Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. reglugerð nr. 161/2005

Árið 2007, þriðjudaginn 30. janúar kl. 09:12 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 429. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 4. hæð Borgartúni 3. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Þórður Búason, Helga Guðmundsdóttir, Jón Magnús Halldórsson og Sigríður Kristín Þórisdóttir.

Fundarritari var Magnús Sædal Svavarsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. Fasteignir

1. Austurberg 5 (04.663.701) 112063 Mál nr. BN034999

Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir 3. hæða húsi til stækkunar á skólabyggingu með tengibygginu við eldra hús á lóðinni nr. 5 við Austurberg (Fjölbraut í Breiðholti).

Bréf Menntamálaráðuneytisins vegna brunahönnunar, dags. 25. janúar 2007 fylgir erindinu.

Stærðir: 1987,3 ferm., 7805,5 rúmm.

Gjald kr. 6.100 + 476.135

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

2. Árland 1 (01.854.301) 108776 Mál nr. BN035308

Steingrímur Wernersson, Fjallalind 141, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að lækka gólfkóta kjallara um 54 cm. breyting á gluggum austur og vesturhliðar bætt við glugga á suðurhlið og mynda opið B-rými undir verönd á lóðinni nr. 1 við Árland.

Stærðir: B-rými xx ferm., xx rúmm. A-rými xx rúmm.

Gjald kr. 6.800 + xxx

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

3. Ármúli 3 (01.261.201) 103506 Mál nr. BN035287

Vátryggingafélag Íslands hf, Pósthólf 8400, 128 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að breyta innra skipulagi 3. hæðar í matshluta 01 á lóð nr. 3 við Ármúla.

Gjald kr. 6.800

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

4. Barðastaðir 25-31 (02.404.502) 178850 Mál nr. BN035106

Brynja, Hússjóður Öryrkjabandal, Hátúni 10, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að breyta lítillega sólstofum við ný samþykkt raðhús, lækka gólfkóta þannig að stöllun verði 30 sm í stað 40 sm, lækka gluggahæð, færa gönguhurð í bílskúra, færa inntök og færa sorpgeymslu á lóð Öryrkjabandalagsins nr. 25-35 við Barðastaði.

Bréf hönnuðar dags. 5. desember 2006 fylgir erindinu.

Leiðréttar stærðir: Hús nr. 25 (matshluti 08) óbreytt íbúð 83,6 ferm., var 273,8 rúmm. verður 274,8 rúmm., hús nr. 27 (matshluti 06) íbúð var 81,9 ferm., verður 81,5 ferm., óbreytt 268 rúmm., hús nr. 29 (matshluti 04) íbúð var 81,9 ferm. verður 81,5 ferm., óbreytt 268 rúmm., hús nr. 31 (matshluti 02) íbúð var 83,6 ferm. verður 83,1 ferm., var 273,8 rúmm. verður 273,2 rúmm., bílskúrar (matshluti 09, 07, 05 og 03) óbreyttir 22,9 ferm. voru 83 rúmm. verða 63 rúmm. hver bílskúr. Raðhús samtals var 331 ferm. verður 329,7 ferm., var 1083,6 rúmm. verður 1084 rúmm. og bílskúrar samtals óbreytt 91,6 ferm., voru 332 rúmm. verða 252 rúmm.

Gjald kr. 6.100

Frestað.

Lagfæra skráningu.

5. Bergþórugata 57 (01.191.115) 102501 Mál nr. BN034345

Jón Fjörnir Thoroddsen, Bergþórugata 57, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykki kjallaraíbúðar í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 57 við Bergþórugötu.

Íbúðarskoðun byggingarfulltrúa endurskoðað 10. september 2007 fylgir erindinu.

Gjald kr. 6.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

6. Bjarmaland 17-23 (01.854.102) 108775 Mál nr. BN035209

Friðrik Hallbjörn Karlsson, Kjalarland 28, 108 Reykjavík

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Kjalarland 28, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja við, breyta þaki og færa til upprunalegs horfs og til að breyta innra skipulagi í einbýlishúsinu nr. 23 á lóðinni nr. 17-23 við Bjarmaland.

Málinu fylgir samþykki meðlóðarhafa á uppdrætti dags. 4. janúar 2006.

Stækkun: 60,3 ferm. 192,1 rúmm.

Gjald kr. 6.800 + 13.063

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

7. Borgartún 6 (01.220.002) 102778 Mál nr. BN035147

Trésmiðja Snorra Hjaltason hf, Rauðhellu 1, 220 Hafnarfjörður

Sótt er leyfi til að skipta 1. hæðinni í fjórar sjálfstæða eignarhluta og innrétta einingu 0103 og 0104 sem skrifstofurými einnig að fjölga geymslum í kjallara hússins á lóð nr. 6 við Borgartún.

