Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2011, miðvikudaginn 23. febrúar kl. 09:05, var haldinn 233. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Sverrir Bollason, Kristín Soffía Jónsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Hildur Sverrisdóttir, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen og áheyrnarfulltrúinn Torfi Hjartarson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Margrét Leifsdóttir og Margrét Þormar.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsstjóra skipulagsstjóra Reykjavíkur dags. 11. og 18. febrúar 2011.

2. Selásskóli, Selásbraut 109, (04.388.6) Mál nr. SN100408
breyting á deiliskipulagi vegna boltagerðis
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur dags. 18. nóvember 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi Suður-Selás vegna lóðarinnar nr. 109 við Selásbraut. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir boltagerði við Selásskóla samkvæmt uppdrætti dags. 17. nóvember 2010. Auglýsingin stóð yfir frá 15. desember 2010 til og með 28. janúar 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Ólafur Hrannar Eyþórsson dags. 27. janúar 2011, Guðjón D. Haraldsson f.h. foreldra og íbúa við Selásskóla dags. 28. og 31. janúar 2011 meðfylgjandi bréfinu dags. 31. janúar eru undirskriftalisti íbúa sem næst búa við fyrirhugaðan völl, Örn Halldórsson skólastjóri Selásskóla dags. 28. janúar 2011 og Þórarinn Þórhallsson dags. 28. janúar 2011. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 3. febrúar 2011. Erindið er nú lagt fram að nýju ásamt nýrri tillögu dags. 3. febrúar 2011, þar sem gert er ráð fyrir stærri boltagerði en í áður auglýstri tillögu.
Samþykkt að fella niður fyrri auglýsingu og auglýsa nýja tillögu dags. 3. febrúar 2011. Jafnframt er samþykkt að upplýsa þá aðila sem áður gerðu athugasemdir um nýja tillögu, en eldri athugasemdir falla niður.
Vísað til borgarráðs.

3. Háskóli Íslands, Vísindagarðar, breyting á deiliskipulagi(01.63) Mál nr. SN110057
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands vegna Vísindagarða. Í breytingunni felst m.a. að lóðinni er skipt upp í sjö lóðir fyrir Vísindagarða, Stúdentagarða samkvæmt uppdrætti Ask Arkitekta dags. 15. janúar 2011 ásamt greinargerð og skilmálum dags. 15. janúar 2011. Einnig er lögð fram umsögn Isavia dags. 26. janúar 2011.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu þegar uppdrættir hafa verið lagfærir.
Vísað til borgarráðs.

4. Háskóli Íslands, Vísindagarðar, breyting á deiliskipulagi H (01.63)Mál nr. SN090460
ASK Arkitektar ehf, Geirsgötu 9, 101 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lagt fram erindi Ask Arkitekta dags. 11. desember 2009 f.h. Vísindagarða Háskóla Íslands ehf. vegna breytinga á deiliskipulagi Háskóla Íslands vegna Vísindagarða. Í breytingunni felst m.a. að lóðinni er skipt upp í sjö lóðir fyrir Vísindagarða, Stúdentagarða og spennistöð Orkuveitu Reykjavíkur samkvæmt uppdrætti Ask Arkitekta dags. 23. mars 2010 ásamt greinargerð og skilmálum dags. 29. mars 2010. Einnig eru lagðir fram minnispunktar skipulags- og byggingarsviðs dags. 9. júní 2010 af kynningarfundi vegna málsins sem haldinn var þann 3. júní sl. Tillagan var auglýst frá 31. apríl 2010 til og með 30. júní 2010. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Þorkell Jóhannesson dags. 31. maí, Snorri Bergmann og Védís Húnbogadóttir dags. 22. júní, Helga Þorkelsdóttir, Páll Þorgeirsson, Jóhannes Fossdal og Hilda Hansen dags. 28. júní, Ragnheiður Harðardóttir dags. 10. júní, Ragnheiður Harðardóttir og Jón Sch. Thorsteinsson dags. 29. júní, greinargerð Glámu Kím unnin fyrir íbúa við Odda- og Aragötu dags. 28. júní, Ingibjörg E. Björnsdóttir f.h. Svanhildar Sigurðardóttur dags. 30. júní, Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Helgi Björnsson dags. 30. júní, Bjarki Gunnar Halldórsson dags. 30. júní, Baldur Símonarson dags. 30. júní, Jón Jóhannes Jónsson dags. 30. júní og Max Dager f.h. Norræna hússins dags. 1. júlí 2010. Einnig er lögð fram samantekt skipulagsstjóra um athugasemdir dags. 25. október 2010.

Samþykkt að fella niður áður auglýsta tillögu með vísan til þess að samþykkt hefur verið að auglýsa nýja og breytta tillögu að deiliskipulagi svæðisins. Jafnframt er samþykkt að upplýsa þá hagsmunaaðila sem áður gerðu athugasemdir um niðurfellinguna en athugasemdirnar falla úr gildi.
Vísað til borgarráðs.

(B) Byggingarmál

5. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN042644
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 623 frá 15. febrúar og nr. 624 frá 22. febrúar 2011.

