Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2010, miðvikudaginn 10. mars kl. 09:05, var haldinn 201. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Ásgeir Ásgeirsson, Sóley Tómasdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Stefán Benediktsson og áheyrnarfulltrúinn Magnús Skúlason. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum:, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Margrét Leifsdóttir, Gunnhildur S Gunnarsdóttir, Margrét Þormar, Bragi Bergsson, Björn Axelsson og Þórarinn Þórarinsson
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 5. mars 2010.

2. Landspítali Háskólasjúkrahús, Hringbraut, forsögn(01.198) Mál nr. SN100086
Lögð fram tillaga að forsögn Skipulags-og byggingarsviðs Reykjavíkur dags 5. mars 2010 að uppbyggingu Landspítala Háskólasjúkrahús við Hringbraut.
Framlögð tillaga að forsögn samþykkt.

Ásgeir Ásgeirsson vék af fundi undir þessum lið
Ragnar Sær Ragnarsson tók sæti á fundinum kl. 9:07

3. Austurhöfn, breyting á deiliskipulagi (01.11) Mál nr. SN090009
Eignarhaldsfélagið Portus ehf, Pósthólf 709, 121 Reykjavík
Lagt fram erindi Portus ehf., dags. 14. nóvember 2009, varðandi breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar TRH vegna gatna- og stígatengsla á svæðinu milli Hafnarstrætis og Tónlistahússins samkvæmt uppdrætti Batterísins, dags. 14. desember 2009 mótt. 23. febrúar 2010. Einnig er lagt fram bréf Faxaflóahafna, dags. 5. febrúar 2010, minnisblað Portusar og Austurhafnar dagsett 12. febrúar 2010, skýringaruppdráttur Batterísins, dags. 14. desember 2010 mótt. 9. mars 2010 og minnisblað Mannvits, dags. 23. október 2009 ásamt bókun umhverfis- og samgönguráðs vegna málsins dags. 23. febrúar 2010.
Frestað.

4. Austurstræti 6, breyting á deiliskipulagi (01.140.4) Mál nr. SN100012
Guðni Pálsson, Litlabæjarvör 4, 225 Álftanes
Lagt fram erindi Guðna Pálssonar, dags. 7. janúar 2010, um breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 6 við Austurstræti. Í breytingunni felst að stækka húsið til suðurs að lóðarmörkum og byggja við norðurhlið að hluta og setja kvisti á efstu hæð, samkvæmt uppdrætti GP Arkitekta, dags. 7. janúar 2010. Einng lögð fram umsögn Minjasafns Reykjavíkur, dags. 4. febrúar 2010.
Frestað.
Skipulagsráð fellst ekki á breytingu á framhlið hússins, þ.e. sem snýr að Austurstræti. Ekki eru gerðar athugasemdir við tillöguna vegna stækkunar að Vallarstræti. Ráðið tekur þar að auki ekki afstöðu til gluggasetninga á gafli hússins samkvæmt skýringarmyndum og óskar eftir því að uppdrættir verði lagfærðir, áður en samþykkt verður að auglýsa tillöguna.

5. Klapparstígur 19, breyting á deiliskipulagi (01.152.4) Mál nr. SN100044
Arkís ehf, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík
Ottó ehf, Klettagörðum 23, 104 Reykjavík
Lögð fram umsókn Arkís f.h. Ottó ehf., dags. 4. febrúar 2010, um breytingu á deiliskipulagi Skúlagötureits 1.152.4 vegna stækkunar byggingarreits á lóðinni nr. 19 við Klapparstíg skv. uppdrætti, dags. 29. september 2009 móttekin 4. febrúar 2010.
Frestað.

6. Teigahverfi norðan Sundlaugavegar, deiliskipulag Mál nr. SN090100
Að lokinni forkynningu er lögð fram tillaga að deiliskipulagi Teigahverfis norðan Sundlaugavegar, dags. í desember 2009, ásamt ábendingum sem bárust í forkynningu sem stóð til 19. júní 2009. Einnig er lögð fram Húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur skýrsla nr. 150 dags. 2009. og endurskoðað varðveislumat Minjasafns Reykjavíkur vegna Bjargs dags. 23. febrúar 2010.
Samþykkt að kynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.

7. Aðalskipulag Reykjavíkur, Mál nr. SN100071
Selás-Norðlingaholt mislæg göngutenging
Lögð fram tillaga skipulags- og bygginarsviðs, dags. 23. febrúar 2010, um breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 varðandi gerð nýrrar mislægrar göngutengingar milli Selás og Norðlingaholts yfir Breiðholtsbraut.
Samþykkt að kynna framlögð drög að breytingu á aðalskipulagi með vísan til 17. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 á vef skipulags- og byggingarsviðs.

8. Fylkisvegur 6, íþróttasvæði Fylkis, (04.363) Mál nr. SN100072
breyting á deiliskipulagi
Erum Arkitektar ehf, Grensásvegi 3-5, 108 Reykjavík
Lögð fram greinargerð og tillaga Erum arkitekta, dags. 17. febrúar 2010, varðandi breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæði Fylkis við Fylkisveg. Umfang bygginga minnkar frá samþykktu skipulagi þar sem horfið hefur verið frá því að koma allri starfsemi íþróttafélagsins fyrir innan svæðisins.
Kynnt.