Gjald kr. 6.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

8. Brautarholt 30 (01.250.105) 103425 Mál nr. BN035295

Lögreglufélag Reykjavíkur, Brautarholti 30, 105 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir núverandi innra skipulagi og breyttri skráningu húss ásamt leyfi til þess að innrétta 3. hæð fyrir námsmannaaðstöðu í atvinnuhússins á lóð nr. 30 við Brautarholt.

Bréf Lögreglufélags Reykjavíkur dags. 26. janúar 2007 fylgir erindinu.

Gjald kr. 6.800

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Breiðagerði 20 Mál nr. BN035302

Framkvæmdasvið Reykjavíkurborga, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir breytingum á 1. hæð samkvæmt reyndarteikningum þar sem snyrtingar með aðgengi að utan verði breytt í innangengt hópherbergi. Þar sem áður voru snyrtingar er nú tæknirými og snyrtingar fluttar til í skólabyggingunni á lóð nr. 20 við Breiðagerði.

Gjald kr. 6.800

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

10. Dalbraut 21-27 (01.350.506) 104155 Mál nr. BN035212

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir skráningu og teikningum af núverandi innra skipulagi og uppfærslu brunavarna í húsi nr. 27 með 24 íbúðareingum fyrir aldraða og raðhúsum nr. 21, 23 og 25 með 6 íbúðareiningum í hverju þeirra á lóð við Dalbraut.

Gjald kr. 6.800

Frestað.

Lagfæra skráningu.

11. Eldshöfði 9 (04.035.205) 110531 Mál nr. BN035154

Skandinvest ehf, Klettagörðum 9, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir breytingum á innra fyrirkomulagi efri hæðar ásamt því að fjölga þakgluggum yfir millilofti á lóðinni nr. 9 við Eldshöfða.

Gjald kr. 6.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

12. Fossaleynir 2 (02.467.101) 177039 Mál nr. BN035254

Rafvirki ehf, Fossaleynir 2, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að innrétta skrifstofuhluta sem aðgreinir verslun frá verkstæði með tveimur nýjum gluggum á vesturhlið ásamt samþykki fyrir hækkun viðbyggingar (2. áfanga) og leiðréttingar stærða atvinnuhússins á lóð nr. 2 við Fossaleynir.

Jafnframt er erindi 23093 dregið til baka.

Stærð: Hús var 828,4 ferm. verður xxx ferm., var 4254 rúmm. verður xxx rúmm.

Gjald kr. 6.800

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13. Frakkastígur 7 (01.173.030) 101517 Mál nr. BN034991

Högni Gunnarsson, Frakkastígur 7, 101 Reykjavík

Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi nr. 30464 frá 1. febrúar 2005 þar sem veitt var leyfi til þess að fella niður stiga milli fyrstu og annarrar hæðar, byggja útitröppur úr timbri, koma fyrir sérinngangi að íbúð á annarri hæð og breyta innra fyrirkomulagi í matshluta 01 á lóðinni nr. 7 við Frakkastíg.

Jafnframt er sótt um leyfi til þess að byggja setlaug í suðurhorni lóðarinnar.

Gjald kr. 6.100

Frestað.

Vantar samþykki meðlóðarhafa.

14. Friggjarbrunnur 10-12 (05.055.105) 205896 Mál nr. BN035242

Páll Arnar Steinarsson, Espigerði 12, 108 Reykjavík

Elí Pétursson, Laufásvegur 65, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tvílyft parhús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 10-12 við Friggjarbrunn. Húsin eru múrhúðuð á timburgrind og á steinsteyptum grunni.

Stærðir Friggjarbrunnur 10 (matshlurti 01) íbúð 1. hæð 74,1 ferm., 2. hæð 97 ferm., bílgeymsla 27,9 ferm., samtals 199 ferm. og 642,5 rúmm.

Friggjarbrunnur 12 (matshluti 02) er sömu stærðar eða samtals 199 ferm., 642,9 rúmm.

Samtals 398 ferm. og 1285,8 rúmm.

Gjald kr. 6.800 + 87.434

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

15. Friggjarbrunnur 24-26 (05.053.302) 205938 Mál nr. BN035304

Einar Gunnarsson, Garðhús 14, 112 Reykjavík

Þórður Karl Einarsson, Garðhús 14, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft parhús með innbyggðum bílgeymslum allt úr steinsteypu í einangrunarmót á lóð nr. 24-26 við Friggjarbrunn.

