Umhverfis- og skipulagsráð
Skipulagsráð
Ár 2011, miðvikudaginn 30. mars kl. 9.10, var haldinn 237. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12-14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen og áheyrnarfulltrúinn Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Haraldur Sigurðsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
(A) Skipulagsmál
1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur dags. 25. mars 2011.
2. Holtsgöng, byggðasvæði nr. 5, lýsing, breyting á svæðisskipulagi Mál nr. SN080500
Lögð fram lýsing skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur vegna breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 vegna Holtsganga dags. 21. janúar 2011. Einnig lögð fram umsögn Vegagerðarinnar dags. 2. mars 2011, umsögn Hafnarfjarðarbæjar dags. 2. mars 2011, umsögn Skipulagsstofnunar dags. 3. mars 2011, umsögn Mosfellsbæjar dags. 10. mars 2011, Umsögn Flugmálastjórnar Íslands dags. 11. mars 2011, umsögn Garðabæjar dags. 22. mars 2011. Einnig er lagt fram minnisblað VSÓ ráðgjöf dags. 23. mars 2011 varðandi umferðarspár.
Framlagðar umsagnir kynntar.
3. Holtsgöng, nýr Landsspítali, lýsing, breyting á aðalskipulagi Mál nr. SN110036
Lögð fram að nýju lýsing skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur vegna breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 vegna Holtsganga og aukningar á byggingarmagni á svæði Landsspítalans við Hringbraut dags. 21. janúar 2011. Einnig lögð fram umsögn Isavia dags. 7. febrúar 2011, umsögn Flugmálastjórnar Íslands dags. 15. febrúar 2011, umsögn Skipulagsstofnunar dags. 15. febrúar 2011, umsögn Umhverfisstofnunar dags. 16. febrúar 2011, umsögn Kópavogsbæjar dags. 16. febrúar 2011, umsögn Seltjarnarnesbæjar dags. 17. febrúar 2011, umsögn Vegagerðarinnar dags. 23. febrúar 2011, umsögn Hafnarfjarðarbæjar dags. 2. mars 2011, umsögn Mosfellsbæjar dags. 10. mars 2011 og umsögn Garðabæjar dags. 22. mars 2011. Einnig er lagt fram minnisblað VSÓ ráðgjöf dags. 23. mars 2011 varðandi umferðarspár.
Framlagðar umsagnir kynntar.
4. Nýr Landspítali við Hringbraut, lýsing, nýtt deiliskipulag (01.19) Mál nr. SN110037
SPITAL ehf, Geirsgötu 9, 101 Reykjavík
Lögð fram lýsing Spital vegna deiliskipulags og umhverfismats vegna Landspítala við Hringbraut dags. 25. janúar 2011. Einnig eru lögð fram drög að endurskoðaðu varðveislumati dags. 2. febrúar 2011. Jafnframt er lögð fram umsögn Isavia dags. 7. febrúar 2011, umsögn Flugmálastjórnar Íslands dags. 15. febrúar 2011, umsögn Vegagerðarinnar dags. 23. febrúar 2011 og umsögn Skipulagsstofnunar dags. 2. mars 2011. Einnig er lögð fram fornleifskráning Minjasafns Reykjavíkur móttekin í mars 2011.
Framlagðar umsagnir kynntar.
Jórunn Frímannsdóttir vék af fundi kl 10:00
Marta Guðjónsdóttir tók sæti á fundinum kl 10:10
5. Ingólfsgarður, Brokey, breyting á deiliskipulagi Austurhafnar (01.119)Mál nr. SN090063
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Lagt fram erindi Faxaflóahafna dags. 13. febrúar 2009 varðandi umsókn um breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir byggingarreit fyrir félagsheimili siglingaklúbbsins Brokeyjar samkvæmt uppdrætti VA arkitekta dags. 9. janúar 2009. Einnig er lögð fram greinargerð Siglingafélags Reykjavíkur dags. 18. maí 2009.
Erindinu er vísað til meðferðar hjá stýrihóp um endurskoðað skipulag við Austurhöfn.
(B) Byggingarmál
6. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN042799
Fylgiskjal með fundrgerð þessari er fundargerð nr. 629 frá 29. mars 2011.
(C) Fyrirspurnir
7. Kringlumýrarbraut 100, Esso, (fsp) breyting á lóð(01.78) Mál nr. SN110140
Sævar Þór Ólafsson, Laugateigur 21, 105 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Sævars Þórs Ólafssonar dags. 23. mars 2011 varðandi færslu á sorpgámum, stækkun á gámastæði og uppsetningu á metanstöð á lóðinni nr. 100 við Kringlumýrarbraut, samkvæmt uppdrætti ASK arkitekta dags. 1. mars 2011.
Frestað.
Skipulagsráð óskar eftir því að fyrirspyrjandi leggi fram tillögu um staðsetningu metanstöðvar á lóð Esso við Hringbraut.
(D) Ýmis mál
8. Dofraborgir 15, málskot (02.344.4) Mál nr. SN110111
Lagt fram málskot Joseph Lemacks eiganda Dofraborga 15 dags. 8. mars 2011 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsstjóra frá 11. febrúar 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 2.344.4 vegna lóðarinnar nr. 15 við Dofraborgir á þann hátt að stækkun á kjallara sem byggður var út fyrir byggingarreit í óleyfi fáist samþykkt ásamt því að leggja niður bílageymslu og færa sorptunnur.
