Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2010, miðvikudaginn 6. október kl. 09:08, var haldinn 218. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen og áheyrnarfultrúinn Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum:, Margrét Leifsdóttir og Björn Ingi Edvardsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 1. október 2010.

2. Háskóli Íslands, Vísindagarðar, breyting á deiliskipulagi HÍ(01.63)Mál nr. SN090460
ASK Arkitektar ehf, Geirsgötu 9, 101 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra 2. júlí 2010 var lagt fram erindi Ask Arkitekta dags. 11. desember 2009 f.h. Vísindagarða Háskóla Íslands ehf. vegna breytinga á deiliskipulagi Háskóla Íslands vegna Vísindagarða. Í breytingunni felst m.a. að lóðinni er skipt upp í sjö lóðir fyrir Vísindagarða, Stúdentagarða og spennistöð Orkuveitu Reykjavíkur samkvæmt uppdrætti Ask Arkitekta dags. 23. mars 2010 ásamt greinargerð og skilmálum dags. 29. mars 2010. Einnig eru lagðir fram minnispunktar skipulags- og byggingarsviðs dags. 9. júní 2010 af kynningarfundi vegna málsins sem haldinn var þann 3. júní sl. Auglýsing stóð yfir frá 31. apríl til og með 30. júní 2010. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Þorkell Jóhannesson dags. 31. maí, Snorri Bergmann og Védís Húnbogadóttir dags. 22. júní, Helga Þorkelsdóttir, Páll Þorgeirsson, Jóhannes Fossdal og Hilda Hansen dags. 28. júní, Ragnheiður Harðardóttir dags. 10. júní, Ragnheiður Harðardóttir og Jón Sch. Thorsteinsson dags. 29. júní, greinargerð Glámu Kím unnin fyrir íbúa við Odda- og Aragötu dags. 28. júní, Ingibjörg E. Björnsdóttir f.h. Svanhildar Sigurðardóttur dags. 30. júní, Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Helgi Björnsson dags. 30. júní, Bjarki Gunnar Halldórsson dags. 30. júní, Baldur Símonarson dags. 30. júní, Jón Jóhannes Jónsson dags. 30. júní og Max Dager f.h. Norræna hússins dags. 1. júlí 2010.
Frestað.

3. Hólmsheiði við Suðurlandsveg - athafnasvæði A3, deiliskipulag Mál nr. SN060676
Arkís ehf, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju ný tillaga Arkís að deiliskipulagi athafnasvæðis á Hólmsheiði við Suðurlandsveg dags. í maí 2008. Einnig lagðar fram umsagnir umhverfis- og samgöngusviðs dags. 13. júlí 2009 og 10. nóvember 2009, Skipulagsstofnunar dags. 23. nóvember 2009, Fornleifaverndar ríkisins dags. 25. nóvember 2009 og umsögn Skógræktarfélag Reykjavíkur mótt 14. desember 2009. Tillagan var auglýst frá 4. nóvember til og með 16. desember 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Kristín Harðardóttir f.h. Harðar Jónssonar eiganda Höfða dags. 26. nóvember 2009, Árni Ingason f.h. Fjáreigendafélag Reykjavíkur dags. 3. desember 2009, Guðmundur H. Einarsson, f.h heilbrigðisnefndar dags. 12. desember 2009, Valur Þ. Norðdahl dags. 14. desember 2009, Hilmar Finnsson, f.h. Vegagerðarinnar dags. 14. desember 2009, Sólveig Reynisdóttir f.h. hverfaráðs Árbæjar dags. 15. desember 2009, Kristín Björg Kristjánsdóttir dags. 15. desember 2009, Þórir J. Einarsson dags. 15. desember 2009, Helga S. Kristjánsdóttir f.h stjórnar Græðis dags. 15. desember 2009, Birgir H. Sigurðsson sviðsstjóri Skipulags- og umhverfissviðs Kópavogsbæjar dags. 15. desember 2009, Páll E. Winkel f.h. Fangelsismálastofnun ríkisins dags. 16. desember 2009, Friðþjófur Árnason f.h. Veiðimálastofnun dags. 16. dóvember 2009, Kristín S. Jónsdóttir f.h Umhverfisstofnun dags. 21. desember 2009 og Ágústa R. Jónsdóttir fh. Flugmálastjórnar dags. 25. nóvember 2009.
Egill Guðmundsson frá Arkís kynnti tillöguna.

4. Aðalskipulag Reykjavíkur, Selás-Norðlingaholt mislæg göngutenging Mál nr. SN100071
Á fundi skipulagsstjóra 24. september 2010 var lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 23. febrúar 2010 um breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 varðandi gerð nýrrar mislægrar göngutengingar milli Selás og Norðlingaholts yfir Breiðholtsbraut. Einnig lagt fram bréf Vegagerðarinnar dags. 26. maí 2010. Auglýsing stóð yfir frá 6. ágúst 2010 til og með 17. september 2010. Athugasemd barst frá Hestamannafélaginu Fákur dags. 16. september 2010. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra Aðalskipulags Reykjavíkur og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 6. október 2010.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.

5. Keilugrandi 1, breyting á aðalskipulagi (01.513.3) Mál nr. SN070064
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 15. maí 2007 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024. Í tillögunni felst að skilgreina nýjan þéttingarreit við Keilugranda þar sem gert er ráð fyrir allt að 130 íbúðum. Auglýsingin stóð yfir frá 13. júlí til og með 24. ágúst 2007. Eftritaldir aðilar sendu inn athugasemdir: 6 íbúar við Fjörugranda 14, 16 og 18 dags. 10. ágúst 2007, Margrét Magnúsdóttir og Valgeir Pálsson Boðagranda 10 dags. 21. ágúst 2007, Salvör Jónsdóttir og Jón Atli Árnason Fjörugranda 2 dags. 23. ágúst 2007, Guðrún Kristinsdóttir Bárugranda 11 dags. 22. ágúst 2007, Ingibjörg Sigurðardóttir og Örn Halldórsson Boðagranda 8 dags. 23. ágúst 2007, skólastjóri Grandaskóla dags. 23. ágúst 2007, Kristjana Kjartansdóttir og Björgvin Bjarnason Frostaskjóli 15 dags. 24. ágúst 2007, Gunnar Finnsson ásamt undirskriftarlista 395 íbúa dags. 23. ágúst 2007. Lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 14. september 2007.
Synjað.
Vísað til borgarráðs.

