Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2010, miðvikudaginn 20. október kl. 9.08, var haldinn 220. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen og áheyrnarfulltrúinn Torfi Hjartarson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Björn Ingi Eðvaldsson og Margrét Þormar.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 15. október 2010.

2. Laugavegur/Vatnsstígur, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN100378
Arkibúllan ehf, Tómasarhaga 31, 107 Reykjavík
Lögð fram tillaga arkiBúllunar dags. 18. október 2010 að breytingu á deiliskipulagi Laugavegar/Vatnsstígs. Í breytingunni felst möguleg uppbygging á horni Laugavegs og Vatnsstígs samkvæmt meðfylgjandi deiliskipulags- og skýringaruppdrætti dags. 18. október 2010.
Frestað.
(B) Byggingarmál

3. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN042151
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 608 frá 19. október 2010.

(C) Fyrirspurnir

5. Skaftahlíð 24, (fsp) stækkun (01.274.2) Mál nr. SN100318
THG Arkitektar ehf, Faxafeni 9, 108 Reykjavík
Reitir fasteignafélag hf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra 10. september 2010 var lögð fram fyrirspurn THG Arkitekta dags. 3. september 2010 varðandi stækkun hússins á lóð nr. 24 við Skaftahlíð samkvæmt uppdrætti dags. 25. ágúst 2010. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 18. október 2010.
Frestað.

6. Borgartún 8-16, (fsp) færsla á byggingarmagni (01.220.1) Mál nr. SN100145
PK-Arkitektar ehf, Höfðatúni 12, 105 Reykjavík
Höfðatorg ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Lögð fram að nýju fyrirspurn PK Arkitekta dags. 14. apríl 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi Höfðatorgsreits. Einnig er lagt fram erindi PK - Arkitekta dags. 23. september 2010 ásamt uppdrætti dags. 4. apríl 2008 breyttur 27. ágúst 2010 og skýringaruppdrætti dags. 20. september 2010. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 18. október 2010.
Frestað.
(D) Ýmis mál

7. Stakkholt 2-4, frágangur á byggingarstað (00.018.000) Mál nr. BN041590
Staða mála á byggingarlóðinni nr. 2-4 við Stakkholt kynnt.

Hildur Sverrisdóttir tók sæti á fundinum kl. 9:16

8. Laugarnestangi 65, bréf byggingarfulltrúa (01.314.401) Mál nr. BN041243
Lagt fram bréf byggingarfulltrúans í Reykjavík dags. 4. mars 2010 vegna óleyfisframkvæmda á lóðinni nr. 65 við Laugarnestanga.
Frestað

9. Hverfisgata 28, bréf byggingarfulltrúa (01.171.116) Mál nr. BN042201
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa til lóðarhafa Hverfisgötu 28 dags. 3. september 2010 þar sem kynnt er tillaga um tímafresti til að hefja nauðsynlegar viðgerðir og álagningu dagsekta. Engin svör hafa borist frá lóðarhafa.
Tillaga í bréfi byggingarfulltrúa samþykkt.
Vísað til borgarráðs.

10. Varmadalur 125767, bréf byggingarfulltrúa (00.080.002) Mál nr. BN042150
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 4. okt. 2010 vegna stöðvunar óleyfisframkvæmda á hluta jarðarinnar í Varmadal, Varmadal 3. Engin svör hafa borist frá lóðarhafa.
Stöðvun samkvæmt bréfi byggingarfulltrúa staðfest.

11. Vesturgata 64, bréf byggingarfulltrúa (01.130.108) Mál nr. BN042202
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 25. maí 2010 varðandi ástand lóðarinnar nr. 64 við Vesturgötu. Kynnt.

12. Tangabryggja 14-16, bílasala (04.023) Mál nr. SN100245
Ingibjörg G Tómasdóttir, Naustabryggja 13, 110 Reykjavík
Lagt fram bréf Ingibjargar Tómasdóttur dags. 18. maí 2010 vegna bílasölu á lóð nr. 14-16 við Tangabryggju. Einnig er lagt fram bréf forstjóra Björgunar dags. 22. júní 2010 ásamt bréfi formanns íbúasamtaka Bryggjuhverfis dags. 16. júní 2010 og umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 20. september 2010.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

13. Geldinganes, aðstaða fyrir Kayakklúbbinn (02.1) Mál nr. SN100043
Kayakklúbburinn, Álfhólsvegi 106, 200 Kópavogur
Lagt fram bréf Kayakklúbbsins dags. 20. janúar 2010 varðandi aðstöðu fyrir félagið á Geldinganesi samkvæmt uppdrætti Pk-hönnunar dags. 10. janúar 2004. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 28. apríl 2010 og bréf Kayakklúbbsins dags. 31. mars 2010. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsstjóra þann 30. apríl 2010 var erindi vísað til umsagnar íþrótta og tómstundaráðs. Erindi er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn íþrótta- og tómstundaráðs og mati Framkvæmda- og eignasviðs dags. 2. júlí 2010. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 19. október 2010.
Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.

