Umhverfis- og skipulagsráð
Skipulagsráð
Ár 2010, miðvikudaginn 24. nóvember kl. 9.13, var haldinn 225. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12-14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen og áheyrnarfulltrúinn Torfi Hjartarson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Lilja Grétarsdóttir, Gunnhildur S Gunnarsdóttir, Margrét Þormar og Björn Axelsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
(A) Skipulagsmál
1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 19. nóvember 2010.
2. Selásskóli, Selásbraut 109, (04.388.6) Mál nr. SN100408
breyting á deiliskipulagi vegna boltagerðis
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lögð fram umsókn Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur, dags. 18. nóvember 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi Suður-Selás vegna lóðarinnar nr. 109 við Selásbraut. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir boltagerði við Selásskóla samkvæmt uppdrætti dags. 17. nóvember 2010.
Frestað.
3. Fossvogur, staðgreinireitir 1.849-1.871., (01.85) Mál nr. SN090166
tillaga að deiliskipulagi, endurskoðun
Lögð fram tillaga VA arkitekta að deiliskipulagi Fossvogshverfis 1. nóvember 2010 ásamt forsögn skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. í maí 2009. Deiliskipulagssvæðið afmarkast af staðgreinireitum 1.849-1.871, Fossvogsdal, Eyrarlandi, Bústaðavegi og Stjörnugróf. Forkynning stóð til og með 18. september 2009 og eru lagðar fram ábendingar sem bárust við kynningunni. Einnig eru lögð fram minnisblöð VA arkitekta dags. 2. desember 2009 og minnisblað skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 17. desember 2009.
Richard Briem arkitekt kynnti.
4. Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur, (04.4) Mál nr. SN080048
deiliskipulag athafnasvæðis Fisfélagsins
Fisfélag Reykjavíkur, Pósthólf 8702, 128 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra 29. október 2010 var lögð fram umsókn Fisfélags Reykjavíkur dags. 18. janúar 2008 um deiliskipulag athafnasvæðis Fisfélagsins á Hólmsheiði skv. uppdrætti Skapa og Skerpa arkitekta dags. 6. mars 2009. Í tillögunni er gert ráð fyrir tímabundinni afmörkun svæðis fyrir starfsemi Fisfélags Reykjavíkur. Um er að ræða þrískipt svæði, flugbrautir og æfingaaðstaða fyrir vélknúin fis, svæði fyrir bílastæði og flugskýli og svæði fyrir félagsheimili og útivist. Samhljóða tillaga var áður auglýst frá 13. febrúar 2008 til og með 28. mars 2008. Einnig er lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun dags. 16. júní 2008, eldri athugasemdir vegna fyrri auglýsingar: Orkuveita Reykjavíkur dags. 30. janúar, Fjáreigendafélag Reykjavíkur dags. 17. mars, hestamannafélagið Fákur dags. 25. mars, Flugmálastjórn Íslands dags. 26. mars, Lögmál f.h. Græðis dags. 26. mars og Þórir Einarsson Skaftahlíð 38 dags. 27. mars 2008. Einnig lögð fram umsögn umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs dags. 15. apríl 2008, bréf Skipulagsstofnunar dags. 6. ágúst 2008, umsagnir Flugmálastjórnar Íslands dags. 29. júlí og 23. október 2008. Jafnframt eru lagðar fram athugasemdir sem bárust við auglýsingu sem stóð yfir frá 8. maí 2009 til og með 22. júní 2009. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Orkuveita Reykjavíkur dags. 8. maí, Sigurjón Fjeldsted og Ragnheiður Fjeldsted dags 7. júní, Lögmál f.h. Græðis félags landeigenda dags. 19. júní, Árni Ingason dags. 19. júní, Þórir Einarsson dags. 21. júní, Kristín Harðardóttir og Hörður Jónsson dags 25. júní, Þóri J. Einarssyni og Guðbjarna Eggertssyni hdl. dags. 2. júlí 2009 og Helga Kristjánsdóttir, f.h. 4 landeigenda dags. 6. júlí 2009. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 17. ágúst 2009. Á fundi skipulagsstjóra þann 3. september 2010 var samþykkt að endurbirta auglýsingu og í framhaldi að framlengja frest til að gera athugasemdir til og með 22. október 2010. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Vignir Bjarnason dags. 10. september 2010, Kristín Harðardóttir f.h Harðar Jónssonar dags. 16. október 2010, Kristín Björg Kristjánsdóttir f.h. landeigenda við Mýrarskyggni, dags. 22. október, Þórir Einarsson f.h. eiganda lands númer 113435 dags. 22. október 2010 og Landeigendafélagið Græðir dags. 20. október 2010. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.
