Umhverfis- og skipulagsráð
Skipulagsráð
Ár 2010, miðvikudaginn 25. ágúst kl. 9.05, var haldinn 213. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12-14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen og áheyrnarfulltrúinn Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Gunnhildur S. Gunnarsdóttir, Jóhannes Kjarval, Björn Ingi Edvardsson og Harri Ormarsson. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
(A) Skipulagsmál
1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 20. ágúst 2010
2. Elliðaárvogur, rammaskipulag (04.0) Mál nr. SN070327
Kanon arkitektar ehf, Laugavegi 26, 101 Reykjavík
Kynnt staða skipulagsvinnu Kanon arkitekta ehf. og VSÓ ráðgjöf fyrir Elliðaárvog.
Helgi B. Thóroddssen frá Kanon arkitektum ehf. og Stefán Ó. Thors frá VSÓ ráðgjöf kynntu.
3. Tunguvegur 19, breyting á deiliskipulagi (01.837.0) Mál nr. SN090453
Sæmundur Pálsson, Hlyngerði 4, 108 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Sæmundar Pálssonar og Ólafíu Magnúsdóttur, mótt. 8. desember 2009, varðandi breytingu á deiliskipulagi Sogavegar vegna lóðarinnar nr. 19 við Tunguveg. Í breytingunni felst m.a. að gera byggingarreit á norðurhluta lóðarinnar auk byggingarreits fyrir svalir, færa tvö bílastæði sem eru við götu inn á lóð og fleira samkvæmt uppdrætti Arkhús ehf., dags. 12. apríl 2010. Auglýsing stóð yfir frá 19. maí 2010 til og með 1. júlí 2010. Eftirtaldir aðilar gerðu athugasemdir: Kári Pálsson og Guðrún M. Ólafsdóttir dags. 6. júní 2010, einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 21. þ.m.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.
4. Vogar sunnan Skeiðarvogs, forsögn, deiliskipulag (01.4) Mál nr. SN090101
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Húss og skipulags ehf. að deiliskipulagi Voga, sunnan Skeiðarvogs dags. 18. maí 2010 breytt 20. ágúst 2010 . Einnig eru lagðar fram ábendingar sem bárust við hagsmunaaðilakynningunni og húsakönnun fyrir Vogahverfi, dags. apríl 2010. Tillagan var auglýst frá 9. júní 2010 til og með 22. júlí 2010. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Vigdís Jónsdóttir f.h. Guðbjargar Lilju Maríusdóttur dags. 21. júní 2010 og eigendur að matshluta 02 Gnoðavogi 44-56 dags. 21. f.m. Einng er lögð fram umsögn umhverfis- og samgöngusviðs dags. 3. þ.m. og umsögn skipulagsstjóra dags. 23. sm.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.
5. Kjalarnes, Mógilsá, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN100286
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Landmótun sf, Hamraborg 12, 200 Kópavogur
Lögð fram umsókn Landmótunar f.h. Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 30. júlí 2010, um breytingu á deiliskipulagi Mógilsár og Kollafjarðar vegna tveggja lóða fyrir dreifistöðvar rafmagns, skv. uppdrætti, dags. 16. júní 2010.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Gísli Marteinn Baldursson vék af fundi kl. 11:50 þá var einnig búið að fjalla um liði 8 og 9 í fundargerðinni.
(B) Byggingarmál
6. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN041946
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 600 frá 24. ágúst 2010.
(D) Ýmis mál
7. Skipulagsráð, kosning varamanns Mál nr. SN100302
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 19. ágúst 2010 vegna samþykkt borgarráðs s.d. um að Marta Guðjónsdóttir taki sæti varamanns í skipulagsráði.
8. Austurhöfn Tónlistarhús, hönnun gatnakerfis (01.11) Mál nr. SN100248
Kynnt forhönnun Umhverfis- og samgöngusviðs að gatnakerfi við Austurhöfn tónlistarhúss.
Ólafur Bjarnason samgöngustjóri kynnti.
9. Austurbakki 2, Tónlistarhús, bráðabirgðafrágangur lóðar Mál nr. SN100293
Landslag ehf, Skólavörðustíg 11, 101 Reykjavík
Lögð fram tillaga Landslags, dags. 23. ágúst 2010, að bráðabirgðafrágangi lóðar tónlistarhússins Hörpu að Austurbakka 2.
