Umhverfis- og skipulagsráð
Skipulagsráð
Ár 2011, miðvikudaginn 13. apríl kl. 10.30, var haldinn 238. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen, Hildur Sverrisdóttir og áheyrnarfulltrúinn Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Björn Ingi Edvardsson, Margrét Þormar, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Margrét Leifsdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
(A) Skipulagsmál
1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsstjóra Reykjavíkur dags. 1. og 8. apríl 2011.
2. Kollagrund 2, Klébergsskóli, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN110158
Arkitektur.is ehf, Hverfisgötu 26, 101 Reykjavík
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur dags. 30. mars 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðar Klébergsskóla á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að staðsetning og fjöldi bílastæða er breytt, samkvæmt uppdrætti Arkitektur.is dags. 28. mars 2011.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.
3. Vesturvallareitur 1.134.5, lýsing Mál nr. SN090325
Lögð fram lýsing skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 1. apríl 2011 að Vesturvallareit 1.134.5. Skipulagssvæðið markast af Vesturvallagötu, Sólvallagötu. Framnesvegi og Holtsgötu. Einnig er lögð fram húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur dags. í október 2010.
Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt að kynna lýsinguna fyrir hagsmunaðilum á reitnum og vísa lýsingunni til umsagnar Skipulagsstofnunar, Hverfisráðs Vesturbæjar, Borgarminjavarðar og Húsafriðunarnefnd.
Lýsingin verður aðgengileg á vef skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur.
Vísað til borgarráðs.
4. Sogamýri, deiliskipulag, lýsing Mál nr. SN110157
Lögð fram drög að lýsingu skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 8. apríl 2011 vegna deiliskipulags á hluta Sogamýri. Í lýsingunni koma fram áherslur, upplýsingar um forsendur, fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli.
Kynnt.
5. Túngötureitur, deiliskipulag, staðgreinireitur 1.137.4(01.137.4) Mál nr. SN080622
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram endurskoðuð tillaga skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 8. apríl 2011 að deiliskipulagi Túngötureits. Reiturinn afmarkast af Túngötu, Bræðraborgarstíg Hávallagötu og Hofsvallagötu. Einnig er lögð fram forsögn dags. í desember 2007, húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur dags. október 2008, athugasemdir úr fyrri hagsmunaaðilakynningu ásamt samantekt skipulagsstjóra um þær, dags. 13. nóvember 2009.
Frestað.
6. Klettasvæði, Skarfabakki, breyting á deiliskipulagi (01.33) Mál nr. SN110153
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Lagt fram erindi Faxaflóahafna dags. 28. mars 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Klettasvæðis, Skarfabakka vegna lóðanna nr. 1-3 við Korngarða og 4 við Klettagarða. Í breytingunni felst að stækka lóðina nr. 4 við Klettagarða til austurs, skipta lóðinni nr. 1-3 við Korngarða í tvær lóðir, lengja Skarfabakka um 200 metra með landfyllingu ásamt því að sjóvarnargarðurinn Ábóti er fjarlægður, samkvæmt uppdrætti ASK arkitekta dags. 23. mars 2011.
Frestað.
Jórunn Frímannsdóttir vék af fundi kl. 12:15 þá var einnig búið að fjalla um liði 11. 12 og 13 , 14, 15 og 16 í fundargerðinni
7. Nýr Landspítali við Hringbraut, lýsing, nýtt deiliskipulag(01.19) Mál nr. SN110037
SPITAL ehf, Geirsgötu 9, 101 Reykjavík
Lögð fram umsókn Spital ehf. dags. 13 september 2010, lýsing Spital vegna Landspítala við Hringbraut dags. 25. janúar 2011, drög að endurskoðaðu varðveislumati dags. 2. febrúar 2011 ásamt umsögnum hagsmunaaðila og umsögn Skipulagsstofnunar dags. 2. mars 2011 ásamt fornleifskráningu Minjasafns Reykjavíkur móttekin í mars 2011.
Einnig er lögð fram tillaga að deiliskipulagi Landsspítala við Hringbraut dags. 11. apríl 2011 og drög að greinargerð og skilmálum dags. 5. apríl 2011 ásamt minnisblaði dags. 12. apríl 2011.
Skipulagsráð getur ekki fallist á þær breytingar á hæðum sem gerðar hafa verið á tillögunni frá vinningstillögu í hugmyndasamkeppni og er þar helst vísað til einnar hæðar hækkunar á meðferðarkjarna. Ekki er fallist á það að koma fyrir tengigangi yfir aðaltorgið sem skyggir á aðalbyggingu Landspítalans auk þess sem tryggja þarf betri sýn á hana. Skipulagsráð telur þar að auki nauðsynlegt að í tillögu að deiliskipulagi komi fram skýr ákvæði um áfangaskiptingu, með skýringamyndum, sem samræmast áætluðum framkvæmdahraða. Einnig skal gera grein fyrir samgöngustefnu í deiliskipulagstillögunni auk þess sem skýra þarf skilmála fyrir bílastæði á yfirborði svæðisins og gera grein fyrir þörf á bílastæðahúsi í fyrsta áfanga. Vísað er til nánari skýringa í meðfylgjandi minnisblaði vegna þeirra meginathugasemda sem gerðar eru á þessu stigi, en ítrekað er að ekki er um tæmandi talningu að ræða.
(B) Byggingarmál
8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN042868
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerði nr. 630 frá 5. apríl og nr. 631 frá 12. apríl 2011.
(C) Fyrirspurnir
9. Kringlumýrarbraut 100, Esso, (fsp) breyting á lóð(01.78) Mál nr. SN110140
Sævar Þór Ólafsson, Laugateigur 21, 105 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Sævars Þórs Ólafssonar dags. 23. mars 2011 varðandi færslu á sorpgámum, stækkun á gámastæði og uppsetningu á metanstöð á lóðinni nr. 100 við Kringlumýrarbraut, samkvæmt uppdrætti ASK arkitekta dags. 1. mars 2011. Einnig lagður fram uppdráttur Ask arkitekta dags. 21. febrúar 2011 að staðsetningu metanstöðvar á lóð Esso við Hringbraut.
Frestað.
10. Reykjavíkurflugvöllur, Flugfélag Íslands, (01.6) Mál nr. SN110156
(fsp) breyting á byggingarmagni
Flugfélag Íslands ehf, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík
Kurt og Pí ehf, Skólavörðustíg 2, 101 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Flugfélags Íslands dags. 25. mars 2011 varðandi endurbætur og viðbygginu flugstöðvar Flugfélags Ísland á Reykjavíkurflugvelli samkvæmt tillögu Kurtogpí dags. 25. mars 2011.
Frestað.
(D) Ýmis mál
11. Skipulagsráð, tillaga, Mál nr. SN110176
tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, bensínstöðvar Lögð fram eftirfarandi tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins:
#GLSkipulagsstjóri í Reykjavík hefji úttekt og hugsanlega endurskoðun á skipulagi og nýtingu lóða afgreiðslustöðva olíufélaganna. Settur verði á fót stýrihópur í þessum tilgangi með fulltrúum frá skipulagssviði, framkvæmda- og eignasviði og umhverfis- og samgöngusviði.
Haft verði að markmiði:
-Að færa starfsemi afgreiðslustöðvanna meira til samræmis við þá þróun sem orðið hefur í nærhumhverfi þeirra.
-Að nýta lóðir betur þar sem þess er kostur.
-Að skoðað verði hvort ávinningur verði af því að hætt verði sölu orkugjafa á ákveðnum afgreiðslustöðvum en uppbygging heimiluð sem byggist á breyttri atvinnustarfsemi og/eða íbúðabyggð.
-Að lagðar verði tillögur fyrir ráðið um eðlilega skiptingu hagnaðar og/eða kostnaðar lóðarhafa og borgaryfirvalda í kjölfar breytinga á skipulagsáætlunum í samræmi við ofangreint markmið.
-Að tillögur stýrihópsins nýtist við gerð aðalskipulags Reykjavíkur sem nú er í endurskoðun.
-Að gætt sé jafnræðis á milli samkeppnisaðila á þessum markaði.
-Að stýrihópurinn leiti ráða hjá þeim sem málið varðar.
Skipulagsstjóri greini skipulagsráði frá niðurstöðum hópsins eigi síðar en 1. júní 2011.#GL
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.
12. Skipulagsráð, tillaga, (02.4) Mál nr. SN110177
tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, Blikastaðavegur 2-8
Lögð fram eftirfarandi tillaga Sjálfstæðisflokksins;
#GLMeð tilliti til breyttra aðstæðna verði umferðarskipulag Blikastaðavegar endurskoðað með það fyrir augum að koma á vegtengingu til bráðabirgða á milli Víkurvegar og Blikastaðavegar 2-8, Korputorgs. Tilgangurinn er að auka hagræði og bæta þjónustu á svæðinu. Haft verði að leiðarljósi eftirfarandi:
-Að hægt verði að halda kostnaði við framkvæmdina í lágmarki.
-Að lausnin verði vistvæn og hafi óveruleg áhrif á umferðarflæðið í Grafarvogi að öðru leyti.
-Að meðfram nýrri vegtengingu verði gert ráð fyrir gangandi og hjólandi umferð.
-Að ekki verði stefnt að sérstakri tengingu við Vesturlandsveg í tengslum við þetta.
-Að leitað verði ráða hjá íbúum og samtökum þeirra auk atvinnufyrirtækja á svæðinu.
Skipulagsráð felur skipulagsstjóra að leita lausna í framangreindum tilgangi. Hann hafi frumkvæði að því að stofnað verði samstarfsteymi skipulagssviðs og umhverfis- og samgöngusvið með þetta að markmiði. Verði gerð tillaga um breytingar á umferðarskipulagi í framhaldi af vinnu sviðanna mun það leiða til breytinga á aðal- og deiliskipulagi svæðisins. Niðurstöðum verði skilað til skipulagsráðs eigi síðar en 1. júní nk.#GL
Frestað.
