Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2009, miðvikudaginn 16. desember kl. 10:10, var haldinn 194. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Ásgeir Ásgeirsson, Kristján Guðmundsson, Stefán Þór Björnsson, Sóley Tómasdóttir, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir, og áheyranarfulltrúinn Magnús Skúlason. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason, Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum:, Bragi Bergsson, Guðfinna Ósk Erlingsdóttir og Haraldur Sigurðsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 11. desember 2009.
2. Grafarlækur-Stekkjarmóar-Djúpidalur, (04.14) Mál nr. SN090442
breyting á deiliskipulagi
Golfklúbbur Reykjavíkur, Pósthólf 12067, 132 Reykjavík
Lagt fram erindi Golfklúbbs Reykjavíkur, dags. 3. desember 2009, varðandi breytingu á deiliskipulagi Grafarlækur-Stekkjarmóar-Djúpidalur. Í breytingunni felst að byggingareitir eru færðir til og að byggingamagn vélargeymslu og efnislagers eru stækkaðir samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti Ark_land, dags. 25. nóvember 2009.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa og Reykjavíkurborgar.

3. Lambhagaland - 189563, nýtt deiliskipulag (02.684.1) Mál nr. SN080630
Lögð fram tillaga Landforms dags. 4. desember 2009 að deiliskipulagi Lambhagalands við Vesturlandsveg. Einnig lögð fram forsögn skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 8. ágúst 2008.
Oddur Hermannsson og Svanhildur Gunnlaugsdóttir kynntu.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Jafnframt var samþykkt að óska eftir umsögn Veiðimálastofnunar um erindið.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs Sóley Tómasdóttir og fulltrúar Samfylkingarinnar Björk Vilhelmsdóttir og Stefán Benediktsson óskuðu bókað: #GLEkki eru gerðar athugasemdir við auglýsingu tillögunnar á þessu stigi með hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu að auglýsingu lokinni#GL

4. Vínlandsleið 1, breyting á deiliskipulagi (04.111.4) Mál nr. SN090452
Arkís ehf, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík
Húsasmiðjan ehf, Holtavegi 10, 104 Reykjavík
Lagt fram erindi Arkís, dags. 9. desember 2009, varðandi breytingu á deiliskipulagi Grafarholts, athafnasvæðis vegna lóðarinnar nr. 1 við Vínlandsleið. Breytingin felur í sér að koma fyrir byggingarreit fyrir timburlager á suðausturhorni lóðarinnar samkvæmt uppdrætti, dags. 2. desember 2009.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

(B) Byggingarmál

5. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN040808
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 568 frá
15. desember 2009.

6. Tryggvagata 10, niðurrif (01.132.101) Mál nr. BN040686
Cent ehf, Suðurlandsbraut 52, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa iðnaðar- og verslunarhúsið á lóð nr. 10 við Tryggvagötu.
Erindi fylgir ástandsskýrsla dags. 7. júlí, bréf hönnuðar til Húsafriðunarnefndar dags. 2. október, umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 9. nóvember og bréf hönnuðar dags. 10. nóvember, 2009 ásamt umsögnum Minjasafns Reykjavíkur dags. 16. september og 24. nóvember 2009
Stærð niðurrifs: Fastanr. 200-0547 Mhl.01 merkt 0101 verslunarhús 346 ferm., fastanr. 200-0548 Mhl.02 merkt 0101 iðnaðarhús 163 ferm.
Samtals niðurrif: 509 ferm. Gjald kr 7.700
Frestað.
Skipulagsráð leggst ekki gegn niðurrifi á húsinu nr. 10 við Tryggvagötu en gerir það að skilyrði að áður liggi fyrir samþykktir aðaluppdrættir af nýbyggingu á lóðinni ásamt tímaáætlun framkvæmda.

Júlíus Vífill Ingvarsson tók sæti á fundinum kl. 10:17, þá var búið að afgreiða mál 1, 2, 4, og 5 á dagskránni.

(C) Fyrirspurnir

7. Háskóli Íslands, Vísindagarðar, (01.63) Mál nr. SN070730
(fsp) heildaruppbygging lóðar
Á fundi skipulagsráðs 19. nóvember 2008 var lögð fram fyrirspurnartillaga Ask arkitekta, dags. 8. október 2008, að heildaruppbyggingu lóðar Vísindagarða ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 19. nóvember 2008.
Erindið nú lagt fram að nýju ásamt minnisblaði ASK arkitekta dags. 6. febrúar 2009 og ódags. uppdráttum.
Helgi Már Halldórsson arkitekt kynnti.

Ráðið gerir ekki athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við framlagða fyrirspurn.

