Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2010, miðvikudaginn 24. mars kl. 09:05, var haldinn 202. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Ragnar Sær Ragnarsson, Ásgeir Ásgeirsson, Sóley Tómasdóttir, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Magnús Skúlason. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Stefán Finnsson og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Bragi Bergsson og Ágústa Sveinbjörnsdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 12. og 19. mars 2010.

2. Þingholtsstræti 2-4 og Skólastræti 1, (01.170.2) Mál nr. SN100084
breyting á deiliskipulagi
THG Arkitektar ehf, Faxafeni 9, 108 Reykjavík
Lagt fram erindi THG Arkitekta, dags. 5. mars 2010, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.170.1 og 2 vegna lóðanna nr. 2-4 við Þingholtsstræti og 1 við Skólastræti. Í breytingunni felst að lóðirnar verði sameinaðar samkvæmt uppdrætti THG Arkitekta, dags. 3. mars 2010.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs óskuðu bókað: Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.

3. Hólmsheiði, jarðvegsfylling, endurauglýsing deiliskipulags(05.8) Mál nr. SN080657
Lögð fram að nýju tillaga Landmótunar, að deiliskipulagi á Hólmsheiði dags. 22. vegna afmörkunar á svæði til jarðvegsfyllingar á Hólmsheiði fyrir tímabundna losun á ómenguðum jarðvegi. Samhljóða deiliskipulag var fellt úr gildi með úrskurði úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 24. júlí 2008. Tillagan var auglýst frá 8. maí til og með 6. júlí 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Sigurjón Fjeldsted dags. 22. maí 2009, Lögmál f.h. Græðis félags landeigenda, dags. 19. júní, Helga Kristjánsdóttir, f.h. 4 landeigenda, dags. 6. júlí, íbúasamtök Grafarholts og Úlfarsárdals, dags. 6. júlí 2009 og Þóri J. Einarssyni og Guðbjarna Eggertssyni hdl. dags. 2. júlí 2009. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 17. ágúst 2009.
Framlögð tillaga endursamþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.

Tillagan var áður samþykkt á fundi skipulagsráðs þann 19. ágúst sl. og var sú afgreiðsla staðfest á fundi borgarráðs þann 27. ágúst sl. samhliða auglýstri breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur vegna málsins. Með vísan til þess að auglýsing um gildistöku aðalskipulagsbreytingarinnar birtist ekki í B-deild Stjórnartíðinda fyrr en 10. mars sl. telur skipulagsráð hyggilegt að endursamþykkja tillöguna og vísar afgreiðslunni til borgarráðs að nýju til endanlegrar staðfestingar.

4. Túnahverfi, deiliskipulag staðgreinireitir (01.2) Mál nr. SN090135
1.221.3 og 1.221.4, 1.223.0, 1.223.1, 1.235.0 og 1.2351
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju tillaga Arkhússins ehf. að deiliskipulagi Túnahverfis dags. 1. mars 2010. Einnig er lögð fram forsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. apríl 2009. Skipulagssvæðið afmarkast af staðgreinireitum 1.221.3 og 1.221.4, 1.223.0 og 1.223.1, 1.235.0 og 1.2351, Samtúni, Nóatúni, Miðtúni, Hátúni og Höfðatúni. Kynning stóð til 20. janúar 2010. Eftirtaldir aðilar sendu ábendingar: Sigurður Harðarson, ark. f.h. Harðar Þorgilssonar, dags. 19. janúar, Málfríður Kristjánsdóttir, 19. janúar og Kristín Birna Bjarnadóttir, 20. janúar og Jakob Líndal, dags. 27. janúar 2010.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

5. Hlíðarendi, Valssvæði, breyting á deiliskipulagi (01.62) Mál nr. SN100098
Lögð fram drög að tillögu að breytingu á deiliskipulagi Valssvæðis dags. í mars 2010.
Kynnt

(B) Byggingarmál

6. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN041283
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 579 frá 16. mars 2010 og nr. 580 frá 23. mars 2010.

7. Flugvöllur 106746, bráðabirgða/gámahús (01.65-.-99) Mál nr. BN041230
Flugfélag Íslands ehf, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. mars 2010 þar sem sótt er um leyfi til að setja niður til bráðabirgða á austurhlið flugstöðvar fimm gámahús samhangandi sem eiga að hýsa flugumsjón og aðsetur áhafna í flugstöðinni við Reykjavíkurflugvöll.
Málinu fylgir béf frá flugvallarstjóra dags 2. mars 2010.
Stækkun: 97,5 fem., 250,8 rúmm. Gjald kr. 7.700 + 19.312
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við að stöðuleyfi fyrir fimm gámahús verði veitt til eins árs.