Frestað.
9. Stuðlaháls 1, málskot vegna SN110072 (04.326.8) Mál nr. SN110114
Lagt fram málskot Gests Ólafssonar, dags. 9. mars 2011, vegna neikvæðrar afgreiðslu embættisfundar skipulagsstjóra frá 25. febrúar 2011 á fyrirspurn um færslu á hreinsistöð á lóð nr. 1 við Stuðlaháls samkvæmt uppdrætti Skipulags- arkitekta- og verfræðistofunnar ehf. dags. 15. febrúar 2011.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við að umsækjandi/fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað. Athygli er vakin á því að samþykki aðlægs lóðarhafa þarf að fylgja erindinu.
10. Viðhald fasteigna Reykjavíkurborgar, tillaga að verkefnum Mál nr. SN110142
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. mars 2011 vegna samþykktar borgarráðs s.d. að vísa erindi sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 9. s.m. um átaksverkefni, endurbætur og meiriháttar viðhald fasteigna á árinu 2011 til umsagnar fagráða.
Frestað.
11. Mannvirkjagerð á vegum Reykjavíkurborgar, Mál nr. SN110134
reglur og samþykktarferli framkvæmda- og eignasviðs
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. mars 2011 vegna samþykktar borgarráðs s.d. að vísa drögum að reglum og samþykktarferli framkvæmda- og eignasviðs vegna mannvirkjagerðar á vegum Reykjavíkurborgar til umsagnar fagráða, fjármálaskrifstofu og innkaupaskrifstofu.
Frestað.
12. Færanlegar leikstofur, Mál nr. SN110152
Kynnt staða vinnu Framkvæmda- og eigansviðs varðandi færanlegar leikstofur við hluta leikskóla Reykjavíkurborgar.
Frestað.
13. Harpa, tónlistarhús, Landbúnaðarháskóli Íslands, kynning Mál nr. SN110145
Kynning á verkefni nemenda í Landbúnaðarháskóla Íslands þar sem Harpa er tengd við fjölbreytta starfsemi og mannlíf miðborgarinnar og þá menningarstarfsemi og upplifun sem tónlistarhúsið mun stuðla að.
Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands kynntu.
Sóley Tómasdóttir vék af fundi kl. 12:00
15. Gamla höfnin, stýrihópur um endurskoðað skipulag við höfnina (01.0)Mál nr. SN110154
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 24. mars 2011, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á svohljóðandi tillögu borgarstjóra: Lagt er til að stofnaður verði fimm manna stýrihópur á vegum Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafna sem er ætlað að endurskoða skipulag við höfnina frá Grandagarði að tónlistar- og ráðstefnuhúsinu. Auk hefðbundinna þátta við skipulagsgerð taki hópurinn afstöðu til legu og útfærslu Mýrargötu. Hópurinn taki afstöðu til fyrirliggjandi áætlana, marki sýn til framtíðar, undirbúi endurskoðun skipulagsvinnu á svæðinu og hafi yfirumsjón með framgangi hennar. Tillögur að endurskoðuðu skipulagi svæðisins verði unnar í samráði við hafnarstjórn, skipulagsráð og umhverfis- og samgönguráð, auk hagsmunaaðila og íbúa. Með stýrihópnum starfi skipulagsstjóri, hafnarstjóri og sviðsstjóri umhverfis- og samgöngusviðs ásamt samgöngustjóra. Stýrihópurinn getur kallað til sín ráðgjafa eftir þörfum og skipað undirhópa. Gert er ráð fyrir að stýrihópurinn skili tillögum sínum eigi síðar en 1. september 2011. Í stýrihópin voru skipuð: Hjálmar Sveinsson sem jafnframt er formaður, Páll Hjaltason, Hólmfríður Ósamnn Jónsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Júlíus Vífill Ingvarsson.
16. Þönglabakki 1, breyting á deiliskipulagi (04.603.5) Mál nr. SN110084
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Örk ehf, Hafnargötu 90, 230 Keflavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. mars 2011 um samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Mjóddar vegna Þönglabakka 1.
17. Bergstaðastræti 13, kæra, umsögn, úrskurður (01.180.3) Mál nr. SN110099
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 25. mars 2011 vegna kæru á samþykkt byggingarfulltrúa frá 22. febrúar 2011 að endursamþykkja erindi BN040897 þar sem veitt var leyfi fyrir nýbyggingu á lóðinni nr. 13 við Bergstaðastræti.
Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 22. febrúar 2011, sem borgarráð staðfesti hinn 24. sama mánaðar, um að endurnýja byggingarleyfi fyrir fjögurra hæða viðbyggingu við húsið að Bergstaðastræti 13 í Reykjavík.
Fundi slitið kl. 12.10
Páll Hjalti Hjaltason
Hjálmar Sveinsson Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir
Kristín Soffía Jónsdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Gísli Marteinn Baldursson Marta Guðjónsdóttir
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2011, þriðjudaginn 29. mars kl. 10.20 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 629. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Bjarni Þór Jónsson, Þórður Ólafur Búason, Björn Kristleifsson, Sigrún Reynisdóttir, Jón Hafberg Björnsson og Karólína Gunnarsdóttir.
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Aðalstræti 7 (01.140.415) 100856 Mál nr. BN042671
Aðalstræti 7 sf, Borgartúni 31, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir útiveitingum fyrir 18 gesti á Aðalstræti og Vallarstræti við hús á lóð nr. 7 við Aðalstræti.