Athugasemdir kynntar
Frestað.
5. Vallarstræti og suðurhluti Ingólfstorgs, (01.140.4) Mál nr. SN070721
breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Björns Ólafs arkitekts dags. 5. nóvember 2009 að breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar þar sem fram koma hugmyndir lóðarhafa að því hvernig má koma til móts við athugasemdir sem bárust við fyrri tillögu. Einnig er lögð fram áður auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna suðurhluta Ingólfstorgs, Vallarstrætis og lóðunum Thorvaldsensstræti 2, Vallarstræti 4 og Aðalstræti 7 ásamt athugasemdum sem bárust við auglýsingunni.
Frestað.
(B) Byggingarmál
6. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN042342
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 613 frá 23. nóvember 2010.
7. Bugðulækur 17, þaksvalir (01.343.318) Mál nr. BN041643
Sævar Smári Þórðarson, Bugðulækur 17, 105 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. október 2010 þar sem sótt er um leyfi til að endurnýja handrið úr járni og timbri, sbr. fyrirspurn BN040778, á þaki bílskúrs sem tilheyrir íbúð 01 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 17 við Bugðulæk. Kynning stóð frá 20. október 2010 til og með 17. nóvember 2010. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemd: Húsfélagið Rauðalæk 18 dags. móttekið 1. nóvember 2010. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 18. nóvember 2010. Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda dags. 3. júní 2010 við teikn. dags. 28. maí 2010 Gjald kr. 7.700
Synjað með vísan til umsagnar skipulagsstjóra
(C) Fyrirspurnir
8. Hallgrímstorg 3 / Hnitbjörg, (fsp) viðbygging Mál nr. SN100409
Lögð fram fyrirspurn Listasafns Einars Jónssonar dags. 18. nóvember 2010 varðandi leyfi til að byggja viðbyggingu við húsið nr. 3 við Hallgrímstorg Hnitbjörg samkvæmt tillögu Studio Granda dags. í september 2010. Einnig er lagt fram bréf Borgarminjavarðar dags. 4. nóvember 2010 og bréf Húsafriðunarnefndar dags. 12. nóvember 2010.
Kynnt.
(D) Ýmis mál
9. Háskóli Íslands, Vísindagarðar, götunöfn kynnt Mál nr. BN042350
Lagðar fram frumhugmyndir af götunöfnum á byggingarsvæðum A-F á svæði Háskóla Íslands.
Kynnt.
10. Miðborg, þróunaráætlun, kynning (01.1) Mál nr. SN100413
Lögð fram Þróunaráætlun miðborgar Reykjavíkur samþykkt 10. janúar 2003.
Kynnt.
11. Austurbæjarskóli, (01.192.1) Mál nr. SN100410
bréf foreldrafélagsins, aðveitustöð Orkuveitu Reykjavíkur
Lagt fram bréf Foreldrafélags Austurbæjarskóla dags. 15. nóvember 2010 varðandi öryggi barna á skólalóðinni vegna aðveitustöðvar Orkuveitu Reykjavíkur.
12. Reitur 1.180.3, (01.180.3) Mál nr. SN100396
Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024, lagfæring
Á fundi skipulagsstjóra 12. nóvember 2010 var lögð fram eftir kynningu fyrir hagsmunaaðilum, tillaga Skipulags- og byggingarsviðs að leiðréttingu á villu á gildandi aðalskipulagsuppdrætti er varðar landnotkun reits 1.180.3. Vegna mistaka í prentun uppdráttar er reiturinn sem afmarkast af Bergstaðastræti til vesturs, Óðinsgötu til austurs og miðborgarsvæði til norðurs merktur sem athafnasvæði en á að vera íbúðarsvæði. Breyting og leiðrétting var kynnt fyrir hagsmunaaðilum á reitnum með bréfi dags. 21. október 2010. Athugasemdarbréf barst frá Lex lögmannsstofu dags. 3. nóvember 2010. Erindinu var vísað til afgreiðslu hjá lögfræði og stjórnsýslu og er nú lagt fram að nýju ásamt bréfi skipulags- og byggingarsviðs til Umhverfisráðuneytisins dags. 17. nóvember 2010 ásamt viðauka. Einnig er lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs til Lex lögmannsstofu dags. 19. nóvember 2010.
