Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2011, miðvikudaginn 27. apríl kl. 9.05, var haldinn 239. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12-14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Sverrir Bollason, Júlíus Vífill Ingvarsson, Marta Guðjónsdóttir, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen og áheyrnarfulltrúinn Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Björn Ingi Edvardsson, Björn Axelsson, Haraldur Sigurðsson og Bragi Bergsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur dags. 15. apríl 2011.

2. Sogamýri, deiliskipulag, lýsing Mál nr. SN110157
Lögð fram drög að lýsingu skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 8. apríl 2011 vegna deiliskipulags á hluta Sogamýri. Í lýsingunni koma fram áherslur, upplýsingar um forsendur, fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli.

Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt að vísa lýsingunni m.a. til umsagnar Skipulagsstofnunar, Hverfisráðs Laugardals og Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkur.

Lýsingin verður aðgengileg á vef skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Marta Guðjónsdóttir og Jórunn Frímannsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins og óskuðu bókað.
#GLLóð sú sem nú er verið að afmarka með nýju deiliskipulagi er á opnu grænu svæði á milli Suðurlandsbrautar og Miklubrautar á móts við Steinahlíð. Ekki hafa fram til þessa verið uppi áform um að heimila uppbyggingu á svæðinu en ljóst má þó vera að komi til þess verða þær byggingar, sem þar rísa, að vera í mjög háum gæðaflokki enda er lega lóðarinnar þannig að hús á henni munu sjálfkrafa verða kennileiti í borginni. Endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur sem ná mun til ársins 2030 er nú langt komin en eitt af þeim svæðum, sem þar er til skoðunar með tilliti til borgarþróunar í framtíðinni, er einmitt það, sem nú er verið að deiliskipuleggja fyrir tilbeiðsluhús. Með því er þrengt verulega að þeim hugmyndum sem eru í vinnslu varðandi nýtingu svæðisins. Það er á skjön við vinnubrögð skipulagsráðs að taka einstakar lóðir út fyrir sviga með þessum hætti og láta heildarhugsun í skipulagi víkja. Á annan tug lóða hafa verið til skoðunar vegna lóðar fyrir tilbeiðsluhús. Margar þeirra henta betur en sú sem hér er til umræðu#GL.

Fulltrúar Besta flokksins; Páll Hjaltason og Elsa Yeoman, Samfylkingarinnar; Hjálmar Sveinsson og Sverrir Bollason ásamt áheyrnarfulltrúa Vinstri Hreyfingarinnar Græns framboðs; Sóley Tómasdóttir, óskuðu bókað.
#GL Fullrúar Besta flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna í skipulagsráði telja undirbúningu vegna deiliskipulags við Sogamýri hafa verið vandaðan enda hefur hann staðið í mörg ár. Á annan tug staða í borginni hafa verið skoðaðir fyrir tilbeiðsluhús. Niðurstaða skipulags- og byggingarsviðs er sú að svæðið við Sogamýri sé besti kosturinn. Fulltrúar Besta flokks, Samfylkingar og Vinstri Grænna eru sammála þessari niðurstöðu og fagna því að loksins hillir undir tillögu að lausn á þessu máli, þó enn eigi sjálfsagt samráð og kynningarferli eftir að eiga sér stað við íbúa borgarinnar.#GL

3. Klettasvæði, Skarfabakki, breyting á deiliskipulagi (01.33) Mál nr. SN110153
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Lagt fram erindi Faxaflóahafna dags. 28. mars 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Klettasvæðis, Skarfabakka vegna lóðanna nr. 1-3 við Korngarða og 4 við Klettagarða. Í breytingunni felst að stækka lóðina nr. 4 við Klettagarða til austurs, skipta lóðinni nr. 1-3 við Korngarða í tvær lóðir, lengja Skarfabakka um 200 metra með landfyllingu ásamt því að sjóvarnargarðurinn Ábóti er fjarlægður, samkvæmt uppdrætti ASK arkitekta dags. 23. mars 2011.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

4. Spítalastígur 8, breyting á deiliskipulagi (01.184.1) Mál nr. SN110184
EGG arkitektar ehf, Stóragerði 38, 108 Reykjavík
Ólafur Haukur Símonarson, Spítalastígur 8, 101 Reykjavík
Lagt fram erindi Ólafar H. Símonarsonar og Guðlaugar M. Bjarnadóttur dags. 14. apríl 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.184.1 vegna lóðarinnar nr. 8 við Spítalastíg. Í breytingunni felst að rífa núverandi skúrbyggingu milli Spítalastígs 8 og 10 og byggja þriggja hæða byggingu í hennar stað næst Spítalastíg og eina hæð bakatil næst Bergstaðastræti 17b, samkvæmt uppdrætti Egg arkitekta dags. 14. apríl 2011.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Jafnframt var samþykkt að upplýsa hagsmunaaðila að Spítalastíg 10 og Bergstaðastræti 17b sérstaklega um tillöguna með bréfi.
Vísað til borgarráðs.

