No translated content text
Umhverfis- og skipulagsráð
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2010, þriðjudaginn 8. júní kl. 10:20 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 590. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Björn Kristleifsson, Bjarni Þór Jónsson, Sigrún Reynisdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Þórður Búason, Guðfinna Ósk Erlingsdóttir og Eva Geirsdóttir
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Álfheimar 74 (01.434.301) 105290 Mál nr. BN041650
Húsfélagið Glæsibæ, Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innréttinum í mhl 01, rými 0016 til 0021, 0101 og í mhl 03 þar sem koma á fyrir pressugeymslu í rými 0006 og gasgeymslu í rými 0103 í verslunarhúsnæðinu á lóð nr. 74 við Álfheima.
Samþykki húsfélags Glæsibæjar dags. 1. júní 2010.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
2. Bakkastaðir 2 (02.422.301) 178890 Mál nr. BN041564
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja úr steinsteypu við núverandi grunnskóla, Korpuskóla, á lóð nr. 2 við Bakkastaði.
Meðfylgjandi er bréf frá arkitekt dags. 10.5. 2010 og annað dags. 25.5. 2010, skýrsla um aðgengi/frágengi frá ferlinefnd Reykjavíkurborgar dags. 3.5. 2010, Brunahönnun dags. 10.5. 2010 og skýrsla verkfr. um hljóðhönnun dags. 25.5. 2010
Stærðir stækkun: 340,0 ferm., 1.513,0 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 116.501
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
3. Bankastræti 5 (01.170.008) 101326 Mál nr. BN041566
Eik fasteignafélag hf, Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta hámarksfjölda gesta í 120 á 1. hæð og 35 í kjallara veitingahússins á lóð nr. 5 við Bankastræti.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
4. Bergstaðastræti 54 (01.185.601) 102207 Mál nr. BN041427
Klettur-eignir ehf, Laufásvegi 49-51, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta verslunarrými á 1. hæð í íbúð í húsi á lóð nr. 54 við Bergstaðastræti.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda áritað á ljósmynd.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
5. Borgartún 35-37 (01.219.102) 186012 Mál nr. BN041559
Hlutdeild,deild vinnudeilusjóðs, Borgartúni 35, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta fjórum skrifstofum í eina á 1. hæð skrifstofubyggingar á lóð nr. 35 við Borgartún.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
6. Borgartún 26 (01.230.002) 102910 Mál nr. BN041589
LF6 ehf, Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir sturtuaðstöðu fyrir starfsfólk í bílastæðakjallara og fjarlægja eitt bílastæði í skrifstofuhúsnæðinu á lóð nr. 26 við Borgartún.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
7. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN041584
Höfðatorg ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breyttri staðsetningu á kæli- og frystigeymslu í kjallara, var í B2 en verður í B1 rými -115, einnig er sótt um leyfi til að bæta starfsmannaaðstöðu í rými -105 í verslunar- og skrifstofuhúsinu á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Jafnframt er erindi BN041342 dregið til baka.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
8. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN041451
Höfðatorg ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta vegg milli flóttaleiða við neyðarstigahús út fyrir reyktjald og setja hurð út úr veitingastað inn á þennan gang á 1. hæð í atvinnuhúsinu Höfðatún 2 á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
9. Brautarholt 4-4A (01.241.203) 103021 Mál nr. BN041599
Dalfoss ehf, Sóleyjargötu 31, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir neyðarstiga á suðurhlið og gistiskála á 4. hæð og hluta annarrar hæðar ásamt gistiheimili á öðrum hluta þeirrar hæðar í atvinnuhúsi á lóð nr. 4 við Brautarholt.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
10. Brekkustígur 4A (01.134.111) 100321 Mál nr. BN041639
María Jónsdóttir, Brekkustígur 4a, 101 Reykjavík
Gunnar Helgi Kristinsson, Brekkustígur 4a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka steinsteypt einbýlishús með því að byggja viðbyggingu og svalir á bakhlið og hækka gafla og byggja #GLMansard#GL þak á einbýlishúsið á lóð nr. 4A við Brekkustíg.
Stækkun: xx ferm. xx rúmm.
Gjald kr. 7.700 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Að þeim uppfylltum verður málið sent skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu.