Meðfylgjandi er bréf Framkvæmda- og eignasviðs dags. 8. mars 2011, útskrift úr gerðabók emþættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra dags. 11. mars 2011 og umsögn skipulagsstjóra dags. 7. mars 2011
Gjald kr. 8.000 + 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Bókun byggingarfulltrúa.
Aðeins er heimilt að staðsetja borð meðfram Vallarstræti þegar gatan
er lokuð fyrir umferð. Almennt skilyrði er um snyrtilega umgengni
og hreinlæti utan dyra.
2. Álfheimar 74 (01.434.301) 105290 Mál nr. BN042810
LF7 ehf, Borgartúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta 7. hæð í mhl 02 undir skoðunarherbergi fyrir lækna í húsnæðinu á lóð nr. 74 við Álfheima.
Bréf frá hönnuði fylgir dags. 22. mars. 2011.
Gjald kr. 8.000.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
3. Ásvallagata 17 (01.162.301) 101274 Mál nr. BN042030
Ása Guðlaug Lúðvíksdóttir, Ásvallagata 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja upp járnsvalir á íbúðir 0101, 0102, 0201, 0202, 0301 og 0401í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 17 við Ásvallagötu.
Samþykki meðeigenda ódagsett, jafnframt bréf frá umsækjanda ódagsett ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 17. desember 2010 fylgir erindinu. Kynning stóð yfir frá 17. nóvember 2010 til og með 15. desember 2010. Engar athugasemdir bárust.
Jákvæð fyrirspurn BN041759 dags. 13. júlí 2010 fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.
4. Bankastræti 7 (01.170.007) 101325 Mál nr. BN042721
Vigfús Guðbrandsson og Co ehf, Bankastræti 7, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi verslunar í kjallara og á 1. hæð atvinnuhúss á lóð nr. 7 við Bankastræti.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
5. Barónsstígur 20 (01.190.118) 102393 Mál nr. BN042793
Þórhallur Hólmgeirsson, Barónsstígur 20, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja erindið BN040510 dags. 23. mars. 2010 þar sem sótt var um að stækka geymsluskúr, Mhl. 02 við einbýlishúsið á lóð nr. 20 við Barónsstíg.
Erindi fylgja samþykki sumra eigenda Grettisgötu 58A og 60 og Barónsstígs 22 dags. 12. maí 2008 árituð á uppdrátt.
Stækkun Mhl. 02: 2,75 ferm., 7,56 rúmm.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
6. Bauganes 10 (01.674.101) 106851 Mál nr. BN042805
Halla Sigrún Hjartardóttir, Melhagi 20, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt einbýlishús á einni hæð með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 10 við Bauganes.
Stærð: íbúð 218,1 ferm., bílgeymsla 33,5 ferm.
Samtals 251,6 ferm., 1030,6 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 82.448
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
7. Bergstaðastræti 54 (01.185.601) 102207 Mál nr. BN042162
Hugrún Dögg Árnadóttir, Bergstaðastræti 54, 101 Reykjavík
Magni Þorsteinsson, Bergstaðastræti 54, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að tengja saman núverandi kvisti á fjölbýlishúsinu nr. 54 við nr. 56 á lóðum nr. 54 og 56 við Bergstaðastræti.
Jákvæð fyrirspurn BN041843 fylgir daga. 10. ágúst. 2010.
Umsögn burðarvirkishönnuða fylgir dags. 2. des. 2010.
Stækkun: 6,1rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 470
Frestað.
Með vísan til svars við fyrirspurn BN032565 frá árinu 2005 verður að sameina lóðir nr. 54 og 56 til þess að unnt verði að afgreiða málið.
8. Borgartún 35-37 (01.219.102) 186012 Mál nr. BN042789
Nýherji hf, Borgartúni 37, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja upp skilti sem stendur á reyklosun á vesturhlið og færa hurð í kjallara inn til varaaflstöðvar í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 37 við Borgartún.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
9. Brattagata 3b/5 (01.136.535) 100624 Mál nr. BN042808
Ingunn Gísladóttir, Brattagata 3b, 101 Reykjavík
Grétar Guðmundsson, Brattagata 3b, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta lagerrými í herbergi sem tilheyrir íbúð 0101 í fjölbýlishúsinu nr. 5 á lóð nr. 3B/5 við Bröttugötu.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
10. Breiðhöfði 11A (04.028.402) 110507 Mál nr. BN042302
Ísaga hf, Pósthólf 12060, 132 Reykjavík
Sótt er um leyfi til byggja opið skýli úr stáli við hlið á atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 11A við Breiðhöfða.