14. Seilugrandi, lóðaafmörkun (01.51) Mál nr. SN100357
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Lagt fram erindi Orkuveitu Reykjavíkur dags. 29. september 2010 varðandi afmörkun á lóð fyrir dælustöð fráveitu við enda Seilugranda, samkvæmt uppdrætti Orkuveitu Reykjavíkur dags. 20. september 2010.
Samþykkt með vísan til d-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráðð.

15. Kjalarnes, Móavík, málskot Mál nr. SN100314
Themis ehf lögmannsstofa, Bíldshöfða 9, 110 Reykjavík
Lagt fram málskot Themis Lögmannsstofu dags. 30. ágúst 2010 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsstjóra frá 20. ágúst 2010 varðandi stofnun nýrrar lóðar úr landi Móavíkur á Kjalarnesi. Einnig lögð fram eldri umsögn skipulagsstjóra dags. 12.ágúst 2010.
Fyrri afgreiðsla skipulagsstjóra frá 20. ágúst 2010 staðfest.

16. Austurbakki 2, Tónlistarhús, bráðabirgðafrágangur lóðar Mál nr. SN100293
Landslag ehf, Skólavörðustíg 11, 101 Reykjavík
Lögð fram tillaga Landslags, dags. 20. október 2010, að bráðabirgðafrágangi lóðar tónlistarhússins Hörpu að Austurbakka 2. Einnig lagt fram bréf Portusar og Austurhafnar - TR dags. 8. október 2010.
Þráinn Hauksson frá Landslagi kynnti.

Jórunn Frímannsdóttir vék af fundi kl. 11:03Marta Guðjónsdóttir tók sæti á fundinum kl. 11:16

Skipulagsráð lagð fram eftirfarandi bókun:
#GL Skipulagsráð vísar í samþykkt deiliskipulag TRH þar sem fram kemur að gata fyrir framan Tónlistar-og ráðstefnuhúsið skuli hönnuð sem hægakstursgata og að umferð gangandi og hjólandi skuli sett í forgang. Í áframhaldandi hönnun og útfærslu er því mikilvægt að þessi markmið deiliskipulagsins skili sér og leggja skal áherslu á að gatan þjóni vel gangandi og hjólandi vegfarendum á leið sinni til og frá tónleikahúsinu. Skipulagsráð vill aukinheldur brýna nauðsyn þess að samráð verði haft við hönnuði torgsins þegar kemur að fullnaðarhönnun gatna og stígatenginga við Hörpu og að umferðargatan verði hönnuð með tilliti til staðsetningar sinnar í miðborg Reykjavíkur.#GL

17. Flugvallarvegur, málskot (01.628) Mál nr. SN100328
Flugbjörgunarsveitin Reykjavík, Flugvallarvegi, 101 Reykjavík
Verkfræðistofa Sigurðar Sigurðs, Hegranesi 15, 210 Garðabær
Lagt fram málskot Verkfræðistofu Sigurðar Sigurðssonar f.h. Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík dags. 8. september 2010 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsstjóra varðandi afnot af grænu svæði, stækkun á lóð og viðbótarbílastæði, breikkun og færslu á núverandi inn- og útkeyrslu ásamt því að leggja nýja innkeyrslu á lóð Flugbjörgunarsveitar Reykjavíkur við Flugvallarveg. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 24. júní 2010.
Frestað.

18. Þórsgata 29, málskot (01.181.3) Mál nr. SN100334
Teiknistofa Gunnars Hanssonar, Bolholti 8, 105 Reykjavík
Pétur Hafsteinn Pálsson, Efstahraun 32, 240 Grindavík
Á fundi skipulagsstjóra 17. september 2010 var lagt fram málskot Helgu Gunnarsdóttur f.h. Péturs H. Pálssonar dags. 10. september 2010 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsstjóra 9. júlí 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 29 við Þórsgötu. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 24. september 2010.
Fyrri afgreiðsla skipulagsstjóra frá 9. júlí 2010 staðfest.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Júlíus Vífill Ingvarsson, Hildur Sverrisdóttir og Marta Guðjónsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.