9. Reynisvatnsland 53, skipting lóðar (05.178.1) Mál nr. SN090379
Ingvi Þór Sigríðarson, Lágmói 4, 260 Njarðvík
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur að skiptingu lóðarinnar nr. 53 við Reynisvatnslands samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti, dags. 25. febrúar 2010.
Samþykkt með vísan til d-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð

(B) Byggingarmál

10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN041170
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 577 frá 2. mars 2010 og fundargerð nr. 578 frá 9. mars 2010.

11. Lyngháls 7, breyting inni - stöðuleyfi fyrir gáma(04.324.101) Mál nr. BN041053
Vigfús Halldórsson, Biskupsgata 3, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á innra skipulagi og stöðuleyfi fyrir þremur frystigámum við atvinnuhúsið á lóð nr. 7 við Lyngháls.
Erindi fylgir samþykki eiganda í tölvubréfi dags. 9 . febrúar 2010 og tölvubréf um frystigáma dags. 23. febrúar 2010.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Samþykktin gildir til bráðabirgða í 1 ár og þinglýsa skal yfirlýsingu þess efnis.

12. Vatnsstígur 4, (fsp) niðurrif og nýbygging (01.172.119) Mál nr. BN040514
S33 ehf, Stórhöfða 33, 110 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra 30. október 2009 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. október 2009 þar sem spurt er hvort leyft yrði að rífa hús sem fyrir er á lóð og byggja nýtt, þrjár hæðir og kjallara, tólf íbúðir með bílgeymslu fyrir fimm bíla í kjallara á lóð nr. 4 við Vatnsstíg.
Umsögn Húsafriðunarnefndar, dags. 3. desember 2009, fylgir erindinu ásamt umsögn Minjasafns Reykjavíkur, dags. 14. desember 2009.
Kynnt.

13. Smiðjustígur 13, garðveggur og bílaplan (01.151.403) Mál nr. BN040967
Brynhildur Guðjónsdóttir, Smiðjustígur 13, 101 Reykjavík
Atli Rafn Sigurðarson, Smiðjustígur 13, 101 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra 19. febrúar var lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. febrúar 2010 þar sótt er um leyfi til að byggja garðvegg og bílaplan að Lindargötu ásamt nýrri sorpgeymslu og tröppum að lækkuðu garðsvæði á norðurhluta lóðar nr. 13 við Smiðjustíg. Einnig lagður fram tölvupóstur umsækjenda, dags. 18. febrúar 2010. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju. Meðfylgjandi er yfirlýsing burðarvirkjahönnuðar og samþykki nágranna á nr. 6 við Lindargötu. Bréf Atla R. Sigurðssonar og Brynhildar Guðjónsdóttur, dags. 18. febrúar 2010 ásamt umsögn umhverfis- og samgöngusviðs dags. 2. mars 2010.
Gjald kr. 7.700
Ráðið gerir ekki athugasemdir við erindið við því undanskildu að ekki er fallist á bílastæði innan lóðar með vísan til umsagnar umhverfis- og samgöngusviðs.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

Skipulagsráð hefur vísað erindum lóðarhafa varðandi frágang í götustæði Smiðjustígs til nánari vinnslu á bæði Umhverfis- og samgöngusviði og Framkvæmda- og eignasviði. Ráðið beinir því til viðkomandi sviða að kanna hvort unnt verði að koma til móts við ábendingar lóðarhafa vegna framkvæmda á borgarlandi.

(C) Fyrirspurnir

14. Barónsstígur 47, (fsp) breyta í hótel (01.193.101) Mál nr. BN040980
Álftavatn ehf, Kringlunni 7, 103 Reykjavík
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 26. janúar þar sem spurt er hvort leyft verði að innrétta húsnæði áður Heilsuverndarstöð Reykjavíkur sem hótel fyrir Icelandair Hótel á lóðinni nr. 47 við Barónsstíg. Málinu fylgir bréf fyrirspyrjanda, dags. 21. janúar 2010. Einnig lögð fram umsögn Minjasafns Reykjavíkur, dags. 4. febrúar 2010. Einnig lagt fram bréf Arkþing, dags. 11. febrúar 2010, ásamt uppdráttum, dags. 12. febrúar 2010.
Frestað.

15. Miklabraut 100, (fsp) afmörkun nýrra byggingarreita(01.720.2) Mál nr. SN100081
Arkís ehf, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík
Skeljungur hf, Hólmaslóð 8, 101 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Arkís, dags. 3. mars 2010, um að afmarka nýja byggingarreiti fyrir verslunar og þjónustuhús á einni hæð, 3 dælur og skyggni á lóðinni nr. 100 við Miklubraut ásamt þjónustumannvirki á einni hæð í austurhluta lóðar samkvæmt uppdrætti Arkís ehf., dags. 1. mars 2010. Einnig lagt fram bréf hönnuðar dags. 4. mars 2010.
Neikvætt.
Ekki er fallist á að leggja til breytingu á deiliskipulagi svæðisins í samræmi við fyrirspurnina.

