No translated content text
Umhverfis- og skipulagsráð
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2010, þriðjudaginn 2. mars kl. 10:10 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 577. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Bjarni Þór Jónsson, Björn Kristleifsson, Sigrún Reynisdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Þórður Búason, Guðfinna Ósk Erlingsdóttir og Eva Geirsdóttir.
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Akurgerði 37 (01.813.202) 107889 Mál nr. BN041149
Jón Ásgeir Einarsson, Akurgerði 37, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta þaki nýsamþykkts bílskúrs úr flötu steyptu í létt einhalla, sjá erindi BN040275 og BN040223 dags. 13. október 2009, við parhúsið á lóð nr. 37 við Akurgerði.
Stækkun/minnkun ?? rúmm.
Gjald kr. 7.700 + ??
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
2. Álfab. 12-16/Þönglab. (04.603.503) 111722 Mál nr. BN041148
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir leiðréttingu á skráningartöflu sbr. erindi BN040650 fyrir hús á lóð nr. 14A við Álfabakka.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
3. Ásgarður 34-40 (01.834.205) 108609 Mál nr. BN041143
Guðbjörg Lilja Gunnarsdóttir, Völvufell 44, 111 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri íbúð í kjallara raðhússins nr. 38 á lóð nr. 34-40 við Ásgarð.
Erindi fylgir samþykki meðeiganda í húsi dags. 22. febrúar 2010, lóðarleigusamningur dags. 19. janúar 1962, virðingargjörð dags. 6. mars. 1973, þinglýst afsöl dags. 10. júní 1988, 5. nóvember 1984, 2. apríl 1990, 1. mars 1993 og 1. nóvember 1996.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
4. Bankastræti 4 (01.170.203) 101331 Mál nr. BN041127
Ásrún Lilja Petersen, Mávahlíð 36, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á innra skipulagi og opna á milli eininga í verslunarhúsi á lóð nr. 4 við Bankastræti.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
5. Barónsstígur 20 (01.190.118) 102393 Mál nr. BN040510
Þórhallur Hólmgeirsson, Barónsstígur 20, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka geymsluskúr, Mhl. 02 við einbýlishúsið á lóð nr. 20 við Barónsstíg.
Erindi fylgja samþykki sumra eigenda Grettisgötu 58A og 60 og Barónsstígs 22 dags. 12. maí 2008 árituð á uppdrátt.
Stækkun Mhl. 02: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.700 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
6. Barónsstígur 30 (01.190.315) 102448 Mál nr. BN041156
Félagsbústaðir hf, Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir lóðarfrágangi með hellum og malbiki á sameiginlegri lóð fjölbýlishúsanna á lóð nr. 30 við Barónsstíg og á lóðum nr. 41, 43 og 45 við Bergþórugötu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
7. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN041166
Höfðatorg ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta skrifstofurými á 7. hæð í H1 turni á Höfðatorgi á lóð nr. 8 - 16 við Borgartún.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
8. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN040931
Höfðatorg ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um byggingarleyfi fyrir uppfærslu á bílastæðabókhaldi vegna millipalls, sjá erindi BN040741 og til að koma fyrir loftinntaki/útkasti á lóð, sjá sama erindi, í atvinnuhúsinu Höfðatún 2 á lóð nr. 8 - 16 við Borgartún.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 11.2. 2010 og bréf verkfræðings dags. 11.2. 2010 og annað dags. 19.2. 2010 ásamt ódagsettu skýringablaði.
Stækkun millipallur: 37,7 ferm.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
9. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN041025
Höfðatorg ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi BN037947 dags. 8.7. 2008 sem felst í að byggja viðbyggingu við H1, glerskála nefndan G1 með burðarvirki úr stáli byggðan ofan á efstu plötu bílakjallara á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Stækkun: 390,0 ferm., 3.271,4 rúmm.
Gjald 7.700 + 251.898
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Þinglýsa skilyrði um notkun.
10. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN041081
Höfðatorg ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta skrifstofurými á suðurhelmingnum á 17. hæð í H1 turni á Höfðatorgi á lóð nr. 8 - 16 við Borgartún.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
11. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN040741
Höfðatorg ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja millipall og innrétta veitingastað í flokki 3 á 1. hæð í atvinnuhúsinu Höfðatún 2 á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Hljóðskýrsla dags. 14. jan. 2010 fylgir og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 18. jan. 2010
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
12. Bæjarháls, Réttarháls (04.309.601) 190769 Mál nr. BN040785
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningu á bílgeymslu, mhl 10 við hús Orkuveitu Reykjavíkur á lóð nr. 1 við Bæjarháls.