(C) Fyrirspurnir

8. Austurhöfn austan Ingólfsgarðs, (fsp) uppbygging(01.119) Mál nr. SN100100
Tvítindar ehf, Ármúla 38, 108 Reykjavík
Lögð fram bréf og greinargerð Tvítinda ehf., dags. 16. október 2008, varðandi uppbyggingu austan Ingólfsgarðs. Einnig lagðar fram þrjár tillögur Arkforms merktar tillaga A, B og C, dags. 6. september 2006.
Neikvætt.
Ekki er fallist á uppbyggingaráform í samræmi við erindið.

9. Laugavegur 86-94, (fsp) sólstofa (01.174.3) Mál nr. SN100114
Arnar Hannes Gestsson, Egilsgata 24, 101 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Arnars Gestssonar, dags. 17. mars 2010, um byggingu sólstofu í suðausturenda 4. hæðar húss nr. 86-94 við Laugaveg skv. skissu. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 19. mars 2010.
Neikvætt. Ekki er fallist á að breyta gildandi deiliskipulagi með vísan til umsagnar skipulagsstjóra. .

10. Þjóðhildarstígur, (04.11) Mál nr. SN080548
(fsp) lóð fyrir sjálfsafgreiðslustöð Atlantsolíu
Atlantsolía ehf, Lónsbraut 2, 220 Hafnarfjörður
Á fundi skipulagsstjóra, dags. 22. ágúst 2008, var lögð fram fyrirspurn Atlantsolíu ehf, dags. 21. ágúst 2008, þar sem spurt er hvort leyft sé að koma fyrir lóð við Þjóðhildarstíg fyrir sjálfsafgreiðslustöð með tvær til þrjár dælur. Óskað er einnig eftir því að útbúin verði ný innkeyrsla frá Reynisvatnsvegi sem einnig getur nýst fyrir hverfisstöð og bílastæði sem gert er ráð fyrir að komið verði þar fyrir. Meðfylgjandi eru uppdrættir, dags.19. ágúst 2008. Erindinu var vísað til umsagnar hjá umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkur. Erindið nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs, dags. 13. október 2008, og umsögn skipulagsstjóra ,dags. 20. október 2008.
Frestað.

(D) Ýmis mál

11. Hagamelur 1, Melaskóli, deiliskipulag (01.542.1) Mál nr. SN100065
Lögð fram samþykkt menntaráðs Reykjavíkur, dags. 10. febrúar 2010, þar sem óskað er eftir því að skólalóð Melaskóla verði deiliskipulögð. Einnig lögð fram bókun menntaráðs, dags. 12. febrúar 2010, varðandi erindi foreldrafélags Melaskóla.
Skipulagsráð tekur undir þær skoðanir að skoða þurfi umhverfi Melaskóla í stærra samhengi og er slík athugun í samræmi við áætlanir um gerð hverfaskipulags á svæðinu. Skipulagsráð leggur því til að stofnaður verði samráðsvettvangur m.a. með fulltrúum úr stjórn foreldrafélagsins og vísar tillögunni til nánari vinnslu hjá embætti skipulagsstjóra.

12. Hagamelur 1, Melaskóli, lóðamál (01.542.1) Mál nr. SN100111
Melaskóli, Hagamel 1, 107 Reykjavík
Lagt fram bréf formanns menntaráðs, dags. 16. mars 2010, ásamt erindi Evu Björnsdóttur vegna lóðar Melaskólans.
Skipulagsráð tekur undir þær skoðanir að skoða þurfi umhverfi Melaskóla í stærra samhengi og er slík athugun í samræmi við áætlanir um gerð hverfaskipulags á svæðinu. Skipulagsráð leggur því til að stofnaður verði samráðsvettvangur m.a. með fulltrúum úr stjórn foreldrafélagsins og vísar tillögunni til nánari vinnslu hjá embætti skipulagsstjóra.

13. Landspítali Háskólasjúkrahús Hringbraut, (01.19) Mál nr. SN100110
tilmæli frá hverfisráði Hlíða
Lögð fram orðsending R09100192 skrifstofu borgarstjórnar, dags. 15. mars 2010 ásamt erindi hverfisráðs Hlíða frá 12. s.m. varðandi aðkomu ráðsins að fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum við nýtt háskólasjúkrahús.

14. Laufásvegur 7, friðun (01.183.104) Mál nr. BN041316
Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar dags. 11. mars 2010 þar sem tilkynnt er ákvörðun menntamálaráðherra frá 22. febrúar 2010 um friðun á ytra byrði hússins, útskorina hurða og lágmynda í stofum hússins ásamt aðalhurð og stiga hússins nr. 7 við Laufásveg.
Einnig lagt fram bréf Menntamálaráðuneytisins dags. 22. febrúar 2010 vegna friðunar hússins nr. 7 við Laufásveg.

15. Laufásvegur 58, bréf byggingarfulltrúa (01.197.201) Mál nr. BN041317
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 23. mars 2010 vegna óleyfisframkvæmda á lóð nr. 58 við Laufásveg.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt

16. Skipulags- og byggingarsvið, ársskýrsla Mál nr. BN041255
Lögð fram ársskýrsla skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur yfir byggingarframkvæmdir í Reykjavík árið 2009.