19. Langirimi 21-23, málskot (02.546.8) Mál nr. SN100369
Spöng ehf, Bæjarflöt 15, 112 Reykjavík
Teiknistofan Óðinstorgi ehf, Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík
Lagt fram málskot Spangar ehf. dags. 11. október 2010 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsstjóra frá 10. september 2010 um að breyta endahúsnæði á vesturenda á 2. hæð á lóð nr. 21-23 við Langarima, úr sólbaðsstofu í íbúð. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 15. október 2010.
Frestað.

20. Skáldastígur, bréf Mál nr. SN090365
Lögð fram orðsending borgarstjóra ásamt bréfi Kristins E. Hrafnssonar dags. 8. október 2009 varðandi Skáldastíg í Grjótaþorpi. Einnig er lögð fram umsögn Framkvæmda- og eignasviðs dags. 17. ágúst 2010, tölvupóstur borgarminjavarðar dags. 24. ágúst 2010 og bréf borgarráðs dags. 7. október 2010 ásamt tillögu og greinargerð menningar- og ferðamálaráðs dags. 29. september 2010.
Frestað.

21. Aðalskipulag Reykjavíkur, Selás-Norðlingaholt mislæg göngutengingMál nr. SN100071
Bréf borgarstjóra dags. 14. október 2010 um samþykkt borgarráðs 13. október 2010 á breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur vegna göngutengingar milli Seláss og Norðlingaholts.

22. Keilugrandi 1, breyting á aðalskipulagi (01.513.3) Mál nr. SN070064
Bréf borgarstjóra dags. 14. október 2010 um samþykkt borgarráðs 13. október 2010 þar sem staðfest er synjun skipulagsráðs á breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur vegna Keilugranda 1.

Fundi slitið kl. 12.10.

Páll Hjalti Hjaltason
Hjálmar Sveinsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Kristín Soffía Jónsdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Hildur Sverrisdóttir Marta Guðjónsdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2010, þriðjudaginn 19. október kl. 9:.40 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 608. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Bjarni Þór Jónsson, Björn Kristleifsson, Sigrún Reynisdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Þórður Búason, Guðfinna Ósk Erlingsdóttir og Eva Geirsdóttir.
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Aðalstræti 6 (01.136.502) 100592 Mál nr. BN042097
Miðjan hf,Reykjavík, Hlíðasmára 17, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi fyrir innanhúss breytingum á 5. hæð sem fela í sér innri opnun milli fram- og bakhúss, þannig að sérnotaflötur 0501er stækkaður en samnotaflötur 0504 er minnkaður og svalir verða sérnotasvæði 0501 í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 6 við Aðalstræti.
Bréf frá hönnuði fylgir dags. 21. sept. 2010 og 12. okt. 2010.
Yfirlýsing frá Ellert Aðalsteinssyni fylgir dags. 20. sept. 2010.
Samþykki meðeigenda fylgir ódags.
Gjald kr. 7.700.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

2. Aðalstræti 6 (01.136.502) 100592 Mál nr. BN042121
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um breytingu á innra fyrirkomulagi, þar sem sameign er minnkuð, rými 0701 er stækkað og sameinað í eina eign með 0702 á 7. hæð húss nr. 6 við Aðalstræti.
Erindi fylgja þinglýsingarvottorð v/fastanr. 223-1341 og 223-1342 dags. 17. september 2010, samþykki nýs eiganda þessara tveggja eignarhluta á 5. hæð og samþykki annarra eigenda dags. 28. september 2010.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

3. Álftamýri 59-75 (01.280.301) 103666 Mál nr. BN042179
Jón Valur Jónsson, Álftamýri 65, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að saga niður úr tveimur gluggum á suðurhlið 1.hæðar til að koma fyrir gluggum sem ná niður í gólf og verða með rennihurð í raðhúsinu nr. 65 á lóð nr. 59-75 við Álftamýri
Samþykki sumra meðeigenda fylgir dags.13. sept 2010.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vantar samþykki meðlóðarhafa.

4. Álftamýri 59-75 (01.280.301) 103666 Mál nr. BN042180
Knútur Grétar Hauksson, Álftamýri 63, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að saga niður úr tveimur gluggum á suðurhlið 1. hæðar til að koma fyrir gluggum sem ná niður í gólf og verða með rennihurð í raðhúsinu nr. 63 á lóð nr. 59-75 við Álftamýri
Samþykki sumra meðeigenda fylgir dags.13. sept. 2010.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vantar samþykki meðlóðarhafa.