Sama erindið BN030066 var lagt inn 7. sept. 2004 og var því frestað.
Bréf frá hönnuði dags. 18. jan. 2010 fylgir
Stækkun alls: 282,0 ferm. 1890,4 rúmm
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 145.561
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
13. Eyjabakki 18-32 (04.630.302) 111848 Mál nr. BN041165
Eyjabakki 18-32,húsfélag, Eyjabakka 18-32, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum v/eignaskiptasamnings og til að klæða suðurgafla, suðurhlið, austurhlið og austurhlið vesturálmu með sléttri álklæðningu festa á leiðarkerfi úr áli einangrað með steinull á fjölbýlishúsið á lóð nr. 18-32 við Eyjabakka.
Umsögn Burðarvirkishönnuðar dags. 24. júní 2009.
Fundargerð húsfélagsins Eyjabakka 18-32 dags. 16. júní 2009.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.
Ekki hefur verið sýnt fram á að klæðning húss sé nauðsynleg. Umsækjendum er bent á að leita álits kærunefndar fjöleignahúsamála um hvort samþykki meðeigenda sé fullnægjandi. Að því áliti fengnu getur byggingarfulltrúi tekið málið til frekari afgreiðslu.
14. Fiskislóð 39 (01.086.601) 209697 Mál nr. BN041152
Formprent ehf, Hverfisgötu 78, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi fyrir aðstöðu starfsfólks og breytingum á brunaslöngum í húsi á lóð nr. 39 við Fiskislóð sbr. erindi BN037444.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
15. Geirsgata 9 (01.117.309) 100088 Mál nr. BN041045
Kaldidalur ehf, Stangarhyl 5, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja innviði veitingastaðar á 1. hæð í húsi á lóð nr. 9 við Geirsgötu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
16. Grensásvegur 26 (01.801.213) 107634 Mál nr. BN041099
Íslandsbanki fjármögnun, Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík
Hilmarsson ehf, Suðurlandsbraut 4A, 108 Reykjavík
Sótt er um stöðuleyfi fyrir 40 feta geymslugám í eitt ár á lóð nr. 26 við Grensásveg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vantar samþykki aðlægrar lóðahafa.
Málinu vísað til umfjöllunar skipulagsráðs.
17. Grundarstígur 10 (01.183.308) 101960 Mál nr. BN041168
1904 ehf, Kársnesbraut 64, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að lækka botnplötu í kjallara, færa þrjá glugga á vesturgafli og byggja þar svalir og síkka glugga á norðurhlið hússins á lóð nr. 10 við Grundarstíg.
Stækkun: 46,5 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 3.580
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
18. Gufunes Áburðarverksm (02.220.001) 108955 Mál nr. BN039758
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir mötuneytiseldhúsi ásamt búri og ræstikompu á 1. hæð í skrifstofubyggingu mhl 54 á lóð með staðgreini 2.220.001 í Gufunesi.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
19. Haukdælabraut 96 (05.114.102) 214817 Mál nr. BN041153
Rúnar Lárusson, Bjarkarás 27a, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að breyta hæðarsetningu á nýsamþykktu einbýlishúsi, sjá erindi BN040409 dags. 15. september 2009, á lóð nr. 96 við Haukdælabraut.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
20. Hjarðarhagi 2-6 (01.552.401) 106511 Mál nr. BN041018
Háskóli Íslands, Suðurgötu, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir innanhúsbreytingum sem fela í sér að bæta salernisaðstöðu, endurnýja loftaklæðningu, gólfefni, koma fyrir fólksflutningalyftu í staðinn fyrir vörulyftu, bæta brunavarnir og setja flóttastiga við suðurgafl hússins, mhl 02, á lóð nr. 2-4 við Hjarðarhaga.
Tölvupóstur frá Mannvit um loftun dags. 4. feb. 2010
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
21. Hraunbær 102A (04.343.301) 111081 Mál nr. BN040789
Snyrtistofan Dimmalimm slf, Kirkjustétt 2-6, 113 Reykjavík
Hafþór Harðarson, Logasalir 3, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að innrétta snyrtistofu á jarðhæð í rými 0107,
mhl 01 í verslunar- og fjölbýlishúsinu nr. 102A á lóð nr. 102 við Hraunbæ.
