Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og samgönguráð

Ár 2010, þriðjudaginn 24. ágúst kl. 9.00 var haldinn 54. fundur umhverfis- og samgönguráðs í Vindheimum að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Karl Sigurðsson, Hjálmar Sveinsson, Hjördís S. Ingimundardóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Þorleifur Gunnlaugsson, Gísli Marteinn Baldursson og Árni Helgason. Enn fremur sátu fundinn Stefán A. Finnsson, Ólafur Bjarnason, Kolbrún Jónatansdóttir, Eygerður Margrétardóttir, Þórólfur Jónsson, Gunnar Hersveinn, Ellý Katrín Guðmundsdóttir og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Geitland, hraðahindrun.
Lagt fram bréf íbúa við Geitland dags. 21. júní 2010 með tillögu um hraðahindrun í götunni.
Frestað. Samþykkt að bjóða íbúum til fundar um tillöguna.

2. Höfðatún.
Lögð fram tillaga að endurbótum á Höfðatúni-Skúlagötu dags. 29. júní 2010.
Samþykkt einróma.

3. Bílastæði á bílaplani við Skúlagötu.
Lagt fram bréf Bílastæðasjóðs dags. 12. ágúst 2010 með tillögu að gjaldskyldu.
Frestað.

4. Bílastæði við Bráðmóttöku Landsspítalans Fossvogi.
Lagt fram bréf Bílastæðasjóðs dags. 12. júlí 2010 með tillögu að gjaldskyldu á tilteknum stæðum.
Samþykkt einróma.

5. Heiðmörk - deiliskipulag
Lagt fram bréf Skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar dags. 13. ágúst 2010.
Samþykkt að senda tillöguna til umsagnar framkvæmdastjórnar um vatnsverndarsvæði.

6. Leiksvæði í fóstur.
Lögð fram drög að verklagsreglum og bréf Umhverfisstofnunar dags. 17. ágúst 2010.
Umhverfis- og samgöngusviði falið að svara bréfi Umhverfisstofnunar.

7. Samþykkt hundaleyfi.
Lagður fram listi um samþykkt hundaleyfi dags. 24. ágúst 2010.

8. Samþykkt starfsleyfi og tóbakssöluleyfi.
Lagðir fram listar um veitt starfsleyfi, umsagnir til lögreglustjóra um rekstrarleyfi og útgefin tóbakssöluleyfi dags. 24. ágúst 2010.

9. Aukafundur Umhverfis- og samgönguráðs.
Boðaður verður aukafundur ráðsins þriðjudaginn 31. ágúst n.k.

Fundi slitið kl. 9.55

Karl Sigurðsson

Hjálmar Sveinsson Hjördís S. Ingimundardóttir
Kristín Soffía Jónsdóttir Þorleifur Gunnlaugsson
Gísli Marteinn Baldursson Árni Helgason