Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. reglugerð nr. 161/2005

Árið 2006, þriðjudaginn 30. maí kl. 10:30 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 397. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 4. hæð Borgartúni 3. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Þórður Búason, Helga Guðmundsdóttir, Sveinbjörn Steingrímsson, Sigrún Reynisdóttir og Sigríður Kristín Þórisdóttir.
Fundarritari var Magnús Sædal Svavarsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Austurbrún 31 (01.354.104) 104272 Mál nr. BN034060
Félag aðstandenda alzheimersj, Brekkuhvammi 18, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til að byggja hús á einni hæð á baklóð Austurbrúnar 31
Stærðir 64,5 ferm., 219,3 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 13.377
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta 05-01, 05-02 og 05-03 dags. 22. maí 2006.

2. Austurstræti 18 (01.140.502) 100862 Mál nr. BN034052
B.Pálsson sf, Pósthólf 8280, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta stærð og lögun glerbyggingar á 2. hæð á húsinu á lóðinni nr. 18 við Austurstræti.
Erindinu fylgir bréf VSI dags. 22. maí 2006 vegna brunahönnunar.
Stærðarbreyting: Minnkar um 0,8 ferm., stækkar um 1,2 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 73
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

3. Bakkagerði 13 (01.816.405) 108123 Mál nr. BN034073
Brynjólfur Þór Brynjólfsson, Ólafsbraut 21, 355 Ólafsvík
Ragnheiður Jónsdóttir, Ólafsbraut 21, 355 Ólafsvík
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypta viðbyggingu við suður- og austurhlið einbýlishúss, við vesturhlið bílskúrs, hækka þak yfir hluta íbúðarhúss og hækka þak bílskúrs á lóð nr. 13 við Bakkagerði.
Stærð: Viðbygging við einbýlishús samtals 58,1 ferm., xxx rúmm., stækkun bílskúrs 10,1 ferm., 71,3 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + xxx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

4. Bergþórugata 1 (01.190.228) 102431 Mál nr. BN034021
Páll Björgvinsson, Frakkastígur 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breytingum á innra skipulagi neðri hæðar hússins á lóðinni nr. 1 við Bergþórugötu.
Gjald kr. 6.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

5. Bústaðavegur 130 (01.871.004) 108822 Mál nr. BN034048
JARL ehf, Krókabyggð 3a, 270 Mosfellsbær
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi v/hússins á lóðinni nr. 130 við Bústaðaveg frá 7. desember 2004, þar sem sótt var um leyfi til þess að breyta fyrirkomulagi og m.a. koma fyrir tveimur spilakössum og djúpsteikingaraðstöðu á 1. hæð í söluturni (fyrrverandi biðskýli) á lóðinni nr. 130 við Bústaðaveg.
Gjald kr. 6.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Leyfið tekur ekki til reksturs spilakassa.
Komi til lyktmengunar í nágrenni verður umsækjandi að endurbæta loftræiskerfi á eigin kostnað.

6. Eldshöfði 5 (04.035.203) 110529 Mál nr. BN034047
Guðmundur Kristinsson, Gerðhamrar 27, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á innra skipulagi og til að koma fyrir þrem gluggum á norðurhlið hússins á lóðinni nr. 5 við Eldshöfða.
Gjald kr. 6.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

7. Esjugrund 58 (32.475.308) 187953 Mál nr. BN034061
Sverrir Marinósson, Esjugrund 58, 116 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja og vindfang við gafl og stakstæðan bílskúr við einbýlishúsið á lóðinni nr. 58 við Esjugrund. Samþykki eigenda nr. 60 og 62 dags. 26. maí 2006 fylgir.
Stærð: Stærð vindfangs 6,73 ferm., 19,9 rúmm. Stærð bílgeymslu 27,3 ferm 86,27 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 6.476
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

8. Eyjarslóð 7 (01.110.504) 100022 Mál nr. BN033919
Glitnir fjármögnun, Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að klæða norður- og austurhliðar atvinnuhússins með báraðri málmklæðningu á lóð nr. 7 við Eyjarslóð.
Samþykki meðeigenda dags. 4. maí 2006 fylgir erindinu.
Gjald kr. 6.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Fiskislóð 45 (01.087.603) 174393 Mál nr. BN034010
Fiskislóð 45 ehf, Fiskislóð 45, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að setja milliloft í allt húsið, fjölga eignum úr þrettán í tuttugu og sjö, breyta gluggum og dyraopum, leiðrétta stærðir húss og fjölga bílastæðum á stækkaða lóð nr. 45 við Fiskislóð.
Stærð: Atvinnuhús var 1740,1 ferm., verður 2441,6 ferm., og var 10067,3 rúmm., en verður 10183,8 rúmm.
Stækkun 701,5 ferm., 116,5 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 7.107
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

10. Flugvöllur Flugleiðir (01.619.601) 106641 Mál nr. BN032624
FL GROUP hf, Suðurlandsbraut 12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvö tveggja metra há tækjarými fyrir loftræsikerfi ofan á norðausturálmu húss Flugleiða á Reykjavíkurflugvelli.
Samþykki Flugmálastjórnar dags. 19. janúar 2006 fylgir erindinu.
Stækkun: 10 ferm., 20 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 1.220
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

