Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2011, miðvikudaginn 9. mars kl. 9.10, var haldinn 235. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson og áheyrnarfulltrúinn Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Margrét Þormar, Lilja Grétarsdóttir og Margrét Leifsdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsstjóra Reykjavíkur dags. 25. febrúar og 4. mars 2011.

Jórunn Frímannsdóttri tók sæti á fundinum kl. 9.15

2. Borgartúnsreitur vestur, deiliskipulag staðgreinireitur 1.216(01.216)Mál nr. SN090424
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Vinnustofunnar Þverá að deiliskipulagi Borgartúnsreits vestur samkvæmt uppdrætti dags. 30. nóvember 2010. Í tillögunni felst að byggingarmagn er aukið á reitnum, einkum meðfram Guðrúnartúni/ Sætúni, þar sem gert verður ráð fyrir blandaðri byggð. Gert er ráð fyrir bílageymslum neðanjarðar og fækkun bílastæða ofanjarðar. Innan reitsins verður opinn garður. Tillagan var auglýst frá 29. desember 2010 til og með 9. febrúar 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Þórdís L. Guðmundsdóttir f.h. hverfisráðs Laugardals dags. 24. janúar 2011, Stólpar dags. 8. febrúar 2011, THG arkitektar f.h. Húsfélagsins Sætúni 1 dags. 8. febrúar 2011 og Vegagerðin dags. 25. febrúar 2011.
Athugasemdir kynntar.
Vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

3. Lindargata 28-32, breyting á deiliskipulagi (01.152.4) Mál nr. SN110085
Kristinn Ragnarsson,arkit ehf, Ármúla 1, 108 Reykjavík
Guðbjartur K Ingibergsson, Hléskógar 6, 109 Reykjavík
Lagt fram erindi Guðbjarts K. Ingibergssonar dags. 22. febrúar 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna lóðanna nr. 28-32 við Lindargötu. Í Breytingunni felst að lóðirnar verði sameinaðar, byggingarreitur meðfram Lindargötu fyrir þriggja hæða hús með risi verði breikkaður úr 10 í 12 metra, á innri lóðarhluta verði gert ráð fyrir auknum byggingarreit fyrir fjögurra hæða byggingu með risi og undir allri lóðinni verður bílastæðakjallari auk rýmis fyrir geymslur, stiga og lyftur, samkvæmt uppdrætti Kristins Ragnarssonar arkitekts dags. 21. febrúar 2011.
Synjað.
Skipulagsráð fellst ekki á að breyta samþykktu deiliskipulagi svæðisins og bendir lóðarhöfum á að nýta sér þær uppbyggingarheimildir sem þar er að finna.

4. Þönglabakki 1, breyting á deiliskipulagi (04.603.5) Mál nr. SN110084
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Örk ehf, Hafnargötu 90, 230 Keflavík
Lagt fram erindi Reita ehf. dags. 22. febrúar 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Mjóddar vegna lóðarinnar nr. 1 við Þönglabakka. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit fyrir anddyri, samkvæmt uppdrætti Teiknistofunnar Örk dags. 22. febrúar 2011. Einnig lögð fram fundargerð stjórnarfundar svæðisfélagsins Mjódd frá 29. nóvember 2010.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

5. Grundarstígsreitur, forsögn, deiliskipulag (01.18) Mál nr. SN100227
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs að deiliskipulagi Grundarstígsreits dags. 3. mars 2011, reiturinn afmarkast af Grundarstíg, Spítalastíg, Þingholtsstræti og Skálholtsstíg. Í tillögunni felst stefnumörkun um þróun byggðar á reitnum. Einnig er lögð fram forsögn skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. í júní 2010 ásamt ábendingum sem bárust við kynninguna. Einnig er lögð fram húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur dags. i mars 2011.
Samþykkt að kynna framlagða deiliskipulagstillögu fyrir hagsmunaaðilum á skipulagssvæðinu og þeim aðilum sem sendu inn athugasemdir við forkynningu.

6. Háskóli Íslands, deiliskipulag vestan Suðurgötu, Árnastofnun(01.6)Mál nr. SN080717
Háskóli Íslands, Suðurgötu, 101 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju erindi Háskóla Íslands dags. 25. nóvember 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands vestan Suðurgötu. Í breytingunni felst að á reit A3 verður byggingarmagn aukið, nýtingarhlutfall á lóð hækkað og hámarkshæð byggingar aukin auk þess sem gert er ráð fyrir þakgarði á húsinu samkvæmt uppdrætti Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. dags. 15. nóvember 2008. Tillagan var áður auglýst frá 19. desember 2008 til og með 5. febrúar 2009. Athugasemd barst frá: Kristínu Björgu Helgadóttur dags. 5. febrúar 2009 f.h. húsfélagsins að Birkimel 8, 8A og 8B. Einnig eru lögð fram bréf fulltrúa Háskóla Íslands, Félagsstofnun stúdenta og Þjóðminjasafns Íslands dags. 17. febrúar 2009, bréf Teiknistofu Gylfa Guðjónssonar og félaga dags. 2. febrúar 2009, umsögn skipulagsstjóra dags. 27. febrúar 2009, umsögn umhverfis- og samgöngusviðs dags. 26. febrúar 2009 ásamt bréfi Háskóla Íslands dags. 10. mars 2009 með drögum af samgöngustefnu HÍ. Tillagan var endurauglýst frá 29. desember 2011 til og með 9. febrúar 2011. Engar nýjar athugasemdir bárust.
Frestað.

7. Kjalarnes, Brautarholt 1, lýsing Mál nr. SN100307
Bjarni Pálsson, Brautarholt 1, 116 Reykjavík
Lögð fram lýsing Einars Ingimarssonar fh. lóðarhafa dags 9. febrúar 2011 vegna deiliskipulags golfvallar við Brautarholt á Kjalarnesi. Í lýsingunni koma fram áherslur, upplýsingar um forsendur, fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli.
Frestað.

8. Nýr Landspítali við Hringbraut, lýsing, nýtt deiliskipulag(01.19) Mál nr. SN110037
SPITAL ehf, Geirsgötu 9, 101 Reykjavík
Kynnt staða á vinnu deiliskipulags á svæðinu.

Jórunn Frímannsdóttir vék af fundi kl. 12:13.
Sóley Tómasdóttir vék af fundi kl. 12:17.

Helga Bragadóttir arkitekt og Helgi Már Halldórsson arkitekt kynntu stöðu deiliskipulagsvinnunnar.

Gísli Marteinn Baldursson og Krístín Soffía Jónsdóttur véku af fundi kl. 12:30.

(B) Byggingarmál

9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN042691
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 625 frá 1. mars og nr. 626 frá 8. mars 2011.

10. Sjafnargata 11, viðbygging og endurbætur (01.196.008) Mál nr. BN042400
Edda Þórarinsdóttir, Birkihlíð 13, 105 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. janúar 2011 þar sem sótt er um leyfi til að byggja við úr steinsteypu nýja innganga til austurs og vesturs, byggja flatt þak yfir svalir, lækka gólf í hluta kjallara og fjarlægja klæðningu utan af húsinu og múra með múrkerfi í ljósum lit, sbr. fyrirspurn BN042289, einbýlishúsið á lóð nr. 11 við Sjafnargötu. Lagt fram bréf Þórdísar Arnljótsdóttur dags. 17. febrúar 2011 þar sem óskað er eftir framlengingu á fresti vegna grenndarkynningar. Erindið var grenndarkynnt frá 20. janúar 2011 til og með 1. mars 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Þórdís Arnljótsdóttir dags. 23. febrúar 2011. Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 2. nóvember 2010, umsögn skipulagsstjóra dags. 18. nóvember 2010 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra dags. 19. nóvember 2010.Stækkun 68 ferm., xx rúmm.Gjald kr. 7.700 + xx
Frestað.

11. Tryggvagata 22, breyta innréttingu og gera verönd (01.140.004) Mál nr. BN042299
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30.nóvember 2010 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innréttingu 1. hæðar á þann veg aðallega að draga framhlið inn og skapa þar 27 ferm. verönd fyrir útiveitingar og taka glugga og hurðir úr framhlið. Gjald kr. 7.700
Frestað.

(A) Skipulagsmál

12. Vesturgata 27, opið skýli úr timbri (01.136.001) Mál nr. BN042440
Sigríður H Guðmundsdóttir, Vesturgata 27, 101 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. desember 2010 þar sem sótt er um leyfi til að byggja opið skýli úr timbri austan við einbýlishúsið á lóð nr. 27 við Vesturgötu. Tillagan var grenndarkynnt frá 12. janúar 2011 til og með 9. febrúar 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Eyjólfur Baldursson og Baldur E. Jensson dags. 11. febrúar 2011.
Frestað.