8. Þjóðhildarstígur, (fsp) lóð fyrir sjálfsafgreiðslustöð(04.11) Mál nr. SN080548
Atlantsolía ehf, Lónsbraut 2, 220 Hafnarfjörður
Á fundi skipulagsstjóra dags. 22. ágúst 2008 var lögð fram fyrirspurn Atlantsolíu ehf dags. 21. ágúst 2008 þar sem spurt er hvort leyft sé að koma fyrir lóð við Þjóðhildarstíg fyrir sjálfsafgreiðslustöð með tvær til þrjár dælur. Óskað er einnig eftir því að útbúin verði ný innkeyrsla frá Reynisvatnsvegi sem einnig getur nýst fyrir hverfisstöð og bílastæði sem gert er ráð fyrir að komið verði þar fyrir. Meðfylgjandi eru uppdrættir dags.19. ágúst 2008. Erindinu var vísað til umsagnar hjá umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkur. Erindið nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 13. október 2008 og umsögn skipulagsstjóra dags. 20. október 2008.
Frestað.

(D) Ýmis mál

9. Laugavegur 46B, bréf byggingarfulltrúa (01.173.104) Mál nr. BN040809
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 12. desember 2009 vegna ástands hússins nr. 46B við Laugaveg.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.
Vísað til borgarráðs.

10. Skipholt 17, bréf byggingarfulltrúa (01.242.212) Mál nr. BN040813
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 14. desember 2009 vegna lokaúttektar á lóðinni nr. 17 við Skipholt.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.
Vísað til borgarráðs.

11. Göngustígar í Reykjavíkur - Nafngiftir., Mál nr. BN040807
Lögð fram til kynningar tillögur nafnanefndar um nafngiftir á aðalgöngustíga í Reykjavík, ásamt greinagerð dags. 12. des. 2009.
Kynnt.

12. Nýtt götuheiti, bréf byggingarfulltrúa Mál nr. BN040795
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 8. desember 2009 með tillögu um nýtt götuheiti norðan Keldnaholts.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.
Vísað til borgarráðs

13. Ný götuheiti, Túnahverfi Mál nr. SR090003
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 9. nóvember 2009 þar sem gerð er tillaga að nýjum götuheitum í Túnahverfi.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.
Vísað til borgarráðs.

Skipulagsráð bókaði eftirfarandi:
#GLÍ tilefni af samþykkt skipulagsráðs um ný götunöfn í Túnahverfi, til að minnast nafna þeirra fjögurra kvenna sem fyrst voru kjörnar í borgarstjórn Reykjavíkur árið 1908, óskar ráðið eftir því við borgarráð að það hlutist til um að settar verði upp menningarmerkingar sem skýra nafngiftirnar og sögu þessa brautryðjenda í borgarstjórn.#GL

14. Gamla höfnin, hugmyndasamkeppni, stýrihópur (01.0) Mál nr. SN080373
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Kynnt niðustaða varðandi hugmyndasamkeppni um þróun og framtíð skipulagssvæðis Gömlu hafnarinnar frá D-reit og Ingólfsgarði í austri að Eyjargarði í vestri.
Ásdís Ingþórsdóttir arkitekt kynnti.

Stefán Þór Björnsson og Björk Vilhelmsdótir véku af fundi kl. 11:45 þá átti eftir að fjalla um mál nr. 7, 8 og 13 dagskránni

15. Svæðisskipulag, athafnasvæðið Tungumelum Mál nr. SN090436
Lögð fram orðsending borgarstjóra dags. 30. nóvmeber 2009 ásamt erindi Mosfellsbæjar varðandi tillögu að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins vegna stækkunar á athafnasvæðinu á Tungumelum. Einnig lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. 14. desember 2009.
Umsögn skipulags- og byggingarssviðs samþykkt.

16. Nýr Landspítali við Hringbraut, skipulag svæðis (01.19) Mál nr. SN090372
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 10. desember 2009 vegna svohljóðandi tillögu borgarfulltrúa samfylkingarinnar s.d.: #GLLagt er til að Reykjavíkurborg taki forystu um samstarf nýs Landspítala, Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík sem hafi að markmiði að tryggja að þau sóknarfæri sem skapist með kröftugri uppbyggingu þekkingarstarfsemi í Vatnsmýri verði nýtt til fullnustu#GL. Borgarráð vísaði málinu til skipulagsráðs.
Vísaðt til umsagnar skipulagsstjóra

17. Kjalarnes, Melavellir, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN090332
Matfugl ehf, Völuteigi 2, 270 Mosfellsbær
Arkþing ehf, Bolholti 8, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 10. desember 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi jarðarinnar Melavalla á Kjalarnesi.

18. Árvað 5, breyting á deiliskipulagi (04.731) Mál nr. SN090422
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 10. desember 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóðar nr. 5 við Árvað.

19. Lokastígsreitir 2, 3 og 4, deiliskipulag Mál nr. SN080688
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 10. desember 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. um breytt deiliskipulag Lokastígsreita 2, 3 og 4.