6. Austurstræti 6, breyta í hótel (01.140.403) Mál nr. BN042438
Lindarvatn ehf, Borgartúni 31, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka til suðurs, byggja kvisti í þak og innrétta hótel með 30 herbergjum í atvinnuhúsi á lóð nr. 6 við Austurstræti. Einnig lagt fram bréf GP arkitekta dags. 12. janúar 2011 og 17. febrúar 2011.
Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 23. janúar 2011.Áður gerð stækkun: xx ferm., xx rúmm.Stækkun: 80,1 ferm., 160,7 rúmm.Gjald kr. 7.700 + 12.374.
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar uppdrættir hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Torfi Hjartarson vék af fundi kl. 10:10 Sóley Tómasdóttir tók sæti á fundinum í hans stað.

7. Tryggvagata 22, breyta innréttingu og gera verönd (01.140.004) Mál nr. BN042299
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30.nóvember 2010 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innréttingu 1. hæðar á þann veg aðallega að draga framhlið inn og skapa þar 27 ferm. verönd fyrir útiveitingar og taka glugga og hurðir úr framhlið.
Gjald kr. 7.700
Frestað.

(C) Fyrirspurnir

8. Hallgrímstorg 3 / Hnitbjörg, (fsp) viðbygging Mál nr. SN100409
Lögð fram fyrirspurn Listasafns Einars Jónssonar dags. 18. nóvember 2010 varðandi leyfi til að byggja viðbyggingu við húsið nr. 3 við Hallgrímstorg Hnitbjörg samkvæmt tillögu Studio Granda dags. í september 2010. Einnig er lagt fram bréf Borgarminjavarðar dags. 4. nóvember 2010, bréf Húsafriðunarnefndar dags. 12. nóvember 2010 og tölvubréf Júlíönu Gottskálksdóttur dags. 20. janúar 2011. Einnig er lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 7. febrúar 2011.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.
Frestað.

(D) Ýmis mál

9. Ný götunöfn í Túnahverfi,. Mál nr. BN042515
Bríetartún, Þórunnartún, Katrínartún og Guðrúnartún
Lögð fram tillaga að kynningarbréfi skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 14. janúar 2011 í Túnahverfi til hagsmunaaðila vegna tillögu Reykjavíkurborgar um nafnabreytingar á fjórum götum í Túnahverfi.
Samþykkt.

10. Sæbraut, upplýsingarskilti Mál nr. SN100416
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 23. nóvember 2010 þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsstjóra varðandi erindi Landforms ehf. f.h. Ferðafélags íslands dags. 19. nóvember 2010 um leyfi fyrir uppsetningu á upplýsingarskilti við Sæbraut á móts við Faxagötu og Kalkofnsveg.
Neikvætt.

11. Hvalfjarðarsveit, breyting á aðalskipulagi Mál nr. SN110048
Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Lagt fram bréf skipulags- og byggingarfulltrúa Hvalfjarðarsveitar dags. 27. janúar 2011 varðandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 vegna stækkunar iðnaðarsvæðis á Grundartanga ásamt umhverfisskýrslu dags. 13. janúar 2011. Tillagan er send til kynningar og samráðs sbr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við erindið.

12. Lindargata 36, sala lóðar (01.152.4) Mál nr. SN110045
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 28. janúar 2011 vegna samþykkt borgarráðs um að vísa erindi skrifstofustjóra Framkvæmda- og eignasviðs dags. 13. janúar 2011 um sölu lóðar nr. 36 við Lindargötu til umsagnar skipulagsráðs. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 4. febrúar 2011.
Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.

13. Skipulagsráð, tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Mál nr. SN110059
Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins; Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Gísla Marteins Baldurssonar og Jórunnar Frímannsdóttur.#GLÁ undanförnum árum hefur fjölgað þeim veitingastöðum sem bjóða þjónustu sína utandyra. Sem dæmi um það hversu stutt er síðan þessi þróun hófst fyrir alvöru er að í Þróunaráætlun miðborgar, sem er frá árinu 2001, er ekki fjallað um veitingarekstur á gangstéttum og torgum borgarinnar. Þessi starfsemi setur þó sterkan svip á yfirbragð og ímynd miðborgarinnar í þá veru að gera hana meira aðlaðandi og líflegri.
Í þeim tilgangi að skapa skjól fyrir viðskiptavini hafa víða í miðborginni verið settir upp lauslegir veggir af ýmsum toga. Sums staðar má bæta aðstöðu fyrir veitingaþjónustu utandyra og dæmi eru um að húsgögn standist ekki sjálfsagðar kröfur um gæði og útlit.
Lagt er til að skipulagsstjóri móti drög að stefnu hvað varðar veitingarekstur utandyra og leggi fyrir skipulagsráð. Þær verði settar fram með aðgengilegum hætti og verði leiðbeiningareglur fyrir rekstraraðila veitingahúsa. Miðað verði við að leiðbeiningareglurnar verði tilbúnar á vefsvæði sviðsins í apríl mánuði. Haft verði samráð við veitingamenn og aðra sem málið varðar.
Einnig felur ráðið skipulags- og byggingarsviði að bregðast við því sem sett hefur upp á útisvæðum veitingahúsa í leyfisleysi.
Samþykkt.
Vísað til meðferðar hjá embætti skipulagsstjóra.