Samþykki eiganda dags. 1. nóv. 2009 fylgir málinu.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
22. Kistumelur 10 (34.533.601) 206618 Mál nr. BN040835
Gunnsteinn Guðmundsson, Nesbali 9, 170 Seltjarnarnes
Sótt er um leyfi til að setja milliloft í eignarhluta 0119 í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 10 við Kistumel.
Stækkun: Millipallur 25 ferm.
Gjald kr. 7.700 kr.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
23. Klapparstígur 17 (01.152.402) 101048 Mál nr. BN041158
Hafsteinn Gunnar Hafsteinsson, Kjartansgata 10, 105 Reykjavík
Marías Sveinsson, Langholtsvegur 132, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja fimm íbúða fjölbýlishús úr forsteyptum einingum með utanáliggjandi stiga, kjallari, þrjár hæðir og milliloft á lóð nr. 17 við Klapparstíg.
Stærðir: Kjallari 68,3 ferm., 1. hæð 138,3 ferm., 2. hæð 152 ferm., 3. hæð 152 ferm., milliloft 89,2 ferm.
B-rými samtals xx ferm.
Samtals 599,8 ferm., 1.768,1 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 136.144
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
24. Kringlan 7 (01.723.101) 107298 Mál nr. BN040956
Reitir V ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurinnrétta fyrir breytta starfsemi hluta 1. hæðar Húss verslunarinnar, matshluta 01, á lóð nr. 7 við Kringluna.
Meðfylgjandi er samþykki eiganda í tölvupósti dags. 2.2. 2010
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
25. Laugavegur 23 (01.172.013) 101435 Mál nr. BN040890
Villy Þór Ólafsson, Seljavegur 9, 101 Reykjavík
Dagbjartur ehf, Laugavegi 23, 101 Reykjavík
Foldir fasteignaþróunarfél ehf, Klapparstíg 29, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á innra skipulagi kjallara og 1. hæðar þar sem veitingasal er breytt í verslun og skrifstofurými breytt í veitingasal með kaffiveitingum í fl. II í húsi á lóð nr. 23 við Laugaveg.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.
26. Laugavegur 37 (01.172.116) 101452 Mál nr. BN041160
Basalt ehf, Pósthólf 806, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta sex hótelíbúðir og tvö verslunarrými í íbúðar- og atvinnuhúsinu á lóð nr. 37 við Laugaveg.
Jafnframt er erindi BN038559 dregið til baka.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
27. Laugavegur 70 (01.174.204) 101607 Mál nr. BN041137
Sigurgeir Sigurjónsson ehf, Hverfisgötu 71, 101 Reykjavík
Sigurjón Sigurgeirsson, Laugavegur 128, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum svölum yfir 1. hæð og breyttu fyrirkomulagi í kjallara og í íbúð 0201, þvottahús og geymsla í kjallara verður séreign íbúðar og opnað er upp í ris á efstu hæð, sbr. fyrirspurn. BN036007, í húsi á lóð nr. 70 við Laugaveg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
28. Lágmúli 4 (01.260.701) 103500 Mál nr. BN041126
Eignahlíð ehf, Lágmúla 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta fundar- og samkomusal á þriðju hæð í flokki ?, fjarlægja hringstiga af teikningu sem ekki var settur upp og gera eignaskiptayfirlýsingu fyrir atvinnuhúsnæðið á lóð nr. 4 við Lágmúla.
Bréf frá T.R - Ráðgjöf sf. dags. 14. feb. 2010 fylgir.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
29. Lindargata 7 (01.151.104) 100978 Mál nr. BN041136
Ríkissjóður Íslands, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss fyrir starfsemi Þjóðleikhússins í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar á lóð nr. 7 við Lindargötu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
30. Lyngháls 7 (04.324.101) 111042 Mál nr. BN041053
Vigfús Halldórsson, Biskupsgata 3, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á innra skipulagi og stöðuleyfi fyrir þremur frystigámum við atvinnuhúsið á lóð nr. 7 við Lyngháls.
Erindi fylgir samþykki eiganda í tölvubréfi dags. 9 . febrúar 2010 og tölvubréf um frystigáma dags. 23. febrúar 2010.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Málinu vísað til afgreiðslu skipulagsráðs.
31. Lækjargata 8 (01.140.510) 100870 Mál nr. BN040957
Lækur ehf, Bæjarlind 6, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingahús í flokki II á neðri hæð (mhl 01) og í bakhúsi (mhl 02) verslunarhússins á lóð nr. 8 við Lækjargötu.