Sigurður Einarsson arkitekt kynnti
Frestað.
10. Tangabryggja 14-16, bílasala (04.023) Mál nr. SN100245
Ingibjörg G Tómasdóttir, Naustabryggja 13, 110 Reykjavík
Lagt fram bréf Ingibjargar Tómasdóttur dags. 18. maí 2010 vegna bílasölu á lóð nr. 14-16 við Tangabryggju. Einnig lagt fram bréf forstjóra Björgunar dags. 22. júní 2010 ásamt bréfi formanns íbúasamtaka Bryggjuhverfis dags. 16. júní 2010. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 18. ágúst 2010.
Frestað.
11. Hverfisgata 28, orðsending 100800 (01.171.1) Mál nr. SN100300
Hildur Boga Bjarnadóttir, Flétturimi 34, 112 Reykjavík
Lögð fram orðsending 100800 frá skrifstofu borgarstjóra, dags. 20. ágúst 2010, ásamt bréfi Hildar Bjarnadóttur, dags. 17. ágúst 2010 varðandi brunarústir að Hverfisgötu 28.
Erindinu vísað til meðferðar hjá embætti byggingarfulltrúa byggingarfulltrúa.
Sóley Tómasdóttir og Jórunn Frímannsdóttir viku af fundi kl. 12.03
12. Skáldastígur, bréf Mál nr. SN090365
Lögð fram að nýju orðsending borgarstjóra ásamt bréfi Kristins E. Hrafnssonar dags. 8. október 2009 varðandi Skáldastíg í Grjótaþorpi. Einnig er lögð fram umsögn Framkvæmda- og eignasviðs dags. 17. ágúst 2010 og tölvupóstur borgarminjavarðar dags. 24. ágúst 2010.
Vísað til umsagnar hjá menningar- og ferðamálaráði.
13. Nóatún 17, bréf byggingarfulltrúa (01.235.201) Mál nr. BN041932
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 17. þ.m. vegna óleyfisframkvæmda á lóð nr. 17 við Nóatún.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt
14. Kleppsvegur 90, kæra, umsögn, úrskurður (01.352.2) Mál nr. SN080605
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 17. ágúst 2010 vegna kæru á samþykkt skipulagsráðs Reykjavíkur frá 16. júlí 2008 um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnr nr. 90 við Kleppsveg.
Úrskurðarorð: Samþykkt skipulagsráðs Reykjavíkur frá 16. júlí 2008 um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 90 við Kleppsveg er felld úr gildi.
Fundi slitið kl. 12.10.
Páll Hjalti Hjaltason
Hjálmar Sveinsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Kristín Soffía Jónsdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2010, þriðjudaginn 24. ágúst kl. 10:07 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 600. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Bjarni Þór Jónsson, Björn Kristleifsson, Sigrún Reynisdóttir, Hjálmar Andrés Jónsson, Jón Hafberg Björnsson, Eva Geirsdóttir og Guðfinna Ósk Erlingsdóttir.
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Bankastræti 5 (01.170.008) 101326 Mál nr. BN041918
Eik fasteignafélag hf, Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til fella niður hurð úr starfsmannaaðstöðu inn í tæknirými í kjallara og setja EI60 vegg í staðinn í húsi á lóð nr. 5 við Bankastræti.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
2. Bergstaðastræti 20 (01.184.011) 102006 Mál nr. BN041937
Laug ehf, Pósthólf 8814, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við til norðvesturs og norðurs, til að endurbyggja bílskúr, til að breyta innra skipulagi og innrétta fjórar íbúðir í húsi á lóð nr. 20 við Bergstaðastræti.
Núverandi stærðir mhl. 01
Stækkun: Kjallari: xx ferm., 1. hæð 11,3 ferm., 2. hæð 11,3 ferm., xx rúmm.
Samtals: xx ferm., xx rúmm. Stærðir bílskúr mhl. 02 - stækkun?