5. Sundagarðar 2B, breyting á deiliskipulagi (01.335.3) Mál nr. SN110175
KFC ehf, Garðahrauni 2, 210 Garðabær
Teiknistofa Ingimund Sveins ehf, Ingólfsstræti 3, 101 Reykjavík
Lagt fram erindi KFC ehf. dags. 13. apríl 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2B við Sundagarða. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit fyrir viðbyggingu vestan við núverandi veitingaskála, samkvæmt uppdrætti Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar dags. 12. apríl 2011.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.
Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.

6. Vesturhlíð 1, leikskóli, breyting á deiliskipulagi (01.768.6) Mál nr. SN110148
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lagt fram erindi Framkvæmd- og eignasviðs dags. 24. mars 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Suðurhlíða vegna lóðarinnar nr. 1 við Vesturhlíð. Í breytingunni felst að stækka lóðina við leikskólann Sólborg og gera byggingarreit fyrir færanlegar kennslustofur samkvæmt uppdrætti dags. 23. mars 2011.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

7. Túngötureitur, deiliskipulag, staðgreinireitur 1.137.4 (01.137.4) Mál nr. SN080622
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram endurskoðuð tillaga skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 8. apríl 2011 að deiliskipulagi Túngötureits. Reiturinn afmarkast af Túngötu, Bræðraborgarstíg Hávallagötu og Hofsvallagötu. Einnig er lögð fram forsögn dags. í desember 2007, húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur dags. október 2008, athugasemdir úr fyrri hagsmunaaðilakynningu ásamt samantekt skipulagsstjóra um þær, dags. 13. nóvember 2009.
Samþykkt að kynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum á reitnum ásamt þeim sem áður hafa gert athugasemdir við fyrri hagsmunaaðilakynningar.
Jafnframt er samþykkt að kynna tillöguna fyrir Hverfisráði Vesturbæjar.

8. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024., Mál nr. SN110188
Endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur, breytingatillögur.
Lögð fram drög að verkefnalýsingu skipulags- og byggingarssviðs dags. 28. febrúar 2011 vegna skipulagsgerðar og umhverfismats, sbr. 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 6. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.
Samþykkt að vísa lýsingunni til svæðisskipulagsnefndar.
Vísað ti borgarráðs.

9. Nýr Landspítali við Hringbraut, lýsing, nýtt deiliskipulag (01.19) Mál nr. SN110037
SPITAL ehf, Geirsgötu 9, 101 Reykjavík
Lögð fram umsókn Spital ehf. dags. 13 september 2010, lýsing Spital vegna Landspítala við Hringbraut dags. 25. janúar 2011, drög að endurskoðaðu varðveislumati dags. 2. febrúar 2011 ásamt umsögnum hagsmunaaðila og umsögn Skipulagsstofnunar dags. 2. mars 2011 ásamt fornleifskráningu Minjasafns Reykjavíkur móttekin í mars 2011.
Einnig er lögð fram tillaga að deiliskipulagi Landsspítala við Hringbraut dags. 11. apríl 2011 og drög að greinargerð og skilmálum dags. 5. apríl 2011 ásamt minnisblaði dags. 12. apríl 2011.
Frestað.

(B) Byggingarmál

10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN042918
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 632 frá 19. apríl 2011.

(C) Fyrirspurnir

11. Kringlumýrarbraut 100, Esso, (fsp) breyting á lóð (01.78) Mál nr. SN110140
Sævar Þór Ólafsson, Laugateigur 21, 105 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Sævars Þórs Ólafssonar dags. 23. mars 2011 varðandi færslu á sorpgámum, stækkun á gámastæði og uppsetningu á metanstöð á lóðinni nr. 100 við Kringlumýrarbraut, samkvæmt uppdrætti ASK arkitekta dags. 1. mars 2011. Einnig lagður fram uppdráttur Ask arkitekta dags. 21. febrúar 2011 að staðsetningu metanstöðvar á lóð Esso við Hringbraut.
Frestað.
12. Reykjavíkurflugvöllur, Flugfélag Íslands, (01.6) Mál nr. SN110156
(fsp) breyting á byggingarmagni
Flugfélag Íslands ehf, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík
Kurt og Pí ehf, Skólavörðustíg 2, 101 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Flugfélags Íslands dags. 25. mars 2011 varðandi endurbætur og viðbygginu flugstöðvar Flugfélags Ísland á Reykjavíkurflugvelli samkvæmt tillögu Kurtogpí dags. 25. mars 2011.
Frestað.

(D) Ýmis mál

13. Dofraborgir 15, málskot (02.344.4) Mál nr. SN110111
Lagt fram málskot Joseph Lemacks eiganda Dofraborga 15 dags. 8. mars 2011 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsstjóra frá 11. febrúar 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 2.344.4 vegna lóðarinnar nr. 15 við Dofraborgir á þann hátt að stækkun á kjallara sem byggður var út fyrir byggingarreit í óleyfi fáist samþykkt ásamt því að leggja niður bílageymslu og færa sorptunnur.
Frestað.

14. Viðhald fasteigna Reykjavíkurborgar, tillaga að verkefnum Mál nr. SN110142
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. mars 2011 vegna samþykktar borgarráðs s.d. að vísa erindi sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 9. s.m. um átaksverkefni, endurbætur og meiriháttar viðhald fasteigna á árinu 2011 til umsagnar fagráða.
Rúnar Gunnarsson arkitekt kynnti.