11. Brúnaland 2-40 3-21 (01.852.002) 108765 Mál nr. BN041635
Sverrir Helgason, Brúnaland 20, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja glugga á austurgafl og koma fyrir skjólvegg á suðursvalir raðhússins nr. 20 á lóð nr. 2-40, 3-21 við Brúnaland.
Samþykki íbúa 12 til 22 ódags. fylgir.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
12. Bugðulækur 17 (01.343.318) 104017 Mál nr. BN041643
Sævar Smári Þórðarson, Bugðulækur 17, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja handrið úr járni og timbri, sbr. fyrirspurn BN040778, á þaki bílskúrs sem tilheyrir íbúð 01í fjölbýlishúsi á lóð nr. 17 við Bugðulæk.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdráttar dags. 28. maí 2010.
13. Bæjarflöt 1-3 (02.576.001) 172493 Mál nr. BN040502
Heilsa ehf, Bæjarflöt 1-3, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja milliloft í atvinnuhúsinu á lóð nr. 1-3 við Bæjarflöt.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 16. september 2009 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 16. október 2009.
Stækkun: 92 ferm.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
14. Dragháls 6-12 (04.304.503) 111025 Mál nr. BN041464
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta bifreiðaverkstæði á 1. hæð í iðnaðarhúsnæði nr. 9 milli mátlína C-E og 28-30, mhl. 01, á lóð nr. 5-7 og 9-11 við Fossháls.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
15. Elliðavatnsblettur 35 (08.1--.-64) 113454 Mál nr. BN041636
AIM ehf, Rauðási 16, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja erindið BN039691 dags. 9. júní 2009 þar sem byggja á nýtt þak og klæða að utan með lóðréttri viðarklæðningu og koma fyrir rotþró við sumarhúsið á lóð nr. 35 við Elliðavatnsblett.
Einnig er gerð grein fyrir bátaskýli á sömu lóð.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
16. Fiskislóð 5-9 (01.089.401) 197869 Mál nr. BN041641
Lýsi hf, Fiskislóð 5-9, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að reisa tvo tanka mhl 23 og 24 fyrir sápuskiljunarbúnað við norðurhlið atvinnuhúsnæðisins á lóð nr. 5-9 við Fiskislóð.
Tölvupóstur frá hönnuði dags. 1. júní 2010.
Stærðir: Mhl. 23. 3,1 ferm., 16,3 rúmm. og mhl. 24. 3,1ferm., 16,3 rúmm. Samtals 6.2 ferm., 32,6 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 2.510
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
17. Flugvöllur 106748 (01.66-.-99) 106748 Mál nr. BN041326
Flugstoðir ohf, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka milligólf (0202), og breyta innra fyrirkomulagi vélageymslu og slökkvistöðvar á Reykjavíkurflugvelli.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 7. maí 2010 fylgir erindinu.
Stækkun: 36,7 ferm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
18. Grafarholt (04.12-.-95) 110739 Mál nr. BN041646
Golfklúbbur Reykjavíkur, Pósthólf 12067, 132 Reykjavík
Sótt eru leyfi til að byggja steinsteypta þjónustu og vélageymslu með timbureiningaþaki á límtrésbitum í landi Golfklúbbs Reykjavíkur á Grafarholti.
Stærðir: 1. hæð 796,8 - 2. hæð 102,8 - Samtals 899,6 ferm.,
4.581,9 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 352.806
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
19. Grettisgata 53B (01.174.227) 101630 Mál nr. BN041527
Snæbjörn Þór Stefánsson, Grettisgata 51, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja utanáliggjandi tröppur, grafa frá húsi, byggja svalir á 2. hæð, gera nýjan inngang á jarðhæð og sótt um leyfi fyrir áður gerðri íbúð á 0201 á 2. hæð með sýndum breytingum af fjölbýlishúsi á lóð nr. 53B við Grettisgötu.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 1. júní 2010 fylgir.
Niðurrif: 4,0 ferm., 10,6 rúmm.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vantar samþykki eins eiganda.
20. Gunnarsbraut 46 (01.247.502) 103383 Mál nr. BN041633
Neva ehf, Síðumúla 13, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áfangaheimili í gistiheimili í tvíbýlishúsinu á lóð nr. 46 við Gunnarsbraut.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
21. Hávallagata 11 (01.160.304) 101166 Mál nr. BN041525
Auður Ólafsdóttir, Hávallagata 11, 101 Reykjavík
Arndís Lóa Magnúsdóttir, Hávallagata 11, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta núverandi bílskúr í verkstæði með snyrtingu og eldhúskrók og geymslu fyrir rafbíl, að koma fyrir heitum potti og byggja lóðarvegg og tröppur frá svölum 1. hæðar við tvíbýlishúsið á lóð nr. 11 við Hávallagötu.