13. Sóltún 2-4, kæra, umsögn, úrskurður Mál nr. SN090002
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 18. nóvember 2010 vegna kæru á ákvörðun borgarráðs frá 9. október 2008 um breytingu á deiliskipulagi Ármannsreits er fól í sér auknar heimildir til nýtingar sameinaðrar lóðar að Sóltúni 2-4.
Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur frá 9. október 2008 um að breyta deiliskipulagi Ármannsreits með auknum heimildum til nýtingar sameinaðrar lóðar að Sóltúni 2-4 í Reykjavík.
Fundi slitið kl. 12.05.
Páll Hjalti Hjaltason
Hjálmar Sveinsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Kristín Soffía Jónsdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Gísli Marteinn Baldursson Jórunn Ósk Frímannsd Jensen
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2010, þriðjudaginn 23. nóvember kl. 10.00 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 613. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Bjarni Þór Jónsson, Björn Kristleifsson, Sigrún Reynisdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Þórður Búason og Eva Geirsdóttir.
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Aflagrandi 35 (01.522.407) 105986 Mál nr. BN042276
Gunnhildur Kristín Björnsdóttir, Aflagrandi 35, 107 Reykjavík
Sveinn Agnarsson, Aflagrandi 35, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalaskjól með 10 mm hertu gleri á svalir íbúðar 0201í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 35 við Aflagranda.
Bréf frá eigenda fylgir dags. 1. nóv. 2010.
Samþykki meðlóðarhafa á afstöðumynd dags. 14. okt. 2010.
Stærð: 34,3 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 2.641
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
2. Almannadalur 25-29 (05.865.201) 208504 Mál nr. BN042313
Steinunn Þórisdóttir, Þingás 33, 110 Reykjavík
Björn S Jónsson, Þingás 33, 110 Reykjavík
Sigurður Árni Sigurðsson, Hofsvallagata 60, 107 Reykjavík
Hestamannafélagið Fákur, Vatnsendav Víðivöllum, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta upp í þrjú hólf loftunargerði fyrir hesthúsið nr. 27 á lóð nr. 25-29 við Almannadal.
Samþykki frá eigendum á teikningu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Umsækjandi skal hafa samband við umhverfis- og heilbrigðissvið (Svövu) vegna málsins.
3. Almannadalur 25-29 (05.865.201) 208504 Mál nr. BN042074
Þorgeir Benediktsson, Sílakvísl 2, 110 Reykjavík
Brynja Viðarsdóttir, Lækjarvað 1, 110 Reykjavík
Auður Elísabet Guðmundsdóttir, Snekkjuvogur 11, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka gerði um 1,5 metra til norðausturs við hesthús nr. 25, þar sem reiðstígur sem átti að vera hefur verið lagður af vegna hæðarmunar í lóð nr. 25 - 29 við Almannadal.
Tölvupóstur um samþykki frá Hestamannafélaginu Fáki dags. 5. nóv. 2010 fylgir ásamt úrskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 10. nóvember 2010 og umsögn skipulagsstjóra dags. 18. nóvember 2010.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra eru ekki gerðar athugasemdir við að umsækjandi láti vinna á eigin kostnað tillögu á breytingu á deiliskipulagi í samræmi við umsögn skipulagsstjóra.
4. Borgartún 3 (01.216.202) 102754 Mál nr. BN042336
Höfðatorg ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss á 2. hæð og innrétta þrjár einingar í skrifstofuhúsi á lóð nr. 3 við Borgartún.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
5. Borgartún 32 (01.232.001) 102917 Mál nr. BN040845
Borgartún ehf, Hegranesi 22, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að fella niður stiga og lyftu milli 6. og 7. hæðar, breyta stigahúsi í geymslu á 7. hæð, breyta snyrtingum og afgreiðslueldhúsi á 7. hæð lítillega og breyta skráningartöflu, sbr. erindi BN033094 og BN035777, hótels á lóð nr. 32 við Borgartún.
Meðfylgjandi er skýringabréf arkitekts dags. 5.11. 2010
Stækkun samtals 7,5 ferm.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
6. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN042337
Höfðatorg ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta skrifstofur í rými 1501 í Höfðatúni 2 á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
7. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN042285
Höfðatorg ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta nuddstofu í rými 0208 og skrifstofur í rými 0202 og rými 0209 í Höfðatúni 2 á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Erindi fylgir minnisblað um brunavarnir frá verkfræðistofunni Eflu dags. 18. nóvember 2010.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
8. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN042335
Höfðatorg ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta verslun í rými 0105 í Höfðatúni 2 á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
9. Breiðhöfði 11A (04.028.402) 110507 Mál nr. BN042302
Ísaga hf, Pósthólf 12060, 132 Reykjavík
Sótt er um leyfi til byggja opið skýli úr stáli við hlið á atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 11A við Breiðhöfða.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 19. nóvember 2010 fylgir erindinu.