5. Ármúli 32 (01.293.201) 103808 Mál nr. BN042182
Púpa ehf, Ármúla 32, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir að hæð þegar gerðs handriðs á svölum sé samþykkt 100 cm. En 250 cm eru af svölunum ofan á þak fyrir neðan, sbr. erindi BN041884, á húsi á lóð nr. 32 við Ármúla.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

6. Barónsstígur 61 (01.195.221) 102613 Mál nr. BN042088
Xin Liu, Barónsstígur 61, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að útbúa baðherbergi innan íbúðar og færa útgang úr kjallara þannig að hann liggi ekki í gegn um íbúð í kjallara fjölbýlishússins á lóð nr. 61 við Barónsstíg.
Fylgiskjal frá burðarvirkishönnuði ódags. og tölvupóstur dags. 14. okt. 2010.
Samþykki frá Kristinni Hermannssyni í tölvubréfpósti dags. 17. sept. 2010 og samþykki meðeigenda ódags. fylgir erindinu.
Jákvæð fyrirspurn BN041676 dags. 15. júní 2010 fylgir.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu

7. Bergstaðastræti 16 (01.184.010) 102005 Mál nr. BN041830
Laug ehf, Pósthólf 8814, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á erindi BN037642, sem felast í að fjölga íbúðum úr þremur í fimm, fjölga svölum og fækka útitröppum í fjölbýlishúsi á lóð nr. 16 við Bergstaðastræti.
Útskrift úr gerðarbók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 23. júlí 2010 fylgir erindinu sem og umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 21.9. 2010 og umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 28.9 2010
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

8. Bergstaðastræti 38 (01.185.201) 102155 Mál nr. BN042112
Þórarinn Magnússon, Bergstaðastræti 38, 101 Reykjavík
Sigríður A Jóhannsdóttir, Bergstaðastræti 38, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum vegna leyfis til að skrá hús sem í dag er skráð fjölbýlishús með þrem íbúðum í einbýlishús á lóð nr. 38 við Bergstaðastræti.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

9. Borgartún 21 - 21A (01.218.001) 102771 Mál nr. BN042108
Landfestar ehf, Borgartúni 26, 105 Reykjavík
LF1 ehf, Borgartúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN041458 dags. 11. maí 2010 á 2. og 3. hæð í mhl 06 þannig að fundarherbergi stækkar á 2. hæð og á 3. hæð verður hætt við að fjarl. aðalinngangshurð, skjalageymsla stækkuð og bætt við léttum veggjum í suðurenda á verslunarhúsnæðinu á lóð 21- 21A við Borgartún.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

10. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN042186
Arkís Stúdíó ehf, Höfðatúni 2, 105 Reykjavík
Höfðatorg ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi og innrétta skrifstofu í rými 0203 í Höfðatúni 2 á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

11. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN042190
Höfðatorg ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta tannlæknastofu í rými 0801 í Höfðatúni 2 á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

12. Drafnarstígur 7 (01.134.213) 100339 Mál nr. BN042192
Óskar Björgvinsson, Drafnarstígur 7, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningu af bílskúr sem skv. Þjóðskrá Íslands var byggður 1936 á lóð nr. 7 við Drafnarstíg.
Stærð: 20,3 ferm., 55,6 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 4.281
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

13. Einholt 2 (01.244.101) 103179 Mál nr. BN042002
Fasteignin Einholti 2 ehf, Tunguási 9, 210 Garðabær
Kuti slf, Vestmannabraut 30, 900 Vestmannaeyjar
Sótt er um leyfi til að byggja fernar svalir, innrétta sex íbúðir og byggja sólpalla á baklóð atvinnuhúss á lóð nr. 2 við Einholt.
Erindi fylgir samþykki tveggja meðeigenda áritað á uppdrátt ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 15. október 2010.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og bókunar skipulagsstjóra frá 15. október 2010.

14. Esjugrund 33 (32.475.508) 125803 Mál nr. BN041846
Auróra Guðrún Friðriksdóttir, Esjugrund 33, 116 Reykjavík
Bjarni Sighvatsson, Esjugrund 33, 116 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja garðstofu á suðausturhlið og fyrir áður gerðum breytingum innanhúss í einbýlishúsinu á lóð nr. 33 við Esjugrund, Kjalarnesi.
Stækkun: 17,3 ferm., 49,3 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 3.796
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