Gjald kr. 7.700 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
3. Bíldshöfði 20 (04.065.101) 110673 Mál nr. BN041849
Smáragarður ehf, Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka og koma fyrir nýrri vörumóttöku í kjallara og á 1. hæð og að koma fyrir nýjum stigagangi milli 1. 2. og 3. hæðar í norðurhlið hússins, svo og aðrar smávægilegar og almennar breytingar á atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 20 við Bíldshöfða. Jafnframt er dregið tilbaka erindið BN040614 sem var í frestun frá því 12. jan. 2010.
Skýrsla brunahönnuðar dags. júlí 2010.
Bréf frá hönnuði dags. 17. ágúst 2010 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 29. júlí 2010.
Stækkun 251,4 ferm., 832,1 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 64.072
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
4. Bjarmaland 18-24 (01.854.402) 108779 Mál nr. BN041928
Pétur Kúld Pétursson, Þingholtsstræti 16, 101 Reykjavík
Anna Sigríður Einarsdóttir, Þingholtsstræti 16, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka anddyri og breyta innra fyrirkomulagi á einbýlishúsi nr. 20 á lóð nr. 18-24 við Bjarmaland. Jafnframt er áður samþykkt erindi, BN041726 dags. 29. júní 2010 fellt úr gildi en því fylgdi samþykki meðlóðarhafa.
Stækkun 6,8 ferm., 19 rúmm.
Gjald kr 7.700 + 1.463
Frestað.
Lagfæra skráningu.
5. Borgartún 20 (01.221.002) 102797 Mál nr. BN041935
Reginn A2 ehf, Borgartúni 25, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir innanhúsbreytingum í mhl. 02 á 1, 3 og 4. hæð þar sem stækkuð eru salerni, komið fyrir salerni fyrir fatlaða, mötuneyti fært af 3. hæð upp á 4. hæð og koma fyrir brunastiga á verslunarhúsnæðinu á lóð nr. 20 við Borgartún.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
6. Gunnarsbraut 32 (01.247.112) 103344 Mál nr. BN041833
Stefán Bogi Stefánsson, Gunnarsbraut 32, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalir úr plötuklæddri stálgrind á 1. hæð suðurhliðar húss á lóð nr. 32 við Gunnarsbraut. Útskrift úr gerðarbók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 23. júlí 2010 og umsögn skipulagsstjóra dags. 22. júlí 2010 fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagstjóra, lagfæra þarf uppdrætti sbr. umsögn skipulagsstjóra.
Berist breyttir uppdrætti verða þeir grenndarkynntir. Samþykki meðeigenda vantar.
7. Heiðargerði 60 (01.802.114) 107663 Mál nr. BN041924
Arinbjörn Viggó Clausen, Heiðargerði 60, 108 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum, þar sem gerð er grein fyrir notkun á óuppfylltu rými og breytingu á bílskúr, sjá erindi BN032063 dags. 23. ágúst 2005, í einbýlishúsi nr. 60 við Heiðargerði.
Stækkun bílgeymslu: xx ferm., xx rúmm. Lagnarými; xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.700 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
8. Hlíðarhús 3-7 (02.845.102) 172492 Mál nr. BN041802
Eir,hjúkrunarheimili, Hlíðarhúsum 7, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að loka svölum með póstalausum renniglerjum og þaki yfir svalir 0415 við íbúð 0405 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 3 - 7 við Hlíðarhús.
Stærðir: 9,7 ferm., 26,5 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 2041
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
9. Holtasel 42 (04.927.104) 112734 Mál nr. BN041929
Geir Thorsteinsson, Holtasel 42, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir kvisti á suðurhlið og loka svölum á einbýlishúsinu á lóð nr. 42 við Holtasel.
Samþykki nágranna nr. 44 dags. 1. sept. 2004.
Stækkun ?? ferm., ??rúmm.
Gjald kr. 7.700 + ??
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
10. Holtavegur 28 (01.386.101) 104939 Mál nr. BN041809
KFUM og KFUK á Íslandi, Holtavegi 28, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta núverandi tómstundarými á neðri hæð í húsi KFUM og KFUK í elsta stig leikskóla fyrir 25-40 börn og 4-8 starfsmenn, sem hluta af leikskóla sem rekinn er í öðru húsi á lóðinni nr. 28 við Holtaveg.
