Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og samgönguráð

Ár 2010, þriðjudaginn 25. maí kl. 14.00 var haldinn 51. fundur umhverfis- og samgönguráðs í Hofi að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Gísli Marteinn Baldursson, Áslaug Friðriksdóttir, Gerður Hauksdóttir, Dofri Hermannsson, Margrét Sverrisdóttir og Friðrik Dagur Arnarson. Enn fremur sátu fundinn Ólafur Bjarnason, Stefán Agnar Finnsson, Kolbrún Jónatansdóttir, Óskar Í. Sigurðsson, Gunnar Hersveinn, Einar Kristjánsson, Ellý Katrín Guðmundsdóttir og Þórólfur Jónsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Fundargerðir.
Lögð fram til kynningar 139. fundargerð stjórnar Strætó bs.

2. Lækjargata – sérrein strætó og hjólreiðamanna.
Lögð fram á ný tillaga Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 7. maí 2010.
Tillagan var samþykkt einróma til reynslu.

3. Strætórein við Skeiðarvog.
Lagt fram bréf Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 20. maí 2010.
Tillagan var samþykkt einróma.

4. Umferðarljós Miklabraut – Grensásvegur.
Lagt fram bréf Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 21. maí 2010.
Tillagan var samþykkt einróma.

5. Reglur um íbúakort.
Lögð fram tillaga Bílastæðasjóðs dags. 19. maí 2010.
Samþykkt einróma að vísa tillögunni til borgarráðs.

6. Umhirða í Laugarnesi.
Lagt fram bréf áhugasamra dags. 7. apríl 2010.
Samþykkt einróma að vísa erindinu til Umhverfis- og samgöngusviðs.

7. Vatnsmýrin, Samgöngumiðstöð – breyting á deiliskipulagi.
Lagt fram bréf Skipulags- og byggingasviðs dags. 20. maí 2010.
Frestað.

8. Frumvarp til umferðarlaga – umsögn.
Lögð fram orðsending borgarlögmanns dags. 18. maí 2010.
Lögð fram umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 19. maí 2010.
Ráðið tók undir umsögn sviðsins og gerði hana að sinni einróma.

9. Hjólaborgin Reykjavík.
Lögð fram drög að 3ja ára framkvæmdaáætlun.
Pálmi F. Randversson kom á fundinn.
Tillagan samþykkt einróma.

10. Skógræktarfélag Kjalarness – Skógræktarsvæði í Blikdal.
Lögð fram orðsending skrifstofu borgarstjórnar dags. 4. maí 2010.
Ráðið tók jákvætt í erindi Skógræktarfélags Kjalarness en vísaði erindinu til Umhverfis- og samgöngusviði til nánari skoðunar.

11. Gleym mér ei.
Lögð fram tillaga ásamt greinargerð.
Ráðið samþykkti tillöguna en óskar eftir að tillögur að útfærslu verði lagðar fyrir ráðið.

12. Heiðmörk – Vatnsverndarsvæði – raflínuframkvæmdir.
Lagt fram á ný bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 16. mars 2010 og drög að umsögn ráðsins ásamt minnisblaði.
Ráðið samþykkti umsögnina með þremur atkvæðum.
Fulltrúar VG og Samfylkingar lögðu fram eftirfarandi bókun:
Það er deginum ljósara að ef ráðist veður í lagningu Suðvesturlínu þvert yfir vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins þá er verið að taka óásættanlega áhættu með vatnsból íbúanna. Slíkt er með öllu fráleitt og kemur ekki til greina að samþykkja þess konar áform. Suðvesturlína þverar land sem nýtur vatnsverndar sem fjar-, grann- og brunnsvæði. Hún liggur um land sem er mjög gropið og lekt mikil í því, enda um ung hraunasvæði að ræða. Áhættan er því umtalsverð ef mengunaróhöpp verða. Framkvæmdastjórn um vatnsvernd bendir m.a á að þrátt fyrir að menn skuli gæta fyllstu varúðar við þessa viðamiklu framkvæmd geti hún skapað hættu sem ógnar vatnsvernd. Og svo er ekkert í hendi með að mönnum takist alltaf að gæta umræddrar fyllstu varúðar. Skipulagsstofnun er sögð hafa komið fram með veigamiklar aðvaranir og Heilbrigðisnefnd segir að starfsleyfið hljóti að miðast við að ekki sé tekin áhætta varðandi vatnsverndina. Í skýrslu OR sem kölluð hefur verið mosaskýrslan er líka fjallað um umhverfisáhrif frá sjálfum raflínumöstrunum. Ekkert sést í gögnum fyrir þennan fund um það hvernig því á að mæta inni á vatnsverndarsvæðinu. Hvernig sem á málið er litið er ljóst að svona stórfelldri framkvæmd fylgir óhjákvæmilega mikið rask, umferð og umsvif sem ekki eru ásættanleg á vatnsverndarsvæði. Siðferðislegt ábyrgðarleysi er að veita þessu máli brautargengi og taka bara sénsinn á því að þetta reddist allt. Íslenskt samfélag hefur fengið sig fullsatt af slíkri afstöðu og íbúar höfuðborgarinnar eiga kröfu á að kjörnir fulltrúar standi dyggari vörð um lífsnauðsynleg náttúrugæði en svo, að þeir fallist á svona áform.”

