Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2010, miðvikudaginn 27. janúar kl. 9.05, var haldinn 196. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12-14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Björk Vilhelmsdóttir, Ragnar Sær Ragnarsson, Stefán Benediktsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sóley Tómasdóttir og áheyrnarfulltrúinn Magnús Skúlason.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ólafur Bjarnason, Ágúst Jónsson og Ann Andreasen. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Margrét Þormar, Bragi Bergsson, Björn Ingi Edvardsson og Haraldur Sigurðsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 15. janúar 2010 og 21. janúar 2010.

2. Egilsgata 3, breyting á deiliskipulagi (01.193.2) Mál nr. SN090336
Domus Medica,húsfélag, Egilsgötu 3, 101 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Domus Medica dags. 23. september 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Heilsuverndarreits vegna lóðarinnar nr. 3 við Egilsgötu. Í breytingunni felst að að byggð er þriggja hæða viðbygging norðvestan við núverandi hús Domus Medica ásamt bílgeymslu á tveimur hæðum samkv. meðfylgjandi uppdrætti Teiknistofu Garðars Halldórssonar dags. 22. september 2009. Auglýsing stóð frá 4. nóvember til og með 16. desember 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Hverfisráð Miðborgar dags. 4. nóvember 2009, Þorsteinn Steingrímsson f.h. Álftavatns ehf., mótt. 4. desember 2009, Jóhann Friðbjörnsson og Regína Sveinsdóttir, mótt. 11. desember 2009, Hermann Bridde, Anna Ármansdóttir og Vilhelmína Kristinsdóttir f.h. húseigenda Egilsgötu 12 og fleiri húseigendum við Egilsgötu, mótt. 11. desember 2009, Karl Kristjánsson og Steinunn Helgadóttir, dags. 13. desember 2009.
Athugasemdir kynntar.
Frestað.

Brynjar Fransson tók sæti á fundinum kl. 9:15, mál 2, Egilsgata 3, var þá til umræðu.

3. Melar, reitur 1.540, deiliskipulag Mál nr. SN090134
Lögð fram tillaga Teiknistofunnar Gláma Kím að deiliskipulagi Mela reitur 1.540 móttekin 3. desember 2009. Skipulagssvæðið afmarkast af Hagamel, Hofsvallagötu, Hringbraut og Furumel. Einnig er lögð fram forsögn að deiliskipulagi Mela dags. apríl 2009 og ábendingar sem bárust við forkynningunni.
Frestað.

4. Norðlingabraut 5, breyting á deilsikipulagi Mál nr. SN100004
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Lagt fram erindi Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 4. janúar 2010, varðandi breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóðarinnar nr. 5 við Norðlingabraut. Í breytingunni felst að lóðin er stækkuð og gerðir eru tveir nýjir byggingareitir samkvæmt uppdrætti Landslags, dags. 4. janúar 2010.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

(B) Byggingarmál

5. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN040942
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 571 frá 19. janúar 2010 og nr. 572 frá 26. janúar 2010.

6. Bergþórugata 21, breyta í flokk III (01.190.217) Mál nr. BN040794
Samhugur ehf, Langagerði 116, 108 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra 15. janúar 2010 var lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. janúar 2010 þar sem sótt er um leyfi til að breyta skilgreiningu veitingahúss á 1. hæð í flokk III í húsi nr. 21 við Bergþórugötu. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra, dags. 21. janúar 2010.
Erindi fylgir bréf eiganda dags. 8. desember 2009 og greinargerð um hljóðvist frá verkfræðistofunni Önn ehf. dags. 22. desember 2009.
Gjald kr. 7.700Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

(C) Fyrirspurnir

7. Laufásvegur 58, (fsp) breytt notkun (01.197.2) Mál nr. SN100027
Úti og inni sf, Þingholtsstræti 27, 101 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Úti og Inni arkitekta, dags. 19. janúar 2010, varðandi breytta notkun 1. hæðar að Laufásvegi 58 úr verslunar- og skrifstofurými í íbúðir.
Frestað.