Stærð skýlis sem er B rými er : XX ferm., og rúmm.
Gjald kr. 7.700 kr.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra eru ekki gerðar athugasemdir við að umsækjandi láti vinna á eigin kostnað tillögu á breytingu á deiliskipulagi í samræmi við umsögn skipulagsstjóra.
10. Eirhöfði 8 -Breiðh 15 (04.030.102) 110518 Mál nr. BN042339
Kemis ehf, Pósthólf 9351, 129 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fella niður einn glugga á norðurhlið vörugeymslu, sbr. erindi BN040330, á lóð nr. 8 við Eirhöfða - nr. 15 við Breiðhöfða.
Meðfylgjandi er umboð aðalhönnuðar dags. 14.9. 2009.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
11. Flugvallarv. (01.751.001) 107466 Mál nr. BN042118
Flugbjörgunarsveitin Reykjavík, Flugvallarvegi, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka innaksturshurð um 350 mm á norðurhlið tækjahúss flugbjörgunarsveitarinnar á lóð með landnr. 107466 við Flugvallarveg.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
12. Flugvallarvegur 3-3A (01.751.201) 107467 Mál nr. BN042309
Keiluhöllin ehf, Pósthólf 8500, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir glugga á suðurhlið skrifstofuálmu og innrétta skrifstofur í stað sorpgeymslu sem verður komið fyrir í sorpgeymslu sem grafinn verður inn í bergið við skammtímastæði í eigu atvinnuhúsnæðisins á lóð nr. 3-3A við Flugvallarveg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
13. Flugvöllur 106748 (01.66-.-99) 106748 Mál nr. BN042245
Isavia ohf, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta staðsetningu á áður samþykktu erindi BN041996 dags. 7. sept. 2010 þar sem farið var fram á að girða 2 metra háa netamöskvagirðingu húðuð með varanlegum gráum lit umhverfis flugstjórnarmiðstöðina í Reykjavík á lóð með staðgreinir 202-9310 og landnúmer 106748 við Flugvöllinn.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
14. Framnesvegur 14 (01.133.229) 100258 Mál nr. BN042327
Þórir Björnsson, Lindargata 64, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja kvisti á suður- og norðurhlið, koma fyrir þakgluggum og fá samþykkta áður gerða íbúð í risi fjölbýlishússins á lóð nr. 14 við Framnesveg.
Erindi fylgir jákv. fsp. dags. 9. febrúar 2010 og íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 25. febrúar 1997.
Stækkun: xx rúmm.
Gjald kr. 7.700 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
15. Gufunes Áburðarverksm (02.220.001) 108955 Mál nr. BN041039
Íslenska gámafélagið ehf, Gufunesi, 112 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum af véla- og verkstæðisbyggingu, matshluta 15 á lóð áburðarverksmiðju í Gufunesi.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.
16. Hafnarstræti 1-3 (01.140.005) 100817 Mál nr. BN042037
BS10 ehf, Þangbakka 8, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss á 1. hæð, í veitingasal á 2. hæð, í kjallara, koma fyrir nýrri sorpgeymslu á lóð og á útblástursröri frá háfi á 1. hæð í veitingahúsi í flokki II, mhl. 02 á lóð nr. 1-3 við Hafnarstræti.
Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 24. september 2010. Einnig umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 13.okt. 2010 og Minjasafns Reykjavíkur dags. 14. okt. 2010, einnig tölvupóstur arkitekts og Húsafriðunarnefndar dags. 3.11. 2010 og einnig frá Minjasafni Rvk. dags. 5.11. 2010
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
17. Hafnarstræti 20/Læk5 (01.140.302) 100836 Mál nr. BN042314
Landsbankinn fasteignafélag ehf, Austurstræti 16, 155 Reykjavík
Guðmundur Ingi Hauksson, Hegranes 32, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til minni háttar breytinga á innra fyrirkomulagi í veitingahúsi á 4. hæð og til að flytja starfsmannaaðstöðu frá 2. á 3. hæð í atvinnuhúsinu á lóðinni Hafnarstræti 20/Lækjartorg5.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
18. Hádegismóar 2 (04.412.301) 194768 Mál nr. BN042328
Klasi ehf, Bíldshöfða 9, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi og innrétta tvær lokaðar skrifstofur á 2. hæð skrifstofuhússins á lóð nr. 2 við Hádegismóa.