(C) Fyrirspurnir

13. Hallgrímstorg 3 / Hnitbjörg, (fsp) viðbygging Mál nr. SN100409
Listasafn Einars Jónssonar, Pósthólf 1051, 121 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra 21. janúar 2011 var lögð fram fyrirspurn Listasafns Einars Jónssonar dags. 18. nóvember 2010 varðandi leyfi til að byggja viðbyggingu við húsið nr. 3 við Hallgrímstorg Hnitbjörg samkvæmt tillögu Studio Granda dags. í september 2010. Einnig er lagt fram bréf Borgarminjavarðar dags. 4. nóvember 2010, bréf Húsafriðunarnefndar dags. 12. nóvember 2010 og tölvubréf Júlíönu Gottskálksdóttur dags. 20. janúar 2011. Á fundi skipulagsráðs þann 23. febrúar 2011 var umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt og erindi frestað. Lagt fram að nýju ásamt bréfi Skipulagsstofnunar dags. 28. febrúar 2011.
Frestað.

(D) Ýmis mál

14. Skipulagsráð, tillaga vegna sorphirðu Mál nr. SN110112
Lögð fram eftirfarandi tillaga skipulagsráð dags. 9. mars 2011.
#GL Um þessar mundir eru að berast bréf til borgarbúa vegna breytinga ásorphirðu og álagningu nýs sorphirðugjalds en það leggst á þar sem sorpílát eru í meira en 15 metra fjarlægð frá sorphirðubíl. Í bréfinu er viðtakendum bent á að færa sorpílát nær götu á losunardegi eða færa sorpgerðið/-geymsluna varanlega nær götu. Að öðrum kosti verði lagt á sorphirðugjald.Mál þetta var ekki verið lagt fyrir skipulagsráð til umsagnar sem þó hefði verið eðlileg málsmeðferð. Samþykktar byggingarnefndarteikningar og lóðaruppdrættir kveða jafnan á um endanlega staðsetningu og gerð sorpgerða og sorpgeymsla í samræmi við byggingarreglugerð og/eða deiliskipulag enda getur staðsetning sorpíláta verið ákveðin í deiliskipulagi.Þar sem Reykjavíkurborg hefur með áðurnefndu bréfi opnað á flutning og nýja staðsetningu sorpgerða/-geymsla án fyrirvara eða frekari leiðbeininga er óskað eftir minnisblaði skipulagsstjóra og byggingarfulltrúa um þann feril sem slíkar aðgerðir geta kallað á með tilliti til gildandi deiliskipulagsáætlana og samþykktra byggingarnefndarteikninga.#GL
Vísað til umsagnar hjá skipulags- og byggingarsviði.

15. Vesturberg 78, málskot Mál nr. SN110106
Vektor, hönnun og ráðgjöf ehf, Akralind 6, 201 Kópavogur
Lagt fram málskot Vektor, hönnun og ráðgjöf ehf. dags. 3. mars 2011 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsstjóra frá 19. nóvember 2010 varðandi fjölgun bílastæða á lóðinni nr. 78 við Vesturberg.
Frestað.

16. Gufunes, Áburðarverksmiðjan, afmörkun lóðar (02.22) Mál nr. SN110096
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Lagt fram erindi Orkuveitu Reykjavíkur dags. 25. febrúar 2011 varðandi afmörkun lóðar fyrir dreifistöð við Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi, samkvæmt teikningu dags. 6. janúar 2011.
Frestað.

17. Skaftahlíð 24, bréf hverfisráðs Hlíða (01.274.2) Mál nr. SN110039
Lagt fram bréf Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða dags. 28. janúar 2011 vegna bókunar hverfisráðs Hlíða frá 17. janúar 2011 þar sem óskað er eftir rökstuðningi Skipulags- og byggingasviðs fyrir heimild til viðbyggingar við hús nr. 24 við Skaftahlíð.
Frestað.

18. Sporhamrar 5, breyting á deiliskipulagi (02.29) Mál nr. SN110034
AVH ehf Arkitektúr-Verkfr-Hönn, Mýrarvegi Kaupangi, 600 Akureyri
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. febrúar 2011 vegna samþykkt borgarráðs frá 10. febrúar 2011 um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hamrahverfis vegna lóðar nr. 5 við Spoprhamra.

19. Suður Selás, breyting á deiliskipulagi (04.3) Mál nr. SN100422
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. febrúar 2011 vegna samþykkt borgarráðs frá 10. febrúar 2011 um breytt deiliskipulag Suður Selás.

20. Suður Selás og Norðlingaholt, deiliskipulag Mál nr. SN100421
Umhverfis- og samgöngusvið Reyk, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. febrúar 2011 vegna samþykkt borgarráðs frá 10. febrúar 2011 um deiliskipulag vegna göngutengingar milli suður Seláss og Norðlingaholts.

21. Norðlingaholt, breyting á deiliskipulagi (04.79) Mál nr. SN100423
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. febrúar 2011 vegna samþykktar borgarráðs frá 10. febrúar 2011 um breytt deiliskipulag Norrðlingaholts.

22. Vesturgata 5B, breyting á deiliskipulagi Grjótaþorps (01.136.1) Mál nr. SN070806
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 24. febrúar 2011 vegna samþykktar borgarráðs s.d. um breytt deiliskipulag Grjótaþorps vegna flutnings Gröndalshúss á lóð nr. 5B við Vesturgötu.

23. Grjótháls 10, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN100425
Bón og þvottastöðin ehf, Hálsaseli 6, 109 Reykjavík
Atli Jóhann Guðbjörnsson, Flétturimi 5, 112 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. febrúar 2011 vegna samþykkt borgarráðs frá 10. febrúar 2011 um breytt deiliskipulag Hálsahverfis vegna lóðar nr. 10 vð Grjótháls.

24. Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur, kæra (05.18) Mál nr. SN110108
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 4. mars 2011 ásamt kæru dags. 28. febrúar 2011 þar sem kærð er deiliskipulagsákvörðun fyrir Hólmsheiði í Reykjavík.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

25. Hverfisgata 18, kæra, umsögn (01.171.0) Mál nr. SN100450
Lagt fram bréf frá úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála dags. 15. desember 2010 ásamt kæru dags. 1. desember 2010 þar sem kært er byggingarleyfi fyrir breyttri notkun húsnæðis að Hverfisgötu 18 í Reykjavík. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 3. mars 2011.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

26. Bergstaðastræti 13, kæra, umsögn, úrskurður (01.180.3) Mál nr. SN110099
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lögð fram kæra til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 23. febrúar 2011, þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa frá 22. febrúar 2011 að endursamþykkja erindi BN040897 þar sem veitt var leyfi fyrir nýbyggingu á lóðinni nr. 13 við Bergstaðastræti. Einnig er krafist stöðvunar framkvæmda. Ennfremur lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 28. febrúar 2011.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

27. Kúrland 27, kæra, umsögn, úrskurður (01.861.4) Mál nr. SN110018
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 4. mars 2011 vegna kæru á synjun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 7. desember 2010 á beiðni um leyfi fyrir áður gerðum heitum potti á lóðinni nr 27 við Kúrland.
Úrskurðarorð: Synjun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 7. desember 2010, á beiðni um leyfi fyrir áður gerðum heitum potti á lóðinni nr. 27 við Kúrland í Reykjavík, er felld úr gildi.

28. Bergstaðastræti 13, kæra, umsögn, úrskurður (01.180.3) Mál nr. SN110011
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagður fram úrskurður úrskurðanefndar skipulags- og byggingarmála dags. 4. mars 2011 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa frá 14. desember 2010 á að veita takmarkað byggingarleyfi fyrir uppsteypu 2. hæðar nýbyggingu á lóðinni nr. 13 við Bergstaðastræti.
Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.

29. Bergstaðastræti 13, kæra, umsögn, úrskurður (01.180.3) Mál nr. SN110099
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 4. mars 2011 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa frá 22. febrúar 2011 að endursamþykkja erindi BN040897 þar sem veitt var leyfi fyrir nýbyggingu á lóðinni nr. 13 við Bergstaðastræti.
Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um stöðvun framkvæmda á lóðinni að Bergstaðastræti 13 í Reykjavík samkvæmt hinu kærða byggingarleyfi.

30. Skógarvegur 18-22, kæra, umsögn, úrskurður (01.793.5) Mál nr. SN090173
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 4. mars 2011 vegna kæru á samþykkt skipulagsráðs Reykjavíkur frá 27. ágúst 2008 og 17. desember s.á. um breytt deiliskipulags neðan Sléttuvegar vegna lóðar C við Sléttuveg.
Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.

Fundi slitið kl. 12.40

Páll Hjalti Hjaltason
Hjálmar Sveinsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Júlíus Vífill Ingvarsson

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2011, þriðjudaginn 1. mars kl. 11.00 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 625. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Bjarni Þór Jónsson, Björn Kristleifsson, Sigrún Reynisdóttir, Þórður Búason og Eva Geirsdóttir.
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Aðalstræti 7 (01.140.415) 100856 Mál nr. BN042671
Aðalstræti 7 sf, Borgartúni 31, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir útiveitingum fyrir 30 gesti á Aðalstræti og Vallarstræti við hús á lóð nr. 7 við Aðalstræti.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra og skrifstofu gatna- og eignaumsýslu.