Erindi fylgir umsögn Húsafriðunarnefndar, dags. 27. janúar, umsögn Minjasafns Reykjavíkur og bréf hönnuðar, dags. 3. febrúar 2010.Einnig fylgir skýrsla um hljóðvist, dags. 16. febrúar 2010. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra, dags. 12. febrúar 2010.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
32. Lækjarmelur 4 (34.533.703) 186169 Mál nr. BN041163
Aðalmálun sf, Bræðraborgarstíg 13, 101 Reykjavík
Sótt er um leyft til að skipta eign 0105 í þrjár eignir, eignarhluta 0105, 0107 og 0108 og koma fyrir millilofti í atvinnuhúsinu á lóð nr. 4 við Lækjarmel.
Jákvæð fyrirspurn BN039617 dags. 17. mars 2009 og BN40995 dags. 9. feb. 2010 fylgir.
Stækkun: 109 ferm.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
33. Melhagi 7 (01.542.207) 106385 Mál nr. BN040597
Guðrún Pétursdóttir, Þykkvibær 16, 110 Reykjavík
Sótt er um hvort leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN036534 dags. 21. ágúst 2007 og lengja svalir framan við suðurkvisti á 3. hæð fjölbýlishúss á lóð nr. 7 við Melhaga.
Neikvæð fyrirspurn BN040399 dags. 29. sept. 2009 fylgir erindinu, en þar er sótt um 3 m breiðar svalir.
Ódags. samþykki meðeigenda á Melhaga 7 og 9 fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
34. Réttarholtsvegur 1-3 (01.830.001) 108453 Mál nr. BN040988
Haukur Ingason, Steinasel 4, 109 Reykjavík
Garðs Apótek ehf, Sogavegi 108, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta hluta kjallara sem bílgeymslu fyrir tvo bíla, til að koma fyrir lyftu, til að útbúa nýjan inngang í apótek frá stigahúsi og til að breyta innra fyrirkomulagi verslunar- og skrifstofuhússins á lóð nr. 1-3 við Réttarholtsveg.
Erindi fylgir bréf umsækjanda dags. 20. janúar 2010.
Einnig fylgir yfirlýsing um eignarhald dags. 20. janúar og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 9. febrúar 2010.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
35. Síðumúli 24-26 (01.295.001) 103831 Mál nr. BN040915
Tryggingamiðstöðin hf, Síðumúla 24, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum fyrir 1. og 2 hæðar í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 24 - 26 við Síðumúla.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
36. Skriðustekkur 2-8 (04.616.001) 111830 Mál nr. BN040886
Högni Guðmundsson, Skriðustekkur 6, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa bílskúr og byggja nýjan og stærri með geymslu í kjallara og gerð er grein fyrir áður gerðri stækkun kjallara við einbýlishúsið nr. 6 á lóð nr. 2-6 við Skriðustekk.
Erindi fylgir fsp. dags. 26. ágúst 2008.
Niðurrif bílskúr: 28 ferm.
Áður gerð stækkun kjallara: 51,1 ferm., 143,1 rúmm
Stækkun geymslu: 11,4 ferm., 23,4 rúmm.
Bílgeymsla: 55 ferm., 196,9 rúmm.
Samtals stækkun: 117,5 ferm., 363,4 rúmm.
Gjald kr. 7.700 +27.982
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
37. Sogavegur 130 (01.830.010) 108462 Mál nr. BN041128
Framkvæmdafélagið Hömlur ehf, Austurstræti 11, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja tvö skyggni og vegg milli svala, sbr. BN037564 dags. 11. apríl. 2006, á parhúsinu á lóð nr. 130 við Sogaveg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Umsækjandi ekki skráður eigandi.
38. Sólheimar 27 (01.433.502) 105282 Mál nr. BN040522
Sólheimar 27,húsfélag, Sólheimum 27, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til endurnýjunar á handriðum á svölum og þaki og til að koma fyrir svalalokun á fjölbýlishúsi á lóð nr. 27 við Sólheima.
Meðfylgjandi er umsögn burðarvirkjahönnuðar dags. 16. 2. 2010
Stærðir: xx ferm., xx rúm., einstaka svalir og samtals.