Erindi fylgir brunatæknileg umsögn frá Verkís dags. 6. júlí 2010.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
11. Hverfisgata 52 (01.172.101) 101439 Mál nr. BN036951
Húsfélagið Hverfisgötu 52, Hverfisgötu 52, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þes að setja upp svalir við suðurhlið á 2. hæð fjölbýlishússins á lóð nr. 52 við Hverfisgötu.
Samþykki eigenda Vatnsstígs 4, með skilyrðum, innfært 23. maí 2002 ásamt umsögn brunahönnuðar dags. 21. september 2007 fylgja erindinu ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 20. ágúst 2010.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra frá 20. ágúst 2010.
12. Kirkjusandur 2 (01.345.101) 104043 Mál nr. BN041814
Eignarhaldsfélagið Fasteign hf, Bíldshöfða 9, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja upp kælieiningu við hlið rafstöðvargáms á afgirtum steyptum stöpli við Íslandsbanka mhl. 07 á lóð nr. 2 við Kirkjusand.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
13. Laugavegur 32B (01.172.214) 101469 Mál nr. BN041818
Reynir Adamsson, Laugavegur 32b, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningum af neðri hæð, en af henni eru engar eldri teikningar til, og af skráningartöflu sem byggir einnig á eldri teikningum af efri hæðum hússins á lóð nr. 32B við Laugaveg.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
14. Leifsgata 16 (01.195.207) 102599 Mál nr. BN041692
Þorgerður Þorvaldsdóttir, Leifsgata 16, 101 Reykjavík
Sonja Þórey Þórsdóttir, Leifsgata 16, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga í kjallara og skipta svo séreign í honum milli íbúða á 1. og 2. hæð í íbúðarhúsi á lóð nr. 16 við Leifsgötu.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda á teikningu og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 27. júlí 2010.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
15. Logafold 49 (02.875.805) 110421 Mál nr. BN041876
Guðlaug Sigurðardóttir, Logafold 49, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að bæta við gluggum og hurð og innrétta áður gerðan kjallara sem hluta íbúðar í einbýlishúsinu á lóð nr. 49 við Logafold.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 13. ágúst 2010 fylgir erindinu. Áður gerð stækkun kjallara: 72,4 ferm., 238,5 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 18.365
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
16. Lokastígur 25 (01.181.410) 101800 Mál nr. BN041890
Bjarni Þór Bjarnason, Lokastígur 25, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum vegna eignaskiptasamnings þar sem gerð er grein fyrir áður gerðri ósamþykkri íbúð í kjallara í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 25 við Lokastíg.
Fyrirspurn BN040898 fylgir erindinu dags. 12. jan. 2010
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
17. Mávahlíð 42 (01.710.209) 107173 Mál nr. BN041751
Guy Conan Stewart, Mávahlíð 42, 105 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á samþykkt byggingaráforma BN029855 samþ. 27.7.2004, um að byggja svalir á suðurhlið 3. hæðar fjölbýlishúss á lóð nr. 42 við Mávahlíð. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 20. ágúst 2010 fylgir erindinu. Kynning stóð yfir frá 14. júlí 2010 til og með 12. ágúst 2010. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
18. Naustabryggja 13-15 (04.023.603) 191185 Mál nr. BN041851
Birgit Eriksen, Arnarhraun 10, 220 Hafnarfjörður
Naustabryggja 13-15,húsfélag, Naustabryggju 13-15, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka íbúð 0102 um 11,7 ferm. á kosnað sameignar um sömu ferm. í fjölbýlishússinu nr. 15 á lóð nr. 13-15 við Naustabryggju. Samþykki meðeigenda dags. 30. jan. 2010 og ódags. Bréf frá VSI dags. 15. júlí 2010 fylgja erindinu.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
19. Nýlendugata 15A (01.131.209) 100178 Mál nr. BN041820
María Dís Cilia, Nýlendugata 15a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa bakhús, um er að ræða mhl. 02 0101 fastanúmer 200-0409 þar sem á að fjarlægja alla efri hæð, þak, veggi og gólf ásamt öllum innviðum í kjallara, á lóð nr. 15A við Nýlendugötu. Fyrirhugað er að láta útveggi kjallarans standa, sem munu nýtast sem girðing utan um lítinn garð. Bréf frá eigenda dags. 9. júlí 2010 og útskrift úr gerðarbók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 23. júlí 2010 fylgir erindinu. Bréf frá teiknistofunni T.ark dags. 12. ágúst. 2010
Niðurrif: 24,1 ferm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Þinglýsa skal breyttri eignaskiptayfirlýsingu þegar niðurrif hefur farið fram svo unnt sé að taka eignina af skrá.