Málinu fylgir bréf umsækjenda dags. 18. maí 2010.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
22. Hjallavegur 31 (01.384.104) 104883 Mál nr. BN041586
Bríet Arna Bergrúnardóttir, Hjallavegur 31, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að bæta kvistum á vesturhlið og þaksvölum og kvistum á austurhlið fjölbýlishússins á lóð nr. 31 við Hjallaveg.
Samþykki meðlóðarhafa dags. 5. maí 2010 fylgir.
Jákvæð fyrirspurn um kvist BN040620 dags. 3. nóv. 2009.
Umsögn burðavirkishönnuðar dags. 26. maí 2010 fylgir.
Stækkun: 36 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 2.772
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
23. Hólsvegur 10 (01.384.007) 104869 Mál nr. BN041077
Guðmundur Rúnar Kristjánsson, Bogabraut 21, 545 Skagaströnd
Hjörtur Jónas Guðmundsson, Reyrengi 4, 112 Reykjavík
Kristján Gunnar Guðmundsson, Hólsvegur 10, 104 Reykjavík
Ómar Raiss, Hólsvegur 10, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breytingum á innra fyrirkomulagi 1. hæðar og samþykki fyrir áður gerðri íbúð í kjallara íbúðarhússins á lóð nr. 10 við Hólsveg.
Erindi fylgir íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 6. september 2005.
Einnig afsal dags. 29. október 1965 og 26. maí 1970 ásamt athugasemdum Guðmundar Rúnars Kristjánssonar dags. 10. apríl 2010.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
24. Hverfisgata 18 (01.171.005) 101351 Mál nr. BN041587
Linda Mjöll ehf, Laugavegi 11, 101 Reykjavík
Hverfiseignir ehf, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir veitingastað í flokki III í kjallara og á 1. hæð í húsi á lóð nr. 18 við Hverfisgötu.
Bréf frá arkitekt dags. 26. maí 2010 fylgir, útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 4. júní 2010 fylgir erindinu einnig ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 4. júní 2010 og mótmælum dags. 31. maí 2010.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda skipulagsstjóra sem fram koma í umsögn.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
25. Hverfisgata 56 (01.172.103) 101441 Mál nr. BN041652
Austur-Indíafélagið ehf, Hverfisgötu 56, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja nýja útihurð, skyggni og lagfæra tröppur á veitingahúsinu í flokki III á lóð nr. 56 við Hverfisgötu.
Samþykki meðeigenda dags. 27. apríl. 2010.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
26. Í landi Fitjakots 125677 (00.026.002) 125677 Mál nr. BN041356
Jón Jóhann Jóhannsson, Perlukór 6, 203 Kópavogur
Ingibjörg R Þengilsdóttir, Perlukór 6, 203 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta anddyri og innra skipulagi í nýsamþykktu erindi BN039922 varðandi einbýlishús í landi Fitjakots.
Stærðir stækkun 18,9 ferm., 84 rúmm.
Samtals eftir stækkun 375,3 ferm., 969.5 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 6.468
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
27. Í Úlfarsfellslandi 125481 (97.001.060) 125481 Mál nr. BN041631
Klettaberg ehf, Fljótaseli 6, 109 Reykjavík
Sótt er um stöðuleyfi fyrir sumarhús á landspildu í landi Úlfarsfells.
Stærð 17,3 ferm, ?? rúmm.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
28. Jakasel 33 (04.994.206) 113299 Mál nr. BN041456
Anna María Jónsdóttir, Jakasel 33, 109 Reykjavík
Guðlaugur Kristján Sigurðsson, Jakasel 33, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steypta verönd sunnan húss, til að innrétta geymslu þar undir og til að gera glugga og hurðir á kjallara einbýlishússins á lóð nr. 33 við Jakasel.
Erindi fylgir fsp. BN040337 dags. 15. september 2009.
Stækkun kjallari: 116,5 ferm., 283,1 rúmm.
Útigeymsla: 43,9 ferm., 106,4 rúmm.
