomu og fjölga bílastæðum á lóð nr. 3 við Sogaveg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

51. Templarasund 3 (01.141.210) 100901 Mál nr. BN042965
BörnumBest ehf, Öldugötu 57, 101 Reykjavík
Spurt er hvort staðsetja megi 10 útiborð á gangstétt vestan megin við Templarasund við Alþingisgarðinn fyrir barnakaffihúsið Iðunnareplið á lóð nr. 3 við Templarasund.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra og skrifstofu gatna- og eignaumsýslu.

Fundi slitið kl. 12.07

Magnús Sædal Svavarsson
Harri Ormarsson Björn Kristleifsson
Sigrún Reynisdóttir Jón Hafberg Björnsson
Bjarni Þór Jónsson Þórður Búason
Eva Geirsdóttir