20. Fróðengi 1-11, Spöngin 43, (02.376) Mál nr. SN090259
breyting á deiliskipulagi vegna bílastæða
THG Arkitektar ehf, Faxafeni 9, 108 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 10. desember 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. um breytt deiliskipulag Spangarinnar vegna Fróðengis 1-11 og Spangar 43.

21. Bensínstöðvar og bensínsölur, stýrihópur um orkustöðvar Mál nr. SN080673
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. desember 2009 um samþykkt borgarráðs 10. desember um niðurstöðu stýrihóps um orkustöðvar í Reykjavík.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12:50.

Júlíus Vífill Ingvarsson
Ásgeir Ásgeirsson Kristján Guðmundsson
Sóley Tómasdóttir Stefán Benediktsson.

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2009, þriðjudaginn 15. desember kl. 10.02 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 568. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Bjarni Þór Jónsson, Björn Kristleifsson, Sigrún Reynisdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Þórður Búason, Guðfinna Ósk Erlingsdóttir og Eva Geirsdóttir.
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Aðalstræti 6 (01.136.502) 100592 Mál nr. BN040772
Landic Ísland ehf, Kringlunni 4-12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á erindi BN039321, samþykkt 27. janúar 2009, þar sem m. a. er hætt við endurbyggingu Héðinshúss og gerður útigarður þar í staðinn, fundarsalur er innréttaður í bakhúsi í stað veitingastaðar og innréttaður er morgunverðarsalur í kjallara ásamt öðrum minni háttar breytingum á hótelinu á lóð nr. 6 við Aðalstræti.
Erindi fylgir brunahönnun frá VSI dags. 16. desember 2008, endurskoðuð 1. desember 2009.
Nýjar stærðir: 5.742,6 ferm., 18.098,4 rúmm.
Minnkun: 97,5 ferm., 259,7 rúmm.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

2. Aðalstræti 6 (01.136.502) 100592 Mál nr. BN040802
Forum lögmenn ehf, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir minni háttar breytingum á innra fyrirkomulagi 6. hæðar í atvinnuhúsinu á lóð nr. 6 við Aðalstræti.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

3. Almannadalur 1-7 (05.865.701) 209396 Mál nr. BN040758
Eiríkur Óli Árnason, Víghólastígur 9, 200 Kópavogur
Þorsteinn Óskar Þorsteinsson, Hraunbær 18, 110 Reykjavík
Guðbjartur G Gissurarson, Fífuhvammur 31, 200 Kópavogur
Sótt er um aðskilið byggingarleyfi, áður BN036827, fyrir eignarhluta 0101, 0102 og 0103 í húsi nr. 7 á lóðinni nr. 1-7 við Almannadal.
Meðfylgjandi er bréf eigenda (umsækjenda) dags. 18. ágúst 2009, bréf byggingarfulltrúa til lögfræði- og stjórnsýslu dags. 20. ágúst 2009, bréf lögfræði- og stjórnsýslu dags. 9. september og 26. október 2009, bréf byggingarfulltrúa til eigenda 01.04 og 01.05 dags. 14. september 2009 og svarbréf byggingarstjóra dags. 24. september 2009.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

4. Austurberg 28-38 (04.670.7--) 112108 Mál nr. BN037581
Nova ehf, Lágmúla 9, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja upp farsímaloftnet á fjölbýlishúsi nr. 30 við Austurberg.
Meðfylgjandi er samþykki fulltrúa húsfélagsins dags. 1. ágúst 2007.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

5. Austurstræti 8-10 (01.140.404) 100847 Mál nr. BN040669
Tröll ehf, Austurstræti 8-10, 101 Reykjavík
Langastétt ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja erindi BN038296 dags. 20. maí 2008, þar sem veitt var leyfi til að taka niður milliveggi og veitingastaður í flokki III var stækkaður inn í rými sem áður var hárgreiðslustofa, einnig er farið fram á breytingar sem fela í sér að bæta við útiveitingasvæði fyrir 120 manns og ræsting í eldhúsi breytt í ræstiskáp í húsi á lóð nr. 8-10 við Austurstræti.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 27. nóvember 2009 fylgir erindinu.
Tölvupóstur frá hönnuði dags. 11. nóvember 2009.
Umsögn skrifstofu gatna- og eignaumsýslu um útiveitingar dags. 14. des. 2009.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Byggingarleyfishafa ber að fara í einu og öllu eftir skilmálum skrifstofu gatna- og eignaumsýslu dags. 14. desember 2009 varðandi útiveitingar.
Athygli umsækjanda er vakin á því að leyfi til útiveitinga gildir til 31. desember 2010.
Skal þeirri kvöð þinglýst á eignina.