Samtals: 160,4 ferm., 389,5 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 29.992
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
29. Köllunarklettsvegur 8 (01.329.302) 199097 Mál nr. BN041620
Köllunarklettsvegur 8 ehf, Dalvegi 16d, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að koma fyrir átöppunarvél, opna á milli lagers og geymslurýmis, frystiklefi lagður niður og rýmið nýtt til framleiðslu (átöppunar) og settur er upp kolsýrutankur, mhl. 02 við suðvestur enda hússins á lóð nr. 8 við Köllunarklettsveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 4. júní 2010 fylgir erindinu. Reykjavíkurhöfn gerir ekki athugasemd við erindið sbr. tölvupóst.
Stærð kolsýrutankur: 4,2 ferm., 40,1 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 3.088
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Með vísan til útskriftar úr gerðabók skipulagstjóra er ekki gerð athugasemd við að umsækjandi láti vinna á eigin kostnað breytingu að deiliskipulagi sem grenndarkynnt verður ef berst.
30. Lambhagavegur 23 (02.684.101) 189563 Mál nr. BN041651
Hafberg Þórisson, Lambhagavegur 23, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir klefa fyrir rafmagnsinntak í mhl 03 sem er samþykkt sem bráðabirgða gróðurhús á lóð nr 23 við Lambhagaveg.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
31. Laugavegur 118 (01.240.103) 102980 Mál nr. BN041645
Vera Líf ehf, Suðurhrauni 12b, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi fyrir áður innréttuðu rými 0104 mhl. 03 þar sem starfrækja á verslun með lífrænt ræktuðum matvælum í húsnæðinu á lóð nr. 6 við Rauðarárstíg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
32. Laugavegur 12 (01.171.401) 101410 Mál nr. BN041528
Guðfinnur Sölvi Karlsson, Asparholt 3, 225 Álftanes
Laugaberg hf, Burknabergi 8, 221 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingahús í flokki II, sbr. fyrirspurn BN041381 sem fékk jákvæða umsögn 20. apríl 2010, á öllum þremur hæðum húss á lóð nr. 12 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 16. apríl 2010 og 28. maí 2010 fylgja erindinu ásamt eldri umsögn skipulagsstjóra dags. 22. febrúar 2010, umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 6. maí 2010 og 14. maí 2010, umsögn borgarminjavarðar dags. 17. maí 2010 og samþykki eigenda á lóð dags. 12. maí 2010.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
33. Lágmúli 5 (01.261.301) 103507 Mál nr. BN041585
Umslag ehf, Lágmúla 5 (bakhús), 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta brunamerkingum og koma fyrir skrifstofuherbergi í mhl. 02 á 2. hæð í knattborðsstofunni sem hefur veitingaleyfi í flokki III í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 5 við Lágmúla.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
34. Lyngháls 12 (04.329.101) 180215 Mál nr. BN041649
Urð og Grjót ehf, Vesturási 58, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir starfsemi fyrir líf-disel í rými 0104, koma fyrir starfsmannaaðstöðu, tönkum staðsettum innandyra og breyta gluggum í innkeyrsluhurð í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 12 við Lyngháls.
Sérteikningar af hita og þrifakerfi húss og lagnir í grunni samþykktar 18. des. 2000 og jákvæð fyrirspurn BN041539 dags. 18. maí 2010 fylgir.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
35. Lækjargata 10 (01.141.201) 100895 Mál nr. BN041333
Eignanet ehf, Kringlunni 4-6, 103 Reykjavík
Eignasaga - Traust ehf, Kringlunni 4-6, 103 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi innanhúss í veitingahúsi nr. 10 við Lækjargötu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
36. Lækjargata 8 (01.140.510) 100870 Mál nr. BN041523
Lækur ehf, Bæjarlind 6, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að innrétta á 2. hæð í mhl. 01 stækkun á veitingaaðstöðu í fl. II á 1. hæð sbr. nýsamþykkt erindi BN041309 fyrir samanlagðan gestafjölda 89 manns, einnig er sótt um aðstöðu fyrir 16 manns á gangstétt í og við veitingahúsið á lóð nr. 8 við Lækjargötu.
Umsagnir fylgja máli BN041309 og umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 7. maí 2010.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Allur frágangur á svæði útiveitinga er á ábyrgð umsækjanda og ber honum að sjá til þess að allt rusl sé þrifið jafnóðum og fjarlægt.