8. Norðlingaholt - Árbær, fsp. göngu- og hjólaleið, (04.79) Mál nr. SN100032 breyting á skipulagi(04.79)
Lagt fram bréf samgöngustjóra, dags. 25. janúar 2010, varðandi göngu- og hjólaleiða milli Norðlingaholts og Árbæjar/Seláshverfa.
Ráðið fagnar fyrirhuguðum framkvæmdum við göngu- og hjólaleið á svæðinu og beinir því til embættis skipulagsstjóra að vinna að nauðsynlegum breytingum á Aðalskipulagi Reykjavíkur og deiliskipulagi í samvinnu við Umhverfis- og samgöngusvið.

(D) Ýmis mál

9. Aðalskipulag Reykjavíkur endurskoðun, hverfafundir Mál nr. SN090373
Kynntar niðurstöður samráðsfunda í hverfum borgarinnar vegna endurskoðunar Aðalskipulags Reykjavíkur.
Haraldur Sigurðsson kynnti.
Samþykkt að kynna framlagðar niðurstöður í fagráðum Reykjavíkurborgar og fyrir hverfisráðum.

10. Kjalarnes, Álfsnes, skotsvæði Mál nr. SN090429
Skotveiðifélag Reykjav og nágr, Pósthólf 8485, 128 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra 27. nóvember 2009 var lagt fram bréf Fannars Bergssonar f.h. Skotveiðifélags Reykjavíkur, mótt. 23. nóvember 2009, varðandi framtíðar skotsvæði félagsins í nágrenni Reykjavíkur. Erindið var kynnt og er nú lagt fram að nýju ásamt úttekt skipulagsstjóra dags. í janúar 2010.
Kynnt.

11. Kjalarnes, Móar, afmörkun lóðar o.fl. Mál nr. SN100024
Guðmundur Lárusson, Bergstaðastræti 52, 101 Reykjavík
Lagt fram erindi Guðmundar Lárussonar, dags. 14. janúar 2010, varðandi afmörkun lóðarspildu í landi Móa á Kjalarnesi samkvæmt loftmynd, dags. desember 2009, ásamt því að byggja smábýli. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 19, janúar 2010.
Frestað.

12. Ársskýrsla byggingarfulltrúa, Mál nr. BN040972
Lögð fram ársskýrsla byggingarfulltrúa um byggingarframkvæmdir í Reykjavík árið 2008.
Kynnt.
Vísað til borgarráðs.

13. Vatnagarðar 40, málskot (01.407) Mál nr. SN100017
N1 hf, Dalvegi 10-14, 201 Kópavogur
Bifreiðaskoðun Íslands ehf, Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík
Lagt fram málskot N1 og Bifreiðaskoðunar Íslands, dags. 7. jan. 2010, vegna synjunar embættisfundar skipulagsstjóra 4. des. 2009 á erindi um viðbyggingu við Vatnagarða 40. Einnig er lögð fram eldri umsögn skipulagsstjóra dags. 17. desember 2009.
Frestað.

14. Túnahverfi, ný götuheiti, bréf stjórnar húsfélagsins að Sætúni 1 (01.22) Mál nr. SN100020

Húsfélagið Sætúni 1, Sætúni 1, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf stjórnar húsfélagsins að Sætúni 1, dags. 12. janúar 2010, varðandi ný götuheiti í Túnum sem samþykkt voru í skipulagsráði 19 desember sl.

15. Fasteignasala, bréf byggingarfulltrúa Mál nr. BN040973
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa til Eftirlitsnefndar Félags fasteignasala dags. 25. janúar 2010.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.

16. Miðborg Reykjavíkur, minnisblað byggingarfulltrúa Mál nr. BN040974
Lagt fram minnisblað byggingarfulltrúa vegna fimm fasteigna á miðborgarsvæði, dags. 25. janúar 2010.
Frestað.