15. Baldurstorg, kynning (01.18) Mál nr. SN110190
Kynnt samþykkt Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkur að skipulagi og útlit Baldurstorgs með vísan til bókunar skipulagsráðs frá 13. apríl 2011.
Þórólfur Jónsson og Stefán Agnar Finnsson kynntu.

16. Lindargata 7, friðun (01.151.104) Mál nr. BN042921
Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar dags. 11. apríl 2011 ásamt bréfum mennta- og menningarmálráðuneytisins dags. 28. mars og 6. apríl 2011, en í bréfunum er lýst friðun á ytra byrði hússins.
Skipulagsráð lagði fram eftirfarandi bókun:
#GLSkipulagsráð Reykjavíkur fagnar ákvörðun mennta- og menningarmálaráðherra að friða ytra byrði hússins nr. 7 við Lindargötu. Eigendum er óskað til hamingju með ákvörðunina.#GL

17. Laugavegur 15, kæra (01.171.1) Mál nr. SN110181
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 13. apríl 2011 ásamt kæru dags. 30. mars 2011 þar sem kærð er synjun byggingarfulltrúa á umsókn um leyfi fyrir klæðningu húss að Laugavegi 15 í Reykjavík.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

18. Skipulagsráð, Mál nr. SN110195
tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, lóðir til trúfélaga
Lögð fram tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins; Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Mörtu Guðjónsdóttur og Jórunnar Frímannsdóttur:
#GLTveimur lóðum var úthlutað til trúfélaga árið 2006 og einni árið 2009. Ekki hefur verið hafist handa við uppbyggingu á þessum lóðum en engar reglur eru til um það hversu lengi trúfélag getur haldið úthlutaðri lóð án þess að hefja framkvæmdir. Trúfélög greiða ekki gatnagerðagjöld af lóðum og þess vegna eru sveitarfélög með úthlutun lóða til trúfélaga að afhenda ákveðin gæði umfram það sem einstaklingar eða aðrir lögaðilar geta vænst að fá.
Með tilliti til ofangreinds er lagt til að sérstakar reglur verði látnar gilda um framkvæmdahraða á lóðum trúfélaga. Þeim verði gert skylt að skila aftur til borgarinnar úthlutuðum lóðum þar sem ekki hefur verið hafist handa við framkvæmdir innan tveggja ára frá því að lóð er byggingarhæf. Trúfélög geri grein fyrir fjármögnun framkvæmda með sérstakri greinargerð fyrir úthlutun.
Þeim trúfélögum sem nú þegar hafa fengið úthlutað lóðum í borgarlandi, en ekki enn þá hafið framkvæmdir, verði gefin sambærilegur frestur frá samþykki þessara reglna í borgarstjórn.
Skipulagsráð leggur til við borgarráð að ofangreindir skilmálar verði látnir gilda um lóðir sem úthlutað er til trúfélaga. Sömuleiðis að tímafrestur verði settur á þær lóðir sem þegar hefur verið úthlutað til trúfélaga#GL.
Samþykkt.

19. Skipulagsráð,. Mál nr. SN110196
fyrirspurn frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Auð hús í miðborginni
Lögð fram fyrirspurn frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins; Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Mörtu Guðjónsdóttur og Jórunnar Frímannsdóttur: #GLEkkert liggur fyrir um hvernig brugðist verður við því óviðunandi ástandi sem myndast hefur vegna gamalla húsa sem standa yfirgefin í skammarlegri niðurníðslu. Foreldrar sem búa í miðborginni hafa ítrekað bent á að draugahúsin eru stórhættulegar slysagildrur. Íbúasamtök miðborgar hafa varað við ástandinu en því miður talað fyrir daufum eyrum. Fólk sem starfar á svæðinu hefur kallað eftir aðgerðum. Fulltrúar meirihlutaflokkanna í borgarstjórn hafa hins vegar talað út og suður í fjölmiðlum og sýnilegt að lausnir eru engar. Svör þeirra endurspegla úrræðaleysi.
Myndarlegt átak var gert á síðasta kjörtímabili með verkefni sem ber heitið Völundarverk og er atvinnuátaksverkefni. Því var ætlað að stuðla að viðhaldi þekkingar með námskeiðum í endurgerð gamalla húsa í Reykjavík og var ásókn í þau mikil. Verkefnið er samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar, Vinnumálastofnunar, Minjasafns Reykjavíkur og IÐUNNAR Fræðsluseturs. Með verkefninu sköpuðust störf samhliða því að auka á menntun og reynslu fagstétta.
Nú hefur þetta verkefni verið lagt af og áhugi á húsvernd hvergi sjáanlegur. Margoft hefur verið kvatt til þess á vettvangi borgarráðs og borgarstjórnar að halda áfram þessu góða verkefni en fyrir því er ekki áhugi.
Hvað hyggst meirihluti skipulagsráðs leggja til svo komið verði í veg fyrir slys á börnum og fullorðnum vegna draugahúsa í miðborginni?
Hvernig verður brugðist við svo að ásýnd og öryggi miðborgarinnar líði ekki fyrir yfirgefin niðurnídd hús?
Hvernig á að forðast verðfall fasteigna í næsta nágrenni niðurníddra, yfirgefinna húsa?
Hvað verður um verkefnið Völundarverk?#GL
Frestað.