15. Geirsgata 5-5C (01.117.306) 100086 Mál nr. BN042137
Elísabet Jean Skúladóttir, Furubyggð 21, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til að byggja glerskála með póstalausum svalalokunareiningum og einni vængjahurð og akronplasti á timbursperrum í þaki sbr. erindi BN039324 en sem er eins og erindi BN038905 sem samþykkt var 7.10. 2008 við veitingastað á lóð nr. 5 við Geirsgötu.
Meðfylgjandi er bréf hönnuðar dags. 1. okt. 2010 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 15. október 2010.
Stærðir 24,7 ferm., 69,1 rúmm.
Gjald kr. 7.700.- + 5.321
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

16. Hamrahlíð 17 (01.714.101) 107254 Mál nr. BN042080
Blindrafélagið, Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að loka svölum á 5. hæð á austurhlið húss, þannig að biðrými við afgreiðslu stækkar í húsi Blindrafélagsins á lóð nr. 17 við Hamrahlíð.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 15. október 2010 fylgir erindinu.Stækkun: 19,3 ferm., 53,1 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 4.089
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

17. Háagerði 19 (01.815.210) 107986 Mál nr. BN042163
Anna Hinriksdóttir, Háagerði 19, 108 Reykjavík
Sótt er um leyft til að byggja garðstofu við suðurhlið raðhússins á lóð nr. 19 við Háagerði.
Samþykki meðeigenda raðhúss fylgir ódags.
Jákvæð fyrirspurn BN045043 fylgir dags. 14. sept. 2010.
Stækkun: 10,0 ferm., 24,5 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 1.886
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

18. Hátún 7 (01.223.014) 102889 Mál nr. BN042172
Guðrún Gunnarsdóttir, Hátún 7, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að einangra hús að utan, klæða með steni og breyta opnanlegum fögum í endurnýjuðum gluggum einbýlishússins á lóð nr. 7 við Hátún.
Bréf frá hönnuði dags. 5. okt. 2010 og umsögn frá burðarvirkishönnuði dags. 7. okt. 2010 og tvær ljósmyndir af húsinu fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

19. Hlíðargerði 6 (01.815.303) 107999 Mál nr. BN041942
Agnar Þór Gunnlaugsson, Hlíðargerði 6, 108 Reykjavík
Sótt er um stækkun á stofu úr steinsteypu með timburþaki til suðurs, stækkun á anddyri og að byggja nýjan kvist til suðvesturs sbr. fyrirspurn BN040993 á einbýlishús á lóð nr. 6 við Hlíðargerði.
Samþykki nágranna á Hlíðargerði 4, 5 og 8 og á Melgerði 11 fylgir.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 1. okt. 2010 fylgir erindinu. Grenndarkynning stóð yfir frá 9. september 2010 til og með 7. október 2010 en þar sem samþykki allra hagsmunaaðila liggur fyrir er erindið nú lagt fram að nýju.
Bréf skipulagsstjóra dags 4. okt. 2010.
Stærðir fyrir stækkun mhl. 01: 158.,6 ferm., 417,4 rúmm.
Stækkun: 42,7 ferm., 97,1 rúmm.
Stærðir eftir stækkun: 201,3 ferm., 514,5 rúmm.
Bílskúr mhl. 02 er óbreyttur 36,3 ferm.
Gjöld kr. 7.700 + 7.477
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

20. Hólatorg 2 (01.160.310) 101172 Mál nr. BN042191
Páll Baldvin Baldvinsson, Hólatorg 2, 101 Reykjavík
Katrín Lovísa Ingvadóttir, Hólatorg 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skilgreina geymslu/þvottahússkúr mhl. 02, sbr. BN038176, sem vinnustofu og séreign á lóð nr. 2 við Hólatorg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

21. Hvammsgerði 9 (01.802.505) 107711 Mál nr. BN041986
Ágúst Loftsson, Hvammsgerði 9, 108 Reykjavík
Ragnheiður V Sigtryggsdóttir, Hvammsgerði 9, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka kvisti í risi, hækka þak að hluta og breyta innra fyrirkomulagi einbýlishússins á lóð nr. 9 við Hvammsgerði.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 10. sept. 2010 fylgir erindinu.
Stærðir: Mhl. 01 íbúð stækkun; 35,3 rúmm.
Samtals eftir stækkun 174,8 ferm., 509,4 rúmm.
Stærðir mhl. 02 bílskúr; 36 ferm., 111,6 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 2.718
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

22. Hverfisgata 52 (01.172.101) 101439 Mál nr. BN036951
Húsfélagið Hverfisgötu 52, Hverfisgötu 52, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þes að setja upp svalir við suðurhlið á 2. hæð fjölbýlishússins á lóð nr. 52 við Hverfisgötu.
Samþykki eigenda Vatnsstígs 4, með skilyrðum, innfært 23. maí 2002 ásamt umsögn brunahönnuðar dags. 21. september 2007 fylgja erindinu ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 20. ágúst 2010 og 24. sept. 2010 ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 21. sept. 2010.
Gjald kr. 6.800 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997 með vísan til þinglýstra skilyrða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

23. Kistuhylur 4 (04.26-.-99) 110979 Mál nr. BN042197
Minjasafn Reykjavíkur, Pósthólf 10020, 130 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir undirbúningi framkvæmda og aðstöðugerð á lóðinni nr. 4 við Kistuhyl erindi BN042149.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi.
Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættisins.