17. Skipulagsráð, frumvarp til skipulagslaga Mál nr. SN100094
Alþingi, Kirkjustræti, 150 Reykjavík
Lagt fram til umsagnar frá Umhverfisnefnd Alþingis frumvarp til skipulagslaga. Einnig er lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs dags. 22. mars 2010 og umsögn um frumvarpið dags. 22. mars 2010.
Umsögn skipulags- og byggingarsviðs samþykkt.

18. Skipulagsráð, frumvarp til laga um mannvirki Mál nr. SN100092
Alþingi, Kirkjustræti, 150 Reykjavík
Lagt fram til umsagnar frá Umhverfisnefnd Alþingis frumvarp til laga um mannvirki. Einnig lögð fram drög að umsögn Skipulags- og byggingarsviðs dags. 22. mars 2010.
Drög að umsögn skipulags- og byggingarsviðs samþykkt.

19. Skipulagsráð, Mál nr. SN100093
frumvarp til laga um breytingu á lögum um brunavarnir nr. 75/2000 með síðari breytingum.
Alþingi, Kirkjustræti, 150 Reykjavík
Lagt fram til umsagnar frá Umhverfisnefnd Alþingis frumvarp til laga um breytingu á lögum um brunavarnir nr. 75/2000 með síðari breytingum. Einnig eru lögð fram drög að umsögn Skipulags- og byggingarsviðs dags. 22. mars 2010.
Drög að umsögn skipulags- og byggingarsviðs samþykkt.

20. Skipulagsráð, staðfesting fundargerða án umræðu Mál nr. SN100087
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 1. mars 2010 þar sem vakin er athygli sveitarfélaga á að ekki nægir fyrir sveitarstjórnir að staðfesta fundargerðir án umræðu.
Kynnt

21. Skipulagsráð, Mál nr. SN100075
bréf Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur v/ framkvæmd byggingareftirlits
Lagt fram bréf Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur, dags. 25. febrúar 2010, varðandi framkvæmd byggingareftirlits
Frestað.
22. Kynning skipulagstillagna, orðsending borgarstjóra Mál nr. SN100095
Lögð fram orðsending frá skrifstofu borgarstjóra, dags. 8. mars 2010, vegna erindis Skipulagsstofnunar, dags. 23. febrúar 2010, varðandi kynningu á skipulagstillögu með fullnægjandi hætti, sbr. 1. mgr. 17. gr. skipulags- og byggingarlaga.

23. Urðarstígsreitir, kæra (01.186) Mál nr. SN100103
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 11. mars 2010, ásamt kæru, dags. 2. mars 2010, þar sem kærð er deiliskipulagsákvörðun varðandi Urðarstígsreit í Reykjavík.
Vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.

24. Lambhóll við Þormóðsstaðaveg, kæra (01.539.3) Mál nr. SN100104
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 11. mars 2010, ásamt kæru, dags. 5. mars 2010, þar sem kærð er synjun byggingarleyfis fyrir breyttu innra skipulagi og gluggum Lambhóls við Starhaga í Reykjavík ásamt innréttingu tómstundaherbergis í bílskúr við húsið.
Vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.

25. Bergstaðastræti 28A, kæra (01.184.3) Mál nr. SN100102
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 11. mars 2010, ásamt kæru, dags. 9. mars 2010, þar sem kærð er synjun á beiðni um afturköllun á samþykki byggingarfulltrúa fyrir innréttingu og nýtingu íbúðar á annarri hæð að Bergstaðastræti 28A í Reykjavík fyrir gististað.
Vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.

26. Lofnarbrunnur 6-8, kæra (02.695.8) Mál nr. SN100105
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 11. mars 2010, ásamt kæru, dags. 20. febrúar 2010, þar sem kærð er ákvörðun borgaryfirvalda um að krefja lóðarhafa Lofnarbrunns 6-8 í Reykjavík um úrbætur í greindri lóð.
Vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.

27. Húsahverfi svæði C, kæra (02.84) Mál nr. SN100101
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarlaga, dags. 11. mars 2010, ásamt kæru, dags. 9. mars 2010, þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi Húsahverfis í Reykjavík.
Vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.

28. Kjalarnes, Útkot, kæra, umsögn Mál nr. SN090287
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 8. mars 2010, vegna kæru á synjun afgreiðslufundar byggingarfulltrúa þ. 9. júní 2009 á umsókn um sameiningu spildna D og E í landi Útkots í Kjalarnesi.
Umsögn lögfræði- og stjórnsýslu samþykkt.