11. Grjótag. 7 og Túng.6 (01.136.509) 100599 Mál nr. BN034007
Fasteignafélagið Stoðir hf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir loftræstisamstæðu og girðingu, og breyta opnanlegum fögum í gluggum hússins á lóðinni nr. 6 við Túngötu eða 7 við Grjótagötu. Samþykki eigenda Grjótagötu 5, Aðalstræti 16 dags. 5. maí 2006 fylgir erindinu.
Gjald kr. 6.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

12. Hafnarstræti 7 (01.140.108) 100826 Mál nr. BN034044
Eik fasteignafélag hf, Sóltúni 26, 105 Reykjavík
FoodCo hf, Bolholti 4, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta staðsetningu á stjórnstöð bruna- og öryggiskerfis í húsinu á lóðinni nr. 7 við Hafnarstræti.
Gjald kr. 6.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

13. Hamravík 88 (02.352.305) 180258 Mál nr. BN033908
Örn I S Isebarn, Breiðavík 85, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að setja upp arinn í stofu með tilheyrandi reykröri upp úr þaki einbýlishússins á lóð nr. 88 við Hamravík.
Gjald kr. 6.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

14. Hestháls 2-4 (04.323.001) 111033 Mál nr. BN033896
Nói-Siríus hf, Pósthólf 10213, 130 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir þegar gerðum breytingum, glerskáli stækkaður, móttöku breytt, skrifstofa gerð á 2. hæð, sett inn lyfta, dyr færðar á norður- og austur- hliðum og tengigangur styttur á nýbyggðri viðbyggingu Nóa og Síríus á lóð nr. 2-4 við Hestháls.
Jafnframt er erindi 32955 dregið til baka.
Umsögn Brunahönnuðar dags. 18. maí 2006 fylgir erindinu.
Stærð: Leiðréttar stærðir (matshluti 04) var 1770,5 ferm., verður 1800,2 ferm., eða 29,7 ferm., stækkun, var 13856,7 rúmm., verður 12935,5 rúmm., eða 721,2 rúmm., minnkun.
Gjald kr. 6.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

15. Holtavegur 23 (01.430.101) 105191 Mál nr. BN034015
Framkvæmdasvið Reykjavíkurborga, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta nýsamþykktri (22. mara 2006) færanlegri kennslustofu ásamt tengigangi við þær tvær sem fyrir eru austan við A-álmu Langholtsskóla á lóð nr. 23 við Holtaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. maí 2006 fylgir erindinu.
Stærð: Viðbótar færanleg kennslustofa og tengigangur var 72,5 ferm. veður 78,7 ferm., var 259,5 rúmm. verður 277,8 rúmm., stækkun 6,5 ferm., 18,3 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 1.116
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

16. Hólmaslóð 4 (01.111.401) 100023 Mál nr. BN034029
Brimrún ehf, Hólmaslóð 4, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á húsinu á lóðinni nr. 4 við Hólmaslóð.
Gjald kr. 6.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

17. Hólmgarður 37 (01.819.011) 108236 Mál nr. BN033498
Halldór Birgir Jóhannsson, Laufengi 178, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að hækka þak með kvist á hvorri þakhlið, byggja léttbyggða anddyrisviðbyggingu við norðurhlið 1. hæðar og litlar svalir við suðurhlið 3. hæðar íbúðarhússins á lóð nr. 37 við Hólmgarð.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. maí 2006 fylgir erindinu.
Skilyrt samþykki meðeigenda dags. 26. febrúar 2006 fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun samtals 60,5 ferm., 88,6 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 6.100 + 5.405
Frestað.
Sýna nýtt samþykki meðeigenda vegna breyttra uppdrátta.

18. Hólmgarður 39 (01.819.012) 108237 Mál nr. BN033499
Gunnar Örn Ástþórsson, Hólmgarður 39, 108 Reykjavík
Margrét Davidsen, Hólmgarður 39, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að hækka þak með kvist á hvorri þakhlið, byggja léttbyggða anddyrisviðbyggingu við norðurhlið 1. hæðar og litlar svalir við suðurhlið 3. hæðar íbúðarhússins á lóð nr. 39 við Hólmgarð.
Skilyrt samþykki meðeigenda dags. 26. febrúar 2006 fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun samtals 60,5 ferm., 88,6 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 6.100 + 5.405
Frestað.
Sýna nýtt samþykki meðeigenda vegna breyttra uppdrátta.

