Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2007, miðvikudaginn 31. október kl. 09:10, var haldinn 113. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Stefán Benediktsson, Óskar Bergsson, Ásta Þorleifsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Helga Kristín Auðunsdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Birgir Hlynur Sigurðsson, Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Jóhannes S. Kjarval og Þórarinn Þórarinsson.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Holtsgata 1, breytt deiliskipulag Holtsgötureits (01.134.6) Mál nr. SN070680

Fannar Ólafsson, Torfastaðir, 801 Selfoss

Harpa Stefánsdóttir, Bauganes 16, 101 Reykjavík

Lögð fram umsókn, dags. 26. okt. 2007, og tillaga Hörpu Stefánsdóttur arkitekts dags. 17. október 2007 að breyttu deiliskipulagi Holtsgötureits vegna lóðarinnar nr. 1 við Holtsgötu. Í breytingunni felst aukið byggingarmagn glerbyggingar á 2. hæð.

Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.

Ekki er talin þörf á grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.

2. Nýlendureitur, deiliskipulag, Reitur 1.131 (01.13) Mál nr. SN050661

VA arkitektar ehf, Borgartúni 6, 105 Reykjavík

Lögð fram endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi Nýlendureits með nýrri afmörkun síðast breytt 20. október 2007. Einnig lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 4. október 2007, þar sem gerð er athugasemd við birtingu auglýsingar á samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

Breytt afmörkun samkvæmt tillögu dags. 20. október samþykkt með vísan til athugasemda Skipulagsstofnunar.

Vísað til borgarráðs.

(B) Byggingarmál

3. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN037181

Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 466 frá 30. október 2007.

4. Austurstræti 16, skemmtistaður í stað veitingahúss (01.140.501) Mál nr. BN036788

Eignarhaldsfél Kirkjuhvoll ehf, Kirkjutorgi 4, 101 Reykjavík

Gunnar Traustason, Naustabryggja 27, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi ásamt því að breyta notkun 1. hæðar og kjallara úr veitingahúsi í skemmtistað á lóðinni nr. 16 við Austurstræti.

Umsögn skipulagsstjóra dags. 19. september 2007 fylgir erindinu.

Bréf umsækjenda dags 15. október 2007 fylgir erindinu.

Gjald kr. 6.800

Frestað.

5. Austurstræti 20, br. innanhúss (01.140.503) Mál nr. BN036829

Sund ehf, Kringlunni 4-6, 103 Reykjavík

Hressingarskálinn ehf, Austurstræti 20, 101 Reykjavík

Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags.18.september 2007 þar sem sótt er um leyfi fyrir breytingum á innra skipulagi þannig að áður Ömmukaffi og veitingastaðurinn Hressingaskálinn verða sameinuð í eina einingu með því að opna á milli eininga og breyta áður eldhúsi Ömmukaffis í bar á lóðinni nr. 20 við Austurstræti.

Gjald kr. 6.800

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

6. Freyjubrunnur 22-32, raðhús (02.695.803) Mál nr. BN037034

Fasteignafélagið Hlíð ehf, Lágmúla 6, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tvílyft steinsteypt raðhús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 22-32 við Freyjubrunn.

Málinu fylgir samþykki eiganda Friggjarbrunns 1 ? dags. 23. október 2007.

Stærðir: Hús nr. 22: 1. hæð íbúð 83,2 ferm., bílgeymsla 28,3ferm., 2. hæð íbúð 105,2 ferm. Samtals 216,7 ferm., 764,1 rúmm. Hús nr. 24, 26, 28, 30 og 32: Sömu stærðir.

Freyjubrunnur 22-32 samtals 1300,2 ferm. og 4584,6 rúmm.

Gjald kr. 6.800 + 311.753

Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.

Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

7. Freyjugata 45, hækka þak, kvistir (01.194.307) Mál nr. BN036243

Ásthildur Brynjólfsdóttir, Freyjugata 45, 101 Reykjavík

Þórir Roff, Freyjugata 45, 101 Reykjavík

Matthías Guðmundsson, Freyjugata 45, 101 Reykjavík

Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 25. september 2007 þar sem sótt er um leyfi til þess að hækka þak og setja kvisti á suður- og norðurhlið ásamt þakgluggum, byggja nýjan stiga og breyta innra skipulagi 2. hæðar og byggja svalir úr steinsteypu við suðurhlið á fyrstu og annari hæð og gera verönd fyrir kjallaraíbúð undir svölum fjölbýlishússins á lóðinni nr. 45 við Freyjugötu. Grenndarkynning stóð yfir frá 1. til 29. október 2007. Engar athugasemdir bárust.

Bréf hönnuðar dags. 18. júní 2007, og 17. júlí ásamt samþykki meðeiganda (á teikningu) og samþykki nágranna ( á teikningu) fylgja erindinu.

Stærð: Stækkun í risi yfir 1,8 m 32,8 ferm., 68,6 rúmm.

Gjald kr. 6.800+ 4,678

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.

8. Friggjarbrunnur 3-5, fjölbýlishús (02.693.802) Mál nr. BN037137

Frjálsi fjárfestingarbankinn hf, Ármúla 13, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða steinsteypt fjölbýlishús, tvö hús með sex íbúðum í hvoru húsi, lyftu og innbyggðri bílgeymslu í kjallara á lóðinni nr. 3-5 við Friggjarbrunn.

Stærð Mhl. 1: Kjallari bílageymsla 246,7 ferm., sameiginleg rými 146,4 ferm., 1. og 2. hæð íbúðir 306,1 ferm., 3. hæð 185,1 ferm. Samtals 1190,4 ferm., 3793,1 rúmm.

Mhl. 2: Kjallari bílageymsla 210,1 ferm., sameiginleg rými 106,2 ferm., 1. og 2. hæð íbúðir 291,8 ferm., 3. hæð íbúðir 185,8 ferm. Samtals 1085,7 ferm., 3445,3 rúmm.

Friggjarbrunnur 3-5 samtals 2276,1 ferm. og 7238,4 rúmm.

Gjald kr. 6.800 + 492.211

Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.

Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

9. Fróðengi 1-11, öryggis- og þjónustuíbúðir Mál nr. BN037138

Eir,hjúkrunarheimili, Pósthólf 12096, 132 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að byggja öryggis- og þjónustuíbúðir sem einnar til fjögurra hæða steinsteyptar byggingar ásamt geymslukjallara, samtals sjö hús samtengd með glergöngum, 111 íbúðir, allt einangrað að utan og klætt með áli og timbri á lóð nr. 1-11 við Fróðengi.

Gerð er grein fyrir áfangaskiptingu á framkvæmd.

Bréf hönnuðar dags. 23. október 2007 og brunahönnun Línuhönnunar dags. 2. október 2007 fylgja erindinu.

Stærð: 1. áfangi (matshluti 01) samtals 4.621,6 ferm., 13.206,2 rúmm. 2. áfangi (matshluti 02) samtals 1.886,9 ferm., 5.411,2 rúmm. 3. áfangi (matshluti 03) samtals 4.881 ferm., 13.930,1 rúmm. 4. áfangi (matshluti 04) samtals 2.106,4 ferm., 6.012,8 rúmm.

Samtals 13.495,9 ferm., 38.560,3 rúmm.

Gjald kr. 6.800 + 2.622.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

10. Gerðarbrunnur 12-14, parhús (05.056.402) Mál nr. BN037109

Þorleifur Þorleifsson, Kleifarás 8, 110 Reykjavík

Guðmundur Ágústsson, Sólheimar 12, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tvílyft parhús úr steinsteyptum einingum, steinað og harðviðarklætt að utan með innbyggðum bílgeymslum á lóðinni nr. 12-14 við Gerðarbrunn.

Hús nr. 12: 1. hæð íbúð 76,4 ferm., bílgeymsla 33,6 ferm., 2. hæð íbúð 107,1 ferm.

Hús nr. 14: Sömu stærðir.

Samtals: 543 ferm., 1897,2 rúmm.

Gjald kr. 6.800 + 129.010

Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.

Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

11. Gerðarbrunnur 16-18, parhús (05.056.403) Mál nr. BN037099

Sigurbjörg Nielsdóttir Hansen, Brekkustígur 17, 101 Reykjavík

Guðlaug Kristófersdóttir, Dvergholt 17, 270 Mosfellsbær

Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft parhús með innbyggðum bílgeymslum allt úr forsteyptum einingum á lóð nr. 16-18 við Gerðarbrunn.

Stærð: Hús nr. 16 (matshluti 01) íbúð 1. hæð 108,3 ferm., 2. hæð 79,8 ferm., bílgeymsla 23,3 ferm., samtals 211,4 ferm., 749,3 rúmm.