Stærð: Hús nr. 24 (matshluti 01) íbúð 1. hæð 77,5 ferm., 2. hæð 96 ferm., bílgeymsla 24,5 ferm., samtals 198 ferm., 651 rúmm. Hús nr. 26 (matshluti 02) er sömu stærðar og nr. 24 eða samtals 198 ferm., 651 rúmm.

Parhús samtals 396 ferm., 1302 rúmm.

Gjald kr. 6.800 + 88.536

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

16. Guðríðarstígur 2-4 (04.121.301) 188024 Mál nr. BN035297

Eik fasteignafélag hf, Sóltúni 26, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að breyta snyrtingu á 3. hæð (0301) atvinnuhússins á lóð nr. 2-4 við Guðríðarstíg.

Gjald kr. 6.800

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

17. Hafnarstræti 1-3 (01.140.005) 100817 Mál nr. BN035306

Fasteignin Hátúni 6 ehf, Urðarholti 4, 270 Mosfellsbær

Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi þannig að sorpgeymsla á 1. hæð stækkar á kostnað veitingastaðarins og flóttaleiðum breytt ásamt því að kjallari og 1. hæð verða vínveitingastaður, 2. hæð og ris eru óráðstöfuð skrifstofurými á lóðinni nr. 1-3 við Hafnarstræti.

Gjald kr. 6.800

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

18. Heiðmörk Torgeirsst. (08.1--.-63) 173440 Mál nr. BN035282

Nordmannslaget, Pósthólf 5077, 125 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir smáhýsi við sumabústað félagsins Nordmannslaget í Heiðmörk byggt úr bjálkum með torfþaki á sumabústaðarlóð í Heiðmörk. Stærðir: 8,4 ferm., 20,9 rúmm.

Gjald kr. 6.800 + 1.421

Frestað.

Lagfæra skráningu.

19. Hestháls 14 (04.321.801) 111032 Mál nr. BN035315

Framkvæmdasvið Reykjavíkurborga, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að byggja þvottastöð fyrir strætisvagna og aðra langferðarbíla sem stálgrindarhús á syðri hluta lóðar nr. 14 við Hestháls.

Stærð: Þvottastöð samtals 668 ferm., 3876,7 rúmm.

Gjald kr. 6.800 + 263.616

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

20. Hjallaland 1 (01.862.001) 108797 Mál nr. BN035298

Halldóra Ingvadóttir, Hjallaland 1, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að setja upp svalalokun á suðursvölum endaraðhúss nr. 1 á lóð nr. 1-31 og 2-40 við Hjallaland.

Samþykki meðeigenda að húsi (Hjallaland 1-7) og eigenda Hjallalands 2 og 4 fylgir erindinu.

Stærð: Svalaskýli 14,5 ferm., 37,7 rúmm.

Gjald kr. 6.800 + 2.564

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

21. Hverafold 128 (02.862.705) 110263 Mál nr. BN035171

Pálmi Árni Gestsson, Hverafold 128, 112 Reykjavík

Sigurlaug Halldórsdóttir, Hverafold 128, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir viðbyggingu úr timbri við húsið á lóð nr. 128 við Hverafold.

Stærðir: Stækkun 19,8 ferm., 73,9 rúmm.

Gjald kr. 6.800 + 5.025

Frestað.

Sýna langsnið í viðbyggingu, lagfæra skráningartöflu.

22. Í Úlfarsfellslandi Mál nr. BN035296

Pólís-Inn ehf, Skipholti 50c, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að byggja nýtt frístundarhús úr timbri í stað þess sem brann þó aðeins austar á lóðinni Þrastarlundi í Úlfarsfellslandi.

Stærð: Frístundarhús 1. hæð 70 ferm., 2. hæð 12,7 ferm., samtals 82,7 ferm., 260,2 rúmm.

Gjald kr. 6.800 + 17.694

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa vegna heildaruppbyggingar á svæðinu.

23. Klapparstígur 17 (01.152.402) 101048 Mál nr. BN035305

Hafsteinn Gunnar Hafsteinsson, Klapparstígur 17, 101 Reykjavík

Marías Sveinsson, Langholtsvegur 132, 104 Reykjavík

Ingveldur Steindórsdóttir, Viðarrimi 17, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að fjölga eignum með því að breyta 2. hæð og risi í tvær íbúðir á tveimur hæðum með sitthvorn innganginn ásamt því að fá samþykki fyrir tveimur ósamþykktum áður gerðum íbúðum í kjallara á lóðinni nr 17 við Klapparstíg.