29. Hlyngerði 6, kæra, umsögn (01.806.2) Mál nr. SN090088
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 15. mars 2010, vegna kæru á samþykkt skipulagsráðs 24. sept. 2008 á deiliskipulagi vegna Hlyngerði 6.
Umsögn lögfræði- og stjórnsýslu samþykkt.

30. Skipulagsráð, dómur vegna skerðingar á lóðarleiguréttindum Mál nr. SN100108
Lagður fram dómur Hæstaréttar nr. 334/2009 frá 25. febrúar 2010 vegna skerðingar á lóðarleiguréttindum í Vatnsenda.

31. Hafnarstræti 1-3, Skipulagsráð (01.140.0) Mál nr. SN100119
Skipulagsráð óskar eftir að byggingarfulltrúinn í Reykjavík afli upplýsinga um ástand hússins nr. 1-3 við Hafnarstræti sem varð eldi að bráð 23. mars sl. Óskað er eftir að minnisblað um málið verði lagt fyrir á næsta fundi ráðsins.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12:05.

Júlíus Vífill Ingvarsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Ragnar Sær Ragnarsson
Ásgeir Ásgeirsson Sóley Tómasdóttir
Stefán Benediktsson Björk Vilhelmsdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2010, þriðjudaginn 23. mars kl. 09:40 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 580. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Bjarni Þór Jónsson, Björn Kristleifsson, Sigrún Reynisdóttir, Þórður Búason, Guðfinna Ósk Erlingsdóttir og Eva Geirsdóttir

Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Akurgerði 37 (01.813.202) 107889 Mál nr. BN041149
Jón Ásgeir Einarsson, Akurgerði 37, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta þaki nýsamþykkts bílskúrs úr flötu steyptu í létt einhalla, sjá erindi BN040275 og BN040223 dags. 13. október 2009, við parhúsið á lóð nr. 37 við Akurgerði.
Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 15. mars 2010.
Stækkun 17,1 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 1.317
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

2. Austurstræti 17 (01.140.308) 100841 Mál nr. BN041291
Eik fasteignafélag hf, Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi skrifstofa á 2. hæð verslunar- og skrifstofuhússins á lóð nr. 17 við Austurstræti.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

3. Ármúli 29, Suðurlands (01.265.101) 103542 Mál nr. BN041292
Eik fasteignafélag hf, Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er leyfi til breytinga innanhúss, sem felast í að innrétta rými fyrir pökkun matvæla, þar sem áður voru skrifstofur í rými 0101 á 1. hæð húss á lóð nr. 32 við Suðurlandsbraut.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

4. Ásgarður 34-40 (01.834.205) 108609 Mál nr. BN041143
Guðbjörg Lilja Gunnarsdóttir, Völvufell 44, 111 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri íbúð í kjallara raðhússins nr. 38 á lóð nr. 34-40 við Ásgarð.
Erindi fylgir samþykki meðeiganda í húsi dags. 22. febrúar 2010, lóðarleigusamningur dags. 19. janúar 1962, virðingargjörð dags. 6. mars. 1973, þinglýst skuldabréf dags. 24. mars og 14. apríl 1977, þinglýst afsöl dags. 27. september 1976, 10. júní 1988, 5. nóvember 1984, 2. apríl 1990, 1. mars 1993 og 1. nóvember 1996.
Einnig fylgir íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 17. mars 2010.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

5. Bankastræti 4 (01.170.203) 101331 Mál nr. BN041127
Ásrún Lilja Petersen, Mávahlíð 36, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á innra skipulagi og opna á milli eininga í verslunarhúsi á lóð nr. 4 við Bankastræti.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

6. Barónsstígur 20 (01.190.118) 102393 Mál nr. BN040510
Þórhallur Hólmgeirsson, Barónsstígur 20, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka geymsluskúr, Mhl. 02 við einbýlishúsið á lóð nr. 20 við Barónsstíg.
Erindi fylgja samþykki sumra eigenda Grettisgötu 58A og 60 og Barónsstígs 22 dags. 12. maí 2008 árituð á uppdrátt.
Stækkun Mhl. 02: 2,75 ferm., 7,56 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 582
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

7. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN041278
Höfðatorg ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta skrifstofurými í hluta af suðurhluta 2. hæðar í H1 turni á Höfðatorgi á lóð nr. 8 - 16 við Borgartún.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á eldvarnaeftirlits umsóknarblaði.

8. Engjavegur 7 (01.372.202) 210705 Mál nr. BN041304
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt eru leyfi til að setja merkingar/skilti utan á íþrótta/félagshús Ármanns /Þróttar á lóð nr. 7 við Engjaveg.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

9. Flókagata 29 (01.244.404) 103197 Mál nr. BN041288
Sigbjörn Kjartansson, Kjartansgata 4, 105 Reykjavík
Félagsmálaráðuneyti, Tryggvag Hafnarhúsi, 150 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum þar sem gerð er grein fyrir breytingu á innra fyrirkomulagi bílskúrs á lóð sambýlisins í einbýlishúsinu á lóð nr. 29 við Flókagötu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Skoðist á staðnum.