13. Skipulagsráð, tillaga, Mál nr. N110014
tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, Baldurstorg
Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins;Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Gísla Marteins Baldurssonar og Jórunnar Frímannsdóttur:
#GLÍ netkosningu um forgangsröðun fjármuna til nýframkvæmda og viðhaldsverkefna, sem fram fór 2.-14. desember 2009 var samþykkt að gera Baldurstorg vistlegt m.a. með gróðursetningu, blómakerjum og bekkjum. Þetta var nýmæli í íbúalýðræði. Landslagsarkitektar hjá Landmótun voru fengnir til þess að vinna hugmyndavinnuna. Torgið var útfært með það í huga að þegar betur áraði yrði útfærslan enduskoðuð með veglegri hætti. Þess vegna er núverandi framkvæmd miðuð við að svæðið sé endurkræft. Hönnunin gerir ráð fyrir aðgengi slökkviliðs og annarrar neyðarþjónustu.Tillagan var kynnt á fundi umhverfis og samgönguráðs sem haldinn var 11. maí 2010 og samþykkti ráðið samhljóða að kynna hana í viðkomandi hverfisráði. Hún var því kynnt í Hverfisráði Miðborgar en í því ráði á meðal annarra sæti formaður Íbúasamtaka Miðborgar. Lýsti hverfisráðið á fundi sínum 26. maí samhljóða yfir #GLánægju sinni með tillöguna#GL. Hverfisráði miðborgar var aftur kynnt málið á fundi ráðsins sem haldinn var júlí og þar er ítrekuð jákvæð afstaða og ánægja með tillöguna. Óttar Proppé formaður hverfisráðsins stýrði fundi. Áður en framkvæmdir hófust var íbúum kynnt verkið í dreifibréfi sem sent var út 21.júlí 2010. Þar er hönnun torgsins lýst með myndum og uppdráttum. Verkinu lauk fyrir Menningarnótt. Ekki komu fram hugmyndir frá núverandi meirihluta í borgarstjórn um að fresta eða endurskoða hönnun torgsins. Vegna ummæla formanns skipulagsráðs í fréttaviðtali í Fréttatímanum er eðlilegt að fara yfir þennan feril og hafa hann réttan.
Skipulagsráð hefur ekki átt aðkomu að hönnun Baldurstorgs enda er hún á vettvangi umhverfis og samgönguráðs, eins og áður segir. Óskað eftir því að skipulagsráð fái kynningu á skipulagi torgsins og útliti þess á næsta fundi ráðsins. Að lokinni kynningu leggi skipulagsráð mat á það hvort það telji ástæðu til þess að hönnunin verði endurskoðuð.#GL
Fulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar lögðu fram eftirfarandi bókun:
#GLSú ákvörðun að fara í endurskipulag og vinnu við Baldurstorg var algjörlega í höndum fyrrverandi meirihluta, þeir bera einir ábyrgð á verkefninu. Torgið fékk kynningu í Hverfisráði Miðborgar en afgreiðslan þegar orðin og umsögn fyrra hverfisráðs jákvæð. Þegar borgarfulltrúar Besta flokks og Samfylkingar reyndu að hafa áhrif á það var vinnan of langt komin. Þrátt fyrir þetta er lýst yfir stuðningi við þá þróun að borgarrýmin í Reykjavíkur séu endurskoðuð með tilliti til gangandi vegfarenda. Við teljum að það hafi verið mjög góð hugmynd að breyta Baldurstorgi í mannvænt borgartorg. Útfærslan hefur þó ekki tekist sem skyldi.
Fulltrúar Besta flokks og Samfylkingar taka undir þá tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokks að fá kynningu á skipulagi og útliti Baldurstorgs í Skipulagsráði, einnig er óskað eftir að Skipulagsráð fái kynningu frá UMSAM á þvi vinnuferli sem lá að baki Lýðræðisverkefnanna.#GL
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu bókað:
#GLFyrir ársfjórðungi lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks fram tillögu í skipulagsráði þar sem óskað var eftir því að fá kynningu á skipulagi Baldurstorgs inn á næsta fund ráðsins. Umræður höfðu orðið um hönnun torgsins á opinberum vettvangi og því talið eðlilegt að ráðið tæki málið til sín og til að fara yfir það. Enda þótt tillagan hafi verið lögð fram 12. janúar 2011 hefur enn ekki verið orðið við henni. Verklag meirihluta skipulagsráðs í ekki stærra máli vekur nokkra furðu enda ekki venja á vettvangi borgarinnar að hundsa tillögur um kynningu á málum. Er tillagan því ítrekið hér þremur mánuðum síðar. Farið var vandlega yfir feril málsins þegar tillagan var upprunalega lögð fram og er vísað í þann texta enda stendur óhaggað allt sem þar er sagt. Illskiljanlegar fullyrðingar meirihluta ráðsins í þversögn við staðfestan feril í borgarkerfinu breyta augljóslega engu þar um#GL.
Samþykkt að óska eftir kynningu á skipulagi Baldurstorgs og útliti þess á næsta fundi skipulagsráðs.
14. Mannvirkjagerð á vegum Reykjavíkurborgar, Mál nr. SN110134
reglur og samþykktarferli Framkvæmda- og eignasviðs
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. mars 2011 vegna samþykktar borgarráðs s.d. að vísa drögum að reglum og samþykktarferli framkvæmda- og eignasviðs vegna mannvirkjagerðar á vegum Reykjavíkurborgar til umsagnar fagráða, fjármálaskrifstofu og innkaupaskrifstofu.
Hrólfur Jónsson sviðsstjóri Framkvæmda- og eignasviðs kynnti.
15. Viðhald fasteigna Reykjavíkurborgar, tillaga að verkefnum Mál nr. SN110142
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. mars 2011 vegna samþykktar borgarráðs s.d. að vísa erindi sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 9. s.m. um átaksverkefni, endurbætur og meiriháttar viðhald fasteigna á árinu 2011 til umsagnar fagráða.
Frestað.
16. Færanlegar leikstofur, tillaga Framkvæmda- og eignasviðs ReykjavíkurMál nr. SN110152
Kynntar tillögur Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur að staðsetningu færanlegra leikstofa við hluta leikskóla Reykjavíkurborgar.
Rúnar Gunnarsson kynnti.
17. Hringbraut - Héðinsvöllur, friðun, ytra byrði og garðveggir Mál nr. BN042867
Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar dags. 30. mars 2011 ásamt bréfum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 17. og 25. mars 2011, en í bréfunum er lýst friðun á ytra byrði leikvallarskýlis og garðveggjum umhverfis Héðinsvöll við Hringbraut.
18. Laugavegur 11, friðun, ytra byrði framhúss (01.171.011) Mál nr. BN042866
Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar dags. 24. mars 2011 ásamt bréfum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 7. og 10. mars 2011, en í bréfunum er lýst friðun á ytra byrgði framhúss á lóð nr. 11 við Laugaveg.
Skipulagsráð lagði fram eftirfarandi bókun:
#GLSkipulagsráð Reykjavíkur fagnar ákvörðun mennta- og menningarmálaráðherra að friða ytra byrði hússins nr. 11 við Laugaveg. Eigendum er óskað til hamingju með ákvörðunina.#GL
19. Ásvallagata 33-65, friðun, ytra byrði og garðveggir Mál nr. BN042883
Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar dags. 31. mars 2011 ásamt bréfum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 17. og 25. mars 2011, en í bréfunum er lýst friðun á ytra byrði ofangreindra húsa og garðveggjum.
Skipulagsráð lagði fram eftirfarandi bókun:
#GLSkipulagsráð Reykjavíkur fagnar ákvörðun mennta- og menningarmálaráðherra að friða ytra byrði og garðveggi húsanna nr. 33-65 við Ásvallagötu.. Eigendum er óskað til hamingju með ákvörðunina.#GL
20. Bræðraborgarstígur 47-55, friðun, ytra byrði og garðveggir Mál nr. BN042884
Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar dags. 31. mars 2011 ásamt bréfum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 17. og 25. mars 2011, en í bréfunum er lýst friðun á ytra byrði ofangreindra húsa og garðveggjum.
Skipulagsráð lagði fram eftirfarandi bókun:
#GLSkipulagsráð Reykjavíkur fagnar ákvörðun mennta- og menningarmálaráðherra að friða ytra byrði og garðveggi húsanna nr. 47-55 við Bræðraborgarstíg.. Eigendum er óskað til hamingju með ákvörðunina.#GL
21. Hringbraut 52-90, friðun, ytra byrði og garðveggir Mál nr. BN042885
Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar dags. 31. mars 2011 ásamt bréfum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 17. og 25. mars 2011, en í bréfunum er lýst friðun á ytra byrði ofangreindra húsa og garðveggjum.
Skipulagsráð lagði fram eftirfarandi bókun:
#GLSkipulagsráð Reykjavíkur fagnar ákvörðun mennta- og menningarmálaráðherra að friða ytra byrði og garðveggi húsanna nr. 52-90 við Hringbraut. Eigendum er óskað til hamingju með ákvörðunina.#GL
22. Brávallagata 42-50, friðun, ytra byrði og garðveggir Mál nr. BN042886
Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar dags. 31. mars 2011 ásamt bréfum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 17. og 25. mars 2011, en í bréfunum er lýst friðun á ytra byrði ofangreindra húsa og garðveggjum.