6. Ásvallagata 7 (01.162.306) 101279 Mál nr. BN040773
Sigurður Örn Guðleifsson, Ásvallagata 7, 101 Reykjavík
Jarþrúður Karlsdóttir, Ásvallagata 7, 101 Reykjavík
Helga Fossberg, Ásvallagata 7, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir þrennum svölum á suðurhlið fjölbýlishússins á lóð nr. 7 við Ásvallagötu.
Erindi fylgir fsp. BN040457 dags. 29. september 2009 og BN039601 dags. 24. mars 2009.
Áður gerð stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

7. Barmahlíð 7 (01.701.109) 106963 Mál nr. BN040774
Bessi Gíslason, Barmahlíð 7, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á BN035539 dags. 22. maí 2007, sem felast í breyttu innra fyrirkomulagi, til að fjölga þakgluggum og fjarlægja skorstein á fjölbýlishúsinu á lóð nr. 7 við Barmahlíð.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

8. Bergþórugata 21 (01.190.217) 102420 Mál nr. BN040794
Samhugur ehf, Langagerði 116, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta skilgreiningu veitingahúss á 1. hæð í flokk III í húsi nr. 21 við Bergþórugötu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Borgartún 21 - 21A (01.218.001) 102771 Mál nr. BN040799
Landfestar ehf, Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum af 1. 2. og 3. hæð í mhl 06 vegna lokaúttektar skrifstofuhúsnæðisins
á lóð nr. 21 - 21A við Borgatún.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

10. Borgartún 25 (01.218.101) 102773 Mál nr. BN040723
Fasteignafélagið Sjávarsíða hf, Borgartúni 25, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á innréttingum á 4. hæð atvinnuhúss á lóð nr. 25 við Borgartún.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

11. Breiðhöfði 11 (04.028.401) 110506 Mál nr. BN040625
Ísaga ehf, Breiðhöfða 11, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta mhl. 01 skrifstofurými í lager þar sem einungis verða geymd óeldfim efni, koma fyrir innkeyrsluhurð og inngangshurð á vesturhlið og breyta fyrirkomulagi snyrtingar og kaffistofu í atvinnuhúsinu á lóð nr. 11 við Breiðhöfða.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

12. Bæjarháls 1 (00.000.000) 190769 Mál nr. BN040785
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningu á bílgeymslu mhl 10 við hús Orkuveitu Reykjavíkur á lóð nr. 1 við Bæjarháls.
Sama erindið BN030066 var lagt inn 7. sept. 2004 og var því frestað.
Stækkun: 1. hæð XX ferm. XX rúmm. 2. hæð XX ferm. XX rúmm.
Stækkun alls: XX ferm. XX rúmm
Gjald kr. 7.700 + XX
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13. Eggertsgata 2-34 (01.634.-99) 106682 Mál nr. BN037321
Nova ehf, Lágmúla 9, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir farsímaloftnetum ásamt búnaði á þaki húsnæðis félagsstofnunar stúdenta þar sem tengiskápar verða staðsettir í tæknirými hússins á lóð nr. 2 við Eggertsgötu.
Meðfylgjandi er bréf fulltrúa húsfélagsins dags. 11. júní 2007.
Meðfylgjandi er einnig samþykki Félagsstofnunar stúdenta dags. 6.7.2008
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

14. Elliðabraut 2 (04.772.101) 195947 Mál nr. BN040804
Umtak fasteignafélag ehf, Dalvegi 10-14, 200 Kópavogur
N1 hf, Dalvegi 10-14, 201 Kópavogur
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu BN040566 á lóðinni nr. 2 við Elliðabraut.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi.
Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

15. Frostaskjól 13 (01.515.506) 105858 Mál nr. BN040750
Sigurður Pálsson, Frostaskjól 13, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja blómaskála á svölum/bílskúrsþaki 2. hæðar fjölbýlishússins á lóð nr. 13 við Frostaskjól.
Erindi fylgir neikv. fsp. BN038906 dags. 30. september 2008.
Einnig fylgir samþykki meðeigenda dags. 6. júlí 2009 og samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða áritað á uppdrátt ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundi skipulagsstjóra frá 11. desember 2009 og umsögn skipulagsstjóra dags. 24. september 2008.
Stækkun: 23,6 ferm., 63,7 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 4.905
Synjað.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra frá 11. desember 2009.

16. Grandagarður 1 (01.115.208) 100055 Mál nr. BN040679
Slysavarnadeild kvenna í Rv, Grandagarði 1, 101 Reykjavík
Björgunarsveitin Ársæll, Grandagarði 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við til vesturs á tveim hæðum úr forsteyptum einingum og þriðju hæðina inndregna úr léttum byggingarefnum ofan á nýbyggingu og núverandi byggingu á lóð nr. 1 við Grandagarð.
Meðfylgjandi: Greinargerð vegna burðarvirkis dags. 27. nóv. 2009, lóðablað og skipulagsuppdráttur.
Stækkun: 1. hæð bílageymsla 158,1 ferm., 2. hæð 78,7 ferm., 3. hæð 238 ferm.
Samtals stækkun: 474,8 ferm., xxx rúmm.
Eftir stækkun samtals. 866,2 ferm., 3718 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