Stærð skýlis sem er B rými er : 276,6 ferm., 1064,6 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 81.974
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
11. Búðavað 9-11 (04.791.803) 209906 Mál nr. BN042783
Skeiðarvogur ehf, Móvaði 41, 110 Reykjavík
Ingibjörg Lóa Ármannsdóttir, Smárarimi 36, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður innsendum teikningum sbr. BN037177 dags. 6. nóv. 2007 þar sem gluggar eru færðir til á parhúsinu nr. 9 - 11 við Búðavað.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
12. Bústaðavegur 7 (01.737.501) 107409 Mál nr. BN042775
Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að síkka þrjá glugga á suðurhlið þannig að þeir verði eins og aðliggjandi gluggar og breyta notkun rýmis í vinnurými í húsnæðinu á lóð nr. 7 við Bústaðaveg.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
13. Dalsel 6-22 (04.948.701) 113071 Mál nr. BN042762
Magnús Halldór Frostason, Dalsel 22, 109 Reykjavík
Edda Þorsteinsdóttir, Dalsel 22, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalaskýli úr PVC prófílum styrktum með galvaniseruðu járni á 2. hæð raðhúss nr. 22 í lengju nr. 14 - 22 á lóð nr. 6 - 22 við Dalsel.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda í raðhúsinu ódags. fylgir
Stærðir svalaskýli: 9,6 ferm., 23.9 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 1.912
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
14. Einarsnes 64 (01.673.003) 106820 Mál nr. BN042744
Snorri Gunnarsson, Einarsnes 64, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu með þaksvölum á einni hæð úr timbri á steyptum undirstöðum milli íbúðarhúss og bílskúrs og þrjá þakkvisti, jafnframt er erindi BN042041 dregið til baka, á einbýlishús á lóð nr. 64 við Einarsnes.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 25. mars 2011 ásamt umsögn skipulagsstjóra frá 25. mars 2011 fylgir erindinu.
Stærðir samtals á lóð fyrir stækkun: 264,1 ferm., 603,4 rúmm.
Stækkun: 17,1 ferm., 97,5 rúmm.
Samtals á lóð eftir stækkun: 281,2 ferm., 700,9 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 7.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
15. Einholt 2 (01.244.101) 103179 Mál nr. BN042002
Fasteignin Einholti 2 ehf, Tunguási 9, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að byggja fernar svalir, innrétta sex íbúðir og byggja sólpalla á baklóð atvinnuhúss á lóð nr. 2 við Einholt.
Erindi fylgir umboð meðlóðarhafa dags. 11. október 2010 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 15. október 2010.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
16. Frakkastígur 19 (01.190.229) 102432 Mál nr. BN042804
Þórgnýr Thoroddsen, Frakkastígur 19, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka efstu hæð til norðurs, setja kvist á vesturhlið og breyta gluggum til upprunalegs horfs í fjölbýlishúsi á lóð nr. 19 við Frakkastíg.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa áritað á uppdrætti og kaupsamningur vegna íbúðar 0002 í mhl. 01 og 0102 í mhl. 02.
Stækkun: 24,2 ferm., 60,4 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 4.832
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
17. Frakkastígur 8 (01.172.109) 101446 Mál nr. BN042806
Vatn og land I ehf, Laugavegi 71, 101 Reykjavík
Wissane Inson ehf, Hraunbæ 34, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja loftræsitúðu á þak útbyggingar á verslunarhúsnæðinu á lóð nr. 8 við Frakkastíg.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
18. Grensásvegur 9 (01.461.101) 105665 Mál nr. BN042811
Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um að endurnýja hluta af áður samþykktu erindi BN040010 dags. 28. júlí 2009, þar sem innréttingum á 2. hæð er breytt, sjá teikningu A-001 og A-002, í atvinnuhúsnæði á lóð nr. 9 við Grensásveg.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
19. Grensásvegur 9 (01.461.101) 105665 Mál nr. BN042813
Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um að endurnýja hluta af áður samþykktu erindi BN040010 dags. 28. júlí 2009, þar sem klæðningu á austurhlið og gluggum er breytt, sjá teikningu A-003, í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 9 við Grensásveg.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
20. Grettisgata 22B (01.182.118) 101834 Mál nr. BN042814
Jette Corrine Jonkers, Grettisgata 22b, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja kvisti á fram- og bakhlið, til að stækka anddyri á 1. hæð og í kjallara og gera svalir þar ofan á í einbýlishúsinu á lóð nr. 22B við Grettisgötu.
Stækkun: 8,8 ferm., 24,5 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 1.960
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
21. Grjótháls 10 (04.300.101) 217427 Mál nr. BN042569
Bón og þvottastöðin ehf, Hálsaseli 6, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja nýtt atvinnuhúsnæði sem á að hýsa bón- og þvottastöð og aðra atvinnustarfsemi á einni hæð, úr staðsteyptri, járnbentri steinsteypu með flötu þaki á lóð nr.10 við Gjótháls.
Áður samþykkt erindi BN039491 dags. 7. apríl 2009 verður fellt úr gildi.
Stærð: 993,7 ferm. og 4.883,6 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 8.000 + 390.688
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
22. Hlyngerði 3 (01.806.303) 107797 Mál nr. BN042461
Rúnar Kristjánsson, Hlyngerði 3, 108 Reykjavík
Björk Sigurðardóttir, Hlyngerði 3, 108 Reykjavík
Sótt er um samþykki á þegar byggðum geymsluskúr og fyrir reyndarteikningum fyrir einbýlishúsið á lóð nr. 3 við Hlyngerði.
Samþykki nágrana aðliggjandi lóðar fylgir. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 25. mars 2011 fylgir erindu.Stækkun: Hús XX ferm., XX rúmm. og geymsluskúrs 19,5 ferm., 56,6 rúmm.
Gjald kr 7.700 + XX
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Með vísan til bókunar skipulagsstjóra eru ekki gerðar athugasemdir við að eigandi láti vinna breytingu á deiliskipulagi í samráði við skipulagsstjóra, sem grendarkynnt verður.