20. Skipulagsráð, tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins Mál nr. SN110199
Lögð fram tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins; Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Mörtu Guðjónsdóttur og Jórunnar Frímannsdóttur: #GLSkipulagsráð óskar eftir því að fá upplýsingar um áætlanir eignasviðs LSH varðandi framtíðarnýtingu lóða og fasteigna Tilraunastöðvar HÍ í meinafræði að Keldum og Háskólasjúkrahúss Fossvogi. Skipulagsráð telur að vinna við mótun skipulags þessara reita verði að hefjast sem fyrst enda er gert ráð fyrir að nýbyggingar LSH við Hringbraut rísi hratt og að starfsemi sú sem nú fer fram í ofangreindum stofnunum flytjist þangað. Ákvarða þarf nýtingu lóða og notkun fasteigna sem á lóðunum standa, sérstaklega þó Borgarspítalans.Skipulagsráð lýsir sig reiðubúið til að skipa sérfræðinga af Skipulagssviði í teymi til að vinna með eignasviði LSH að því að rýna verkefnið og leggja síðan fyrir Skipulagsráð tillögur að skipulagsforsendum sem geta falið í sér breytta notkun og hugsanlega uppbyggingu#GL.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt

Jórunn Frímannsdóttir og Sóley Tómasdóttir véku af fundi kl 12:00.

21. Austurstræti, staðetning listaverks (01.14) Mál nr. SN110187
Lögð fram tillaga Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkur dags. 19. apríl 2011 að staðsetningu á Vatnsberanum, styttu Ásmundar Sveinssonar. Lagt er til að listaverkið verði flutt úr Öskjuhlíð í Austurstræti.
Fulltúrar Besta flokksins Páll Hjaltason, Elsa Youman og fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Sverrir Bollason óskuðu bókað:
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða staðsetningu í meginatriðum og telur hugmyndina áhugaverða. Þó bendir ráðið á að huga þurfi vel að endanlegri útfærslu og því hvernig styttan snýr í umhverfinu. Ráðið bendir jafnframt á að æskilegt sé að leita umsagna sem víðast.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Marta Guðjónsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.

Fundi slitið kl. 12.15.

Páll Hjalti Hjaltason
Hjálmar Sveinsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Sverrir Bollason Júlíus Vífill Ingvarsson
Marta Guðjónsdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2011, þriðjudaginn 19. apríl kl. 10:42 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 632. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Bjarni Þór Jónsson, Harri Ormarsson, Sigrún Reynisdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Þórður Búason og Eva Geirsdóttir.
Fundarritari var Harri Ormarsson

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Amtmannsstígur 5 (01.170.209) 101337 Mál nr. BN042836
BG fjárfestingar ehf, Bollagörðum 107, 170 Seltjarnarnes
Sótt er um leyfi til að setja svalir á vesturgafl og gera ýmsar þegar framkvæmdar breytingar innanhúss á íbúðarhúsinu á lóð nr. 5 við Amtmannsstíg.
Umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 10. mars 2011 fylgir erindinu og brunavarnaskýrsla dags. 31.3. 2011 og umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 11. apríl 2011
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Með vísan til umsagnar Minjasafns Reykjavíkur skal allur frágangur vera í samræmi við aldur og gerð hússins.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

2. Aragata 15 (01.630.502) 106675 Mál nr. BN042905
Ingigerður Á Guðmundsdóttir, Aragata 15, 101 Reykjavík
Sótt eru um leyfi til að byggja staðsteyptan bílskúr með sléttu þaki á lóð nr. 15 við Aragötu.
Jákvæð fyrirspurn BN042776 dags. 5. apríl 2011 fylgir.
Stærð bílskúrs er: 32,0 ferm., 145,9 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 11.672
Frestað.
Vantar samþykki aðliggjandi lóðarhafa svo unnt sé að grenndarkynna málið.

3. Austurstræti 22 (01.140.504) 100864 Mál nr. BN042927
Grill markaðurinn ehf, Lækjargötu 2a, 101 Reykjavík
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta milliveggjum, eldhúsi og loftræstingu í fyrirhuguðum veitingastað í mhl. 01 sem er í flokki ? í kjallara og á jarðhæð í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 22 við Austurstræti.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

4. Álfabakki 7 (04.602.801) 111717 Mál nr. BN042906
Olíuverslun Íslands hf, Höfðatúni 2, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja erindið BN038447 dags. 24. júní 2008 þar sem sótt var um að breyta innréttingu í afgreiðslusal bensínstöðvar á lóð nr. 7 við Álfabakka.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

5. Álfheimar 49 (01.438.004) 105393 Mál nr. BN042909
Olíuverslun Íslands hf, Höfðatúni 2, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja byggingarleyfið BN040082 dags. 30. júní 2009 þar sem verið er að breyta nýtingu og starfsemi þannig að bætt er við aðstöðu til sölu á upphituðum mat, grilli, djúpsteikningarpotti og borði með stólum í húsi á lóð nr. 49 við Álfheima.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
Skilyrt er að sjálfvirku slökkvikerfi verði komið fyrir í háf yfir djúpsteikningaraðstöðu