14. Skipulagsráð, tillaga Mál nr. SN110014
Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins;Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Gísla Marteins Baldurssonar og Jórunnar Frímannsdóttur: #GLÍ netkosningu um forgangsröðun fjármuna til nýframkvæmda og viðhaldsverkefna, sem fram fór 2.-14. desember 2009 var samþykkt að gera Baldurstorg vistlegt m.a. með gróðursetningu, blómakerjum og bekkjum. Þetta var nýmæli í íbúalýðræði. Landslagsarkitektar hjá Landmótun voru fengnir til þess að vinna hugmyndavinnuna. Torgið var útfært með það í huga að þegar betur áraði yrði útfærslan enduskoðuð með veglegri hætti. Þess vegna er núverandi framkvæmd miðuð við að svæðið sé endurkræft. Hönnunin gerir ráð fyrir aðgengi slökkviliðs og annarrar neyðarþjónustu.Tillagan var kynnt á fundi umhverfis og samgönguráðs sem haldinn var 11. maí 2010 og samþykkti ráðið samhljóða að kynna hana í viðkomandi hverfisráði. Hún var því kynnt í Hverfisráði Miðborgar en í því ráði á meðal annarra sæti formaður Íbúasamtaka Miðborgar. Lýsti hverfisráðið á fundi sínum 26. maí samhljóða yfir #GLánægju sinni með tillöguna#GL. Hverfisráði miðborgar var aftur kynnt málið á fundi ráðsins sem haldinn var júlí og þar er ítrekuð jákvæð afstaða og ánægja með tillöguna. Óttar Proppé formaður hverfisráðsins stýrði fundi. Áður en framkvæmdir hófust var íbúum kynnt verkið í dreifibréfi sem sent var út 21.júlí 2010. Þar er hönnun torgsins lýst með myndum og uppdráttum. Verkinu lauk fyrir Menningarnótt. Ekki komu fram hugmyndir frá núverandi meirihluta í borgarstjórn um að fresta eða endurskoða hönnun torgsins. Vegna ummæla formanns skipulagsráðs í fréttaviðtali í Fréttatímanum er eðlilegt að fara yfir þennan feril og hafa hann réttan.

Skipulagsráð hefur ekki átt aðkomu að hönnun Baldurstorgs enda er hún á vettvangi umhverfis og samgönguráðs, eins og áður segir. Óskað eftir því að skipulagsráð fái kynningu á skipulagi torgsins og útliti þess á næsta fundi ráðsins. Að lokinni kynningu leggi skipulagsráð mat á það hvort það telji ástæðu til þess að hönnunin verði endurskoðuð.#GL
Frestað.

15. Vatnsmýrin, friðland (01.6) Mál nr. SN110047
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 28. janúar 2011 ásamt bréfi rekstors Háskóla Íslands og forstöðumanns Norræna Hússins dags. 29. nóvember 2010 varðandi friðlandið í Vatnsmýri.
Borgarráð samþykkti svohljóðandi tillögu:
#GLLagt er til að sviðsstýru Umhverfis- og samgöngusviðs og skipulagsstjóra verði falið að hefja viðræður við rektor Háskóla Íslands og forstöðumann Norræna Hússins um málið. Jafnframt verði erindinu vísað til stýrihóps um heildarskipulag Vatnsmýrar.#GL

16. Austurstræti, göngugata (01.14) Mál nr. SN110071
Lögð fram til kynningar tillaga Framkvæmdasviðs dags. í febrúar 2011 að endurbótum á Austurstræti samkvæmt uppdrætti Kjartan Mogensen landslagsarkitekts dags. í febrúar 2011.
Ámundi Brynjólfsson og Kristín Einarsdóttir kynntu tillöguna.

Skipulagsráð bókaði:
#GLSkipulagsráð lýsir yfir ánægju sinni með tillöguna og felur Framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkur að láta einnig fjarlægja önnur hlið á Laugaveginum.#GL

Jórunn Frímannsdóttir vék af fundi kl. 11:10

17. Breiðholt, göngustígar Mál nr. SN110079
Arkitektar Skyggni Frábært kynna endurhönnun á stígnum bak við löngu blokkina í Fellahverfi; Gyðufell, Fannarfell og Iðufell sem er samstarfsverkefni stýrihóps 111, Skyggni Frábært og Fellaskóla.
Ástríður Magnúsdóttir arkitekt og Gunnar Sigurðsson arkitekt kynntu.

18. Holtsgöng, byggðasvæði nr. 5, lýsing, breyting á svæðisskipulagi Mál nr. SN080500
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 3. febrúar 2011 varðandi samþykkt borgarráðs frá 27. janúar 2011 um kynningu lýsingar vegna breytingar á deiliskipulagi höfuðborgarsvæðisins vegna Holtsganga.