Hús nr. 18 (matshluti 02) er sömu stærðar og hús nr. 16 eða samtals 211,4 ferm., 749,3 rúmm.

Parhús er samtals 422,8 ferm., 1498,6 rúmm.

Gjald kr. 6.800 + 101.905

Sóley Tómasdóttir tók sæti á fundinum kl. 9:30, en áður höfðu verið afgreidd mál nr. 4-10.

Frestað.

Vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

12. Karfavogur 32, tveggja hæða hús (01.440.203) Mál nr. BN037115

Þórný Þórarinsdóttir, Karfavogur 32, 104 Reykjavík

Haukur Hauksson, Karfavogur 32, 104 Reykjavík

Lára Gísladóttir, Karfavogur 32, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús úr forsteyptum einingum, hæð og ris, steinað að utan með innbyggðri bílgeymslu og til að koma fyrir þrem bílastæðum á lóðinni nr. 32 við Karfavog.

Stærð: 1. hæð íbúð 103,3 ferm., bílgeymsla 26,4 ferm., 2. hæð íbúð 127,2 ferm.

Samtals 265,1 ferm., 863,8 rúmm.

Gjald kr. 6.800 + 58.738

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

13. Sifjarbrunnur 28, einbýlishús (05.055.403) Mál nr. BN037120

Svavar Valur Svavarsson, Fannafold 118, 112 Reykjavík

Guðrún Hrefna Elliðadóttir, Fannafold 118, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús úr forsteyptum einingum á lóð nr. 28 við Sifjarbrunn.

Stærðir: íbúð 1. hæð 116,4 ferm., 2. hæð 90,2 ferm., samtals 206,6 ferm., bílgeymsla 29,8 ferm., samtals 236,4 ferm., 793 rúmm.

Gjald kr. 6.800 + 53.924

Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.

Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

14. Sifjarbrunnur 7, einbýlishús (05.055.204) Mál nr. BN037033

Sævar Þór Ólafsson, Laugateigur 21, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús á tveim hæðum úr forsteyptum einingum með innbyggðri bílageymslu á lóðinni nr. 7 við Sifjarbrunn.

Stærð: Íbúð 1. hæð 96,8 ferm., 2. hæð 94,6 ferm., bílgeymsla 47,0 ferm. Samtals 238,4 ferm., 758,4 rúmm.

Gjald kr 6.800 + 51.571

Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.

Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

15. Sjafnarbrunnur 4-10, nýbygging, einingahús (05.053.804) Mál nr. BN037030

Öryggisgirðingar ehf, Suðurhrauni 2, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að byggja tvílyft raðhús með innbyggðum bílgeymslum, úr vottuðum steinsteyptum einingum að hluta klætt að utan með bæsuðum panel, á lóðinni nr. 4-10 við Sjafnarbrunn.

Stærð húss nr. 4: 1. hæð íbúð 92,4 ferm., bílgeymsla 31,6 ferm., 2. hæð íbúð 117,4 ferm.

Hús nr. 6, 8 og 10 eru sömu stærðar.

Samtals 965,6 ferm., 3207,2 rúmm.

Gjald kr. 6.800 + 218.090

Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.

Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

16. Tómasarhagi 55, bílskúr (01.545.011) Mál nr. BN036747

Sveinn Bragason, Tómasarhagi 55, 107 Reykjavík

Unnur Styrkársdóttir, Tómasarhagi 55, 107 Reykjavík

Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram umsókn um leyfi til að byggja bílskúr út steinsteypu, steinsteyptan vegg (130 m ) á lóðarmörkum og á móti götu og steinsteyptan vegg (0,3 m) á lóðarmörkum á lóð nr. 55 við Tómasarhaga skv. uppdrætti Sveins Bragasonar ark., dags. 12. september 2007. Grenndarkynning stóð yfir frá 1. til 29. október 2007. Engar athugasemdir bárust.

Samþykki nágranna dags 7. apríl 2007 er áritað á teikningu er fylgir erindinu

Stærð bílskúrs: 57,5 ferm.,182,3 rúmm.

Gjald kr. 6.800 +12.396

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

17. Urðarbrunnur 72-74, parhús (05.054.506) Mál nr. BN037110

Baldur Guðmundsson, Katrínarlind 7, 113 Reykjavík

Davíð Júlíusson, Klapparhlíð 32, 270 Mosfellsbær

Sótt er um leyfi til að byggja tvílyft parhús úr steyptum einingum, steinað og harðviðarklætt að utan, með innbyggðum bílgeymslum á lóðinni nr. 72-74 við Urðarbrunn.

Hús nr. 72: 1. hæð íbúð 74,7 ferm., bílgeymsla 31,5 ferm., 2. hæð 100,6 ferm.

Hús nr. 74 sömu stærðir.

Samtals 413,6 ferm., 1558,8 rúmm.

Gjald kr. 6.800 + 105.998

Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.

Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

(C) Fyrirspurnir

18. Götusalerni, (fsp) staðsetning í miðborginni (01.1) Mál nr. SN020351

AFA JCDecaux Ísland ehf, Vesturvör 30b, 200 Kópavogur

Lagðar fram tillögur Ásdísar Ingþórsdóttur arkitekts f.h. AFA JCDecaux á Íslandi, dags. 22. nóvember 2006, að staðsetningu götusalerna miðsvæðis í Reykjavík. Einnig lagðar fram fundargerðir starfshóps, dags. 23. október 2006 og 8. desember 2006. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. desember 2006. Lagt fram að nýju ásamt tölvupósti Þórhildar Líndal dags. 22. janúar 2007, og umsögn mannréttindanefndar Reykjavíkurborgar dags. 14. september 2007.

Frestað.

Samþykkt að kynna staðsetningu götusalernis í Tryggvagötu fyrir hagsmunaaðilum í nágrenninu.

19. Þverholt 15, (fsp) námsmannaíbúðir (01.244.106) Mál nr. BN037036

Byggingafélag námsmanna ses, Laugavegi 66-68, 101 Reykjavík

Spurt er hvort samþykkt yrði áfangaskipting sú sem sýnd er í meðfylgjandi gögnum varðandi byggingu námsmannaíbúða á lóðinni nr. 13-15 við Þverholt.

Málinu fylgir minnisblað Línuhönnunar vegna hljóðvistarúttektar og forhönnun brunahönnunar

Friðrik Friðriksson, arkitekt kynnti tillögurnar.

Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlagða áfangaskiptingu um byggingu námsmannaíbúða en gerir hefðbundna fyrirvara um endanlega gildistöku deiliskipulags Einholts/Þverholts með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda.

(D) Ýmis mál

20. Frakkastígur 26, skipting lóðar (01.134) Mál nr. SN070410

Sigurður Sigurpálsson, Frakkastígur 26b, 101 Reykjavík

Anna Ingólfsdóttir, Frakkastígur 26a, 101 Reykjavík

Lagt fram erindi Sigurðar Sigurpálssonar og Önnu Ingólfsdóttur, dags. 18. október 2007, varðandi skiptingu lóðarinnar Frakkastígur 26 í tvær lóðir.

Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.

21. Háteigsvegur 20, innrétta tannlæknast. á 1 h (01.244.411) Mál nr. BN037085

Lindarvatn ehf, Borgartúni 31, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta tveim íbúðum, fastanúmer 201-1392 og 201- 1393, í tannlæknastofu á 1. hæð fjölbýlishússins á lóð nr. 20 við Háteigsveg.

Gjald kr. 6.800

Lagt fram bréf byggingarfulltrúa, dags. 26. október 2007, vegna stöðvunar óleyfisframkvæmda á Háteigsvegi 20.

Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.

22. Ánanaust, landfyllingar, kæra, umsögn (01.130) Mál nr. SN070624

Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík

Lögð fram kæra íbúa og húsfélagsins Vesturgata 69-75 til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 28. september 2007, vegna landfyllingar við Ánanaust. Krafist er ógildingar á framkvæmdaleyfi og stöðvun framkvæmda. Lögð fram umsögn sviðsstjóra Framkvæmdasviðs, dags. 22. október 2007 og umsögn lögfræði- og stjórnsýslu, dags. 29. október 2007.

Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

23. Lokastígur 28, kæra, umsögn, úrskurður (01.181.3) Mál nr. SN070227

Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík

Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 25. október 2007, vegna kæru á synjun skipulagsráðs frá 27. september 2006 á leyfi til að innrétta kaffihús á 2. hæð hússins á lóð nr. 28 við Lokastíg. Úrskurðarorð: Synjun skipulagsráðs Reykjavíkur frá 27. september 2006 á umsókn um að innrétta kaffihús á annarri hæð hússins að Lokastíg 28 í Reykjavík er felld úr gildi. Vísað er frá úrskurðarnefndinni kröfu um að úrskurðarnefndin heimili breytt not fasteignarinnar að Lokastíg 28 í Reykjavík.