2. Austurbakki 2 (01.119.801) 209357 Mál nr. BN038981
Eignarhaldsfélagið Portus ehf, Pósthólf 709, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja spennistöð við austurhlið tónlistar- og ráðstefnuhússins sbr. erindi BN037260 og BN042027 ásamt breytingu BN037608 á neðanjarðar bílahúsi á lóð nr. 2 við Austurbakka.
Bréf hönnuðar dags. 22. sept. 2008, minnisblað varðandi útblástur frá varaaflstöð dags. 5. des. 2007 og tölvupóstur Umhverfissviðs Reykjavíkur frá 7. des. 2007 fylgja erindinu.
Stærð: Spennistöð (matshluti 03) neðri kjallari 134,7 ferm., kjallari 294,5 ferm., samtals 429,2 ferm., 1693,2 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 7.700 + 135.456
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

3. Austurbakki 2 (01.119.801) 209357 Mál nr. BN038887
Eignarhaldsfélagið Portus ehf, Pósthólf 709, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta sbr. erindi 34842, burðarveggjum og súlum, breyta stærðum palla, lögun svala og kaffibars milli vestur- og austurbyggingar, breyta innra skipulagi víða, fella niður stiga eða breyta ásamt breytingum á flóttaleiðum Tónlistar- og ráðstefnuhússins á lóð nr. 2 við Austurbakka.
Bréf ÍAV dags. 17. júlí 2009, eldvarnarskýrsla Mannvits dags. júlí, sept. 2009 og jan. 2011, yfirlit yfir ófrágengin rými dags. sept. 2009, fundargerðir funda Batterísins við Vinnueftirlit Ríkisins og Heilbrigðiseftirlit dags. sept. 2009 og aðgengisáætlun Batterísins dags. 29. sept. 2010 fylgja erindinu.
Stærð var: Tónlistar- og ráðstefnuhús neðri kjallari 3710,7 ferm., efri kjallari 3131,9 ferm., 1. hæð 6785,3 ferm., 2. hæð 7093,4 ferm., 3. hæð 2036,4 ferm., 4. hæð 2716 ferm., 5. hæð 1128,1 ferm., 6. hæð 665,4 ferm., 7. hæð 750,9 ferm., 8. hæð 358,8 ferm., samtals 28376,9 ferm., 232911,9 rúmm. Geymslur og vörumóttaka (B-rými) samtals 493,3 ferm., 2640,9 rúmm.
Stærðir verða: Tónlistar- og ráðstefnuhús neðri kjallari 4641,8 ferm., efri kjallari 3506,4 ferm., 1. hæð 6691,2 ferm., 2. hæð 7467,4 ferm., 3. hæð 2011,5 ferm., 4. hæð 2754,1 ferm., 5. hæð 1219,4 ferm., 6. hæð 605,8 ferm., 7. hæð 640,8 ferm., 8. hæð 310 ferm., samtals 29848,4 ferm., 249045,9 rúmm.
Hús hefur stækkað um 1471,5 ferm., 16134 rúmm. og
B-rými hafa orðið A-rými.
Gjald kr. 7.300 + 7.700 + 1.290.720
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

4. Austurbakki 2 (01.119.801) 209357 Mál nr. BN042666
Eignarhaldsfélagið Portus ehf, Pósthólf 709, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta matshlutamörkum milli tónlistar- og ráðstefnuhúss (matshl. 01) og bílahúss (matshl. 02), breyta fyrirkomulagi bílastæða, flóttaleiðum og til að fjölga og stækka tæknirými í bílahúsi, sjá erindi BN038930, við tónlistarhúsið á lóð nr. 2 við Austurbakka.
Stærð var: Bílahús neðri kjallari (K2) var 9383,6 ferm. og kjallari (K1) 9324,1 ferm., samtals 18707,7 ferm., 72632,9 rúmm.
B-rými var 307,4 ferm., 1137,4 rúmm.
Stærð verður: Bílahús neðri kjallari (K2) 9259,5 ferm., kjallari (K1) 9184,9 ferm., samtals verður bílahús 18444,3 ferm., 73195,8 rúmm.
B-rými verður 451,5 ferm., 2106,3 rúmm.
Minnkun 263,4 ferm., Stækkun 562,9 rúmm. og stækkun B-rýma 144,1 ferm., 968,9 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 122.544
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

5. Austurstræti 9 (01.140.210) 100832 Mál nr. BN042501
Laundromat Reykjavík ehf, Austurstræti 9, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breytingum á innréttingu fyrir kaffihús sem er á 1. hæð og er fyrir 120 gesti í flokki III þar sem bar er stækkaður og í kjallara er komið fyrir almennings þvottaaðstöðu og barnaaðstöðu í húsnæðinu á lóð nr. 9 við Austurstræti.
Erindi fylgir greinargerð um hljóðvist dags. 23. febrúar og bréf frá eiganda Austurstrætis 9 dags. 28. febrúar 2011. Einnig samþykki Landsbanka Íslands fyrir flóttaleið út í Hafnarstræti dags. 28. febrúar 2011.
Gjald kr. 8.000

Frestað.Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

6. Barðavogur 19 (01.443.004) 105511 Mál nr. BN042631
Jóna Karlotta Herbertsdóttir, Hléskógar 6, 109 Reykjavík
Krókur fasteignafélag ehf, Hléskógum 6, 109 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á tveimur áður gerðum íbúðum í kjallara einbýlishússins á lóð nr. 19 við Barðavog.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 25. febrúar 2011 fylgir erindinu.Gjald kr. 8.000
Synjað.
Með vísan til útskriftar úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 25. febrúar 2011.

Magnús Sædal vék af fundi við afgreiðslu málsins.

7. Borgartún 26 (01.230.002) 102910 Mál nr. BN042637
LF6 ehf, Borgartúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta rými 0601 í tvö sjálfstæð rými 0601 og 0606 með tilsvarandi innri breytingum í húsnæðinu á lóð nr. 26 við Borgartún. Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

8. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN042186
Höfðatorg ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Arkís arkitektar ehf, Höfðatúni 2, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi og innrétta skrifstofu í rými XXX á 2. hæð í Höfðatúni 2 á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Brúnavegur 13 (01.351.001) 104174 Mál nr. BN042682
Fulltrúaráð Sjómannadagsins, Laugarási Hrafnistu, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN042393 dags. 21. des. 2010, breytingarnar fela í sér að þakuppbyggingu er breytt, útlitsbreyting á innkomu og aðrar smávægilegar breytingar í Dvalarheimilinu Hrafnistu á lóð nr. 13 við Brúnaveg.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

10. Dugguvogur 23 (01.454.409) 105647 Mál nr. BN042653
Íris Hera Norðfjörð Jónsdóttir, Skúlagata 32, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalir úr járni við rými 0304 sbr. fyrirspurn BN042178 á 3. hæð í húsi á lóð nr. 23 við Dugguvog.
Meðfylgjandi er svar skipulagsstjóra dags. 25. október 2010 og samþykki meðeigenda.
Gjald kr. 8.000.
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta nr. 1, 4 og 5 síðast breytt 7. febrúar 2011.
Lagfæra skráningartöflu.

11. Flugvöllur 106748 (01.66-.-99) 106748 Mál nr. BN042675
Isavia ohf, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN041326 dags. 8. júní 2010 þannig að breytt verður innra fyrirkomulagi vélageymslu og slökkvistöðvar á Reykjavíkurflugvelli.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

12. Frakkastígur 8 (01.172.109) 101446 Mál nr. BN042508
Vatn og land I ehf, Laugavegi 71, 101 Reykjavík
Viti Menn ehf, Pósthólf 1044, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta netkaffi/tölvuleikjasal í flokki I á 3.- 4. hæð þar sem ekki er ætlunin að leika tónlist eða selja áfengi en opnunartíminn verður frá 11 til 01 alla daga vikunnar í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 8 við Frakkastíg.
Jákvæð fyrirspurn BN042414 dags. 14. des. 2011 fylgir.
Gjald kr. 8.000 + 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

13. Grandagarður 9 (01.115.205) 100052 Mál nr. BN042678
Miðun ehf, Sæviðarsundi 96, 104 Reykjavík
Grandagarður ehf, Sæviðarsundi 96, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta 1. hæð sem veitingasal og opna yfir í veitingasal á nr. 11 í húsi á lóð nr. 9 við Grandagarð.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

14. Grjótagata 4 (01.136.515) 100604 Mál nr. BN042574
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Minjavernd hf, Pósthólf 1358, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta fjögur hótelherbergi á 1. og 2. hæð, tvö á hvorri hæð, sem rekin verða sem hluti af hóteli í Aðalstræti 16, í tveggja hæða timburhúsi á hlöðnum kjallara frá 1896 á lóð nr. 4 við Grjótagötu.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

15. Hraunbær 121 (04.340.101) 189570 Mál nr. BN042597
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Rizzo Pizzeria ehf, Grensásvegi 10, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN042474 dags. 25. jan. 2011 þannig að komið verður fyrir salerni og að breyta flokki veitingarstaðarins í rými 0102 úr flokki I í flokk II í verslunarhúsi á lóð nr. 121 við Hraunbæ.
Bréf frá hönnuði dags. 8. feb. 2011 fylgir ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 25. febrúar 2011 og umsögn skipulagsstjóra dags. 8. febrúar 2011.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits og vinnueftirlits á umsóknarblaði.