23. Hverfisgata 113-115 (01.222.001) 102836 Mál nr. BN042807
Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða útveggi með álklæðningu í ljósum lit og með 50 mm steinullareinangrun lághluta, mhl. 01 og mhl. 02, lögreglustöðvarinnar á lóð nr. 113-115 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
24. Höfðabakki 1 (04.070.001) 110677 Mál nr. BN042646
Þríund hf, Kringlunni 4, 103 Reykjavík
G and M ehf, Höfðabakka 1, 110 Reykjavík
Feiti dvergurinn ehf, Hlíðarbyggð 8, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingum í rýmum 0102 og 0103 sem eru veitingastaðir á jarðhæð og opna tímabundið yfir eignamörk í húsi á lóð nr. 1 við Höfðabakka.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
25. Höfðabakki 9 (04.075.001) 110681 Mál nr. BN042662
Reitir II ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi 2. hæðar E- húss, mhl 03 og opna yfir í mhl 04 í húsnæðinu á lóð nr. 9 við Höfðabakka.
Gjald kr. 8.000 + 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
26. Ingólfsstræti 21B (01.180.221) 101709 Mál nr. BN042779
Halldór Svansson, Bergstaðastræti 28b, 101 Reykjavík
Sótt er um að synjun frá 25. janúar 2006 verði felld úr gildi og að samþykki erindis BN030752 dags. 22. febrúar 2005 verði endurvakið varðandi geymsluskúr á lóð nr. 21B við Ingólfsstræti.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísast til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.
27. Klettagarðar 4 (01.323.301) 215730 Mál nr. BN042826
K 4 ehf, Hafnarstræti 20, 101 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi til að hefja jarðvinnu og koma fyrir
aðstöðusköpun á lóðinni nr. 4 við Klettháls.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
28. Klettháls 3 (04.342.301) 188538 Mál nr. BN042792
Elkjær ehf, Hrauntungu 20, 200 Kópavogur
Sótt er um samþykki á reyndarteikningu vegna uppsetningar á klefa fyrir sprinklerkerfi í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 3 við Klettháls.
Bréf frá eigenda fylgir dags. 19. mars 2011.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
29. Kúrland 1-29 2-30 (01.861.401) 108796 Mál nr. BN042781
Kristján M Baldursson, Kúrland 27, 108 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir heitum potti á baklóð raðhússins nr. 27 á lóð nr. 23 - 29 við Kúrland.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
30. Kúrland 1-29 2-30 (01.861.401) 108796 Mál nr. BN042281
Helgi Þórsson, Kúrland 1, 108 Reykjavík
Guðrún Svanfríður Eyjólfsdóttir, Kúrland 1, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir glugga á austurgafli, koma fyrir hurð á norðurhlið, sameina tvö herbergi til að gera eldhús og breyta núverandi eldhúsi í svefnherbergi í raðhúsalengju nr. 1-5, raðhús nr. 1 á lóð nr. 1-29, 2-30 við Kúrland.
Samþykki eigenda raðhúss 1-5 fylgir ódags og nýtt samþykki eigenda dags. 22. mars. 2011
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
31. Langagerði 32 (01.832.016) 108543 Mál nr. BN042787
Edda Jóhanna Sigurðardóttir, Langagerði 32, 108 Reykjavík
Helgi Halldórsson, Langagerði 32, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta einhalla skúrþaki með því að koma fyrir rishæð með mænisþaki á húsið, með tvo kvisti á sitt hvorri þakhlið, einnig er sótt um að byggja sólstofu á 1. hæð með svölum yfir hluta, í einbýlishúsnæðinu á lóð nr. 32 við Langagerði.
Jákvæð fyrirspurn BN042543 dags. 15. feb. 2011 þar sem spurt var hvort leyfi fengist til að setja ris með kvistum á einbýlishúsið.
Stækkun: XX ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 8.000 + XX
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
32. Meistaravellir 31-35 (01.523.101) 105995 Mál nr. BN042788
Ómar Eyþórsson, Meistaravellir 31, 107 Reykjavík
Bára Jónsdóttir, Meistaravellir 31, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera hurð út í sameiginlegan garð frá íbúð 0001í fjölbýlishúsinu nr. 31 á lóð nr. 31-35 við Meistaravelli.
Jákvæð fyrirspurn BN041628 dags. 8. júní 2010 fylgir.
Samþykki frá húsfundi Meistaravalla 31 dags. 9. maí 2009, húsfundi frá Meistaravöllum 33 dags. 5. júní 2010 og samþykki frá íbúum að Meistaravöllum 35 ódags fylga erindinu.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
33. Mýrargata 2-8 (01.116.401) 100072 Mál nr. BN042607
Slippurinn, fasteignafélag ehf, Malarhöfða 8, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta hótel, byggja inndregna 4. hæð og sameina tvo matshluta í einn í gamla Slipphúsinu á lóð nr. 2-8 við Mýrargötu.
Meðfylgjandi er mæliblað frá Reykjavíkurhöfn, minnisblað um hljóðvist dags. 18. febrúar 2011, brunahönnunarskýrsla dags. 22. febrúar 2011 og hljóðvistarskýrsla dags. 7. mars 2011
Stærðir Stækkun : xx ferm., xx rúmm.
Samtals: 4.141,2 ferm., 13.741,1 rúmm.
Gjöld kr. 8.000 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
34. Neshagi 16 (01.542.212) 106389 Mál nr. BN042673
Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi 1. hæðar úr skrifstofum í kennsluaðstöðu og matsal í húsnæðinu á lóð nr. 16 við Neshaga.
