Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

UMHVERFISRÁÐ

Ár 2007, þriðjudaginn 25. september kl. 14.00 var haldinn 60. fundur Umhverfisráðs að Elliðavatni í Heiðmörk. Fundinn sátu Gísli Marteinn Baldursson, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Gestur Guðjónsson, Dofri Hermannsson, Sóley Tómasdóttir, Guðrún Erla Geirsdóttir og Ólafur Jónsson. Jafnframt sat Ásta Þorleifsdóttir fundinn. Enn fremur sátu fundinn Örn Sigurðsson, Árný Sigurðardóttir og Þórólfur Jónsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Skógræktarfélag Reykjavíkur
Í upphafi fundar var farin skoðunarferð um Heiðmörk með Þresti Ólafssyni formanni Skógræktarfélags Reykjavíkur, Helga Gíslason framkvæmdastjóra og fleiri starfsmönnun félagsins.

Umhverfisráð samþykkti eftirfarandi:
Umhverfisráð Reykjavíkur þakkar Skógræktarfélagi Reykjavíkur góðar móttökur og fróðlega ferð um Heiðmörk. Ráðið áréttar vilja sinn til að standa vörð um Heiðmörk í góðu samstarfi við skógræktarfélagið með það að markmiði að þetta einstaka útivistarsvæði borgarbúa megi vaxa og dafna um alla framtíð.

Heilbrigðismál:

2. Eftirlit með almenningssundlaugum sumarið 2007.
Kynning á niðurstöðum eftirlits.

- Rósa Magnúsdóttir kom á fundinn.

3. Undanþága frá reglugerð.
Lagt fram bréf Umhverfisráðuneytisins dags. 14. september 2007 og tillögu að umsögn ráðsins.

Umhverfisráð samþykkti tillögu að umsögn.

- Rósa Magnúsdóttir kom á fundinn.

4. Samþykkt hundaleyfi.

5. Útgefin starfsleyfi og tóbakssöluleyfi.

6. Háteigsvegur 43, breyting á deiliskipulagi.
Lagt fram bréf Skipulags- og byggingasviðs dags. 22. ágúst 2007.
Frestað.

Umhverfismál:

7. Drög að breytingartillögum á aðalskipulagi Reykjavíkur til kynningar og umsagnar.
Lagðar fram á ný tillögur um eftirtaldar breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur:
a. Hellisheiðaræð– niðurgrafin hitaveituæð frá Hellisheiðarvirkjun að miðlunartönkum í Reynisvatnsheiði.
b. Nesjavallalína2–145 kV jarðstrengur frá Nesjavallavirkjun að spennistöð í Geithálsi.
c. Kolviðarhólslína1– endurbygging og nýbygging 245 kV háspennulína að spennistöð í Geithálsi. Búrfellslína3–nýbygging 420 kV háspennulínu að spennistöð við Straumsvík.
Lögð fram tillaga að umsögn ráðsins.

Umhverfisráð samþykkti tillögu að umsögn ráðsins.

- Lúðvík Gústafsson kom á fundinn.

8. Gufunes, útivistarsvæði. Breyting á deiliskipulagi.
Lagt fram bréf Skipulags- og byggingasviðs dags. 27. ágúst 2007 og tillaga að umsögn ráðsins.
Umhverfisráð samþykkti tillögu að umsögn.

- Lúðvík Gústafsson og Björn Axelsson komu á fundinn.

- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir fór af fundi kl. 15.50.

9. Hólmsheiði við Suðurlandsveg. Athafnasvæði A3, deiliskipulag.
Lagt fram bréf Skipulags- og byggingasviðs dags. 29. ágúst 2007 og tillaga að umsögn ráðsins.
Umhverfisráð samþykkti tillögu að umsögn.

- Lúðvík Gústafsson og Björn Axelsson komu á fundinn.

10. Hallsvegur frá Víkurvegi að Vesturlandsvegi – tillaga að matsáætlun.
Kynning.

- Stefán Finnsson kom á fundinn.

11. Gatnamót Bústaðavegar og Reykjanesbrautar – tillaga að aðgerðum.
Kynning.

- Stefán Finnson kom á fundinn.

12. Reynisvatnsvegur austan Biskupsgötu – ákvörðun um matsskyldu.
Lagt fram til kynningar bréf Skipulagsstofnunar dags. 12. september 2007.

13. Suður-Mjódd – breyting á deiliskipulagi.
Lagt fram bréf Skipulags- og byggingasviðs dags. 5. september 2007.
Vísað til umsagnar Umhverfissviðs.