24. Laugavegur 30 (01.172.211) 101466 Mál nr. BN042011
Exitus ehf, Pósthólf 5494, 128 Reykjavík
L30 ehf, Laugavegi 20b, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir setbekkjum til útiveitinga í garði við hús á lóð nr. 30 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 17. sept. 2010 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 15. sept. 2010. Einnig bréf arkitekts dags. 28.9. 2010 og annað bréf arkitekts dags. 12.10. 2010
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Með vísan til bréfs umsækjanda frá 28 september 2010 skal þinglýsa eftirfarandi fyrir útgáfu á byggingarleyfi: Garðurinn er opin fyrir gesti veitingastaðarins til kl. 22.00. Inngangi frá götu er lokað með hliði kl. 22:00.
Eftir kl. 22.00 eru reykingar leyfilegar fram við hlið, Laugavegsmegin.

25. Laugavegur 60 (01.173.115) 101532 Mál nr. BN042177
Pétur Heiðar Egilsson, Breiðvangur 2, 220 Hafnarfjörður
Rosita Yufan Zhang, Breiðvangur 2, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til að endurnýja erindið BN039563 dags. 28. apríl 2009 þar sem sótt er um að innrétta veitingastað í flokki II á 1. hæð í húsi á lóð nr. 60 við Laugaveg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

26. Ljósaland 1-25 2-24 (01.870.601) 108818 Mál nr. BN042183
Már Jóhannsson, Ljósaland 2, 108 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun byggingarleyfis BN032383 dags. 18.7. 2010 sem felst í að byggja kjallara við raðhús nr. 2 á lóðinni nr. 1-25 og 2-24 við Ljósaland.
Samþykki meðeigenda og nágranna dags. 6. september 2005 fylgdu erindinu og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. september 2005 fylgir.
Stærð: Kjallararými 30,3 ferm., 79,7 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 6.137
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

27. Meistaravellir 25-29 (01.523.102) 105996 Mál nr. BN042181
Félagsbústaðir hf, Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til gagngerra breytinga innanhúss og utan, skipta um lagnir, innréttingar, glugga og klæða gafla og setja nýja glugga á þá og koma fyrir lyftu í stigahúsi nr. 25 (mhl. 01) í fjölbýlishúsi á lóð nr. 25-29 við Meistaravelli.
Breytingarnar eru alfarið eins og þær breytingar sem framkvæmdar hafa verið á húsi á lóð nr. 19-23 við Meistaravelli sbr. BN041739.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

28. Mýrargata 2-8 (01.116.401) 100072 Mál nr. BN042194
Leggjarbrjótur ehf, Einimel 22, 107 Reykjavík
Slippurinn, fasteignafélag ehf, Malarhöfða 8, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir skábraut fyrir fatlaða, innrétta snyrtingu fyrir konur og fatlaða á 1. hæð, karla í kjallara og fyrir starfsfólk einnig í kjallara sbr. erindi BN041647 samþ. 22.6. 2010 í húsi á lóð nr. 2 við Mýrargötu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

29. Rauðarárstígur 31 (01.244.001) 103175 Mál nr. BN042184
Hýði ehf, Kríunesi 1, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að sameina í eitt eignarhald og skrá sem leiguíbúðir, skrifstofuhúsið á lóð nr. 31 við Rauðarárstíg.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

30. Skaftahlíð 5 (01.273.010) 103619 Mál nr. BN042056
Baldur Ármann Steinarsson, Skaftahlíð 5, 105 Reykjavík
Guðrún Kristín Erlingsdóttir, Skaftahlíð 5, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalir á 3. hæð (rishæð) inndregnar í þak á steyptri plötu fjölbýlishússins á lóð nr. 5 við Skaftahlíð.
Meðfylgjandi á teikningu er samþykki meðeigenda og nágranna á nr. 3, ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 15. október 2010. Kynning stóð yfir frá 30. september 2010 til og með 27. október 2010 en þar sem samþykki hagsmunaaðila móttekið 12. október 2010 liggur fyrir er erindið nú lagt fram að nýju.Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