6. Sogavegur 69, breyting deiliskipulag (01.810.9) Mál nr. SN100031
PK-Arkitektar ehf, Höfðatúni 12, 105 Reykjavík
Konráð Adolphsson, Sogavegur 69, 108 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra 7. júlí 2010 var lagt fram erindi PK Arkitekta dags. 22. janúar 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi við Sogaveg vegna lóðarinnar nr. 69 við Sogaveg samkvæmt uppdrætti dags. 29. júní 2010. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju.
Synjað.
Skipulagsráð getur ekki fallist á þá fjölgun bílastæða innan lóðarinnar sem gert er ráð fyrir í tillögunni.

Júlíus Vífill Ingvarsson vék af fundi við umfjöllun málsins

7. Sævarhöfði, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN100330
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Lagt fram erindi Orkuveitu Reykjavíkur dags. 13. september 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals vegna afmörkunar lóðar fyrir dælustöð fráveitu norðan endurvinnslustöðvar Sorpu að Sævarhöfða 21, samkvæmt lagfærðum uppdrætti Orkuveitu Reykjavíkur dags. 10. september 2010.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa og Reykjavíkurborgar.

8. Kjalarnes, Mógilsá og Kollafjörður, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN100358
Landmótun sf, Hamraborg 12, 200 Kópavogur
Vegagerðin, Borgartúni 5-7, 105 Reykjavík
Lagt fram erindi Vegagerðarinnar dags. 30. september 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi Mógilsár og Kollafjarðar. Breytingin felur í sér gatnamót og biðstöð fyrir almenningsvagna ásamt nýrri vegtengingu að bílastæðum við gönguleið á Þverfellshorn, samkvæmt uppdrætti Landmótunar dags. 29. september 2010.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa og Reykjavíkurborgar.

9. Áland / Furuborg, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN090093
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur dags. 5. mars 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Borgarspítalans vegna lóðar leikskólans Furuborgar. Í breytingunni felst stækkun lóðar og byggingarreits auk fjölgunar á bílastæðum, samkvæmt uppdrætti dags. 3. mars 2009. Einnig er lögð fram skýrsla Umhverfis- og samgöngusviðs að svifryks- og hljóðvistarmælingum fyrir lóðina, dags. 25. júní 2010. Tillagan var auglýst frá 4. nóvember til og með 16. desember 2009. Engar athugasemdir bárust.
Frestað.

Jórunn Frímannsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson véku af fundi kl. 12:03 þá var einnig búið að fjalla um lið 13 og 14 í fundargerðinni.

10. Árbæjarblettur 62, Þykkvibær 21, breyting á deiliskipulagi (04.350.9)Mál nr. SN060118
Linda Hrönn Ágústsdóttir, Fjarðarás 5, 110 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu eru lögð fram að nýju drög að breytingu á deiliskipulagi Árbær - Selás vegna lóðarinnar að Þykkvabæ 21. dags. 16. febrúar 2006, Málið var í kynningu frá 30. mars til og með 27. apríl 2006. Athugasemdabréf bárust frá Birni S. Ásgeirssyni hrl. f.h. Bjarna Ágústssonar og Ástu Marinósdóttur dags. 10. apríl 2006, Theódóri Marinóssyni dags. 19. apríl 2006, Ingva G. Sigurðssyni mótt. 25. apríl 2006, Stefáni Thors dags. 26. apríl 2006, listi með 127. undirskriftum frá íbúum úr Árbænum mótt. 26. apríl 2006, Ólafi Hannibalssyni og Guðrúnu Pétursdóttur dags. 4. apríl 2006 og Árna Vigfússyni, Sigurði Halldórssyni og Theodór Marinóssyni dags. 26. apríl 2006. Einnig lagt fram að bréfi lögfræði og stjórnsýslu dags. 27. apríl 2006 til lögfræðiskrifstofu Reykjavíkurborgar vegna beiðni um umsögn vegna eignarnámsheimilda, umsögn lögfræðiskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 12. september 2006 og bréf borgarstjóra dags. 6. október 2006, vegna samþykkt borgarráðs 5. október 2006 á afgreiðslu skipulagsráðs frá 27. september 2006, varðandi viðræður um kaup á Árbæjarbletti 62 vegna breytinga á deiliskipulagi Árbæjar og Seláss, ennfremur lögð fram umsögn lögfræðiskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 12. september 2006 og bréf Lex lögmannsstofu dags. 5. desember 2007. Erindinu var vísað til umsagnar Framkvæmda- og eignasviðs og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Framkvæmda- og eignaráðs dags. 19. febrúar 2009.
Frestað.

(B) Byggingarmál

11. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN042131
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 606 frá 5. október 2010.

12. Skólavörðustígur 40, niðurrif og nýbygging (01.181.404) Mál nr. BN041848
Samtímalist ehf, Skólavörðustíg 14, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa tvö eldri hús og byggja í þeirra stað steinsteypt íbúðar- og verslunarhús, fjórar hæðir og kjallara, fimm íbúðir, tvær verslanir og veitingastað á lóð nr. 40 við Skólavörðustíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. ágúst 2010 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 6. ágúst 2010.
Einnig fylgir umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 5. ágúst og Húsafriðunarnefndar dags. 29. júlí 2010.
Stærð niðurrifs: Mhl. 01 fastanr. 200-6095, merkt 0101 íbúð: 87,2 ferm. Mhl. 02 fastanr. 200-6096 merkt 0101 geymsla 10,1 ferm. Mhl. 03 fastanr. 200-697 merkt 0101 bílskúr 21,6 ferm.Niðurrif samtals: 118,7 ferm.Stærð nýbyggingar: Kjallari 203,1 ferm., 1. hæð 187,8 ferm., 2. hæð 182,7 ferm., 3. hæð 179,9 ferm., 4. hæð 110,2 ferm.
A-rými samtals: 863,7 ferm., 2.665,4 rúmm.B-rými á 1. hæð: 22,3 ferm.Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 205.236
Ráðið gerir ekki athugasemdir við að veitt verði byggingarleyfi þegar uppdrættir hafa veri lagfærðir í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

(D) Ýmis mál

13. Skipulagsráð, Gæðahandbók skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur Mál nr. SN100316
Byggingarfulltrúinn í Reykjavík kynnti tillögu að gæðahandbók Skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur.

