No translated content text
Umhverfis- og skipulagsráð
Umhverfis- og samgöngurráð
Ár 2010, fimmtudaginn 24. júní kl. 14.00 var haldinn 52. fundur umhverfis- og samgönguráðs í Hofi að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Karl Sigurðsson, Hjördís S. Ingimundardóttir, Hjálmar Sveinsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir. Enn fremur sátu fundinn Ólafur Bjarnason, Kolbrún Jónatansdóttir, Rósa Magnúsdóttir, Eygerður Margrétardóttir, Óskar Í. Sigurðsson, Þórólfur Jónsson, Einar Kristjánsson, Ellý K. Guðmundsdóttir og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Kosning fulltrúa í Umhverfis- og samgönguráð til 4 ára.
Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 16. júní 2010.
2. Kosning varaformanns Umhverfis- og samgönguráðs.
Kristín Soffía Jónsdóttir var kjörin varaformaður ráðsins með 4 atkvæðum.
- Þorleifur Gunnlaugsson kom á fundinn kl. 14.10
3. Fundargerðir.
a. Lagðar fram til kynningar 140., 141. og 142. fundargerð stjórnar Strætó bs.
b. Lögð fram til kynningar 274. fundargerð stjórnar Sorpu bs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi bókun:
Æskilegt er að fulltrúar Reykjavíkur í stjórn Strætó bs. og Sopru bs. séu einnig ráðsmenn í umhverfis- og samgönguráði. Þannig skapast nauðsynleg samfella milli stefnumörkunar og framkvæmdar í þessum mikilvægu málaflokkum. Eins er skorað á fulltrúa borgarinnar í fyrrgreindum stjórnum, að þeir beiti sér fyrir því að fulltrúum Reykjavíkur í þeim verði fjölgað í tvo, þannig að meirihluti og minnihluti eigi fulltrúa sína þar.
4. Vatnsmýrin, Samgöngumiðstöð – breyting á deiliskipulagi.
Lagt fram á ný bréf Skipulags- og byggingasviðs dags. 20. maí 2010.
Halldór Eiríksson, T.ark, Björn Axelsson og Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Skipulags- og byggingasviði, komu á fundinn og kynntu breytinguna.
Málinu var frestað og því vísað til umsagnar Umhverfis- og samgöngusviðs.
5. Græn borg Evrópu – umsókn. - Kynning.
Eygerður Margrétardóttir kynnti og svaraði fyrirspurnum.
6. Fossvogsskóli – umhverfis- og lýðheilsumál.
Lagt fram bréf Fossvogsskóla dags. 25. maí 2010.
Erindinu var vísað til umsagnar Umhverfis- og samgöngusviðs.
7. Vistvænar samgöngulausnir.
Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 20. maí 2010 og umsögn Umhverfis- og samgönguráðs dags. 23. júní 2010.
Umsögnin var samþykkt einróma með smávægilegri breytingu.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram svohljóðandi tillögu:
Fulltrúi VG í umhverfis- og samgönguráði leggur til að stuðningur til Framtíðarorku ehf. verði skorinn niður á sama hátt og skorið var niður á Umhverfis- og samgöngusviði í síðustu fjárhagsáætlun eða 9#PR.“
Tillagan var samþykkt með 2 atkvæðum.
8. Hverfisráð Grafarvogs – gróðursetning við hjóla- og göngustíga.
Lögð fram bókun hverfisráðsins dags. 17. maí 2010.
Erindinu var vísað til umsagnar Umhverfis- og samgöngusviðs.
9. 3ja ára framkvæmdaáætlun vegna hjólaborgarinnar Reykjavíkur.
Lagt fram til kynningar bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 3. júní 2010.
10. Tillaga að breyttri sorphirðu í Reykjavík – aukin söfnun á flokkuðu sorpi
Lagt fram á ný minnisblað Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 20. maí 2010.
11. Fyrirspurn um framkvæmdir á bökkum Úlfarsár.
Lögð fram á ný svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Samfylkingar:
Nú standa yfir umfangsmiklar framkvæmdir á bökkum Úlfarsár frá Korpúlfsstöðum og niður með ánni. Mun þar vera um að ræða undirbúning fyrir gerð 9 holu golfvallar á bökkum árinnar. Hefur deiliskipulag fyrir þessa framkvæmd komið til umsagnar Umhverfisráðs/Umhverfis- og samgönguráðs? Ef ekki, hver er skýringin? Er gert ráð fyrir göngustíg fyrir almenning eftir bökkum árinnar?
Lagt fram skriflegt svar.
12. Starfsdagur Umhverfis- og samgönguráðs.
Samþykkt varð að starfsdagur ráðsins, með aðal- og varamönnum, verði 24. ágúst n.k.
13. Ráðning heilbrigðisfulltrúa.
Lagt fram bréf Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 23. júní 2010.
Tillaga um ráðningu Tryggva Þórðarsonar og Joseph Oyenyi Ajayi var samþykkt einróma.
14. Samþykkt hundaleyfi.
Lagður fram listi um samþykkt hundaleyfi dags. 24. júní 2010.
15. Samþykkt starfsleyfi og tóbakssöluleyfi.
Lagðir fram listar um veitt starfsleyfi, umsagnir til lögreglustjóra um rekstrarleyfi og útgefin tóbakssöluleyfi dags. 23. júní 2010.
Fundi slitið kl. 17.03
Karl Sigurðsson
Hjördís S. Ingimundardóttir Hjálmar Sveinsson
Kristín Soffía Jónsdóttir Gísli Marteinn Baldursson
Hildur Sverrisdóttir Þorleifur Gunnlaugsson