31. Skipasund 37 (01.358.101) 104469 Mál nr. BN042174
Oddný M Waage, Skipasund 37, 104 Reykjavík
Árdís Lilja Waage, Skipasund 37, 104 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningu þar sem gerð er grein fyrir óleyfisíbúð í kjallara húss á lóð nr. 37 við Skipasund.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

32. Skúlagata 13 (01.153.601) 175690 Mál nr. BN042129
Smárahótel ehf, Hlíðasmára 13, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til breyta innréttingum og stækka innaksturshurð í vesturgafli vegna reksturs bílaleigu í húsi á lóð nr. 13 við Skúlagötu. Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 10 okt. 2010 fylgir erindinu Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra dags. 8. október 2010 fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

33. Smáragata 2 (01.197.401) 102736 Mál nr. BN042065
Laufey Sigurðardóttir, Smáragata 2, 101 Reykjavík
Alistair Kim Macintyre, Smáragata 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum vegna eignaskiptasamnings af íbúðarhúsinu sem stendur á lóð nr. 2 við Smáragötu.
Meðfylgjandi er fylgiskjal arkitekts með skýringum dags. 14.9. 2010
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.

34. Stórhöfði 37 (04.085.802) 110692 Mál nr. BN042125
Fasteignafélagið Hagi ehf, Stórhöfða 37, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta eignarhluta 0202 í tvo eignahluta sem verða í 0202 og 0203 og að koma fyrir aðstöðu fyrir starfsmenn, ræstingu og salerni í rými 0203 í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 37 við Stórhöfða.
Samþykki meðeigenda fylgir dags. 11. okt. 2010.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

35. Stýrimannastígur 4 (01.135.208) 100457 Mál nr. BN042187
Valva Árnadóttir, Stýrimannastígur 4, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta herbergjaskipan í kjallara og í rishæð, sbr. BN039685 dags. 30. júlí 2009, á einbýlishúsinu á lóð nr. 4 við Stýrimannastíg.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

36. Suðurgata 8A (01.161.105) 101200 Mál nr. BN042055
Valdimar Birgisson, Akrar, 271 Mosfellsbær
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum vegna breytinga á skráningartöflu sem er forsenda fyrir nýjum eignaskiptasamningi fyrir tvíbýlishús á á lóð nr. 8A við Suðurgötu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

37. Sæmundargata 2 (01.603.201) 106638 Mál nr. BN042175
Háskóli Íslands, Suðurgötu, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að bæta við dyrum merktum A inn á leiðslugang í miðhluta á 2. hæð í Líffræðistofnuninni Öskju við Háskóla Íslands á lóð nr. 2 við Sæmundargötu (er við Sturlugötu).
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

38. Sæmundargata 4 (01.603.201) 106638 Mál nr. BN042200
Háskóli Íslands, Suðurgötu, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja kæligám við norðurgafl Háskólatorgs (Sæmundargötu 4) , tímabundið í eitt ár. Gámurinn er nýr og litur verður valinn í samráði við hönnuð Háskólatorgs. Meðfylgjandi er afstöðumynd með staðsetningu gámisins.
Gámurinn er 3 x 2 x 2,5 eða um 15 rúmm.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Stöðuleyfi til 1. desember 2011

39. Þingvað 31 (04.791.303) 201480 Mál nr. BN042120
Ívar Trausti Jósafatsson, Þingvað 39, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN038153 dags. 18. júní 2008 þannig að einangrunarþykkt verður breytt í byggingarlýsingu og gluggapóstum verður fækkað í glugga á austurhlið á einbýlishúsinu á lóð nr. 31 við Þingvað.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Ýmis mál

40. Freyjubrunnur 10-14 (02.695.802) 205738 Mál nr. BN042220
Leiðrétt samþykkt BN042135 frá afgreiðslufundi 12. október 2010.
Samþykkja átti aðskilið byggingarleyfi fyrir Freyjubrunn 14.
Eftir samþykkt þessa erindis eru í gildi BN041900, samþykkt 17. ágúst 2010 fyrir hús nr, 10, BN037288 samþykkt 4. desember 2007 fyrir hús nr. 12 og þessi samþykkt fyrir hús nr. 14.