(D) Ýmis mál

16. Laugavegur 86 og 94, málskot (01.174.3) Mál nr. SN100056
Anna Ólafsdóttir, Egilsgata 24, 101 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra, dags. 19. febrúar 2010 var lagt fram málskot Önnu Ólafsdóttur, dags. 15. febrúar 2010, vegna neikvæðar afgreiðslu skipulagsstjóra frá 29. janúar 2010 á stækkun á byggingarreit til norðvesturs á þaki hússins nr 86-94 við Laugaveg. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju.
Fyrri afgreiðsla skipulagsstjóra frá 29. janúar sl. staðfest.

17. Vitastígur 18, málsskot (01.190.2) Mál nr. SN100054
Yrki arkitektar ehf, Hverfisgötu 76, 101 Reykjavík
Lagt fram málskot Kathleen Cheong, dags. 14. febrúar 2010, ásamt uppdrætti Yrkis, dags. br. 7. febrúar 2010, vegna synjunar embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 14. ágúst 2009 á beiðni um að byggja við og stækka einbýlishús úr timbri á lóð nr. 18 við Vitastíg. Einnig lögð fram umsögn skipulagssjóra, dags. 22. febrúar 2010.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við erindið með vísan til niðurstöðu í umsögn skipulagsstjóra.
Fulltrúi Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson greiddi atkvæði á móti og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, Sóley Tómasdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.

18. Göngustígar í Reykjavíkur - Nafngiftir., Mál nr. BN040807
Lögð fram að nýju til kynningar tillögur nafnanefndar um nafngiftir á aðalgöngustíga í Reykjavík, ásamt greinagerð, dags. 12. desember 2009.
Tillögunni er vísað til kynningar hjá Umhverfis- og samgönguráði.

19. Drög að ársskýrslu, Mál nr. BN041255
Lögð fram drög að yfirliti yfir byggingarframkvæmdir í Reykjavík árið 2009.
Kynnt

20. Minnisblað byggingarfulltrúa, Mál nr. BN041125
Minnisblað um viðhald og endurgerð timburhúsa
Lagt fram minnisblað byggingarfulltrúa, dags. 13. febrúar 2010, um viðhald og endurgerð timburhúsa í Reykjavík.
Minnisblað byggingarfulltrúa samþykkt.

21. Laugavegur 46A, (01.173.103) Mál nr. BN041033
Farið yfir stöðu mála á lóð nr. 46A við Laugaveg.
Byggingarfulltrúi kynnti.

22. Hverfisgata 28, (01.171.116) Mál nr. BN041246
minnisblað byggingarfulltrúa vegna brunatjóns
Lagt fram minnisblað byggingarfulltrúans í Reykjavík vegna brunatjóns á fasteignum dags. 26. febrúar 2010.
Kynnt.

23. Skólavörðustígur 40, (01.181.404) Mál nr. BN041257
minnisblað byggingarfulltrúa vegna brunatjóns
Lagt fram minnisblað byggingarfulltrúans í Reykjavík vegna brunatjóns á fasteignum dags. 26. febrúar 2010.
Kynnt.

24. Vatnsstígur 4, (01.172.119) Mál nr. BN041258
minnisblað byggingarfulltrúa vegna brunatjóns
Lagt fram minnisblað byggingarfulltrúans í Reykjavík vegna brunatjóns á fasteignum dags. 26. febrúar 2010.
Kynnt.

25. Laugavegur 74, bréf byggingarfulltrúa (01.174.207) Mál nr. BN041253
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 9. nóvember 2009 til lóðarhafa varðandi framkvæmdir við lóðina nr. 74 við Laugaveg þar sem veittur er frestur til að leggja fram tímaáætlun. Einnig lagt fram bréf Verkfræðistofunnar Ferils ehf dags. 3. desember 2009, þar sem óskað er eftir framlengingu tímafresta.
Frestað.

26. Baldursgata 32, bréf byggingarfulltrúa (01.186.321) Mál nr. BN041008
Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúans í Reykjavík dags. 1. febrúar 2010 vegna tillögu um kröfu til niðurrifs hússins nr. 32 við Baldursgötu. Andmæli bárust ekki.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.

27. Klapparstígur 17, bréf byggingarfulltrúa (01.152.402) Mál nr. BN041007
Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa dags. 1. febrúar 2010 vegna tillögu um kröfu til niðurrifs hússins á lóðinni nr. 17 við Klapparstíg.
Andmæli sem fylgja málinu bárust frá eigendum með bréfi dags. 15. febrúar 2010. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 3. mars 2010.
Frestað.