Gjald 7.700 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
39. Sævarland 2-20 (01.871.401) 108828 Mál nr. BN041100
Haukur Guðjónsson, Sævarland 20, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum sem fela í sér að bæta við hurð á suðurhlið hússins nr. 20 á lóð nr.2-20 við Sævarland. sbr. erindið BN037564.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
40. Tangarhöfði 8 (04.063.601) 110666 Mál nr. BN041017
Vagneignir ehf, Vagnhöfða 23, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir millipalli, koma fyrir dekkjaverkstæði, þjónustuverkstæði á 1. hæð og dekkjalager í kjallara og koma fyrir þrem nýjum innkeyrsludyrum á atvinnuhúsnæðinu nr. 8 á lóð 8 - 12 við Tangarhöfða.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 16. feb. 2010.
Stækkun: 122,3 ferm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
41. Vatnagarðar 40 (01.407.903) 104959 Mál nr. BN041169
Umtak fasteignafélag ehf, Dalvegi 10-14, 200 Kópavogur
N1 hf, Dalvegi 10-14, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að stækka austasta þvottaskýlið og breyta því í skoðunarstöð fyrir bíla, sbr. fyrirspurn BN040744 dags. 22. des. 2009 og málskot skipulagsfulltrúa SN100017 dags. 14. jan. 2010 á lóð nr. 40 við Vatnagarða.
Meðfylgjandi er fyrirspurn BN040744
Stækkun: xx ferm. xx rúmm.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
42. Vesturgata 2A (01.140.001) 100814 Mál nr. BN041087
Minjavernd hf, Pósthólf 1358, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta eldvarnamerkingum við lyftudyr til samræmis við lokaúttekt verslunarhússins nr. 2A við Vesturgötu.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
43. Vínlandsleið 16 (04.111.602) 208324 Mál nr. BN041151
V-16 ehf, Stangarhyl 5, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja upp ljósaskilti á austurgafl og á norðvesturhlið atvinnuhúsnæðisins á lóð nr. 16 við Vínlandsleið.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
44. Þorragata 3-9 (01.635.001) 106684 Mál nr. BN041167
Þorragata 5,7,9,húsfélag, Þorragötu 7, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja sólskála á 1. hæð undir svalir af 2. hæð í fjölbýlishúsinu nr. 9 á lóð nr. 3 - 9 við Þorragötu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
Ýmis mál
45. Engjavegur 6 (00.000.000) 104719 Mál nr. BN041201
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Óskað er eftir að byggingarfulltrúi staðfesti mörk lóðarinnar Engjavegur 6 eins og þau eru sýnd á meðsendum uppdrætti dags. 1. mars 2010. Lóðamörkin eru í samræmi við deiliskipulag, sem samþykkt var í borgarráði 19. september 2000 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda 10. nóvember 2000. Lóðin er stofnuð úr óútvísuðu landi í byggð, landnúmer 218177.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Lóðamarkabreytingin tekur gildi þegar þinglýst hefur verið yfirlýsing um breytt lóðamörk.
46. Kleppsmýrarvegur Esso Mál nr. BN041216
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Faxaflóahafnir sf. sækja um afmörkun lóðar fyrir dreifistöð OR út úr lóðinni Kleppsmýrarvegur - Esso. Ný lóð fyrir dreifistöðina er 25 m2 og fær staðgr. 1.428.401. Lóðin Kleppsmýrarvegur - Esso minnkar um 25 m2 var 13.992 verður 13.967 m2. Lagt er til að lóðin Kleppsmýrarvegur Esso verði skráð sem Kjalarvogur 10 og lóð dreifistöðvar OR sem Kjalarvogur 10A.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
47. Klettagarðar 13 (01.325.201) 180007 Mál nr. BN041215
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Faxaflóahafnir sf. sækja um afmörkun lóðar fyrir dreifistöð OR út úr lóð Klettagarða 13. Ný lóð fyrir dreifistöðina er 21 m2 að stærð, fær staðgr.nr. 1.325.202, landnr. er 203519. Lóð klettagarða 13 minnkar um 21 m2 var 14.376 m2 verður 14.355 m2
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
48. Templarasund 3 (01.141.210) 100901 Mál nr. BN041161
Breyting á erindi BN041004, sem samþykkt var 9. febrúar 2010, vegna húss á lóð nr. 4 við Kirkjutorg Við afgreiðslu málsins var samþykkt að krefjast breytinga á eignaskiptayfirlýsingu. Sú krafa er hér með felld niður þar sem breyting felur ekki í sér neina stækkun hússins.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Fyrirspurnir
49. Einarsnes 76 (01.673.103) 106830 Mál nr. BN041157
Haukur Smári Sigurþórsson, Einarsnes 76, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja við neðri hæð um 19,4 ferm. og byggja bílskúr um 28 ferm. úr tré klætt með bárujárni við fjölbýlishúsið á lóð nr. 76 við Einarsnes.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
50. Geirsgata 3a-7c (01.117.306) 100086 Mál nr. BN041154
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að koma fyrir vindskjóli á norðvesturhlið hússins nr. 3B á lóð nr. 3-7C við Geirsgötu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
51. Grettisgata 82 (01.191.010) 102468 Mál nr. BN041120
Ingveldur Gyða Gísladóttir, Grettisgata 82, 101 Reykjavík
Sverrir Brynjar Berndsen, Grettisgata 82, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að gera svalir á norðurkvist á íbúð á 3. hæð og einnig koma fyrir svölum á suður eða norðurhlið fyrir íbúðina á 2. hæð í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 82 við Grettisgötu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
52. Hverfisgata 54 (01.172.102) 101440 Mál nr. BN041094
Plúsarkitektar ehf, Laugavegi 59, 101 Reykjavík
Spurt er hvort samþykkt verði að innrétta 2. hæð fyrir Kvikmyndamiðstöð Íslands, byggja skábraut úti á gangstétt, merkja bílastæði fyrir fatlaða fyrir framan inngang og koma fyrir lyftu í húsi á lóð nr. 54 við Hverfisgötu.