Meðfylgjandi er samþykki meðlóðarhafa dags. 24. nóvember 2006.

Gjald kr. 6.800

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

24. Klettagarðar 25 (01.324.201) 207396 Mál nr. BN035179

R.S. fasteignafélag ehf, Fiskislóð 16, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að breyta innra skipulagi nýsamþykkts atvinnuhúss, byggja þakpall fyrir fjarskiptabúnað og siglingartæki á hluta þaks, breyta gluggum og hurðum mest á vesturhlið, breyta klæðningu og burðarvirki, lækka millipall og breyta lítillega ásamt breytingu á lóðarfrágangi lóðar nr. 25 við Klettagarða.

Jafnframt er erindi 35272 dregið til baka.

Brunahönnun VSI síðast endurskoðuð 19. desember 2006 fylgir erindinu.

Stærð: Samtals var hús 3255 ferm., en verður 3248,1 ferm., rúmmetrar eru óbreyttir 26080,5 rúmm.

Gjald kr. 6.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Lambasel 18 (04.998.111) 200763 Mál nr. BN035316

Jakobína Edda Sigurðardóttir, Hlaðhamrar 34, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að lækka gólfkóta bílgeymslu sem nemur 18 cm. og flytja til vatnsinntökin í bílgeymslunni á lóðinni nr. 18 við Lambasel

Stærðir: Stækkun 5,1 rúmm.

Gjald kr. 6.100 + 346

Frestað.

Sýna sorpaðstöðu á lóð.

26. Lambasel 5 (04.998.303) 200767 Mál nr. BN035292

Haukur Eggertsson, Barmahlíð 54, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að breyta eianagrun að utan úr steinull í frauðplast og klæðningu útveggja í múrkerfi utan á einbýlishúsið á lóð nr. 5 við Lambasel.

Gjald kr. 6.800

Frestað.

Sýna sorpaðstöðu á lóð.

27. Laugavegur 22A (01.172.202) 101457 Mál nr. BN035300

Hótel Frón ehf, Laugavegi 22a, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að opna að undirgöngum á lóð nr. 24 frá verslun og móttöku á 1. hæð hússins á lóð nr. 22A við Laugaveg.

Gjald kr. 6.800

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

28. Laugavegur 24 (01.172.203) 101458 Mál nr. BN035301

Hótel Frón ehf, Laugavegi 22a, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að setja dyraop að undirgöngum, fjölga gistirýmum í norðvesturenda 2. hæðar um eitt með því að leggja af gang norðan við stigahús, innrétta 3. hæð fyrir gistirými í stað tveggja íbúða, fjarlægja núverandi svalir á suðurhlið 3. hæðar og framlengja flóttastiga upp á 3. hæð ásamt viðbótar flóttasvölum að Laugavegi 22A og byggja léttbyggða útigeymslu að suðurhlið 1. hæðar yfir kjallaratröppur á lóð nr. 24 við Laugaveg.

Samþykki meðeigenda (á teikningu) fylgir erindinu.

Stærð: Útigeymsla 2,7 ferm., 5,9 rúmm.

Gjald kr. 6.800 + 401

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

29. Laugavegur 26 (01.172.205) 101460 Mál nr. BN035087

Fasteignafélagið Stoðir hf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa núverandi þakhæð og byggja nýja ofanábyggingu, koma fyrir þaksvölum, byggja yfir svalir á 4. hæð og anddyri á 2. hæð og breyta innra skipulagi á 2. 3. og 4. hæð atvinnuhússins á lóðinni nr. 26 við Laugaveg.

Jafnframt er erindi BN29898 frá 27. júlí 2004 dregið til baka.

Stærð: Niðurrif (stærðarviðmið frá eldri töflu) 66 ferm. 371,2 rúmm.

Áður gerð stækkun 2. hæðar 3,9 ferm., 9,3 rúmm.

Stækkun 4. hæðar 37,3 rúmm. og ný 5. hæð (nema stigahús) 254 ferm., 858,8 rúmm.

Samtals nýbygging 254 ferm., 896,1rúmm.

Gjald kr. 6.100 + 61.567

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Greiða skal fyrir 6,25 bílastæði í flokki II kr. 249.597 x 6,25 = kr. 1.559.981

31. Mánatún 1-17/Sóltún 1-3 (01.230.003) 208475 Mál nr. BN035234

Íslenskir aðalverktakar hf, Pósthólf 221, 235 Keflavíkurflugvöllu

Sótt er um leyfi til þess að breyta súlum í bílakjallara, einangra geymslukjallara að innan í stað utan, breyta reyklosunarstokkum, skábrautum og tröppum á 1. hæð, burðarvirki svala, hornglugga á suðurhlið, austurglugga á 7. og 8. hæð ásamt smá breytingu á súlum í nokkrum íbúðum og innra skipulagi íbúðar á 9. hæð nýsamþykkts fjölbýlishúss nr. 3-5 við Mánatún á lóð nr. 1-17 við Mánatún og 1-3 við Sóltún.