17. Njálsgata 28, kæra, umsögn (01.190.2) Mál nr. SN090178
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 18. janúar 2010 vegna kæru á veitingu byggingarleyfis fyrir sólpalli á lóðinni nr. 28 við Njálsgötu.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

18. Njálsgötureitur 3, reitur 1.190.3, kæra, umsögn, úrskurður(01.190.3)Mál nr. SN080013
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar frá 21. janúar 2010, vegna kæru á samþykkt skipulagsráðs frá 13. júní 2007 á deiliskipulagi fyrir reit 1.190.3, Njálsgötureit 3. Úrskurðarorð: Vísað er frá kröfu kærenda um breytingar á hinu kærða deiliskipulagi. Felld er úr gildi samþykkt borgarráðs Reykjavíkur frá 21. júní 2007 um deiliskipulag Njálsgötureits 3, sem birt var í B-deild Stjórnartíðinda hinn 19. júlí 2007.

19. Hverafold 130, málskot (02.862.7) Mál nr. SN090421
Krystian Karol Gralla, Hverafold 130, 112 Reykjavík
Ewa Krystyna Krauz, Hverafold 130, 112 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra, dags. 27. nóvember 2009 var lagt fram málskot Krystian Gralla dags. 19. nóvember 2009 vegna neikvæðar afgreiðslu skipulagsstjóra frá 15. maí 2009 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að byggja bílskúr 35 ferm. að stærð við parhúsið á lóð nr. 130 við Hverafold. Einnig lagt fram samþykki meðlóðarhafa, dags. 26. nóvember 2009. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 15. janúar 2010.
Leiðrétt bókun frá fundi skipulagsráðs þann 13. janúar sl.
Rétt bókun er: Fyrri afgreiðsla skipulagsstjóra staðfest með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 15. janúar 2010.
Ráðið felur jafnframt embætti skipulagsstjóra að funda með fyrirspyrjendum í því skyni að reyna að finna aðra og betri lausn á uppbyggingu innan lóðarinnar.

20. Skipulagsráð, tillaga um stofnun starfshóps Mál nr. SN100035
Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs, Sóley Tómasdóttir, lagði fram eftirfarandi tillögu:
#GLSkipulagsráð samþykkir að setja á laggirnar starfshóp sem kanni möguleika skipulagsyfirvalda til að stuðla að eflingu og fjölgun smærri verslana í íbúðahverfum. Starfshópurinn verði skipaður kjörnum fulltrúum og embættismönnum og skili niðurstöðum til ráðsins fyrir 1. maí 2010.#GL
Samþykkt
Vísað til embættis skipulagsstjóra til frekari útfærslu.

Fundi slitið kl. 11.55.

Júlíus Vífill Ingvarsson
Björk Vilhelmsdóttir Ragnar Sær Ragnarsson
Stefán Benediktsson Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sóley Tómasdóttir Brynjar Fransson

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2010, þriðjudaginn 26. janúar kl. 10.07 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 572. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Bjarni Þór Jónsson, Björn Kristleifsson, Sigrún Reynisdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Þórður Búason, Guðfinna Ósk Erlingsdóttir og Eva Geirsdóttir.
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Austurstræti 20 (01.140.503) 100863 Mál nr. BN040953
Hressingarskálinn ehf, Austurstræti 20, 101 Reykjavík
Fasteignafélagið okkar ehf, Digranesvegi 10, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að reisa veitingatjald í garði Hressingaskálans á lóð nr. 20 við Austurstræti.
Meðfylgjandi er fylgiskjal sem sýnir suðurhlið.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