28. Laugarnestangi 65, bréf byggingarfulltrúa (01.314.401) Mál nr. BN041243
Lagt fram bréf byggingarfulltrúans í Reykjavík dags. 4. mars 2010 vegna óleyfisframkvæmda á lóðinni nr. 65 við Laugarnestanga.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.
29. Hótel og gistirými á höfuðborgarsvæðinu, tölulegar upplýsingar Mál nr. SN090409
Lagðar fram tölulegar upplýsingar og skýringarmynd varðandi hótel og gistirými á höfuðborgarsvæðinu dags. í mars 2010

30. Lóðaúthlutanir, samkeppniseftirlit Mál nr. SN100074
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 25. febrúar 2010, um samþykkt borgarráðs s.d. að fela borgarlögmanni, í samráði við skipulagsstjóra og sviðsstýru framkvæmda- og eignasviðs, að óska eftir fundi með fulltrúum umhverfisráðuneytis og Skipulagsstofnunar í því skyni að fara yfir framkomin tilmæli Samkeppniseftirlits. Einnig lagt fram álit Samkeppniseftirlitsins varðandi skipulag, lóðaúthlutanir og samkeppni, dags. 16. desember 2009.

31. Skipulagsráð, staðfesting fundargerða án umræðu Mál nr. SN100087
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 1. mars 2010 þar sem vakin er athygli sveitarfélaga á að ekki nægir fyrir sveitarstjórnir að staðfesta fundargerðir án umræðu.
Frestað.

32. Elliðaárdalur, breytt deiliskipulag vegna lóða Orkuveitunnar(04.2)Mál nr. SN090396
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Landslag ehf, Skólavörðustíg 11, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 19. febrúar 2010 um samþykki borgarráðs 18. febrúar 2010 á breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals vegna lóða Orkuveitu Reykjavíkur.

33. Haðaland 26, Fossvogsskóli, breyting á deiliskipulagi(01.863.9) Mál nr. SN090423
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 19. febrúar 2010 um samþykki borgarráðs 18. febrúar 2010 á breytingu á deiliskipulagi vegna Haðalands 26, lóð Fossvogsskóla.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 11:58.

Júlíus Vífill Ingvarsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Ragnar Sær Ragnarsson
Ásgeir Ásgeirsson Sóley Tómasdóttir
Björk Vilhelmsdóttir Stefán Benediktsson

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2010, þriðjudaginn 9. mars kl. 10:25 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 578. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Bjarni Þór Jónsson, Björn Kristleifsson, Sigrún Reynisdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Þórður Búason, Eva Geirsdóttir og Guðfinna Ósk Erlingsdóttir
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Aflagrandi 40 (01.522.301) 105979 Mál nr. BN039790
Þórður Sigurðsson, Aflagrandi 40, 107 Reykjavík
Ingunn Birna Magnúsdóttir, Aflagrandi 40, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurbyggja og stækka sólskála úr áli og gleri á svölum íbúðar 12.02 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 40 við Aflagranda.
Meðfylgjandi er fundargerð aðalfundar húsfélagsins Aflagaranda 40, 15. júní 2009 og undirskrift húseigenda á fundinum.
Stærðir 14,6 ferm., 31,4 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 2.416
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

2. Bankastræti 14 (01.171.202) 101383 Mál nr. BN041229
J.B.Pétursson sf, Fannafold 114, 112 Reykjavík
Þorsteinn Yngvi Bjarnason, Fannafold 114, 112 Reykjavík
SP Fjármögnun hf, Sigtúni 42, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta hársnyrtistofu á 2. hæð og koma fyrir léttum innveggjum, snyrtingu/vöskum ásamt vöskum á núverandi stofnlagnir í húsnæðinu á lóð nr. 14 við Bankastræti.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

3. Barónsstígur 30 (01.190.315) 102448 Mál nr. BN041156
Félagsbústaðir hf, Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir lóðarfrágangi með hellum og malbiki á sameiginlegri lóð fjölbýlishúsanna á lóð nr. 30 við Barónsstíg og á lóðum nr. 41, 43 og 45 við Bergþórugötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 5. mars 2010 fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

4. Bjarmaland 1-7 (01.854.002) 108773 Mál nr. BN041064
Anna Björg Petersen, Bjarmaland 1, 108 Reykjavík
Magnús Pálmi Örnólfsson, Bjarmaland 1, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera hurð milli þvottahúss og bílgeymslu, sjá erindi BN038184 dags. 3. júní 2008, í einbýlishúsinu nr. 1 á lóð nr. 1-7 við Bjarmaland.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

5. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN041166
Höfðatorg ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta skrifstofurými á 7. hæð í H1 turni og suðurálmu á Höfðatorgi á lóð nr. 8 - 16 við Borgartún.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Vakin er athygli á bókun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á umsóknarblaði.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

6. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN041236
Litaland/Rey ehf, Egilsgötu 3, 101 Reykjavík
Höfðatorg ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt eru um leyfi til að innrétta verslun sem selur listmálaravörur í atvinnuhúsnæðinu 1. áfanga í austurenda á lóð nr. 8 - 16 við Borgartún.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

7. Bræðraborgarstígur 3 (01.135.014) 100436 Mál nr. BN039750
HVH Verk ehf, Þverholti 14, 105 Reykjavík
Gunnar Bergmann Stefánsson, Logafold 66, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta í gistiheimili kjallara og 1. hæð fjölbýlishússins á lóð nr. 3 við Bræðraborgarstíg. Grenndarkynning stóð frá 15. maí til og með 16. júní 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Ingibjörg Helgadóttir og Árni Björnsson dags. 25. maí 2009. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 13. júlí 2009.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