37. Mýrargata 2-8 (01.116.401) 100072 Mál nr. BN041647
Leggjarbrjótur ehf, Einimel 22, 107 Reykjavík
Slippurinn, fasteignafélag ehf, Malarhöfða 8, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta í vesturenda 1. hæðar og hluta kjallara, mhl. 01 og 02, fyrir blandaða menningarstarfsemi með gestafjölda allt að 100 og veitingaleyfi í fl. II, sbr. fyrirspurn BN041575, í húsi á lóð nr. 2-8 við Mýrargötu.
Meðfylgjandi er samþykki eiganda dags. 1. júní 2010 og bréf rekstraraðila dags. 1. júní 2010
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
38. Neshagi 12 (01.542.214) 106391 Mál nr. BN041602
Hólmfríður Þóroddsdóttir, Neshagi 12, 107 Reykjavík
Darri Mikaelsson, Neshagi 12, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir tveim þakgluggum í íbúð á 3. hæð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 12 við Neshaga.
Samþykki meðeigenda dags. 8. maí 2010 fylgir með á teikningu.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
39. Norðurgarður (01.112.201) 100030 Mál nr. BN041612
HB Grandi hf, Norðurgarði 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi vegna lokaúttektar þar sem kom í ljós að skýlið er 650 mm hærra en áður samþykkt erindi BN033444 dags. 28. feb. 2006 á lóð nr. 1 við Norðurgarð.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 4. júní fylgir erindinu.
Stækkun: 201,0 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 15.477
Frestað.
Vantar skráningartöflu.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
40. Réttarholtsvegur 63-79 (01.834.003) 108598 Mál nr. BN041024
Þorgeir Ómarsson, Réttarholtsvegur 75, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að ganga frá lóð í aðkomu, leggja gangstétt og malbika 14 bílastæði við raðhús á lóð nr. 63-79 við Réttarholtsveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 30. apríl 2010 fylgir erindinu, einnig samþykki eigenda við teikningu dags. 23. apríl 2010.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
41. Skeifan 8 (01.461.202) 105668 Mál nr. BN041625
Skeifan 8 ehf, Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Eik sf, Drekahlíð 3, 550 Sauðárkrókur
Sótt er um leyfi til að koma fyrir líkamsræktarstöð á 1. hæð norðausturhluta atvinnuhúsnæðisins á lóð nr. 8 við Skeifuna.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 4. júní 2010 fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
42. Skildinganes 44 (01.676.005) 106920 Mál nr. BN041632
Helga María Garðarsdóttir, Skildinganes 44, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi í tæknirými í kjallara einbýlishúss á lóð nr. 44 við Skildinganes.
Stærðir: breytingar ??? ferm., ??? rúmm.
Gjald kr. 7.700
Synjað.
Samræmist ekki deiliskipulagi.
43. Skipholt 49-55 (01.272.102) 103607 Mál nr. BN041409
Bergsteinn Örn Gunnarsson, Birkihæð 16, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi fyrir svalaskýli á 5 íbúðarsvalir í fjölbýlishúsinu nr. 49 og 53 mhl. 01 og 02 á lóð nr. 49-55 við Skipholt.
Íbúðir sem um er að ræða eru:
nr. 49, 01 0101, fastanúmer íbúðar ; 201-3265.
nr. 49, 01 0301, fastanúmer íbúðar ; 201-3269.
nr. 53, 02 0102, fastanúmer íbúðar ; 201-3284.
nr. 53, 02 0201, fastanúmer íbúðar ; 201-3285.
nr. 53, 02 0402, fastanúmer íbúðar ; 201-3289.
Samþykki meðlóðhafa dags febrúar 2010, bréf frá hönnuði um brunavörn dags. 6. apríl 2010, 26. apríl 2010, 11. maí 2010 og jákvæð fyrirspurn BN038167 dags. 29. apríl 2008 fylgir erindinu.
Stækkun: 5 x 8,4 fem. = 41,9 ferm., 5 x 21,4 rúmm. = 107 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 8.239
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
44. Skólavörðustígur 42 (01.181.417) 210269 Mál nr. BN041529
R.Guðmundsson ehf, Pósthólf 1143, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja kjallara og til að loka undirgangi að Skólavörðustíg í gistiheimilinu á lóð nr. 42 við Skólavörðustíg.
