Umhverfis- og skipulagsráð
STJÓRN SKIPULAGSSJÓÐS
Ár 2006, þriðjudaginn 3. júlí, var haldinn 81. fundur stjórnar Skipulagssjóðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 15.00. Viðstaddir voru Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Dagur B. Eggertsson og Óskar Bergsson. Jafnframt sátu fundinn Kristín Einarsdóttir og Sigurður Snævarr, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Óskar Bergsson var kosinn varaformaður stjórnar Skipulagssjóðs.
2. Lögð fram tillaga skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs um að Skipulagssjóður kaupi spildu af lóð að Hverfisgötu 66A, alls 31 fm og greiðist fyrir 850.000,-. Með kaupunum verður spildan sameinuð bílastæðalóð og borgarlandi.
Samþykkt.
3. Kristín Einarsdóttir lagði fram tillögu um að Skipulagssjóður afsali lóð í eigu sjóðsins á reit 1.132.0 við Vesturgötu 26C merkt hluti II. Tillagan er hluti af lausn ágreinings á þessum reit og felur jafnframt í sér breytingar á lóðamörkum Nýlendugötu 5A, Vesturgötu 26A og Vesturgötu 26C.
Samþykkt sem liður í heildarlausn á reitnum.
4. Óskar Bergsson gerði grein fyrir erindi sem borist hefur Skipulags- og byggingarsviði um uppbyggingu á lóð við Holtsgötu 7.
Samþykkt af fela Kristínu Einarsdóttur að ganga til viðræðna við eigendur um kaup á lóðinni.
5. Ekki hefur náðst samkomulag um kaup á trjágróðri á sumarbústaðalandi við Rauðavatn, Dynskóga, við eigendur, en um málið var fjallað á fundi Skipulagssjóðs 23. september sl. Eigendur vilja taka upp viðræður á nýjan leik. Kristínu Einarsdóttur falið að fara nánar yfir málið.
Fundi slitið kl. 15.45.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Dagur B. Eggertsson Óskar Bergsson