2. Bergstaðastræti 13 (01.180.309) 101720 Mál nr. BN040897
Mótamenn ehf, Þúfuseli 2, 109 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á erindi BN038695 samþ. 19. ágúst 2008 þar sem veitt var leyfi til þess að byggja þriggja hæða steinsteypta viðbyggingu auk kjallara, allt einangrað að utan og klætt gráum náttúrustein og múrkerfi, með samtals þremur íbúðum og atvinnuhúsnæði á neðstu hæð (kjallara), sem tengist 1. hæð húsnæðisins sem fyrir er á lóðinni nr. 13 við Bergstaðastræti.
Erindi fylgir tölvupóstur dags. 20. janúar og annar dags. 17. janúar 2010 þar sem samþykki eigenda 0401 og 0204 eru dregin til baka.
Stækkun: Viðbygging 336,6 ferm., 920,7 rúmm
Gjald kr. 7.700 + 70.894
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

3. Bergstaðastræti 52 (01.185.306) 102174 Mál nr. BN040962
Bergstaðastræti 52,húsfélag, Bergstaðastræti 52, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi v/gerðar eignaskiptasamnings í íbúðar- og atvinnuhúsinu á lóð nr. 52 við Bergstaðastræti.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

4. Borgartún 25 (01.218.101) 102773 Mál nr. BN040723
Fasteignafélagið Sjávarsíða hf, Borgartúni 25, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á innréttingum á 4. hæð atvinnuhúss á lóð nr. 25 við Borgartún.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

5. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN040741
Höfðatorg ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja millipall og innrétta veitingastað í flokki 3 á 1. hæð og koma fyrir kælum og frystum á -2. hæð í atvinnuhúsinu Höfðatúni 2 á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Hljóðskýrsla dags. 14. jan. 2010 fylgir og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 18. jan. 2010
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

6. Bræðraborgarstígur 3 (01.135.014) 100436 Mál nr. BN039750
HVH Verk ehf, Þverholti 14, 105 Reykjavík
Gunnar Bergmann Stefánsson, Logafold 66, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta í gistiheimili kjallara og 1. hæð fjölbýlishússins á lóð nr. 3 við Bræðraborgarstíg. Grenndarkynning stóð frá 15. maí til og með 16. júní 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Ingibjörg Helgadóttir og Árni Björnsson dags. 25. maí 2009. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 13. júlí 2009.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

7. Bæjarháls 1 (00.000.000) 190769 Mál nr. BN040785
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningu á bílgeymslu, mhl 10 við hús Orkuveitu Reykjavíkur á lóð nr. 1 við Bæjarháls.
Sama erindið BN030066 var lagt inn 7. sept. 2004 og var því frestað.
Bréf frá hönnuði dags. 18. jan. 2010 fylgir
Stækkun alls: 282,0 ferm. 1890,4 rúmm
Gjald kr. 7.700 + 145.561
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

8. Efstasund 84 (01.410.010) 104971 Mál nr. BN040565
Ingileif Guðjónsdóttir, Efstasund 84, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa eldri kvist og byggja nýjan og stærri á vesturhlið einbýlishússins á lóð nr. 84 við Efstasund.
Jafnframt er gerð grein fyrir áður gerðri ósamþykkjanlegri íbúð í kjallara.
Erindi fylgir samþykki meðeiganda áritað á uppdrátt ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 13. nóv. 2009.
Einnig fylgja þinglýst afsöl dags. 29. júní 1972, 24. maí 2000 og 10. júlí 2003 ásamt skiptayfirlýsingu dags. 21. júní 1991 og íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 3. des. 2009.
Stækkun: 3 ferm., 6,2 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 477
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Afmörkun ósamþykkjanlegrar íbúðar er gerð með vísan til 15. gr. reglugerðar nr. 910/2000.

