Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2011, miðvikudaginn 2. mars kl. 9.15, var haldinn 234. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson, Marta Guðjónsdóttir og Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Margrét Leifsdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:


(A) Skipulagsmál

1. Háskóli Íslands, Vísindagarðar, breyting á deiliskipulagi (01.63) Mál nr. SN110057
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands vegna Vísindagarða. Í breytingunni felst m.a. að lóðinni er skipt upp í sjö lóðir fyrir Vísindagarða, Stúdentagarða samkvæmt uppdrætti Ask Arkitekta dags. 15. janúar 2011 ásamt greinargerð og skilmálum dags. 15. janúar 2011. Einnig er lögð fram umsögn Isavia dags. 26. janúar 2011.

Sóley Tómasdóttir vék af fundi kl. 11:00

Lagfærð bókun frá fundi skipulagsráðs þann 23. febrúar 2011. Lagfærð bókun hljómar svo:
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, með þeim breytingum að í skilmálum skal gera skal ráð fyrir gjaldtöku á bráðabirgðabílastæðum.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Júlíus Vífill Ingvarsson sat hjá við afgreiðslu málsins og óskaði bókað; #GLEkki er fallist á að ákvæði um gjaldtöku af bílastæðum eigi að vera hluti af deiliskipulagi. Gjaldtaka af bílastæðum á háskólasvæðinu krefst miklu víðtækari og heildrænni skoðunar. Inn í það koma margvísleg umhverfis- og samgöngusjónarmið sem varða borgina í heild. Bent skal á að aldrei fyrr hefur gjaldskylda bílastæða verið hluti deiliskipulags í Reykjavík. Rétt er einnig að benda á að ekkert annað deiliskipulag í Reykjavík gerir ráð fyrir jafn fáum bílastæðum á íbúð eins og gert er varðandi Stúdentagarða við Oddagötu. Mikilvægt er að Háskóli Íslands móti sér samgöngustefnu og að hana verði hægt að leggja fyrir skipulagsráð í lok auglýsingaferils Vísindagarðaskipulagsins þannig að hana megi skoða samhliða endanlegri afgreiðslu málsins í ráðinu. Gjaldtaka á bílastæðum á reitnum er eðlilegur hluti þeirrar samgöngustefnu. Reynslan sýnir að gjaldtaka á bílastæðum á afmörkuðum svæðum veldur því að margir sem koma inn á svæðið á bílum leita bílastæða í nærliggjandi hverfum. Af þessum sökum mun gjaldskylda bílastæða hafa áhrif á miklu stærra svæði en lóð Háskóla Íslands tekur til.#GL

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Marta Guðjónsdóttir sat einnig hjá við afgreiðslu málsins og óskaði bókað; #GLMarta Guðjónsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðismanna í skipulagsráði, mótmælir fyrirhuguðu skipulagi í Vatnsmýrinni. Um er að ræða gífurlegt byggingarmagn eða um 70 þúsund m² og mjög háar byggingar. Skipulagið er í algjörri andstöðu við skipulag nærliggjandi gatna. Eðlilegra hefði verið að skipuleggja þetta svæði í meiri sátt við umhverfið og taka tillit til þeirrar byggðar sem fyrir er. Það sætir furðu að verið sé að vinna áfram með þetta skipulag þar sem stefna Vísindagarða kveður skýrt á um mikilvægi þess að unnið verði í sátt við umhverfið og fólkið og allar byggingar vottaðar samkvæmt alþjóðlegum stöðlum þar sem unnið verði m.a. með eftirfarandi þætti: Heilsu, vellíðan, samgöngum, landnotkun, vatnsnotkun, mengun, byggingarefni, orkunotkun og úrgangi. Brýnt er að allar skipulagstillögur á þessu svæði fari í umhverfismat til að kanna hvaða áhrif skipulagið hefur á friðlandið í Vatnsmýri og Tjörnina.#GL

Fulltrúar Besta Flokksins þau Páll Hjalti Hjaltason og Elsa Hrafnhildur Yeoman, fulltrúar Samfylkingarinnar þau Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir ásamt fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Gísla Marteini Baldurssyni óskuðu bókað; #GLUppbygging stúdenta og vísindagarða er einstakt tækifæri til að skapa vistvænt borgarhverfi við Háskóla Íslands. Sú tillaga að deiliskipulagi sem nú liggur fyrir gefur góðar vonir um að svo megi verða. Það er afrakstur mikillar og vandaðrar vinnu. Við teljum brýnt að þetta nýja byggingarsvæði verði stefnumótandi fyrir framtíðaruppbyggingu á Háskólasvæðinu og í Vatnsmýrinni. Eðlilegt framhald af þessari tillögu er að háskólinn og Reykjavíkurborg móti sér samgöngustefnu fyrir háskólasvæðið.
Tillagan fer nú í auglýsingu og geta borgarbúar gert athugasemdir við hana, sem teknar verða fyrir í skipulagsráði að auglýsingatíma loknum.#GL

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Marta Guðjónsdóttir lagði fram tillögu um að fyrirhugað skipulag í Vatnsmýri fari í umhverfismat þar sem skoðað verði hvaða áhrif skipulagið hafi á friðlandið í Vatnsmýri og Tjörnina.

Tillögunni var frestað.



Fundi slitið kl. 12.20.

Páll Hjalti Hjaltason

Hjálmar Sveinsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Kristín Soffía Jónsdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Gísli Marteinn Baldursson Marta Guðjónsdóttir