Yfirlýsing brunahönnuðar dags. 16. janúar 2007 fylgir erindinu.

Stærð: Leiðréttar stærðir fjölbýlishús (matshluti 01) neðrikjallari var 342,5 ferm. verður 351,8 ferm., kjallari var 994,4 ferm. verður 980,5 ferm., 1. hæð var 1146,9 ferm. verður 1146 ferm., 2. - 5. hæð var 1159,2 ferm. verður 1159,5 ferm. hver hæð, 6. hæð var 1165,5 ferm. verður 1164,7 ferm., 7. hæð var 319,6 ferm. verður 319,4 ferm., 8. hæð var 299,4 ferm. verður 299,5 ferm., 9. hæð var 149,4 ferm. verður 144,4 ferm., samtals var hús 9055 ferm. verður 9044,3 ferm., var 29131,9 rúmm. verður 29121,9 rúmm. Minnkun 10,7 ferm., 10 rúmm.

Bílageymsla (matshluti 05) neðri kjallari var 4287,5 ferm. verður 4293 ferm., kjallari var 4879,6 ferm. verður 44746,8 ferm., samtals var bílageymsla 9167,1 ferm. verður 9039,8 ferm., var 29455 rúmm. verður 28965,9 rúmm. Minnkun 127,3 ferm., 489,1 rúmm.

Gjald kr. 6.800

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Samþykkt takmarkað byggingarleyfi fyrir sökklum og botnplötu. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

32. Njörvasund 18 (01.413.004) 105068 Mál nr. BN034950

Björn Bragi Bragason, Njörvasund 18, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að rífa bílskúr og byggja nýjan á sama stað og eins nema steinsteyptan og ca. 60 cm hærri ásamt leyfi til þess að setja svalahurð á norðurhlið efri hæðar íbúðarhússins að bílskúrsþaki sem notað yrði sem svalir við tvíbýlishúsið á lóð nr. 18 við Njörvasund.

Erindið var grenndarkynnt frá 14. desember 2006 til og með 11. janúar 2007. Engar athugasemdir bárust.

Samþykki eigenda Njörvasunds 16 (á teikningu) og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 20. nóvembe 2006 fylgja erindinu.

Stærð: Niðurrif bílskúr 46,5 ferm. Nýr bílskúr (matshluti sameinaður íbúðarhúsi 01) 46,5 fem., 147,9 rúmm.

Gjald kr. 6.100 + 6.800 + 10.057

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

33. Norðlingabraut 7 (47.331.01) 204838 Mál nr. BN034787

Olíuverslun Íslands hf, Pósthólf 310, 121 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að byggja bensínafgreiðslustöð með söluskála og veitingaaðstöðu úr stálgrind með sléttri álklæðningu ásamt skyggni yfir dælusvæði og með þvottaplan á lóð nr. 7 við Norðlingabraut.

Jafnframt er erindi 33717 dregið til baka.

Brunahönnun Línuhönnunar dags. 4. apríl 2006 og umsögn brunahönnuðar dags. 1. nóvember 2006 fylgja erindinu.

Stærð: Söluskáli 434 ferm., 1822,8 rúmm., skyggni (B-rými) 832,2 ferm., 4161 rúmm.

Tankar eru fjórir, einn 30 rúmm., og þrír 40 rúmm hver.

Gjald kr. 6.100 + 365.012

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

34. Norðlingabraut 7 (47.331.01) 204838 Mál nr. BN035313

Olíuverslun Íslands hf, Pósthólf 310, 121 Reykjavík

Ofanritaður sækir um takmarkað byggingarleyfi fyrir greftri, fyllingu og aðstöðugerð á lóðinni nr. 7 við Norðlingabraut.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi.

Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

35. Nökkvavogur 23 (01.441.312) 105466 Mál nr. BN035194

Bragi Baldursson, Nökkvavogur 23, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja valmaþak á flatt steinsteypt þak bílgeymslu hússins á lóð nr. 23 við Nökkvavog.

Samþykki nágranna aðliggandi lóða fylgja erindinu á teikningu dags. 21 des. 2006.

Stærðir: 19,3 rúmm.

Gjald kr. 6.100 + 1312.4

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Þinglýsa skal samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar vegna þakbrúnar.