14. Skipulagsráð, Byggingarstjóramappa Mál nr. BN042144
Byggingarfulltrúinn í Reykjavík kynnti byggingarstjóramöppu Skipulags- og byggingarsviðs.
15. Laugavegur 4-6, lokun svæðisins (01.171.3) Mál nr. SN100213
Lagðar fram tillögur Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur að grindverki lóðarinnar nr. 4-6 við Laugaveg.
Frestað.

16. Silungakvísl 21, bréf byggingarfulltrúa (04.212.705) Mál nr. BN042054
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 14. september 2010 vegna óleyfisframkvæmda á lóðinni nr. 21 við Silungakvísl.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.

17. Skeifan 11, bréf byggingarfulltrúa (01.462.001) Mál nr. BN042140
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 27. ágúst 2010 þar sem lagt er til að gefinn verði tímafrestur að viðlögðum dagsektum vegna óleyfisframkvæmda við hús á lóð nr. 11 við Skeifuna.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.

18. Fylkisvegur 6, íþróttasvæði Fylkis, (04.363) Mál nr. SN100072
breyting á deiliskipulagi, áhorfendastúka
Erum Arkitektar ehf, Grensásvegi 3-5, 108 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 23. september 2010 um samþykki borgarráðs s.d. um breytingu á deiliskipulagi á íþróttasvæði Fylkis vegna áhorfendastúku og fl. að Fylkisvegi 6.

19. Melar, reitur 1.540, deiliskipulag Mál nr. SN090134
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 23. september 2010 um samþykki borgarráðs s.d. um nýtt deiliskipulag fyrir svæði #GLMelar#GL reitur 1.540 sem afmarkast af Hagamel, Hofsvallagötu, Hringbraut og Furumel.

20. Vesturgata 5B, (01.136.1) Mál nr. SN070806
breyting á deiliskipulagi Grjótaþorps vegna Gröndalshúss
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 23. september 2010 um samþykki borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Grjótaþorps vegna Vesturgötu 5B, flutningur á Gröndalshúsi.

21. Slippa- og Ellingsenreitur, (01.115.3) Mál nr. SN100336
breyting á deiliskipulagi vegna reits R16
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 23. september 2010 um samþykki borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Slippa- og Ellingsenreits. Flutningur á saltfiskhúsinu Sólfelli á reit R16.

22. Starengi 50, 52, 80, 82, 106 og 108, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN100315
Arkís ehf, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík
Þóra Þórsdóttir, Starengi 106, 112 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 23. september 2010 um samþykki borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Engjahverfis vegna lóðanna að Starengi 50, 52, 80, 82, 106 og 108.

23. Hólmvað 54-70, breyting á deiliskipulagi (04.741.7) Mál nr. SN100320
Jón Guðmundsson, Látraströnd 12, 170 Seltjarnarnes
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 23. september 2010 um samþykki borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóðanna að Hólmvaði 54-70.

24. Hlíðarendi, Valssvæði, breyting á deiliskipulagi (01.62) Mál nr. SN100098
ALARK arkitektar ehf, Dalvegi 18, 201 Kópavogur
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 23. september 2010 um samþykki borgarráðs s.d. um breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda, lóð knattspyrnufélagsins Vals.

25. Bergstaðastræti 13, kæra, umsögn (01.181.3) Mál nr. SN100234
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Úrskurðarnendar skipulags- og byggingarmála dags. 15. júní 2010 ásamt kæru dags. 14. júní 2010 þar sem kærð er samþykkt afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 23. feb. 2010 á endurnýjun byggingarleyfis vegna viðbyggingar við Bergstaðastræti 13. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 28. september 2010.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

26. Bergstaðastræti 13, kæra, umsögn (01.181.3) Mál nr. SN100345
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lögð fram kæra til Úrskurðarnendar skipulags- og byggingarmála dags. 10. september 2010 þar sem kært er byggingarleyfi úthlutað 30.ágúst 2010 vegna umsóknar nr. BN040897 fyrir Bergstaðastræti 13. Einnig er krafist stöðvun framkvæmda. Einnig lagðar fram umsagnir lögfræði og stjórnsýslu, dags. 16. september og 28. september 2010.
Umsagnir lögfræði og stjórnsýslu samþykktar.

27. Bergstaðastræti 13, kæra, umsögn (01.181.3) Mál nr. SN100350
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lögð fram kæra til Úrskurðarnendar skipulags- og byggingarmála dags. 17. september 2010 þar sem kært er byggingarleyfi úthlutað 30.ágúst 2010 vegna umsóknar nr. BN040897 um að reisa viðbyggingu við Bergstaðastræti 13. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 28. september 2010.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

28. Reitur Menntaskólans í Reykjavík, kæra, umsögn, úrskurður (01.180.0)Mál nr. SN080512
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 30. september 2010 vegna kæru á ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur frá 3. apríl 2008 um deiliskipulag reits Menntaskólans í Reykjavík.
Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.


Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12:15.

Páll Hjalti Hjaltason
Hjálmar Sveinsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Kristín Soffía Jónsdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson .


Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2010, þriðjudaginn 5. október kl. 10.10 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 606. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Bjarni Þór Jónsson, Björn Kristleifsson, Sigrún Reynisdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Þórður Búason, Guðfinna Ósk Erlingsdóttir og Eva Geirsdóttir.
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Aðalstræti 6 (01.136.502) 100592 Mál nr. BN042121
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um breytingu á innra fyrirkomulagi, þar sem sameign er minnkuð en séreign 0701 er stækkuð á 7. hæð húss nr. 6 við Aðalstræti.
Erindi fylgja þinglýsingarvottorð v/fastanr. 223-1341 og 223-1342 dags. 17. september 2010, samþykki nýs eiganda þessara tveggja eignarhluta á 5. hæð og samþykki annarra eigenda dags. 28. september 2010.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

2. Aðalstræti 7 (01.140.415) 100856 Mál nr. BN042116
Aðalstræti 7 sf, Borgartúni 31, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta notkun 1. hæðar í kaffihús í flokki II í húsi á lóð nr. 7 við Aðalstræti.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

3. Austurstræti 20 (01.140.503) 100863 Mál nr. BN042104
Fasteignafélagið okkar ehf, Digranesvegi 10, 200 Kópavogur
Hressingarskálinn ehf, Austurstræti 20, 101 Reykjavík
Sótt er um stöðuleyfi fyrir tjald í garði Hressingarskálans tímabundið 13. - 17. okt. 2010 við veitingahús á lóð nr. 20 við Austurstræti.
Meðfylgjandi eru teikningar sem ekki eru í mælikvarða en sýna 96 ferm., 290 rúmm. tjald.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Leyfið gildi aðeins fyrir tímabilið 13. - 17 október 2010.
Uppsetning á tjaldi skal hljóta úttekt eldvarnaeftirlits og eftir atvikum heilbrigðiseftirlits.

4. Ármúli 18 (01.292.003) 103786 Mál nr. BN042082
Advance ehf, Síðumúla 28, 108 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningu af 2. hæð og leyfi til að koma fyrir gluggum á suðurhlið atvinnuhúsnæðis sem snýr út á lóð nr. 3 - 5 við Síðumúla og er á lóð nr. 18 við Ármúla.
Jákvæð fyrirspurn BN042082 dags. 14. sept. 2010. Meðfylgjandi einnig þinglýst yfirlýsing frá eigendum Síðumúla 3-5 um leyfi fyrir gluggum út á lóð þeirra.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

5. Bergstaðastræti 16 (01.184.010) 102005 Mál nr. BN041830
Laug ehf, Pósthólf 8814, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á erindi BN037642, sem felast í að fjölga íbúðum úr þremur í fimm, fjölga svölum og fækka útitröppum í fjölbýlishúsi á lóð nr. 16 við Bergstaðastræti.
Útskrift úr gerðarbók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 23. júlí 2010 fylgir erindinu sem og umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 21.9. 2010 og umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 28.9 2010
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

6. Bergstaðastræti 24B (01.184.313) 102052 Mál nr. BN041959
Júlíana Rún Indriðadóttir, Bergstaðastræti 24b, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til setja svalir ofan á anddyrisbyggingu með aðgengi frá kvisti á einbýlishúsinu á lóð nr. 24B við Bergstaðastræti. Sbr. erindið BN040178 dags. 13. okt. 2009.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 24. sept. 2010 fylgir erindinu Kynning stóð yfir frá 9. sept. 2010 til og með 7. okt. 2010 en þar sem samþykki hagsmundaraðila liggur fyrir mótt. 24. sept. 2010 er tillagan lögð fram að nýju.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

7. Bergstaðastræti 27 (01.184.414) 102074 Mál nr. BN042001
Vilborg Ásgeirsdóttir, Bergstaðastræti 27b, 101 Reykjavík
Ingibjörg Tómasdóttir, Reynimelur 84, 107 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningum af fjölbýlishúsi á lóð nr. 27 við Bergstaðastræti þar sem geymslur í kjallara eru færðar til vegna lagna, svalahurð á íbúð 0101 er breytt og svalir 0204 minnkaðar.
Erindi BN035522 er jafnframt dregið til baka.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Höfundur hafi sambandi við forvarnadeild slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

8. Bergstaðastræti 38 (01.185.201) 102155 Mál nr. BN042112
Þórarinn Magnússon, Bergstaðastræti 38, 101 Reykjavík
Sigríður A Jóhannsdóttir, Bergstaðastræti 38, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum vegna leyfis til að skrá hús sem í dag er skráð fjölbýlishús með 3 íbúðum í einbýlishús á lóð nr. 38 við Bergstaðastræti.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Borgartún 21 - 21A (01.218.001) 102771 Mál nr. BN042108
Landfestar ehf, Borgartúni 26, 105 Reykjavík
LF1 ehf, Borgartúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN041458 dags. 11. maí 2010 á 2. og 3. hæð í mhl 06 þannig að fundarherbergi stækkar á 2. hæð og á 3. hæð verður hætt við að fjarl. aðalinngangshurð, skjalageymsla stækkuð og bætt við léttum veggjum í suðurenda á verslunarhúsnæðinu á lóð 21- 21A við Borgartún.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

10. Borgartún 24 (01.221.101) 102800 Mál nr. BN041941
Ásgeir Valhjálmsson, Markarflöt 2, 210 Garðabær
Borgartún 24 ehf, Pósthólf 8460, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breytingum á mhl. 1 vegna bifreiðaskoðunarstöðvar þar sem hurðir eru settar í stað glugga á vestur- og austurgafli og óverulegar breytingar innandyra á atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 24 við Borgartún.
Bréf frá Ásgeiri Valhjálmssyni dags. 17. ágúst 2010.
Umsögn burðarvirkishönnuðar fylgir dags. 28. sept. 2010
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

11. Borgartún 26 (01.230.002) 102910 Mál nr. BN042122
LF6 ehf, Borgartúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir 15 gesta hámarki á kaffibar á 1. hæð skrifstofuhúss á lóð nr. 26 við Borgartún.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