16. Hringbraut 119 (01.520.301) 105924 Mál nr. BN042530
Íslenska eignafélagið ehf, Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta ísbúð i rými 0106 í verslunarhúsnæðinu á lóð nr. 119 við Hringbraut.
Gjald kr. 8.000 kr.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

17. Hverfisgata 45 (01.152.426) 101071 Mál nr. BN042685
Gistiheimilið Dómus ehf, Laugavegi 182, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningum vegna breytinga sem hafa orðið á byggingartíma sbr. erindi BN041896 á gistiheimili í húsi á lóð nr. 45 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

18. Höfðabakki 9 (04.075.001) 110681 Mál nr. BN042662
Reitir II ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi 2. hæðar E- húss, mhl 03 og opna yfir í mhl 04 í húsnæðinu á lóð nr. 9 við Höfðabakka.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

19. Keldnaholt (02.9--.998) 109210 Mál nr. BN042669
Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Keldnaholti, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir glugga á milli tveggja innirýma og fjarlægja léttan innvegg við afgreiðslu í mhl. 08 í húsi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands við Keldnaholt.
Bréf frá hönnuði dags. 21 feb. 2011fylgir.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

20. Keldnaholt (02.9--.998) 109210 Mál nr. BN042665
Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja anddyri við aðalinngang undir núverandi steyptu skyggni á Rannsóknarstofnun landbúnaðarins Keldnaholti.
Stækkun 11,3 ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 8.000 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

21. Kjalarvogur 10 (01.428.004) 105187 Mál nr. BN042651
Ker ehf, Kjalarvogi 7-15, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir tveim þegar staðsettum, járnklæddum utan sem innan, færanlegum skrifstofugámum, mhl. 14, á lóð nr. 10 við Kjalarvog.
Stærðir: 29,5 ferm., 80,9 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 647
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.

22. Klettagarðar 23 (01.324.501) 199101 Mál nr. BN042582
Stefán Sigurður Guðjónsson, Sólvallagata 15, 101 Reykjavík
John Lindsay hf, Klettagörðum 23, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breytingum á áður samþykktu erindi, BN034670 dags. 2. desember 2008. Breytingar fela í sér skipulags breytingu á framleiðslusal á millipalli í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 23 við Klettagarða.
Bréf frá hönnuði dags. 1. feb. 2011 fylgir.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

23. Kringlan 4-12 (01.721.001) 107287 Mál nr. BN042684
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingum í rými 215 og það minnkað um 14,5 ferm. og jafnframt stækkar rými 203 um þessa sömu 14,5 ferm. á 2. hæð í Kringlunni á lóð nr. 4-12 við Kringluna.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

24. Laugarnesvegur 104-110 (01.341.001) 103936 Mál nr. BN042489
Laugarnesvegur 106-110,húsfélag, Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða austurgafl með sléttri áklæðningu, endurnýja svalir, svalahandrið hækkað og svalir í mhl. 02 nr. 106 verða dýpkaðar um 50 cm á vesturgafl fjölbýlishússins nr. 106-110 á lóð nr. 104-110 við Laugarnesveg.
Umsögn burðarvirkshönnuðar dags. 5. jan. 2011 fylgir. Afrit af fundargerð dags. 16. nóv. 2010 og samþykki frá Lauganesvegi 104 fylgja erindinu.
Gjald kr. 8.000 + 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

25. Laugavegur 2 (01.171.301) 101401 Mál nr. BN042642
KTF ehf, Laugavegi 2, 101 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi BN028582, samþ. 2.3. 2004, sem felst í breytingum innanhúss í húsi á lóð nr. 2 við Laugaveg.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

26. Laugavegur 74 (01.174.207) 101610 Mál nr. BN042483
Laug ehf, Pósthólf 8814, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja hótel úr forsteyptum einingum, fimmtán íbúðarherbergi m/eldunaraðstöðu, verslun á jarðhæð og geymslur í kjallara á lóð nr. 74 við Laugaveg.
Jafnframt er erindi BN037238 fellt úr gildi.
Stærð: Kjallari, geymslur 107,9 ferm., 1. hæð verslun 428,4 ferm., 2. hæð hótel 299,4 ferm., 3. hæð 255,8 ferm.
Samtals A-rými: 1.091,5 ferm., 3.698,6 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 8.000 + 295.888
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

27. Lóuhólar 2-6 (04.642.701) 111914 Mál nr. BN042664
Reginn A3 ehf, Borgartúni 25, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á eldvörnum er varðar #GLslökkvikerfi fyrir eldunaraðstöðu#GL í rýmum 0104 og 0105 í mhl. 02 í verslanamiðstöð nr. 6 á lóð nr. 2-6 við Lóuhóla.
Meðfylgjandi er bréf hönnuðar dags. 23.2. 2011 og yfirlýsing húseiganda dags. 23.2. 2011.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

28. Miklabraut 101 (01.285.001) 103737 Mál nr. BN042679
Skeljungur hf, Hólmaslóð 8, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breytingu að innan og að loka nokkrum gluggum í veitingaverslun í húsnæðinu á bensínstöðvarlóðinni nr. 101 við Miklabraut.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

29. Mýrargata 2-8 (01.116.401) 100072 Mál nr. BN042607
Slippurinn, fasteignafélag ehf, Malarhöfða 8, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta hótel, byggja inndregna 4. hæð og sameina tvo matshluta í einn í gamla Slipphúsinu á lóð nr. 2-8 við Mýrargötu.
Meðfylgjandi er mæliblað frá Reykjavíkurhöfn, minnisblað um hljóðvist dags. 18. febrúar 2011, brunahönnunarskýrsla dags. 22. febrúar 2011.
Stærðir Stækkun : xx ferm., xx rúmm.
Samtals: 4.141,2 ferm., 13.741,1 rúmm.
Gjöld kr. 8.8000 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umbeðnar umsagnir skipulagsstjóra og Faxaflóahafna ókomnar.

30. Neshagi 16 (01.542.212) 106389 Mál nr. BN042673
Háskóli Íslands, Suðurgötu, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi 1. hæðar úr skrifstofum í kennsluaðstöðu og matsal í húsnæðinu á lóð nr. 16 við Neshaga.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

31. Njálsgata 33 (01.190.029) 102366 Mál nr. BN042681
Unnur Guðjónsdóttir, Svíþjóð, Sótt er um leyfi til að opna milli rýma á 2. hæð og í risi og sameina lóðirnar nr. 33 og 33A við Njálsgötu.
Gjald kr 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

32. Pósthússtræti 13-15 (01.140.512) 100872 Mál nr. BN042650
Eiríkur Óskarsson, Pósthússtræti 13, 101 Reykjavík
Margrét Ragnarsdóttir, Bretland, Sótt er ym leyfi til að endurnýja erindi BN039611 dags. 12. maí 2009, þar sem veitt var leyfi til að breyta eignarhluta 0202 merkt skrifstofa, í tvær íbúðir merktar 0202 og 0203, til að síkka glugga og byggja tvennar svalir á 2. hæð íbúðar- og atvinnuhússins á lóð nr. 13 við Pósthússtræti.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

33. Skeifan 8 (01.461.202) 105668 Mál nr. BN042643
Eik sf, Drekahlíð 3, 550 Sauðárkrókur
Sótt er um leyfi til að breyta 1. hæð., 2. hæð og kjallara og koma fyrir vararafstöð á afgirtu svæði við húsnæði á lóð nr. 8 við Skeifuna.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 25. febrúar 2011 fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

34. Skipholt 70 (01.255.208) 103493 Mál nr. BN042677
Pizza King ehf, Hafnarstræti 18, 101 Reykjavík
Grái Klettur ehf, Bolholti 4, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta í rými 0101 veitingastað í flokki I í atvinnuhúsinu á lóð nr. 70 við Skipholt.
Samþykki frá meðeigendum dags. 14. feb. 2011.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

35. Snorrabraut 56 (01.193.204) 102534 Mál nr. BN042472
Skyggna ehf, Sundaborg 7, 104 Reykjavík
Nova ehf, Lágmúla 9, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að staðsetja farsímaloftnet á þaki og sendir staðsettur í tæknirými fyrir í kjallararými húsnæðinu á lóð nr. 56 við Snorrabraut.
Gjald kr. 7.700 + 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

36. Sogavegur 154 (01.830.112) 108480 Mál nr. BN042672
Þórunn Elísabet Ásgeirsdóttir, Sogavegur 154, 108 Reykjavík
Arnór Ingólfsson, Sogavegur 154, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að áfangaskipta byggingarleyfi BN027538, þannig að byggingu garðskála verður frestað við einbýlishúsið á lóð nr. 154 við Sogaveg.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

37. Suðurgata 41-43 (01.600.101) 218919 Mál nr. BN042683
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir tveim skiltum á vegg við áður aðalinngang sem vekja athygli á breytilegum sýningum Þjóðminjasafnsins á lóð nr. 41 við Suðurgötu.
Gjald kr 8.000
Frestað.
Gera grein fyrir stærð á skiltum.