9. Engjavegur 6 (00.000.000) 104719 Mál nr. BN040865
Íþróttabandalag Reykjavíkur, Engjavegi 6, 104 Reykjavík
Íslenskar getraunir, Engjavegi 6, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 4. hæðina ofan á mhl. 02 og 04 sem sameinast í mhl 02 og að byggja tengibyggingu sem verður mhl. 03 sem tengir mhl. 02 , 07 og 10, og að byggja geymsluhús sem verður mhl. 05 á lóð nr. 6 við Engjaveg.
Bréf frá hönnuði dags. 22. des. 2009 og 18. jan. 2010 fylgir. Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 19. jan. 2010
Stækkun: mhl. 02. 466,3 ferm., mhl. 03. 240,7 ferm.og
mhl. 05. 409,2 ferm. Samtals stækkun 1116,2 ferm.,
3897,3 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 300.092
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

10. Flugvöllur 106748 (01.66-.-99) 106748 Mál nr. BN040949
Flugstoðir ohf, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja byggingarleyfið BN039227 dags. 23. des. 2008 og fjallar um að rífa viðbyggingu við gamla flugturninn sem hefur landnúmer 106748 og mhl 10 á Reykjavíkurflugvelli.
Niðurrif: Mhl. 10 merkt 0101 skýli 176 ferm. 545 rúmm.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Bókun byggingarfulltrúa: Byggingarfulltrúi beinir þeim tilmælum til umsækjanda að suðurhlið gamla flugturnsins verði klædd til dæmis með bárujárni til verndar byggingunni og jafnframt að hresst verði upp á útlit hússins til dæmis með málningu.

11. Fossaleynir 6 (02.467.103) 177040 Mál nr. BN040959
Íslandspóstur hf, Stórhöfða 29, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta út og inni í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 6 við Fossaleyni.
Stækkun: XX ferm og XX rúmm.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

12. Fróðengi 1-11 (02.378.502) 214766 Mál nr. BN040825
Eir,hjúkrunarheimili, Pósthólf 12096, 132 Reykjavík
Sótt eru breytingar á nýsamþykktu erindi BN040641 sem felast í að geymsluveggir verða opnir stálgrindarveggir, einangrun þaks verður 225 mm Roofbord Extra, þrýstieinangrun og inntök og tæknirými 4. og 5. áfanga víxlast.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 15. des. 2009 og
bréf frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands um einangrunargildi
Gjald kr. 7.700.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

13. Grjótháls 5 (04.302.301) 111015 Mál nr. BN040850
Grjótháls ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja léttan tengigang á 2. hæð að lóðamörkum við nr. 1-3, sbr. fyrirspurn BN040211, við hús á lóð nr. 5 við Grjótháls.
Meðfylgjandi er bréf frá arkitekt dags. 19. jan. 2010
Stækkun 20,7 ferm., 61 rúmm.
Gjald kr 7.700 + 4.697
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.

14. Gufunes Áburðarverksm (02.220.001) 108955 Mál nr. BN039758
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir mötuneytiseldhúsi ásamt búri og ræstikompu á 1. hæð í skrifstofubyggingu mhl 54 á lóð með staðgreini 2.220.001 í Gufunesi.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

15. Hátún 10-12 (01.234.001) 102923 Mál nr. BN040829
Brynja, Hússjóður Öryrkjabandal, Hátúni 10, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breytingum innanhúss sem felast aðallega í því að sameina íbúðir, fækka þeim úr 77 í 55 ásamt fleiri tilfæringum innanhúss og niðurfellingu útitrappa og inngangs í sorpgeymslu í fjölbýlishúsi á lóð nr. 10 við Hátún.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

16. Hringbraut 121 (01.520.202) 105922 Mál nr. BN040463
Lýsing hf, Ármúla 3, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja erindi BN032683 dags. 25. október 2005 þar sem sótt er um að breyta innra skipulagi skyndibitastað í flokki 1 og apóteks, í suðurenda 1. hæðar atvinnuhússins á lóð nr. 121 við Hringbraut.
Tölvupóstur frá arkitekt ódags.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