Kjallari: 51,3 ferm., 128,3 rúmm.
Stækkun 1. hæðar (loka undirgöngum): 35,9 ferm., 116 rúmm.
Skólavörðustígur 42 eftir breytingu: 958,2 ferm., 2.942 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 18.811
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
45. Sogavegur 166 (01.830.116) 108484 Mál nr. BN041518
Inga Lára Þórisdóttir, Sogavegur 166, 108 Reykjavík
Mínerva Alfreðsdóttir, Sogavegur 166, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka baðherbergið á 1. hæð með því að byggja við vesturhlið einbýlishússins á lóð nr. 166 við Sogaveg.
Stækkun: 9,4 ferm., 28,4 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 2.187
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
46. Sóltún 24-26 (01.232.101) 102920 Mál nr. BN041556
Sóltún 24 ehf, Sóltúni 24, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta íbúð í mhl. 1 á 2. og 3. hæð þar sem aðkoma verður um aðalstigahús nr. 24 á lóð nr. 24-26 við Sóltún.
Jákvæð fyrirspurn BN041445 dags. 4. maí 2010 fylgir.
Stærð íbúðar: 2. hæð 23,4 ferm., 73,4 rúmm. 3. hæð 94,8 ferm., 300,4 rúmm. Samtals 118,2 ferm., 373,8 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
47. Sturlugata 5 (01.605.201) 106637 Mál nr. BN041658
Norræna húsið, Sturlugötu 5, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir bárujárnsklæddum timburskála til bráðabirgða til septemberloka til sýningahalds við Norræna húsið á lóð nr. 5 við Sturlugötu.
Meðfylgjandi er bréf verkefnisstjóra dags. 2. júní 2010
Stærðir 150 ferm.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Samþykktin gildir til septemberloka 2010 en þá skal skálinn fjarlægður.
48. Suðurlandsbraut 4-4A (01.262.001) 103513 Mál nr. BN041654
Hilmarsson ehf, Grensásvegi 26, 108 Reykjavík
Mænir Reykjavík ehf, Lyngási 11, 210 Garðabær
Sótt er um fyrirkomulagsbreytingar í verslunar- og veitingastað á 1. hæð (mhl. 01) í húsi á lóð nr. 4A við Suðurlandsbraut.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
49. Sæmundargata 2 (01.603.201) 106638 Mál nr. BN041567
Háskóli Íslands, Suðurgötu, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja núverandi lyftu og koma nýrri og stærri fyrir ásamt tilfærslum á aðliggjandi rýmum í aðalbyggingu Háskóla Íslands á lóð nr. 2 við Sæmundargötu.
Umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 21. maí 2010 fylgir erindinu sem og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 21. maí 2010. einnig bréf arkitekts vegna aðgengis fyrir alla dags. 2. júní 2010.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
50. Vatnsveituv. Fákur (04.712.001) 112366 Mál nr. BN041581
Ævar Friðriksson, Unufell 17, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fækka gluggum og breyta innveggjum á millilofti í hesthúsinu nr. 3D á lóð Fáks við Vatnsveituveg.
Samþykki meðeigenda dags. 26. maí 2010.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.
51. Þingholtsstræti 2-4 (01.170.205) 101333 Mál nr. BN041425
Íslenska eignafélagið ehf, Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta gluggum og innra skipulagi á 1. 2. og 3. hæð. koma fyrir fellistiga og flóttastiga út á lóðina Skólastræti 1 og innrétta sex hótelherbergi/íbúðir og móttöku í húsinu á lóð nr. 2-4 við Þingholtsstræti.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Ýmis mál
52. Hamravík 76 (02.352.407) 180137 Mál nr. BN041666
Landupplýsingadeild óskar eftir samþykki á breytingu lóðamarka á lóðinni nr. 76 við Hamravík.
Málinu fylgir bréf eigenda dags. 21. júní 2005.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Málinu vísað til Landupplýsingadeildar til gerðar á endanlegu mæliblaði og til skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs vegna endurskoðunar lóðarleigusamnings.
53. Reynimelur 78 (01.524.203) 106034 Mál nr. BN041659
Dóra Jakobsdóttir, Reynimelur 78, 107 Reykjavík
Byggingarfulltrúi leggur til að syðra húsið 04 0102 með fastanúmer 202-6125 verði skráð sem Reynimelur 78A.