10. Flókagata 31 (01.244.403) 103196 Mál nr. BN041289
Sigbjörn Kjartansson, Kjartansgata 4, 105 Reykjavík
Félagsmálaráðuneyti, Tryggvag Hafnarhúsi, 150 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum, þar sem skráningu hefur verið breytt og húsið gert að einni eign og gerð er grein fyrir ýmsum minni háttar breytingum á innra fyrirkomulagi sambýlisins í einbýlishúsinu á lóð nr. 31 við Flókagötu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Skoðist á staðnum.

11. Frakkastígur 7 (01.173.030) 101517 Mál nr. BN041280
Ísar Nói ehf, Kríuási 33, 221 Hafnarfjörður
101 hús ehf, Lokastíg 6, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi, skv. tillögu eldvarnareftirlits, til að fella út kvöð um sjálfvirkt brunaviðvörunarkerfi í húðflúrstofu í mhl. 01 í kjallara húss á lóð nr. 7 við Frakkastíg.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

12. Frakkastígur 7 (01.173.030) 101517 Mál nr. BN041281
Ísar Nói ehf, Kríuási 33, 221 Hafnarfjörður
Linda Mjöll ehf, Laugavegi 11, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi, skv. tillögu eldvarnareftirlits, til að fella út kvöð um sjálfvirkt brunaviðvörunarkerfi í kaffistofu í mhl. 03 á 1. hæð húss á lóð nr. 7 við Frakkastíg.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

13. Geirsgata 3a-7c (01.117.306) 100086 Mál nr. BN041302
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II fyrir 92 gesti á 1. og 2. hæð og setja tvo nýja glugga á norðausturgafl verbúðar á lóð nr. 7C við Geirsgötu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

14. Grandagarður 1 (01.115.208) 100055 Mál nr. BN040679
Slysavarnadeild kvenna í Rv, Grandagarði 1, 101 Reykjavík
Björgunarsveitin Ársæll, Grandagarði 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við til vesturs á tveim hæðum úr forsteyptum einingum og þriðju hæðina inndregna úr léttum byggingarefnum ofan á nýbyggingu og núverandi byggingu á lóð nr. 1 við Grandagarð.
Meðfylgjandi: Greinargerð vegna burðarvirkis dags. 27. nóv. 2009, lóðablað og skipulagsuppdráttur.
Stækkun: 1. hæð bílageymsla 158,1 ferm., 2. hæð 81 ferm., 3. hæð 238 ferm.
Samtals stækkun: 477,1 ferm., 2094,9 rúmm.
Eftir stækkun samtals. 857,7 ferm., 3628,3 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 161,307
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

15. Grjótháls 1-3 (04.302.401) 111016 Mál nr. BN041044
Grjót eignarhaldsfélag ehf, Lindarbergi 56, 221 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til að byggja léttan tengigang á 2. hæð að lóðamörkum við nr. 5, sbr. fyrirspurn BN040211, við hús á lóð nr. 1-3 við Grjótháls.
Stækkun 40,9 ferm., 118,5 rúmm.
Gjald kr 7.700 + 7.700 + 9.125
Frestað.
Lagfæra skráningu.

16. Háaleitisbraut 43 (01.291.101) 103762 Mál nr. BN041287
Háaleitisbraut 41 og 43,húsfél, Háaleitisbraut 43, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að brjóta niður skemmdar svalir og steypa þær upp eins og eldri svalir skv. upphaflegum teikningum að viðbættri aukinni járnagrind á fjölbýlishúsi nr. 41-43 á lóð nr. 41-47 við Háaleitisbraut.
Meðfylgjandi eru skýringarteikningar burðarvirkishönnuðar.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

17. Heiðarbær 5 (04.351.103) 111112 Mál nr. BN041069
Arnaldur Valgarðsson, Heiðarbær 5, 110 Reykjavík
Arndís Jónsdóttir, Heiðarbær 5, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við úr staðsteypu og koma fyrir nýjum gluggum og rennihurð á suðurhlið einbýlishússins á lóð nr. 5 við Heiðarbæ.
Stækkun: 4,5 ferm., 65,3rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 5.028
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

18. Hverfisgata 54 (01.172.102) 101440 Mál nr. BN041232
Vatn og land I ehf, Laugavegi 71, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurinnrétta skrifstofur á 2. hæð, koma fyrir lyftu og breyta aðgengi að 1. hæð með bílastæði merku fötluðum við götu og skábraut sbr. fyrirspurn BN041094 í húsi á lóð nr. 54 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsögn um bílastæði og skábraut ókomin frá skrifstofu gatna- og eignaumsýslu.