41. Skólavörðustígur 40 (01.181.404) 101794 Mál nr. BN042217
Leiðrétt bókun frá afgreiðslufundi 12. október 2010, sjá erindi BN041848.
Stærð nýbyggingar: Kjallari, geymslur 203,1 ferm., 1. hæð, verslun og veitingahús 187,8 ferm., 2. hæð, íbúðir 182,7 ferm., 3. hæð, íbúðir 179,9 ferm., 4. hæð, íbúðir 110,2 ferm.
A-rými samtals: 863,7 ferm., 2.665,4 rúmm.
B-rými á 1. hæð: 22,3 ferm.
Greiða skal fyrir 16 bílastæði í flokki II (sjá skýringu á athugasemdablaði).

42. Spilda úr landi Móa 125725 (00.052.001) 125725 Mál nr. BN042213
Guðmundur Lárusson, Bergstaðastræti 52, 101 Reykjavík
Ofanritaður óskar eftir að eign hans, þ.e. 3.789 m2 úr landi Móavíkur , landnúmer 125732, verði sameinaðir landi Krummavíkur ehf., landnúmer 125725, enda liggja spildurnar saman og eru í eigu sama aðila.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

Fyrirspurnir

43. Baughús 46 (02.848.106) 109851 Mál nr. BN042185
Kristinn Sigurjónsson, Baughús 46, 112 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að stækka svalir, koma fyrir stiga af svölum niður af sólpalli, breyta glugga í svalahurð, þvottahúsglugga breytt í hurð og setja upp arinn í stofu með reykröri í einbýlishúsinu á lóð nr. 46 við Baughús.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

44. Blikastaðavegur 2-8 (02.496.101) 204782 Mál nr. BN042199
Egilsson hf, Köllunarklettsvegi 10, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að koma fyrir auglýsingaskiltum tímabundið í tvo mánuði á tveimur hringtorgum við Korputorg á lóð nr. 2-8 við Blikastaðaveg.
Frestað.
Vísað til umsagnar skrifstofu gatna- og eignaumsýslu.

45. Dugguvogur 23 (01.454.409) 105647 Mál nr. BN042178
Íris Hera Norðfjörð Jónsdóttir, Skúlagata 32, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja svalir á 3. hæð, Kænuvogsmegin á húsi á lóð nr. 23 við Dugguvog.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

46. Kárastígur 4 (01.182.230) 101882 Mál nr. BN042195
Þórður Pálmason, Kárastígur 4, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að fá íbúð í kjallara skráða sem samþykkta eða sem ósamþykkta í einbýlishúsinu á lóð nr. 4 við Kárastíg.
Frestað.
Svo unnt sé að fjalla um málið skal umsækjandi sækja um íbúðarskoðun byggingarfulltrúa.

47. Klapparstígur 17 (01.152.402) 101048 Mál nr. BN042171
Hafsteinn Gunnar Hafsteinsson, Kjartansgata 10, 105 Reykjavík
Spurt er hvort samþykki fengist fyrir breytingu á álögðum gjöldum á nýbyggingu á lóð nr. 17 við Klapparstíg.
Erindi fylgir bréf lóðarhafa dags. 7. október 2010
Frestað.
Þætti gatnagerðargjalda vísað til skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs og vegna byggingarleyfisgjalda til skoðunar byggingarfulltrúa.

48. Seljavegur 21 (01.133.207) 100237 Mál nr. BN042188
Björgvin R Ragnarsson, Seljavegur 21, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka svalir á 2. hæð suðurhliðar fjölbýlishússins á lóð nr. 21 við Seljaveg.
Erindi fylgir jákv. fsp. BN036628 dags. 14. ágúst 2007.
Frestað.
Vísað til athugasemda á fyrirspurnarblaði.

49. Skólavörðustígur 23 (01.182.243) 101895 Mál nr. BN042152
Bjarni Geir Alfreðsson, Neðstaberg 6, 111 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist fyrir matsölu í flokki I á 1. hæð fyrir 30 gesti þar sem maturinn kemur í hitakössum og opnunartími yrði frá 11:00 til 20:00 í verslunarhúsnæðinu á lóð nr. 23 við Skólavörðustíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 15. október 2010 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 14. október 2010.
Nei.
Samanber umsögn skipulagsstjóra frá 14. október 2010.

50. Varmadalur 125767 (00.080.002) 125767 Mál nr. BN042193
Haraldur Jónsson, Varmadalur 3, 116 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja stauraskýli norðan við einbýlishúsið á lóðinni Varmadalur III.
Erindi fylgir bréf umsækjanda dags. 30. september 2010.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

Fundi slitið kl. 10.35

Magnús Sædal Svavarsson
Bjarni Þór Jónsson Björn Kristleifsson
Sigrún Reynisdóttir Jón Hafberg Björnsson
Þórður Búason Guðfinna Ósk Erlingsdóttir
Eva Geirsdóttir