17. Grandagarður 20 (01.112.501) 100033 Mál nr. BN040756
HB Grandi hf, Norðurgarði 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja upp 2 metra háa girðingu klædda með neti um kring HB-Granda á lóð nr. 20 við Grandagarð.
Samþykki Faxaflóahafna á teikningu.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

18. Grensásvegur 3-7 (01.461.001) 105664 Mál nr. BN040798
Samband íslenskra kristniboðsf, Grensásvegi 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja 60/80 cm skilti utan á hús á lóð nr. 7 við Grensásveg.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

19. Hafnarstræti 20/Læk5 (01.140.302) 100836 Mál nr. BN040740
Landsbanki Íslands hf,aðalstöðv, Austurstræti 16, 155 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka núverandi kaffihús sem er í flokki 2 með því að samnýta rými 0101, 0102, 0103 og 0105, fjarlægja hringstiga á milli hæða, innrétta ísbúð austan megin í húsinu og koma fyrir aðstöðu fyrir útiveitinga á lóð nr. 20 við Hafnarstræti.
Jákvæð fyrirspurn BN040589 dags. 27. okt. 2009.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 4. desember 2009 fylgir erindinu.
Tölvupóstur frá eiganda dags. 8. des. 2009.
Umsögn skrifstofu gatna- og eignaumsýslu dags. dags. 14. des. 2009.
Gjald kr. 7.700 +7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

20. Hlíðarfótur 75 (01.777.201) 180083 Mál nr. BN040726
Eignarhaldsfélagið Fasteign hf, Bíldshöfða 9, 110 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningu sem felur í sér tilfærslu á salernum, fatahengi, flóttaleiðum og breyttum gestafjölda í veitingahúsnæðinu í flokki lll á lóð nr. 75 við Hlíðarfót.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

21. Hraunbær 102A (04.343.301) 111081 Mál nr. BN040789
Snyrtistofan Dimmalimm slf, Kirkjustétt 2-6, 113 Reykjavík
Hafþór Harðarson, Aðalþing 10, 203 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að innrétta snyrtistofu á ?. hæð í rými ? í verslunar- og fjölbýlishúsinu nr. 102A á lóð nr. 102 við Hraunbæ.
Samþykki eiganda dags. 1. nóv. 2009.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Hraunbær 102B (04.343.301) 111081 Mál nr. BN040606
Greifynjan ehf, Hraunbæ 102c, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka og breyta innra fyrirkomulagi í snyrtistofu, koma fyrir heitum potti og gufubaði og reka samhliða kaffihús í flokki I í húsnæðinu nr. 102B á lóð nr. 102 við Hraunbæ.
Samþykki húsfélagsins dags. 12. nóv 2009, samþykki eiganda dags. 12. nóv. 2009 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 18 nóv. 2009.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

23. Hringbraut 119 (01.520.301) 105924 Mál nr. BN040711
Lovísa Sigurðardóttir, Básbryggja 15, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innri skipan mhl 01, rými 0108 á rakarastofunni, og jafnframt verður rekstrarforminu breytt í hárgreiðslu- og snyrtistofu í verslunarhúsinu á lóð nr. 119 við Hringbraut.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

24. Hyrjarhöfði 8 (04.060.304) 110599 Mál nr. BN040748
Húsabær ehf, Berjarima 43, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta neyðarútgöngum í verkstæðishúsi á lóð nr. 8 við Hyrjarhöfða.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

25. Kambsvegur 22 (01.354.108) 104276 Mál nr. BN040717
Kolbrún Franklín, Kambsvegur 22, 104 Reykjavík
Bjarki Sigurðsson, Kambsvegur 22, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka kvist og byggja nýjan á austurhlið fjölbýlishússins á lóð nr. 22 við Kambsveg.
Jafnframt er erindi BN038273 dregið til baka.
Erindi fylgir bréf umsækjanda dags. 16. nóvember 2009, samþykki nágranna dags. 28. apríl 2008 og samþykki meðeigenda dags. 7. desember 2009.
Stækkun: 4,7 ferm., 9,9 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 762
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta 101A, dags. 16. nóvember 2009

26. Lambhagavegur 12A (02.498.202) 216926 Mál nr. BN040784
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja úr steinsteypu smádreifistöð fyrir Orkuveitu Reykjavíkur á lóð nr. 12A við Lambhagaveg.
Stærð: 5,00 ferm og 13,2 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 1.016
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

27. Lambhagavegur 12B (02.641.101) 218296 Mál nr. BN040786
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja úr steinsteypu dreifistöð fyrir Orkuveitu Reykjavíkur á lóð nr. 12B við Lambhagaveg.
Stærð: 15,3 ferm og 56,1 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 4.320
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