Gjald kr. 8.000 + 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
35. Ránargata 46 (01.134.013) 100309 Mál nr. BN042797
Jón Eiríksson, Ránargata 46, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að yfirbyggja svalir, stækka þakglugga og stækka kvist í fjölbýlishúsinu á lóð nr, 46 við Ránargötu
Samþykki meðeigenda á fylgiskjalli fylgir.
Stækkun: XX ferm og XX rúmm.
Gjald kr. 8.000 + XX
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
36. Sifjarbrunnur 32 (05.055.405) 211686 Mál nr. BN042825
Friðgeir Kemp, Erluás 18, 221 Hafnarfjörður
Óskað er eftir að bygginarleyfi BN037777 sem samþykkt var þann 10. október 2008 verði fellt úr gildi. Bréf frá umsækjanda dags. 23. mars 2011 fylgir rindinu.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Samkvæmt skoðun er lóðin óhreyfð.
37. Sigtún 38 (01.366.001) 104706 Mál nr. BN042796
Húseignarfélagið Sigtún 38 ehf, Sigtúni 38, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu á 1. hæð ofan á þak kjallara við vesturhorn 1. hæðar Grand Hótels á lóð nr. 38 við Sigtún.
Stækkun: XX ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 8.000 + XX
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
38. Síðumúli 34 (01.295.201) 103840 Mál nr. BN042812
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi vinnslusalar, rými 0203 og að breyta brunamerkingum í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 34 við Síðumúla.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
39. Sjafnargata 11 (01.196.008) 102636 Mál nr. BN042400
Edda Þórarinsdóttir, Birkihlíð 13, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við úr steinsteypu nýja innganga til austurs og vesturs, byggja flatt þak yfir svalir, lækka gólf í hluta kjallara og fjarlægja klæðningu utan af húsinu og múra með múrkerfi í ljósum lit, sbr. fyrirspurn BN042289, einbýlishúsið á lóð nr. 11 við Sjafnargötu.
Grenndarkynning fór fram frá 20. janúar 2011 til og með 1. mars 2011 og barst athugasemd frá Þórdísi Arnljótsdóttur sbr. umsögn skipulagsstjóra dags. 3. mars 2011.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 2. nóvember 2010, umsögn skipulagsstjóra dags. 18. nóvember 2010 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra dags. 19. nóvember 2010 .
Stækkun 68 ferm., 309,4 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 8.000 + 23.824
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
40. Skeifan 11 (01.462.101) 195597 Mál nr. BN042795
LX fasteignir ehf, Skipholti 37, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingum í mhl. 04 þar sem komið er fyrir kælum og veggir settir upp í verslunarhúsnæðinu nr. 11D á lóð nr. 11 við Skeifuna.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
41. Skeifan 11 (01.462.101) 195597 Mál nr. BN040638
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir skilti yfir inngang og loftræstiröri á vesturhlið atvinnuhússins á lóð nr. 11 við Skeifuna.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda í mhl. 25 dags 23. mars 2011 áritað á uppdrátt.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
42. Skeifan 8 (01.461.202) 105668 Mál nr. BN042643
Eik sf, Drekahlíð 3, 550 Sauðárkrókur
Sótt er um leyfi til að breyta 1. hæð., 2. hæð og kjallara og koma fyrir vararafstöð á afgirtu svæði við húsnæði á lóð nr. 8 við Skeifuna.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 25. febrúar 2011 fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
43. Sóltún 1 (01.230.003) 208475 Mál nr. BN042723
Ármannsfell ehf, Hátúni 2B, 105 Reykjavík
Sótt er um aðskilið byggingarleyfi fyrir allan innanhússfrágang í fjölbýlishúsinu Mánatún 3-5, sem er mhl. 01 á lóð nr. 1 við Sóltún.
Erindi fylgir stöðuúttekt dags. 16. febrúar 2011.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
44. Suðurgata 100 (01.553.117) 106537 Mál nr. BN042388
Ingólfur Gissurarson, Suðurgata 100, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka þak og byggja kvisti, sbr. fyrirspurn BN042142 ásamt umsögn skipulags dags 22.10. 2010, á einbýlishús á lóð nr. 100 við Suðurgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 25. mars 2011 fylgir erindinu,
Stærðir samtals: 194,4 ferm., 473 rúmm.
þar af bílskúr 24,2 ferm., 68,7 rúmm.
Samtals stækkun: 35,6 ferm., 81,7 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 6.291
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
45. Suðurlandsbraut 14 (01.263.101) 103522 Mál nr. BN042769
Reginn ehf, Borgartúni 25, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN042503 dags. 8. ferb. 2011 þannig að eldhúsaðstaða og salernisaðstaða breytast, tilfærsla á veggjum og gluggar breytast í norðurhlið í húsnæðinu á lóð nr. 14 við Suðurlandsbraut.