38. Suðurlandsbraut 58-64 (01.471.401) 198021 Mál nr. BN042576
Grund - Mörkin ehf, Hringbraut 50, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tengibyggingu á einni hæð, með óráðstöfuðum geymslurýmum meðfram bílakjallara fjölbýlishúsa nr. 58-62, sem tengist á lóðamörkum tengigangi hjúkrunarheimilis á lóð nr. 66, við fjölbýlishúsin á lóð nr. 58-64 við Suðurlandsbraut.
Erindi fylgir brunahönnun frá Mannvit dags. í febrúar 2011.
Stærð: Tengigangur og inntaksrými 235,9 ferm., óráðstafað geymslurými 929,9 ferm.
Samtals 1.165,8 ferm., 5.512,3 rúmm.
Útirými (B-rými) 254,8 ferm.
Gjald kr. 8.000 + 440.984
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

39. Suðurlandsbraut 66 (01.471.402) 201340 Mál nr. BN042577
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Félagsmálaráðuneyti, Tryggvag Hafnarhúsi, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tengibyggingu á einni hæð, sem tengist tengigangi frá fjölbýlishúsum á lóð nr. 58-64 á lóðamörkum, við hjúkrunarheimili á lóð nr. 66 við Suðurlandsbraut.
Erindi fylgir brunahönnun frá Mannvit dags. í febrúar 2011.
Stærð: Tengigangur 98 ferm., 421,4 rúmm.
Útirými (B-rými) 16 ferm.
Gjald kr. 8.000 + 33.712
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

40. Sundagarðar 2B (01.335.303) 213922 Mál nr. BN042674
KFC ehf, Garðahrauni 2, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt anddyri einangrað að utan og klætt með álplötum við veitingaskála á lóð nr. 2B við Sundagarða.
Meðfylgjandi er samþykki meðeiganda á lóð dags. 22. febrúar 2011
Stækkun: 31,2 ferm., 124 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 9.920
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

41. Sætún 8 (01.216.303) 102760 Mál nr. BN042553
Stólpar ehf, Borgartúni 25, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurinnrétta sem skrifstofur og klæða austur- og norðurhlið að hluta með hvítri glerklæðningu skrifstofuhús (mhl.02) á lóð nr. 8 við Sætún.
Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 7. febrúar 2011.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.

42. Sævarhöfði 6-10 (04.05-.-99) 110554 Mál nr. BN042690
Malbikunarstöðin Höfði hf, Sævarhöfða 6-10, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að steypa þvottaplan og ker til útskolunar á bikþeytu og koma fyrir sand- og olíuskilju ásamt að- og frárennslislögnum á lóð Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. nr. 6-10 við Sævarhöfða.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

43. Þingholtsstræti 2-4 (01.170.205) 101333 Mál nr. BN042165
Íslenska eignafélagið ehf, Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa bakhús við Skólastræti 1 og byggja viðbyggingu við Þingholtsstræti 2-4, milli þess og Skólastrætis 1, steinsteypt íbúðahótel með 20 íbúðareiningum í flokki II, þrjár hæðir og kjallara á sameinaðri lóð nr 2-4 við Þingholtsstræti.
Erindi fylgir brunahönnun frá VSI dags. 22. febrúar 2011 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 22. október 2010 og umsögn skipulagsstjóra dags. 20. október 2010. Meðfylgjandi einnig umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 1. febrúar 2011.
Einnig fylgir yfirlýsing byggingastjóra og teikningar af fyrirhugaðri bráðabirgðaflóttaleið dags. 22. desember 2010 og umboð byggingastjóra dags. 20. desember 2010.
Niðurrif: Mhl. 02 fastanr. 200-4340 merkt 0101 trésmiðja 197,5 ferm.
Nýbygging: Kjallari, 191,9 ferm.,1., 2. og 3. hæð eru allar 176,6 ferm., 4. hæð 9,5 ferm.
Samtals viðbygging: 731,2 ferm., 2.204,8 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 8.000 + 176.384
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Ýmis mál

44. Bergstaðastræti 13 (01.180.309) 101720 Mál nr. BN042692
Mótamenn ehf, Þúfuseli 2, 109 Reykjavík
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 22. febrúar 2011 láðist að bóka umsækjanda á mál BN042668 á lóðinni nr. 13 við Bergstaðastræti. Umsækjandi er Mótamenn kt. 490204-2960, Þúfuseli 2.
Þetta leiðréttist hér með.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

45. Spilda úr landi Móa 125725 (00.052.001) 125725 Mál nr. BN042213
Guðmundur Lárusson, Bergstaðastræti 52, 101 Reykjavík
Ofanritaður óskar eftir að eign hans, þ.e. 3.789 m2 úr landi Móavíkur , landnúmer 125732, verði sameinaðir landi Krummavíkur ehf., landnúmer 125725, enda liggja spildurnar saman og eru í eigu sama aðila.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagstjóra frá 5. nóvember 2010 fylgir erindinu ásamt umsögn lögfræði- og stjórnsýslu.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Samþykktin öðlast gildi þegar umsækjandi hefur þinglýst gögnum þar að lútandi.

46. Sætún 8 (01.216.303) 102760 Mál nr. BN042667
Byggingarfulltrúi leggur til að matshlutar 02, 03, 04, 05, og 07 á lóðinni Sætún 8, landnr. 102760, staðgr. nr. 1.216.303 verði tölusettir sem Sætún 10.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Fyrirspurnir

47. Ásvallagata 75 (01.139.204) 100769 Mál nr. BN042663
Bjarni Reynarsson, Ásvallagata 75, 101 Reykjavík
Spurt er hvort byggja megi svalalokun á efri hæð einbýlishúss á lóð nr. 75 við Ásvallagötu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

48. Bragagata 29A (01.186.220) 102248 Mál nr. BN042654
Bryndís Bára Þórðardóttir, Efstasund 4, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja útitröppur við bakhlið þríbýlishúss á lóð nr. 29A við Bragagötu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

49. Goðheimar 12 (01.432.009) 105216 Mál nr. BN042670
Þorsteinn Einarsson, Goðheimar 12, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja tvöfaldan bílskúr eins og sýnt er á samþykktum teikningum frá 1963 af fjölbýlishúsinu á lóð nr. 12 við Goðheima.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

50. Hverfisgata 49 (01.152.428) 101073 Mál nr. BN042699
Gunnar Þorri Þorleifsson, Strandvegur 37, 900 Vestmannaeyjar
Spurt er hvort setja megi glugga (björgunarop) á íbúð á fjórðu hæð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 49 við Hverfisgötu.
Frestað.
Gera betur grein fyrir erindinu samanber athugasemdir á fyrirspurnarblaði.

51. Stórholt 43 (01.246.215) 103322 Mál nr. BN042615
Soffía Óskarsdóttir, Stórholt 43, 105 Reykjavík
Óskar Jóhann Björnsson, Stórholt 43, 105 Reykjavík
Spurt er hvort loka megi svölum á 2. hæð með gustlokun úr gleri og hvort byggja megi glerskýli á tvo vegu við inngang á 1. hæð sbr. fyrirspurn BN042571 við hús á lóð nr. 43 við Stórholt.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 25. febrúar 2011 fylgir erindinu.
Nei.
Samræmist ekki byggðarmynstri svæðisins sbr. umsögn skipulagsstjóra.

52. Sveighús 15 (02.848.608) 109892 Mál nr. BN042611
Sturla Karlsson, Sveighús 15, 112 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja svalaskýli ofan á suður svalir einbýlishússins á lóð nr. 15 við Sveighús.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 25. febrúar 2011 fylgir erindinu.
Nei.
Lóðin er þegar fullbyggð sbr. umsögn skipulagsstjóra.

53. Tjarnargata 46 (01.143.006) 100946 Mál nr. BN042680
Philippe Louis Le Bozec, Vífilsgata 3, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að grafa frá kjallara og samþykkt fengist fyrir íbúð í kjallara einbýlishússins á lóð nr. 46 við Tjarnargötu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

54. Tryggvagata 11 (01.117.401) 100089 Mál nr. BN042639
Hörður Gunnarsson, Akurhvarf 7, 203 Kópavogur
Spurt er hvort breyta megi fyrirkomulagi innanhúss og innrétta kaffihús, minjagripaverslun, sýningaaðstöðu og kvikmyndasýningarsal á 1. hæð í Hafnarhvoli á lóð nr. 11 við Tryggvagötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 25. febrúar 2011 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

Fundi slitið kl. 12.16.

Magnús Sædal Svavarsson
Bjarni Þór Jónsson Björn Kristleifsson
Sigrún Reynisdóttir Þórður Búason
Eva Geirsdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2011, þriðjudaginn 8. mars kl. 10.47 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 626. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Bjarni Þór Jónsson, Björn Kristleifsson, Sigrún Reynisdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Þórður Búason og Eva Geirsdóttir
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Aragata 15 (01.630.502) 106675 Mál nr. BN042610
Ingigerður Á Guðmundsdóttir, Aragata 15, 101 Reykjavík
Sótt eru um leyfi til að byggja staðsteyptan bílskúr með sléttu þaki á lóð nr. 15 við Aragötu.
Samþykki eigenda aðliggjandi lóða Oddagötu nr. 14 og 16 fylgja með á fylgiskjali ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 4. mars 2011 og umsagnar skipulagsstjóra dags. 3. mars.
Stærð bílskúrs er: 50,3 ferm., 145,9 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 11.672
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Vísað til athugasemda skipulagsstjóra frá 3. mars 2011.