28. Laugateigur 17 (01.364.109) 104617 Mál nr. BN040673
Jón Magngeirsson, Þykkvibær 14, 110 Reykjavík
Ingibjörg Hanna Pétursdóttir, Laugateigur 17, 105 Reykjavík
Sigríður Jónsdóttir, Laugateigur 17, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til grafa frá suðurhlið kjallara, útbúa nýjan inngang í kjallaraíbúð, breyta innra skipulagi kjallara og stækka sorpgeymslu á lóð fjölbýlishússins á lóð nr. 17 við Laugateig.
Erindi fylgir samþykki lóðarhafa dags. 5. og 9. nóvember 2009 og yfirlýsing burðarvirkishönnuðar dags. 30. nóvember 2009.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

29. Rauðhamrar 8-10 (02.295.001) 109080 Mál nr. BN037584
Nova ehf, Lágmúla 9, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja upp farsímaloftnet á þaki fjölbýlishúss á lóð nr. 10 við Rauðhamra.
Meðfylgjandi er samþykki fulltrúa húsfélagsins dags. 15. apríl 2007
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

30. Skipholt 15 (01.242.211) 103037 Mál nr. BN040769
Brynjar Smári Þorgeirsson, Skipholt 15, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta húðflúrstofu í rými 0107 í verslunarrými í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 15 við Skipholt.
Jákvæð fyrirspurn BN040701 dags. 24. nóv. 2009 fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

31. Skipholt 21 (01.250.108) 103426 Mál nr. BN040663
Fasteignafélagið Fell ehf, Skipholti 21, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða austurvegg með báru- ál plötum sem liggja lárétt, festar á timburgrind með 30 mm steinull í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 21 við Skipholt.
Frestuð fyrirspurn BN040632 dags. 10. nóv. 2009.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 4. des. 2009
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

32. Skólavörðustígur 21A (01.182.245) 101897 Mál nr. BN040737
Charin Thaiprasert, Hlið, 225 Álftanes
Steinunn Jónsdóttir, Lindarhvammur 11, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í fl. I, þar sem seld er súpa til meðtöku, í verslunarhúsnæði á 1. hæð í húsi á lóð nr. 21A við Skólavörðustíg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

33. Sóleyjargata Tjarnarg (01.143.9--) 100965 Mál nr. BN040714
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
M.Poulsen sf, Þjórsárgötu 4, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að reiða fram veitingar í flokki II í og við Hljómskálann við Fríkirkjuveg.
Jafnframt er erindi BN040803 dregið til baka
Byggingarfulltrúi leggur til að Hljómskálinn verði tölusettur nr. 2 við Sóleyjargötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 27. nóvember 2009 fylgir erindinu. Einnig tölvupóstur frá formanni Lúðrasveitar Reykjavíkur dags. 6. des. 2009.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

34. Starengi 2 (02.384.001) 173534 Mál nr. BN040535
Valgarður Zophaníasson, Stararimi 27, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum af bensínstöð með sölu og veitingaraðstöðu í flokki I á lóð nr. 2 við Starengi.
Tölvupóstur frá eiganda dags. 23. okt. 2009.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

35. Stigahlíð 45-47 (01.712.101) 107208 Mál nr. BN040800
Ísbúðin ísland ehf, Stigahlíð 45-47, 105 Reykjavík
Bakarameistarinn ehf, Stigahlíð 45-47, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta ísbúð í rými 0102 í verslunarhúsnæðinu á lóð nr. 45-47 við Stigahlíð.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

36. Tangabryggja 24-26 (00.000.000) 179538 Mál nr. BN040797
Björgun ehf, Sævarhöfða 33, 110 Reykjavík
Sótt er um stöðuleyfi, tímabundið til eins árs, fyrir bátaskýli sem gert er úr gámum á lóð nr. 24-26 við Tangabryggju.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

37. Tunguháls 17 (04.327.003) 111053 Mál nr. BN040801
Múr- og málningarþjón Höfn ehf, Tunguhálsi 17, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta aðkomu og bílastæðum við atvinnuhúsið á lóð nr. 17 við Tunguháls.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

38. Vínlandsleið 12-14 (04.111.601) 208323 Mál nr. BN040787
Mótás fasteignir ehf, Stangarhyl 5, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir skilti á gafli og við inngang, ásamt því að gerð er grein fyrir minni háttar breytingum á útliti, gasgeymslu er snúið á lóð og bílastæðabókhald er samræmt við hús nr. 16, á atvinnuhúsinu á lóð nr. 12-14 við Vínlandsleið.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Ýmis mál

39. Friggjarbrunnur 9A (02.693.512) 205775 Mál nr. BN040818
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að leggja niður aðkomu- og bílastæðalóð, fella úr skrám og bæta henni við óútvísað land borgarinnar (landnr. 218177).
Það er Friggjarbrunnur 9A (landnr. 205775) sem er 1123 ferm.
Óútvísað svæði borgarinnar (landnr. 218177) stækkar því um 1123 ferm. Samanber deiliskipulagsbreytingu samþykkta í borgarráði 12. ágúst 2009 og auglýsingu um gildistöku breytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda dags. 24. ágúst 2009.
Samþykki lóðarhafa fylgir erindinu ásamt bréfi framkvæmda- og eignasviðs dags. 14. des. 2009.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