24. Sogavegur 152, málskot (01.830.1) Mál nr. SN070664

Valgerður Gunnarsdóttir, Sogavegur 152, 108 Reykjavík

Lagt fram málskot Valgerðar Gunnarsdóttur, mótt. 22. okt. 2007, vegna synjunar afgreiðslufundar skipulagsstjóra 5. okt. 2007 á fyrirspurn um stækkun kvists á suðurhlið húss nr. 152 við Sogaveg.

Skipulagsráð felur skipulagstjóra að láta vinna tillögu að breytingu á skilmálum deiliskipulags Sogavegar á þann hátt að heimildir til bygginga kvista verði rýmkaðar á þann hátt að þær samræmist lágmarksreglum í byggingarreglugerð. Tillagan verður auglýst í samræmi við ákvæði skipulags- og byggingarlaga.

25. Alþingisreitur, breyting á deiliskipulagi (01.141.1) Mál nr. SN050335

Batteríið ehf, Trönuhrauni 1, 220 Hafnarfjörður

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 22. október 2007 vegna samþykktar borgarráðs frá 18. október 2007 á afgreiðslu skipulagsráðs 3. s.m., varðandi breytingu á deiliskipulagi Alþingis.

26. Álfabakki 8, breytt deiliskipulag (04.606.1) Mál nr. SN070584

Arkþing ehf, Bolholti 8, 105 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 22. október 2007 vegna samþykktar borgarráðs frá 18. október 2007 á afgreiðslu skipulagsráðs 3. s.m. um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi að Álfabakka 8.

27. Kjalarnes, Lækjarmelur 1, breyting á deiliskipulagi (01.861.6) Mál nr. SN060237

Brimborg ehf, Bíldshöfða 6, 110 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 22. október 2007 vegna samþykktar borgarráðs frá 18. október 2007 á afgreiðslu skipulagsráðs 3. s.m. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Lækjarmelur 1 á Esjumelum.

28. Skipholt 11-13, breyting á deiliskipulagi (01.242.3) Mál nr. SN070182

Skipholt 11-13 ehf, Ármúla 13A, 108 Reykjavík

Sigurður Halldórsson, Giljaland 3, 108 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 22. október 2007 vegna samþykktar borgarráðs frá 18. október 2007 á afgreiðslu skipulagsráðs 3. s.m. um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi að Skipholti 11-13.

29. Stóragerði 40-46, breyting á deiliskipulagi (01.803.1) Mál nr. SN070039

Festing ehf, Kjalarvogi 7-15, 105 Reykjavík

Trausti S Harðarson, Brekkusel 20, 109 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 22. október 2007 vegna samþykktar borgarráðs frá 18. október 2007 á afgreiðslu skipulagsráðs 3. s.m. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi að Stóragerði 40-46.

30. Kópavogur, Vatnsendahlíð, breyting á svæðissk. höfuðborgarsv. Mál nr. SN070626

Lagt fram bréf bæjarstjóra Kópavogs, dags. 3. október 2007, vegna óverulegrar breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 fyrir Vatnsendahlíð. Einnig lögð fram umhverfisskýrsla Almennu verkfræðistofunnar, dags. ágúst 2007. Í tillögunni felst að óbyggt svæði er breytt í athafna- og íbúðarsvæði.

Vísað til umfjöllunar hjá svæðisskipulagsráði höfuðborgarsvæðisins.

31. Byggingarfulltrúi, starfslok Helgu Guðmundsdóttur Mál nr. SR070005

Byggingarfulltrúinn í Reykjavík óskaði eftir að leggja fram eftirfarandi bókun.

Á embættisafgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 30. október 2007 voru þau tímamót að Helga Guðmundsdóttir arkitekt var að ljúka störfum hjá embætti byggingarfulltrúa. Í því tilefni voru henni færðar alúðarþakkir samstarfsmanna fyrir frábært samstarf og réttsýni um leið og henni eru þökkuð frábær störf í þágu embættis byggingarfulltrúa sem meðal annars hafa átt þátt í að efla og styrkja virðingu embættisins út á við borgurum Reykjavíkur til heilla.

Fundi slitið kl. 10:50.

Stefán Benediktsson

Óskar Bergsson Ásta Þorleifsdóttir

Hanna Birna Kristjánsdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson

Sóley Tómasdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. reglugerð nr. 161/2005

Árið 2007, þriðjudaginn 30. október kl. 10:30 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 466. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 4. hæð Borgartúni 3. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Helga Guðmundsdóttir, Þórður Búason, Björn Kristleifsson, Sigrún Reynisdóttir, Sigríður Kristín Þórisdóttir og Solveig Lilja Óladó.ttir

Fundarritari var Magnús Sædal Svavarsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Almannadalur 17-23 (05.865.301) 208505 Mál nr. BN037029

Hestamannafélagið Fákur, Vatnsendav Víðivöllum, 110 Reykjavík

Guðni Jónsson, Rauðhamrar 8, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að breyta byggingaraðferð úr steinsteyptu húsi, einangruðu að utan og klætt með láréttri zinkhúðari báraðri klæðningu, í steinsteyptar einingar ásamt leyfi til þess að spegla hesthúsi nr. 21 sbr. erindi 36141 á lóð nr. 17-23 í Almannadal.

Vottorð um gæðakerfi nr. 10 dags. 14. júní 1996 fylgir erindinu.

Gjald kr. 6.800

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

2. Almannadalur 17-23 (05.865.301) 208505 Mál nr. BN037162

Sigurjón Þorláksson, Asparhvarf 3, 203 Kópavogur

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir greftri, fyllingu og aðstöðugerð hesthúss nr. 21 á lóð nr. 17-23 í Almannadal.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi.

Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

3. Almannadalur 25 (00.000.000) 208504 Mál nr. BN037007

Hestamannafélagið Fákur, Vatnsendav Víðivöllum, 110 Reykjavík

Þorgeir Benediktsson, Sílakvísl 2, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að spegla hesthúsi nr. 25, sbr. erindi 36139 á lóð nr. 25 - 29 við Almannadal.

Gjald kr. 6.800

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

4. Asparfell 2-12 (04.681.001) 112291 Mál nr. BN037128

Nova ehf, Lágmúla 9, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja upp búnað fyrir farsíma á fjölbýlishúsinu nr. 6 við Æsufell á lóð nr. 2-12 við Asparfell.

Samþykki dags. 6.júní 2007 fylgir.

Gjald kr. 6.800

Frestað.

Gera grein fyrir samþykki meðeigenda.

5. Austurstræti 12 (01.140.407) 100850 Mál nr. BN037046

Landic Property hf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breytinga á veitingasal á 1. hæð sbr. erindi BN0344436 hússins á lóð nr. 12 við Austurstræti.

Gjald kr. 6.800

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

6. Bakkagerði 13 (01.816.405) 108123 Mál nr. BN037073

Brynjólfur Þór Brynjólfsson, Ólafsbraut 21, 355 Ólafsvík

Ragnheiður Jónsdóttir, Ólafsbraut 21, 355 Ólafsvík

Sótt er um leyfi til að stækka bílskúr einbýlishússins á lóðinni nr. 13 við Bakkagerði.

Meðfylgjandi er greinargerð vegna breytingar á deiliskipulagi SN060796. Jákvæð umsögn byggingafulltrúa frá 6.janúar 2006.

Stækkun: 12,6 ferm., og 44,6 rúmm.

Gjald kr. 6.800 + 3.033

Útskrift úr gerðarbók embættisfundar skipulagsstjóra, 26. október 2007, fylgir erindinu.

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Skipulagsferli ólokið.

7. Bakkagerði 16 (01.816.401) 108119 Mál nr. BN034246

Einar Baldvin Axelsson, Bakkagerði 16, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta viðbyggingu við austurhlið 1. hæðar, til breytinga á innra skipulagi og fyrir áður gerðri breytingu á kvistum einbýlishússins á lóð nr. 16 við Bakkagerði.

Málinu fylgir samþykki eigenda Bakkagerðis nr. 19. dags. 4. júní 2007.

Stærð: Stækkun 29,2 ferm., 87,2 rúmm.