17. Hverfisgata 105 (01.154.406) 101134 Mál nr. BN040951
NBI hf, Austurstræti 11, 155 Reykjavík
Arion banki hf, Borgartúni 19, 105 Reykjavík
Sótt er um aðskilið byggingarleyfi fyrir íbúðum 0401, 0404 og 0405, sjá erindi BN038972 dags. 14. október 2008, í íbúðar- og atvinnuhúsinu á lóð nr. 105 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

18. Kringlan 7 (01.723.101) 107298 Mál nr. BN040956
Líf fasteignir ehf, Lynghálsi 13, 110 Reykjavík
Sótt er um að endurinnrétta fyrir breytta starfsemi hluta 1. hæðar Húss verslunarinnar, matshluta 01, á lóð nr. 7 við Kringluna.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

19. Laugavegur 103 (01.240.007) 102975 Mál nr. BN040719
Lindarvatn ehf, Borgartúni 31, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir smávægilegum breytingum innanhúss, í kjallara, á jarðhæð þar sem annars vegar er verslun og hinsvegar veitingastaður sem ekki er starfræktur í dag og á 6. hæð þar sem er íbúð í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 103 við Laugaveg.
Tölvupóstur frá hönnuði dags. 27. nóv. 2009.
Samþykki meðeigenda dags. 16. nóv fylgir.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

20. Laugavegur 116 (01.240.103) 102980 Mál nr. BN040367
Smáragarður ehf, Hlíðasmára 11, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi fyrir þegar framkvæmdum breytingum á 1. hæð og í kjallara í verslunarhúsi á lóð nr. 116/118 við Laugaveg.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

21. Laugavegur 15 (01.171.112) 101378 Mál nr. BN040849
Menningar/framfarasj Ludv Storr, Laugavegi 15, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta um glugga á 2., 3. og 4. hæð götuhliðar hússins á lóð nr. 15 við Laugaveg.
Meðfylgjandi er tölvupóstur arkitekts dags. 18. jan. 2010 og teikningar af gluggakerfi dags. jan. 2010.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

22. Lækjargata 8 (01.140.510) 100870 Mál nr. BN040957
Lækur ehf, Bæjarlind 6, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingahús í flokki ? á neðri hæð (Mhl01) og í bakhúsi (Mhl.02) verslunarhússins á lóð nr. 8 við Lækjargötu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

23. Nesvegur 68 (01.517.018) 105891 Mál nr. BN040955
Björg Juhlin, Nesvegur 68, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja opið bílskýli úr stáli og timbri á norðurhluta lóðar nr. 68 við Nesveg.
Stærð: 30,7 ferm., 97,8 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 7.531
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

24. Ránargata 8A (01.136.018) 100521 Mál nr. BN040945
Jon Olav Fivelstad, Hófgerði 6, 200 Kópavogur
Þuríður Ólafía Hjálmtýsdóttir, Hófgerði 6, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að endurnýja byggingarleyfið BN039482 dags. 10. feb. 2009, þar sem sótt var um innanhúsbreytingar, tilfærslur milli rýma og að einangrun flatra þaka sé að innanverðu en ekki utan í gistihúsi á lóð nr. 8A við Ránargötu.
Stækkun: 60 ferm., 167 rúmm.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

25. Sifjarbrunnur 26 (05.055.402) 206121 Mál nr. BN040954
Friðrik Kristinsson, Ljósavík 52, 112 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir minni háttar breytingum, svo sem minnkun á svölum, breyting á gluggum og bygging tveggja stoðveggja, sem orðið hafa á byggingartíma einbýlishússins á lóð nr. 26 við Sifjarbrunn.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

26. Spöngin 9-31 (02.375.201) 177193 Mál nr. BN040919
Landic Ísland ehf, Kringlunni 4-12, 108 Reykjavík
Jósep Grímsson, Laufengi 178, 112 Reykjavík
Regína Sigrún Ómarsdóttir, Laufengi 178, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi núverandi húsnæðis og breyta í ísbúð og kaffihús í matshluta 04 í verslunarhúsnæði á lóð nr. 31 við Spöngina.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