Skipulagsráð lagði fram eftirfarandi bókun:
#GLSkipulagsráð Reykjavíkur fagnar ákvörðun mennta- og menningarmálaráðherra að friða ytra byrði og garðveggi húsanna nr. 42-50 við Brávallagötu. Eigendum er óskað til hamingju með ákvörðunina.#GL
23. Hofsvallagata 15-23, friðun, ytra byrði og garðveggir Mál nr. BN042887
Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar dags. 31. mars 2011 ásamt bréfum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 17. og 25. mars 2011, en í bréfunum er lýst friðun á ytra byrði ofangreindra húsa og garðveggjum.
Skipulagsráð lagði fram eftirfarandi bókun:
#GLSkipulagsráð Reykjavíkur fagnar ákvörðun mennta- og menningarmálaráðherra að friða ytra byrði og garðveggi húsanna nr. 15-23 við Hofsvallagötu. Eigendum er óskað til hamingju með ákvörðunina.#GL
24. Háskóli Íslands, deiliskipulag vestan Suðurgötu, Árnastofnun (01.6)Mál nr. SN080717
Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. apríl 2011 um samþykkt borgarráðs s.d. varðandi breytt deiliskipulag lóðar Háskóla Íslands vestan Suðurgötu.
25. Borgartúnsreitur vestur, deiliskipulag staðgreinireitur 1.216 (01.216)Mál nr. SN090424
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. apríl 2011 um samþykkt borgarráðs s.d. um deiliskipulag Borgartúnsreits vestur, reit 1.216.
26. Húsverndarsjóður Reykjavíkur, Úthlutun styrkja 2011 Mál nr. SN110016
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. apríl 2011 um samþykkt borgarráðs s.d. um úthlutun styrkja úr Húsverndarsjóði Reykjavíkur fyrir árið 2011.
27. Kjalarnes, Brautarholt 1, lýsing Mál nr. SN100307
Bjarni Pálsson, Brautarholt 1, 116 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. apríl 2011 um samþykkt borgarráðs s.d. um lýsingu vegna deiliskipulags golfvallar við Brautarholt á Kjalarnesi.
28. Selásskóli, Selásbraut 109, (04.388.6) Mál nr. SN100408
breyting á deiliskipulagi vegna boltagerðis
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. apríl 2011 um samþykkt borgarráðs s.d. varðandi auglýsingu á nýrri tillögu að breytingu á deiliskipulagi Suður Seláss vegna lóðarinnar nr. 109 við Selásbraut.
29. Hólmsheiði/Fjárborg/Almannadalur, breyting á deiliskipulagi (05.8)Mál nr. SN100452
Landslag ehf, Skólavörðustíg 11, 101 Reykjavík
Þorgeir Benediktsson, Sílakvísl 2, 110 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. apríl 2011 um samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi á Hólmsheiði, Fjárborg og Almannadal.
Fundi slitið kl. 12.35.
Páll Hjalti Hjaltason
Hjálmar Sveinsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Kristín Soffía Jónsdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Hildur Sverrisdóttir
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2011, þriðjudaginn 5. apríl kl. 9.43 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 630. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Bjarni Þór Jónsson, Björn Kristleifsson, Sigrún Reynisdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Þórður Búason og Eva Geirsdóttir.
Fundarritari var Magnús Sædal Svavarsson.
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Alþingisreitur (01.141.106) 100886 Mál nr. BN042821
Alþingi, Kirkjustræti, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að bæta einni hurð við inn á gang í kjallara á reyndarteikningu vegna lokaúttektar á húsi á lóð nr. 4-8 við Kirkjustræti.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
2. Amtmannsstígur 5 (01.170.209) 101337 Mál nr. BN042836
BG fjárfestingar ehf, Bollagörðum 107, 170 Seltjarnarnes
Sótt er um leyfi til að setja svalir á vesturgafl og gera ýmsar breytingar innanhúss á íbúðarhúsinu á lóð nr. 5 við Amtmannsstíg.
Umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 10. mars 2011 fylgir erindinu.Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
3. Austurbakki 2 (01.119.801) 209357 Mál nr. BN042843
Eignarhaldsfélagið Portus ehf, Pósthólf 709, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta eldhúsi í kjallara Hörpunnar sbr. BN034842, ásamt eldhúsum á 1., 2. og 4. hæð tónlistarhússins á lóð nr. 2 við Austurbakka.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
4. Austurstræti 12 (01.140.407) 100850 Mál nr. BN042834
Austurátt ehf, Austurstræti 12, 101 Reykjavík
Reitir IV ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um breyttan gestafjölda innanhúss og um leyfi fyrir útiveitingum bæði við Austurstræti og Vallarstræti í veitingastað á 1. hæð í húsi á lóð nr. 12 við Austurstræti.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra og til umsagnar skrifstofu gatna- og eignaumsýslu vegna útiveitinga.
5. Austurstræti 14 (01.140.409) 100852 Mál nr. BN042842
K2 ehf, Austurstræti 14, 101 Reykjavík
Reitir IV ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að færa hringstiga, bæta við sölulúgu vegna íssölu á 1. hæð og færa til rými í kjallara í veitingahúsi á lóð nr. 14 við Austurstræti.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
6. Austurstræti 5 (01.140.212) 100833 Mál nr. BN042838
Eik fasteignafélag hf, Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja hurð í glerfront Austurstrætismegin, þar sem hún var í upphafi, í húsi Arion Banka á lóð nr. 5 við Austurstræti.
Meðfylgjandi er umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 22. desember 2010
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
7. Ásvallagata 17 (01.162.301) 101274 Mál nr. BN042030
Ása Guðlaug Lúðvíksdóttir, Ásvallagata 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja upp járnsvalir á íbúðir 0101, 0102, 0201, 0202, 0301 og 0401í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 17 við Ásvallagötu.
Samþykki meðeigenda ódags. Bréf frá umsækjanda ódags.
Jákvæð fyrirspurn BN041759 dags. 13. júlí 2010 fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
8. Bankastræti 7 (01.170.007) 101325 Mál nr. BN042721
Vigfús Guðbrandsson og Co ehf, Bankastræti 7, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi verslunar í kjallara og á 1. hæð atvinnuhúss á lóð nr. 7 við Bankastræti.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
9. Bauganes 10 (01.674.101) 106851 Mál nr. BN042805
Halla Sigrún Hjartardóttir, Melhagi 20, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt einbýlishús á einni hæð með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 10 við Bauganes.
Erindi fylgir samþykki lóðarhafa Bauganess 12 áritað á uppdrætti.
Stærð: Íbúð 218,1 ferm., bílgeymsla 33,5 ferm.
Samtals 251,6 ferm., 1030,6 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 82.448
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
10. Bergstaðastræti 37 (01.184.407) 102068 Mál nr. BN042759
Hausti ehf, Stigahlíð 80, 105 Reykjavík
Geirlaug Þorvaldsdóttir, Stigahlíð 80, 105 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á erindi BN039795 dags. 8. desember 2009, þar sem veitt var leyfi til að breyta brunavörnum og innihurðum, ásamt minni háttar breytingum frá því erindi á brunavörnum 1. hæðar í hótelbyggingu á lóð nr. 37 við Bergstaðarstræti.
Erindi fylgir skýrsla og verkáætlun um brunavarnir frá Hnit verkfræðistofu dags. 14. mars 2011
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
11. Bergstaðastræti 54 (01.185.601) 102207 Mál nr. BN042162
Hugrún Dögg Árnadóttir, Bergstaðastræti 54, 101 Reykjavík
Magni Þorsteinsson, Bergstaðastræti 54, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að tengja saman núverandi kvisti á fjölbýlishúsinu nr. 54 við nr. 56 á lóðum nr. 54 og 56 við Bergstaðastræti.
Jákvæð fyrirspurn BN041843 fylgir daga. 10. ágúst. 2010.
Umsögn burðarvirkishönnuða fylgir dags. 2. des. 2010.
Stækkun: 6,1rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 470
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
12. Bíldshöfði 5A (04.055.603) 110561 Mál nr. BN040827
BR fasteignafélag ehf, Bíldshöfða 5a, 110 Reykjavík
Hlölli Frumherjinn ehf, Gerðhömrum 14, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður viðbyggðri kæligeymslu við vesturvegg á atvinnuhúsinu á lóð nr. 5A við Bíldshöfða.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 8. janúar 2010 og umsögn skipulagsstjóra dags. 7. janúar 2010 fylgja erindinu.
Stækkun: 6,3 ferm og 14,1 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 1.086
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
13. Bókhlöðustígur 6A (01.183.110) 101932 Mál nr. BN042733
Kristján B Þorsteinsson, Bókhlöðustígur 6a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að dýpka kjallara um 70 cm, steypa nýjar undirstöður á fastan botn og endurnýja grunnlagnir undir einbýlishúsinu á lóð nr. 6A við Bókhlöðustíg.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 15. mars 2011 og tölvupóstur frá hönnuði dags. 16. mars. 2011 fylgir.
Stækkun: 86,6 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 8.000 + 6.928
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Umsækjandi skal bera allan kostnað af tengingu holræsis við holræsakerfi Reykjavíkur og vinna það verk í samráði við skrifstofu gatna- og eignaumsýslu.
14. Búðavað 1-3 (04.791.801) 209896 Mál nr. BN042848
Þórunn Birna Guðmundsdóttir, Flókagata 25, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir gluggum í bílskúrshurð í mhl 01 í parhúsinu nr. 1 á lóð nr. 1-3 við Búðavað.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
15. Dugguvogur 3 (01.454.113) 105630 Mál nr. BN042818
Súlur ehf, Eikardal 1, 260 Njarðvík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi veggja og innréttinga til að fá starfsleyfi fyrir matvælavinnslu á 1. hæð hússins á lóð nr. 3 við Dugguvog.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
16. Egilsgata 3 (01.193.404) 102538 Mál nr. BN042763
Domus Radiologica ehf,Reykjavík, Pósthólf 10, 172 Seltjarnarnes
Sótt er um leyfi til að breyta gluggum og hurðum á austurhlið, og að koma fyrir nýrri eldvarnarhurð á milli brunahólfa á 1. hæð í verslunarhúsnæðinu á lóð nr. 3 við Egilsgötu.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 29. mars. 2011.