8. Dalbraut 3 (01.350.007) 104125 Mál nr. BN035826
Ingimar H Ingimarsson, Súlunes 5, 210 Garðabær
Guðmundur Snorri Ingimarsson, Ásgarður, 560 Varmahlíð
Páll Stefánsson, Dalbraut 3, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að fjölga bílastæðum við suðurhlið húss og skilgreina sérafnot verslana á 1. hæð frá lóðarhluta vegna íbúða fjöleignarhússins á lóð nr. 3 við Dalbraut.
Umsögn Framkvæmdasviðs dags. 5. maí 2007 fylgir erindinu og önnur frá sama aðila dags. 19. júní 2007 og 10. febrúar 2010. Einnig lögð fram útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 22. júní 2007.
Gjald kr. 6.800 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

9. Engjavegur 6 (01.37-.-93) 104719 Mál nr. BN041224
Íþróttabandalag Reykjavíkur, Engjavegi 6, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til saga fyrir nýju dyraopi á 2. hæð á milli mhl. 01 og 02 í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 6 við Engjaveg.
Umsögn burðarvirkishönnuðar fylgir dags. 27. júlí 2009 og 19. jan. 2010.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

10. Flugvöllur 106641 (01.619.601) 106641 Mál nr. BN040926
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum þar sem framkvæmdar hafa verið ýmsar breytingar á fyrirkomulagi innanhúss- og brunavörnum í Hótel Loftleiðum, landnr. 106641 við Flugvallarveg.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

11. Flugvöllur 106746 (01.65-.-99) 106746 Mál nr. BN041230
Flugfélag Íslands ehf, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja niður til bráðabirgða á austurhlið flugstöðvar fimm gámahús samhangandi sem eiga að hýsa flugumsjón og aðsetur áhafna í flugstöðinni við Reykjavíkurflugvöll.
Málinu fylgir béf frá flugvallarstjóra dags 2. mars 2010.
Stækkun: 97,5 fem., 250,8 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 19.312
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

12. Fróðengi 1-11 (02.378.502) 214766 Mál nr. BN041228
Eir,hjúkrunarheimili, Pósthólf 12096, 132 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja skyggni og skjólvegg við anddyri úr stáli og gleri og setja opnanleg fög á sólstofur íbúða 03-0301 og 05-0404, sbr. erindi BN037138, í fjölbýlishúsi á lóð nr. 3 og 9 við Fróðengi.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

13. Geirsgata 9 (01.117.309) 100088 Mál nr. BN041045
Kaldidalur ehf, Stangarhyl 5, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja innviði veitingastaðar í flokki II á 1. hæð í húsi á lóð nr. 9 við Geirsgötu.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

14. Grjótháls 1-3 (04.302.401) 111016 Mál nr. BN041044
Grjót eignarhaldsfélag ehf, Lindarbergi 56, 221 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til að byggja léttan tengigang á 2. hæð að lóðamörkum við nr. 5, sbr. fyrirspurn BN040211, við hús á lóð nr. 1-3 við Grjótháls.
Stækkun 40,9 ferm., 118,5 rúmm.
Gjald kr 7.700 + 9.125
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

15. Hvammsgerði 8 (01.802.407) 107701 Mál nr. BN041020
Þórarinn Guðjónsson, Hvammsgerði 8, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalaskýli úr stálstyrktum prófílum með tvöföldu einangrunargleri og einangrandi plötum á milli svala á 1. og 2. hæð á íbúðarhúsi á lóð nr. 8 við Hvammsgerði.
Meðfylgjandi er grenndarsamþykki meðeigenda á lóð og næstu nágranna dags. des. 2009 og jan. 2010 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 5. mars 2010.
Stærðir 11,2 ferm., 29,7 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 2.287
Synjað.
Með vísan til útskriftar úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 5. mars 2010 sbr. bréf dags. 8. mars og með vísan til gr. 102,1 í byggingarreglugerð er ekki um svalaskýli að ræða, heldur svalalokun.

16. Hverfisgata 54 (01.172.102) 101440 Mál nr. BN041232
Vatn og land I ehf, Laugavegi 71, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurinnrétta skrifstofur á 2. hæð, koma fyrir lyftu og breyta aðgengi að 1. hæð með bílastæði merku fötluðum við götu og skábraut sbr. fyrirspurn BN041094 í húsi á lóð nr. 54 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

17. Hverfisgata 56 (01.172.103) 101441 Mál nr. BN040854
Austur-Indíafélagið ehf, Hverfisgötu 56, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja loftræsirör utan á austurgafl veitingastaðarins sem er í flokki 3 á lóð nr. 56 við Hverfisgötu.
Samþykki frá meðeigendum dags. 20. ágúst 2009 og samþykki og þinglýst kvöð nr. 008821 dags. 13. okt. 2009 frá eigendum af Hverfisgötu 58. Leyfisbréf frá Lögreglustjóra dags. 11. apríl 2008
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

18. Höfðabakki 9 (04.075.001) 110681 Mál nr. BN041261
Reitir II ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi til að undirbúa innréttinga-
breytingar á 1. og 2. hæð hússins á lóðinni nr. 9 við Höfðabakka
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættisins.