27. Spöngin 9-31 (02.375.201) 177193 Mál nr. BN040921
Landic Ísland ehf, Kringlunni 4-12, 108 Reykjavík
Þröstur Theódórsson, Búagrund 3, 116 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta fiskverslun í rými 02-0103 í verslunarhúsi á lóð nr. 13 við Spöngina.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

28. Tjarnargata 10A (01.141.310) 100913 Mál nr. BN040588
Félagsbústaðir hf, Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningu og breytingu á skráningartöflu fyrir íbúð 0401 og 0501 í fjölbýlishúsinu á lóðinni nr. 10A við Tjarnargötu.
Samþykki meðeigenda dags. 2. nóv. 2009.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.

29. Urðarstígur 12 (01.186.402) 102277 Mál nr. BN040236
Jósef Halldórsson, Urðarstígur 12, 101 Reykjavík
Sólveig Arnarsdóttir, Urðarstígur 12, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við til suðurs, til að hækka hús, byggja kvisti á báðar hliðar og svalir til suðurs á einbýlishúsið á lóð nr. 12 við Urðarstíg.
Jafnframt er gerð grein fyrir áður gerðum geymsluskúr í suðausturhorni lóðar.
Stækkun: 80 ferm., 207,5 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 15.978
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bókun byggingarfulltrúa: Allar byggingarframkvæmdir eru óheimilar uns byggingarleyfi hefur verið gefið út og gerð grein fyrir þeim óleyfisframkvæmdum sem þegar hafa átt sér stað.

30. Öldugata 5 (01.136.407) 100582 Mál nr. BN040961
Gunnlaugur Geirsson, Hvassaleiti 31, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja glugga úr timbri nýjir gluggar verða í anda upprunalegra glugga í fjölbýlishúsi á lóð nr. 5 við Öldugötu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Ýmis mál

31. Vatnsveituv. Dýrasp. (04.764.102) 112468 Mál nr. BN040975
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar óskar eftir því að lóð sem skráð hefur verið Vesturlandsvegur Dýraspítali, landnr. 112468, staðgr. 4.761.02 verði felld úr fasteignaskrá og lóðin sem er 1.693 m2 sameinuð óútvísuðu landi Reykjavíkurborgar með landnr. 218177. Málinu fylgir bréf Framkvæmdasviðs dags. 20. þ.m.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Fyrirspurnir

32. Barónsstígur 47 (01.193.101) 102532 Mál nr. BN040980
Álftavatn ehf, Kringlunni 7, 103 Reykjavík
Spurt er hvort leyft verði að innrétta húsnæði áður Heilsuverndarstöð Reykjavíkur sem hótel fyrir Icelandair Hótel á lóðinni nr. 47 við Barónsstíg.
Málinu fylgir bréf fyrirspyrjanda dags. 21. janúar 2010.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

33. Bergstaðastræti 46 (01.185.205) 102159 Mál nr. BN040963
Ásgeir Erling Gunnarsson, Básbryggja 37, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja fjölbýlishús eins og sýnt er á meðfylgjandi mynd af fjölbýlishúsi á lóð nr. 46 við Bergstaðastræti.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

34. Flókagata 23 (01.244.407) 103200 Mál nr. BN040938
Jón Eiríkur Guðmundsson, Njálsgata 49, 101 Reykjavík
Spurt er hvort stækka og sameina megi kvisti á suður- og norðurhlið íbúðarhúss á lóð nr. 23 við Flókagötu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
Kvistir of stórir.