Gjald kr. 6.100 + 6.800 + 5.930

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

8. Bakkastaðir 157 (02.407.310) 178854 Mál nr. BN037121

Björg Ólafsdóttir, Bakkastaðir 157, 112 Reykjavík

Sótt er um samþykki reyndarteikninga sbr. BN017673 af einbýlishúsinu nr. 157 við Bakkastaði

Gjald kr. 6.800

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

9. Brautarholt 16 (01.242.205) 103034 Mál nr. BN035931

Kistufell sf, Brautarholti 16, 105 Reykjavík

Ísvaki ehf, Síðumúla 25, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að skipta með skilvegg svölum 2. og 3. hæðar, útbúa aðkomu að tæknirými í kjallara um núverandi gryfju í undirgangi á 1. hæð ásamt samþykki fyrir áður gerðri lokun glugga á suðurhlið 1. hæðar matshluta 01, stækkun við innganga að stigahúsum á norðurhlið 1. hæðar sömu byggingar, breytingu á innra skipulagi allra hæða og áður gerðri stækkun kjallara með lítilli snyrtingu í matshluta 01 á lóð nr. 16 við Brautarholt.

Stærð: Áður gerð stækkun kjallara 4,2 ferm., anddyri 1. hæð 8,1 ferm., samtals áður gerð stækkun 12,3 ferm., 36,8 rúmm.

Gjald kr. 6.800 + 6.800 + 2.502

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

10. Brekkustígur 10 (01.134.307) 100356 Mál nr. BN037146

Margrét Gísladóttir, Brekkustígur 10, 101 Reykjavík

Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi BN 34428 frá 19.sept. 2006 um samþykki fyrir áður gerðu geymslurými undir bílskúr, leyfi til þess að stækka neðri hæð með svölum á þaki, síkka glugga á austurhlið neðri hæðar, fjölga gluggum á norðurhlið sömu hæðar og breyta innra skipulagi einbýlishússins á lóð nr. 10 við Brekkustíg.

Stærð: Áður gerð geymsla undir bílskúr 20,8 ferm., 41,1 rúmm. Viðbygging við neðri hæð einbýlishúss 20 ferm., 55,9 rúmm.

Gjald kr. 6.800 + 6.596

Frestað.

Málinu vísað til skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta nr. 1 og 2 dags. júlí 2006.

11. Brekkustígur 6B (01.134.114) 100324 Mál nr. BN037141

Bjarni Sævar Geirsson, Norðurtún 24, 225 Álftanes

Sótt er um leyfi til að rífa hús og til að byggja steinsteypt tvíbýlishús á lóðinni nr. 6B við Brekkustíg.

Niðurrif: Fastanr. 200-0940 merkt 01 0101 íbúð 49,7 ferm.

Nýbygging: xx ferm. xx rúmm.

Gjald kr. 6.800 + xx

Frestað.

Framlögð gögn mjög ófullkomin. Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

12. Brúarvogur 1-3 (01.427.201) 212207 Mál nr. BN037135

Dreifing ehf, Vatnagörðum 8, 104 Reykjavík

Skúlagata 30 ehf, Stigahlíð 60, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að stækka bílaplan við vesturhlið ný samþykkts atvinnuhúss sbr. erindi BN036137, bæta við stiga milli 1. og 2. hæðar, breyta starfsmannaaðstöðu, færa hleðsluklefa, setja nýjan inngang inn að verslun á 1. hæð, innrétta skrifstofur á hluta 2. hæðar og breyta innra skipulagi á skrifstofurými á 3. hæð ásamt fleiri breytingum á innra skipulagi atvinnuhússins á lóð nr. 1-3 við Brúarvog.

Stærð: Atvinnuhúsið var samtals 6955,9 ferm. verður xxx ferm., var 62190,4 rúmm. verður xxx rúmm. Móttökusvæði undir bílapali (B-rými) var 1189,9 ferm. verður xxx ferm., var 7282,2 rúmm.

Gjald kr. 6.800 + xxx

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13. Bræðraborgarstígur 16 (01.134.221) 100347 Mál nr. BN036391

Fasteignafélagið B-16 ehf, Granaskjóli 64, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að girða með 1 m hárri stálnetsgirðingu á lóðum nr. 16 við Bræðraborgarstíg og nr. 9 við Drafnarstíg.

Samþykki eigenda Bræðraborgarstígs 14 (á teikningu) fylgir erindinu.

Gjald kr. 6.800 + 6.800

Samþykkt.

Enda er ekki um verið að samþykkja girðingu á lóðamörkum að Drafnarstíg 7.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

14. Bæjarháls 1 (04.309.601) 190769 Mál nr. BN037131

Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tvö opin þvottaplön og tæknirými á lóð nr. 1 við Bæjarháls.

Stærðir: 24,9 ferm, 122,7 rúmm.

Gjald kr. 6.800 + 8.344

Frestað.

Lagfæra skráningu.

15. Bæjarháls 1 (00.000.000) 190769 Mál nr. BN037159

Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Orkuveita Reykjavíkur sækir um leyfi til þess að rífa tvo olíutanka á lóð fyrirtækisins Bæjarháls 1. Tankarnir voru byggðir 1967 og er hvor um sig 8,5 m. á hæð og 9,5 m. í þvermál.

Fastanr. 204-4200 og 204-4201, landnúmer 190769, Málinu fylgir bréf OR dags. 22. október 2007.

Gjald kr. 6.800

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

16. Engjateigur 7 (01.366.501) 179535 Mál nr. BN030327

Ístak hf, Engjateigi 7, 105 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir afmörkun tölvutæknirýma í kjallara, fyrir breytingu á innra skipulagi allra hæða og breyttu fyrirkomulagi bílastæða á lóð nr. 7 við Engjateig.

Brunahönnun VSI endurskoðuð 8. febrúar 2007 fylgir erindinu.

Gjald kr. 5.400 + 6.800

Frestað.

Vísað til athugasemda umhverfis- og heilbrigðissviðs.

17. Ferjuvað 1-5 (04.731.501) 206708 Mál nr. BN037152

Eykt hf, Lynghálsi 4, 110 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi til að byggja sökkla á lóðinni nr. 1-3 við Ferjuvað.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi.

Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

18. Fiskislóð 15-21 (01.089.301) 209369 Mál nr. BN037031

Smáragarður ehf, Skemmuvegi 2a, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að stækka og færa steinullarskýli og setja milliloft í hluta vörumóttöku ásamt stiga sbr. erindi 34701 í verslunarhúsinu á lóð nr. 15 - 21 við Fiskislóð.

Umsögn brunahönnuðar dags. 23.október 2007Stærð: Milliloft 83,1 ferm., stækkun skýlis (B-rými) 76,5 ferm. 316,8 rúmm.

Gjöld kr. 6.800 + 21.542

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Áskilið samþykki Umhverfis- og heilbrigðisstofu.

19. Fjölnisvegur 9 (01.196.211) 102663 Mál nr. BN037123

Fjölnisvegur 9 ehf, Efstaleiti 5, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að byggja við þegar byggða bílgeymslu sbr. erindi BN030351 húss nr. 9 og tengja bílgeymslu húss nr. 11 sbr. erindi BN028378 með sameiginlegri bílgeymslu , tengigangi og svölum ofaná fyrir bæði íbúðarhúsin sem sameinuð verða í eina eign á lóð nr. 9-11 við Fjölnisveg.

Bréf hönnuðar dags. 23. október 2007 fylgir erindinu.

Stærð: Stækkun xxx ferm., xxx rúmm.

Gjald kr. 6.800 + xxx

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

20. Flugvöllur 106746 (01.65-.-99) 106746 Mál nr. BN037144

Flugfélag Íslands ehf, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík

Sótt er um stækkun á bráðabirgðabílastæðum ásamt frágangi við þau við Flugstöð Flugfélags Íslands á Reykjavíkurflugvelli við Njarðargötu.

Gjald kr. 6.800

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Þinglýsa skal yfirlýsingu um að bílastæðin séu til bráðabirgða og skuli fjarlægð á kostnað umsækjanda hvenær sem borgarráð krefst þess.

21. Fossaleynir 1 (02.456.101) 190899 Mál nr. BN037037

Borgarhöllin hf, Reykjavíkurvegi 74, 220 Hafnarfjörður

Sótt er um leyfi til þess að breyta forrými bíóhúss (4. áfanga) sbr. erindi 36460 ásamt starfsmannaaðstöðu og flóttaleiðum á 3. hæð viðbyggingar við Egilshöll á lóð nr. 1 við Fossaleyni.

Umsögn brunahönnuðar dags. 9. október 2007 og bréf hönnuðar dags. 9., 18. og 25. október 2007 fylgja erindi.

Stærð: Matshluti 03 var samtals 7159,4 ferm. verður 7293,5 ferm., var 47629,2 rúmm. verður 48105,7 rúmm. eða stækkun 134,1 ferm., 476,5 rúmm.