19. Holtsgöng, nýr Landsspítali, lýsing, breyting á aðalskipulagi Mál nr. SN110036
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 3. febrúar 2011 vegna samþykkt borgarráðs dags. 27. janúar 2011 um kynningu lýsingar vegna breytingar á aðalskipulagi vegna Holtsganga og aukningar á byggingarmagni á svæði Landspítalans við Hringbraut.

20. Nýr Landspítali við Hringbraut, lýsing, nýtt deiliskipulag (01.19) Mál nr. SN110037
SPITAL ehf, Geirsgötu 9, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 3. febrúar 2011 vegna samþykkt borgarráðs 27. janúar 2011 um kynningu lýsingar vegna deiliskipulags og umhverfismats vegna Landspítala við Hringbraut.

21. Vættaborgir 15-25 og 27-35, breyting á skilmálum (02.34) Mál nr. SN110004
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 3. febrúar 2011 um samþykkt borgarráðs s.d um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Borgarholts 2, Borgarhverfis A,vegna lóðanna að Vættaborgum 15-25 og 27-35

22. Fannafold 63, kæra, umsögn (02.85) Mál nr. SN110075
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 14. febrúar 2011 ásamt kæru dags. 28. janúar 2011 þar sem kærð er samþykkt fyrir breytingum að Fannafoldi 63 í Reykjavík. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 17. febrúar 2011.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.
23. Vættaborgir 27, kæra, umsögn (02.343.5) Mál nr. SN110002
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og buggingarmála dags. 29. desember 2010 ásamt kæru dags. 28. desember 2010 þar sem kærð er synjun umsóknar um byggingarleyfi fyrir breytingu á fasteigninni að Vættaborgum 27 í Reykjavík. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 8. febrúar 2011.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

24. Lágholtsvegur 11, kæra, umsögn (01.52) Mál nr. SN100448
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 15. desember 2010 ásamt kæru dags. 2. desember 2010 þar sem kærð er synjun á byggingarleyfi fyrir svalapalli við húsið að Lágholtsvegi 11 í Reykjavík. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 10. febrúar 2011.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 11:50.

Páll Hjalti Hjaltason
Elsa Hrafnhildur Yeoman Sverrir Bollason
Kristín Soffía Jónsdóttir Gísli Marteinn Baldursson
Hildur Sverrisdóttir Torfi Hjartarson

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2011, þriðjudaginn 22. febrúar kl. 10:47 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 624. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Bjarni Þór Jónsson, Björn Kristleifsson, Sigrún Reynisdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Þórður Búason og Eva Geirsdóttir.
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Aragata 15 (01.630.502) 106675 Mál nr. BN042610
Ingigerður Á Guðmundsdóttir, Aragata 15, 101 Reykjavík
Sótt eru um leyfi til að byggja staðsteyptan bílskúr með sléttu þaki á lóð nr. 15 við Aragötu.
Samþykki eigenda aðliggjandi lóða Oddagötu nr. 14 og 16 fylgja á fylgiskjali.
Stærð bílskúrs er: 50,3 ferm., 145,9 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 11.672
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

2. Barðavogur 19 (01.443.004) 105511 Mál nr. BN042631
Jóna Karlotta Herbertsdóttir, Hléskógar 6, 109 Reykjavík
Krókur fasteignafélag ehf, Hléskógum 6, 109 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á tveimur áður gerðum íbúðum í kjallara einbýlishússins á lóð nr. 19 við Barðavog.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
Magnús Sædal vék af fundi við afgreiðslu málsins.

3. Bauganes 10 (01.674.101) 106851 Mál nr. BN042554
Halla Sigrún Hjartardóttir, Melhagi 20, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt einbýlishús, hæð og kjallara með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 10 við Bauganes.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagstjóra frá 11. febrúar 2011 fylgir erindinu sem og samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar áritað á uppdrætti.
Kjallari: 97 ferm., 1. hæð 211,5 ferm., bílgeymsla 33,5 ferm.
Samtals: 342,0 ferm., 1.301,5 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 104.120
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

4. Bergstaðastræti 13 (01.180.309) 101720 Mál nr. BN042668
Sótt er um leyfi til að endursamþykkja erindi BN040897 sem fellt var úr gildi 30. ágúst 2010 með úrskurði úrskurðarnefndar skipulagsmála, þar sem veitt var leyfi til þess að byggja þriggja hæða steinsteypta viðbyggingu auk kjallara, allt einangrað að utan og klætt gráum náttúrustein og múrkerfi, með samtals þremur íbúðum og atvinnuhúsnæði á neðstu hæð (kjallara), sem tengist 1. hæð húsnæðisins sem fyrir er á lóðinni nr. 13 við Bergstaðastræti.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

5. Borgartún 26 (01.230.002) 102910 Mál nr. BN042637
LF6 ehf, Borgartúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta rými 0601 í tvö sjálfstæð rými 0601 og 0606 með tilsvarandi innri breytingum í húsnæðinu á lóð nr. 26 við Borgartún. Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

6. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN042312
Höfðatorg ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingu í starfsmannarými og færa kaffistofu í veitingahúsi í rými 0116 á 1. hæð í Höfðatúni 2, á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

7. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN042630
Höfðatorg ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja erindið BN040112 dags. 11. ágúst 2009 þar sem sótt var um að innrétta skrifstofur á 16. hæð í atvinnuhúsinu Höfðatún 2 á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

8. Einholt 2 (01.244.101) 103179 Mál nr. BN042002
Fasteignin Einholti 2 ehf, Tunguási 9, 210 Garðabær
Kuti slf, Vestmannabraut 30, 900 Vestmannaeyjar
Sótt er um leyfi til að byggja fernar svalir, innrétta sex íbúðir og byggja sólpalla á baklóð atvinnuhúss á lóð nr. 2 við Einholt.
Erindi fylgir umboð meðlóðarhafa dags. 11. október 2010 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 15. október 2010.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Faxaskjól 20 (01.532.115) 106192 Mál nr. BN041746
Anna Margrét Guðjónsdóttir, Faxaskjól 20, 107 Reykjavík
Þorgeir Ólafsson, Faxaskjól 20, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til innanhúsbreytinga sem sameina íbúðir 0101 og 0201 í eina, einnig er sótt um að byggja svalir úr timbri með stiga út í garð á 1. hæð í húsi á lóð nr. 20 við Faxaskjól.
Gjald kr. 7.700 + 8.000
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.

10. Fríkirkjuvegur 1 (01.183.002) 101915 Mál nr. BN042527
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi og innrétta fyrir Kvennaskólann í Reykjavík, Miðbæjarskólann á lóð nr. 1 við Fríkirkjuveg.
Umsögn Húsfriðunarnefndar dags. 21. janúar 2011 og 1. febrúar 2011 ásamt umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 24. janúar 2011 fylgja erindinu. Einnig minnisblað um brunavarnir frá VERKÍS dags. 9. febrúar 2011.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

11. Granaskjól 34 (01.515.405) 105852 Mál nr. BN042632
Íslenska eignafélagið ehf, Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja erindin BN040738 og BN041026 þar sem annarsvegar var sótt um að stækka lítillega, og hinsvegar að breyta innra skipulagi og endurbyggja einbýlishúsið, að breyta stiga og fella út útskot á 1. hæð í nýsamþykktu erindi, sjá BN040738 á lóð nr. 34 við Granaskjól.
Stækkun: 12,9 ferm., 35,7 rúmm.
Minnkun: 2,2 ferm., 6,8 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 2.856
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

12. Grjótagata 4 (01.136.515) 100604 Mál nr. BN042574
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Minjavernd hf, Pósthólf 1358, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta fjögur hótelherbergi á 1. og 2. hæð, tvö á hvorri hæð, sem rekin verða sem hluti af hóteli í Aðalstræti 16, í tveggja hæða timburhúsi á hlöðnum kjallara frá 1896 á lóð nr. 4 við Grjótagötu.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.

13. Gunnarsbraut 46 (01.247.502) 103383 Mál nr. BN042647
Neva ehf, Gunnarsbraut 46, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til minni háttar breytinga á innra fyrirkomulagi og breyta í gistiheimili áfangaheimilinu á lóð nr. 46 við Gunnarsbraut.
Jafnframt er erindi BN041633 dregið til baka.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

14. Hamravík 74 (02.352.406) 180136 Mál nr. BN042634
Guðmundur B Steinþórsson, Hamravík 74, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera geymslu undir verönd og setja þak yfir, stækka bílgeymslu, koma fyrir gönguhurð á bílgeymslu, færa sorpgerði og koma fyrir setlaug á lóð einbýlishússins nr. 74 við Hamravík.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 8.000 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

15. Höfðabakki 1 (04.070.001) 110677 Mál nr. BN042646
Þríund hf, Kringlunni 4, 103 Reykjavík
G and M ehf, Höfðabakka 1, 110 Reykjavík
Feiti dvergurinn ehf, Hlíðarbyggð 8, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingum í rýmum 0102 og 0103 sem eru veitingastaðir á jarðhæð og opna tímabundið yfir eignamörk í húsi á lóð nr. 1 við Höfðabakka.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

16. Kringlumýrarbraut 100 (01.78-.-89) 107486 Mál nr. BN042640
Umtak fasteignafélag ehf, Dalvegi 10-14, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingum í bakvinnslu og afgreiðslu veitingastað á bensínstöðinni á lóð nr. 100 við Kringlumýrarbraut.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Umsækjandi skal gera grein fyrir auglýsingaskilti með breytilegu efni og ljósmagni, er snýr að Kringlumýrarbraut.

17. Laugarnesvegur 104-110 (01.341.001) 103936 Mál nr. BN042489
Laugarnesvegur 106-110,húsfélag, Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða austurgafl með sléttri áklæðningu, endurnýja svalir, svalahandrið hækkað og svalir í mhl. 02 nr. 106 verða dýpkaðar um 50 cm á vesturgafl fjölbýlishússins nr. 106-110 á lóð nr. 104-110 við Laugarnesveg.
Umsögn burðarvirkshönnuðar dags. 5. jan. 2011 fylgir.
Gjald kr. 8.000 kr.
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.