Samþykki meðeigenda dags. 28. mars 2011.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
17. Fossaleynir 19-23 (02.468.101) 180547 Mál nr. BN042830
Dalsnes ehf, Fossaleyni 21, 112 Reykjavík
Innnes ehf, Fossaleynir 21, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innandyra í 1. áfanga 1. hæðar og í 2. áfanga 2. hæð, breytingar felast í að færa til fundarherbergi og komið verður fyrir nýjum vegg í atvinnuhúsnæðinu nr. 21 á lóð nr. 19-23 við Fossaleyni.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
18. Frakkastígur 8 (01.172.109) 101446 Mál nr. BN042806
Vatn og land I ehf, Laugavegi 71, 101 Reykjavík
Wissane Inson ehf, Hraunbæ 34, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja loftræsitúðu á þak útbyggingar á verslunarhúsnæðinu á lóð nr. 8 við Frakkastíg.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
19. Fríkirkjuvegur 1 (01.183.002) 101915 Mál nr. BN042845
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteyptar útitröppur upp á Laufásveg úr suðausturhorni lóðar Miðbæjarbarnaskólans á lóð nr. 1 við Fríkirkjuveg.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
20. Garðastræti 23 (01.136.522) 100611 Mál nr. BN042828
Minjavernd hf, Pósthólf 1358, 121 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningum, sem fela í sér minni háttar breytingar, snjógildru á þaki og niðurfellingu skilrúms á lofti í Vaktarabænum á lóð nr. 23 við Garðastræti.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
21. Grandagarður 9 (01.115.205) 100052 Mál nr. BN042678
Miðun ehf, Sæviðarsundi 96, 104 Reykjavík
Grandagarður ehf, Sæviðarsundi 96, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að opna tímabundið úr veitingasal á 1. hæð, sbr. erindi BN0354701, yfir í verslunar- og veitingasal á nr. 11, sbr. BN042724, í húsi á lóð nr. 9 við Grandagarð.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
22. Grjótháls 10 (04.300.101) 217427 Mál nr. BN042869
Bón og þvottastöðin ehf, Hálsaseli 6, 109 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir greftri á atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 10 við Grjótháls sbr. erindi BN042569.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
23. Haukdælabraut 64 (05.114.801) 214808 Mál nr. BN042829
Joanna Janczewska, Hafnarbraut 11, 200 Kópavogur
Wojciech Stefan Wiater, Hafnarbraut 11, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 64 við Haukdælabraut.
Stærð: 1. hæð íbúð 207,5 ferm., 2. hæð íbúð 151,3 ferm., bílgeymsla 53,4 ferm. 1451,8 rúmm.
B-rými 36,1 ferm., XX rúmm.
Samtals: 412,2 ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 8.000 + XX
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
24. Hjallasel 19-55 (04.960.301) 113076 Mál nr. BN042832
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja og breyta áður samþykktu erindi BN039066 dags. 3. feb. 2009 þar sem farið er fram á innanhúsbreytingar í húsinu Seljahlíð, heimili aldraðra á lóð nr. 55 við Hjallasel.
Bréf frá hönnuði dags. 28. mars 2011.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
25. Hlíðargerði 6 (01.815.303) 107999 Mál nr. BN042827
Agnar Þór Gunnlaugsson, Hlíðargerði 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða viðbyggingu sunnan megin við húsið, stækka anddyri og bæta við kvisti á austurhlið, sbr. samþ. erindi BN041942, einbýlishússins á lóð nr. 6 við Hlíðargerði.
Stækkun 69,3 ferm., 186,3 rúmm.
Eftir stækkun: 277,3 ferm., 603,7 rúmm.
Bílskúr óbreyttur: 36,3 ferm.
Gjald kr. 8.000 + 14.904
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
26. Hólaberg 84 (04.674.402) 218401 Mál nr. BN042713
Félag eldri borgara, Stangarhyl 4, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fjölbýlishús með 49 þjónustuíbúðum fyrir aldraða, þrjár til fjórar hæðir með bílgeymslu á jarðhæð fyrir 37 bíla á lóð nr. 84 við Hólaberg.
Stærð mhl. 01: Bílgeymsla 1.247,4 ferm., skábraut 178,7 ferm.
Mhl.01 samtals 1.247,4 ferm., 3.679,9 rúmm.
Mhl. 02 íbúðir: 1. hæð íbúðir 922,3 ferm., 2. hæð íbúðir 1.644,4 ferm., 3. hæð 1.197,7 ferm., 4. hæð 421,6 ferm.
B-rými 1.439,6 ferm.
Mhl. 02 samtals: 4.186 ferm., 13.702,3 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 1.390.576
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
27. Hraunbær 2-34 (32) (04.334.201) 111074 Mál nr. BN042824
Erla Steinunn Árnadóttir, Hraunbær 32, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að framleiða baðsölt í smáum stíl í íbúð á 2. hæð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 32 við Hraunbæ.
Meðfylgjandi er ódagsett greinargerð sem lýsir framleiðslunni og teikning sem fylgiskjöl.Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan í ódagsett bréf umsækjanda og með þeim skilyrðum sem þar koma fram, bundið við stað og umsækjanda.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
28. Hringbraut 119 (01.520.301) 105924 Mál nr. BN042841
Íslenska eignafélagið ehf, Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík
Sótt erum leyfi til að breyta glugga og hurðafronti á rými 105, 106 og á ? hlið verslunarhúsnæðisins á lóð nr 119 við Hringbraut.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
29. Ingólfsstræti 21B (01.180.221) 101709 Mál nr. BN042779
Halldór Svansson, Bergstaðastræti 28b, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum geymsluskúr sbr. erindi BN030752 á lóð nr. 21B við Ingólfsstræti.
Lagður er fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 19. nóvember 2008, einnig umsögn lögfræði- og stjórnsýslu dags. 31. mars 2011.
Stærðir 16,9 ferm., 41,4 rúmm.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
30. Kringlan 1 (01.723.501) 107300 Mál nr. BN042837
Reitir VI ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta samþykktu skólahúsnæði í skrifstofur í matshluta 02 á 1. og 2. hæð fyrrverandi Morgunblaðshúss á lóð nr. 1 við Kringluna.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
31. Laugavegur 46 (01.173.102) 101519 Mál nr. BN042603
Ögurhvarf 2 ehf, Borgartúni 3, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurgera allt húsið í sem næst upprunalegri mynd að utan, verslun á 1. hæð og 5 íbúðir á 2. og 3. hæð og að byggja við það á 1. hæð bakatil á lóð nr. 46 við Laugaveg.
Meðfylgjandi er fyrirspurn BN042551 dags. 1. febrúar 2011 með umsögnum Húsafriðunarnefndar og Minjasafns Reykjavíkur. Einnig bréf arkitekts dags. 18. febrúar 2011
Stærðir: Stækkun 36,3 ferm., 173,8 rúmm.
Samtals eftir stækkun: 372,4 ferm., 1.212,8 rúmm.
Gjald 8.000 + 13.904
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að nýrri eignaskiptayfirlýsingu verði þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
32. Lin29-33Vat13-21Skú12 (01.152.203) 101021 Mál nr. BN038064
101 Skuggahverfi ehf, Hátúni 2B, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum af þriggja til fimmtán hæða fjölbýlishúsum, #GLSkugga#GL, BN026652 samþ. 11. mars 2003, sem er tvær húsasamstæður með 79 íbúðum og bílakjallara fyrir 84 bíla á lóðinni nr. 12 við Skúlagötu.
Húsið er steinsteypt, einangrað utan, klætt múrkerfi og bárujárni.
Stærðarbreyting: Minnkar um 89 ferm., stækkar um 1093,3 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 79.811
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
33. Mýrargata 2-8 (01.116.401) 100072 Mál nr. BN042607
Slippurinn, fasteignafélag ehf, Malarhöfða 8, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta hótel, byggja inndregna 4. hæð og sameina tvo matshluta í einn í gamla Slipphúsinu á lóð nr. 2-8 við Mýrargötu.
Meðfylgjandi er mæliblað frá Reykjavíkurhöfn, minnisblað um hljóðvist dags. 18. febrúar 2011, brunahönnunarskýrsla dags. 22. febrúar 2011 og hljóðvistarskýrsla dags. 7. mars 2011
Stækkun: 617 ferm., 2.210,4 rúmm.
Samtals: 4.073,5 ferm., 13.652 rúmm.
Gjöld kr. 8.000 + 176.832
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
34. Nökkvavogur 22 (01.441.201) 105442 Mál nr. BN042696
Magnús Haukur Magnússon, Nökkvavogur 22, 104 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningu vegna eignarskiptasamnings á fjölbýlishúsinu á lóð nr. 22 við Nökkvavog.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vantar samþykki meðeigenda.
35. Síðumúli 24-26 (01.295.001) 103831 Mál nr. BN042839
Tryggingamiðstöðin hf, Síðumúla 24, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir innri breytingum og breytingum á brunamerkingum og táknum á 1. 2. 3. og 4. hæð húsnæðisins á lóð nr. 24-26 við Síðumúla.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
36. Skeifan 8 (01.461.202) 105668 Mál nr. BN042643
Eik sf, Drekahlíð 3, 550 Sauðárkrókur
Sótt er um leyfi til að breyta 1. hæð., 2. hæð og kjallara, og opna tímabundið á milli rýma 0003 og 0002 sem eru í séreign og koma fyrir vararafstöð á afgirtu svæði við húsnæði á lóð nr. 8 við Skeifuna.
Samþykki frá eiganda aðliggjandi lóðar ódags.