Erindinu fylgir tölvupóstur Dóru Jakobsdóttur dags. 3. júní 2010.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Fyrirspurnir
54. Ásgarður 131-147 (01.835.101) 108615 Mál nr. BN041642
Árni Björgvinsson, Urðarás 2, 210 Garðabær
Spurt er hvort grafa megi út úr uppfylltu rými í kjallara raðhúss nr. 139 (137) á lóð nr. 131-147 við Ásgarð.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
55. Gerðhamrar 9 (02.298.203) 109158 Mál nr. BN041576
Kristinn Breiðfjörð Guðmundsson, Gerðhamrar 9, 112 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að setja upp 6 ferm. garðhýsi úr timbri sem hefur loft hæð 1,9 metra og er 2 metra á lóðarmörkum á lóð nr. 9 við Gerðhamra.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 4. júní 2010 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 4. júní 2010.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi. og skipulagsstjóri geri umrædda textabreyting á skilmálum samanber umsögn dags. 4. júní 2010.
56. Gvendargeisli 76 (05.135.504) 190263 Mál nr. BN041648
Anton Ásgrímur Kristinsson, Gvendargeisli 76, 113 Reykjavík
Spurt er hvort byggja megi skjólgirðingu á mörkum lóðar og gangstígs upp að nr. 74 og hvort byggja megi verkfærahús á lóð nr. 76 við Gvendargeisla.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
57. Héðinsgata 10 (01.327.101) 103869 Mál nr. BN041629
Jóhann Örn Ingvason, Heiðarholt 34, 230 Keflavík
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta gistiheimili í skrifstofuhúsinu á lóð nr. 10 við Héðinsgötu.
Erindi fylgir tölvupóstur frá skipulagsfulltrúa Faxaflóahafna dags. 7. júní 2010.
Nei.
Er ekki í samræmi við aðalskipulag Reykjavíkur samanber umsagnir á fyrirspurnarblaði.
58. Hverfisgata 71 (01.153.211) 101107 Mál nr. BN041608
Sigurgeir Sigurjónsson ehf, Hverfisgötu 71, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að endurbyggja og stækka viðbyggingu við einbýlishúsið á lóð nr. 71 við Hverfisgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 4. júní 2010 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda láti fyrirspyrjandi vinna breytingu á deiliskipulagi sbr. umsögn skipulagsstjóra sem grenndarkynnt verður ef berst.
59. Ljósheimar 13 (01.435.205) 105322 Mál nr. BN041653
Kristín Brynja Gunnarsdóttir, Glaðheimar 20, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að koma fyrir 13 ferm húsi og 4,7 ferm salernisaðstöðu á Ljósheima róló sem er á lóð nr. 13 við Ljósheima.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra. Vakin er athygli á því að fyrirspyrjandi hefur ekki gert grein fyrir heimild sinni til uppbyggingar á lóðinni.
60. Meistaravellir 31-35 (01.523.101) 105995 Mál nr. BN041628
Bára Jónsdóttir, Meistaravellir 31, 107 Reykjavík
Ómar Eyþórsson, Meistaravellir 31, 107 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að setja garðhurð á íbúð sem er í kjallara á fjölbýlishúsinu nr. 31 á lóð nr. 31-35 við Meistaravöll.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum, enda verði sótt um byggingarleyfi sem fylgi samþykki meðeigenda og umsögn burðarvirkishönnuðar.
61. Vesturlandsv. Reynisv 113418 (05.15-.-87) 113418 Mál nr. BN041667
Snæbjörn Pálsson, Karlagata 14, 105 Reykjavík
Spurt er hvort eitthvað mæli gegn því að fá tengingu við rafveitu og tengingu húsveitu með hefðbundnum hætti við sumarbústað (fastanr. 205-7525) og geymslu (fastanr. 205-7526) á lóðinni Vesturlandsv. Reynisv.
Embætti byggingarfulltrúa gerir ekki athugasemdir fyrir sitt leyti að sumarhúsið sé tengt dreifikerfi OR.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 11:45.
Magnús Sædal Svavarsson
Bjarni Þór Jónsson
Björn Kristleifsson
Sigrún Reynisdóttir
Jón Hafberg Björnsson
Þórður Búason
Guðfinna Ósk Erlingsdóttir
Eva Geirsdóttir