Umhverfis- og skipulagsráð
Umhverfis- og samgönguráð
Ár 2010, fimmtudaginn 12. ágúst kl. 9.00 var haldinn 53. fundur umhverfis- og samgönguráðs í Hofi að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Karl Sigurðsson, Hjördís S. Ingimundardóttir, Hjálmar Sveinsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Þorleifur Gunnlaugsson, Gísli Marteinn Baldursson og Árni Helgason. Enn fremur sátu fundinn Stefán A. Finnsson, Kolbrún Jónatansdóttir, Halldóra Ingimarsdóttir, Árný Sigurðardóttir, Óskar Í. Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir, Einar Kristjánsson, Ellý K. Guðmundsdóttir og Þórólfur Jónsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Fundargerðir.
a. Lagðar fram til kynningar 143. og 144. fundargerðir stjórnar Strætó bs.
b. Lögð fram til kynningar 275. fundargerð stjórnar Sorpu bs.
2. Undirbúningur frumvarps að fjárhagsáætlun 2011 og þriggja ára áætlun 2012-2014.
Lagt fram til kynningar bréf Fjármálasviðs dags. 9. júlí 2010.
3. Stefnumótun Sorpu bs.
Lögð fram orðsending skrifstofu borgarstjórnar dags. 6. júlí 2010.
4. Frumvarp til laga um stjórn vatnamála. Lagt fram frumvarp til laga um stjórn vatnamála ásamt drögum að umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 19. júlí 2010.
Umhverfis- og samgönguráð gerði ekki athugasemdir við drög að umsögn.
Svava S. Steinarsdóttir kom á fundinn.
5. Drög að umsögn um frv. til laga um verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og háhitasvæða.
Lögð fram til kynningar drög að umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs til borgarlögmanns dags. 30. júlí 2010.
6. Undanþágubeiðni frá 14. gr. reglugerðar nr. 941/2002.
Lagt fram bréf Umhverfisráðuneytisins dags. 7. júlí 2010 og bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 9. júlí 2010.
7. Línulagnir um vatnsverndarsvæði í Heiðmörk.
Lagt fram bréf Umhverfisráðuneytisins dags. 7. júlí 2010 og bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 9. júlí 2010.
8. Hverfisráð Breiðholts.
Lagt fram minnisblað Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 20. júlí 2010.
9. Tímabundinn hjólastígur við Hverfisgötu.
Lögð fram tillaga Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 10. ágúst 2010.
Hans Tryggvason á Umhverfis- og samgöngusviði kynnti hugmyndir sínar og Örnu Aspar Guðbrandsdóttur að hjólaleiðum á Hverfisgötu.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti tillögu Umhverfis- og samgöngusviðs samhljóða (ÞG sat hjá).
Pálmi F. Randversson kom á fundinn.
10. Lokun Hafnarstrætis.
Lögð fram orðsending skrifstofu borgarstjórnar dags. 28. júlí 2010
Lögð fram tillaga og umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 6. ágúst 2010.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti tillöguna.
11. Bústaðavegur/Reykjanesbraut - fyrirspurn.
Lagt fram til kynningar svar við fyrirspurn til borgarráðs dags. 19. júlí 2010.
12. Glaðleg umferðarljós.
Lögð fram tillaga meirihlutans um að Umhverfis- og samgöngusviði verði falið að gera umferðarljós við fjölfarin gatnamót gangandi vegfarenda glaðlegri. Fyrstu gatnamótin yrðu þar sem Bankastræti mætir Austurstræti við Lækjargötu.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti tillöguna með 5 atkvæðum.
13. Staða heilbrigðisnefndar.
Lagt fram minnisblað borgarlögmanns dags. 29. ágúst 2007.
14. Leiksvæði í fóstur – tillaga að verklagsreglum.
Lögð fram tillaga að verklagsreglum um „Leiksvæði í fóstur“ dags. 20. júlí 2010.
Umhverfis- og samgöngusviði falið vinna reglurnar áfram.
15. Samþykkt hundaleyfi.
Lagður fram listi um samþykkt hundaleyfi dags. 2010.
16. Samþykkt starfsleyfi og tóbakssöluleyfi.
Lagðir fram listar um veitt starfsleyfi, umsagnir til lögreglustjóra um rekstrarleyfi og útgefin tóbakssöluleyfi dags. 2010.