12. Einarsnes 48 (01.672.015) 106803 Mál nr. BN032330
Björn Júlíusson, Einarsnes 48, 101 Reykjavík
Rannveig Einarsdóttir Arnar, Einarsnes 48, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka bílskúr, koma fyrir nýrri hurð, byggja sólstofu á suðurhlið og stækka í vesturátt einbýlishús á lóð nr. 48 við Einarsnes.
Stækkun: Íbúð 40,1 ferm., bílskúr 18,7 ferm.,
Samtals 58,8 ferm. og 218,4 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 7.700 + 16.817
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13. Einholt 2 (01.244.101) 103179 Mál nr. BN042002
Fasteignin Einholti 2 ehf, Tunguási 9, 210 Garðabær
Kuti slf, Vestmannabraut 30, 900 Vestmannaeyjar
Sótt er um leyfi til að byggja fernar svalir, innrétta sex íbúðir og byggja sólpalla á baklóð atvinnuhúss á lóð nr. 2 við Einholt.
Erindi fylgir samþykki tveggja meðeigenda áritað á uppdrátt.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

14. Fannafold 145 (02.851.606) 109964 Mál nr. BN042113
Guðrún Björg Halldórsdóttir, Viðarás 25a, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta byggingarleyfi í tvennt þar sem sólstofa hefur þegar verið byggð við eignarhluta 0102 sbr. erindi BN038868, við tvíbýlishús á lóð nr. 145 við Fannafold.
Meðfylgjandi er bréf umsækjanda dags. 28.9. 2010, einnig eignaskiptayfirlýsing þar sem samþykki eigenda á lóð kemur fram dags. 14.7. 2009.
Stærðir 1. áfangi: 13,87 ferm., 41,09 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 3.164
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

15. Faxafen 14 (01.466.201) 195611 Mál nr. BN041267
Bessi ehf, Sóleyjargötu 8, 900 Vestmannaeyjar
Sótt er um leyfi til að innrétta matvöruverslun í rými 0105 á 1. hæð í verslunarhúsi á lóð nr. 14 við Faxafen.
Erindi fylgir jákv. fsp. dags. 23. febrúar 2010.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

16. Fiskislóð 15-21 (01.089.301) 209369 Mál nr. BN042119
Smáragarður ehf, Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera lagerrými í anddyri og hurð inn í verslun í verslunarhúsnæðinu á lóð nr. 15-21 við Fiskislóð.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vantar umsögn burðavirkishönnuðar vegna dyragats.

17. Flugvallarv. (01.751.001) 107466 Mál nr. BN042118
Flugbjörgunarsveitin Reykjavík, Flugvallarvegi, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka innaksturshurð um 350mm á norðurhlið tækjahúss flugbjörgunarsveitarinnar á lóð með landnr. 107466 við Flugvallarveg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

18. Flugvallarvegur 3-3A (01.751.201) 107467 Mál nr. BN042117
Keiluhöllin ehf, Pósthólf 8500, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir 3 bráðabirgða gámum sem á hýsa eldhús ofan á þaki 2. hæðar, koma fyrir útskotsglugga á suðurhlið og innrétta skrifstofur í stað sorpgeymslu sem verður komið fyrir á suðvesturhorni bílastæða í eigu atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 3-3A við Flugvallarveg.
Stækkun á útskotsglugga : XX ferm., XX rúmm.
Stærð: Eldhúsgáma og sorpgáma XX ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 7.700 + XX
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

19. Fremristekkur 1 (04.612.301) 111774 Mál nr. BN041700
Markús Alexandersson, Fremristekkur 1, 109 Reykjavík
Guðrún Eygló Guðmundsdóttir, Fremristekkur 1, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja nýtt valmaþak, loka innigarði, byggja kaldan gróðurskála og loka bílgeymslu á 1. hæð, einnig að stækka kjallara og koma þar fyrir bílskúr, loka inngangi í stigahús og steypa tröppur á lóðamörkum í og við einbýlishús á lóð nr. 1 við Fremristekk.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 2. júlí 2010 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 2. júlí 2010 og samþykki eigenda Fremristekkjar 3 fyrir frágangi á lóðamörkum sömu leiðis samþykki eigenda Fst. 2, 3, 4 og Gilsárst. 1 og 2.
Stækkun 155,7 ferm., 625,8 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 48.187
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

20. Gnoðarvogur 84 (01.473.003) 105739 Mál nr. BN041954
Alexander H Depuydt, Gnoðarvogur 84, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka svalir á 1. hæð og byggja sólskála með útgangi í garð þar undir á fjölbýlishúsinu á lóð nr. 84 við Gnoðarvog.
Jafnframt er erindi BN040324 dregið til baka.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda áritað á uppdrátt.
Stækkun: 11,4 ferm., 30,8 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 2.372
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

21. Hagamelur 28 (01.540.320) 106313 Mál nr. BN041880
Hrólfur Gestsson, Hagamelur 28, 107 Reykjavík
Guðmundur Hinriksson, Heiðargerði 13, 108 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningum vegna eignaskiptasamnings af fjölbýlishúsinu á lóð nr. 28 við Hagamel.
Stækkun: 5,18 ferm., 11,5 rúmm.
Samþykki meðeigenda í nr. 26 og 28 fylgir ódags.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 885
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.