Gjald kr. 6.800 + 6.800 + 32.402

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

22. Freyjubrunnur 29 (02.695.503) 205733 Mál nr. BN037130

Fasteignafélagið Hlíð ehf, Lágmúla 6, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breytinga á nýsamþykktu erindi nr. BN034756 á lagnastokkum í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 29 við Freyjubrunn.

Gjald kr. 6.800

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

23. Freyjubrunnur 31 (02.693.803) 205734 Mál nr. BN037133

Fasteignafélagið Hlíð ehf, Lágmúla 6, 108 Reykjavík

Sótt er um lítilsháttar breytingar á lagnastokkum sbr. erindi BN034877 í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 31 við Freyjubrunn.

Gjald kr. 6.800

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

24. Freyjugata 6 (01.184.523) 102128 Mál nr. BN037125

Hlynur Hreinsson, Freyjugata 6, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka íbúð 0101 um eitt herbergi, sem færist frá íbúð 0103 á 1. hæð í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 6 við Freyjugötu.

Gjald kr. 6.800

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.

25. Friggjarbrunnur 39-41 (02.693.507) 205811 Mál nr. BN036944

Bergþór Bergþórsson, Miðsalir 10, 201 Kópavogur

Jón Ólafur Bergþórsson, Suðursalir 2, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til þess að byggja þriggja hæða steinsteypt parhús með innbyggðum bílgeymslum á lóð nr. 39-41 við Friggjarbrunn.

Stærð: Hús nr. 39 (matshluti 01) íbúð 1. hæð 88 ferm., 2. hæð 58,6 ferm., 3. hæð 65,8 ferm., bílgeymsla 24,4 ferm., samtals 236,8 ferm., 783,3 rúmm. Hús nr. 41 (matshluti 02) er sömu stærðar og hús nr. 39 eða samtals 236,8 ferm., 783,3 rúmm.

Gjald kr. 6.800 + 106.529

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Verði ekki orðið við ábendingum um að minnka húsið, sbr. deiliskipulagsskilamála, verður að synja málinu.

26. Furugerði 1 (01.807.001) 107807 Mál nr. BN037127

Nova ehf, Lágmúla 9, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja upp loftnetsbúnað fyrir GSM síma á fjölbýlishúsinu nr. 1 við Furugerði.

Samþykki Félagsbústaða dags. 12.4.2007 fylgir

Gjald kr. 6.800

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

27. Grandagarður 8 (01.115.101) 100046 Mál nr. BN036994

Víkin - Sjóminjasafnið í Re ses, Grandagarði 8, 101 Reykjavík

Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að breyta innra skipulagi og stækka 2. hæð yfir áður svalir við norðurgafl sem aðstöðu Sjóminjasafnsins, byggja 3. hæðina fyrir skrifstofur með svölum á suðausturhlið, breyta flóttastiga við norðurgafl, hætta við nýsamþykkta viðbyggingu við suðausturhlið 1. og 2. hæðar sbr. erindi 35342 og klæða allan nyrðri hluta atvinnuhússins með dökkum steinflísum og málmklæðningu á lóð nr. 8 við Grandagarð.

Jafnframt er erindi 36537 dregið til baka.

Ástandslýsing dags. 20. febrúar 2007, brunahönnun VSI endurskoðuð 5. október 2007 ásamt umsögn brunahönnuðar dags. 22. október 2007 og samþykki meðeigenda (á teikningu) fylgja erindinu.

Stærð: Stækkun 2. hæðar xxx ferm., stækkun 3. hæðar xxx ferm., samtals 941,9 ferm., 4132,4 rúmm.

Gjald kr. 6.800 + 281.003

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

28. Grensásvegur 11 (01.461.102) 105666 Mál nr. BN036842

Sætrar ehf, Gerðhömrum 27, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að minnka tveggja hæða bílakjallara og fækka bílastæðum um sjö í bílakjallara, færa tengibyggingu á milli núverandi byggingar og nýbyggingar um 2 metra til suðurs sbr. erindi 34908, breyta þjónustukjarna í núverandi byggingu og stækka svalir á fyrstu hæð í norðurhorni núverandi byggingar ásamt því að fjölga bílastæðum á lóð um sjö og breyta aðkeyrslu að lóð nr. 11 við Grensásveg.

Jafnframt er erindi BN036397 dregið til baka.

Bréf hönnuðar dags. 11. september, 9. og 22. október 2007 og umsögn brunahönnuðar dags. 10. og 22. október 2007 fylgja erindi.

Stærðir: Bílakjallari minnkar um 124,1 ferm. og 388,8 rúmm.

Gjald kr. 6.800 + 6.800

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

29. Grensásvegur 8-10 (01.295.305) 103846 Mál nr. BN036678

Lýsing hf, Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja anddyri úr steinsteypu, einangrað að utan og klætt málmplötum við vesturhlið atvinnuhúsnæðisins á lóð nr. 10 við Grensásveg.

Samþykki meðeigenda ódagsett fylgir erindinu. Einnig lögð fram útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 5. október 2007.

Stærð: 29,7 ferm., 88,7 rúmm.

Gjald kr. 6.800 + 6.032

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

30. Hagamelur 25 (01.542.007) 106361 Mál nr. BN036940

Katrín Lillý Magnúsdóttir, Hagamelur 25, 107 Reykjavík

Hrefna María Gunnarsdóttir, Barðaströnd 20, 170 Seltjarnarnes

Guðrún Símonardóttir, Hagamelur 25, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa tvöfaldan bílskúr og byggja nýjan sömu stærðar við fjölbýlishúsið á lóðinni nr. 25 við Hagamel.

Stærð: 63 ferm., 176,4 rúmm.

Gjald kr. 6.800 + 11.995

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

31. Hagamelur 27 (01.542.006) 106360 Mál nr. BN036941

Stefán Ingimar Bjarnason, Hagamelur 27, 107 Reykjavík

Steinunn Ásmundsdóttir, Hagamelur 27, 107 Reykjavík

Gunnar Ingi Gunnsteinsson, Hagamelur 27, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tvöfaldan steinsteyptan bílskúr við fjölbýlishúsið á lóðinni nr. 27 við Hagamel. Umsóknin var grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum að Hagamel 25, 29 og Melhaga 12-14 og eru samþykki þeirra árituð á uppdrátt.

Stærð: 63 ferm., 176,4 rúmm.

Gjald kr. 6.800 + 11.995

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

32. Hamravík 38-40 (02.351.602) 180141 Mál nr. BN037090

Hrauntún ehf, Breiðuvík 85, 112 Reykjavík

Sótt er um breytingu á eldvarnarhurðum inn á geymslugang í kjallara fjölbýlishússins á lóðum nr. 38 og 40 við Hamravík.

Gjald kr. 6.800

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

33. Háaleitisbraut 13 (01.290.403) 103758 Mál nr. BN037072

Styrktarfélag lamaðra/fatlaðra, Háaleitisbraut 11-13, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja við anddyri þjálfunarmiðstöðvar fatlaðra á lóðinni nr. 13 við Háaleitisbraut.

Samþykki meðeigenda fylgir erindinu.

Stærð: Stækkun 50,8 ferm., 185,4 rúmm.

Gjald kr. 6.800 + 12.607

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

34. Hólmsheiði B -18 (00.000.000) 113450 Mál nr. BN037071

Setrið ehf, Frostafold 25, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka milligólf í hlöðu og stækka kaffistofu á 2. hæð í hesthúsinu nr. B - 18 við Hólmsheiði.

Stærð: Stækkun milligólfs 42 ferm.

Gjald kr. 6.800

Frestað

Lagfæra skráningu.

35. Hraunbær 36-60 (04.334.301) 111075 Mál nr. BN037124

Hraunbær 56,húsfélag, Hraunbæ 56, 110 Reykjavík

Hraunbær 58,húsfélag, Hraunbæ 58, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að skipta upp sameign fjölbýlishússins 56 - 58, loka skal gangi á milli húsanna þannig að sameignir húsanna verði aðskildar. á lóð nr. 36 - 60 við Hraunbæ.

Meðfylgjandi er samþykki húsfundar.

Gjald kr. 6.800

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

36. Hringbraut 59-61 (01.540.009) 106226 Mál nr. BN036766

Jóhann Hinriksson, Neðstikaupstaður, 400 Ísafjörður

Hinrik Jóhannsson, Hringbraut 59, 107 Reykjavík

Ásta Kristjánsdóttir, Hringbraut 61, 107 Reykjavík

Bragi Gunnarsson, Hringbraut 61, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir tröppum niður í kjallara við stigahús nr. 59 á götuhlið, svölum með tröppum niður í garð á suðurhlið 1. hæðar á báðum lóðunum, sameina íbúðir 1. og 2. hæðar í stigahúsi nr. 61 í eina íbúð með breyttu innra fyrirkomulagi í fjölbýlishúsinu á lóðinni nr. 59-61 við Hringbraut.

