No translated content text
Umhverfis- og skipulagsráð
Skipulagsráð
Ár 2009, miðvikudaginn 25. nóvember kl. 9.05, var haldinn 191. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Brynjar Fransson, Sóley Tómasdóttir, Stefán Benediktsson, Guðrún Erla Geirsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Magnús Skúlason. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ólafur Bjarnason, Ágúst Jónsson og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Lilja Grétarsdóttir Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Margrét Þormar.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
(A) Skipulagsmál
1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 13. og 20. nóvember 2009.
2. Landspítali Háskólasjúkrahús, kynning (01.198) Mál nr. SN060593
Farið yfir stöðu skipulagmála vegna uppbyggingar Landspítala Háskólasjúkrahúss við Hringbraut.
Ragnar Sær Ragnarsson tók sæti á fundinum kl. 9:08
Gunnar Svavarsson formaður byggingarnefndar og og Ingólfur Þórisson framkvæmdastjóri kynntu.
Skipulagsráð lagði fram eftirfarandi bókun: #GLEkki er til samþykkt deiliskipulag á spítalalóðinni sem gerir ráð fyrir þessari miklu uppbyggingu. Skipulagsráð leggur því áherslu á að samráðshópur um gerð deiliskipulags á lóðinni verði endurvakinn tafarlaust enda um umfangsmikið verkefni að ræða sem mun hafa róttæk áhrif á borgarmynd Reykjavíkur.
Staðsetning og stækkun á þessum stað er umdeild og kallar á aukið samráð og upplýsingamiðlun til borgarbúa.
Skipulagsráð telur nauðsynlegt að nýtt deiliskipulag á Landspítalalóðar taki mið af nærumhverfi sínu og að mælikvarðar endurspegli samspil og samhengi við þau hverfi sem að reitnum liggja. Spítalasvæðið þarf að vera opið og aðlaðandi. Taka ber tillit til niðurstöðu úr hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Vatnsmýrar frá ársbyrjun 2008 þar sem lögð er áhersla á þétt og blandað borgarumhverfi.
Lausnir þurfa að sýna vistvænar áherslur í skipulagsmálum, móta þarf samgöngustefnu sem er fallin til þess að að draga úr umferð og stuðlar að lífsgæðum, lýðheilsu og bætir borgarbrag#GL.
3. Vogar sunnan Skeiðarvogs, forsögn, deiliskipulag(01.4) Mál nr. SN090101
Lögð fram tillaga Hús og skipulag ehf. að deiliskipulagi Voga, sunnan Skeiðarvogs dags. 17. nóvember 2009. Einnig er lögð fram að lokinni forkynningu forsögn að deiliskipulagi reitsins dags. 18. júní 2009 og athugasemdir sem bárust við forkynningunni.
Hildigunnur Haraldsdóttir og Ragnhildur Ingólfsdóttir arkitektar kynntu.
Frestað.
4. Lokastígsreitir 2, 3 og 4, deiliskipulag Mál nr. SN080688
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Dennis og Hjördísar ehf. að deiliskipulagi Lokastígsreita dags. í maí 2009, ásamt greinargerð og skilmálum dags. í september 2009. Tillagan var auglýst frá 7. september til og með 19. október 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Sigurður H. Þorsteinsson dags. 16. október, íbúasamtök miðborgar dags. 16. október, Ásgeir Guðjónsson og Loftur Ásgeirsson, dags. 18. október, Lilja Gunnarsdóttir og Eyjólfur I. Ásgeirsson dags. 18. október, Friðþjófur Árnason og Líney Símonardóttir, dags. 18. október, Anna D. Steinþórsdóttir, dags. 18. október, Þórólfur Antonsson, dags. 19. október, Dýrleif Bjarnadóttir, dags. 19. október, Bjarni R. Bjarnason, dags. 19. október, Jóhann Gunnar Jónsson dags. 19. október og Zeppelín arkitektar dags. 19. október 2009. Einnig lagt fram bréf Hverfisráðs miðborgar dags. 23. september 2009 og umsögn skipulagsstjóra dags. 23. nóvember 2009.
Sigmundur Davíð Gunnlausson vék af fundi við umfjöllun málsins.
Athugasemdir kynntar.
Frestað.
5. Fróðengi 1-11, Spöngin 43, breyting á deiliskipulagi vegna bílastæða (02.376) Mál nr. SN090259
THG Arkitektar ehf, Faxafeni 9, 108 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju minnisblað THG, dags. 16. júní 2009 ásamt uppdrætti, dags. 29. júní 2009, varðandi breytingu á deiliskipulagi Spangarinnar við Fróðengi vegna Fróðengi 1-11 og Spangar 43 vegna bílastæða. Einnig lögð fram úttekt THG á bílastæðanotkun hjúkrunarheimila, dags. 9. des. 2008. Tillagan var auglýst frá 26. ágúst til og með 7. október 2009. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Unnar Steinn Jónsson, dags. 5. október, Haraldur Örn Arnarsson og Axel Jón Birgisson, dags. 5. október. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 20. nóvember 2009.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.