Gjald kr. 8.000 + 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
37. Suðurfell 4 (04.680.401) 112290 Mál nr. BN042746
Skeljungur hf, Hólmaslóð 8, 101 Reykjavík
S fasteignir ehf, Höfðatúni 2, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innanhúss, koma fyrir veitingastofu í flokki I, koma fyrir lúgu á austurhlið og öðrum smávægilegum breytingum í bensínstöð Skeljungs á lóð nr. 4 við Suðurfell.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
38. Suðurlandsbraut 66 (01.471.402) 201340 Mál nr. BN042833
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Félagsmálaráðuneyti, Tryggvag Hafnarhúsi, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir farsímaloftneti á þaki stigahúss hjúkrunarheimilisins á lóð nr. 66 við Suðurlandsbraut.
Erindi fylgir umsögn verkfræðistofu Jóhanns Indriðasonar ódagsett.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
39. Sundagarðar 2B (01.335.303) 213922 Mál nr. BN042674
KFC ehf, Garðahrauni 2, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt anddyri einangrað að utan og klætt með álplötum við veitingaskála á lóð nr. 2B við Sundagarða.
Meðfylgjandi er samþykki meðeiganda á lóð dags. 22. febrúar 2011 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 1. apríl 2011 og umsögn skipulagsstjóra dags. 1. apríl 2011.
Stækkun: 31,2 ferm., 124 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 9.920
Frestað.
Vegna framhalds málsins er vísað til bókunar skipulagsstjóra frá 1. apríl 2011.
40. Súðarvogur 50 (01.454.406) 105644 Mál nr. BN042794
SV 50 ehf, Pósthólf 8741, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta vinnustofuíbúðum í íbúðir, stækka svalir og breyta innra fyrirkomulagi á 2. og 3. hæð atvinnuhússins á lóð nr. 50 við Súðarvog.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa áritað á uppdrátt dags. 21. mars 2011.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
41. Tryggvagata 16 (01.132.104) 100213 Mál nr. BN042844
Amma ehf, Ránargötu 6, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingum í eldhúsi í rými 0103 á 1. hæð í húsi á lóð nr. 16 við Tryggvagötu. Staðurinn er í flokki I.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
42. Urðarbrunnur 124-126 (05.054.202) 205808 Mál nr. BN042765
Gunnar Rúnar Ólafsson, Urðarbrunnur 126, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að færa sorpgeymslu, auka hellulögn á plani og staðsteypa og byggja úr timbri veggi á lóðamörkum að nr. 128 við parhús á lóð nr. 126 við Urðarbrunn.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
43. Veghúsastígur 7 (01.152.419) 101064 Mál nr. BN042815
Gistiheimilið Dómus ehf, Laugavegi 182, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að bæta við glugga á norðurhlið, breyta staðsetningu björgunaropa og breyta staðsetningu eldhúss í íbúð 0202 allt á 2. hæð í gistiheimili á lóð nr. 7 við Veghúsastíg.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
44. Vesturgata 27 (01.136.001) 100504 Mál nr. BN042440
Sigríður H Guðmundsdóttir, Vesturgata 27, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja opið skýli úr timbri austan við einbýlishúsið á lóð nr. 27 við Vesturgötu.
Grenndarkynning fór fram 12. janúar til og með 9. febrúar 2011. Ein athugasemd barst og vísast hér í meðfylgjandi umsögn lögfræði og stjórnsýslu sem dagsett er 16. mars 2011.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
45. Viðey 204 (02.04-.---) 108937 Mál nr. BN042731
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja upp neyðarstiga í norðausturhorni og tryggja brunahólf með endurbótum á hurðum í Viðeyjarstofu í Viðey.
Grunnmyndir, sem sýna breytingarnar eru í 1:50 og meðfylgjandi eru vinnuteikningar, bréf arkitekts dags. 8. mars 2011, bréf Húsafriðunarnefndar dags. 17. maí 2010, bréf Minjasafns Reykjavíkur dags. 7. mars 2011, greinargerð arkitekts vegna flóttaleiða dags. apríl 2010 og minnisblað vegna eldvarna dags. 15. desember 2010 ásamt minnisblaði forvarnarsviðs slökkviliðsins dags. 31. mars 2011.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Bókun byggingarfulltrúa:
Hér er gerð breyting á friðuðu húsi sem Reykjavíkurborg endurbyggði af miklum metnaði á árum 1987 - 1988. Það er álit byggingarfulltrúa að finna hefði mátt aðra og kostnaðarminni lausn á meintu vandamáli.
46. Þingholtsstræti 2-4 (01.170.205) 101333 Mál nr. BN042870
Íslenska eignafélagið ehf, Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi vegna jarðvinnu og undirbúnings vegna aðstöðu á lóðinni nr. 2-4 við Þingholtsstræti, sbr. erindi BN042165.
Frestað.
Vantar frekari gögn.
47. Þórsgata 21A (01.181.316) 101786 Mál nr. BN042693
Gabríela Kristín Friðriksdóttir, Þórsgata 21a, 101 Reykjavík
Helga Jóakimsdóttir, Goðheimar 10, 104 Reykjavík
Guðmundur Karl Bergmann, Berjarimi 27, 112 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum og að samþykkja áður gerða íbúð í kjallara á fjölbýlishúsinu á lóð nr. 21A við Þórsgötu.
Bréf sem segir til um tengingu á eldavél dags. 29. okt 1951 fylgir.
Íbúðarskoðun frá 1. mars. 2011 fylgir.
Þinglýst kvöð um aðgengi meðeigenda að öllum inntökum innan íbúðar. dags. 24. mars. 2011 fylgir.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
48. Ægisgarður 5 (01.116.101) 100061 Mál nr. BN042773
Sérferðir ehf, Verbúð 6, 101 Reykjavík
Sótt er um stöðuleyfi fyrir miðasöluskúr úr timbri á steyptum undirstöðum á lóð nr. 5-G við Ægisgarð.
Meðfylgjandi eru skilmálar og lóðarblað Faxaflóahafna dags. 4.mars 2011
Stærðir: 25 ferm., 75,6 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 6.048
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Ýmis mál
49. Brattagata 5 (01.136.535) 100624 Mál nr. BN042872
Árið 1985 var samþykkt að sameina í eina lóð lóðirnar nr. 3B og 5 við Bröttugötu og sameinuð lóð skyldi tölusett sem Brattagata 5. Eigendur hafa óskað eftir því að lóðin verði tölusett nr. 3B við Bröttugötu. Lóðin er 376 m2 og hefur landnr. 100624.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
50. Hofsvallag. leikvöllur (01.162.202) 101260 Mál nr. BN042863
Byggingarfulltrúi leggur til að leikvallarlóð svokallaðs Héðinsvallar við Hringbraut verði tölusett sem Hringbraut 60. Til þessa hefur lóðin verði skráð í fasteignaskrá sem Hofsvallagata leikvöllur. Lóðarstærð er 1108 m2. Staðgreinir og landnr. 101260.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
51. Sifjarbrunnur 32 (05.055.405) 211686 Mál nr. BN042864
Friðgeir Kemp, Erluás 18, 221 Hafnarfjörður
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 29. mars 2011 var dagsetning
ekki rétt. Skráð var #GLsem samþykkt var þann 10. október 2008#GL.
Rétt er: sem samþykkt var þann 19. mars 2008 ásamt síðari breytingum þann 7. október 2008. Þetta leiðréttist hér með.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Fyrirspurnir
52. Aragata 15 (01.630.502) 106675 Mál nr. BN042776
Sigurður Pálmi Kristjánsson, Baugatangi 1, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja 32 ferm bílskúr sem kemur upp við einbýlishúsið á lóð nr. 15 við Aragötu. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 1. apríl 2011.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi sem grenndarkynna verður berist hún.
53. Bjargarstígur 15 (01.184.106) 102016 Mál nr. BN042858
Þórhildur Rafns Jónsdóttir, Bjargarstígur 15, 101 Reykjavík
Stefán Þór Steindórsson, Bjargarstígur 15, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja nýjar og stærri svalir úr stáli á 2. hæð norðurhliðar fjölbýlishússins á lóð nr. 15 við Bjargarstíg.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi sem grenndarkynnt verður. Samþykki meðeigenda fylgi umsókn.
54. Bragagata 33A (01.186.215) 102244 Mál nr. BN042802
Arnar Már Þórisson, Laufásvegur 65, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að breyta geymslum í mhl. 02 í vinnustofur og innrétta sjálfstæða íbúð í þakhæð fjölbýlishússins á lóð nr. 33A við Bragagötu. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 1. apríl 2011 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að innrétta íbúð í þakrými enda verði sótt um byggingarleyfi og því fylgi samþykki meðeigenda. Greiða gæti þurft fyrir 1 bílastæði í flokki III. Ekki er tekin afstaða til vinnustofu þar sem um hluta sameignar er að ræða.
55. Fljótasel 23 (04.972.305) 113184 Mál nr. BN042851
Lilja María Norðfjörð, Fljótasel 23, 109 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að koma fyrir 9.9 ferm. garðhúsi í bakgarði raðhússins á lóð nr 23 við Fljótasel.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
56. Frakkastígur 12-12A (01.172.225) 101480 Mál nr. BN042835
Ólafur Stefán Sveinsson, Frakkastígur 12a, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja skjólgirðingu ca. 1,8 m á hæð fyrir framan garðútgang fjölbýlishússins nr. 12A á lóð nr. 12-12A við Frakkastíg
Jákvætt.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið enda liggi fyrir samþykki meðlóðarhafa.
57. Grundargerði 12 (01.814.106) 107927 Mál nr. BN042852
Gunnar Bjarnason, Hamratangi 8, 270 Mosfellsbær
Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja viðbyggingu á 1. hæð við suðurhlið sem snýr út á baklóð í tveimur pörtum á lóð nr. 12 við Grundargerði .