Málinu fylgir virðingargjörð dags. 21. nóvember 1936 og eignaskiptayfirlýsing dags. 19. júní 1973.

Gjald kr. 6.800

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

37. Hringbraut Landsp. (01.198.901) 102752 Mál nr. BN037139

Landspítali, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða skrifstofuálmu með stigahúsi á norðurhluta lóðar LSH - Landspítalans við Hringbraut. Sömuleiðis verður núverandi stigi fjarlægður.

Stærðir: 1. hæð 74,4 ferm., 2. hæð 68,5 ferm., samtals 142,9 ferm., 327,9 rúmm.

Gjöld kr. 6.800 + 22.297

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

38. Iðunnarbrunnur 12 (02.693.705) 206081 Mál nr. BN036824

Berglind Bára Hansdóttir, Vífilsgata 14, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tvílyft, steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 12 við Iðunnarbrunn.

Málinu fylgir brunatæknileg greinargerð frá Línuhönnun dags. 18. október 2007.

Stærð: 1. hæð íbúð 78,2 ferm., bílgeymsla 32,1 ferm., 2. hæð íbúð 105,1 ferm.

Samtals 215,4 ferm. og 667,4 rúmm.

Gjald kr. 6.800 + 45.383

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

39. Kambsvegur 22 (01.354.108) 104276 Mál nr. BN037143

Vigfús Bjarni Albertsson, Kambsvegur 22, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir staðseyptri viðbyggingu bílgeymslu, sem einingu 0102 mhl. 02 á lóðinni nr. 22 við Kambsveg.

Meðfylgandi er samþykki aðliggandi lóðarhafa á deiliteikningu. dags. 1. okt. 2007 og samþykki meðeiganda dags. 1. okt. 2007

Stærðir : 41,8 ferm., 137,9 rúmm.

Gjald kr. 6.800 + 9.377

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta 10.01 - 10.03. dags. 1. oktober 2007.

40. Kambsvegur 24 (01.354.107) 104275 Mál nr. BN036711

Viggó Þór Marteinsson, Kambsvegur 23, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða steinsteypta viðbyggingu norðanmegin og aðra viðbyggingu úr gleri sunnanmegin við einbýlishúsið á lóðinni nr. 24 við Kambsveg.

Grenndarkynning fór fram og voru lögð fram samþykki þeirra sem grenndarkynnt var fyrir.

Stækkun: 74,9 ferm., 204,9 rúmm.

Gjald kr. 6.800 + 13.935

Frestað.

Lagfæra skráningartöflu.

41. Kistumelur 10 (34.533.601) 206618 Mál nr. BN037094

Húsbílahöllin ehf, Pósthólf 374, 212 Garðabær

Sótt er um leyfi til að breyta sbr. erindi BN035351 skráningu og samnýta einingar 0101 og 0102, 0103 og 0104 að og með 0109 og 0110. í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 10 við Kistumel.

Gjald kr. 6.800

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

42. Kistumelur 20 (34.533.303) 206628 Mál nr. BN036191

Arnór Heiðar Arnórsson, Hlíðarhjalli 3, 200 Kópavogur

Þráinn V Ragnarsson, Oddakot, 861 Hvolsvöllur

Sótt er um leyfi til þess að byggja stálgrindarskemmu að mestu á einni hæð klædda með formaðri stálkæðningu fyrir léttan iðnað á lóð nr. 20 við Kistumel.

Yfirlýsing vegna breytts aðalhönnuðar dags. 5. september 2007 fylgir erindinu.

Stærð: Iðnaðarhús 1. hæð 2036,9 ferm., 2. hæð 257,2 ferm., samtals 2294,1 ferm., 16098,9 rúmm.

Gjald kr. 6.800 + 6.800 + 1.094.725

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Vottun eininga skal skilað fyrir úttekt á botnplötu

43. Klapparstígur 37 (01.182.139) 101852 Mál nr. BN035334

María Hjálmtýsdóttir, Grettisgata 18, 101 Reykjavík

Ernesto Ortiz Alvarez, Grettisgata 18, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að setja svalir á bakhlið 2. hæðar og skipta íbúð þeirrar hæðar í tvær íbúðir í fjöleignahúsinu á lóð nr. 37 við Klapparstíg.

Gjald kr. 6.800

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

44. Kollagrund 3 (32.485.501) 213522 Mál nr. BN036871

Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að byggja hreinsistöð fyrir fráveitu á Kjalarnesi á lóðinni nr. 3 við Kollagrund.

Stærð: 274,7 ferm. og 1306,9 rúmm.

Gjald kr. 6.800 + 88.869

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

45. Kvisthagi 4 (01.543.208) 106434 Mál nr. BN036103

Ólafur Þorsteinsson, Kvisthagi 4, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að hækka þak, byggja kvisti og innrétta rishæð fjölbýlishússins á lóðinni nr. 4 við Kvisthaga.

Málinu fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 31. maí 2007.

Stækkun: 61,4 ferm., 155,7 rúmm.

Gjald kr. 6.800 + 10.588

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

46. Lambasel 8 (04.998.104) 200758 Mál nr. BN035235

Bryndís Harðardóttir, Rekagrandi 6, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu allt einangrað að utan og klætt með flísum og liggjandi zinkhúðaðri báruklæðningu á lóð nr. 8 við Lambasel.

Stærð: Íbúð 218,9 ferm., bílgeymsla 23,5 ferm., samtals 242,4 ferm., 846,8 rúmm.

Gjald kr. 6.800 + 6.800 + 57.582

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

47. Langagerði 48 (01.832.105) 108551 Mál nr. BN037126

Magdalena Elísabet Andrésdóttir, Langagerði 48, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að sameina sameiginlegt þvottahús íbúð 1. hæðar, loka dyraopi á útvegg og breyta notkun á geymslu í matshluta 70 í þvottahús á lóð nr. 48 við Langagerði.

Meðfylgjandi er samþykki íbúa meðeiganda.

Gjald kr. 6.800

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

48. Laugavegur 18B (01.171.502) 101418 Mál nr. BN037153

Laugaverk ehf, Tjarnastíg 20, 170 Seltjarnarnes

Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum vegna breytinga sem orðið hafa á framkvæmkvæmdartíma vegna Dressman sbr. erindi 33524 á 1. og 2. hæð fjöleignarhússins á lóð nr. 18B við Laugaveg.

Gjald kr. 6.800

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

49. Laugavegur 18B (01.171.502) 101418 Mál nr. BN037148

Laugaverk ehf, Tjarnastíg 20, 170 Seltjarnarnes

Sótt er um leyfi til þess að stækka 1. hæð að Laugavegi með því að færa fram inndregna verslunaglugga og loka undirgangi, innrétta íbúð í einingu 0202, breyta gluggum norður hliðar 2. hæðar, breyta gistirými (0403 og 0404) í íbúð, breyta skrifstofu á 4. hæð í gistirými ásamt lagfæringum á áður gerðri stækkun íbúðar á 4. hæð í fjöleignarhússinu á lóð nr. 18B við Laugaveg.

Stærð: Stækkun 1. hæðar 37,1 ferm., minnkun 2. hæðar vegna gluggabreytinga 7,7 ferm., samtals stækkun 29,4 ferm., 87,4 rúmm.

Gjald kr. 6.800 + 5.943

Frestað.

Lagfæra skráningu.

50. Lágmúli 9 (01.261.303) 103509 Mál nr. BN036889

Lágmúli 9 ehf, Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir breytingum á kjallara og 1. hæð þar sem innréttuð er skrifstofa ásamt kaffihúsi með tilheyrandi starfsmannaaðstöðu og snyrtingum nýjum stiga á milli hæða og útidyrahurð á suðurhlið í verslunar- og skrifstofuhúsnæðinu á lóð nr. 9 við Lágmúla.

Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda á dagsettri teikningu 3. febrúar 2006. Brunahönnun dags. 18. september 2007 og staðfesting burðarvirkishönnuðar dags. 8. okt. 2007 fylgir erindinu.

Gjald kr. 6.800

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

51. Mánatún 1-17/Sóltún 1-3 (01.230.003) 208475 Mál nr. BN037077

Íslenskir aðalverktakar hf, Pósthólf 221, 235 Keflavíkurflugvöllu

Sótt er um leyfi til þess að breyta geymslum í kjallara, breyta lítillega útliti og sameina íbúðir á 8. og 9. hæð í eina íbúð í húsinu Mánatún 3-5 sbr. erindi 33317 á lóð nr. 1-17 við Mánatún og 1-3 við Sóltún.