(B) Byggingarmál
6. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN040704
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerðir nr. 563 frá 17. nóvember og 564 frá 24. nóvember 2009.
7. Laugarásvegur 73, stækkun íbúða á 1 og 2 hæð (01.384.210) Mál nr. BN038853
Pétur Örn Gunnarsson, Laugarásvegur 73, 104 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. júlí 2009 þar sem sótt er um leyfi til að stækka núv. bílgeymslu og byggja á 1. og 2. hæð úr steinsteypu við íbúðarhúsið á lóð nr. 73 við Laugarásveg. Grenndarkynning stóð frá 18. september til og með 16. október 2009. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jón Svavarsson, f.h. eigenda að Dyngjuvegi 14, dags. 8. október 2009. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 20. nóvember 2009.
Meðfylgjandi bréf frá arkitekt dags 26.8. 2008
Stærðir: Niðurrif bílskúrar 53,7 ferm., 128,8 rúmm.
Stækkun kjallari: 71 ferm. 1. hæð 87,5 ferm., 2. hæð 87,5 ferm., 463,6 rúmm.Samtals: Niðurrif 53,7 ferm., Stækkun 279,8 ferm., 564,2 rúmm.Gjald 7.700 + 45.615
Synjað með vísan til umsagnar skipulagsstjóra og a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.
8. Vatnsstígur 4, (fsp) niðurrif og nýbygging (01.172.119) Mál nr. BN040514
S33 ehf, Stórhöfða 33, 110 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra 30. október 2009 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. október 2009 þar sem spurt er hvort leyft yrði að rífa hús sem fyrir er á lóð og byggja nýtt, þrjár hæðir og kjallara, tólf íbúðir með bílgeymslu fyrir fimm bíla í kjallara á lóð nr. 4 við Vatnsstíg.
Frestað.
(C) Fyrirspurnir
9. Austurstræti 6, (fsp) breyting á deiliskipulagi (01.140.4) Mál nr. SN090380
Lindarvatn ehf, Borgartúni 31, 105 Reykjavík
Guðni Pálsson, Litlabæjarvör 4, 225 Álftanes
Á fundi skipulagsstjóra 6. nóvember 2009 var lögð fram fyrirspurn Lindarvatns ehf. dags. 27. október 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 6 við Austurstræti. Í breytingunni felst að stækka húsið til suðurs að lóðarmörkum og byggja við norðurhlið að hluta og setja kvisti á 6. hæð.
Frestað.
(D) Ýmis mál
10. Skipulagsráð, siðareglur kjörna fulltrúa Mál nr. SN090374
Lagt fram til staðfestingar bréf skrifstofu borgarstjóra dags. 21. október 2009 ásamt siðareglum fyrir kjörna fulltrúa Reykjavíkurborgar sem staðfestar voru í borgarráði 20. október 2009.
12. Kerfisáætlun 2009, afl- og orkujöfnuður 2012/13, erindi LandsnetsMál nr. SN090408
Landsnet hf, Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík
Lögð fram orðsending skrifstofu borgarstjórnar, dags. 9. nóv. 2009, ásamt bréfi tækni- og eignastjóra Landsnets frá 2. s.m. um Kerfisáætlun 2009, afl- og orkujöfnuð 2012-13.
13. Frakkastígur 16, bréf byggingarfulltrúa (01.182.125) Mál nr. BN040733
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 19. október 2009, með tillögu til aðgerða.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.
14. Laugavegur 86-94, bréf byggingarfulltrúa (01.174.330) Mál nr. BN040676
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 4. nóvember 2009 vegna stöðvunar óleyfisframkvæmda á lóðinni nr. 86-94 við Laugaveg.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.
15. Þverholt 11, endurupptökubeiðni (01.244.108) Mál nr. BN040718
Lagt fram bréf lögfræðistofunnar Logos dags. 13. nóvember 2009 fh. Sjónverndar ehf. varðandi endurupptöku vegna staðfestingar byggingarfulltrúa á eignaskiptasamningi vegna Þverholts 11.
Frestað.
16. Austurbrún 26, Kæra, umsögn, úrskurður (01.381.6) Mál nr. SN080394
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 12. nóvember 2009 þar sem fyrir var tekið mál nr. 15/2008, kæra á ákvörðun skipulagsráðs Reykjavíkurborgar frá 19. desember 2007 um að samþykkja breytt deiliskipulag í Laugarási vegna lóðarinnar nr. 26 við Austurbrún.
Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu á ákvörðun skipulagsráðs Reykjavíkurborgar frá 19. desember 2007 um að samþykkja breytt deiliskipulag í Laugarási vegna lóðarinnar nr. 26 við Austurbrún.
17. Silfurteigur 2, kæra, umsögn, úrskurður (01.362.2) Mál nr. SN090343
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 18. nóvember 2009 þar sem fyrir var tekið mál nr. 65/2009, kæra á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 25. ágúst 2009 um að veita leyfi til þess að færa eldhús milli herbergja og saga gat á burðarvegg innan íbúðar í fjölbýlishúsinu að Silfurteigi 2 í Reykjavík.
Úrskurðarorð:
Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 25. ágúst 2009, sem borgarráð staðfesti hinn 27. sama mánaðar, um að veita leyfi til þess að færa eldhús milli herbergja og saga gat á burðarvegg innan íbúðar á fyrstu hæð að Silfurteigi 2 í Reykjavík.
18. Sólvallagata 67, breyting á deiliskipulagi v/ boltagerði(01.138.2) Mál nr. SN090382
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 12. nóvember 2009, um samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð Vesturbæjarskóla, Sólvallagötu 67.
19. Urðarstígsreitir, (01.186) Mál nr. SN070727
tillaga að deiliskipulagi. Reitir 1.186.0 og 1.186.4
Adamsson ehf-arkitektastofa, Laugavegi 32b, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 12. nóvember 2009, um samþykkt borgarráðs s.d. um deiliskipulag fyrir reiti 1.186.0 og 1.186.4, Urðarstígsreitir.
20. Öskjuhlíð, göngu- og hjólastígar (01.76) Mál nr. SN090381
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 12. nóvember 2009, um samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi fyrir Öskjuhlíð vegna göngu- og hjólastígar.
21. Húsahverfi svæði C, br. á skilmálum vegna húsag. E8 og E9(02.84)Mál nr. SN090006
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 12. nóvember 2009, um samþykkt borgarráðs s.d. um á breytingu á skilmálum deiliskipulags fyrir Húsahverfi svæði C.
Fundi slitið kl. 12.00.
Júlíus Vífill Ingvarsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Ragnar Sær Ragnarsson
Brynjar Fransson Sóley Tómasdóttir
Stefán Benediktsson Guðrún Erla Geirsdóttir
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2009, þriðjudaginn 17. nóvember kl. 10:05 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 563. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Björn Kristleifsson, Sigrún Reynisdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Þórður Búason, Guðfinna Ósk Erlingsdóttir og Eva Geirsdóttir
Fundarritari var Magnús Sædal Svavarsson.
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Alþingisreitur (01.141.106) 100886 Mál nr. BN039779
Alþingi, Kirkjustræti, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að flytja hús af sökkli sínum á lóð nr. 12 við Vonarstræti yfir á nýjan og hærri sökkul á fornleifauppgreftri við Kirkjustræti nr. 4, Mhl. 03, til að endurbyggja Skjaldbreið á lóð nr. 8 við Kirkjustræti Mhl. 04, til að byggja steinsteyptan kjallara Mhl.07 á milli þessara tveggja húsa og tengja öll húsin neðanjarðar ásamt Kirkjustræti 8B og 10 við þjónustubyggingu Alþingis á Alþingisreit.
Jafnframt er erindi BN039619 dregið til baka.
Erindi fylgir fyrirspurn BN039505 dags. 24. febrúar 2009, umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 2. mars 2009, Húsafriðunarnefndar dags. 3. mars 2009 og skýrsla um brunavarnir dags. 6. janúar 2009.
Meðfylgjandi er bréf Fornleifaverndar ríkisins dags. 14. apríl 2009, ný umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 26. mars 2009, einnig bréf hönnuða dags. 17. apríl 2009 og brunaskýrsla útgáfa 2 dags. 20. apríl 2009.
Stærðir nýbyggingar Mhl. 07: Kjallari ?? ferm.,
Samtals: ?? ferm., ?? rúmm.
Gjald kr: 7.700 + ??