Helga Guðmundsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

36. Prestbakki 11-21 (04.608.102) 111750 Mál nr. BN035310

Prestbakki 11-21,húsfélag, Prestbakka 13, 109 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að einangra og klæða utan á gaflveggi með álplötum og sléttum álplötum á veggi milli húseininga raðhússins á lóð nr. 11-21 við Prestbakka.

Álit Kærunefndar fjöleignahúsamála dags. 13. september 2006 og ástandsskoðun Almennu verkfræðistofunnar dags. 7. júlí 2005 fylgja erindinu.

Gjald kr. 6.800

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

37. Skógarás 21 (04.386.502) 111537 Mál nr. BN035273

C-35 ehf, Rjúpufelli 33, 111 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir steinsteyptu einbýlishúsi á tveimur hæðum með aukaíbúð á jarðhæð og 9,5 ferm. gróðurskála utan byggingareits á lóðinni nr. 21 við Skógarás.

Stærðir eru jarðhæð 139,8 ferm. auk 9,5 ferm gróðurskála og 139,8 ferm. efri hæðar samtals 289,1 ferm.

Gjald kr. 6.800 + xx

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Helga Guðmundsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

38. Skógarás 23 (04.386.503) 111538 Mál nr. BN035274

C-35 ehf, Rjúpufelli 33, 111 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir einbýlishúsi með innbyggðri bílgeymslu, staðsteypt á tveimur hæðum með gróðurskála og aukaíbúð á jarðhæð á lóðinni nr. 23 við Skógarás. Stærðir: 281,5 ferm., 950,6 rúmm.

Gjald kr. 6.800 + 64.640

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Helga Guðmundsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

39. Skúlagata 11 (01.152.101) 101019 Mál nr. BN035319

101 Skuggahverfi hf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að nýta tímabundið til bílastæða, járnbindinga og vinnuaðstöðu vegna byggingaframkvæmda á lóðinni Skúlagata 14-16 lóðina nr. 11 við Skúlagötu.

Gjald kr. 6.800

Frestað.Málinu vísað til umsagnar skrifstofu gatna og eignaumsýslu vegna götusvæðis í Lindargötu og Vatnsstíg og til skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs vegna svæðis með Skúlagötu.

40. Skútuvogur 14-16 (01.426.402) 105176 Mál nr. BN035249

Húsasmiðjan hf, Holtavegi 10, 104 Reykjavík

Sótt er um minniháttar breytingu á samþykktum uppdráttum vegna lokaúttektar á atvinnuhúsnæðinu á lóðinni nr. 14-16 við Skútuvog.

Gjald kr. 6.800

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

41. Smárarimi 87 (02.534.802) 195526 Mál nr. BN035291

Baughús ehf, Pósthólf 8855, 128 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir breytingu byggingaraðferðar á vegg milli geymslu ásamt bílgeymslu að þvottaherbergi nýs einbýlishúss á lóð nr. 87 við Smárarima.

Gjald kr. 6.800

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

42. Sogavegur 132 (01.830.011) 108463 Mál nr. BN031342

Ragnar Smári Ragnarsson, Hólagata 22, 900 Vestmannaeyjar

Ragnar Gíslason, Hólagata 22, 900 Vestmannaeyjar

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á afmörkun íbúðar á rishæð og leyfi til þess að byggja svalir við suðvesturhlið rishæðar tvíbýlishússins á lóð nr. 132 við Sogaveg.

Gjald kr. 5.700 + 6.100

Frestað.

Lagfæra skráningartöflu.

43. Sóltún 5-9 (01.231.601) 187714 Mál nr. BN035132

Sóltún 5,húsfélag, Sóltúni 5, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að breyta áður skriðrými í geymslurými og setja upp glerlokun á allar svalir fjölbýlishúss nr. 5 á lóð nr. 5-9 við Sóltún.

Stærð: Stækkun kjallara samtals 141,6 ferm., 385,3 rúmm.

Svalaskýli samtals 144 ferm., 403,2 rúmm.

Gjald kr. 6.100 + 53.618

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

44. Sóltún 5-9 (01.231.601) 187714 Mál nr. BN035286

Sóltún 7,húsfélag, Sóltúni 7, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að breyta áður skriðrými í geymslurými í kjallara fjölbýlishúss nr. 7 á lóð nr. 5-9 við Sóltún.

Stærð: Stækkun kjallara samtals 144,3 ferm., 389,6 rúmm.