17. Siðarreglur borgarfulltrúa.
Undirritun siðareglna Reykjavíkurborgar fyrir kjörna fulltrúa.
Fulltrúar í ráðinu skrifuðu undir siðareglur þ.e. þeir sem ekki höfðu þegar gert það.
18. Lækjargatan verði sameiginlegt rými (shared space).
Fulltrúar Sjálfstæðismanna lögðu fram eftirfarandi tillögu ásamt greinargerð:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og samgönguráði leggja til að Lækjargata verði gerð að sameiginlegu rými gangandi, hjólandi og akandi. Þetta verði gert í anda „shared space“ hugmyndafræði.
Greinargerð:
Horfið verði frá forgangi bíla í götunni og hún gerð að rólegri og fallegri borgargötu þar sem mismunandi samgöngumátar taka tillit hver til annars. Við þessa breytingu verða grindverkin í miðri götunni tekin niður, gangandi geti farið yfir götuna hvar sem er og hraði vélknúinna ökutækja lækkaður. Yfirborði götunnar verði breytt og plöntur gróðursettar. Skoðað verði hvort hægt sé að fjarlægja umferðaljósin á gatnamótum Lækjargötu, Bankastrætis og Austurstrætis og koma upp annarri öruggri lausn þar. Rannsóknir erlendis frá sýna að umferð í „shared space“ gengur oft greiðar en hefðbundin ljósastýrð umferð. Það helgast af því að þótt bílarnir aki hægar, þurfa þeir ekki að stöðva og að jafnaði tekur ferðin oft skemmri tíma en í aðskilinni umferð.
Afgreiðslu frestað.
19. Hjólavefsjá fyrir Reykjavík
Fulltrúar Sjálfstæðismanna lögðu fram eftirfarandi tillögu ásamt greinargerð:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og samgönguráði leggja til að gerð verði Hjólvefsjá fyrir Reykjavík. Vefsjáin verði gagnvirk vegvísun sem sýnir borgarbúum á einfaldan hátt hvernig hjólafólk kemst frá A til B á sem fljótlegastan og öruggastan hátt. Borgarbúar geti slegið inn upphafsstað og leiðarenda, og vefurinn sýni um leið fljótlegustu leiðina, öruggustu leiðina, vegalengd og ferðatíma.
Greinargerð:
Hjólreiðafólki fjölgar stöðugt í Reykjavík og margir nýir hjólreiðamenn eru á götum borgarinnar í hverjum mánuði. Með gagnvirkri vefsjá er hægt að auka öryggi hjólreiðafólks og gera þennan góða samgöngumáta enn aðgengilegri. Í vefsjánni getur hjólafólk slegið inn upphafsstað og leiðarenda og fær þá upp öruggustu leiðina, lengd hennar og áætlaðan ferðatíma. Einnig verður bent á aðrar leiðir sem gætu verið fljótlegri, en ekki jafn öruggar. Tæknilega er mögulegt að notendur fái leiðina senda í gps tæki eða farsíma. Benda má á erlendar fyrirmyndir eins og www.ridethecity.com/seattle, en einnig eru til svipuð kerfi hér á landi, eins og finna má á www.straeto.is. Inn á sömu vefsjá væri hægt að setja öruggar göngu- og hjólaleiðir skólabarna í borginni. Nú liggur fyrir metnaðarfull hjólaáætlun Reykjavíkurborgar, Hjólaborgin Reykjavík. Í henni er kveðið á um tíföldun hjólastíga á næstu tíu árum, og fimmföldun á næstu fimm árum. Í anda þess hefur umhverfis- og samgönguráð ákveðið að 10 kílómetrar af hjólastígum verði lagðir á ári, næstu 3 ár. Í Reykjavík umfangsmikið stígakerfi, sem gerir Reykjavík nú þegar að góðri hjólaborg, þótt það þurfi að gera enn betur.
Afgreiðslu frestað
Fundi slitið kl. 12.12
Karl Sigurðsson
Hjördís S. Ingimundardóttir Hjálmar Sveinsson
Kristín Soffía Jónsdóttir Gísli Marteinn Baldursson
Árni Helgason Þorleifur Gunnlaugsson