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
2. Austurstræti 16 (01.140.501) 100861 Mál nr. BN040689
Toppmál ehf, Naustabryggju 27, 110 Reykjavík
A 16 fasteignafélag ehf, Kirkjutorgi 4, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta snyrtingum á barrými skemmtistaðarins, sbr. nýsamþykkt erindi BN040328, á jarðhæð verslunarhússins á lóð nr. 16 við Austurstræti.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
3. Austurstræti 22 (01.140.504) 100864 Mál nr. BN040705
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að reisa steinsteypuhús aftan við og sambyggt Lækjargötu 2 sem dregur dám af Nýja Bíói, sem þarna stóð og jafnframt er sótt um leyfi til að byggja kjallara undir húsunum á allri lóðinni og hluta jarðhæða hinna húsanna sbr. nýsamþykkt erindi BN040477 á sameinaðri lóð nr. 2 við Lækjargötu og nr. 22 við Austurstræti.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
4. Austurstræti 22 (01.140.504) 100864 Mál nr. BN040707
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurbyggja timburhúsið Austurstræti 22, sbr. nýsamþykkt erindi BN040477 á sameinaðri lóð nr. 2 við Lækjargötu og nr. 22 við Austurstræti.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
5. Austurstræti 22 (01.140.504) 100864 Mál nr. BN040706
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurbyggja timburhúsið Lækjargötu 2 sbr. nýsamþykkt erindi BN040477 á sameinaðri lóð nr. 2 við Lækjargötu og nr. 22 við Austurstræti.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
6. Austurstræti 8-10 (01.140.404) 100847 Mál nr. BN040669
Tröll ehf, Austurstræti 8-10, 101 Reykjavík
Langastétt ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja erindi BN038296 dags. 20. maí 2008, þar sem veitt var leyfi til að taka niður milliveggi og veitingastaður í flokki III var stækkaður inn í rými sem áður var hárgreiðslustofa í húsi á lóð nr. 8-10 við Austurstræti.
Tölvupóstur frá hönnuði dags. 11. nóvember 2009.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.
7. Blönduhlíð 25 (01.713.017) 107228 Mál nr. BN040691
Hermann Kristinn Bragason, Blönduhlíð 25, 105 Reykjavík
Jóhanna Þorsteinsdóttir, Blönduhlíð 25, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta bílgeymslu við fjölbýlishúsið á lóð nr. 25 við Blönduhlíð.
Erindi fylgir jákvæð fsp. dags. 7. nóvember 2006 og 10. mars 2009.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.700 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdráttar 19-01, dags. 3. nóv. 2009.
8. Brunnstígur 5 (01.131.005) 100148 Mál nr. BN029498
Daði Guðbjörnsson, Brunnstígur 5, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta vinnustofu með tyrfðu þaki, jafnframt er sótt um leyfi fyrir timburpalli milli íbúðarhúss og vinnustofu í hæð við aðalhæð íbúðarhússins og svala í vinnustofu og steypta veggi á lóðamörkum við einbýlishús á lóð nr. 5 við Brunnstíg.
Stærðir: 77,1 ferm., 245,8 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 +18,927
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
9. Efstasund 84 (01.410.010) 104971 Mál nr. BN040565
Ingileif Guðjónsdóttir, Efstasund 84, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa eldri kvist og byggja nýjan og stærri á vesturhlið einbýlishússins á lóð nr. 84 við Efstasund.
Jafnframt er gerð grein fyrir áður gerðri íbúð í kjallara og bílskúr á sömu lóð.
Erindi fylgir samþykki meðeiganda áritað á uppdrátt ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 13. nóv. 2009.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.700 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
10. Fossaleynir 1 (02.456.101) 190899 Mál nr. BN040655
R-Höllin ehf, Austurstræti 11, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta nýsamþykktu erindi BN040289 með því að breyta innréttingum í skrifstofum og fella niður millipall í fimleikasal íþróttamiðstöðvar á lóð nr. 1 við Fossaleyni.
Meðfylgjandi er bréf frá arkitekt dags. 27. okt. 2009
Minnkun 173 ferm.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
11. Freyjugata 24 (01.186.601) 102297 Mál nr. BN040576
Spur ehf, Freyjugötu 24, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir endurnýjun á byggingarleyfi BN033277 samþ. 11. apríl 2006, þar sem sótt er um leyfi til að lækka gólf í kjallara, og gera móttöku og eldhús þar. Fjölga herbergjum á 1. hæð og byggja sólstofu við suðvestur hlið hússins á lóð nr. 24 við Freyjugötu.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
12. Grandagarður 1 (01.115.208) 100055 Mál nr. BN040679
Slysavarnadeild kvenna í Rv, Grandagarði 1, 101 Reykjavík
Björgunarsveitin Ársæll, Grandagarði 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við til vesturs á tveim hæðum úr forsteyptum einingum og þriðju hæðina inndregna úr léttum byggingarefnum ofan á nýbyggingu og núverandi byggingu á lóð nr. 1 við Grandagarð.
Stækkun: 473,5 ferm., eftir hæðum xx ferm., bílageymsla xx ferm.,xx rúmm.