Gjald kr. 6.800 + 26.493

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

45. Sóltún 9 (00.000.000) 187714 Mál nr. BN035285

Sóltún 9,húsfélag, Sóltúni 9, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að breyta áður skriðrými í kjallara í sameiginlegar geymslur fjölbýlishúss nr. 9 á lóð nr. 5-9 við Sóltún.

Stærð: Stækkun samtals 143,8 ferm., 294,8 rúmm.

Gjald kr. 6.800 + 20.046

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

46. Suðurlandsbraut 26 (01.264.201) 103536 Mál nr. BN034966

SM fjárfestingar ehf, Síðumúla 2, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að hækka útveggi og álklæða í framhluta hússins ásamt því að stækka húsið með nýjum beinum gluggavegg í stað inndregins bogaveggs á annarri hæð, breytt innra fyrirkomulag með því m.a. að fækka stigum milli hæða, bæta við lyftu og tilfærslum á milliveggjum í húsi á lóð nr, 26 við Suðurlandsbraut.

Meðfylgjandi er staðfesting burðarvirkishönnuðar dags. 6 nóvember 2006.

Stækkun: 52,8 ferm., 190,1 rúmm.

Gjald kr. 6.100 + 11.596

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits á umsóknarblaði.

47. Suðurlandsbraut 4-4A (01.262.001) 103513 Mál nr. BN035246

Húseigendafélagið Suðurlbr 4a, Suðurlandsbraut 4a, 108 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir uppfærðum teikningum af innraskipulagi og eignamörkum hússins nr. 4A (matshluti 03) á lóð nr. 4 við Suðurlandsbraut.

Gjald kr. 6.800

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

48. Sörlaskjól 66 (01.531.025) 106140 Mál nr. BN034965

Fjalar Sigurðarson, Sörlaskjól 66, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir stiga milli kjallara og íbúðar 1. hæðar sem saman mynda þá eina íbúð með tilheyrandi breytingu á innra fyrirkomulagi í íbúðarhúsinu á lóð nr. 66 við Sörlaskjól.

Gjald kr. 6.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

49. Tunguháls 8 (04.342.101) 179593 Mál nr. BN035303

Veiðarfærasalan Dímon ehf, Tunguhálsi 8, 110 Reykjavík

Patti ehf, Krókhálsi 10, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að endurnýja byggingaleyfi á því að byggja milliloft í rými 0102, breyta innra skipulagi á 1. hæð, breyta gönguhurð á norðurgafli í innkeyrsluhurð, fjölga gluggum á suðurgafli, stækka glugga á vesturhlið, breyta merkingu á norðurgafli og leiðrétta stærðir millilofts (0103) atvinnuhússins á lóð nr. 8 við Tunguháls.

Jafnframt er erindi 18750 dregið til baka.

Stærð: Nýtt milliloft 78,9 ferm., leiðrétt stærð á millilofti 0103 var 217,4 ferm., verður 211ferm.

Gjald kr. 6.800

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

50. Úlfarsbraut 62-64 (02.698.602) 205723 Mál nr. BN035307

Bergþóra Björg Jósepsdóttir, Geitasandur 2, 850 Hella

Magnús Gabríel Haraldsson, Andrésbrunnur 4, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt parhús með innbyggðum bílgeymslum á lóð nr. 62-64 við Úlfarsbraut.

Stærð: Hús nr. 62 (matshluti 01) íbúð 1. hæð 77,7 ferm., 2. hæð 105,3 ferm., bílgeymsla 27,5 ferm., samtals 210,5 ferm., 679,1 rúmm. Hús nr. 64 (matshluti 02) er sömu stærðar og nr. 62 eða samtals 210,5 ferm., 679,1 rúmm.

Parhús er samtals 421 ferm., 1358,2 rúmm.

Gjald kr. 6.800 + 92.358

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

51. Vesturgata 21 (01.136.005) 100508 Mál nr. BN035299

M2-Eignir ehf, Ármúla 21, 108 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir breytingum á innra skipulagi austari hluta 4. hæðar þar sem bað hefur verið fært og svefnhebergi breytt í matshluta 04 á lóð nr. 21 við Vesturgötu.

Gjald kr. 6.800

Synjað.

Lofthæð í baðherbergi uppfyllir ekki lágmarkskröfu til þess teljast hentugt sbr. ákvæði byggingarreglugerðar.