6. Ármúli 12 (01.290.201) 103755 Mál nr. BN042902
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Ríkissjóður Íslands, Vegmúla 3, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að færa til lyftu, fatahengi og salerni sbr. erindið BN035392 dags. 14. ágúst 2007 í Fjölbrautaskólanum í Ármúla á lóð nr. 12 við Ármúla.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

7. Baldursgata 16 (01.186.202) 102231 Mál nr. BN042910
Emiliano Monaco, Ítalía, Sótt er um leyfi til að byggja svalir á suðurhlið þakhæðar og samræma glugga á fjölbýlishúsinu á lóð nr. 16 við Baldursgötu.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 14. janúar 2011.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdráttar 101 dags. 14. janúar 2011.

8. Bergstaðastræti 13 (01.180.309) 101720 Mál nr. BN042471
Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir, Bergstaðastræti 13, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja yfir hluta af verönd íbúðar 0402 í íbúðar- og atvinnuhúsinu á lóð nr. 13 við Bergstaðastræti.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 14. janúar og 15. apríl 2011 fylgja erindinu.
Stækkun: 23,2 ferm., 66 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 5.082
Synjað.
Samræmist ekki gildandi deiliskipulaga hvað varðar hámarks byggingarmagn sbr. bókun skipulagsstjóra frá 15. apríl 2011.

9. Bjarmaland 18-24 (01.854.402) 108779 Mál nr. BN042904
Pétur Kúld Pétursson, Bjarmaland 20, 108 Reykjavík
Anna Sigríður Einarsdóttir, Bjarmaland 20, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera sundlaug og byggja steypta skjólveggi á vesturhluta lóðar, einnig að byggja geymsluhús á lóð einbýlishússins nr. 20 á lóð nr. 18-24 við Bjarmaland.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 11. apríl 2011.
Geymsla: 25,1 ferm., 61,1 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 4.888
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

10. Borgartún 35-37 (01.219.102) 186012 Mál nr. BN042789
Nýherji hf, Borgartúni 37, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja upp skilti sem stendur á reyklosun á vesturhlið og færa hurð í kjallara inn til varaaflstöðvar í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 37 við Borgartún.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

11. Borgartún 18 (01.221.001) 102796 Mál nr. BN042899
BYR hf, Borgartúni 18, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum þar sem inngangi á norðurhlið er breytt sbr. erindið BN042478 í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 18 við Borgartún.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.

12. Bragagata 33A (01.186.215) 102244 Mál nr. BN042913
Nordic Workers á Íslandi ehf, Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingum og búa til sér íbúð í þakhæð fjölbýlishússins á lóð nr. 33A við Bragagötu.
Jákvæð fyrirspurn BN042802 dags. 5. apríl 2011 fylgir erindi, einnig samþykki meðeiganda dags. 14. apríl.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13. Bústaðavegur 3 (01.705.703) 197135 Mál nr. BN042880
Skeljungur hf, Hólmaslóð 8, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breyttri hæðarlegu plans og göngustígs, sbr. erindi BN042261, á sjálfsafgreiðslustöð eldsneytis á lóð nr. 3 við Bústaðaveg.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 5. apríl 2011, og samþykki lóðarhafa Skógahlíðar 14 dags. 29. mars , Skógahlíðar 16 dags. 4. apríl og Skógarhlíðar 18 dags. 18. apríl 2011.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

14. Dalhús 2 (02.841.201) 109707 Mál nr. BN042908
Olíuverslun Íslands hf, Höfðatúni 2, 105 Reykjavík
Ungmennafélagið Fjölnir, Fossaleyni 1, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja erindið BN027430 dags. 1. Júlí 2003 þar sem sótt var um að reisa stakstæða markatöflu og fleti fyrir auglýsingaskilti í norðvesturhorni lóðar Ungmennafélagsins Fjölnir nr. 2 við Dalhús. Mesta hæð mannvirkisins verði um 610 cm, mesta breidd 283 cm en skiltaflötur verði 2 x 6 ferm. og markataflan verði 6 ferm.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

15. Dugguvogur 23 (01.454.409) 105647 Mál nr. BN042653
Íris Hera Norðfjörð Jónsdóttir, Skúlagata 32, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalir úr járni við rými 0304 sbr. fyrirspurn BN042178 á 3. hæð í húsi á lóð nr. 23 við Dugguvog.
Meðfylgjandi er svar skipulagsstjóra dags. 25. október 2010 og samþykki meðeigenda ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 8. apríl 2011. Erindið var grenndarkynnt frá 9. mars 2011 til og með 6. apríl 2011. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 8.000 + 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

16. Einarsnes 64 (01.673.003) 106820 Mál nr. BN042744
Snorri Gunnarsson, Einarsnes 64, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu með þaksvölum á einni hæð úr timbri á steyptum undirstöðum milli íbúðarhúss og bílskúrs og þrjá þakkvisti, jafnframt er erindi BN042041 dregið til baka, á einbýlishús á lóð nr. 64 við Einarsnes.
Stærðir samtals á lóð fyrir stækkun: 264,1 ferm., 603,4 rúmm.
Stækkun: 17,1 ferm., 97,5 rúmm.
Samtals á lóð eftir stækkun: 281,2 ferm., 700,9 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 8.000 + 7.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