Brunahönnun Línuhönnunar endurskoðuð 16. október 2007 fylgir erindinu.

Stærð: Leiðréttar stærðir geymslukjallara verða neðri kjallari 332,9 ferm. (var 342,5 ferm.), kjallari 979,5 ferm. (var 994,4 ferm.), og íbúð 8. hæð 300,2 ferm. (var 299,9 ferm.), 9.hæð 146,2 ferm. (var 149,4 ferm), samtals var hús 9055 ferm. verður 9028,1 ferm., var 29131,9 rúmm. verður 29585,9 rúmm. eða minnkun um 26,9 ferm. og aukning um 454 rúmm.

Gjald kr. 6.800 + 30.872

Frestað.

Lagfæra skráningu.

52. Mýrargata 10-12 (01.116.302) 100067 Mál nr. BN037160

Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Faxaflóahafnir sf. sækja um leyfi til þess að rífa tvær byggingar á lóðinni Mýrargötu 10-12, annarsvegar Mh 02-0101, fastanr. 200-0200, byggingarár 1924, stærð 1536 ferm. og hinsvegar Mh. 070101, fastanr. 221-4685, byggingarár 1994, stærð 128,8 ferm. Landnúmer lóðar 100067, stgr. 1.116.302. Málinu fylgir bréf Faxaflóahafna dags. 23. október 2007.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

53. Mýrargata 22 (01.116.308) 100071 Mál nr. BN037161

Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Faxaflóahafnir sf. sækja um leyfi til þess að rífa byggingasamstæðuna Stásmiðjan á lóð nr. 22 við Mýrargötu. Um er að ræða fjóra matshluta sem skiptast svo:

Mh. fastanr. byggingarár stærð

01-0101 200-0210 1935 1260,0 ferm.

02-0101 200-0211 1946 320,9 ferm.

03-0101 200-0212 1946 465,1 ferm.

04-0101 200-0213 1966 1110,0 ferm.

Landnúmer lóðar 100071, stgr. 1.116.308

Málinu fylgir bréf Faxaflóahafna dags. 23. október 2007.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

54. Nönnubrunnur 1 (05.053.701) 206097 Mál nr. BN037047

Verkland ehf, Smyrlahrauni 25, 220 Hafnarfjörður

Sótt er um leyfi til þess að byggja þriggja hæða steinsteypt fjölbýlishús með tíu íbúðum ásamt geymslu- og bílgeymslukjallara fyrir níu bíla allt einangrað að utan og klætt með xxx klæðningu á lóð nr. 1 við Nönnubrunn.

Jafnframt er erindi 35148 dregið til baka.

Stærð: Íbúð kjallari 176,5 ferm., 1. hæð 413,1 ferm., 2. hæð 429,8 ferm., 3. hæð 244,2 ferm., bílgeymsla 325,2 ferm., samtals 1588,8 ferm., 5141 rúmm.

Gjald kr. 6.800 + 349.588Útskrift úr gerðarbók afgreiðslufundar embættis skipulagsstjóra 19. október 2007 fylgir erindinu.

Útskrift út gerðarbók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra, 26. október 2007,

Frestað.

Vísað til fyrri athugasemda á umsóknarblaði og útskrift úr gerðarbók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 26. október 2007.

55. Safamýri 25 (01.281.305) 103682 Mál nr. BN037122

Grétar A Halldórsson, Álfheimar 24, 104 Reykjavík

Ragnheiður Gunnarsdóttir, Vatnsstígur 21, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir breytingum á innra skipulagi, aðallega stækkun íbúðar 1. hæðar (áður kjallari) í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 25 við Safamýri.

Samþykki meðeigenda fylgir dags. 18.okt. 2007

Gjald kr. 6.800

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

56. Sigtún 38 (01.366.001) 104706 Mál nr. BN037136

Húseignarfélagið Sigtún 38 ehf, Pósthólf 5370, 125 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að lengja stóra ráðstefnusal Grand Hótels til suðurs sbr. erindi BN030633 og breyta innra skipulagi hluta kjallara viðbyggingar hótelsins sbr. erindi BN030959 á lóð nr. 38 við Sigtún.

Umsögn brunahönnuðar dags. 23. október 2007 fylgir erindinu.

Stærð: Stækkun xxx ferm., xxx rúmm.

Gjald kr. 6.800 + xxx

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

57. Skipholt 15 (01.242.211) 103037 Mál nr. BN037134

Parson eignarhaldsfélag ehf, Bakkastöðum 7, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss sbr. erindi BN027292 í rými 0108 og að setja glugga á gluggalausan vesturvegg, sem snýr inn í port. á 1. hæð í húsi á lóð nr. 15 við Skipholt.

Gjald kr. 6.800

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

58. Sléttuvegur F.v.bl 28 (01.84-.-93) 108676 Mál nr. BN036933

Landspítali, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að rífa hluta tækniálmu austur af A-álmu, tengja hana við deild A1og klæða trébygginguna með sléttri ál- og báruklæðningu á lóð Landspítalans í Fossvogi.

Stærð: Niðurrif húshluta 37,8 ferm., ný tengibygging og stækkun tækniálmu (matshluti 06) samtals 86,8 ferm., 268,7 rúmm.

Gjald kr. 6.800 + 6.800 + 18.272

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.

59. Sogavegur 144 (01.830.106) 108474 Mál nr. BN037111

S.R. Holdings ehf, Miðhrauni 22c, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að setja súlu undir svalir, setja opnanlegt fag í stofuglugga og færa steypta veggi innanhúss lítillega sbr. erindi BN036409 á lóð nr. 144 við Sogaveg.

Gjald kr. 6.800

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

60. Sóleyjarimi 1-23 (02.536.101) 196697 Mál nr. BN037132

Sóleyjarimi 5,húsfélag, Sóleyjarima 5, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta gluggaopum, koma fyrir gönguhurðum og koma fyrir innkeyrslu að austanverðu í bílageymslu fjölbýlishússins á lóðinni nr. 5 við Sóleyjarima.

Gjald kr. 6.800

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

61. Stangarholt 36 (01.246.208) 103315 Mál nr. BN037101

Guðni Guðjónsson, Hryggjarsel 1, 109 Reykjavík

Rúnar Guðnason, Grettisgata 57b, 101 Reykjavík

Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi nr. 31680 frá 25. jan. 2006 til að byggja bílskúr á lóðinni nr. 36 við Stangarholt.

Stærð: Bílskúr 36 ferm., 102,6 rúmm.

Gjald kr. 6.800 + 6.977

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

62. Starengi 6 (02.384.002) 173536 Mál nr. BN034175

Starengi ehf, Pósthólf 12212, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja geymslu- og áhaldahús á lóðinni nr. 6 við Starengi.

Stærð: 39,2 ferm., 63,1 rúmm.

Gjald kr. 6.100 + 4.291

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

63. Suðurlandsv Reynisvl. 113440 (05.17-.-90) 113440 Mál nr. BN037055

Einar Kristinsson, Funafold 43, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja óupphitað geymslurými á lóðinni nr. 43 (5.17-.-90) í Reynisvatnslandi.

Gjald kr. 6.800 + 6.426Útskrift úr gerðarbók embættisafgreiðslundar skipulagsstjóra 26. október 2007 fylgir erindinu.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

64. Sörlaskjól 22 (01.532.016) 106174 Mál nr. BN037142

Anna Jóna Guðmundsdóttir, Sörlaskjól 22, 107 Reykjavík

Sólveig Nikulásdóttir, Einimelur 3, 107 Reykjavík

Arnar Arnarsson, Einimelur 3, 107 Reykjavík

Jóhanna Rútsdóttir, Sörlaskjól 22, 107 Reykjavík

Snorri Valsson, Sörlaskjól 22, 107 Reykjavík

Sótt er um leiðréttingu á skráningu þar sem rými í kjallara voru skráð á ranga eign sbr. erindi nr. BN036216 í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 22 við Sörlaskjól.

Gjald kr. 6.800

Frestað.

Samræma uppdrátt og skráningartöflu.

65. Traðarland 1 (01.875.-99) 108838 Mál nr. BN036885

Knattspyrnufélagið Víkingur, Traðarlandi 1, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja gervigrasvöll, til að breyta útliti lokana undir stúku og byggja nýtt tæknirými fyrir gervigrasvöllinn á lóðinni nr. 1 við Traðarland.

Málinu fylgir bréf hönnuðar dags. 22. október 2007.

Stækkun stúku 18 ferm. og 121,6 rúmm.

Gjald kr. 6.800 + 8.269

Frestað.

Gera grein fyrir timburvegg.