22. Hlíðargerði 6 (01.815.303) 107999 Mál nr. BN041942
Agnar Þór Gunnlaugsson, Hlíðargerði 6, 108 Reykjavík
Sótt er um stækkun á stofu úr steinsteypu með timburþaki til suðurs, stækkun á anddyri og að byggja nýjan kvist til suðvesturs sbr. fyrirspurn BN040993 á einbýlishús á lóð nr. 6 við Hlíðargerði.
Samþykki nágranna á Hlíðargerði 4, 5 og 8 og á Melgerði 11 fylgir.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 1. okt. 2010 fylgir erindinu. Grenndarkynning stóð yfir frá 9. september 2010 til og með 7. október 2010 en þar sem samþykki allra hagsmunaaðila liggur fyrir er erindið nú lagt fram að nýju.
Bréf skipulagsstjóra dags 4. okt. 2010.
Stærðir fyrir stækkun mhl. 01: 158.,6 ferm., 417,4 rúmm.
Stækkun: 42,7 ferm., 97,1 rúmm.
Stærðir eftir stækkun: 201,3 ferm., 514,5 rúmm.
Bílskúr mhl. 02 er óbreyttur 36,3 ferm.
Gjöld kr. 7.700 + 7.477
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

23. Hverfisgata 54 (01.172.102) 101440 Mál nr. BN042126
Vatn og land I ehf, Laugavegi 71, 101 Reykjavík
Heimili kvikmyndanna ses, Hverfisgötu 54, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi í forsal kvikmyndahúss á 1. hæð og til að breyta gluggum og klæðningum á 1. hæð húss nr. 54 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

24. Kistuhylur 4 (04.26-.-99) 110979 Mál nr. BN042149
Minjasafn Reykjavíkur, Pósthólf 10020, 130 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á erindi BN031772 þar sem veitt var leyfi til þess að endurbyggja timburhúsið Ívarssel á lóð Minjasafns Reykjavíkur við Kistuhyl nr. 4. Húsið stóð áður á lóðinni nr. 66 B við Vesturgötu.
Erindi fylgir tölvubréf Minjasafns Reykjavíkur dags. 4. október 2010.
Stærð: Flutningshús 61,4 ferm. og 164,2 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 12.643
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

25. Kleifarsel 26-28 (04.963.402) 113093 Mál nr. BN042091
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir innri breytingum í húsi 1. þar sem heimilisfræðistofa verður endurgerð og nýrri bætt við og breyting á brunahönnun í Seljaskóla á lóð nr. 28 við Kleifarsel.
Meðfylgjandi er bréf hönnuðar dags. 21. sept. 2010.
Skýrsla brunahönnuðar fylgir endurskoðuð 29. sept. 2010
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

26. Kringlan 4-12 (01.721.001) 107287 Mál nr. BN042128
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að minnka einingu 238 og stækka samsvarandi mikið einingu 240 og innrétta aðskilin starfsmannarými fyrir þessar einingar í verslunarhúsinu Kringlunni á lóð nr. 4-12 við Kringluna.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

27. Laugarásvegur 47 (01.383.205) 104850 Mál nr. BN042114
Hulda Halldórsdóttir, Laugarásvegur 47, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka op í burðarvegg í kjallaraíbúð fjölbýlishússins á lóð nr. 47 við Laugarásveg.
Fylgiskjal frá burðarvirkishönnuði dags. 2. júní 2010 og samþykki meðeiganda ódags. fylgir.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

28. Laugateigur 17 (01.364.109) 104617 Mál nr. BN042067
Jón Magngeirsson, Þykkvibær 14, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til tilfærslu á veggjum milli sameignar og íbúðar í kjallara fjöleignahúss á lóð nr. 17 við Laugateig.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

29. Laugavegur 11 (01.171.011) 101357 Mál nr. BN042069
Eignarhaldsfél Gerðuberg ehf, Bauganesi 30, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingum og fyrirkomulagi innanhúss sem felst í að opna áður lokuðum götum milli verslunarrýma á 1. hæð og milli skrifstofurýma á 2. hæð í húsi á lóð nr. 11 við Laugaveg.
Meðfylgjandi er brunahönnunarskýrsla dags. 14.9. 2010
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

30. Laugavegur 166 (01.242.102) 103032 Mál nr. BN042093
Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja anddyri úr áli og gleri á norðurhlið mhl. 01 og fækka bílastæðum um tvö, og samhliða er bílastæðum fyrir hreyfihamlaða fjölgað um eitt í tvö stæði á lóð nr. 166 við Laugaveg.
Bréf frá hönnuði fylgir dags. 21. sept. 2010.
Samþykki meðeigenda fylgir dags. 21. sept. 2010 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 1. okt. 2010.
Stækkun: 14,5 ferm., 45,8 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 3.527
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

31. Laugavegur 23 (01.172.013) 101435 Mál nr. BN041969
Foldir fasteignaþróunarfél ehf, Klapparstíg 29, 101 Reykjavík
Villy Þór Ólafsson, Seljavegur 9, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta verslun og afgreiðslurými í kaffihús með veitingar í fl. II og kaffiveitingasvæði í leiksvæði á 1. hæð í húsi á lóð nr. 23 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 17. sept. 2010 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 14. sept. 2010.Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

32. Laugavegur 30 (01.172.211) 101466 Mál nr. BN042011
Exitus ehf, Pósthólf 5494, 128 Reykjavík
L30 ehf, Laugavegi 20b, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir setbekkjum og sviði í garði við hús á lóð nr. 30 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 17. sept. 2010 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 15. sept. 2010. Einnig bréf arkitekts dags. 28.9. 2010
Gjald kr 7.700
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra er ekki unnt að samþykkja svið í garði.
Til greina kemur að samþykkja setbekki að uppfylltum skilyrðum.