19. Kirkjustétt 24 (04.135.203) 187939 Mál nr. BN041273
Sigurður Hálfdán Leifsson, Kirkjustétt 24, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta nýsamþykktri viðbyggingu, BN040186 dags. 11. ágúst 2009, við einbýlishúsið á lóð nr. 24 við Kirkjustétt.
Stækkun húss: 18 ferm., 46,3 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 3.565
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

20. Klapparstígur 17 (01.152.402) 101048 Mál nr. BN041158
Hafsteinn Gunnar Hafsteinsson, Kjartansgata 10, 105 Reykjavík
Marías Sveinsson, Langholtsvegur 132, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja fimm íbúða fjölbýlishús úr forsteyptum einingum með utanáliggjandi stiga, kjallari og þrjár hæðir á lóð nr. 17 við Klapparstíg.
Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 8. mars 2010 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 19. mars 2010.
Stærðir: Kjallari 68,3 ferm., 1. hæð 138,3 ferm., 2. hæð 152 ferm., 3. hæð 152 ferm.
A-rými samtals: 510,6 ferm., 1.768,1 rúmm.
B-rými samtals: 59,6 ferm.
Samtals 570,2 ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.700 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Minnka verður húsið þar sem nýtingarhlutfall er 1,35 en á að vera 1,25 mest.

21. Lambhagavegur 23 (02.684.101) 189563 Mál nr. BN041313
Hafberg Þórisson, Vesturlbr Lambhagi, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja gróðurhús til bráðabirgða úr stálgrind á steyptum undirstöðum klæddri með gróðurhúsaplasti sbr. samþykkt erindi BN039973 á lóð nr. 25 við Lambhagaveg.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Þinglýsa skal skilyrði um notkun gróðurhúsanna.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

22. Laufásvegur 58 (01.197.201) 102716 Mál nr. BN041322
Klettur-eignir ehf, Laufásvegi 49-51, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi jarðhæðar, síkka glugga á suðurhlið, útbúa franskar svalir og innrétta tvær íbúðir í íbúðar- og atvinnuhúsinu á lóð nr. 58 við Laufásveg.
Erindi fylgir bréf umsækjanda ódagsett, staðfesting á starfsábyrgðartryggingu dags. 18. mars, umsögn burðarvirkishönnuðar og viljayfirlýsing eigenda efri hæða Laufásvegar 58 dags. 19. mars og samkomulag um framkvæmdir milli eigenda Laufásvegar 58 dags. 20. mars 2010.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Innsend gögn algjörlega ófullnægjandi.

23. Laugavegur 23 (01.172.013) 101435 Mál nr. BN040890
Villy Þór Ólafsson, Seljavegur 9, 101 Reykjavík
Dagbjartur ehf, Laugavegi 23, 101 Reykjavík
Foldir fasteignaþróunarfél ehf, Klapparstíg 29, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á innra skipulagi kjallara og 1. hæðar þar sem veitingasal er breytt í verslun og skrifstofurými breytt í veitingasal með kaffiveitingum í fl. II í húsi á lóð nr. 23 við Laugaveg.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

24. Laugavegur 37 (01.172.116) 101452 Mál nr. BN041160
Basalt ehf, Pósthólf 806, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta sex hótelíbúðir og tvö verslunarrými í íbúðar- og atvinnuhúsinu á lóð nr. 37 við Laugaveg.
Jafnframt er erindi BN038559 dregið til baka.
Erindi fylgir umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 11. mars og Minjasafns Reykjavíkur dags. 15. mars 2010.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Laugavegur 4 (01.171.302) 101402 Mál nr. BN041072
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurbyggja og endurgera verslunarhúsið á lóð nr. 4 við Laugaveg.
Erindi fylgir umsögn Húsafriðunarnefndar og Minjasafns Reykjavíkur báðar dagsettar 15. febrúar 2010 og gátlisti fyrir aðgengi í almenningsbyggingum dags. 22. febrúar 2010.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

26. Laugavegur 6 (01.171.303) 101403 Mál nr. BN041082
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurbyggja og byggja viðbyggingar úr timbri suðaustan og suðvestan megin við verslunarhúsið á lóð nr, 6 við Laugaveg.
Erindi fylgja umsagnir Húsafriðunarnefndar og Minjasafns Reykjavíkur báðar dagsettar 15. febrúar 2010, ásamt gátlista um aðgengi í almenningsbyggingum dags. 16. febrúar 2010.
Viðbyggingar: 40,2 ferm., 111,1 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 8.555
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

27. Lækjargata 8 (01.140.510) 100870 Mál nr. BN041293
Lækur ehf, Bæjarlind 6, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að komar fyrir tveimur skiltum, á austur- og suðurhlið veitingahússins á lóð nr. 8 við Lækjargötu.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

28. Lækjargata 8 (01.140.510) 100870 Mál nr. BN041309
Lækur ehf, Bæjarlind 6, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta nýsamþykktu erindi, BN040957 dags. 9. mars 2010, og sleppa slökkvibúnaði í eldhúsháf veitingahússins á lóð nr. 8 við Lækjargötu.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