Jákvæð fyrirspurn BN042592 dags. 22. feb. 2011 fylgir.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
58. Guðrúnargata 8 (01.247.704) 103400 Mál nr. BN042819
Sigrún Svava Aradóttir, Guðrúnargata 8, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að breikka og lengja svalir þannig að þær komi upp að bílskúr og í staðinn fyrir hurð sem opnar inn í garð kemur steyptur veggur og verður því gengið að vestanverðu fjölbýlishússins inn í garð á lóð nr. 8 við Guðrúnargötu
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi þar sem breytingar falli vel að húsi. Samþykki meðeigenda fylgi.
59. Hringbraut 75 (01.540.002) 106219 Mál nr. BN042849
Fasteignasala Brynjólfs J ehf, Síðumúla 21, 108 Reykjavík
Spurt er hvort fastanúmerin 202-6874, 6875 og 6876 séu samþykktar íbúðir í fjölbýlishúsi á lóð nr. 75 við Hringbraut 75.
Tvær samþykktar íbúðir eru í húsinu á 1. og 2. hæð, þær hafa fastanúmer 202-6874 og 202-6876
60. Laufásvegur 65 (01.197.010) 102698 Mál nr. BN042846
Birgir Örn Arnarson, Laugateigur 60, 105 Reykjavík
Spurt er hvort tvöfalda megi hæð kjallaraglugga, breyta miðglugga í kjallara í göngudyr og lækka jarðveg, tvöfalda dýpt svala við vesturhlið og byggja undir þeim forstofu og hvort breikka megi innkeyrslu úr 240 í 270 sm á húsi á lóð nr. 65 við Laufásveg.
Svo unnt sé að taka afstöðu til erindisins vantar betri gögn (grunnmyndir) og afstöðumynd.
61. Laugavegur 36 (01.172.218) 101473 Mál nr. BN042859
Hans Christian Faurschou, Laugavegur 63, 101 Reykjavík
Spurt er hvort samþykki fengist fyrir stækkun kaffihúss eins og sýnt er á tillögum A og B af Sandholtsbakaríi á lóð nr. 36 við Laugaveg.
Jákvætt.Enda verði sótt um byggingarleyfi og salernisaðstaða bætt. Að öðru leyti vísast til umfjöllunar á fyrirspurnarblaði.
62. Samtún 42 (01.221.412) 102828 Mál nr. BN041885
Guðrún Friðriksdóttir, Ljósheimar 8, 104 Reykjavík
Heimir Örn Jensson, Ljósheimar 8, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja 180 cm háan steinsteyptan vegg á lóðarmörkum sem snúa að Nóatúni á lóð nr. 42 við Samtún. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 1. apríl 2011 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 31. mars 2011.
Nei.
Samræmist ekki deiliskipulagi sbr. athugasemdir skipulagsstjóra.
63. Skeiðarvogur 1-11 (01.437.201) 105385 Mál nr. BN042820
Kjöreign ehf, Ármúla 21, 108 Reykjavík
Spurt er hvort íbúð í kjallara nr. 9 sé samþykkt í fjölbýlishúsi á lóð nr. 1-11 við Skeiðarvog.
Já, samanber samþykkt frá 11. júlí 1957.
64. Suðurlandsbraut 8 (01.262.103) 103517 Mál nr. BN042847
Vietnam Restaurant ehf, Háaleitisbraut 54, 108 Reykjavík
Spurt er um ljósaskilti sbr. meðfylgjandi teikningu utan á veitingahúsi á 1. hæð í húsi á lóð nr. 8 við Suðurlandsbraut.
Vísað er til svara á fyrirspurnarblaði.
65. Víðimelur 62 (01.524.003) 106000 Mál nr. BN042854
Þormar Melsted, Víðimelur 62, 107 Reykjavík
Spurt er hvort staðsetning á sorptunnum sé byggingarleyfisskyld.
Já.
Fundi slitið kl. 12.02
Magnús Sædal Svavarsson
Bjarni Þór Jónsson Björn Kristleifsson
Sigrún Reynisdóttir Jón Hafberg Björnsson
Þórður Búason Eva Geirsdóttir
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2011, þriðjudaginn 12. apríl kl. 9.28 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 631. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Bjarni Þór Jónsson, Björn Kristleifsson, Sigrún Reynisdóttir, Harri Ormarsson, Jón Hafberg Björnsson, Þórður Búason og Eva Geirsdóttir.
Fundarritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Amtmannsstígur 5 (01.170.209) 101337 Mál nr. BN042836
BG fjárfestingar ehf, Bollagörðum 107, 170 Seltjarnarnes
Sótt er um leyfi til að setja svalir á vesturgafl og gera ýmsar þegar framkvæmdar breytingar innanhúss á íbúðarhúsinu á lóð nr. 5 við Amtmannsstíg.
Umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 10. mars 2011 fylgir erindinu og brunavarnaskýrsla dags. 31.3. 2011 og umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 11. apríl 2011
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.
2. Álftamýri 2-6 (01.280.003) 103659 Mál nr. BN042857
Álftamýri 6,húsfélag, Álftamýri 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN042739 dags. 15. mars. 2011, breytingin felur í sér að leiðrétta skráningu í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 6 við Álftamýri.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
3. Bíldshöfði 5A (04.055.603) 110561 Mál nr. BN040827
BR fasteignafélag ehf, Bíldshöfða 5a, 110 Reykjavík
Hlölli Frumherjinn ehf, Gerðhömrum 14, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður viðbyggðri kæligeymslu við vesturvegg á atvinnuhúsinu á lóð nr. 5A við Bíldshöfða.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 8. janúar 2010 og umsögn skipulagsstjóra dags. 7. janúar 2010 fylgja erindinu.
Stækkun: 6,3 ferm og 14,1 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 8.000 + 1.086
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.
4. Bústaðavegur 3 (01.705.703) 197135 Mál nr. BN042880
Skeljungur hf, Hólmaslóð 8, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breyttri hæðarlegu plans og göngustígs, sbr. erindi BN042261, á sjálfsafgreiðslustöð eldsneytis á lóð nr. 3 við Bústaðaveg.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 5. apríl 2011
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vantar samþykki aðliggjandi lóðarhafa.
5. Bústaðavegur 7 (01.737.501) 107409 Mál nr. BN042775
Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að síkka þrjá glugga á suðurhlið þannig að þeir verði eins og aðliggjandi gluggar og breyta notkun rýmis í vinnurými í húsnæðinu á lóð nr. 7 við Bústaðaveg.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
6. Dugguvogur 23 (01.454.409) 105647 Mál nr. BN042653
Íris Hera Norðfjörð Jónsdóttir, Skúlagata 32, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalir úr járni við rými 0304 sbr. fyrirspurn BN042178 á 3. hæð í húsi á lóð nr. 23 við Dugguvog.
Meðfylgjandi er svar skipulagsstjóra dags. 25. október 2010 og samþykki meðeigenda ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 8. apríl 2011. Erindið var grenndarkynnt frá 9. mars 2011 til og með 6. apríl 2011. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 8.000.
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.
7. Einholt 2 (01.244.101) 103179 Mál nr. BN042002
Fasteignin Einholti 2 ehf, Tunguási 9, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að byggja fernar svalir, innrétta sex íbúðir og byggja sólpalla á baklóð atvinnuhúss á lóð nr. 2 við Einholt.
Erindi fylgir umboð meðlóðarhafa dags. 11. október 2010 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 15. október 2010.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
8. Elliðavað 1-5 (04.791.601) 209922 Mál nr. BN042871
Þorvaldur Ingvarsson, Smárarimi 36, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að aðskilja byggingarleyfi BN0 fyrir mhl. 02 sem er raðhúsið nr. 3 á lóð nr. 1-5 við Elliðavað.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Skilyrt að stöðuúttekt fari fram fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
9. Fellsmúli 24-30 (01.297.101) 103858 Mál nr. BN042889
Fagriás ehf, Brúnastöðum 73, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir opnum skýlum, að hluta til áður gerðum, koma fyrir gluggum á suðausturhlið og auglýsingaskilti á þaki hússins nr. 28 á lóð nr. 24- 30 við Fellsmúla.
Stækkun: XX ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 8.000 + XX
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra þar sem deiliskipulag skortir.
10. Grandagarður 11 (01.115.206) 100053 Mál nr. BN042724
Grandagarður ehf, Sæviðarsundi 96, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta fiskverslun á 1. hæð og opna tímabundið yfir í veitingastað á nr. 9, sbr. erindi BN042678, í húsi á lóð nr. 11 við Grandagarð.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 6.apríl 2011og afrit af þinglýstri yfirlýsingu um afnot af snyrtingu dags. 23. mars 2011
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.
11. Grandagarður 9 (01.115.205) 100052 Mál nr. BN042678
Miðun ehf, Sæviðarsundi 96, 104 Reykjavík
Grandagarður ehf, Sæviðarsundi 96, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta 1. hæð sem veitingasal og opna yfir í veitingasal á nr. 11 í húsi á lóð nr. 9 við Grandagarð.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 6.apríl 2011og þinglýst yfirlýsing um afnot af snyrtingu dags. 23. mars 2011
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Afgreiðist samhliða Grandagarði 11.
12. Grensásvegur 9 (01.461.101) 105665 Mál nr. BN042811
Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta áður samþykktu erindi BN040010 dags. 28. júlí 2009, vegna byggingastjóraskipta þar sem innréttingum á 2. hæð er breytt, sjá teikningu A-001 og A-002, í atvinnuhúsnæði á lóð nr. 9 við Grensásveg.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Skilyrt er að stöðuúttekt fari fram fyrir útgáfu byggingarleyfis.