17. Freyjugata 34 (01.196.004) 102632 Mál nr. BN042917
Freyjugata 34,húsfélag, Freyjugötu 34, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN042375 dags. 7. des 2010 þar sem fallið er frá að setja svalir á 3. hæð fjölbýlishússins á lóð nr. 34 Freyjugötu.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

18. Grandagarður 11 (01.115.206) 100053 Mál nr. BN042724
Grandagarður ehf, Sæviðarsundi 96, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta fiskverslun á 1. hæð og opna tímabundið yfir í veitingastað á nr. 9, sbr. erindi BN042678, í húsi á lóð nr. 11 við Grandagarð.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 6.apríl 2011og afrit af þinglýstri yfirlýsingu um afnot af snyrtingu dags. 23. mars 2011
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

19. Grandagarður 9 (01.115.205) 100052 Mál nr. BN042678
Grandagarður ehf, Sæviðarsundi 96, 104 Reykjavík
Miðun ehf, Sæviðarsundi 96, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta 1. hæð sem veitingasal og opna yfir í veitingasal á nr. 11 í húsi á lóð nr. 9 við Grandagarð.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 6.apríl 2011og þinglýst yfirlýsing um afnot af snyrtingu dags. 23. mars 2011
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

20. Grundargerði 12 (01.814.106) 107927 Mál nr. BN042926
Kristín Sveinsdóttir, Grundargerði 12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvær einnar hæðar viðbyggingar á suðurhlið einbýlishússins á lóð nr. 12 við Grundargerði.
Erindi fylgja jákv. fsp. BN042852 dags. 22. febrúar og 12. apríl 2011.
Stækkun: 17,9 ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 8.000 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði. Að þeim lagfærðum verður málið sent skipulagstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu.

21. Hallveigarstígur 9 (01.171.211) 101391 Mál nr. BN042856
Þórir Kjartansson, Hallveigarstígur 9, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi 1. hæðar og fá samþykkta ósamþykkta íbúð 0101 á 1. hæð fjölbýlishússins á lóð nr. 9 við Hallveigarstíg.
Erindi fylgir þinglýst samþykki fyrir breytingunum dags. 16. nóvember 2003.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

22. Heiðargerði 98 (01.802.218) 107683 Mál nr. BN042215
Birgitta Guðrún S Ásgrímsdóttir, Heiðargerði 98, 108 Reykjavík
Alexander Schepsky, Heiðargerði 98, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka þak um 50 sm, koma fyrir anddyri og byggja steinsteyptan bílskúr á lóð nr. 98 við Heiðargerði.
Erindi fylgir fsp. BN041221.
Stækkun: 15,0 ferm., 42,7 rúmm.
Stærð bílskúrs: 28,1 ferm., 82,0 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 3.370
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

23. Hjallasel 19-55 (04.960.301) 113076 Mál nr. BN042832
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja og breyta áður samþykktu erindi BN039066 dags. 3. feb. 2009 þar sem farið er fram á innanhússbreytingar í húsinu Seljahlíð, heimili aldraðra á lóð nr. 55 við Hjallasel.
Bréf frá hönnuði dags. 28. mars 2011.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

24. Hólmgarður 53 (01.819.115) 108254 Mál nr. BN042916
Oddný Jónasdóttir, Hólmgarður 53, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innbyggðum bílskúr, geymslu og húsbóndaherbergi í hluta af almennri íbúð 0101 á 1. hæð í húsi á lóð nr. 53 við Hólmgarð.
Umsögn burðarvirkishönnuðar fylgir dags. 11. apríl. 2011.
Stærðir: Íbúð 0101 134,2 ferm. og Íbúð 0201 162,2 ferm.
Gjald kr. 7.700 + 8.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

25. Hverfisgata 18 (01.171.005) 101351 Mál nr. BN042523
Linda Mjöll ehf, Laugavegi 11, 101 Reykjavík
101 hús ehf, Lokastíg 6, 101 Reykjavík
Hverfiseignir ehf, Pósthólf 414, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fækka borðum og stækka dansgólf sem hefur áhrif á gestafjölda, verða 126, á veitingastað í húsi á lóð nr. 18 við Hverfisgötu.
Erindi fylgir bréf hönnuðar varðandi gestafjölda dags. 23. mars 2011.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

26. Höfðabakki 1 (04.070.001) 110677 Mál nr. BN042646
Þríund hf, Kringlunni 4, 103 Reykjavík
G and M ehf, Höfðabakka 1, 110 Reykjavík
Feiti dvergurinn ehf, Hlíðarbyggð 8, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingum í rýmum 0102 og 0103 sem eru veitingastaðir á jarðhæð og opna tímabundið yfir eignamörk í húsi á lóð nr. 1 við Höfðabakka.
Meðfylgjandi er þinglýst samkomulag dags. 1. apríl 2011
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