40. Gefjunarbrunnur 1A (02.695.209) 206024 Mál nr. BN040819
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að leggja niður aðkomu- og bílastæðalóð, fella úr skrám og bæta henni við óútvísað land borgarinnar (landnr. 218177).
Það er Gefjunarbrunnur 1A (landnr. 206024) sem er 977 ferm.
Óútvísað svæði borgarinnar (landnr. 218177) stækkar því um 977 ferm. Samanber deiliskipulagsbreytingu samþykkta í borgarráði 12. ágúst 2009 og auglýsingu um gildistöku breytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda dags. 24. ágúst 2009.
Samþykki lóðarhafa fylgir erindinu ásamt bréfi framkvæmda- og eignasviðs dags. 14. des. 2009.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

41. Gefjunarbrunnur 2A (02.695.410) 206037 Mál nr. BN040820
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að leggja niður aðkomu- og bílastæðalóð, fella úr skrám og bæta henni við óútvísað land borgarinnar (landnr. 218177).
Það er Gefjunarbrunnur 2A (landnr. 206037) sem er 1036 ferm.
Óútvísað svæði borgarinnar (landnr. 218177) stækkar því um 1036 ferm. Samanber deiliskipulagsbreytingu samþykkta í borgarráði 12. ágúst 2009 og auglýsingu um gildistöku breytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda dags. 24. ágúst 2009.
Samþykki lóðarhafa fylgir erindinu ásamt bréfi framkvæmda- og eignasviðs dags. 14. des. 2009.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

42. Hverfisgata 68 (01.173.004) 101495 Mál nr. BN040815
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúa til að breyta mörkum lóðanna Hverfisgötu 68 og Hverfisgötu 68A eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti landupplýsingadeildar dags. 24. júní 2008.
Við breytinguna minnkar lóðin Hverfisgata 68 úr 208 ferm. og lóðin Hverfisgata 68A minnkar úr 308 ferm. í 262 ferm. Sjá deiliskipulag, sem samþykkt var í borgarráði 26. október 1999.
Meðfylgjandi er kaupsamningur og afsal dags. 23. september 2009.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Lóðarmarkabreytingin tekur gildi þegar þinglýst hefur verið yfirlýsingu um breytt lóðarmörk.

43. Iðunnarbrunnur 1A (02.693.412) 206039 Mál nr. BN040816
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að leggja niður aðkomu- og bílastæðalóð, fella úr skrám og bæta henni við óútvísað land borgarinnar (landnr. 218177).
Það er Iðunnarbrunnur 1A (landnr. 206039) sem er 958 ferm.
Óútvísað svæði borgarinnar (landnr. 218177) stækkar því um 958 ferm. Samanber deiliskipulagsbreytingu samþykkta í borgarráði 12. ágúst 2009 og auglýsingu um gildistöku breytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda dags. 24. ágúst 2009.
Samþykki lóðarhafa fylgir erindinu ásamt bréfi framkvæmda- og eignasviðs dags. 14. des. 2009.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

44. Iðunnarbrunnur 2A (02.693.709) 206077 Mál nr. BN040817
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að leggja niður aðkomu- og bílastæðalóð, fella úr skrám og bæta henni við undir óútvísað land borgarinnar (landnr. 218177).
Það er Iðunnarbrunnur 2A (landnr. 206077) sem er 909 ferm.
Óútvísað svæði borgarinnar (landnr. 218177) stækkar því um 909 ferm. Samanber deiliskipulagsbreytingu samþykkta í borgarráði 12. ágúst 2009 og auglýsingu um gildistöku breytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda dags. 24. ágúst 2009.
Samþykki lóðarhafa fylgir erindinu ásamt bréfi framkvæmda- og eignasviðs dags. 14. des. 2009.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

45. Nauthólsvegur - Tölusetning Mál nr. BN040823
Byggingarfulltrúi leggur til að lóð með landnr. 106930 nú talin nr. 81 við Hlíðarfót verði tölusett nr. 100 við Nauthólsveg.
Staðgreinir lóðar er 1.688.401 og stærð 4.968 ferm.
Fastanr. 202-9677 á lóðinni eru matshlutar nr. 16-25.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Fyrirspurnir

46. Háteigsvegur 32 (01.245.306) 103261 Mál nr. BN040792
Vildís Halldórsdóttir, Háteigsvegur 32, 105 Reykjavík
Spurt er hvort samþykki allra þurfi, eða tveir þriðju hlutar nægi, til að fá samþykktar svalir á 1. hæð íbúðarhúss á lóð nr. 32 við Háteigsveg.
Þar sem um útlitsbreytingu er að ræða þarf samþykki allra sbr. ákvæði laga um fjöleignarhús nr. 26/1994.