Gjald kr. 7.700 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
13. Grensásvegur 3-7 (01.461.001) 105664 Mál nr. BN040687
RTS ehf, Grensásvegi 3, 108 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum, sjá erindi BN038599, þar sem breytt er texta um eldvarnir í atvinnuhúsinu nr. 3 á lóð nr. 3-7 við Grensásveg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Gera skal grein fyrir samþykki eigenda á Grensásvegi 5 vegna opnunar milli nr. 3 og 5.
14. Grensásvegur 12 (01.295.406) 103853 Mál nr. BN040671
Rs-28 ehf, Grensásvegi 12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja erindið BN036756 dags. 13. nóv. 2007 sem er um að innrétta 2. og 3. hæðina og bakhús undir hótel ásamt svölum á 3. hæðina með fellistiga á norðurhlið og flóttahringstiga á vesturhlið fyrir 2. og 3. hæðina í atvinnuhúsnæðinu á lóðinni nr. 12 við Grensásveg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
15. Gylfaflöt 9 (02.575.702) 109502 Mál nr. BN040619
Anna Sigríður Jóhannsdóttir, Miðstræti 5, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum sem fela í sér að byggja áhaldaskýli utan um kælibúnað og breyta innra skipulag á 1. 2. og 3. hæð atvinnuhússins á lóð nr. 9 við Gylfaflöt.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 13. nóv. 2009 fylgir erindinu.
Stærð áhaldaskýlis: XXX ferm. og XXX rúmm.
Gjald kr. 7.700 + XXX
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
16. Hafnarstræti 1-3 (01.140.005) 100817 Mál nr. BN040630
Strjúgur ehf, Borgartúni 33, 105 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi B022776, síðast endurnýjað 11. nóvember 2008 sem erindi BN039128, þar sem sótt var um leyfi til þess að innrétta veitingastað í flokki II á 1. hæð í austurenda Fálkahússins og fjölga gluggum á viðbyggingu á norðurhlið hússins á lóð nr. 1-3 við Hafnarstræti.
Bréf frá hönnuði dags. 9. nóv. 2009 um ástæðu endurnýjunar erindis.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
17. Hafnarstræti 2 (01.140.204) 100829 Mál nr. BN040682
EB 1907 ehf, Kringlunni 4-6, 103 Reykjavík
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingaaðstöðu í fl. ?? í kjallara í mhl. 01, landnr. 100829 í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 2. við Hafnarstræti.
Sbr. fyrirspurn BN039245 og fyrirspurn BN039264
Gjald kr. 7.700
Synjað.
M.a. með vísan til ákvæða gr. 78.5 í byggingarreglugerð nr, 441/1998 en þar segir að lofthæð í atvinnuhúsi skuli vera að minnsta kosti 2,5 m.
18. Haukdælabraut 120-122 (05.113.304) 214829 Mál nr. BN040695
Pálmar ehf, Bleikjukvísl 12, 110 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir sökklum á lóðinni
nr. 120 - 122 við Haukdælabraut, BN040516.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi.
Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
19. Hlíðarfótur 13 (01.757.201) 214259 Mál nr. BN040648
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir til bráðabirgða gám, sem nota á sem aðstöðu vagnstjóra strætó, á lóð Háskólans í Reykjavík nr. 13 við Hlíðarfót.
Samþykki lóðarhafa dags. 29. október 2009 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 13. nóv. 2009 fylgja erindinu.
Stærð: ??? ferm. ??? rúmm.
Gjald kr. 7.700 + ???
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
20. Hólmaslóð 2 (01.111.501) 100027 Mál nr. BN040607
Frumherji hf, Hesthálsi 6-8, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breytingum á rýmum 0101 og 0102 og innrétta þar skoðunarstöð Frumherja hf. í húsi á lóð nr. 2 við Hólmaslóð.
Meðfylgjandi er ódags. samþykki sumra eigenda (hver á 0102 og 0103 ?). Einnig bréf frá framkvæmdastjóra Frumherja dags. 6. nóv. 2009 og annað dags. 13. nóv. 2009.
Stækkun: 28,1 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 2.164
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
21. Jafnasel 6 (04.993.103) 113284 Mál nr. BN040665
Brimborg ehf, Bíldshöfða 6, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa viðbyggingu og byggja stærri viðbyggingu við norðausturgafl, úr timbri við atvinnuhúsnæðið á lóð nr. 6 við Jafnasel 6.
Bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa fundur 508 frá 2008 og auglýsing frá skipulagsstjóra Reykjavíkur 12. sept. 2008 .
Niðurrif: XXX ferm. XXX rúmm.
Stækkun: XXX ferm. XXX rúmm.