27. Klettháls 3 (04.342.301) 188538 Mál nr. BN042792
Elkjær ehf, Hrauntungu 20, 200 Kópavogur
Sótt er um samþykki á reyndarteikningu vegna uppsetningar á klefa fyrir sprinklerkerfi í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 3 við Klettháls.
Bréf frá eigenda fylgir dags. 19. mars 2011.
Brunaskýrsla brunahönnuðar fylgir uppfærð 22. ágúst 2005
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

28. Kringlan 1 (01.723.501) 107300 Mál nr. BN042837
Reitir VI ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta samþykktu skólahúsnæði í skrifstofur í matshluta 02 á 1. og 2. hæð fyrrverandi Morgunblaðshúss á lóð nr. 1 við Kringluna.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

29. Laugavegur 46A (01.173.103) 101520 Mál nr. BN042770
Guðni Stefánsson, Laugavegur 46a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa skúra, byggja í þeirra stað litla íbúð, byggja geymslur á lóð, setja kvisti og svalir á íbúðarhúsið og breyta skipulagi hússins á lóð nr. 46A við Laugaveg.
Erindi fylgir umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 1. apríl 2011, lóðamerkjalýsing frá 17. júní 1926, Lóðablað frá lóðaskrárritara, þinglýst afsal dags. 24. desember 1932, samkomulag um umferðarrétt dags. 10. maí 1958, eigendaskrá lóðarinnar og umsögn Húsafriðunarnefndar ríkisins dags. 23. mars 2011. Ennfremur samþykki eigenda Laugavegs 46, Frakkastígs 11, Laugavegs 44 og 46B.
Niðurrif: 33,5 ferm., 79,7 rúmm.
Stækkun: 61,2 ferm., 182,8 rúmm.
Stærðir eftir stækkun: 181 ferm., 511 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 14.624
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

30. Njálsgata 104 (01.243.008) 103050 Mál nr. BN041886
Skúli Skúlason, Birkigrund 31, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum vegna eignaskiptasamnings af fjölbýlishúsinu á lóð nr. 104 við Njálsgötu.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.

31. Norðlingabraut 7 (04.733.101) 204838 Mál nr. BN042907
Olíuverslun Íslands hf, Höfðatúni 2, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja erindið BN040615 dags. 3. nóv. 2009 þar sem sótt var um að reisa opið vindfang undir þakskyggni úr gleri og stáli að austanverðu við bensínstöðina á lóð nr. 7 við Norðlingabraut.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

32. Reykás 41 (04.383.601) 111493 Mál nr. BN042432
Jón Ragnar Magnússon, Höfðahlíð 15, 603 Akureyri
Ólafur Helgi Guðgeirsson, Reykás 41, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta geymslu í risi, gera stiga þar upp og koma fyrir þakgluggum í íbúð á 3. hæð í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 31 við Reykás.
Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 4. febrúar 2011, kaupsamningur vegna þakrýmis dags. 28. september 2006 og bréf hönnuðar dags. 12. apríl 2011.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

33. Skeifan 11 (01.462.101) 195597 Mál nr. BN042895
LX fasteignir ehf, Skipholti 37, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja léttan kant á tvær hliðar til að koma fyrir skiltum á og til að einfalda útlit hússins á nr. 11D á lóð nr. 11 við Skeifuna.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

34. Skeifan 8 (01.461.202) 105668 Mál nr. BN042643
Eik sf, Drekahlíð 3, 550 Sauðárkrókur
Sótt er um leyfi til að breyta 1. hæð., 2. hæð og kjallara, og opna tímabundið á milli rýma 0003 og 0002 sem eru í séreign og koma fyrir vararafstöð á afgirtu svæði við húsnæði á lóð nr. 8 við Skeifuna.
Samþykki frá eiganda aðliggjandi lóðar ódags.
Gjald kr. 8.000 + 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

35. Snorrabraut 35 (01.240.105) 102982 Mál nr. BN042898
Snorrabraut 35,húsfélag, Snorrabraut 35, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða austurgafl með loftræstri Steni-klæðningu í ljósgráum lit á 50 mm timburgrind, einangruð með 50 mm steinull fjölbýlishússins á lóð nr. 35 við Snorrabraut.
Bréf frá húsfélagsfundi ódagsett fylgir erindi.
Gjald kr. 8.000
Frestað
Skoðist á staðnum.

36. Sólheimar 19-21 (01.433.201) 105276 Mál nr. BN042567
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að flytja tvær lausar kennslustofur frá Norðlingaskóla og setja niður á lóð leikskólans Sunnuhlíðar á lóð nr. 19 við Sólheima.
Jafnframt er erindi BN042464 dregin til baka.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 15. apríl 2011 fylgir erindinu. Erindið var grenndarkynnt frá 16. mars til og með 13. apríl 2011. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

37. Sólheimar 42 (01.435.203) 105320 Mál nr. BN042912
S.Jóns ehf, Sólheimum 42, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta tannlæknastofu í kjallara í íbúð í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 42 við Sólheima.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

38. Súðarvogur 3-5 (01.451.401) 105601 Mál nr. BN042635
Reginn A1 ehf, Borgartúni 25, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja 6 metra hátt farsímaloftnet utan á þakbrún húsnæðisins á lóð nr. 3 - 5 við Súðarvog. (fer 5. m. upp fyrir þakbrún).
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