29. Lækjarmelur 4 (34.533.703) 186169 Mál nr. BN041163
Aðalmálun sf, Bræðraborgarstíg 13, 101 Reykjavík
Sótt er um leyft til að skipta eign 0105 í þrjár eignir, eignarhluta 0105, 0107 og 0108 og koma fyrir millilofti í atvinnuhúsinu á lóð nr. 4 við Lækjarmel.
Jákvæð fyrirspurn BN039617 dags. 17. mars 2009 og BN40995 dags. 9. feb. 2010, samþykki allra meðlóðarhafa dags. 8. mars 2010 fylgir á teikningu sem er fylgibréf.
Stækkun: 109,3 ferm.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

30. Miðtún 60 (01.235.012) 102935 Mál nr. BN040834
Knútur Örn Bjarnason, Miðtún 60, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi kjallaraíbúðar í tvíbýlishúsinu á lóð nr. 60 við Miðtún.
Erindi fylgir samþykki meðeiganda áritað á uppdrátt dags. 9. mars 2010.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.

31. Rauðarárstígur 27 (01.244.002) 103176 Mál nr. BN041296
Sparisjóðabanki Íslands hf, Rauðarárstíg 27, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta nýsamþykktu erindi, BNO411080 dags. 23. febrúar 2010, og koma fyrir gasgeymslu við bakhlið verslunar- og skrifstofuhússins nr. 27 við Rauðarárstíg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

32. Ránargata 6 (01.136.015) 100518 Mál nr. BN041306
Hulda Björk Georgsdóttir, Ránargata 6, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að minnka áður samþykkta sólpalla/svalir , sjá erindi BN035419 dags. 20. febrúar 2007 og endurnýjað 18. nóvember 2008, byggja stoðvegg að lóðamörkum nr. 4A og breyta handriðum í gler á 1. hæð fjölbýlishússins á lóð nr. 6 við Ránargötu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

33. Skildinganes 26 (01.671.304) 106783 Mál nr. BN041303
Ögmundur Skarphéðinsson, Skildinganes 26, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta nýsamþykktu erindi, BN038945 dags. 22. september 2009, og hækka þök viðbygginga við einbýlishúsið á lóð nr. 26 við Skildinganes.
Stækkun: 22,9 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 1.763
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

34. Skipasund 56 (01.357.312) 104459 Mál nr. BN041290
Rangá sf, Skipasundi 56, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu úr timbri á steyptum sökkli á einni hæð með þaksvölum við hús á lóð nr. 56 við Skipasund.
Stækkun xx fer., xx rúm.
Gjald kr. 7.700 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Skipulagsferli ólokið.

35. Snorrabraut 27-29 (01.240.011) 102978 Mál nr. BN039410
Iceland 101 ehf, Snorrabraut 29, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, fjölga herbergjum úr sextán í átján og endurskoða eldvarnir í gistiheimilinu á lóð nr. 27-29 við Snorrabraut.
Jafnframt er erindi BN035643 dregið til baka.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Athygli umsækjanda er vakin á umsögn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á umsóknarblaði.

36. Sólheimar 27 (01.433.502) 105282 Mál nr. BN040522
Sólheimar 27,húsfélag, Sólheimum 27, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til endurnýjunar á handriðum á svölum og þaki og til að koma fyrir svalalokun á fjölbýlishúsi á lóð nr. 27 við Sólheima.
Meðfylgjandi er umsögn burðarvirkjahönnuðar dags. 16. 2. 2010
Stærðir: 480 ferm., 1.347 rúmm., einstaka svalir og samtals.
Gjald 7.700 + 7.700 + 103.720
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Sé ágreiningur uppi um samþykki allra fyrir lokun og yfirbyggingu svala á efstu hæð er bent á ákvæði 80. gr. laga nr. 26/1994 um fjöleignarhús er varða ósk um álitsgerð.

37. Spöngin 9-31 (02.375.201) 177193 Mál nr. BN041225
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki I í mhl. 02 í rými 0102 í atvinnuhúsnæðinu nr. 11 á lóð nr. 9 - 31 við Spöngina.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

38. Suðurlandsbraut 16 (01.263.102) 103523 Mál nr. BN041297
Vegmúli ehf, Borgartúni 31, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á innra fyrirkomulagi á 5. hæð, ásamt samþykki fyrir þegar gerðum breytingum á innra fyrirkomulagi annara hæða skrifstofuhússins Vegmúla 2 á lóð nr. 16 við Suðurlandsbraut.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

39. Sundlaugavegur 30 (01.37-.101) 104720 Mál nr. BN041217
Laugar ehf, Sundlaugavegi 30A, 105 Reykjavík
Laugahús ehf, Reykjavíkurvegi 74, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til að flytja veitingasölu til aðalinngangs, koma fyrir lagerrými þar sem veitingasalan var og fjarlægja glervegg og lágan vegg í heilsumiðstöðinni í Laugardal á lóð nr. 30A við Sundlaugaveg.
Bréf frá hönnuði dags. 1. mars 2010 og bréf frá brunatæknihönnuði dags. 1. mars 2010 fylgir.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