Gjald kr. 7.700 + XXX
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
22. Kleifarvegur 11 (01.380.215) 104753 Mál nr. BN040692
Ísleifur Ólafsson, Kleifarvegur 11, 104 Reykjavík
Erna Kristjánsdóttir, Kleifarvegur 11, 104 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu á lóð nr. 11 við Kleifarveg, BN039721.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi.
Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
23. Kringlan 4-12 (01.721.001) 107287 Mál nr. BN040591
Landic Ísland ehf, Kringlunni 4-12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningar af rými S-356 í verslunarmiðstöðinni Kringlunni á lóð nr. 4-12 við Kringluna.
Meðfylgjandi er bréf eldvarnahönnuðar dags.
10. nóv. 2009 og bréf arkitekts dags. 9. nóv. 2009
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
24. Laugarnesvegur 48 (01.360.104) 104506 Mál nr. BN040531
Jón Trausti Jónsson, Laugarnesvegur 48, 105 Reykjavík
Vilhjálmur Auðunn Albertsson, Laugarnesvegur 48, 105 Reykjavík
Bjarni Helgason, Laugarnesvegur 48, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri viðbyggingu við suðurhlið bílskúrs á lóð fjölbýlishússins nr. 48 við Laugarnesveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 16. september 2009 fylgir erindinu.
Einnig tölvubréf frá Bjarna Helgasyni dags. 15. október 2009 og annað tölvubréf frá Bjarna Helgasyni dags. 22. okt. 2009.
Áður gerð stækkun: 3,2 ferm., 16,7 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 1.286
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
25. Laugateigur 17 (01.364.109) 104617 Mál nr. BN040673
Jón Magngeirsson, Þykkvibær 14, 110 Reykjavík
Ingibjörg Hanna Pétursdóttir, Laugateigur 17, 105 Reykjavík
Sigríður Jónsdóttir, Laugateigur 17, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til grafa frá suðurhlið kjallara, útbúa nýjan inngang í kjallaraíbúð, breyta innra skipulagi kjallara og stækka sorpgeymslu á lóð fjölbýlishússins á lóð nr. 17 við Laugateig.
Erindi fylgir samþykki lóðarhafa dags. 5. og 9. nóvember 2009.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
26. Laugav 22/Klappars 33 (01.172.201) 101456 Mál nr. BN040678
Átt-kaup ehf, Stekkjarseli 9, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að loka stigahúsi á 1. hæð og leggja niður eldhús í veitingahúsi á lóð nr. 22 við Laugaveg.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
27. Laugavegur 19-19B (01.171.110) 101376 Mál nr. BN040557
Glætan bókakaffi ehf, Hjallabraut 70, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningu sem felur í sér að fjarlægja léttan vegg í kjallara , sbr. BN039135 dags. 25. nóv. 2008, í húsi á lóð nr. 19 við Laugaveg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
28. Laugavegur 4 (01.171.302) 101402 Mál nr. BN040703
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa síðari tíma byggingar milli húsa nr. 4. og nr. 6 á lóð nr. 4 við Laugaveg.
Erindi fylgir umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 23. október 2009.
Niðurrif: Fastanr. xxxx Mhl. xx merkt xx ?? ferm.
Gjald kr .7.700 + xx
Frestað.
Gera skal gerin fyrir hvaða matshluta og eignir umsóknin tekur til.
29. Logafold 138 (02.871.607) 110347 Mál nr. BN040694
Anna Borgþórsdóttir Olsen, Logafold 138, 112 Reykjavík
Pétur Kristinn Hilmarsson, Logafold 138, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta stálofni í múrhúðaðan steinhleðslu ofn í einbýlishúsi á lóð nr. 138 við Logarfold.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
30. Móvað 9 (04.771.205) 195922 Mál nr. BN040623
Ráð og rekstur ehf, Síðumúla 33, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja garðskála úr timbri og gleri við einbýlishús á lóð nr. 9 við Móvað.
Stækkun: 13,3 ferm., 40,7 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 3.134
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
31. Rofabær 32 (04.360.003) 111255 Mál nr. BN040605
Árbæjarkirkja, Rofabæ safnaðarheim, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja safnaðarheimili úr steinsteypu á þremur hæðum við Árbæjarkirkju á lóð nr. 32 við Rofabæ.
Meðfylgjandi er bréf burðarvirkjahönnuðar dags. 19. okt. 2009 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. nóvember 2009. Einnig bréf arkitekts dags. 10. nóv. 2009 og brunaskýrsla dags. 20. okt. 2009.