20. Reynihlíð 8-10 (01.782.805) 107551 Mál nr. BN041878
Björn B Thors, Reynihlíð 10, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta sólstofu 2. hæðar, minnka svalir og breyta hurð út í garð á 1. hæð parhússins nr. 10 á lóð nr. 8-10 við Reynihlíð.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vantar samþykki meðlóðarhafa.
21. Sigtún. (Laugardalur) (01.37-.-93) 104719 Mál nr. BN040865
Íþróttabandalag Reykjavíkur, Engjavegi 6, 104 Reykjavík
Íslenskar getraunir, Engjavegi 6, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 4. hæðina ofan á mhl. 02 og 04 sem sameinast í mhl 02 og að byggja tengibyggingu sem verður mhl. 03 sem tengir mhl. 02 , 07 og 10, og að byggja geymsluhús sem verður mhl. 05 á lóð nr. 6 við Engjaveg. Bréf frá hönnuði dags. 22. desember 2009 og 18. janúar 2010 fylgir. Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 19. janúar 2010 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 12. febrúar 2010. Stækkun: mhl. 02. 482,3 ferm., mhl. 03. 240,7 ferm.og mhl. 05. 409,2 ferm. Samtals stækkun 1132,2 ferm., 3902,9 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 300.523
Frestað.
Vísað til fyrri athugasemda vegna afstöðumyndar.
22. Skildingatangi 1 (01.675.101) 106899 Mál nr. BN041695
Gunnar I Hafsteinsson, Skildinganes 58, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt einbýlishús, einangrað að utan og múrhúðað með steindum mulningi, á einni hæð með geymslu og bílageymslu í kjallara, sbr. fyrirspurn BN040724. á lóð nr. 1 við Skildingatanga. Stærðir: Kjallari, trappa og geymsla 50,3 ferm., bílgeymsla 56,9 ferm., bílskýli (B rými) 41,2 ferm., samtals kjallari 148,4 ferm. 1. hæð 251,3 ferm., samtals 399,7 ferm., 1.403,2 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 108.046
Synjað.
Samræmist ekki deiliskipulagi samanber athugasemdir á umsóknareyðublaði.
23. Skólavörðustígur 2 (01.171.202) 101383 Mál nr. BN041715
Iceland on Track ehf, Grófarsmára 18, 201 Kópavogur
Ívar Þ Björnsson, Básbryggja 51, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta skartgripasölu og verkstæði í ferðaþjónustusölu og ísbúð sbr. fyrirspurn BN041560 á 1. hæð í mhl. 03 í húsi á lóð nr. 2 við Skólavörðustíg.
Erindi fylgir bréf umsækjenda dags. 25. júlí 2010 og bréf meðeigenda dags. 1.7.2010
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
24. Sólvallagata 67 (01.138.201) 100729 Mál nr. BN041877
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að flytja færanlegar kennslustofur nr. K31-A og K34-A frá lóð nr 1-3 við Arnabakka yfir á lóð Vesturbæjarskóla á lóð nr. 67 við Sólvallagötu. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 20. ágúst 2010 fylgir erindinu.
Stærð kennslustofu K31-A er 60,1 ferm., 222,2 rúmm. og K34-A er 60,1 ferm., 222,2 rúmm. Samtals: 120,2 ferm., 444,4 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 34.219
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykktin felur í sér stöðuleyfi til 1. september 2011.
25. Suðurgata 41-43 (01.600.101) 218919 Mál nr. BN041933
Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að loka safnbúð með glerfelliveggjum utan verslunartíma á 1. hæð Þjóðminjasafns Íslands á lóð nr. 41 við Suðurgötu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
26. Sævarhöfði 2-2A (04.054.501) 110556 Mál nr. BN038599
Ingvar Helgason ehf, Pósthólf 12260, 132 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningum sem felast í breytingu á verkstæði og móttöku fyrir verkstæði í verkstæðishúsi á lóð nr. 2 A við Sævarhöfða.