13. Grensásvegur 9 (01.461.101) 105665 Mál nr. BN042813
Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um að endurnýja hluta af áður samþykktu erindi BN040010 dags. 28. júlí 2009, vegna byggingarstjóraskipta og þar sem klæðningu á austurhlið og gluggum er breytt, sjá teikningu A-003, í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 9 við Grensásveg.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Skilyrt er að stöðuúttekt fari fram fyrir útgáfu byggingarleyfis.
14. Grettisgata 22B (01.182.118) 101834 Mál nr. BN042814
Jette Corrine Jonkers, Grettisgata 22b, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja kvisti á fram- og bakhlið, til að stækka anddyri á 1. hæð og í kjallara og gera svalir þar ofan á í einbýlishúsinu á lóð nr. 22B við Grettisgötu.
Erindi fylgir umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 1. apríl 2011 og Húsafriðunarnefndar dags. 31. mars 2011 ásamt lögfræðiáliti frá Forum lögmönnum varðandi umferðarkvöð dags. 23. júlí 2010.
Stækkun: 8,8 ferm., 24,5 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 1.960
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.
15. Hallgrímstorg 3 (01.194.201) 102545 Mál nr. BN040857
Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir samþykki á nýjum aðaluppdráttum af Hnitbjörgum, Listasafni Einars Jónssonar, á lóð nr. 3 við Hallgrímstorg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda vinnueftirlits á umsóknarblaði.
16. Hallveigarstígur 9 (01.171.211) 101391 Mál nr. BN042856
Þórir Kjartansson, Hallveigarstígur 9, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi 1. hæðar og fá samþykkta ósamþykkta íbúð 0101 á 1. hæð fjölbýlishússins á lóð nr. 9 við Hallveigarstíg.
Erindi fylgir þinglýst samþykki fyrir breytingunum dags. 16. nóvember 2003.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
17. Héðinsgata 1-3 (01.327.001) 103870 Mál nr. BN042878
Byggingarfélag Gylf/Gunnars hf, Borgartúni 31, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir 32 bílastæðum á norðurenda lóðar nr. 1-3 við Héðinsgötu.
Jákvæð fyrirspurn BN042529 dags. 8. feb. 2011 fylgir.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
18. Hlíðargerði 6 (01.815.303) 107999 Mál nr. BN042827
Agnar Þór Gunnlaugsson, Hlíðargerði 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða viðbyggingu sunnan megin við húsið, stækka anddyri og bæta við kvisti á austurhlið, sbr. samþ. erindi BN041942, einbýlishússins á lóð nr. 6 við Hlíðargerði.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 8. apríl 2011 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 7. apríl 2011.
Stækkun 69,3 ferm., 186,3 rúmm.
Eftir stækkun: 277,3 ferm., 603,7 rúmm.
Bílskúr óbreyttur: 36,3 ferm.
Gjald kr. 8.000 + 14.904
Synjað.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra frá 7. apríl 2011.
19. Holtsgata 39 (01.133.406) 100284 Mál nr. BN042888
Þorvaldur Böðvar Jónsson, Holtsgata 39, 101 Reykjavík
Kjartan Hákonarson, Holtsgata 39, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalir úr stáli á bakhlið 2. og 3. hæðar fjölbýlishússins á lóð nr. 39 við Holtsgötu.
Erindi fylgir samþykki eiganda 0101 dags. 5. apríl 2011.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vantar samþykki lóðarhafa Holtsgötu 41.
Lagfæra skráningartöflu.
20. Hólaberg 84 (04.674.402) 218401 Mál nr. BN042713
Félag eldri borgara, Stangarhyl 4, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fjölbýlishús með 49 þjónustuíbúðum fyrir aldraða, þrjár til fjórar hæðir með bílgeymslu á jarðhæð fyrir 37 bíla á lóð nr. 84 við Hólaberg.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 7.4. 2011.
Stærð mhl. 02: Bílgeymsla 1.174 ferm., 3.646,3 rúmm.
Mhl. 01 íbúðir: 1. hæð 919,3 ferm., 2. hæð 1.676,7 ferm., 3. hæð 1.213,2 ferm., 4. hæð 421,6 ferm.
B-rými 1.419,3 ferm.
Mhl. 01 samtals: 4.229,8 ferm., 13.328,1 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 1.066.248
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
21. Hringbraut 119 (01.520.301) 105924 Mál nr. BN042841
Íslenska eignafélagið ehf, Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík
Sótt erum leyfi til að breyta glugga og hurðafronti á rými 105, 106 og á ? hlið verslunarhúsnæðisins á lóð nr 119 við Hringbraut.
Samþykki frá stjórn húsfélagsins dags. 7. apríl 2011 fylgir.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
22. Hverfisgata 113-115 (01.222.001) 102836 Mál nr. BN042807
Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða útveggi með álklæðningu í ljósum lit og með 50 mm steinullareinangrun lághluta, mhl. 01 og mhl. 02, lögreglustöðvarinnar á lóð nr. 113-115 við Hverfisgötu.
Meðfylgjandi er bréf verkfræðings dags. 7. apríl 2011
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
23. Höfðabakki 1 (04.070.001) 110677 Mál nr. BN042646
Þríund hf, Kringlunni 4, 103 Reykjavík
G and M ehf, Höfðabakka 1, 110 Reykjavík
Feiti dvergurinn ehf, Hlíðarbyggð 8, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingum í rýmum 0102 og 0103 sem eru veitingastaðir á jarðhæð og opna tímabundið yfir eignamörk í húsi á lóð nr. 1 við Höfðabakka.
Meðfylgjandi er þinglýst samkomulag dags. 1. apríl 2011
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.
24. Klukkurimi 16 (02.544.509) 109473 Mál nr. BN042771
Kristinn Sigurðsson, Klukkurimi 16, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja óeinangraða, óupphitaða geymslu úr timbri með bárustálsklæddu þaki á steyptum undirstöðum á lóð nr. 16 við Klukkurima.
Erindi fylgir jákv. fsp. BN042018 dags. 14. september 2010, einnig fylgir samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða, Klukkurima nr. 14, 18 og 15, áritað á teikningar.
Stærð: 16 ferm., 43,7 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 3.496
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
25. Landspilda 125736 (00.056.005) 125736 Mál nr. BN042877
Ragnheiður Jóna Jónsdóttir, Kársnesbraut 64, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að sameina millibyggingu og sameina mhl 01 og 02 og koma fyrir útigeymslu undir verönd sbr. áður samþykktu erindi BN039887 í sumarhúsinu á lóð 125736 í landi Mógilsár.
Stækkun: XX ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 8.000 + XX
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
26. Laugavegur 55 (01.173.020) 101507 Mál nr. BN042732
Sverrir Þór Einarsson, Höfn, 301 Akranes
Casa ehf, Bæjarlind 6, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN042332 dags. 14. des. 2010 þannig að bætt verður við salerni, veggur undir stiga er felldur út og innréttingu með tveimur vöskum bætt inn í veitingahúsnæðinu á lóð nr. 55 við Laugaveg.
Gjald kr. 8.000.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
27. Laugavegur 74 (01.174.207) 101610 Mál nr. BN042903
Laug ehf, Pósthólf 8814, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til undirbúnings framkvæmda á lóð nr. 74 við Laugaveg, sbr erindi BN042483 og sbr.bréf eiganda dags. 11. apríl 2011.
Frestað.
Leggja skal fram nýtt girðingarplan og leggja fram samþykki skrifstofu gatna- og eignaumsýslu vegna framkvæmda við Laugaveg.
28. Lyngháls 12 (04.329.101) 180215 Mál nr. BN041649
Urð og grjót ehf, Vesturási 58, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir starfsemi fyrir líf-disel í rými 0104, koma fyrir starfsmannaaðstöðu, tönkum staðsettum innandyra og breyta gluggum í innkeyrsluhurð í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 12 við Lyngháls.
Sérteikningar af hita og þrifakerfi húss og lagnir í grunni samþykktar 18. des. 2000 og jákvæð fyrirspurn BN041539 dags. 18. maí 2010 fylgir. Erindinu fylgir brunavarnaskýrsla dags. 21. júní 2010.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
29. Nökkvavogur 22 (01.441.201) 105442 Mál nr. BN042696
Magnús Haukur Magnússon, Nökkvavogur 22, 104 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningu vegna eignarskiptasamnings á fjölbýlishúsinu á lóð nr. 22 við Nökkvavog.
Samþykki meðeigenda dags. 13. mars. 2011 fylgir.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
30. Ránargata 46 (01.134.013) 100309 Mál nr. BN042797
Jón Eiríksson, Ránargata 46, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að yfirbyggja svalir, stækka þakglugga og stækka kvist í fjölbýlishúsinu á lóð nr, 46 við Ránargötu
Samþykki meðeigenda á fylgiskjali fylgir ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 8. apríl 2011.
Stækkun: XX ferm og XX rúmm.
Gjald kr. 8.000 + XX
Frestað.
Með vísan til bókunar skipulagstjóra verður umsóknin grenndarkynnt þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.
31. Rituhólar 4 (04.646.610) 111977 Mál nr. BN042890
Svanhildur Eyjólfsdóttir, Rituhólar 4, 111 Reykjavík
Kjartan Guðmundsson, Rituhólar 4, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta tvíbýlishúsi í einbýlishús og gerð er grein fyrir óuppfylltu rými í húsi á lóð nr. 4 við Rituhóla.
Stækkun: 36,7 ferm., 91,8rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 7.344
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
32. Sigtún 38 (01.366.001) 104706 Mál nr. BN042796
Húseignarfélagið Sigtún 38 ehf, Sigtúni 38, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu á 1. hæð ofan á þak kjallara við vesturhorn 1. hæðar Grand Hótels á lóð nr. 38 við Sigtún.