39. Súðarvogur 50 (01.454.406) 105644 Mál nr. BN042794
SV 50 ehf, Pósthólf 8741, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi í vinnustofuíbúðum og stækka svalir atvinnuhússins á lóð nr. 50 við Súðarvog.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa áritað á uppdrátt dags. 21. mars 2011.
Gjald kr. 8.000 + 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Skilyrt er að eftirfarandi yfirlýsingu sé þinglýst.
Í samþykkt byggingarfulltrúa felst ekki nein breyting á gildandi deiliskipulagi eða aðalskipulagi en samkvæmt þeim er svæðið atvinnusvæði. Íbúar í þeim íbúðum sem hér eru samþykktar geta því ekki vænst þeirrar þjónustu borgaryfirvalda sem veitt er á skipulögðum íbúðarsvæðum, né þess að njóta þeirrar kyrrðar og umhverfis sem almennt er á íbúðarsvæðum, heldur sitja hagsmunir atvinnustarfsemi í fyrirrúmi.

40. Sætún 8 (01.216.303) 102760 Mál nr. BN042914
Þórsgarður ehf, Þorláksgeisla 5, 113 Reykjavík
Stólpar ehf, Borgartúni 25, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta brunahólfun og reyklosun neðri kjallara og breyta innra fyrirkomulagi kjallara og 1. hæðar í skrifstofuhúsi á lóð nr. 8 við Sætún.
Erindi fylgir umsögn brunahönnuðar dags. 7. apríl 2011.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

41. Tryggvagata 17 (01.118.201) 100094 Mál nr. BN042881
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingum hér og þar og innrétta nýtt súpueldhús á 3. hæð í Velferðarráðuneytinu í Hafnarhúsinu á lóð nr. 17 við Tryggvagötu.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

42. Tryggvagata 22 (01.140.004) 100816 Mál nr. BN042915
Chardonnay ehf, Ármúla 21, 108 Reykjavík
Eik fasteignafélag hf, Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi, fækka gestum úr 430 í 310 og til að gera inndregna verönd, sem lokað yrði með hurðum og járnhliði þegar staðurinn er lokaður, fyrir framan inngang veitingahúss á lóð nr. 22 við Tryggvagötu.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

43. Vesturbrún 16 (01.380.208) 104746 Mál nr. BN042892
Þórdís Rós Harðardóttir, Vesturbrún 16, 104 Reykjavík
Jón Gunnar Vilhelmsson, Vesturbrún 16, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja erindið BN038832 dags. 17 nóv. 2009 þar sem farið var fram á að breyta teikningum af útliti bílskúrs sem var samþykktur þann 10.09.1970 á lóð nr. 16 við Vesturbrún.
Stærð: 30,4 ferm., 100 rúmm.
Stækkun: 24 rúmm.
Gjöld kr. 8.000 + 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að nýrri eignaskiptayfirlýsingu verði þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

44. Víðimelur 40 (01.540.023) 106240 Mál nr. BN042745
Egill Fivelstad, Víðimelur 40, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta íbúð 0101 þannig að hægt verði að fá leyfi fyrir rekstur á gistingu í heimahúsi flokkur I í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 40 við Víðimel.
Samþykki sumra meðeiganda sem var þinglýst þann 14. mars 2008 fylgir og þinglýst samþykki frá meðeigenda sem seldi íbúð sýna 4. feb. 2010.
Bréf frá eiganda dags. 9. mars. 2011 fylgir.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 8 apríl 2011 fylgir.
Gjald kr. 8.000
Synjað.
Ekki þarf að sækja um byggingarleyfi vegna rekstarleyfa fyrir heimagistinu. sú breyting sem sótt er um rýrir notagildi íbúðar og er ekki í samræmi við ákvæði reglugerðar um íbúðarhúsnæðið skuli henta vel til íbúðar. Umsækjanda er leiðbeint um að sækja um rekstrarleyfi fyrir heimagistingu til lögreglustjóra.

Fyrirspurnir

45. Berjarimi 32-36 (02.583.702) 109519 Mál nr. BN042891
Ingi Ingason, Berjarimi 34, 112 Reykjavík
Spurt er hvor leyfi fengist til að setja þakglugga á risloft sem er fyrir ofan efri íbúðir og á gafla fjölbýlishússins á lóð nr. 32-36 við Berjarima.
Neikvætt.
Þar sem ekki er gert ráð fyrir nýtingu hanabjálkalofta.

46. Tryggvagata 11 (01.117.401) 100089 Mál nr. BN042900
Leggjarbrjótur ehf, Tryggvagötu 11, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta menningar- og fræðslusetur til að taka á móti allt að 50 gestum til kynningar og fræðslu á 4. hæð íbúðar- og atvinnuhúss á lóð nr. 11 við Tryggvagötu.
Vísað til athugasemda á fyrirspurnarblaði.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12:18.
Magnús Sædal Svavarsson
Bjarni Þór Jónsson
Harri Ormarsson
Sigrún Reynisdóttir
Jón Hafberg Björnsson
Þórður Búason
Eva Geirsdóttir