66. Urðarbrunnur 14 (05.056.204) 205777 Mál nr. BN037167

Halldóra Sif Gylfadóttir, Kristnibraut 89, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja einnar hæðar einbýlishús á kjallara með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 14 við Urðarbrunn.

Stærð: 1. hæð íbúð 95,7 ferm., bílgeymsla 34,2 ferm. Kjallari íbúð 138 ferm.

Samtals 267,9 ferm., 1016,2 rúmm.

Gjald kr. 6.800 + 69.102

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

67. Vatnagarðar 10 (01.337.801) 103915 Mál nr. BN037118

Norðurhlíð fasteignafélag ehf, Stuðlahálsi 1, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta, einnar hæðar viðbyggingu við atvinnuhúsið á lóðinni nr. 10 við Vatnagarða.

Jafnframt er erindi BN 30961 dregið til baka.

Stækkun vörugeymsla: 501,3 ferm., 2105,1 rúmm.

Gjald kr. 6.800 + 143.140

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

68. Vesturberg 145-151 (04.661.204) 112035 Mál nr. BN037147

Jónas Birgir Birgisson, Vesturberg 145, 111 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir endurnýjun á byggingaleyfi þar sem sótt er um leyfi til þess að rífa núverandi anddyri og byggja nýtt steinsteypt og stærra anddyri við suðurhlið húss nr. 145, klæða einbýlishúsið að utan með álplötuklæðningu og fá samþykki fyrir þegar byggðum geymsluskúr (matshluti 05), skjólgirðingu við verönd og fyrir uppsetningu setlaugar vestan við hús nr. 145 á lóð nr. 145-151 við Vesturberg.

Jafnframt er erindi 21137 dregið til baka.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 29. október 2004, samþykki meðlóðarhafa dags 28. nóvember 2004 og ástandskönnun útveggja dags. 4. apríl 2005 fylgja erindinu.

Stærð: Stækkun anddyris 3,9 ferm., 11,1 rúmm., geymsluskúr 5 ferm., 10,3 rúmm.

Gjald kr. 6.800 + 1.455

Frestað.

Vantar samþykki meðlóðarhafa.

69. Þingholtsstræti 21 (01.180.102) 101678 Mál nr. BN036550

Eyþór Arnalds, Hreiðurborg, 801 Selfoss

Sótt er um leyfi til að byggja við kjallara norðan og austan við hús, innrétta allan kjallara sem íbúðarhúsnæði einbýlishússins með einu nýju bílastæði frá Ingólfsstræti á lóð nr. 21 við Þingholtsstræti.

Grenndarkynningin stóð yfir frá 23. ágúst til og með 20. september 2007.

Engar athugasemdir bárust.

Stærð: Stækkun 53.,5 ferm., 146 rúmm.

Gjald kr. 6.800 + 6.800 + 9.928

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Vísað til athugasemda Orkuveitunnar vegna inntaka.

Ýmis mál

70. Langholtsvegur 106 (01.432.104) 105225 Mál nr. BN037154

Framkvæmdasvið Reykjavíkurborga, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta mörkum lóðarinnar Langholtsvegar 106 eins og sýnt er á meðfylgjandi uppdrætti landupplýsingadeildar dags. 22. október 2007.

Tillaga að breytingu lóðarmarka:

Lóðin er 522 ferm.

Bætt við lóðina úr óútvísuðu landi 115 ferm

Samtals 638 ferm.

Sjá samþykkt bæjarráðs frá 3. febrúar 1956

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Lóðamarkabreytingin tekur gildi þegar þinglýst hefur verið yfirlýsing um breytt lóðamörk.

71. Eirhöfði 12 (04.030.001) 110513 Mál nr. BN037171

Dominium hf, Súðarvogi 6, 104 Reykjavík

Lagt fam bréf Dóminíum hf., dags. 22. október 2007, með beiðni um endurskoðun á svari við fyrirspurn nr. 36834 vegna gistiaðstöðu í húsinu nr. 12 Eirhöfða.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra

Fyrirspurnir

72. Brávallagata 26 (01.162.338) 101311 Mál nr. BN037119

Margrét Margeirsdóttir, Brávallagata 26, 101 Reykjavík

Spurt er hvort koma megi fyrir svölum á götuhlið 1. hæðar fjölbýlishússins á lóðinni nr. 26 við Brávallagötu.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

73. Grundargerði 29 (01.813.112) 107884 Mál nr. BN036859

Guðmundur Benedikt Friðriksson, Grundargerði 29, 108 Reykjavík

Spurt hvort leyfi fengist að nota bílgeymslu til íbúðar þ.e.a.s. herbergi og geymslu með því að opna á milli íbúðar og bílgeymslu einnig að setja glugga í stað bílgeymsluhurðar í einbýlishúsinu á lóð nr. 29 við Grundargerði.

Útskrift úr gerðarbók afreiðslufundar skipulagsstjóra 19. október 2007 ásamt umsögn skipulagsstjóra frá 18. október 2007 fylgir erindinu.

Leiðrétt bókun frá skipulagsstjóra. Útskrift úr gerðarbók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra 26. október 2007.

Nei.

Með vísan til ákvæða deiliskipulags sbr. leiðrétta bókun skipulagsstjóra frá 26. október 2007.

74. Hringbraut Landsp. (01.198.901) 102752 Mál nr. BN037140

Landspítali, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að byggja tvær hæðir sbr. meðfylgjandi uppdrætti, að mestu úr gleri ofaná kjallara sjúkrahússins á lóðinni við Hringbraut.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

75. Lækjargata 8 (01.140.510) 100870 Mál nr. BN037095

Höskuldur Einar Pálsson, Heiðargerði 21, 108 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að breyta innra skipulagi veitingastaðarins í atvinnuhúsinu á lóðinni nr. 8 við Lækjargötu.

Jákvætt.

Að uppfyllum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

76. Melgerði 12 (01.815.504) 108026 Mál nr. BN037105

Margrét Ólafsdóttir, Fellahvarf 6, 203 Kópavogur

Spurt er hvort leyfi fengist fyrir bílgeymslu á norðvesturenda lóðar einbýlishússins á lóðinni nr. 12 við Melgerði.

Útskrift úr gerðarbók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra, 26. október 2007, fylgir erindinu.

Jákvætt.

Enda verði sótt um byggingarleyfi sem grenndarkynna verður.

77. Njálsgata 23 (01.182.125) 101839 Mál nr. BN037129

Ágúst Róbert Glad, Stóragerði 28, 108 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að byggja kvist á garðhlið og byggja kvist og svalir á götuhlið fjölbýlishússins á lóðinni nr. 23 við Njálsgötu.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

78. Skildinganes 41 (01.674.208) 106867 Mál nr. BN037098

Halldór Baldursson, Skildinganes 41, 101 Reykjavík

Ofanritaður spyr hvort leyfi fáist fyrir áður gerði stækkun á húsinu nr. 41 við Skildinganes. Staðsetning sýnd á meðfylgjandi skissu. Stærð ca. 18.m2.

Útskrift úr gerðarbók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra 26. október 2007 fylgir erindinu.

Jákvætt.

Enda verði sótt um byggingarleyfi í samræmi við deiliskipulag.

79. Sogavegur 108 (01.830.001) 108453 Mál nr. BN037112

Heimir H Karlsson, Sogavegur 108, 108 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að breyta skrifstofuhúsnæði á 2. hæð vestur í íbúð í íbúðar- og atvinnuhúsinu á lóðinni nr. 108 við Sogaveg.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum og með vísan til athugasemda á fyrirspurnarblaði enda verði sótt um byggingarleyfi.

80. Sætún (52.000.090) 125858 Mál nr. BN037117

Kletthamar ehf, Sætúni, 116 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að byggja einbýlishús með innbyggðri vélageymslu skv. meðfylgjandi skissum á lóðinni sem merkt er D við Sætún á Kjalarnesi.

Nei.

Samræmist ekki skipulagi.

Bókun byggingarfulltrúa í lok fundar:

Á þessum fundi eru þau tímamót að Helga Guðmundsdóttir, arkitekt er að ljúka stöfum hjá embætti byggingarfulltrúa. Í því tilefni eru henni færðar alúðarþakkir samstarfsmanna fyrir frábært samstarf og réttsýni um leið og henni eru þökkuð frábær störf í þágu embættis byggingarfullltrúa sem m.a. hafa átt þátt í að efla og styrkja virðingu embættisins út á við borgurum Reykjavíkur til heilla.

Fundi slitið kl. 14:00.

Magnús Sædal Svavarsson

Þórður Búason Helga Guðmundsdóttir

Sigríður Kristín Þórisdóttir Sigrún Reynisdóttir

Björn Kristleifsson Solveig Lilja Óladóttir