Frestað.
Vísað til umsagnar gatna- og eignaumsýslu vegna skábrautar og bílastæðis.
53. Ingólfsstræti 12 (01.180.107) 101683 Mál nr. BN041162
Guðrún Árnadóttir, Akurgerði 24, 108 Reykjavík
Guðrún Hulda Pálsdóttir, Þverás 51, 110 Reykjavík
Spurt er hvort innrétta megi hluta fyrstu hæðar, aðra og þriðju hæð sem gistiskála með 40 gistirýmum í húsi á lóð nr. 12 við Ingólfsstræti.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
54. Kaplaskjólsvegur27-35 (01.525.005) 106062 Mál nr. BN041159
Stefán Albertsson, Háaleitisbraut 52, 108 Reykjavík
Spurt er hvort samþykkt fáist fyrir íbúð í kjallara fjölbýlishúss nr. 27 á lóð nr. 27, 29 og 31 við Kaplaskjólsveg.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
55. Lynghagi 2 (01.554.311) 106613 Mál nr. BN041150
Ásmundur Tryggvason, Lynghagi 2, 107 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að setja upp gervihnattadisk á þak fjölbýlishússins á lóð 2 við Lynghaga.
Frestað.
Gera betur grein fyrir erindinu.
56. Miklabraut 54 (01.702.003) 107002 Mál nr. BN041107
Pétur Hjálmtýsson, Miklabraut 54, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að breyta gluggum á suðurhlið í upprunalegt horf í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 54 við Miklabraut.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum.
57. Tjarnargata 46 (01.143.006) 100946 Mál nr. BN041031
Guðmundur G Þórarinsson, Rauðagerði 59, 108 Reykjavík
Ingibergur E Þorkelsson, Bretland, Spurt er hvort fjölga megi íbúðum í fimm í einbýlishúsinu á lóð nr. 46 við Tjarnargötu. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra, dags. 19. febrúar 2010.
Bókun byggingarfulltrúa:
Íbúðir skulu uppfylla ákvæði byggingarreglugerðar nr. 441/1998. Jafnframt er athygli vakin á því að ekki er heimilt að gera nýja íbúð í kjallara.
58. Tryggvagata 11 (01.117.401) 100089 Mál nr. BN041086
Ingunn Ólafía Blöndal, Vesturholt 3, 220 Hafnarfjörður
Örn Stefánsson, Vesturholt 3, 220 Hafnarfjörður
Spurt er hvort leyft verði að breyta jarðhæð í veitingastað og annarri til sjöttu hæð í hótel, en þar er nú leyfi fyrir gistiheimili, í húsi á lóð nr. 11 við Tryggvagötu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
59. Vesturhlíð 1 (01.768.601) 172485 Mál nr. BN041164
Axel Ingi Jónsson, Miklabraut 78, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að staðsetja pylsuvagn í vesturhlið Öskjuhlíðar næst göngustígnum sem er við nýbyggingu Háskólans í Reykjavík.
Vísað er til ábendinga á fyrirspurnarblaði.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12:00.
Magnús Sædal Svavarsson
Bjarni Þór Jónsson
Björn Kristleifsson
Sigrún Reynisdóttir
Jón Hafberg Björnsson
Þórður Búason
Guðfinna Ósk Erlingsdóttir
Eva Geirsdóttir