Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2009, miðvikudaginn 21. október kl. 9.15, var haldinn 187. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12-14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Ragnar Sær Ragnarsson, Brynjar Fransson, Ásgeir Ásgeirsson, Sóley Tómasdóttir, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir, Torfi Hjartarson, Sigurður Kaiser Guðmundsson og áheyrnarfulltrúinn Magnús Skúlason. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir.
Auk þess gerði eftirtalin embættismaður grein fyrir einstökum málum: Haraldur Sigurðsson
Fundarritari var Marta Grettisdóttir.

Þetta gerðist:

(D) Ýmis mál

1. Aðalskipulag Reykjavíkur 2024+, endurskoðun, skipun stýrihóps Mál nr. SN060424
Nýr fulltrúi Samfylkingarinnar skipaður í stýrihóp um endurskoðun Aðalskipulags Reykjavíkur í stað Dags B. Eggertssonar.
Samþykkt að fulltrúi Samfylkingarinnar Stefán Benediktsson taki sæti í Aðalskipulagshópnum.

2. Aðalskipulag Reykjavíkur endurskoðun, áætlun um hverfafundi Mál nr. SN090373
Kynnt áætlun um hverfafundi vegna endurskoðunar Aðalskipulags Reykjavíkur.

Fundi slitið kl. 9.25.

Júlíus Vífill Ingvarsson

Ragnar Sær Ragnarsson Brynjar Fransson
Ásgeir Ásgeirsson Sóley Tómasdóttir
Stefán Benediktsson Björk Vilhelmsdóttir
Torfi Hjartarson Sigurður Kaiser Guðmundsson