19. Kringlan 7 (01.723.101) 107298 Mál nr. BN040956
Reitir V ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurinnrétta fyrir breytta starfsemi hluta 1. hæðar Húss verslunarinnar, matshluta 01, á lóð nr. 7 við Kringluna.
Meðfylgjandi er samþykki eiganda í tölvupósti dags. 2.2. 2010
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

20. Laugavegur 11 (01.171.011) 101357 Mál nr. BN041198
Linda Mjöll ehf, Laugavegi 11, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja erindið BN033209 dags. 21. feb. 2006 þar sem farið er fram á að koma fyrir snyrtingu á annarri hæð hússins nr. 11 við Laugaveg (þeim hluta hússins sem snýr að Smiðjustíg).
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Umsækjandi er ekki eigandi.

21. Laugavegur 4 (01.171.302) 101402 Mál nr. BN041072
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurbyggja og endurgera verslunarhúsið á lóð nr. 4 við Laugaveg.
Erindi fylgir umsögn Húsafriðunarnefndar og Minjasafns Reykjavíkur báðar dagsettar 15. febrúar 2010 og gátlisti fyrir aðgengi í almenningsbyggingum dags. 22. febrúar 2010.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Laugavegur 6 (01.171.303) 101403 Mál nr. BN041082
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurbyggja og byggja viðbyggingar úr timbri suðaustan og suðvestan megin við verslunarhúsið á lóð nr, 6 við Laugaveg.
Erindi fylgja umsagnir Húsafriðunarnefndar og Minjasafns Reykjavíkur báðar dagsettar 15. febrúar 2010, ásamt gátlista um aðgengi í almenningsbyggingum dags. 16. febrúar 2010.
Viðbyggingar: 40,2 ferm., 111,1 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 8.555
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

23. Laugavegur 86-94 (01.174.330) 198716 Mál nr. BN041240
Húsfélagið Laugavegi 86-94, Fannafold 114, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að loka bílastæðum með slám í Stjörnuporti á lóð nr. 86 - 94 við Laugaveg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

24. Lágmúli 4 (01.260.701) 103500 Mál nr. BN041126
Eignahlíð ehf, Lágmúla 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta fundar- og samkomusal á þriðju hæð í flokki ?, fjarlægja hringstiga af teikningu sem ekki var settur upp og gera eignaskiptayfirlýsingu fyrir atvinnuhúsnæðið á lóð nr. 4 við Lágmúla.
Bréf frá T.R - Ráðgjöf sf. dags. 14. feb. 2010 fylgir ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 5. mars 2010.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Lækjargata 8 (01.140.510) 100870 Mál nr. BN040957
Lækur ehf, Bæjarlind 6, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingahús í flokki II á neðri hæð (mhl 01) og í bakhúsi (mhl 02) verslunarhússins á lóð nr. 8 við Lækjargötu.
Erindi fylgir umsögn Húsafriðunarnefndar, dags. 27. janúar, umsögn Minjasafns Reykjavíkur og bréf hönnuðar, dags. 3. febrúar 2010.
Einnig fylgir skýrsla um hljóðvist, dags. 16. febrúar 2010. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra, dags. 12. febrúar 2010.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

26. Sifjarbrunnur 26 (05.055.402) 206121 Mál nr. BN040954
Friðrik Kristinsson, Ljósavík 52, 112 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir minnkun á svölum og breytingu á gluggum sem orðið hafa á byggingartíma, sjá erindi BN036832 dags. 22. janúar 2008, einbýlishússins á lóð nr. 26 við Sifjarbrunn.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Lagfæra skráningu.

27. Skildinganes 36 (01.676.001) 106916 Mál nr. BN041041
Vigfús Guðmundsson, Fáfnisnes 3, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að taka í notkun óútgrafið rými, sameiginlegum bílskúr verður breytt í þvottahús og geymslu, bílskúrshurðum skipt út fyrir gönguhurðir, gluggar síkkaðir á norðvesturhlið ásamt endurbótum innanhúss í parhúsinu á lóð nr. 36 við Skildinganes.
Bréf frá hönnuði dags. 7. feb. 2010, 16. feb 2010 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 5. mars 2010 fylgja erindinu.
Stækkun: XXX ferm., XXX rúmm.
Gjald kr. 7.700 + XXX
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

28. Skipholt 33 (01.251.103) 103437 Mál nr. BN040895
John Lindsay hf, Klettagörðum 23, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta kennslustofur og bókasafn fyrir Tónlistarskólann í Reykjavík á 2. hæð, mhl. 04, í húsi á lóð nr. 33 við Skipholt.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

29. Skólavörðustígur 42 (01.181.417) 210269 Mál nr. BN041231
R.Guðmundsson ehf, Pósthólf 1143, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að minnka áður samþykktan kjallara og loka undirgöngum og útbúa þar móttöku í húsi á lóð nr. 42 við Skólavörðustíg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

30. Snorrabraut 27-29 (01.240.011) 102978 Mál nr. BN039410
Iceland 101 ehf, Snorrabraut 29, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, fjölga herbergjum úr sextán í átján og endurskoða eldvarnir í gistiheimilinu á lóð nr. 27-29 við Snorrabraut.
Jafnframt er erindi BN035643 dregið til baka.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