Fyrirspurnir

52. Baughús 17-19 (02.846.601) 109764 Mál nr. BN035288

Þorgeir Guðmundsson, Baughús 19, 112 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist fyrir dyrum á milli bílgeymslu og áður vs en nú vinnuherbergis í húsi á lóð nr. 19 við Baughús.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

53. Bergstaðastræti 32B (01.184.321) 102060 Mál nr. BN035277

Guðrún Þórey Gunnarsdóttir, Bergstaðastræti 32b, 101 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist fyrir tveggja hæða viðbyggingu á norðurenda hússins á lóðinni nr. 32B við Bergastastræti.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

54. Flétturimi 35 (02.583.701) 109518 Mál nr. BN035279

Arnar Guðmundsson, Flétturimi 35, 112 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist fyrir millilofti í hluta íbúðar 0203 undir mæni sem á að nota sem tómstundaherbergi á lóðinni nr. 35 við Flétturima.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi. Vakin er athygli á þeirri birtuskerðingu sem verður í eldhúsi, berist byggingarleyfisumsókn skal gera grein fyrir hljóðvist frá milligólfi til nærliggjandi íbúða.

55. Freyjugata 45 (01.194.307) 102557 Mál nr. BN035309

Ásthildur Brynjólfsdóttir, Freyjugata 45, 101 Reykjavík

Þórir Roff, Freyjugata 45, 101 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að hækka þak og setja kvist á suður og vesturhlið ásamt því að steypta svalir á suðurhlið 1. og 2. hæðar hússins á lóðinni nr. 45 við Freyjugötu.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

56. Hraunteigur 3 (01.360.205) 104520 Mál nr. BN035275

Vala Baldursdóttir, Bugðulækur 2, 105 Reykjavík

Spurt er hvot leyft yrði að hækka þak í líkingu við fyrirliggjandi skissu á lóð nr. 3 við Hraunteig.

Bréf fyrirspyrjanda dags. 20. dessember 2006 fylgir fyrirspurn.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa. Útlitsbreyting óásættanleg að mati byggingarfulltrúa.

57. Kambasel 1-21 (04.975.707) 113274 Mál nr. BN035311

Árni Helgason, Kambasel 19, 109 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að byggja viðbyggingu við norðausturhlið húss nr. 19 í líkingu við fyrirliggjandi skissu ásamt leyfi til þess að setja upp tröppur frá svölum að garði raðhússins á lóð nr. 1-21 við Kambasel.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

58. Reynimelur 61 (01.524.303) 106038 Mál nr. BN035176

Frank M Halldórsson, Reynimelur 61, 107 Reykjavík

Spurt er hvort samþykki fengist fyrir áður gerðri íbúð í kjallara hússins á lóð nr. 61 við Reynimel.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sýnt fram á við framlagningu byggingarleyfisumsóknar að íbúð hafi verið gerð fyrir 1. janúar 1979.

59. Skipasund 11 (01.356.306) 104382 Mál nr. BN035280

Óskar Eggert Óskarsson, Skipasund 11, 104 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að byggja kvist á vesturþekju í líkingu við þann kvist sem fyrir er á austurþekju íbúðarhússins á lóð nr 11 við Skipasund.

Bréf fyrirspyrjanda dags. 17. janúar 2007, skilyrt samþykki meðeigenda og nokkurra nágranna fylgja erindinu.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi sem grenndarkynnt verður.

60. Skólavörðustígur 16 (01.181.004) 101728 Mál nr. BN035318

Þorsteinn Bergmann, Skriðuvellir 15, 880 Kirkjubæjarklaustur

Spurt er hvort leyfi fengist fyrir gerð íbúðar á 3. hæð hússins á lóð nr. 16 við Skólavörðustíg.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

61. Svarthamrar 28 (00.000.000) 109106 Mál nr. BN035314

Sigríður Hanna Einarsdóttir, Svarthamrar 28, 112 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að stækka anddyri 1. hæðar íbúðar 0102 (nr. 28) með lokun undir hluta svalagangs fjölbýlishússins nr. 28-36 við Svarthamra á lóð nr. 2-36 við Svarthamra.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi sem fylgi samþykki allra eigenda í húsinu.

62. Ægisíða 72 (01.545.003) 106459 Mál nr. BN034562

Óskar Magnússon, Ægisíða 72, 107 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að samþykkja sem áður gerða íbúð og skrá sem sérstakan eignarhluta kjallara tvíbýlishússins á lóðinni nr. 72 við Ægisíðu.

Íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 5. febrúar 1999 og endurskoðun 26. september 2006 fylgja erindinu.

Neikvætt.

Of mikið niðurgrafið. Ekki hefur verið sýnt fram á að íbúð hafi verið gerð fyrir 1. janúar 1979.

Fundi slitið kl. 12:20.

Magnús Sædal Svavarsson

Þórður Ó. Búason Helga Guðmundsdóttir

Jóna Magnús Halldórsson Sigríður Kristín Þórisdóttir