Fallið verður frá erindi BN040517.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
19. Jörfabakki 18-32 (04.634.102) 111874 Mál nr. BN042254
Jörfabakki 18-32,húsfélag, Jörfabakka 18-32, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta svalahandriðum og skilveggjum á svölum í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 18-32 við Jörfabakka.
Erindi fylgja útskýringar hönnuða dags. 3. nóvember 2010.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
20. Köllunarklettsvegur 8 (01.329.302) 199097 Mál nr. BN042330
Köllunarklettsvegur 8 ehf, Dalvegi 16d, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN041620 samþykkt 28. sept. 2010 þannig að skilveggur við framleiðslusvæði er felldur út, skiptiklefi settur upp, lokað verður innanverðu á lager svo eingöngu verður hægt að ganga inn í norðurausturenda atvinnuhúsnæðisins á lóð nr. 8 við Köllunarklettsveg.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
21. Laugavegur 55 (01.173.020) 101507 Mál nr. BN042332
Casa ehf, Bæjarlind 6, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að lækka gólf kjallara í mhl. 02, innrétta nýtt eldhús fyrir veitingahúsið og sæti fyrir 24 gesti, koma fyrir útloftunarröri og sameina matshluta 01 og 02 í veitingahúsinu á lóð nr. 55 við Laugaveg.
Stækkun: 33,4 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 2.572
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
22. Laugavegur 59 (01.173.019) 101506 Mál nr. BN042296
Vesturgarður ehf, Laugavegi 59, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningu af 2. hæð rými 0203 þar sem breyting er á afgreiðsluborði veitingastaðarins í flokki II, merkingar á búnaði í eldhúsi, komið fyrir gaskútum í læstum skáp og borðum set út á svalir á verslunarhúsnæðinu á lóð nr. 59 við Laugaveg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
23. Listabraut 3 (01.721.401) 107289 Mál nr. BN042078
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum sem fela í sér breytingar innandyra, þar á meðal að búa til gat í gólfplötu, fjarlægja veggi og breyta salerni í Borgarleikhúsinu á lóð nr. 3 við Listabraut.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 8. nóv. 2010.
Bréf frá hönnuði dags. 9.nóv. 2010. Bréf frá brunahönnuði dags. 8. nóv. 2010 og júní 1999.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
24. Logafold 19 (02.875.503) 110393 Mál nr. BN042318
Hermann Jóhannesson, Logafold 19, 112 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum þar sem fram koma breytingar á hurðum á áður samþykktu erindi BN038029 dags. 22. apríl 2008 þar sem fallað var um byggingu sólstofu á suðurhlið að hluta undir svalagólfi efri hæðar einbýlishússins á lóð nr. 19 við Logafold.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
25. Lóuhólar 2-6 (04.642.701) 111914 Mál nr. BN042323
Reginn A3 ehf, Borgartúni 25, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta verslun, 0107, í þrjá veitingastaði í flokki I og II með rýmisnúmer 0107, 0109 og 0110 í þriðja áfanga, mhl. 02 verslanamiðstöðvar nr. 6 á lóð nr. 2-6 við Lóuhóla.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
26. Mánatún 1-17/Sóltún 1-3 (01.230.003) 208475 Mál nr. BN042278
Ármannsfell ehf, Hátúni 2B, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að nýta að hluta og ganga frá til bráðabirgða bílakjallaranum, sjá erindi BN033317 dags. 28. mars 2006, á lóð nr. 1-17 við Mánatún og 1-3 við Sóltún.
Erindi fylgir bréf hönnuðar og minnisblað um brunavarnir frá Eflu verkfræðistofu dags. 26. október 2010.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
27. Miðtún 10 (01.223.005) 102880 Mál nr. BN042211
Hálist ehf, Vatnsstíg 9, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi og fá samþykkta ósamþykkta íbúð í kjallara þríbýlishússins á lóð nr. 10 við Miðtún.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 17. október 2010 og annað dags. 15. nóvember 2010.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Umsækjandi skal óska eftir nýrri skoðunarskýrslu.
Lagfæra skráningartöflu.
28. Nauthólsvegur 50 (01.619.601) 106641 Mál nr. BN042298
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta og endurnýja í kjallara svæði sem tengist sundlaugarrými, 1. hæð ráðstefnu- og veitingasölum, stækkun anddyri við inngang, stækka útipall á vesturhlið og setja álrimla utan á austur útvegg á Hótel Loftleiðir á lóð nr. 50 við Nauthólsveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 19. nóvember 2010 fylgir erindinu.