31. Sogavegur 130 (01.830.010) 108462 Mál nr. BN041128
Framkvæmdafélagið Hömlur ehf, Austurstræti 11, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja tvö skyggni og vegg milli svala, sbr. BN037564 dags. 11. apríl. 2006, á parhúsinu á lóð nr. 130 við Sogaveg.
Samþykki eiganda dags. 22. feb. 2010 fylgir.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

32. Sogavegur 224 (01.837.005) 108643 Mál nr. BN041181
Guðmundur Emilsson, Sogavegur 224, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja vinnustofu úr timbri klædda með málmplötum, og sótt um stöðuleyfi fyrir gám sem nýtist meðan á framkvæmd stendur á lóð nr. 224 við Sogaveg.
Stærð vinnustofu: 77 ferm., 264,9 rúmm.
Jákvæð fyrirspurn BN040643 dags. 10. nóv. 2009 fylgir.
Gjald kr. 7.700 + 20.397
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

33. Sóleyjarimi 1-7 (02.536.102) 199443 Mál nr. BN041239
Sóleyjarrimi 1-7,húsfélag, Sóleyjarimi 7, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir svalalokunum úr hertu gleri með viðurkenndu glerbrautakerfi á 2. til 5. hæð fjölbýlishússins nr. 1-7 við Sóleyjarima.
Erindi fylgir fundargerð húsfundar í húsfélaginu Sóleyjarima 1-7 dags. 8. febrúar 2010.
Jafnframt er erindi BN040324 dregið til baka.
Mhl. 01: Íbúð 0201, 0203, 0303.
Mhl. 02: Íbúð 0203, 0204, 0301, 0303, 0401, 0402, 0403.
Mhl. 03: Íbúð 0304, 0403, 0404.
Mhl. 04: Íbúð 0202, 0301, 0302, 0402, 0403, 0404, 0501, 0503.
Svalalokun á 21 íbúð alls 565,87 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 43.572
Frestað.

34. Spöngin 9-31 (02.375.201) 177193 Mál nr. BN041225
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki I í mhl. 02 í rými 0102 í atvinnuhúsnæðinu nr. 11 á lóð nr. 9 - 31 við Spöngina.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

35. Suðurhús 4 (02.848.804) 109897 Mál nr. BN039353
Björn Andrés Bjarnason, Suðurhús 4, 112 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi BN031368 samþ. 10. maí 2005, endurnýjað og breytt sem BN034298 4. júlí 2006, þar sem veitt var leyfi til að byggja viðbyggingu úr timbri ofan á húsið á lóðinni nr. 4 við Suðurhús. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 5. mars 2010 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 5. mars 2010
Stærð: Viðbygging 29,7 ferm. og 89,1 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 6.504
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

36. Suðurhús 8 (02.848.808) 109901 Mál nr. BN040551
Gaukur Pétursson, Suðurhús 8, 112 Reykjavík
Elínborg Bjarnadóttir, Suðurhús 8, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja yfir svalir, gera útigeymslu undir tröppum og til að útbúa svalir ofan á hluta bílskúrsþaks einbýlishússins á lóð nr. 8 við Suðurhús.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 23. október 2009 ásamt umsögn skipulagsstjóra frá 23. október 2009 fylgir erindinu.
Útigeymsla: 10 ferm., 27 rúmm.
Svalalokun: 16,2 ferm., 36,1 rúmm,
Stækkun samtals: 10 ferm., 63,1 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 4.859
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

37. Sundlaugavegur 30 (01.37-.101) 104720 Mál nr. BN041217
Laugar ehf, Sundlaugavegi 30A, 105 Reykjavík
Laugahús ehf, Reykjavíkurvegi 74, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til að flytja veitingasölu til aðalinngangs, koma fyrir lagerrými þar sem veitingasalan var og fjarlægja glervegg og lágan vegg í heilsumiðstöðinni í Laugardal á lóð nr. 30A við Sundlaugaveg.
Bréf frá hönnuði dags. 1. mars 2010 og bréf frá brunatæknihönnuði dags. 1. mars 2010 fylgir.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

38. Sævarland 2-20 (01.871.401) 108828 Mál nr. BN041100
Haukur Guðjónsson, Sævarland 20, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum sem fela í sér að breyta rennihurð og koma fyrir póstum í gugga á suður og austur hlið hússins nr. 20 á lóð nr.2-20 við Sævarland. sbr. erindið BN037564.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

39. Vesturgata 41 (01.135.003) 100425 Mál nr. BN040822
Haraldur Johannessen, Vesturgata 41, 101 Reykjavík
Jóhannes Johannessen, Vesturgata 41, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja stigahús, hækka bakbyggingu og innrétta rishæð ásamt því að gera tvennar dyr á austurgafl, koma fyrir setlaug og útbúa leiksvæði á þaki viðbyggingar tvíbýlishússins á lóð nr. 41 við Vesturgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 15. janúar og 5. mars 2010 fylgja erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 15. janúar 2010 og umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 8. febrúar 2010 og umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 3. febrúar 2010. Grenndarkynning stóð yfir frá 24. febrúar en þar sem samþykki hagsmundaraðila, dags. 4. mars 2010, barst er erindið lagt fram að nýju.
Stækkun: 27,2 ferm., 102,7 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 7.908
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