Stækkun: 57 ferm., 211,5 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 16.920
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði. Gera grein fyrir heimild til stækkunar út frá deiliskipulagi.
33. Síðumúli 34 (01.295.201) 103840 Mál nr. BN042812
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi vinnslusalar, rými 0203 og að breyta brunamerkingum í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 34 við Síðumúla.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
34. Skeifan 11 (01.462.101) 195597 Mál nr. BN042795
LX fasteignir ehf, Skipholti 37, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingum í mhl. 04 þar sem komið er fyrir kælum og veggir settir upp í verslunarhúsnæðinu nr. 11D á lóð nr. 11 við Skeifuna.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
35. Sogavegur 130 (01.830.010) 108462 Mál nr. BN042874
Bryndís Guðmundsdóttir, Gvendargeisli 16, 113 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum vegna lokaúttektar á parhúsinu á lóð nr. 130 við Sogaveg.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
36. Starengi 102-106 (02.384.702) 172463 Mál nr. BN042860
Tryggvi Þór Guðmundsson, Starengi 106, 112 Reykjavík
Þóra Þórsdóttir, Starengi 106, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka lóð um tvo metra til austurs í samræmi við nýbreytt deiliskipulag af lóð nr. 102-106 og í samræmi við breytingablað og nýjan lóðaruppdrátt landupplýsingadeildar dags. 11. apríl 2101 á lóðinni nr. 106 við Starengi. Lóðin var 1345 m2, lóðin verður 1398 m2.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 28. mars 2011.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Umsækjanda ber að greiða kostnað við mæliblaðagerð kr. 20.708 og þinglýsingakostnað kr. 2.000, hafi það ekki verið gert.
37. Suðurgata 100 (01.553.117) 106537 Mál nr. BN042388
Ingólfur Gissurarson, Suðurgata 100, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka þak og byggja kvisti, sbr. fyrirspurn BN042142 ásamt umsögn skipulags dags 22.10. 2010, á einbýlishús á lóð nr. 100 við Suðurgötu.
Samtals stækkun: 41,9 ferm., 98,9 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 8.000 + 7.912
Frestað.
Ítrekuð er bókun frá fundi 29. mars 2011.
38. Sundabakki 2 (01.332.001) 103905 Mál nr. BN042861
Eimskip Ísland ehf, Korngörðum 2, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir kæligeymslu inni í lagerrými, breyta skrifstofurýmum, loka opnu gati í gólfi og koma fyrir vélarhúsi við suðurhlið vöruhótelsins mhl 09 á lóð nr. 2-4 við Sundabakka.
Stækkun: Að loka gati í gólfi 14,5 ferm., Vélarhús 14,5 ferm., 52,8 rúmm. Hringhurð: 2,3 ferm., 5,8 rúmm.
Samtals stækkun: 31.3 ferm. og 61,4 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 4.224
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
39. Súðarvogur 50 (01.454.406) 105644 Mál nr. BN042794
SV 50 ehf, Pósthólf 8741, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta vinnustofuíbúðum í íbúðir, stækka svalir og breyta innra fyrirkomulagi á 2. og 3. hæð atvinnuhússins á lóð nr. 50 við Súðarvog.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa áritað á uppdrátt dags. 21. mars 2011.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
40. Sölvhólsgata 7-9 (01.150.306) 100973 Mál nr. BN042708
Framkvæmdasýsla ríkisins, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breytingum á innra skipulagi sem felst í breyttu fyrirkomulagi herbergja og nýjum stiga milli 2. og 4. hæðar sbr. fyrirspurn BN042638 í Innanríkisráðuneytinu á lóð nr. 7-9 við Sölvhólsgötu.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
41. Tangabryggja 14-24 (04.023.101) 179538 Mál nr. BN042894
Björgun ehf, Sævarhöfða 33, 110 Reykjavík
Sótt er um framlengingu á stöðuleyfi til eins árs, sjá erindi BN040797, fyrir bátaskýli gert úr gámum á lóð nr. 14-24 við Tangabryggju.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Enda verði gengið frá húshliðum til samræmist við aðkomuhliðar og lausir gámar fjarlægðir af lóð innan 60 daga frá þessari samþykkt.
42. Tjarnargata 46 (01.143.006) 100946 Mál nr. BN042768
Philippe Louis Le Bozec, Vífilsgata 3, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi einbýlishússins á lóð nr. 46 við Tjarnargötu.
Erindi fylgir fsp. BN042680 dags. 8. mars 2011.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
43. Tryggvagata 17 (01.118.201) 100094 Mál nr. BN042881
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingum hér og þar og innrétta nýtt súpueldhús á 3. hæð í Velferðarráðuneytinu í Hafnarhúsinu á lóð nr. 17 við Tryggvagötu.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
44. Vesturgata 27 (01.136.001) 100504 Mál nr. BN042440
Sigríður H Guðmundsdóttir, Vesturgata 27, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja opið skýli úr timbri austan við einbýlishúsið á lóð nr. 27 við Vesturgötu.
Grenndarkynning fór fram 12. janúar til og með 9. febrúar 2011. Ein athugasemd barst og vísast hér í meðfylgjandi umsögn lögfræði og stjórnsýslu sem dagsett er 16. mars 2011.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
45. Þingholtsstræti 2-4 (01.170.205) 101333 Mál nr. BN042870
Íslenska eignafélagið ehf, Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi vegna jarðvinnu og undirbúnings vegna aðstöðu á lóðinni nr. 2-4 við Þingholtsstræti, sbr. erindi BN042165.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
Fyrirspurnir
46. Aðalstræti 8 (01.136.503) 100593 Mál nr. BN042879
Miðjan hf,Reykjavík, Hlíðasmára 17, 201 Kópavogur
Spurt er um leyfi til að innrétta íbúð til útleigu á 5. hæð í atvinnuhúsi nr. 8 við Aðalstræti.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
47. Baldursgata 37 (01.181.106) 101743 Mál nr. BN042882
Kristín Guðbjartsdóttir, Baldursgata 37, 101 Reykjavík
Spurt er hvort setja megi upp leiksýningar fyrir 45 gesti í íbúð á lóð nr. 37 við Baldursgötu.
Vísað er til athugasemda á umsóknarblaði.
48. Einarsnes 44 (01.672.006) 106795 Mál nr. BN042876
Hrefna Gunnarsdóttir, Einarsnes 44, 101 Reykjavík
Spurt er hvort samþykki fengist til að fella niður niðurrifskvöð á viðbyggingu við húsið á lóð nr. 44 við Einarsnes.
Jákvætt.
Ekki er þörf á kvöðinni af skipulagsástæðum og því heimilt að fella hana niður.
49. Grettisgata 2A (01.182.101) 101818 Mál nr. BN042896
Geir Steinþórsson, Tómasarhagi 34, 107 Reykjavík
Spurt er hvort breyta megi iðnaðar-, verslunar-, lager- og íbúðarhúsnæðinu á horni Klapparstígs og Grettisgötu í íbúða/gistiheimili á lóðinni nr. 2A við Grettisgötu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
50. Grundargerði 12 (01.814.106) 107927 Mál nr. BN042852
Gunnar Bjarnason, Hamratangi 8, 270 Mosfellsbær
Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja tvær viðbyggingar á 1. hæð við suðurhlið sem snýr út á baklóð á lóð nr. 12 við Grundargerði .
Jákvæð fyrirspurn BN042592 dags. 22. feb. 2011 fylgir erindinu ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 8. apríl 20011 og umsögn skipulagsstjóra dags. 8. apríl 2011.
Jákvætt
Að uppfylltum skilyrðum enda verði í byggingarleyfisumsókn fylgt skilyrðum skipulagstjóra. Sækja verður um byggingarleyfi sem grenndarkynnt verður berist umsókn.
51. Hverfisgata 66A (01.173.003) 101494 Mál nr. BN042862
Hverfisgata 66a,húsfélag, Hverfisgötu 66a, 101 Reykjavík
Spurt er hvort samþykki fáist fyrir meðfylgjandi reyndarteikningum þar sem gerð er grein fyrir fimm sjálfstæðum íbúðum í fjölbýlishúsinu (tveir matshlutar) nr. 66A við Hverfisgötu.
Vísað til athugasemda á fyrirspurnarblaði.
52. Njálsgata 58B (01.190.310) 102443 Mál nr. BN042901
Katrín Diljá Jónsdóttir, Skjólvangur 5, 220 Hafnarfjörður
Hjörtur Brynjarsson, Skjólvangur 5, 220 Hafnarfjörður
Spurt er hvort setja megi hurð í stað glugga inn í þvottahús á neðri hæð í húsi á lóð nr. 58B við Njálsgötu
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og því fylgi samþykki meðeigenda.
53. Seljabraut 36-52 (04.970.001) 113149 Mál nr. BN042790
Óskar Már Ásmundsson, Seljabraut 52, 109 Reykjavík
Spurt er hvort samþykki fáist fyrir áður gerðri íbúð í kjallara raðhúss nr. 52 á lóð nr. 36-52 við Seljabraut.
Erindi fylgir útreikningur á eignaskiptum dags. 30. september 1989, samkomulag um greiðslur milli eigenda raðhúss ódagsett, kaupsamningur dags. 22. mars1989 og þinglýst afsal dags. 6. apríl 1990.
Jákvætt.
Með vísan til athugasemda á fyrirspurnarblaði.
54. Sjafnargata 4 (01.196.202) 102654 Mál nr. BN042855
Sverrir Arnar Baldursson, Stóragerði 28, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja bílskúr á lóð nr. 4 við Sjafnargötu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
Fundi slitið kl. 11.25
Magnús Sædal Svavarsson
Bjarni Þór Jónsson Harri Ormarsson
Björn Kristleifsson Sigrún Reynisdóttir
Jón Hafberg Björnsson Þórður Búason
Eva Geirsdóttir