Stækkun: 6,4 ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
29. Ofanleiti 2 (01.743.101) 107427 Mál nr. BN042334
SVÍV ses, Kringlunni 7, 103 Reykjavík
Verzlunarskóli Íslands, Ofanleiti 1, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta bókasafni og fylgirýmum á 2. hæð í skrifstofur í mhl. 01 Verslunarskóla Íslands á lóð nr. 2 við Ofanleiti.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
30. Rauðagerði 42 (01.823.101) 108348 Mál nr. BN042324
Tryggvi Björn Davíðsson, Bretland, Fabienne Chantal Soule, Bretland, Sótt er um leyfi til að stækka svalir/pall á neðri hæð til suðurs og austurs ásamt því að gerð er grein fyrir ýmsum áður gerðum breytingum á einbýlishúsinu á lóð nr. 42 við Rauðagerði.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
31. Seljabraut 54 (04.970.002) 113150 Mál nr. BN042247
Fjárfestingafél Farbraut ehf, Þingási 3, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja steypta súlu í modul línu F á teikningu og setja stálsúlu R60 í staðinn sbr. erindið BN041410 dags. 27. apríl 2010 í verslunarhúsnæðinu á lóð nr. 54 við Seljabraut.
Bréf frá eiganda dags. 24. okt. 2010 fylgir ásamt umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 7. nóvember 2010.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
32. Síðumúli 34 (01.295.201) 103840 Mál nr. BN042280
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að flytja kaffistofu um set sem og geymslur og innrétta nýtt eldhús á 1. hæð í mhl. 1 í húsi á lóð nr. 34 við Síðumúla.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
33. Skólavörðustígur 42 (01.181.417) 210269 Mál nr. BN042329
R. Guðmundsson ehf, Pósthólf 1143, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga frá nýsamþykktu erindi, BN041529, þar sem stækkun verslunar á 1. hæð og byggingu tengigangs á 2. hæð er frestað og breytt er innra fyrirkomulagi og eldvarnarmerkingum á 2. og 3. hæð í gistiheimili á lóð nr. 42 við Skólavörðustíg.
1. hæð minnkar um 16,2 ferm., 57 rúmm.
2. hæð minnkar um 55,8 ferm., 215,7 rúmm.
Samtals: 72 ferm., 272,7 rúmm.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
34. Sólvallagata 27 (01.139.111) 100758 Mál nr. BN041795
Jón Hákon Hjaltalín, Þorrasalir 23, 201 Kópavogur
JHH ehf, Fjarðargötu 13-15, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til að innrétta tvær íbúðir sbr. fyrirspurn BN040050 í verslunarhúsnæði á 1. hæð í húsi á lóð nr. 27 við Sólvallagötu.
Útskrift úr gerðarbók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 16. júlí 2010 fylgir erindinu.Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
35. Sporhamrar 5 (02.295.602) 208612 Mál nr. BN042331
Þroskahjálp,landssamtök, Háaleitisbraut 11-13, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta starfsmannaaðstöðu í rými 0103 í íbúð í sambýli fyrir fatlaða á lóð nr. 5 við Sporhamra.
Gjald kr. 7.700.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Sérstök athygli er vakin á athugasemd skipulagsstjóra.
36. Templarasund 3 (01.141.210) 100901 Mál nr. BN042222
Kirkjuhvoll sf, Kirkjutorgi 4, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta hárgreiðslustofu í kaffihús í flokki I í húsi á lóð nr. 3 við Templarasund.
Jákvæð fyrirspurn BN041993 dags. 21. sept. 2010 fylgir.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 31. okt. 2010 fylgir einnig sem og
tölvupóstur frá Samúel Guðmundssyni dags. 8. nóv. 2010. Einnig fylgja umsagnir Húsafriðunarnefndar dags. 12.10. 2010, Sveinbjörns Hinrikssonar dags. 16.11. 2010 og Minjasafns Reykjavíkur dags. 16.11. 2010.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
37. Tjarnargata 37 (01.142.303) 100938 Mál nr. BN042284
Heiðarlax ehf, Vesturbrún 18, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja garðskála til austurs úr timbri og breyta gluggum í dyr í kjallara, færa eldhús og baðherbergi til og hlaða vegg á lóðamörkum með timburskýlum fyrir garðáhöld, hjól og sorp.
Umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 8. nóvember 2010 fylgir erindinu sem og umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 8. nóv. 2010 og umsögn verkfræðings dags. 15. nóv. 2010.
Stækkun 22,1 ferm., 61 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 4.697
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu.