18. Laugavegur 2 (01.171.301) 101401 Mál nr. BN042642
KTF ehf, Laugavegi 2, 101 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi BN028582, samþ. 2.3. 2004, sem felst í breytingum innanhúss í húsi á lóð nr. 2 við Laugaveg.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Umsækjandi geri grein fyrir umboði sínu.

19. Laugavegur 74 (01.174.207) 101610 Mál nr. BN042483
Laug ehf, Pósthólf 8814, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja hótel úr forsteyptum einingum, fimmtán íbúðarherbergi m/eldunaraðstöðu, verslun á jarðhæð og geymslur í kjallara á lóð nr. 74 við Laugaveg.
Jafnframt er erindi BN037238 fellt úr gildi.
Stærð: Kjallari, geymslur 107,9 ferm., 1. hæð verslun 428,4 ferm., 2. hæð hótel 299,4 ferm., 3. hæð 255,8 ferm.
Samtals A-rými: 1.091,5 ferm., 3.698,6 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 8.000 + 295.888
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

20. Lindargata 57-66 (01.153.801) 101114 Mál nr. BN042568
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að bæta rými 0205 sem er geymsla í dag við framleiðslueldhús til að stækka það, vegna breyttrar framleiðslu á útsendum mat, í húsnæði Vitatorg Þjónustumiðstöð aldraðra í Reykjavík á lóð nr. 59 við Lindargötu.
Bréf frá hönnuði dags. 31. jan. 2011. Skýrsla brunahönnuðar dags. 10. maí 1990.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

21. Nauthólsvegur 87 (01.755.203) 214256 Mál nr. BN042028
Skólafélagið Bak-Hjallar ehf, Vífilsstaðavegi 123, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að stækka milligólf, breyta útbyggingu yfir inngangi og fjölga gluggum á norðurhlið skólans á lóð nr. 87 við Nauthólsveg.
Stækkun á milligólfi 20 ferm.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

22. Réttarholtsvegur 1-3 (01.830.001) 108453 Mál nr. BN042595
Garðs Apótek ehf, Sogavegi 108, 108 Reykjavík
Haukur Ingason, Steinasel 4, 109 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningum af íbúðar- og atvinnuhúsinu á lóð nr. 1-3 við Réttarholtsveg.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

23. Skeifan 8 (01.461.202) 105668 Mál nr. BN042643
Eik sf, Drekahlíð 3, 550 Sauðárkrókur
Sótt er um leyfi til að breyta 1. hæð., 2. hæð og kjallara og koma fyrir vararafstöð á afgirtu svæði við húsnæði á lóð nr. 8 við Skeifuna.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

24. Skyggnisbraut 20-24 (05.054.104) 219632 Mál nr. BN042362
Byggingafélagið Framtak ehf, Kirkjustétt 2-6, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja úr steinsteypu, múrhúðað og einangrað að innan, fjögurra hæða fjölbýlishús með kjallara og 17 íbúðum mhl. 01 nr. 20 á lóð nr. 20-24 við Skyggnisbraut.
Stærðir: Kjallari 277,5, 1. hæð 283,8, 2. hæð 283,8, 3. hæð 283,8 og 4. hæð 283,8 ferm.,
Samtals 1.503,2 ferm, 4.527,7 rúmm.
Lóðarstærð 4.793 ferm., nýtingarhlutfall 0,31
Gjald kr. 7.700 + 362.216
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

25. Smiðshöfði 10 (04.061.303) 110612 Mál nr. BN042613
Krydd og Kaviar ehf, Smiðshöfða 8, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta legu brunastúku á lóðarmörkum sbr. erindin BN041733 og BN041734 dags. 13. júlí 2010 og að setja loftstokk ásamt útsogsblásara á norðurhlið hússins á lóð nr. 10 við Smiðshöfða.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

26. Smiðshöfði 8 (04.061.302) 110611 Mál nr. BN042612
Krydd og Kaviar ehf, Smiðshöfða 8, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta legu brunastúku á lóðarmörkum sbr. erindin BN041733 og BN041734 dags. 13. júlí 2010 í húsinu á lóð nr. 8 við Smiðshöfða.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

27. Snorrabraut 27-29 (01.240.011) 102978 Mál nr. BN035596
Alda fasteignafélag ehf, Snorrabraut 29, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á 1. og 2. hæð og til breytinga á brunatæknilegum atriðum á öðrum hæðum í atvinnuhúsinu á lóðinni nr. 29 við Snorrabraut.
Málinu fylgir samþykki þriggja meðlóðarhafa ódagsett.
Gjald kr. 6.800 + 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

28. Stórholt 17 (01.246.011) 103282 Mál nr. BN042636
Svavar Geirfinnsson, Lundarbrekka 4, 200 Kópavogur
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum vegna gerðar á eignaskiptayfirlýsingu af fjölbýlishúsinu á lóð nr. 17 við Stórholt.
Samþykki meðeigenda fylgir ódagsett.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