40. Þorragata 3-9 (01.635.001) 106684 Mál nr. BN041167
Þorragata 5,7,9,húsfélag, Þorragötu 7, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja sólskála á 1. hæð undir svalir af 2. hæð í fjölbýlishúsinu nr. 9 á lóð nr. 3 - 9 við Þorragötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 5. mars 2010 fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

41. Öldugata 5 (01.136.407) 100582 Mál nr. BN040961
Gunnlaugur Geirsson, Hvassaleiti 31, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja glugga úr timbri, nýir gluggar verða í anda upprunalegra glugga, í fjölbýlishúsi á lóð nr. 5 við Öldugötu.
Meðfylgjandi er teikning af glugga í mkv. 1:2 og 1:10 einnig tölvubréf dags. 3. mars 2010
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Ýmis mál

42. Brynjólfsgata - Tölusetning Mál nr. BN041263
Byggingarfulltrúi leggur til að gamla loftskeytastöðin á #GLMelunum#GL verði tölusett við Brynjólfsgötu og verði nr. 5.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

43. Engjavegur 6 (00.000.000) 104719 Mál nr. BN041241
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 2. mars sl, voru staðfest mörk lóðarinnar Engjavegur 6 , sem væri úr óútvísuðu landi en rétt er að lóðin er úr óskilgreindri lóð í Laugardal landnr. 104719 stærð 65.000 m2.
Þetta leiðréttist hér með.

44. Fornhagi - Tölusetning Mál nr. BN041264
Byggingarfulltrúi leggur til að dælustöð OR við Fornhaga verði tölusett sem Fornhagi 9, landnr. 106501, fastanr. 202-8386.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Fyrirspurnir

45. Brattagata 5 (01.136.535) 100624 Mál nr. BN041071
Grétar Guðmundsson, Brattagata 3b, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta þrjár litlar íbúðareiningar til skammtímaleigu í atvinnuhúsnæði í kjallara og í bílgeymslu einbýlishússins á lóð nr. 5 við Bröttugötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 5. mars 20101 fylgir erindinu.
Neikvætt.
Samræmist ekki byggðarmynstri

46. Brekkustígur 4A (01.134.111) 100321 Mál nr. BN041030
Gunnar Helgi Kristinsson, Brekkustígur 4a, 101 Reykjavík
María Jónsdóttir, Brekkustígur 4a, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að lyfta þaki, byggja rishæð, ofan á einbýlishúsið á lóð nr. 4a við Brekkustíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 5. mars 2010 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 4. mars 2010.
Jákvætt.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra og leiðbeininga hans, sækja verður um byggingarleyfi.

47. Geirsgata 3a-7c (01.117.306) 100086 Mál nr. BN041154
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að koma fyrir vindskjóli á norðvesturhlið hússins nr. 3B á lóð nr. 3-7C við Geirsgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 5. mars 2010 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum og með vísan til leiðbeininga, enda verði sótt um byggingarleyfi.

48. Heiðargerði 98 (01.802.218) 107683 Mál nr. BN041221
Birgitta Guðrún S Ásgrímsdóttir, Heiðargerði 98, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að hækka þakið um 500 mm, koma fyrir anddyri og byggja bílskúr á lóð nr. 98 við Heiðargerði.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

49. Höfðabakki 9 (04.075.001) 110681 Mál nr. BN041260
Reitir II ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fáist til að hefja niðurrif vegna endurnýjunar og breyttrar notkunar innanhúss í húsi á lóð nr. 9 við Höfðabakka.
Jákvætt.
Sbr. samþykki á takmörkuðu byggingarleyfi BN041261.

50. Ingólfsstræti 12 (01.180.107) 101683 Mál nr. BN041162
Guðrún Árnadóttir, Akurgerði 24, 108 Reykjavík
Guðrún Hulda Pálsdóttir, Þverás 51, 110 Reykjavík
Spurt er hvort innrétta megi hluta fyrstu hæðar, aðra og þriðju hæð sem gistiskála með 40 gistirýmum í húsi á lóð nr. 12 við Ingólfsstræti.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 5. mars 2010 fylgir erindinu.
Neikvætt.
Samræmist ekki byggðarmynstri sbr. umsögn skipulagsstjóra.

51. Týsgata 8 (01.181.013) 101736 Mál nr. BN041177
Stanislaw Zawada, Lækjargata 4, 220 Hafnarfjörður
Spurt er hvor leyfi fengist til að opna kaffihús í flokki ? í staðinn fyrir verslun á 1. hæð í húsinu á lóð nr. 8 við Týsgata.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12:40.
Magnús Sædal Svavarsson
Bjarni Þór Jónsson
Björn Kristleifsson
Sigrún Reynisdóttir
Jón Hafberg Björnsson
Þórður Búason
Guðfinna Ósk Erlingsdóttir
Eva Geirsdóttir