Bréf frá hönnuði dags. 15 mars 2011 fylgir.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
46. Súðarvogur 44-48 (01.454.405) 105643 Mál nr. BN042791
Mítas ehf, Barðaströnd 23, 170 Seltjarnarnes
Sótt er um leyfi til að breyta eign 0302 úr vinnustofu í íbúð og breyta áður gerðum gluggum á framhlið í vinnustofu/íbúðarhúsi á lóð nr. 44-48 við Súðarvog.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
47. Sölvhólsgata 7-9 (01.150.306) 100973 Mál nr. BN042708
Framkvæmdasýsla ríkisins, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breytingum á innra skipulagi sem felst í breyttu fyrirkomulagi herbergja og nýjum stiga milli 2. og 4. hæðar sbr. fyrirspurn BN042638 í Innanríkisráðuneytinu á lóð nr. 7-9 við Sölvhólsgötu.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
48. Tryggvagata 11 (01.117.401) 100089 Mál nr. BN042798
BYGGÐARENDI ehf, Byggðarenda 1, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurinnrétta og breyta í kaffihús, kvikmyndasal, minjagripasölu og sýningarsvæði 1. hæð Hafnarhvols á lóð nr. 11 við Tryggvagötu.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
49. Tryggvagata 22 (01.140.004) 100816 Mál nr. BN042299
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingu 1. hæðar á þann veg aðallega að draga framhlið inn og skapa þar 27 ferm. verönd og taka glugga og hurðir úr framhlið sbr. fyrirspurn BN042160 á húsi á lóð nr. 22 við Tryggvagötu.
Gjald kr. 7.700
Synjað.
Með vísan til 6.gr. reglugerðar nr. 326/2007
Að auki er það ósamrýmanlegt götumynd Hafnarstrætis að loka gluggaopum með krossviðarplötum.
50. Úlfarsbraut 118-120 (02.698.801) 205754 Mál nr. BN042766
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum, sbr. erindi BN040054, hurðum og hurðamerkingum er breytt með tilliti til eldvarna í leikskóla á lóð nr. 118-120 við Úlfarsbraut.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.
51. Úlfarsfell 3 123807 (00.076.050) 123807 Mál nr. BN042784
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa og fjarlægja hús á lóð nr. 3 við Úlfarsfell.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vantar að gefa upp matshlutanúmer og fastanúmer.
52. Veghúsastígur 7 (01.152.419) 101064 Mál nr. BN042815
Gistiheimilið Dómus ehf, Laugavegi 182, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að bæta við glugga á norðurhlið, breyta staðsetningu björgunaropa og breyta staðsetningu eldhúss í íbúð 0202 allt á 2. hæð í gistiheimili á lóð nr. 7 við Veghúsastíg.
Gjald kr. 8.ooo
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
53. Ægisgarður 5 (01.116.101) 100061 Mál nr. BN042773
Sérferðir ehf, Verbúð 6, 101 Reykjavík
Sótt er um stöðuleyfi fyrir miðasöluskúr úr timbri á steyptum undirstöðum á lóð nr. 5-G við Ægisgarð.
Meðfylgjandi eru skilmálar og lóðarblað Faxaflóahafna dags. 4.mars 2011
Stærðir: 25 ferm., 75,6 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 6.048
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Ýmis mál
54. Nýlendugata 24C - Brunnstígur 6 Mál nr. BN042822
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta mörkum lóða, þ.e. óskað er eftir að lóðin Brunnstígur 6 verði lögð niður og máð úr skrám og að ný lóð, Nýlendugata 24C, verði til, eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti Landupplýsingadeildar, Framkvæmda- og eignasviðs, dags. 28.3.2011. Brunnstígur 6 (staðgr. 1.131.111, landnr. 100169): lóðin er talin 128,5 m2, lóðin reynist 129 m2, 98 m2 teknir af lóðinni og lagðir við óútvísað land (landnr. 218177), 31 m2 tekin af lóðinni og lagður við Nýlendugötu 24C, lóðin verður 0 m2 og verður máð úr skrám.
Nýlendugata 24C (ný lóð, stgr. 1.131.112, landnr. 220142):
31 m2 teknir úr lóðinni Brunnstígur 6 og 4 m2 teknir úr óútvísuðu landi (landnr. 218177) og lagðir við lóðina, lóðin verður 35 m2.
Óútvísað land (landnr. 218177) stækkar því um 98 m2 -4 m2 = 94 m2.
Sbr. samþykkt skipulagsráðs 24.09.2008 og auglýsingu um gildistöku deiliskipulagsbreytingarinnar birt í B-deild Stjórnartíðina 23.02.2009.
Samþykkt.Lóðamarkabreyting tekur gildi þegar þinglýst hefur verið yfirlýsingu um breytt lóðarmörk.
Fyrirspurnir
55. Aragata 15 (01.630.502) 106675 Mál nr. BN042776
Sigurður Pálmi Kristjánsson, Baugatangi 1, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja 32 ferm bílskúr sem kemur uppvið einbýlishúsið á lóð nr. 15 við Aragötu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
56. Asparfell 2-12 (04.681.001) 112291 Mál nr. BN042809
Ragnar Ómarsson, Hraunbær 72, 110 Reykjavík
Spurt er hvort stækka megi leikskólann á 1. hæð í Asparfelli 10 yfir eignamörk yfir í húsnæði á 1. hæð í húsi á lóð nr. 12 við Asparfell.
Jákvætt.
Enda verði sótt um byggingarleyfi að teknu tilliti til athugasemda á fyrirspurnarblaði.
57. Bragagata 33A (01.186.215) 102244 Mál nr. BN042802
Arnar Már Þórisson, Laufásvegur 65, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að breyta geymslum í mhl. 02 í vinnustofur og innrétta sjálfstæða íbúð í þakhæð fjölbýlishússins á lóð nr. 33A við Bragagötu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
58. Grettisgata 5 (01.171.506) 101422 Mál nr. BN042801
Jens Hrómundur Valdimarsson, Grettisgata 5, 101 Reykjavík
Spurt er hvort samþykki fáist fyrir áður gerðum breytingum á ?? hæð íbúðar- og atvinnuhússins á lóð nr. 5 við Grettisgötu.