29. Stórhöfði 37 (04.085.802) 110692 Mál nr. BN042480
Myrja ehf, Stórhöfða 37, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir millilofti þar sem innréttað verður skrifstofur og kaffistofa fyrir starfsfólk í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 37 við Stórhöfða.
Stækkun millilofts: 180,6 ferm.
Umsögn burðarvirkishönnuðar ódags. og samþykki meðeigenda 15. feb. 2011.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

30. Stuðlaháls 1 (04.326.801) 111050 Mál nr. BN042645
Vífilfell hf, Stuðlahálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að reisa frárennslishreinsunartanka úr stáli og tækjaskýli á steyptum undirstöðum við gosdrykkjaverksmiðju á lóð nr. 1 við Stuðlaháls.
Stækkun 328,1 ferm., 2.143,8 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 171.504
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

31. Stuðlaháls 2 (04.325.401) 111045 Mál nr. BN042614
Áfengis-/tóbaksverslun ríkisins, Pósthólf 10120, 130 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir innri breytingum 2. hæð og koma fyrir nýjum gluggum á norðurhlið atvinnuhúsnæði á lóð nr. 2 við Stuðlaháls.
Gjald kr.8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

32. Suðurlandsbraut 58-64 (01.471.401) 198021 Mál nr. BN042576
Grund - Mörkin ehf, Hringbraut 50, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tengibyggingu á einni hæð, með óráðstöfuðum geymslurýmum meðfram bílakjallara fjölbýlishúsa nr. 58-62, sem tengist á lóðamörkum tengigangi hjúkrunarheimilis á lóð nr. 66, við fjölbýlishúsin á lóð nr. 58-64 við Suðurlandsbraut.
Stærð: Tengigangur og inntaksrými 235,9 ferm., óráðstafað geymslurými 929,9 ferm.
Samtals 1.165,8 ferm., 5.512,3 rúmm.
Útirými (B-rými) 254,8 ferm.
Gjald kr. 8.000 + 440.984
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

33. Suðurlandsbraut 66 (01.471.402) 201340 Mál nr. BN042577
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Félagsmálaráðuneyti, Tryggvag Hafnarhúsi, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tengibyggingu á einni hæð, sem tengist tengigangi frá fjölbýlishúsum á lóð nr. 58-64 á lóðamörkum, við hjúkrunarheimili á lóð nr. 66 við Suðurlandsbraut.
Stærð: Tengigangur 98 ferm., 421,4 rúmm.
Útirými (B-rými) 16 ferm.
Gjald kr. 8.000 + 33.712
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

34. Súðarvogur 3-5 (01.451.401) 105601 Mál nr. BN042635
Reginn A1 ehf, Borgartúni 25, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja 6 metra farsímaloftnet utan á þakbrún húsnæðisins á lóð nr. 3 - 5 við Súðarvog.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

35. Sætún 8 (01.216.303) 102760 Mál nr. BN042601
Stólpar ehf, Borgartúni 25, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi, grafa frá kjallara norðan megin, innrétta skrifstofur, koma fyrir þakgluggum og gera þaksvalir á suðurhlið bráðabirgðaþaks atvinnuhúss á lóð nr. 8 við Sætún.
Stærð: 1.963 ferm., 6.403,9 rúmm.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Samþykktin tekur ekki til bílastæða utan lóðar.

36. Vesturgata 23 (01.136.003) 100506 Mál nr. BN042633
Jóhann B. Samper, Vesturgata 23, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að sameina rými 0101 í mhl. 70 við rými 0102 í mhl. 01 og samþykkja áður gerða íbúð á 1. hæð í íbúðarhúsi á lóð nr. 23 við Vesturgötu.
Meðfylgjandi er íbúðarskoðun dags. 12.8. 2010
Stærð íbúðar 0102 52,9 ferm., 158,7 rúmm.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Ýmis mál

37. Starengi 82 (02.384.503) 172449 Mál nr. BN042591
Finnur Sveinbjörnsson, Starengi 82, 112 Reykjavík
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti 23. september 2010 og afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa 12. nóvember 2010 stækkun á nokkrum lóðum við Starengi. Landupplýsingadeild hefur útbúið breytingarblað og lóðauppdrátt fyrir Starengi 82 í samræmi við áðurnefndar samþykktir. Óskað er eftir að byggingarfulltrúi afgreiði meðfylgjandi breytingablað þar sem fram kemur að stækkunin er úr óútvísuðu landi Reykjavíkur í byggð landnr. 218177.
Staðfesting á greiðslu dags. 10. febrúar og 15. febrúar 2011 fylgir erindinu.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Lóðamarkabreyting tekur gildi þegar þinglýst hefur verið yfirlýsingu um breytt lóðarmörk.