Vísað er til uppdrátta 1-3 dags. 16. nóv. 2010.
38. Traðarland 10-16 (01.871.502) 108830 Mál nr. BN042283
Andri Sigþórsson, Rauðagerði 53, 108 Reykjavík
Anna Kathrine Angvik Jacobsen, Rauðagerði 53, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka íbúðarhús til suðurs og norðurs, hækka bílskúr, steypa nýja þakplötu á hann og inngang og breyta innra fyrirkomulagi einbýlishúss nr. 16 á lóð nr. 10 - 16 við Traðarland.
Stærðir fyrir breytingu íbúð: 160,4 ferm., 497,3 rúmm.
Bílskúr fyrir breytingu: 34,7 ferm., 86,8 rúmm.
Stækkun íbúðar: 69,1 ferm., 214,2 rúmm.
Bílskúr minnkar um 6,8 ferm., 4,5 rúmm.
Samtals: 257,4 ferm., 793,8 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 16.147
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
39. Varmadalur 125767 (00.080.002) 125767 Mál nr. BN042316
Haraldur Jónsson, Varmadalur 3, 116 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja skýli úr línustaurum og klætt með bárujárni, norðan við einbýlishúsið á lóðinni Varmadalur III.
Jákvæð fyrirspurn BN042193 dags. 26. okt. 2010.
Stærð: 51,6 ferm og 170,3 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 13.113
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
40. Vesturberg 46-54 (04.666.203) 112085 Mál nr. BN042333
Vesturberg 8,10,26,28,30,húsfél, Vesturbergi 26, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða útveggi suður, austur og norður með sléttri álklæðningu með undirkerfi úr áli og endurnýja suma glugga í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 46 - 54 við Vesturberg.
Fundagerð Húsfélagsins Vesturbergi 46-54 dags. 30. sept. 2010 fylgir sem og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 15. nóv. 2010.
Gjald kr. 7.700 kr.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
41. Vesturgata 22 (01.132.002) 100192 Mál nr. BN042274
Steinunn Blöndal, Vesturgata 22, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi og sameina tvær ósamþykktar íbúðir, 0302 og 0303, í eina. Verður 0302 einnig #GLósamþykkt#GL í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 22 við Vesturgötu.
Erindi fylgir samþykki allra meðlóðarhafa nema eins og skýringar á vöntun eins dags. 10. nóvember 2010.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
42. Öldugata 13 (01.136.402) 100577 Mál nr. BN042326
Ellen Gunnarsdóttir, Bárugata 13, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir viðbyggingu garðmegin úr steinsteypu við kjallara, 1. hæð og sem svalir á 2. hæð og koma fyrir þrem þakgluggum, jafnframt er gerð grein fyrir frekari áformum um byggingu bílskúrs við einbýlishús á lóð nr. 13 við Öldugötu.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 15. nóv. 2010
Stærðir: Stækkun íbúðarhúss samtals - 28,1 ferm., 84,5 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 6.507
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
Ýmis mál
43. Brunnstígur 5 (01.131.005) 100148 Mál nr. BN042353
Daði Guðbjörnsson, Brunnstígur 5, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf byggingarleyfishafa mótt. 18. þ.m. vegna BN029498 þar sem fram kemur að byggingarleyfishafi hafi ákveðið að fresta framkvæmdum um sinn og því óskað eftir endurgreiðslu viðbótargatnagerðargjalda. En byggingarleyfið var útgefið þann 20. október 2010.
Samþykkt að fella útgefið byggingarleyfi úr gildi.
Bókun byggingarfulltrúa: Líði meira en ár frá samþykkt byggingaráforma fellur sú samþykkt einnig úr gildi og ber því að sækja um endurnýjun byggingarleyfis áður en til framkvæmda kemur
44. Meistari - Húsasmíðameistari Mál nr. BN042345
Guðmundur Finnsson, Kvíaholt 16, 310 Borgarnes
Ofanritaður sækir um staðbundin réttindi sem húsasmíðameistari í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur. Málinu fylgir afrit af meistarabréfi, sveinsbréfi ásamt verkefnalista frá Borgarnesi.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Staðbundin réttindi m.v. gr. 37.2 í byggingarreglugerð nr. 441/1998.