Frestað.
Gera betur grein fyrir erindinu.
59. Háagerði 39 (01.815.220) 107996 Mál nr. BN042803
Kristján Þór Sverrisson, Háagerði 39, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja viðbyggingu á skipulögðum bílskúrsreit við raðhúsið á lóð nr. 39 við Háagerði.
Til vara er spurt hvort byggja megi bílskúr sem innangengt væri í og notaðist til íbúðar á sömu lóð.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
60. Hátún 39 (01.235.118) 102962 Mál nr. BN042817
Kristín Ástríður Pálsdóttir, Hátún 39, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að hækka hús með því að byggja mansardþak ofan á einbýlishús á lóð nr. 39 við Hátún.
Nei.
Samræmist ekki nýsamþykktu deiliskipulagi.
61. Hverafold 130 (02.862.706) 110264 Mál nr. BN042778
Krystian Karol Gralla, Hverafold 130, 112 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja lagnakjallara undir bílskúr sem ekki er byggður en samþykktur sbr. erindi BN41832 dags. 15. feb. 2011 er til fyrir á lóð nr. 130 við Hverafold.
Nei.
Ekki er sjáanleg þörf fyrir lagnakjallara undir svo einfalt mannvirki sem bílskúr er.
62. Hverfisgata 102 (01.174.106) 101584 Mál nr. BN042816
Grímur Bjarnason, Efstasund 57, 104 Reykjavík
Spurt er hvort byggja megi svalir á 1. og 2. hæð suðurhliðar fjölbýlishússins á lóð nr. 102 við Hverfisgötu.
Jákvætt.
Að uppfyllltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
63. Laufrimi 35-39 (02.540.601) 172356 Mál nr. BN042774
Einar G Torfason, Laufrimi 39, 112 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja áfast gróðurhús á norðvesturgafl á raðhúsinu nr. 39 á lóð nr. 35-39 við Laufrima.
Nei.
Samræmist ekki deiliskipulagi.
64. Laugavegur 3 (01.171.014) 101360 Mál nr. BN042823
Hjörleifur Stefánsson, Fjölnisvegur 12, 101 Reykjavík
Spurt er hvort loka megi undirgangi með hurð og járngrindarhliði í gegn um hús á lóð nr. 3 við Laugaveg.
Frestað.
Vísað til athugasemda á fyrirspurnarblaði.
65. Lokastígur 28 (01.181.309) 101779 Mál nr. BN042786
Loki - íslenskt kaffihús ehf, Lokastíg 28, 101 Reykjavík
Spurt er hvort setja megi skilti við Kaffi loka, nett flagg í runnabeð og skilti á ljósastaur við kaffihús á lóð nr. 28 við Lokastíg.
Nei.
Skilti utan lóðar ekki leyfð og allra síst á ljósastaur.
66. Mávahlíð 42 (01.710.209) 107173 Mál nr. BN042749
Hulda Karen Daníelsdóttir, Mávahlíð 42, 105 Reykjavík
Spurt er hvort stækka megi svalir á íbúð 0301 sbr. fyrirspurn BN042519 og erindi BN041751 í húsi á lóð nr. 42 við Mávahlíð.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
67. Seljabraut 36-52 (04.970.001) 113149 Mál nr. BN042790
Óskar Már Ásmundsson, Seljabraut 52, 109 Reykjavík
Spurt er hvort samþykki fáist fyrir áður gerðri íbúð í kjallara raðhúss nr. 52 á lóð nr. 36-52 við Seljabraut.
Erindi fylgir útreikningur á eignaskiptum dags. 30. september 1989.
Frestað.
Vísað til athugasemda á fyrirspurnarblaði.
68. Sogavegur 3 (01.810.-98) 107820 Mál nr. BN042764
Þorp ehf, Bolholti 4, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja við vesturhlið til að koma fyrir móttöku og lagerrými við verslunarhúsið á lóð nr. 3 við Sogaveg. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 25. mars 2011 ásamt umsögn skipulagsstjóra frá 23. mars 2011 fylgir erindinu.
Nei.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra frá 25. mars sl.
69. Þórsgata 7 (01.181.113) 101749 Mál nr. BN042800
Elín Eggerz Stefánsson, Herjólfsgata 10, 220 Hafnarfjörður
Spurt er hvort bakhúsið á lóð nr. 7 við Þórsgötu, mhl. 70, geti verið skráð sem samþykkt íbúðarhúsnæði.
Frestað.
Skoðist á staðnum.
70. Öldugata 53 (01.134.305) 100354 Mál nr. BN042785
Halldór Ingi Hannesson, Gunnarssund 10, 220 Hafnarfjörður
Spurt er hvort leyft yrði að byggja svalir og brunastiga á bakhlið fjölbýlishússins á lóð nr. 53 við Öldugötu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum þar með talið samþykki meðeigenda enda verði sótt um byggingarleyfi sem grenndarkynnt verður ef umsókn berst.
Fundi slitið kl. 12.25.
Magnús Sædal Svavarsson
Bjarni Þór Jónsson Þórður Ólafur Búason
Björn Kristleifsson Sigrún Reynisdóttir
Jón Hafberg Björnsson Karólína Gunnarsdóttir