38. Vegbrekkur 9-15 (05.866.601) 216728 Mál nr. BN042652
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 2. nóvember 2010 var samþykkt hesthús að Vegbrekkum 9. Stærðir voru ranglega skráðar .
Samtalsstærð var skráð 406,3 m2 á að vera 558,2 m2, samtals 151,9 m2. rúmm. voru skráðir 1365,5 en eiga að vera 2.145,3. samtals 779,8
Þetta leiðréttist hér með.
Mismunur í gjaldi kr. er 60.045
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Fyrirspurnir

39. Geirsgata 11 (01.117.204) 100080 Mál nr. BN042437
Finnur Orri Thorlacius, Hraunhólar 8, 210 Garðabær
Spurt er hvort leyfi fengist til að setja upp brugghús á 1. hæð sem framleiðir bjór á staðnum og verður seldur á veitingastað í flokki ? sem er á staðnum.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 18. febrúar 2011 fylgir erindinu ásamt umsögn Faxaflóahafna dags. 14. janúar 2011 og skipulagsstjóra dags. 10. febrúar 2011.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi. Athygli er vakin á því að eingöngu er hægt að sækja um rekstararleyfi fyrir veitingahús í flokki II á þessu svæði sbr. umsögn skipulagsstjóra og með vísan til umsagnar Faxaflóahafna verður að skoða aðkomuleiðir.

40. Grundargerði 12 (01.814.106) 107927 Mál nr. BN042592
Gunnar Bjarnason, Hamratangi 8, 270 Mosfellsbær
Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja viðbyggingu á 1. hæð við suðurhlið sem snýr út á baklóð í tveimur pörtum á lóð nr. 12 við Grundargerði .
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 18. febrúar 2011 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 18. febrúar 2011.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi er taki mið af umsögn skipulagsstjóra. Berist umsókn verður hún grenndarkynnt.

41. Leirur (26.000.030) 125834 Mál nr. BN042497
Elín Sigurbjörg Gestsdóttir, Leirur, 116 Reykjavík
Hreiðar Karlsson, Leirur, 116 Reykjavík
Spurt er hvort byggja megi úr timbri aðstöðuhús fyrir starfsfólk með kaffistofu, salerni o.fl. við Hundahótelið Leirum á Álfsnesi landnr. 125834.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 21. janúar 2011 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 7. febrúar 2011..
Jákvætt.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra, en þar er bent á leiðir er til greina kunna að koma til úrlausnar málsins. Fyrirspyrjandi getur á eigin kostnað látið vinna tillögu að breyttu deiliskipulagi sem væntanlega yrði besta lausnin.

42. Skólavörðustígur 42 (01.181.417) 210269 Mál nr. BN042608
R. Guðmundsson ehf, Pósthólf 1143, 121 Reykjavík
Spurt er hvort frestur yrði veittur til að koma fyrir sjálfvirku brunaviðvörunarkerfi í gistiheimilinu á lóð nr. 42 við Skólavörðustíg.
Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 8. febrúar 2011
Jákvætt.
Með vísan til umsagnar forvarnardeildar slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
Ekki verður um frekari tímafrest að ræða en þar kemur fram.

43. Stórholt 43 (01.246.215) 103322 Mál nr. BN042615
Soffía Óskarsdóttir, Stórholt 43, 105 Reykjavík
Óskar Jóhann Björnsson, Stórholt 43, 105 Reykjavík
Spurt er hvort loka megi svölum á 2. hæð með gustlokun úr gleri og hvort byggja megi glerskýli á tvo vegu við inngang á 1. hæð sbr. fyrirspurn BN042571 við hús á lóð nr. 43 við Stórholt.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

44. Sveighús 15 (02.848.608) 109892 Mál nr. BN042611
Sturla Karlsson, Sveighús 15, 112 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja svalaskýli ofan á suður svalir einbýlishússins á lóð nr. 15 við Sveighús.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

45. Sölvhólsgata 7-9 (01.150.306) 100973 Mál nr. BN042638
Einar Ólafsson, Hvassaleiti 39, 103 Reykjavík
Spurt er hvort breyta megi skipulagi innanhús, brjóta gat í plötur og koma fyrir stiga frá 2. hæð upp á þá 4. í Innanríkisráðuneytinu á lóð nr. 7-9 við Sölvhólsgötu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi með vísan til meðfylgjandi leiðbeininga á fyrirspurnarblaði.

46. Tryggvagata 11 (01.117.401) 100089 Mál nr. BN042639
Hörður Gunnarsson, Akurhvarf 7, 203 Kópavogur
Spurt er hvort breyta megi fyrirkomulagi innanhúss og innrétta kaffihús, minjagripaverslun, sýningaaðstöðu og kvikmyndasýningarsal á 1. hæð í Hafnarhvoli á lóð nr. 11 við Tryggvagötu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

47. Ægisgarður 7 (01.116.102) 174421 Mál nr. BN042598
Plúsarkitektar ehf, Laugavegi 59, 101 Reykjavík
Spurt er hvort setja megi niður söluskála sem selur aðgöngumiða, engar veitingar, á lóð nr. 7-9 við Ægisgarð.
Frestað.
Ekki liggur fyrir heimild Faxaflóahafna til lóðar.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12:05.
Magnús Sædal Svavarsson
Bjarni Þór Jónsson
Björn Kristleifsson
Sigrún Reynisdóttir
Jón Hafberg Björnsson
Þórður Búason
Eva Geirsdóttir