Stækkun 997,7 ferm., 3.893,4 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 299.792
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
32. Síðumúli 31 (01.295.301) 103843 Mál nr. BN040688
Kvaranshús ehf, Síðumúla 31, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir innanhúsbreytingu á 4. hæð í mhl. ? sem fela í sér að koma fyrir vegg svo að rýmisnr. breytast í atvinnuhúsinu á lóð nr. 31 við Síðumúla.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
33. Skeiðarvogur 151 (01.414.303) 105135 Mál nr. BN040653
Kjartan Arngrímsson, Skeiðarvogur 151, 104 Reykjavík
Anna Sævarsdóttir, Skeiðarvogur 151, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja núverandi viðbyggingu og byggja stærri viðbyggingu úr steypu til norðurs við einbýlishúsið á lóð nr. 151 við Skeiðarvog.
Jákvæð fyrirspurn BN040131 dags. 14. júlí 2009
Niðurrif: 13,0 ferm. XXX rúmm.
Stækkun: 37,0 ferm. XXXrúmm.
Gjald kr. 7.700 + XXX
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
34. Skildinganes 20 (01.671.301) 106780 Mál nr. BN040664
Ásgeir Torfason, Lúxemborg, Jensína Matthíasdóttir, Lúxemborg, Sótt er um leyfi til að breyta þakhalla, gluggum, fyrir innanhúsbreytingum og taka í notkun rými sem áður var sýnt sem óútgrafið rými, sbr. BN039846 dags. 2. júní 2009 í einbýlishúsinu á lóð nr. 20 við Skildinganes.
Bréf frá hönnuði dags. 30. okt. 2009
Stækkun: 4,9 ferm. 41,3 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 3.180
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
35. Skipholt 21 (01.250.108) 103426 Mál nr. BN040663
Fasteignafélagið Fell ehf, Skipholti 21, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða austurvegg með báru- ál plötum sem liggja lárétt, festar á timburgrind með 30 mm steinull í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 21 við Skipholt.
Frestuð fyrirspurn BN040632 dags. 10. nóv. 2009.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
36. Skólavörðustígur 25A (00.000.000) 101894 Mál nr. BN040622
Basalt ehf, Pósthólf 806, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta hárgreiðslustofu á 1. og 2. hæð í mhl. 02 í húsi nr. 25 A á lóð nr. 25 við Skólavörðustíg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
37. Spítalastígur 2 (01.184.007) 102002 Mál nr. BN040685
Trausti Ólafsson, Spítalastígur 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að lyfta þaki mhl. 02, innrétta vinnustofu þar og byggja svalir, að byggja svalir á mhl. 03 jafnframt því sem gerð er grein fyrir áður gerðu anddyri og útitröppum á fjölbýlishúsinu á lóð nr. 2 við Spítalastíg.
Áður gerð stækkun: ?? ferm., ?? rúmm.
Stækkun: 23,1 ferm., 72 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 5.544
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
38. Stórhöfði 22-30 (04.071.001) 110548 Mál nr. BN040684
LF3 ehf, Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða suðurhlið mhl. 05 með hvítri álklæðningu sem verður borin upp af burðarkerfi úr málmi og einangraðir með 50 mm steinull á atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 22 - 30 við Stórhöfða.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
39. Stórhöfði 25-27 (04.084.701) 179554 Mál nr. BN040654
Félag vélstjóra og málmtæknim, Stórhöfða 25, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til endurnýja erindið BN037702 dags. 26. feb. 2008 sem fjallar um að endurinnrétta 3. og 4. hæð, bæta inn nýju tæknirými fyrir loftræsingu á 4. hæð og skipta um gler á suðurhlið í atvinnuhúsi á lóð nr. 25 við Stórhöfða.
Stærðir, stækkun 39,3 ferm., rúmm. óbreyttir.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
40. Tryggvagata 10 (01.132.101) 100210 Mál nr. BN040686
Cent ehf, Suðurlandsbraut 52, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa iðnaðar- og verslunarhúsið á lóð nr. 10 við Tryggvagötu.
Erindi fylgir ástandsskýrsla dags. 7. júlí, bréf hönnuðar til Húsafriðunarnefndar dags. 2. október, umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 9. nóvember og bréf hönnuðar dags. 10. nóvember, 2009.
Stærð niðurrifs: Fastanr. 200-0547 Mhl.01 merkt 0101 verslunarhús 346 ferm., fastanr. 200-0548 Mhl.02 merkt 0101 iðnaðarhús 163 ferm.
Samtals niðurrif: 509 ferm.
Gjald kr 7.700
Frestað.
Vantar umsögn Minjasafns Reykjavíkur.
Málinu vísað til umfjöllunar skipulagsráðs.
41. Varmahlíð 1 (01.762.501) 107476 Mál nr. BN029632
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir uppfærðum teikningum þar sem fram kemur m.a. önnur veitingaafgreiðsla á 4. hæð í útsýnishúsinu Perlunni á lóð nr. 1 við Varmahlíð.