35. Framnesvegur 14 (01.133.229) 100258 Mál nr. BN040952
Þórir Björnsson, Lindargata 64, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að setja kvist á suðurhlið og á norðurhlið sem jafnframt er komið fyrir þaksvölum með útsýni yfir Faxaflóann í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 14 við Framnesveg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

36. Hallveigarstígur 10 (01.180.207) 101695 Mál nr. BN040976
Rögnvaldur Jónsson, Skjólbraut 16, 200 Kópavogur
Spurt er hvort byggja megi skiptingu lóðarinnar Hallveigarstígur 10 í lóðirnar Hallveigarstígur 10 og 10A á meðfylgjandi gögnum.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

37. Heiðargerði 72 (01.802.204) 107669 Mál nr. BN039593
Arnar Hilmarsson, Heiðargerði 72, 108 Reykjavík
Margrét Guðmundsdóttir, Heiðargerði 72, 108 Reykjavík
Spurt er hvort að leyfi fengist fyrir stækkun 1. hæðar og rishæðar á einbýlishúsinu á lóð nr. 72 við Heiðargerði.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 21. janúar 2010 fylgir erindinu.
Frestað.
Lagfæra uppdrætti til samræmis við deiliskipulag, svo unnt sé að taka afstöðu til erindisins.

38. Hverfisgata 114 (01.240.009) 102977 Mál nr. BN040947
Epimaco Dadol Ycot, Hverfisgata 114, 105 Reykjavík
Spurt er hvort sérmerkja megi bílastæði á lóð nr. 114 við Hverfisgötu.
Frestað.
Gera grein fyrir samþykktum bílastæðum á lóðinni og aðkomu að þeim svo unnt sé að taka afstöðu til erindisins.

39. Leifsgata 16 (01.195.207) 102599 Mál nr. BN040971
Fasteignasalan Gimli ehf, Grensásvegi 13, 108 Reykjavík
Spurt er hvort kjallaraíbúð sé samþykkt í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 16 við Leifsgötu.
Ekki kemur fram í gögnum embættisins að samþykkt sé íbúð í kjallara hússins.

40. Lyngháls 7 (04.324.101) 111042 Mál nr. BN040977
Gnípa ehf, Lynghálsi 2, 110 Reykjavík
Spurt er hvort veitt yrði stöðuleyfi til fimm ára fyrir tjaldskemmu framan við hleðsludyr, fyrir þremur frystigámum og til að breyta innra fyrirkomulagi iðnaðarhússins á lóð nr. 7 við Lyngháls.
Erindi fylgir vottun tjaldskemmu dags. 16. desember 2008 og bréf hönnuðar dags. 22. janúar 2010.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

41. Nauthólsvegur 87 (01.755.203) 214256 Mál nr. BN040929
Hjallastefnan ehf, Vífilsstaðavegi 123, 210 Garðabær
Spurt er hvort byggja megi ca 200 ferm. kennsluhús fyrir aftan núverandi skóla Hjallastefnunnar á lóð nr. 87 við Nauthólsveg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

42. Túngata 41 (01.137.408) 100678 Mál nr. BN040958
Hrefna Haraldsdóttir, Túngata 41, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að stækka bílskúr og tengja við íbúðarhúsið og breyta notkun í vinnustofu á lóð nr. 41 við Túngötu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

43. Vellir 1 C 1 (00.081.010) 216705 Mál nr. BN040944
Lilja Guðmundsdóttir, Vellir, 116 Reykjavík
Reynir Kristinsson, Vellir, 116 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að setja 3 færanleg hús, ?? ferm hvert á land lögbýlisins Valla landnr. 216705 á Kjalarnesi.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

44. Vogaland 8 (01.880.604) 108862 Mál nr. BN040937
Ólafur Örn Jónsson, Vogaland 8, 108 Reykjavík
Guðrún Símonardóttir, Vogaland 8, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja viðbyggingu ofan á verönd einbýlishússins á lóð nr. 8 við Vogaland.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

Fundi slitið kl. 11.22.

Magnús Sædal Svavarsson
Bjarni Þór Jónsson Björn Kristleifsson
Sigrún Reynisdóttir Jón Hafberg Björnsson
Þórður Búason Guðfinna Ósk Erlingsdóttir
Eva Geirsdóttir