45. Skólavörðustígur 23 (01.182.243) 101895 Mál nr. BN042356
Lagt fram bréf dags. 15. nóvember vegna fyrirspurnar BN042152 sem afgreidd var neikvæð.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
Fyrirspurnir
46. Bólstaðarhlíð 7 (01.270.212) 103589 Mál nr. BN042338
Andrea Stefanía Björgvinsdóttir, Bólstaðarhlíð 7, 105 Reykjavík
Skúlína Hlíf Kjartansdóttir, Bólstaðarhlíð 7, 105 Reykjavík
Sölvi Rúnar Sólbergsson, Hlíðarstræti 8, 415 Bolungarvík
Spurt er hvort breyta megi steyptum þakkanti m/rennu, sem klæddur hefur verið með Steni plötum, þegar endurnýja á þak fjölbýlishússins á lóð nr. 7 við Bólstaðarhlíð.
Kanturinn er skemmdur og þarf að brjóta hluta hans af og ætlunin er að klæða þakið út yfir kantinn og setja utanáliggjandi þakrennu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
47. Eirhöfði 17 (04.030.203) 110522 Mál nr. BN042341
Sveinn S Árnason, Akurholt 13, 270 Mosfellsbær
Grafan ehf, Eirhöfða 17, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fáist til að endurbyggja þak sem skemmdist í eldsvoða í sömu mynd og fyrir bruna á iðnaðarhúsi á lóð nr. 17 við Eirhöfða.
Nei.
Bæta verður eldvarnir milli eignarhluta og burðarviki sé hannað í samræmi við gildandi ákvæði byggingarreglugerðar og allar klæðningar uppfylli brunakröfur það er séu í flokki 1.
Vegna málsins ber að leggja fram og fá samþykkta nýja séruppdrætti af þaki.
48. Háteigsvegur 3 (01.244.202) 103186 Mál nr. BN042322
Hulda Kristinsdóttir, Birkihlíð 16, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að breyta núverandi sorpgeymslu í bakinngang fyrir íbúð 0101 og færa sorptunnur út á lóð við fjölbýlishúsið á lóð nr. 3 við Háteigsveg.
Nei.
Fellur ekki að umhverfi.
49. Í landi Fitjakots 125677 (00.026.002) 125677 Mál nr. BN042219
Jón Jóhann Jóhannsson, Búðavað 10, 110 Reykjavík
Spurt er hvernig skrá skuli óuppfyllta sökkla í mhl. 1 og hvort steypa megi bílaplan og skýli undir því sem mhl. 02 við einbýlishús í Perluhvammi í landi Fitjakots, landnúmer 125677.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 19. nóvember 2010 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 19. nóvember 2010.
Nei.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
50. Laugavegur 50B (01.173.108) 101525 Mál nr. BN042315
Jón Jónsson, Laugavegur 50b, 101 Reykjavík
Halldóra E Sveinbjörnsdóttir, Laugavegur 50b, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja 37 ferm. garðskála á vesturhlið húsins á lóð nr. 50B við Laugaveg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
51. Njörvasund 5 (01.413.108) 105090 Mál nr. BN042340
Þóra Pétursdóttir, Drekavellir 26, 221 Hafnarfjörður
Spurt er hvort samþykki fengist fyrir áður gerða íbúð í kjallara einbýlishússins á lóð nr. 5 við Njörvasund.
Erindi fylgir afsal dags. 22. nóvember 1993, virðingargjörð dags. 20. febrúar 1960 og íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 3. mars 2007.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum en björgunarop vantar. Sækja verður um byggingarleyfi.
52. Sjafnargata 11 (01.196.008) 102636 Mál nr. BN042289
Edda Þórarinsdóttir, Birkihlíð 13, 105 Reykjavík
Spurt er hvort byggja megi anddyri til austurs, annað til vesturs, yfir svalir með flötu þaki, nýjan inngang í kjallara að utan og lækka gólf þar í einbýlishúsi á lóð nr. 11 við Sjafnargötu.
Meðfylgjandi er svar skipulagsstjóra dags. 23.8. 2010 við fyrirspurn ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 19. nóvember 2010 og umsögn skipulagsstjóra dags. 18. nóvember 2010.
Jákvætt.
Með vísan til umsagnar þeirra takmarkana sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra.
Sækja verður um byggingarleyfi sem grenndarkynna verður.
53. Skúlagata 28 (01.154.304) 101119 Mál nr. BN042325
Magnús Albert Jensson, Langagerði 88, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að gera opnanlega glugga á suðurgafl bakhússins á lóð nr. 28 við Skúlagötu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
Fundi slitið kl. 12.00
Magnús Sædal Svavarsson
Bjarni Þór Jónsson Björn Kristleifsson
Sigrún Reynisdóttir Jón Hafberg björnsson
Þórður Búason Eva Geirsdóttir