2. Austurstræti 6 (01.140.403) 100846 Mál nr. BN042438
Lindarvatn ehf, Borgartúni 31, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka til suðurs, byggja kvisti í þak og innrétta hótel með 30 herbergjum í atvinnuhúsi á lóð nr. 6 við Austurstræti. Einnig lagt fram bréf GP arkitekta dags. 12. janúar 2011 og 17. febrúar 2011.
Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 23. janúar 2011.
Áður gerð stækkun: 8 ferm., 26,8 rúmm.
Stækkun: 74,5 ferm., 158,1 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 8.000 + 12.648.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Þinglýsa skal yfirlýsingu um samruna eigna eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Greiða skal fyrir 2 bílastæði í flokki II kr. 356.567 pr. stæði samtals kr. 713.134

3. Austurstræti 9 (01.140.210) 100832 Mál nr. BN042501
Laundromat Reykjavík ehf, Austurstræti 9, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breytingum á innréttingu fyrir kaffihús sem er á 1. hæð og er fyrir 120 gesti í flokki III þar sem bar er stækkaður og í kjallara er komið fyrir almennings þvottaaðstöðu og barnaaðstöðu í húsnæðinu á lóð nr. 9 við Austurstræti.
Erindi fylgir lýsing á starfsemi #GLthe laundromat cafe#GL, greinargerð um hljóðvist dags. 23. febrúar og bréf frá höfundi skýrslunnar dags. 4. mars 2011, bréf frá öðrum eiganda Austurstrætis 9 dags. 28. febrúar 2011. Einnig samþykki Landsbanka Íslands fyrir flóttaleið út í Hafnarstræti dags. 28. febrúar 2011 og bréf frá Landabankanum vegna tímabundinnar losunar sorps út í Hafnarstræti dags. 4. mars 2011
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

4. Álfheimar 74 (01.434.301) 105290 Mál nr. BN042711
Húsfélagið Glæsibæ, Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Tokyo veitingar ehf, Arnartanga 77, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingu rýmis 0124 úr verslun í veitingastofu í fl. II og endurnýja milliloft í mhl. 01í verslunar- og þjónustuhúsinu Glæsibæ á lóð nr. 74 við Álfheima.
Meðfylgjandi er bréf framkvæmdastjóra húsfélagsins dags. 1. mars 2011
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

5. Ármúli 44 (01.295.306) 103847 Mál nr. BN042695
Þvottahúsið Fjöður ehf, Ármúla 44, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi og innrétta þvottahús í norðurenda 2. hæðar atvinnuhússins á lóð nr. 44 við Ármúla.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

6. Bakkagerði 14 (01.816.307) 108117 Mál nr. BN041538
Gísli Hafþór Jónsson, Bakkagerði 14, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu sem nota á sem garðstofu við einbýlishúsið á lóð nr. 14 við Bakkagerði.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 10. sept. 2010 fylgir erindinu.Stækkun: 26,5 ferm., 70,0 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 5.390
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

7. Barónsstígur 61 (01.195.221) 102613 Mál nr. BN042698
Jón Bergsteinsson, Barónsstígur 61, 101 Reykjavík
Barónsstígur 61,húsfélag, Barónsstíg 61, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum og að lagfæra skráningartöflu vegna eignaskiptasamnings og geymslum í kjallara fjölbýlishússins á lóð nr. 61 við Barónsstíg.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.

8. Brekknaás 5 (04.762.001) 112467 Mál nr. BN042689
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum vegna lokaúttektar í húsi á lóð nr. 5 við Brekknaás.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

9. Faxaskjól 20 (01.532.115) 106192 Mál nr. BN041746
Anna Margrét Guðjónsdóttir, Faxaskjól 20, 107 Reykjavík
Þorgeir Ólafsson, Faxaskjól 20, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til innanhúsbreytinga sem sameina íbúðir 0101 og 0201 í eina, einnig er sótt um að byggja svalir úr timbri með stiga út í garð á 1. hæð í húsi á lóð nr. 20 við Faxaskjól.
Gjald kr. 7.700 + 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

10. Flókagata 23 (01.244.407) 103200 Mál nr. BN042500
Kristján Viborg, Flókagata 23, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi í rishæð, bæta við kvist á suðurhlið og til að sameina og stækka kvisti á norðurhlið fjölbýlishússins á lóð nr. 23 við Flókagötu.
Erindi fylgja fsp. BN040938 dags. 16. febrúar 2010 og BN041275 dags. 11. maí 2010. ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 4. mars 2011 og umsögn skipulagsstjóra dags. 1. mars 2011.
Stækkun: xx rúmm.
Gjald kr. 8.000 + xx
Frestað.
Lagfæra uppdrætti með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 1. mars 2011.

11. Framnesvegur 14 (01.133.229) 100258 Mál nr. BN042327
Þórir Björnsson, Lindargata 64, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja kvisti á suður- og norðurhlið, koma fyrir þakgluggum og fá samþykkta áður gerða íbúð í risi fjölbýlishússins á lóð nr. 14 við Framnesveg.
Erindi fylgir jákv. fsp. dags. 9. febrúar 2010, íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 25. febrúar 1997 og yfirlýsing fyrri eiganda ódagsett.
Einnig fylgir þinglýst afsal dags. 17. nóvember 1988 þar sem íbúð á efri hæð er seld frá rishæð.
Stækkun: xx rúmm.
Gjald kr. 7.700 + xx
Frestað.
Til að unnt sé að fjalla um erindið verður umsækjandi að leggja fram tillögu að breyttu deiliskipulagi á eigin kostnað og í samstarfi við skipulagsstjóra.

12. Garðsendi 3 (01.824.403) 108422 Mál nr. BN042707
Hjördís Kristinsdóttir, Þorláksgeisli 19, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja pall úr timbri fyrir framan vesturhlið bílgeymslu á lóð nr. 3 við Garðsenda.
Samþykki meðeiganda dags. 28. feb. 2011 fylgir.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

13. Gufunes Áburðarverksm (02.220.001) 108955 Mál nr. BN041039
Íslenska gámafélagið ehf, Gufunesi, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum af véla- og verkstæðisbyggingu, matshlutar 15, 16, 17 og 18, á lóð áburðarverksmiðju í Gufunesi.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

14. Gunnarsbraut 46 (01.247.502) 103383 Mál nr. BN042647
Neva ehf, Gunnarsbraut 46, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til minni háttar breytinga á innra fyrirkomulagi og breyta í gistiheimili áfangaheimilinu á lóð nr. 46 við Gunnarsbraut.
Jafnframt er erindi BN041633 dregið til baka.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

15. Hamravík 74 (02.352.406) 180136 Mál nr. BN042634
Guðmundur B Steinþórsson, Hamravík 74, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera geymslu undir verönd og setja þak yfir, stækka bílgeymslu, koma fyrir gönguhurð á bílgeymslu, færa sorpgerði og koma fyrir setlaug á lóð einbýlishússins nr. 74 við Hamravík.
Stækkun: 62 ferm., 167,4 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 13.392
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

16. Hraunbær 121 (04.340.101) 189570 Mál nr. BN042597
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Rizzo Pizzeria ehf, Grensásvegi 10, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN042474 dags. 25. jan. 2011 þannig að komið verður fyrir salerni og að breyta flokki veitingarstaðarins í rými 0102 úr flokki I í flokk II í verslunarhúsi á lóð nr. 121 við Hraunbæ.
Bréf frá hönnuði dags. 8. feb. 2011 fylgir.
Gjald kr. 8.000 + 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

17. Hringbraut 119 (01.520.301) 105924 Mál nr. BN042530
Íslenska eignafélagið ehf, Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta ísbúð i rými 0106 í verslunarhúsnæðinu á lóð nr. 119 við Hringbraut.
Gjald kr. 8.000 kr.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

18. Hvammsgerði 8 (01.802.407) 107701 Mál nr. BN042717
Þórarinn Guðjónsson, Hvammsgerði 8, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalaskýli úr stálstyrktum prófílum með tvöföldu einangrunargleri og einangrandi plötum á milli svala á 1. og 2. hæð á íbúðarhúsi á lóð nr. 8 við Hvammsgerði.
Bréf frá hönnuði dags. 1. mars. 2011, bréf frá úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála dags. 27. jan. 2011 fylgir erindinu.
Stærðir 11,2 ferm., 29,7 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 2.376
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

19. Hverfisgata 18 (01.171.005) 101351 Mál nr. BN042523
101 hús ehf, Lokastíg 6, 101 Reykjavík
Linda Mjöll ehf, Laugavegi 11, 101 Reykjavík
Hverfiseignir ehf, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fækka borðum og stækka dansgólf sem hefur áhrif á gestafjölda á veitingastað þar sem gert er ráð fyrir 134 gestum í stað 103ja í húsi á lóð nr. 18 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

20. Í landi Fitjakots 125677 (00.026.002) 125677 Mál nr. BN042548
Ingibjörg R Þengilsdóttir, Búðavað 10, 110 Reykjavík
Jón Jóhann Jóhannsson, Búðavað 10, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka kjallara og byggja bílskýli við einbýlishús í landi Fitjakots.
Stærðir, stækkun 118,8 ferm., 43,5 rúmm.
Samtals eftir stækkun 494,1 ferm., 1.013 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 8.000 + 3.480
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

21. Kjalarvogur 10 (01.428.004) 105187 Mál nr. BN042651
Ker ehf, Kjalarvogi 7-15, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir tveim þegar staðsettum, járnklæddum utan sem innan, færanlegum skrifstofugámum, mhl. 14, á lóð nr. 10 við Kjalarvog.
Stærðir: 29,5 ferm., 80,9 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 647
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.