Gjald kr. 5.400 + 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
42. Vesturbrún 16 (01.380.208) 104746 Mál nr. BN038832
Þórdís Rós Harðardóttir, Vesturbrún 16, 104 Reykjavík
Jón Gunnar Vilhelmsson, Vesturbrún 16, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta teikningum af útliti bílskúrs sem var samþykktur þann 10.09.1970 á lóð nr. 16 við Vesturbrún.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 17. október 2008 fylgir erindinu.
Tillagan var grenndarkynnt frá 11. september til og með 9. október 2008. Engar athugasemdir bárust.
Minnisblað frá Lögfræði og stjórnsýslu dags. 10. sept. 2009.
Stærð: 30,4 ferm., 100 rúmm.
Stækkun: 24 rúmm.
Gjöld kr. 7.300 + 7.300 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Fyrirspurnir
43. Bankastræti 14-14B (01.171.202) 101383 Mál nr. BN040660
Domingos Tavares Ferreira, Sæbólsbraut 40, 200 Kópavogur
Spurt er hvort leyfi fengist til að innrétta veitingarstað í flokki II eða III á annarri hæð hússins á lóð nr. 14 - 14B við Bankastræti.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
44. Golfæfingasvæði - Kjalarnes Mál nr. BN040662
Hafsteinn Ágúst Friðfinnsson, Esjugrund 94, 116 Reykjavík
Spurt er hvort Ungmennafélag Kjalarness fái 300/400 metra æfingasvæði fyrir golf nálægt Grundarhverfi á Kjalarnesi.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
45. Kirkjustétt 28 (04.135.205) 187937 Mál nr. BN040651
Guðmundur Gauti Reynisson, Kirkjustétt 28, 113 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja viðbyggingu við suðurhlið kjallara og gera svalir ofan á við einbýlishúsið á lóð nr. 28 við Kirkjustétt.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
46. Laufrimi 20 - 24 (02.540.201) 173099 Mál nr. BN040672
Björn Sigurður Vilhjálmsson, Laufrimi 24, 112 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja 2-5 bílskúra við fjölbýlishúsið nr. 24 á lóð nr. 20-24 við Laufrima.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
47. Reynihlíð 12 (01.782.806) 107552 Mál nr. BN040666
Garðar Hilmarsson, Reynihlíð 12, 105 Reykjavík
Spurt er hvort samþykki fengist fyrir áður gerðri íbúð í kjallara einbýlishússins á lóð nr. 12 við Reynihlíð.
Nei.
Samræmist ekki deiliskipulagi. Ekki er heimilt að gera nýja íbúð í kjallara sbr, 96 gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998.
48. Skútuvogur 8 (01.420.601) 105169 Mál nr. BN040674
Vaka hf,björgunarfélag, Skútuvogi 8, 104 Reykjavík
Spurt er hvort setja megi auglýsingar á gáma sem snúa að Sæbraut á lóð nr. 8 við Skútuvog.
Nei
Byggingaryfirvöld hafa ekki samþykkt gáma við Sæbraut.
49. Spilda 6 / Esjuberg (00.022.001) 125667 Mál nr. BN040680
Litla fasteignafélagið ehf, Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Spurt er hvort núverandi auglýsing megi vera áfram á stoðvegg við malarvinnslu BM Vallá í Kollafirði á spildu 6/Esjubergi.
Nei.
Samræmist ekki samþykkt um skilti í lögsagnarumdæmi Reykjavík hvað stærð varðar og er innan helgunarsvæðis þjóðvegar.
50. Tryggvagata 11 (01.117.401) 100089 Mál nr. BN040708
Hafgull ehf, Grundarhvarfi 19, 203 Kópavogur
Ingunn Ólafía Blöndal, Vesturholt 3, 220 Hafnarfjörður
Örn Stefánsson, Vesturholt 3, 220 Hafnarfjörður
Spurt er hvort leyft yrði að breyta í gistiheimili 2. 3. og 4. hæð atvinnuhússins á lóð nr. 11 við Tryggvagötu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
51. Þúfusel 4 (04.920.106) 112557 Mál nr. BN040675
Þorvaldur Ægir Harðarson, Þúfusel 4, 109 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að stækka kjallara/jarðhæð til vesturs eins og sýnt er á meðfylgjandi skissum af einbýlishúsinu á lóð nr. 4 við Þúfusel.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
Fundi slitið kl. 11.28
Magnús Sædal Svavarsson
Björn Kristleifsson Sigrún Reynisdóttir
Jón Hafberg Björnsson Þórður Búason
Guðfinna Ó. Erlingsdóttir Eva Geirsdóttir