33. Laugavegur 74 (01.174.207) 101610 Mál nr. BN042115
Laug ehf, Pósthólf 8814, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja nítján herbergja íbúðahótel úr forsteyptum einingum, þrjár hæðir með kjallara undir hluta og verslun á jarðhæð á lóð nr. 74 við Laugaveg.
Niðurrif (áður gert): Fastanúmer 200-5406, stærð 250,4 ferm., fastanúmer 200-5407, stærð 77,1 ferm., fastanúmer 200-5408, stærð 35,6 ferm.
Samtals niðurrif: 363,1 ferm.
Stærð nýbyggingar: Kjallari 156,1 ferm., 1. hæð 368,3 ferm., 2. hæð 299,7 ferm., 3. hæð 256,1 ferm.
Samtals: 1080,2 ferm., 3.596,1 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 276.890
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

34. Leiðhamrar 1 (02.292.801) 108997 Mál nr. BN042105
Sæmundur Sævarsson, Leiðhamrar 1, 112 Reykjavík
Marta Gunnarsdóttir, Leiðhamrar 1, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við norðausturhorn, framlengja þak yfir nýjan inngang og breyta innra fyrirkomulagi einbýlishússins á lóð nr. 1 við Leiðhamra.
Viðbygging: 4,2 ferm., 11,3 rúmm.
B-rými: xx ferm., 25,8 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 2.857
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

35. Ljósheimar 13 (01.435.205) 105322 Mál nr. BN042024
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir kaffiróló söluturni í 13,2 ferm húsi sem er mhl. 01 og 3,5 ferm salernisaðstöðu sem er mhl. 02 á Ljósheima róló sem er á lóð nr. 13 við Ljósheima.
Afnotasamningur fyrir lóð með landnúmer 105322 dags. 20. júlí 2010.
Jákvæð fyrirspurn BN041653 dags. 15. júní 2010 fylgir.
Stærð: Mhl . 01 13,2 ferm., 34 rúmm.
Mhl 02 3,5 ferm., 10.4 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 3.419
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

36. Nauthólsvegur 87 (01.755.203) 214256 Mál nr. BN042028
Skólafélagið Bak-Hjallar ehf, Vífilsstaðavegi 123, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að stækka milligólf, breyta útbyggingu yfir inngangi og fjölga gluggum á norðurhlið skólans á lóð nr. 87 við Nauthólsveg.
Stækkun á milligólfi 20 ferm.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

37. Reyrengi 49-51 (02.387.703) 109267 Mál nr. BN042107
Guðmundur Kr Eydal, Reyrengi 51, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja erindið BN031245 dags. 12. apríl 2005 þar sem sótt var um að gera sólstofu við suðurhlið hússins nr. 51 á lóðinni nr. 49-51 við Reyrengi. Jafnframt verði sett upp vélræn loftræsing fyrir snyrtiherbergi innan við sólstofu.
Stækkun: 16,3 ferm. og 43 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 3.311
Frestað.
Vantar samþykki meðlóðarhafa.

38. Sigtún 42 (01.367.001) 174753 Mál nr. BN042089
SP Fjármögnun hf, Sigtúni 42, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja byggingarleyfi BN038666 dags. 22. júlí 2008 þar sem farið var fram á að byggja skyggni og setja upp skilti við inngang á NA hlið húss á lóð nr. 42 við Sigtún.
Samþykki frá LSS og frá UMFÍ fylgir erindinu dags. 29. sept. 2010.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

39. Sigtún. (Laugardalur) (01.37-.-93) 104719 Mál nr. BN042068
Íþróttabandalag Reykjavíkur, Engjavegi 6, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að áfangaskipta framkvæmd erindis BN040865, sem samþykkt var við Sigtún 31. ágúst 2010 þannig að 1. áfangi, mhl. 02, sé stigahús ásamt breytingum í kjallara og á fyrstu þrem hæðum hússins, 2. áfangi, mhl. 02, hækkun á stigahúsi ásamt fjórðu hæð, 3. áfangi, mhl. 03, frambygging, 4. áfangi, mhl. 05 og geymslubygging á lóð, nú er sótt um byggingarleyfi fyrir áfanga 1 húss á lóð nr. 6 við Engjaveg.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 14.9. 2010, og greinargerð sem skýrir áfangaskipti dags. 22.9. 2010.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Samþykktin tekur til 1. áfanga. Sækja verður um byggingarleyfi fyrir hvern áfanga fyrir sig.

40. Skúlagata 13 (01.153.601) 175690 Mál nr. BN042129
Smárahótel ehf, Hlíðasmára 13, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til breyta innréttingum og stækka innaksturshurð í vesturgafli vegna reksturs bílaleigu í húsnæðinu á lóð nr. 13 við Skúlagötu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

41. Skúlagata 17 (01.154.102) 174222 Mál nr. BN042004
101 Atvinnuhúsnæði ehf, Skúlagötu 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum sem og nýjum breytingum á öllum hæðunum fimm og í kjallara, utan og innan sbr. lýsingu arkitekts, húss á lóð nr. 17 við Skúlagötu.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts með skýringum og skýringamyndir á A3 blaði, dags. 28.9. 2010
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.

42. Sogavegur 152 (01.830.111) 108479 Mál nr. BN041948
Valgerður Gunnarsdóttir, Sogavegur 152, 108 Reykjavík
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. ágúst 2010 þar sem sótt er um leyfi til að lengja kvist í einingu 0201 um 114 cm, gera svalir yfir garðstofu í einingu 0101, einnig er sótt um samþykkt á reyndarteikningum af innra fyrirkomulagi í einingum 0101 og 0201 í tvíbýlishúsi á lóð nr. 152 við Sogaveg.
Meðfylgjandi er bréf skipulagsstjóra dags. 7.9. 2010
Stærðir fyrir stækkun íbúðarhús 220,0 ferm., 642 rúmm.
+ stækkun 3,5 ferm.(birt flatarmál), 4,7 rúmm.
Samtals eftir stækkun 223,5 ferm., rúmm. 646,7 rúmm.
Bílskúr óbreyttur.
Gjald kr. 7.700 + 362
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

43. Sogavegur 174 (01.831.006) 108498 Mál nr. BN042106
Sigurður Helgi Sighvatsson, Sogavegur 174, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta staðsetningu á sólpalli 0106 með skjólgirðingu frá 1300 mm til 1700 mm og koma fyrir heitum potti á lóð nr. 174 við Sogaveg.
Samþykki meðeigenda fylgir dags. 23. sept. 2010.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vantar afstöðumynd.