Gjald kr. 7.300 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
27. Tjarnargata 39 (01.143.101) 100949 Mál nr. BN041685
Eyjólfur Björgvin Guðbjörnsson, Njarðvíkurbraut 30, 260 Njarðvík
Tjarnargata 39,húsfélag, Tjarnargötu 39, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á innra fyrirkomulagi, m. a. nýjum íbúðarherbergjum í kjallara og risi og nýjum stigum milli hæða og til að hækka handrið á svölum 3. hæðar og stækka svalir á 2. hæð út á þak viðbyggingar við þríbýlishúsið á lóð nr. 39 við Tjarnargötu. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. ágúst 2010 fylgir erindinu. Kynning stóð frá 25. júní til 27. júlí 2010. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við málið.
28. Tunguvegur 15 (01.824.008) 108380 Mál nr. BN041854
Helena Hanna Hilmisdóttir, Tunguvegur 15, 108 Reykjavík
Hjörleifur Herbertsson, Tunguvegur 15, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að færa inntök og breyta notkun hitakompu í kjallara tvíbýlishússins á lóð nr. 15 við Tunguveg.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
29. Tunguvegur 74 (01.835.103) 108617 Mál nr. BN041947
Gísli Steinar Sighvatsson, Tunguvegur 74, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir þegar gerðum breytingum, grafið út úr geymslu, þvottahús og geymsla fært þangað, komið fyrir nýrri snyrtingu, gluggi stækkaður á suðurhlið og nýr gluggi ásamt ljóskassa sett á norðurhlið í kjallara húss nr. 74 á lóð nr. 66 - 82 við Tunguveg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
30. Þönglabakki 6 (04.603.503) 111722 Mál nr. BN041889
Húsfélagið Þönglabakka 6, Þönglabakka 6, 109 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningum vegna eignaskiptasamnings á mhl. 07 og breyttum gluggum á norðurhlið í loftræstiristar í verslunarhúsnæðinu nr. 6 við Þönglabakka.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Ýmis mál
31. Bauganes 10 (01.674.101) 106851 Mál nr. BN041939
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúa til að breyta lóðamörkum lóðarinnar Bauganes 10, landnr. 106851, staðgr. 1.674.101, eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti landupplýsingadeildar dags. 17. ágúst 2010. Lóðin er talin í Fasteignaskrá íslands 683 m2, lóðin reynist 687 m2, 25 m2 teknir af lóðinni og sameinaðir borgarlandi ( landnúmer 218177), lóðin verður þá 662 m2. Sbr. samþykkt Skipulags- og byggingarnefndar 18. febrúar 2004, samþykkt borgarráðs 24. febrúar 2004 og auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda þann 13. júlí 2004.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Lóðamarkabreyting tekur gildi þegar þinglýst hefur verið yfirlýsingu um breytt lóðarmörk.
Fyrirspurnir
32. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN041920
Pálmar Kristmundsson, Erluás 2, 221 Hafnarfjörður
Spurt er hvort setja megi upp 10 metra hátt skilti við Höfðatún 2 með merkingum fyrirtækja í turni á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og skiltastandur sé ekki hærri en 8 metrar sbr. samþykkt um skilti í Reykjavík.
33. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN041921
Höfðatorg ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist fyrir nafnabreytingum þannig að byggingar á Höfðatorgi verða nefndar Höfðatorg 1, 2, 3, 4, 5 og 6 á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Tölvupóstur frá hönnuði dags. 10. ágúst 2010 fylgir erindinu.
Frestað.
Hjá skipulagsráði Reykjavíkur liggur fyrir óafreidd tillaga um breytingar á nafngiftum á vesturhluta Borgartúnsreits. Ekki verður tekin afstað til erindisins fyrr en niðurstaða er fengin í því máli.
34. Brautarás 1-19 (04.370.002) 111282 Mál nr. BN041919
Margrét Backman, Rofabær 43, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að koma fyrir girðingu við lóðarmörk hússins við hliðina á göngustíg Reykjavíkurborgar á lóð nr. 1 við Brautarás. Bréf frá fyrirspyrjanda dags. 11. ágúst 2010. fylgir fyrirspurninni.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
Málinu vísað til umsagnar skrifstofu gatna- og eignaumsýslu sem umráðanda stígs.