40. Tryggvagata 11 (01.117.401) 100089 Mál nr. BN041285
BYGGÐARENDI ehf, Byggðarenda 1, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað með eldhúsi á 1.hæð, sbr. fyrirspurn BN041086, í húsi á lóð nr. 11 við Tryggvagötu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

41. Tryggvagata 16 (01.132.104) 100213 Mál nr. BN041305
AFA JCDecaux Ísland ehf, Vesturvör 30b, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktri staðsetningu útisalernishúss, á horni Tryggvagötu og Nausta, í horn Tryggvagötu og Hafnarstrætis.
Erindi fylgir bréf umsækjanda dags. 16. mars 2010.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

42. Vatnagarðar 6 (01.337.702) 103913 Mál nr. BN041299
Skúlagata 30 ehf, Stigahlíð 60, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að opna húsnæði sem nú er í austurenda yfir í vesturenda með því að opna hurðargat í millivegg og innrétta þar og stækka matvælavinnsluna í húsi á lóð nr. 6 við Vatnagarða.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

43. Þingholtsstræti 2-4 (01.170.205) 101333 Mál nr. BN041298
Íslenska eignafélagið ehf, Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN039133 dags. 11. nóvember 2008 og stækka aðaldyr 1. hæðar og gluggana sitt hvoru megin á verslunar- og skrifstofuhúsinu á lóð nr. 2-4 við Þingholtsstræti.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Fyrirspurnir

44. Borgartún 26 (01.230.002) 102910 Mál nr. BN041301
LF6 ehf, Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft verði að setja auglýsingaskilti við innkeyrslu á bílastæði fyrir framan hús á lóð nr. 26 við Borgartún.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar umferðardeildar framkvæmda- og eignasviðs.

45. Hverfisgata 125 (01.222.118) 102854 Mál nr. BN041295
Díana Vera Jónsdóttir, Kristnibraut 9, 113 Reykjavík
Spurt er hvort minnka megi hársnyrtistofu og innrétta í staðinn Piri skyndibitastað á 1. hæð í húsi á lóð nr. 125 við Hverfisgötu.
Neikvætt.
Miðað við framlögð gögn.

46. Kleppsvegur 150-152 (01.358.501) 104491 Mál nr. BN041282
Stefán Þór Sigfússon, Austurbrún 23, 104 Reykjavík
Spurt er hvort innrétta og reka megi bílaþvottastöð í húsi á lóð nr. 152 við Kleppsveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 19. mars 2010 fylgir erindinu.
Samræmist ekki deiliskipulagi og ekki verður fallist á breytingu þess.

47. Ljósaland 1-25 2-24 (01.870.601) 108818 Mál nr. BN041300
Hans Olav Andersen, Hávallagata 21, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að stækka íbúð til suðurs eins og sýnt er á meðfylgjandi skissum af raðhúsi nr. 6 á lóðinni nr. 1-25/2-24 við Ljósaland.
Frestað
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

48. Mímisvegur 4 (01.196.109) 102650 Mál nr. BN041284
Rögnvaldur Guðmundsson, Mímisvegur 4, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta heimagistingu í kjallara og hvort leyfð yrði íbúðargisting á 2. hæð tvíbýlishússins á lóð nr. 4 við Mímisveg.
Frestað
Í kjallara eru ekki samþykkt íbúðarherbergi. Heimilt er að leiga út íbúð á annarri hæð að fengnu starfsleyfi heilbrigðiseftirlits og rekstrarleyfi lögreglu.

49. Thorsvegur 1 (02.3--.-99) 109211 Mál nr. BN041314
Golfklúbbur Reykjavíkur, Pósthólf 12067, 132 Reykjavík
Spurt er hvort byggja megi verönd til bráðabirgða í suður fyrir framan austasta gaflinn og opna inn í húsið með því að saga niður úr glugga í rými Golfklúbbs Reykjavíkur á Korpúlfsstöðum á lóð nr. 1 Við Thorsveg.
Frestað
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

50. Þingás 36 (04.721.207) 112378 Mál nr. BN041294
Haukur Þór Þorgrímsson, Þingás 36, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja viðbyggingu sem fer út fyrir byggingareit við suðvesturhlið og stækka bílskúr til suðausturs við einbýlishúsið á lóð nr. 36 við Þingás.
Frestað
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 11:25.
Magnús Sædal Svavarsson
Bjarni Þór Jónsson
Björn Kristleifsson
Sigrún Reynisdóttir
Þórður Búason
Guðfinna Ósk Erlingsdóttir
Eva Geirsdóttir