- Björn Axelsson kom á fundinn

14. Ónæði af völdum Þyrluþjónustunnar.
Lagt fram bréf Íbúasamtaka Litla-Skerjafjarðar dags. 10. september 2007.

15. Stækkun kjúklingabús Matfugls.
Lagt fram bréf ábúenda Bakka á Kjalarnesi dags. 27. ágúst 2007.

Samgöngumál:

Önnur mál:

16. Lagðar fram á ný svohljóðandi fyrirspurnir Samfylkingar, Vinstri grænna og F-lista.
1) Fulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og F-lista í Umhverfisráði óska eftir upplýsingum um:
- Hver sú skilgreining er sem lögð er til grundvallar á fríum strætóferðum fyrir nemendur á framhaldsskóla- og háskólastigi í Reykjavík.
- Hve margir nemendur á framhaldsskólastigi í Reykjavík falla utan þeirrar skilgreiningar.
- Hver er áætlaður kostnaður af því að bjóða þessum hópi frítt í strætó eins og öðrum nemendum á framhaldsskólastigi í Reykjavík.
Lagt fram svar meirihluta Umhverfisráðs.

2) Að gefnu tilefni óska fulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og F-lista eftir upplýsingum um hvort og þá hvenær starfshópur um Miklatún muni hefja störf og eiga samráð við íbúa og hagsmunaaðila.
Formaður ráðsins svaraði fyrirspurninni munnlega.

17. 6 mánaða uppgjör Umhverfissviðs.
Lagt fram til kynningar.

18. Fyrirspurn frá fulltrúum Vinstri grænna og Samfylkingarinnar:
Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar óska eftir greinargerð sviðsins vegna flutninga mengaðs jarðvegs úr Vatnsmýri á hreinsunarsvæði á Hólmsheiði. Fulltrúunum hefur borist mikið af fyrirspurnum frá áhyggjufullum borgarbúum vegna málsins og eins hefur komið fram í fjölmiðlum að ekki eru allir á eitt sáttir. Hefði ekki verið hægt að finna hreinsuninni stað fjær vatnsverndarsvæði? Er vitað hvers kyns efnið er og hvaða afleiðingar það getur haft til frambúðar? Er alveg tryggt að mengun berist ekki út fyrir hreinsunarsvæðið?

19. Fyrirspurn frá F lista.
Fyrirspurn frá F-lista vegna tilrauna til að halda sílamáfi í skefjum sumarið 2007:
Varðandi notkun á svefnlyfjum:
1. Í hversu mörg hreiður voru efnin borin út?
2. Hversu margir fuglar drápust með þessum hætti á hreiðrunum?
3. Hversu margir fuglar eru taldir hafa drepist annars staðar og því ekki náðst?
4. Hversu mörg egg voru tekin úr hreiðrum?
5. Hversu margir sílamáfsungar voru drepnir í hreiðrum?
6. Hver var kostnaðurinn við þessa tilraun, hversu mörgum manntímum var til hennar varið og hve margir starfsmenn komu að?
7. Telja menn að árangur þessarar vinnu í sumar gefi tilefni til að halda áfram tilraunum með svefnlyf eða önnur eiturefni á næsta sumri?
Með skotvopnum:
1. Hversu margir fuglar hafa verið skotnir það sem af er árinu (til 1. október 12007) og af hvaða tegundum (Svartbak, Hvítmáf, Silfurmáf, og Sílamáf eða öðrum tegundum?
2. Hver var kostnaðurinn við skotveiðina?

Hvað annað var gert til að draga úr stofnstærð sílamáfs? Svo sem kynning og fræðsla um umgengni, bættur frágangur á rusli, við landfyllingu og þess háttar?

20. Loftgæði í Reykjavík
Kynnt aukið aðgengi almennings að rauntímaupplýsingum um loftgæði á vefsíðu Umhverfissviðs.

21. Umhverfisþing
Kynnt bréf umhverfisráðherra dags. 20. sept. s.l. um væntanlegt Umhverfisþing sem haldið verður 12. og 13. okt. n.k.

22. Samgönguvika
Umhverfisráð lýsir mikilli ánægju með vel heppnaða samgönguviku og þakkar undirbúningshópi vel unnin störf.

Fleira gerðist ekki
Fundi slitið kl. 17.00

Gísli Marteinn Baldursson
Gestur Guðjónsson Vigdís Hauksdóttir
Guðrún Erla Geirsdóttir Dofri Hermannsson
Sóley Tómasdóttir Ólafur Jónsson