35. Einarsnes 33 (01.670.507) 106755 Mál nr. BN041922
Jón Brynjólfsson, Einarsnes 33, 101 Reykjavík
Grethe Have, Einarsnes 33, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að setja niður 7.2 ferm garðhýsi í suðvesturenda lóðar nr. 33 við Einarsnes.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
36. Haðarstígur 22 (01.186.627) 102322 Mál nr. BN041897
Bragi Gíslason, Haðarstígur 22, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja kvist á parhúsið nr. 22 á lóð nr. 20-22 við Haðarstíg. Með fyrirspurninni fylgir synjuð skýringar teikning dags. 13. júlí 1995 af húsi nr. 18 við Haðarstíg ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 20. þ.m.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
37. Krosshamrar 5 (02.294.703) 109074 Mál nr. BN041915
Guðjón Sigurbergsson, Krosshamrar 5, 112 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja sólskála við suðurhlið tvíbýlishússins á lóð nr. 5 við Krosshamra. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 20. ágúst 2010 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að fyrirspyrjandi láti gera breytingu á deiliskipulagi á eigin kostnað, berist slík tillaga verður hún grenndarkynnt.
38. Kvisthagi 9 (01.543.107) 106416 Mál nr. BN041930
Jóhannes R Jóhannesson, Kvisthagi 9, 107 Reykjavík
Rósa Hrund Guðmundsdóttir, Kvisthagi 9, 107 Reykjavík
Jóhann Guðnason, Kvisthagi 9, 107 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að setja nýjar svalir á suðurhlið 1. og 2. hæð sem verða með sama formi og samþykktar voru 20. júlí. 2010 á fjölbýlishúsinu á lóð nr. 9 við Kvisthaga.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
39. Laugavegur 166 (01.242.102) 103032 Mál nr. BN041938
Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að stækka anddyri á húsnæði Fasteigna ríkissjóðs á lóð nr. 166 við Laugaveg og breyta fyrirkomulagi bílastæða á lóðinni.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
40. Laugavegur 21 - Klapp (01.171.108) 101374 Mál nr. BN041923
Reynar Davíð Ottósson, Safamýri 67, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fáist fyrir útiveitingar með aðgang að snyrtingum á Laugavegi 21 frá kl. 11:30 - 22:00 í Sirkusportinu, milli Klapparstígs 30 og Laugavegs 21.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
41. Lokastígur 10 (01.181.105) 101742 Mál nr. BN041917
María Hjálmtýsdóttir, Lokastígur 10, 101 Reykjavík
Spurt er hvort veitt yrði leyfi fyrir rekstri gistiheimilis í öllu húsinu sem stendur á lóð nr. 10 við Lokastíg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
42. Skipasund 3 (01.356.004) 104369 Mál nr. BN041934
Einar Óli Þorvarðarson, Skipasund 3, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að taka að mestu leyti eða allan vegginn á milli eldhúss og stofu í kjallara og eða taka allan vegginn og setja stoðir til að halda burðinum í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 3 við Skipasund.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og því fylgi umsögn burðarvirkishönnuðar.
43. Skólavörðustígur 21 (01.182.244) 101896 Mál nr. BN041875
Fjóla Magnúsdóttir, Skólavörðustígur 21, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að stækka svalir 2. hæðar á bakhlið íbúðar- og atvinnuhússins á lóð nr. 21 við Skólavörðustíg. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 20. ágúst 2010 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
44. Vesturgata 27 (01.136.001) 100504 Mál nr. BN041926
Ketill Berg Magnússon, Vesturgata 27, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja garðskýli eins og sýnt er á meðfylgjandi teikningu af einbýlishúsinu á lóð nr. 27 við Vesturgötu. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 20. ágúst 2010 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi. Halli á þaki verði innan lóðar fyrirspyrjanda.
Fundi slitið kl. 11.35
Magnús Sædal Svavarsson
Bjarni Þór Jónsson Björn Kristleifsson
Sigrún Reynisdóttir Jón Hafberg Björnsson
Guðfinna Ósk Erlingsdóttir Hjálmar Jónsson
Eva Geirsdóttir