22. Kjalarvogur 10 (01.428.004) 105187 Mál nr. BN042208
Ker ehf, Kjalarvogi 7-15, 104 Reykjavík
Sótt er um samþykki reyndarteikninga, sem unnar eru eftir uppmælingum, vegna eignaskiptayfirlýsingar fyrir geymsluskýli úr timbri og steinsteypu á steyptum sökkli, sem byggt var 1965, mhl. 08, á lóð nr. 10 við Kjalarvog
Meðfylgjandi er þinglýst yfirlýsing vegna fjarlægðar frá húsum á næstu lóð dags. 22. febrúar 2011
Stærðir samtals: 274 ferm., 916 rúmm.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.

23. Kjalarvogur 10 (01.428.004) 105187 Mál nr. BN042709
Ker ehf, Kjalarvogi 7-15, 104 Reykjavík
Sótt er um samþykki reyndarteikninga, sem unnar eru eftir byggingarnefndarteikningum frá 1963 og uppmælingum, vegna eignaskiptayfirlýsingar fyrir staðsteypt geymslu- og lagerhús með timburþaki og stálklæddu timbri í steyptri grind efri hæðar, mhl. 03, á lóð nr. 10 við Kjalarvog
Stærðir samtals: 751,1 ferm., 2.823,9 rúmm.
Eitt gjald á lóð er fært á BN042204
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

24. Knarrarvogur 4 (01.457.002) 105650 Mál nr. BN042578
Skórinn ehf, Pósthólf 4084, 124 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta þaki og setja hallandi þak í stað flats þaks á millibyggingu milli tveggja hæða húss og skemmu nr. 1 á lóð nr. 4 við Knarrarvog.
Meðfylgjandi er ódags. samþykki meðeigenda.
Stækkun 43,1 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 3.448
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

25. Lambasel 34 (04.998.509) 200780 Mál nr. BN042687
Sigurður Jónsson, Lambasel 34, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fella út setlaug á lóð einbýlishússins á lóð nr. 34 við Lambasel.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

26. Laugav 22/Klappars 33 (01.172.201) 101456 Mál nr. BN042703
Átt-kaup ehf, Stekkjarseli 9, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta flóttaleið frá 2. hæð og flytja og sameina aðstöðu starfsfólks í veitingahúsi á lóð nr. 22 við Laugaveg.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

27. Laugavegur 15 (01.171.112) 101378 Mál nr. BN042381
Menningar/framfarasj Ludv Storr, Laugavegi 15, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða götuhæð að Laugavegi með póleruðu graniti í svipuðum lit og steining er nú á húsi nr. 15 við Laugaveg.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 10.12. 2010 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 4. mars 2011 og umsögn skipulagsstjóra dags. 3. mars 2011.
Gjald kr. 7.700
Synjað.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra frá 3. mars 2011 sem og athugasemda byggingarfulltrúa.

28. Lágholtsvegur 9 (01.520.318) 105937 Mál nr. BN042710
Ragnheiður Júlíusdóttir, Lágholtsvegur 9, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja erindið BN036444 dags. 23. okt 2007 þar sem farið var fram á að byggja viðbyggingu til suðvesturs og vindfang til norðausturs úr timbri við einbýlishúsið á lóð nr. 9 við Lágholtsveg.
Stærðir: Stækkun 19,4 ferm., 44,7 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 3.576
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

29. Nökkvavogur 22 (01.441.201) 105442 Mál nr. BN042696
Magnús Haukur Magnússon, Nökkvavogur 22, 104 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningu vegna eignarskiptasamnings á fjölbýlishúsinu á lóð nr. 22 við Nökkvavog.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

30. Sigluvogur 4 (01.414.111) 105106 Mál nr. BN042714
Guðmundur Ásgeir Björnsson, Sigluvogur 4, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN041964 dags. 25. jan. 2011 þar sem sótt var um að rífa núverandi bílskýli mhl 70 og byggja staðsteyptan bílskúr sem verður mhl 02 og verður tengdur bílskúr nr. 6 á lóð nr. 4 við Sigluvog.
Niðurrif: Bílskúr 27,7 ferm., 72,0 rúmm.
Stærð: Nýr bílskúr 59,4 ferm., 216,8 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 16.694
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

31. Sigluvogur 6 (01.414.112) 105107 Mál nr. BN042712
Jóhann Örn Þórarinsson, Sigluvogur 6, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN041965 dags. 25 jan. 2011 þar sem sótt var um að rífa núverandi bílskýli mhl 70 og byggja staðsteyptan bílskúr sem verður mhl 02 og verður tengdur bílskúr nr. 4 á lóð nr. 6 við Sigluvog.
Niðurrif: Bílskúr 27,7 ferm., 72,0 rúmm.
Stærð: Nýr bílskúr 35,8 ferm., 130,7 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 10.456
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

32. Skipholt 70 (01.255.208) 103493 Mál nr. BN042677
Pizza King ehf, Hafnarstræti 18, 101 Reykjavík
Grái Klettur ehf, Bolholti 4, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta í rými 0101 veitingastað í flokki I í atvinnuhúsinu á lóð nr. 70 við Skipholt.
Samþykki frá meðeigendum dags. 14. feb. 2011.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

33. Skútuvogur 2 (01.420.001) 105165 Mál nr. BN042600
Fasteignafélagið Skútuvogi 2 eh, Pósthússtræti 7, 101 Reykjavík
Klasi ehf, Bíldshöfða 9, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir kaffisölu í flokki I í verslun Vodafone í húsnæðinu á lóð nr. 2 við Skútuvog.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

34. Snorrabraut 29 (01.240.011) 102978 Mál nr. BN042706
Iceland 101 ehf, Snorrabraut 29, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta eldvarnarkröfum á þremur stöðum í gistiheimilinu á 3. hæð atvinnuhússins á lóð nr. 29 við Snorrabraut.
Gjald kr. 8.000
Frestað.Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

35. Snorrabraut 56 (01.193.204) 102534 Mál nr. BN042472
Skyggna ehf, Sundaborg 7, 104 Reykjavík
Nova ehf, Lágmúla 9, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að staðsetja farsímaloftnet á þaki og sendir staðsettur í tæknirými fyrir í kjallararými húsnæðinu á lóð nr. 56 við Snorrabraut.
Gjald kr. 7.700 + 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

36. Sogavegur 136 (01.830.102) 108470 Mál nr. BN042509
Arunas Brazaitis, Sogavegur 136, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðu og endurbyggðu vindfangi úr timbri við suðurhlið íbúðarhússins á lóð nr. 136 við Sogaveg.
Meðfylgjandi er samþykki nágranna dags. 24.11. 2010.
Stækkun: 1,8 ferm., 4,7 rúmm.
Gjald kr. 8.800 + 376
Frestað.
Vantar samþykki meðeigenda.

37. Sóltún 1 (01.230.003) 208475 Mál nr. BN042723
Ármannsfell ehf, Hátúni 2B, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta erindi BN033317 dags. 28. mars 2006 í tvö byggingarleyfi, annað fyrir það sem er utanhúss og bílgeymslu og hitt fyrir það sem er utanhúss í Mánatúni 3-5 mhl. 01 á lóð nr. 1 við Sóltún.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Gera nánari grein fyrir erindinu og uppskiptingu byggingarleyfa.

38. Sólvallagata 7A (01.162.102) 101245 Mál nr. BN042694
Jón Sigurjónsson, Sólvallagata 7a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðu garðhýsi á lóð nr. 7A við Sóleyjargötu.
Samþykki nágranna fylgir erindinu.
Stærðir: 7,3 ferm.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

39. Stuðlaháls 1 (04.326.801) 111050 Mál nr. BN042645
Vífilfell hf, Stuðlahálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að reisa frárennslishreinsunartanka úr stáli og tækjaskýli á steyptum undirstöðum, jafnframt er erindi BN041683 dregið til baka, við gosdrykkjaverksmiðju á lóð nr. 1 við Stuðlaháls.
Meðfylgjandi er yfirlýsing vegna frárennslistanka dags. 1. mars 2011, vottorð frá einingaverksmiðjunni Breiðhöfða dags. 1. mars 2011 og EC vottorð vegna veggeininga frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands dags. 15. febrúar 2011. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 25. febrúar 2011 fylgir erindinu.Stækkun 328,1 ferm., 2.143,8 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 171.504
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

40. Stuðlaháls 2 (04.325.401) 111045 Mál nr. BN042614
Áfengis-/tóbaksverslun ríkisins, Pósthólf 10120, 130 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir innri breytingum 2. hæð og koma fyrir nýjum gluggum á norðurhlið atvinnuhúsnæði á lóð nr. 2 við Stuðlaháls.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 25. feb. 2011 fylgir.
Gjald kr.8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