47. Langholtsvegur126-130 (01.436.129) 105380 Mál nr. BN040731
Hrafn Heiðdal Úlfsson, Barðavogur 15, 104 Reykjavík
Spurt er hvort samþykki fengist fyrir skilti því sem er á gafli húss nr. 130 á lóðinni nr. 126-130 við Langholtsveg.
Erindi fylgir samþykki sumra eigenda Langholtsvegar 126-128 dags. 9. desember 2009.
Jákvætt.
Enda fari heildarskiltamagn á lóð ekki yfir 16.8 ferm.
Mesta stærð á einstöku skilti má mest vera 6 ferm.
Sækja þar um byggingarleyfi og samþykki meðeigenda fylgi.

48. Laufrimi 41-47 (02.540.602) 172357 Mál nr. BN040776
Ómar Sigurðsson, Laufrimi 41, 112 Reykjavík
Sigurbjörg Karlsdóttir, Laufrimi 41, 112 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja garðkassa úr timbri á framlóð sem er 6 ferm. og þar sem hann er hæstur 1,6 metrar og verður hann 2 metra frá lóðarmörkum og 5 metra frá raðhúsinu og nær sorptunnuskýli á lóð nr. 41 við Laufrima.
Frestað.
Vísað til athugasemda á fyrirspurnablaði.

49. Laugavegur 159A (01.222.209) 102871 Mál nr. BN040793
Árni Þorlákur Guðnason, Laugavegur 159a, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að skreyta húsgafl og hvort styrkur fengist fyrir framkvæmdum vegna listræns gildis sem því fylgir, vegna hversu áberandi veggurinn er á fjölbýlishúsinu á lóð nr. 159 við Laugaveg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

50. Njálsgata 71 (01.191.023) 102481 Mál nr. BN040777
Tinna Guðmundsdóttir, Njálsgata 71, 101 Reykjavík
Spurt er hvort til sé samþykkt eldhús eða hvort leyfi þurfi hjá byggingaryfirvöldum til að innrétta eldhús í kjallara íbúðarhúss á lóð nr. 71 við Njálsgötu.
Ekki er til samþykktur uppdráttur af eldhúsi í kjallara
Með vísan til gr. 96 í byggingarreglugerð nr. 441/1998 er óheimilt að gera nýja íbúð í kjallara og þar með eldhús.

51. Rauðarárst 31-Þverh18 (01.244.001) 103175 Mál nr. BN040766
Hýði ehf, Kríunesi 1, 210 Garðabær
Spurt er hvort leyfi fengist til að breyta 1. hæð í skammtímaleiguíbúðir í íbúðar- og verslunarhúsinu á lóð nr. 31 við Þverholt.
Bréf frá eiganda dags. 1. des. 2009 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 11. desember 2009 og umsögn skipulagsstjóra dags. 10. desember 2009 fylgja erindinu.
Nei.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra frá 10. desember 2009.

52. Reynimelur 59 (01.524.304) 106039 Mál nr. BN040791
Vignir Arnar Svafarsson, Stuðlaberg, 900 Vestmannaeyjar
Arndís Bára Ingimarsdóttir, Reynimelur 59, 107 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að fjarlægja burðarvegg í kjallara í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 59 við Reynimel.
Frestað.
Leggja verður fram umsögn burðarvirkishönnuðar til að hægt sé að taka afstöðu til fyrirspurnarinnar.

53. Tómasarhagi 16 (01.553.207) 106552 Mál nr. BN040806
Kristín Ólafsdóttir, Tómasarhagi 16, 107 Reykjavík
Spurt er hvort samþykki meðeigenda þurfi til að byggja bílskúr við þríbýlishúsið á lóð nr. 16 við Tómasarhaga.
Ef ekki liggur vafi á því hver á þinglesinn rétt til að byggja bílskúrana þarf ekki samþykki þess þriðja.
Önnur mismunandi tilvik geta leitt til mismunandi niðurstöðu.

54. Viðjugerði 6 (01.806.003) 107767 Mál nr. BN040790
Guðmundur Jónsson, Viðjugerði 6, 108 Reykjavík
Ólöf Björk Björnsdóttir, Viðjugerði 6, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að klæða með hvítri álklæðningu og einangra með steinull efri hæð einbýlishúsið á lóð nr. 6 við Viðjugerði.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og lögð fram skýrsla burðarvirkishönnuðar um ástand burðarvirkis.

Fundi slitið kl. 11.43

Magnús Sædal Svavarsson
Bjarni Þór Jónsson Björn Kristleifsson
Sigrún Reynisdóttir Jón Hafberg Björnsson
Þórður Búason Guðfinna Ósk Erlingsdóttir
Eva Geirsdóttir