44. Stórhöfði 37 (04.085.802) 110692 Mál nr. BN042125
Fasteignafélagið Hagi ehf, Stórhöfða 37, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta eignarhluta 0202 í tvo eignahluta sem verða í 0202 og 0203 og að koma fyrir aðstöðu fyrir starfsmenn, ræstingu og klósett í rými 0203 í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 37 við Stórhöfða.
Ófullnægjandi samþykki meðeigenda fylgir dags. 28. sept. 2010.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

45. Suðurlandsbraut 22 (01.264.101) 103529 Mál nr. BN042033
Félag ísl hjúkrunarfræðinga, Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi innan- og utanhúss þar sem komið er fyrir kaffiaðstöðu, fundarherbergi og opnanleg fög eru sett í tvo glugga á atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 22 við Suðurlandsbraut.
Bréf frá hönnuði fylgir dags. 28. sept. 2010.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

46. Sævarhöfði 2-2A (04.054.501) 110556 Mál nr. BN042127
Fasteignafélagið Sævarhöfði ehf, Sævarhöfða 2, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta eldvarnarmerkingu á áður samþykktum uppdráttum sbr. erindi BN038599 dags. 24. ágúst 2010 í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 2-2A við Sævarhöfða.
Skýrsla Brunahönnuðar fylgir dags. 30. apríl 2005 og endurskoðað 12. júlí 2010
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

47. Urðarstígur 12 (01.186.402) 102277 Mál nr. BN042103
Jósef Halldórsson, Urðarstígur 12, 101 Reykjavík
Sólveig Arnarsdóttir, Urðarstígur 12, 101 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki á þegar byggðum skúr sem byggður var fyrir 1941 sbr. BN40236 á lóð nr. 12 við Urðarstíg.
Meðfylgjandi er bréf umsækjanda dags. 21.10. 2010 (sem getur að vísu ekki staðist því sá dagur er ekki kominn enn), lýsing bílskúrs dags. 11.6. 1976, húsakönnun dags. 2008.
Gjald 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

48. Vesturgata 23 (01.136.003) 100506 Mál nr. BN041808
Jón Hafnfjörð Ævarsson, Álfheimar 70, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta sölubúð í íbúð, rými 0101, sbr. fyrirspurn BN039760, á 1. hæð í húsi á lóð nr. 23 við Vesturgötu.
Erindi fylgir þinglýstur eignaskiptasamningur dags. 22. nóvember 1983, útreikningur á eignaskiptum á 1. hæð dags. í apríl 1986 og þinglýst viðbót við skiptayfirlýsingu dags. 12. maí 1986 sem og íbúðarskoðun dags. 12.8.2010 og bréf arkitekts dags. 14. júlí 2010.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

49. Þingvað 31 (04.791.303) 201480 Mál nr. BN042120
Ívar Trausti Jósafatsson, Þingvað 39, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN038153 dags. 18. júní 2008 þannig að einangrunarþykkt verði óbreytt og gluggapóstum verður fækkað í glugga á austurhlið á einbýlishúsinu á lóð nr. 31 við Þingvað.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Ýmis mál

50. Nauthólsvegur Mál nr. BN042147
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta lóðamörkum eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti landupplýsingadeildar dags. 4. október 2010. Ný lóð 16 m2 að stærð með staðgreini 1.688.402 verður til, við það minnkar óútvísað borgarland, landnr. 218177, um 16 m2. Sbr. samþykkt skipulagsráðs 7. júlí 2010 og auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda þann 10. ágúst 2010. Byggingarfulltrúi leggur til að lóðin verði skrásett nr. 100B við Nauthólsveg.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Lóðamarkabreytingin tekur gildi þegar þinglýst hefur verið yfirlýsing um breytt lóðamörk.


51. Skólastræti 1 - Þingholtsstræti 2-4 Mál nr. BN042148
Jökull Tómasson, Bergstaðastræti 3, 101 Reykjavík
Kathy June Clark, Bergstaðastræti 3, 101 Reykjavík
Íslenska eignafélagið ehf, Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að sameina lóðirnar Skólastræti 1 og Þingholtsstræti 2-4 eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti landupplýsingadeildar dags. 4. október 2010. Lóðin Skólastræti 1 er 529 m2 og lóðin Þingholtsstræti 2-4 er 200 m2, við sameininguna verður lóðin 729 m2 að stærð. Sbr. samþykkt skipulagsráðs 7. júlí 2010, og auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda 28. september 2010. Byggingarfulltrúi leggur til að sameinuð lóð verði skráð nr. 2-4 við Þingholtsstræti.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Lóðamarkabreytingin tekur gildi þegar þinglýst hefur verið yfirlýsing um breytt lóðamörk.

Fyrirspurnir

52. Ármúli 17 (01.264.004) 103527 Mál nr. BN042130
Mouloud Louzir, Freyjubrunnur 11, 113 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að innrétta veitingastað í flokki I sem á að hafa aðstöðu fyrir 50 manns í sæti í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 17 við Ármúla.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

53. Grjótháls 5 (04.302.301) 111015 Mál nr. BN042123
Össur hf, Grjóthálsi 5, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta innkeyrslum, koma fyrir gróðurbeðum og vegvísandi skiltum og opna milli lóðanna nr. 1-3 og nr. 5 við Grjótháls.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

54. Hverfisgata 105 (01.154.406) 101134 Mál nr. BN042109
Domingos Tavares Ferreira, Sæbólsbraut 40, 200 Kópavogur
Spurt er hvort leyfi fengist til að opna skemmtistað í flokki ? í kjallara í verslunar og íbúðarhúsnæðinu á lóð nr. 105 Hverfisgötu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

55. Vest.6-10A/Tryggv.18 (01.132.113) 216605 Mál nr. BN042124
Siaoling Soon, Lækjargata 4, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að opna veitingastað í flokki ? í kjallara á húsnæðinu á lóð nr. 6-10 við Vesturgötu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

Fundi slitið kl. 11.52.

Magnús Sædal Svavarsson
Bjarni Þór Jónsson Þórður Ólafur Búason
Björn Kristleifsson Sigrún Reynisdóttir
Jón Hafberg Björnsson Eva Geirsdóttir
Guðfinna Ósk Erlingsdóttir