41. Súðarvogur 6 (01.452.101) 105606 Mál nr. BN041558
Dugguvogur 2 ehf, Skólavörðustíg 12, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta húsnæði fyrir matvælaframleiðslu í Mhl. 01 í iðnaðarhúsinu á lóð nr. 6 við Súðarvog.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

42. Sölvhólsgata 7-9 (01.150.306) 100973 Mál nr. BN042708
Framkvæmdasýsla ríkisins, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breytingum á innra skipulagi sem felst í breyttu fyrirkomulagi herbergja og nýjum stiga milli 2. og 4. hæðar sbr. fyrirspurn BN042638 í Innanríkisráðuneytinu á lóð nr. 7-9 við Sölvhólsgötu.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

43. Vesturgata 23 (01.136.003) 100506 Mál nr. BN042633
Jóhann B. Samper, Vesturgata 23, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að sameina rými 0101 í mhl. 70 við rými 0102 í mhl. 01 og samþykkja áður gerða íbúð á 1. hæð í íbúðarhúsi á lóð nr. 23 við Vesturgötu.
Meðfylgjandi er íbúðarskoðun dags. 12.8. 2010
Stærð íbúðar 0102 52,9 ferm., 158,7 rúmm.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

44. Þingholtsstræti 3-5 (01.170.303) 206266 Mál nr. BN042705
Eik fasteignafélag hf, Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fella úr gildi erindi BN036145 dags. 3. júlí 2007 ásamt breytingu BN036745 dags. 18. september 2007, byggingarleyfi BN033411 dags. 21. mars 2006 verði þannig gildandi ásamt síðari breytingum, BN033956 dags. 6. júní 2006 á hóteli á lóð nr. 3-5 við Þingholtsstræti.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

45. Þórsgata 21A (01.181.316) 101786 Mál nr. BN042693
Gabríela Kristín Friðriksdóttir, Þórsgata 21a, 101 Reykjavík
Helga Jóakimsdóttir, Goðheimar 10, 104 Reykjavík
Guðmundur Karl Bergmann, Berjarimi 27, 112 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum og að samþykkja áður gerða íbúð í kjallara á fjölbýlishúsinu á lóð nr. 21A við Þórsgötu.
Bréf sem segir til um tengingu á eldavél dags. 29. okt 1951 fylgir.
Íbúðarskoðun frá 1. mars. 2011 fylgir.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

46. Ægisgata 4 (01.131.110) 100168 Mál nr. BN042701
Þórður B Benediktsson, Ægisgata 4, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja erindið BN039522 dags. 2. júní 2009 þar sem sótt var um að lyfta þaki og innrétta íbúð á efstu hæð ásamt því að innrétta tvær aðrar íbúðareiningar í húsi á lóð nr. 4 við Ægisgötu.
Greiða skal fyrir 2 bílastæði í flokki III kr. ?
Stækkun: 126,7 ferm., 206,3 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 16.504
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Ýmis mál

47. Tryggvagata 4-6 (01.132.011) 100201 Mál nr. BN042725
Sigurður Arinbjörnsson, Lambastaðabraut 5, 170 Seltjarnarnes
Óskað er eftir að fá rými með fastanr. 200-0483 (eignarhluti 102), tölusetta sem Tryggvagata 4A á lóðinni nr. 4-6 við Tryggvagötu.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Fyrirspurnir

48. Ásvallagata 33 (01.162.201) 101259 Mál nr. BN042686
Friðrik Predrag Dokic, Hofsvallagata 21, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist fyrir áður gerðum framkvæmdum þar sem salerni, vaskur og sturta voru sett í geymslu 0001 sem er í eigu 0202 í fjölbýlishúsinu á Hofsvallagötu nr. 21 á lóð nr. 33 við Ásvallagötu.
Frestað.
Svo unnt sé að svara fyrirspurninni þarf samþykki allra eigenda að liggja fyrir.

49. Ásvallagata 75 (01.139.204) 100769 Mál nr. BN042663
Bjarni Reynarsson, Ásvallagata 75, 101 Reykjavík
Spurt er hvort byggja megi svalalokun á efri hæð einbýlishúss á lóð nr. 75 við Ásvallagötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 4. mars 2011 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi samanber útskrift úr gerðabók skipulagsstjóra.

50. Borgartún 26 (01.230.002) 102910 Mál nr. BN042728
Landfestar ehf, Borgartúni 26, 105 Reykjavík
Spurt er hvort stækkun á geymsluplássi í kjallara með byggingu millilofts hafi áhrif á bílastæðabókhald atvinnuhúss á lóð nr. 26 við Borgartún.
Jákvætt.
Með vísan til athugasemda byggingarfulltrúa á fyrirspurnarblaði. Sækja verður um byggingarleyfi.

51. Bústaðavegur 89 (01.819.210) 108264 Mál nr. BN042700
Van Nhang Nguyen, Bústaðavegur 89, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að lyfta upp þaki og setja kvist á hluta á fjölbýlishúsið á lóð nr. 89 við Bústaðaveg.
Nei.
Með vísan til athugasemda á fyrirspurnarblaði..

52. Egilsgata 3 (01.193.404) 102538 Mál nr. BN042720
N18 ehf, Nýbýlavegi 18, 200 Kópavogur
Spurt er hvort leyfi fengist til að hefja framkvæmdir til að innrétta ísbúð í rými 0101 í húsnæði Domus Medica á lóð nr. 3 við Egilsgötu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

53. Hafnarstræti 1-3 (01.140.005) 100817 Mál nr. BN042702
Bento Costa Guerreiro, Laufengi 170, 112 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að koma fyrir skilveggjum til að afmarka útiveitingasvæði eins og sýnt er á meðfylgjandi teikningum af húsi á lóð nr. 1-3 við Hafnarstræti.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra og skrifstofu gatna- og eignaumsýslu.

54. Krummahólar 10 (04.645.302) 111962 Mál nr. BN042697
Heiðdís Hulda Andradóttir, Krummahólar 10, 111 Reykjavík
Spurt er um hvort leyfi fengist til skipta um bílskúrshurðir á bílskúrum og hvort að aðrir eigendur bílskúra þurfi að skipta um hurðir innan tiltekins tíma, á lóð nr. 10 við Krummahóla.
Fyrirspyrjanda er bent að ákvörðun um þetta skal tekin á sameiginlegum fundi bílskúrseigenda.

55. Reykás 31 (04.383.102) 111489 Mál nr. BN042715
Hallur Sturlaugur Jónsson, Reykás 31, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja svalaskýli á norðursvalir íbúðar 0303, útbúa geymslu í þakrými, koma fyrir hringstiga upp í þakrýmið og koma fyrir þakgluggum og glugga á norðurgafl fjölbýlishússins á lóð nr. 31 við Reykás.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og því fylgi samþykki meðeigenda.

56. Skógarás 13 (04.386.102) 111530 Mál nr. BN042716
Hálfdán Guðmundsson, Skógarás 13, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja opið anddyri við inngang íbúðar 0201 sem snýr í norðaustur á fjölbýlishúsinu á lóð nr. 13 við Skógarás.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

57. Snorrabraut 27-29 (01.240.011) 102978 Mál nr. BN042655
Jóhanna Harðardóttir, Snorrabraut 29, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta íbúð á 2. hæð atvinnuhúss á lóð nr. 29 við Snorrabraut.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

58. Svarthamrar 27-70 (02.296.101) 109107 Mál nr. BN042727
Þórunn Pálmadóttir, Svarthamrar 29, 112 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að dýpka svalir um 50 cm á fjölbýlishúsinu nr. 27 og 29 á lóð nr. 27-70 við Svarthamra.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

59. Templarasund 3 (01.141.210) 100901 Mál nr. BN042606
Kirkjuhvoll sf, Kirkjutorgi 4, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að stækka 4. hæð Kirkjuhvols um 18,3 ferm., koma fyrir lyftu, innrétta 10 hótelíbúðir á 2. 3. og 4. hæð í því húsi, einnig að breyta tveimur íbúðum í hótelíbúðir á 3. hæð húss nr. 3 við Templarasund.
Erindi fylgir minnisblað um brunavarnir frá verkfræðistofunni Mannvit dags. 9. febrúar 2011 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 4. mars 2011 og umsögn skipulagsstjóra dags. 2. mars 2011..
Jákvætt.
Að öðru leyti en því að ekki er fallist á stækkun samanber umsögn skipulagsstjóra. Sækja verður um byggingarleyfi.

60. Tjarnargata 46 (01.143.006) 100946 Mál nr. BN042680
Philippe Louis Le Bozec, Vífilsgata 3, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að grafa frá kjallara og samþykkt fengist fyrir íbúð í kjallara einbýlishússins á lóð nr. 46 við Tjarnargötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 4. mars 2011 fylgir erindinu.
Nei.
Ekki verður samþykkt ný íbúð í kjallara. Ef sýnt er fram á að íbúð sé áður gerð og í sér eignarhaldi ásamt íbúðarskoðun verður málið skoðað nánar.

Fundi slitið kl. 12.15

Magnús Sædal Svavarsson
Bjarni Þór Jónsson Björn Kristleifsson
Sigrún Reynisdóttir Jón Hafberg Björnsson
Þórður Búason Eva Geirsdóttir