No translated content text
Umhverfis- og skipulagsráð
Umhverfis- og samgönguráð
Ár 2010, þriðjudaginn 11. maí kl. 14.00 var haldinn 50. fundur umhverfis- og samgönguráðs í Hofi að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Gísli Marteinn Baldursson, Kolfinna Jóhannesdóttir, Áslaug Friðriksdóttir, Dofri Hermannsson, Margrét Sverrisdóttir og Friðrik Dagur Arnarson.
Enn fremur sátu fundinn Ólafur Bjarnason, Stefán Agnar Finnsson, Kolbrún Jónatansdóttir, Árný Sigurðardóttir, Þórólfur Jónsson, Einar Kristjánsson, Ellý Katrín Guðmundsdóttir og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Fundargerðir.
a. Lögð fram til kynningar 138. fundargerð stjórnar Strætó bs.
b. Lögð fram til kynningar 273. fundargerð stjórnar Sorpu bs.
2. Ár og vötn – niðurstöður vöktunar.
Kynning.
Kristína Lóa Ólafsdóttir, heilbrigðisfulltrúi, kom á fundinn.
3. Strandsjór – niðurstöður mælinga 2009 – 2009.
Kynning.
Kristín Lóa Ólafsdóttir, heilbrigðisfulltrúi, kynnti.
4. Gagn og gaman úti.
Kynning.
Sigurður Hallgrímsson, Ólafur Mathiesen og Silja Traustadóttir frá Gláma-Kím, komu á fundinn.
5. Kortlagning gönguleiða skólabarna.
Kynning.
Kristinn J. Eysteinsson, Umhverfis- og samgöngusviði, kom á fundinn.
6. Gangbrautarljós 2010.
Lögð fram tillaga Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 4. maí 2010.
Tillagan var samþykkt einróma.
7. Lækkaður umferðarhraði í borginni.
Kynning tillögu.
Ráðið samþykkti að kynna erindið í hverfaráðum borgarinnar.
Margrét Sverrisdóttir vék af fundi kl. 16.10.
8. Lækjargata – sérrein strætó og hjólreiðamanna.
Lögð fram tillaga Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 7. maí 2010.
Tillagan var samþykkt að því frátöldu að frestað var þeim hluta hennar sem fjallar um aðgengi hjólreiðamanna að sérrein strætó. Strætó bs. leggur fram athugasemdir við tillöguna.
9. Baldurstorg.
Kynnt tillaga að útfærslu torgsins. Ráðið samþykkti að kynna tillöguna hverfaráði.
10. Deiliskipulaga Valssvæðis.
Kynning.
Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Skipulags- og byggingasviði og Kristján Ásgeirsson og Jakob E. Líndal, Al Ark arkitektastofu, komu á fundinn.
11. Gleym mér ei.
Lögð fram tillaga ásamt greinargerð.
Frestað.
12. Heiðmörk – Vatnsverndarsvæði – raflínuframkvæmdir.
Lagt fram á ný bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 16. mars 2010 og drög að umsögn ráðsins ásamt minnisblaði.
Frestað.
13. Loftgæði í Hlíðum.
Lagt fram bréf hverfisráðs Hlíða dags. 16. apríl 2010 og drög að umsögn.
Frestað.
14. Gjaldskylda bílastæða við götukanta í miðborginni.
Lögð fram tillaga Bílastæðasjóðs dags. 5. maí 2010.
Tillagan var samþykkt einróma.
15. Breytingar á gjaldsvæðum.
Lögð fram tillaga Bílastæðasjóðs dags. 5. maí 2010.
Tillagan var samþykkt einróma.
16. Tillaga VG varðandi Hofsvallagötu.
Lagt fram á ný bréf Framkvæmdasviðs dags. 11. október 2007 varðandi tillögu VG um hjólarein við Hofsvallagötu. Tillögunni var í lok árs 2007 vísað til starfshóps um hjólreiðaáætlun Reykjavíkur.
Frestað.
17. Strætó á 10 mín. fresti.
Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 5. maí 2010.
Frestað.
18. Heildstæð hjólreiðastefna – tillaga.
Lagt fram til kynningar bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 5. maí 2010.
19. Hallsvegur – Fossaleynir.
Kynning.
Frestað.
20. Skýrsla um innkaup skv. 2. mgr. 27. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar.
Lögð fram skýrsla Innkaupaskrifstofu dags. 30. apríl 2010.
21. Covenant of Mayors.
Lögð fram tillaga um aðild Reykjavíkurborgar.
Ráðið samþykkti einróma að vísa tillögunni til borgarráðs.
22. Loftgæði í Hlíðum.
Fulltrúar VG og Samfylkingar lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Fulltrúar VG og Samfylkingar í umhverfis og samgönguráði leggja til að þegar verði hafist handa við gerð aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum þar sem skref í átt til þess að ná markmiðum í Loftslags- og loftgæðastefnu Reykjavíkur verða áfanga- og tímasett. Skilgreind verði mælanleg þrep og ákveðið hvenær borgin á að vera búin að ná hverjum og einum áfanga. Jafnframt verði nú þegar stigin ákveðin skref til að stemma stigu við svifryksmengun ekki síst frá bílum, t.d. með því að fylgja ábendingum úr aðgerðaáætlun Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur.
Tillögunni fylgdi greinargerð.
Frestað.
23. Fyrirspurn um framkvæmdir á bökkum Úlfarsár.
Fulltrúar Samfylkingar lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:
Nú standa yfir umfangsmiklar framkvæmdir á bökkum Úlfarsár frá Korpúlfsstöðum og niður með ánni. Mun þar vera um að ræða undirbúning fyrir gerð 9 holu golfvallar á bökkum árinnar. Hefur deiliskipulag fyrir þessa framkvæmd komið til umsagnar Umhverfisráðs/Umhverfis- og samgönguráðs? Ef ekki, hver er skýringin? Er gert ráð fyrir göngustíg fyrir almenning eftir bökkum árinnar?
Frestað.
24. Fyrirspurn um endurhönnun gatnamóta.
Fulltrúar Samfylkingar lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:
Hönnun göngu- og hjólaleiða við endurgerð gatnamóta og nokkurra gangbrauta undanfarin ár hefur mjög verið gagnrýnd vegna þeirra tafa sem þau valda gangandi og hjólandi vegfarendum. Þrátt fyrir að þessa gagnrýni undanfarin ár t.d. frá samtökum hjólreiðamanna er enn verið að endurbyggja gatnamót með þessum hætti. Af hverju?
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 17.25.
Gísli Marteinn Baldursson
Kolfinna Jóhannesdóttir Áslaug Friðriksdóttir
Dofri Hermannsson Friðrik Dagur Arnarson