13. Loftgæði í Hlíðum.
Lagt fram bréf hverfisráðs Hlíða dags. 16. apríl 2010 og drög að umsögn.
Ráðið samþykkti einróma að fela Umhverfis- og samgöngusviði að svara hverfisráði í samræmi við umræður á fundinum.

14. Hofsvallagata frá Hringbraut að Ægissíðu - tillaga.
Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 9. apríl 2010 varðandi tillögu VG í borgarráði frá 8. apríl s.l.
Ráðið samþykkti einróma svo breytta tillögu: “Hofsvallagata frá Hringbraut að Ægisíðu verði gerð að einni, skýrt afmarkaðri akrein í hvora átt og bætt við reiðhjólastíg beggja vegna götunnar.”

15. Strætó á 10 mín. fresti.
Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 4. þ.m. og umsögn Strætó bs. ódags.
Ráðið samþykkti einróma að 1 fulltrúi meirihluta og einn fulltrúi minnihluta hitti fulltrúa Strætó bs. til að ræða mögulegar breytingar á tíðni vagna í leiðakerfinu.

16. Hallsvegur – Fossaleynir. Kynning.
Lögð fram orðsending skrifstofu borgarstjórnar dags. 18. maí 2010.
Ráðið samþykkti einróma að vísa tillögugerð varðandi mögulegar vegtengingar til gerðar Aðalskipulags.

- Áslaug M. Friðriksdóttir fór af fundi kl. 16.58.

17. Tillag að breyttri sorphirðu í Reykjavík – aukin söfnun á flokkuðu sorpi
Lagt fram minnisblað Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 20. maí 2010.
Guðmundur B. Friðriksson kom á fundinn.

18. Breytingar á leiðakerfi Strætó – ósk um fjárveitingu.
Lagt fram bréf Strætó bs. dags. 11. maí 2010.
Ráðið samþykkti einróma fyrir sitt leyti tillögur að breytingum á leiðakerfi en vísaði óskum um fjárveitingar til borgarráðs.

19. Samgönguáætlun
Lögð fram til kynningar umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs.
Ráðið samþykkti einróma umsögn sviðsins.

20. Loftgæði í Hlíðum.
Lögð fram á ný tillaga VG og Samfylkingar varðandi aðgerðaáætlun í loftslagsmálum.
Tillögunni fylgdi greinargerð.
Fulltrúar VG og Samfylkingar lögðu fram svo breytta tillögu:
Lagt er til að þær aðgerðir og áætlanir um loftslagsmál, sem Umhverfis- og samgöngusvið hefur þegar hafist handa við, verði felldar undir eina heildstæða aðgerðaáætlun í loftslags- og loftgæðamálum, þar sem skref í átt til þess að ná markmiðum Loftslags- og loftgæðastefnu Reykjavíkur verði áfanga- og tímasett.
Ráðið samþykkti tillöguna einróma.

21. Fyrirspurn um framkvæmdir á bökkum Úlfarsár.
Lögð fram á ný svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Samfylkingar:
Nú standa yfir umfangsmiklar framkvæmdir á bökkum Úlfarsár frá Korpúlfsstöðum og niður með ánni. Mun þar vera um að ræða undirbúning fyrir gerð 9 holu golfvallar á bökkum árinnar. Hefur deiliskipulag fyrir þessa framkvæmd komið til umsagnar Umhverfisráðs/Umhverfis- og samgönguráðs? Ef ekki, hver er skýringin? Er gert ráð fyrir göngustíg fyrir almenning eftir bökkum árinnar?
Frestað.

22. Fyrirspurn um endurhönnun gatnamóta.
Lögð fram á ný svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Samfylkingar:
Hönnun göngu- og hjólaleiða við endurgerð gatnamóta og nokkurra gangbrauta undanfarin ár hefur mjög verið gagnrýnd vegna þeirra tafa sem þau valda gangandi og hjólandi vegfarendum. Þrátt fyrir að þessa gagnrýni undanfarin ár t.d. frá samtökum hjólreiðamanna er enn verið að endurbyggja gatnamót með þessum hætti. Af hverju?
Lagt fram svar Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 19. maí 2010.

- Gerður Hauksdóttir fór af fundi kl. 18.13.

Fundi slitið kl. 18.16.

Gísli Marteinn Baldursson

Dofri Hermannsson Margrét Sverrisdóttir
Friðrik Dagur Arnarson