19. Hólmgarður 6 (01.818.203) 108191 Mál nr. BN033500
Snæbjörn Reynisson, Vogagerði 6, 190 Vogar
Dóróthea Herdís Jóhannsdóttir, Vogagerði 6, 190 Vogar
Sótt er um leyfi til þess að hækka þak með kvist á hvorri þakhlið, byggja léttbyggða anddyrisviðbyggingu við norðurhlið 1. hæðar og litlar svalir við suðurhlið 3. hæðar íbúðarhússins á lóð nr. 6 við Hólmgarð.
Samþykki meðeiganda dags. 26. febrúar og skilyrt samþykki eiganda eystri helmings húss dags. 26. febrúar 2006 ásamt nýju samþykki meðeigenda að húsi dags. 25. maí 2006 fylgja erindinu.
Stærð: Stækkun samtals 60,5 ferm., 88,6 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 6.100 + 5.405
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

20. Hólmgarður 8 (01.818.204) 108192 Mál nr. BN033501
Jóhanna Jóhannesdóttir, Hólmgarður 8, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að hækka þak með kvist hvorri þakhlið, byggja léttbyggða anddyrisviðbyggingu við norðurhlið 1. hæðar og litlar svalir við suðurhlið 3. hæðar íbúðarhússins á lóð nr. 8 við Hólmgarð.
Samþykki meðeigenda dags. 26. febrúar 2006, mótmæli meðeigenda dags. 6. mars 2006, samþykki eiganda í vestari enda dags. 26. febrúar 2006 ásamt nýj samþykki meðeigenda af húsi dags. 25. febrúar 2006 fylgja erindinu.
Stærð: Stækkun samtals 60,5 ferm., 88,6 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 6.100 + 5.405
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

21. Hólmsheiði fjáreig.fé (05.8--.-96) 113450 Mál nr. BN033900
Ólafur Örn Ólafsson, Hamraberg 32, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja hesthús með 13 stíur og litla hlöðu á 1. hæð ásamt kaffistofu á millipalli allt steinsteypt, einangrað að utan og klætt með báraðri klæningu sem hús nr. 9B við Surtlugötu á lóð við Hólmsheiði.
Stærð: Hesthús 1. hæð 200 ferm., 2. hæð 49 ferm., samtals 249 ferm., 666,9 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 40.681
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Hólmsheiði fjáreig.fé (05.8--.-96) 113450 Mál nr. BN033901
Ólafur Örn Ólafsson, Hamraberg 32, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja hesthús með 13 stíur og litla hlöðu á 1. hæð ásamt kaffistofu á millipalli allt steinsteypt, einangrað að utan og klætt með báraðri klæðningu sem hús nr. 14B við Surtlugötu á lóð við Hólmsheiði.
Stærð: Hesthús 1. hæð 200 ferm., millipallur 49 ferm., samtals 249 ferm., 666,9 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 40.681
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

23. Hólmvað 10-22 (04.741.501) 200343 Mál nr. BN034068
Leiguhúsnæði ehf, Blikanesi 2, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til þess að byggja 2. - 3. hæða fjölbýlishús með samtals átján íbúðum allt úr forsteyptum einingum á lóð nr. 10-22 við Hólmvað.
Stærð: Íbúðir 1. hæð 617,2 ferm., 2. hæð 864 ferm., 3. hæð 774,4 ferm., samtals 2255,6 ferm., 7542,9 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 460.117
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

24. Hörgshlíð 14 (01.730.202) 107337 Mál nr. BN034013
Margeir Pétursson, Hörgshlíð 14, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka baðherbergi í kjallara út undir svalir hússins á lóðinni nr. 14 við Hörgshlíð.
Stærð: Stækkun 6,4 ferm., 17,6 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 1.074
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

25. Kirkjuteigur 13 (01.360.511) 104545 Mál nr. BN033806
Daníel Daníelsson, Kirkjuteigur 13, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka eldhús í kjallara og útbúa hurð út í garð í fjölbýlishúsinu nr. 13 við Kirkjuteig.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. apríl 2006 fylgir erindinu.
Samþykki meðeiganda dags. 12. apríl fylgir, undirritað af umboðsmanni eiganda.
Ódagsett umboð eiganda fylgir einnig.
Gjald kr. 6.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

26. Klapparstígur 33 (00.000.000) 101456 Mál nr. BN034064
Hótel Frón ehf, Laugavegi 22a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til innanhúss breytinga í þremur íbúðum og breyttri aðkomu og flóttaleiðum í húsinu á lóðinni nr. 33 við Klapparstíg.
Gjald kr. 6.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

27. Klapparstígur 38 (01.171.505) 101421 Mál nr. BN033853
K 38 ehf, Stórhöfða 23, 110 Reykjavík
Vito ehf, Klapparstíg 38, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við veitingahúsið á lóðinni nr. 38 við Klapparstíg. Brunavarnarlýsing frá VSI dags. 8. maí 2006 fylgir.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. maí 2006 fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun 89,1 ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 6.100 + xx
Frestað.
Vísað til fyrri athugasemda, með vísan til umfjöllunar skipulagsfulltrúa er ekki gerð athugasemd við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem grenndarkynnt verður.

28. Kleppsvegur 108 (01.355.113) 104340 Mál nr. BN034042
Jón Sigurgrímsson, Skipasund 2, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa Mhl. 01 0102 og byggja nýtt hús á þeim grunni á lóðinni nr. 108 við Kleppsveg.
Samþykki meðlóðarhafa dags. í maí 2006 fylgir erindinu.
Stærð niðurrifs: Fastanúmer 201-8033 merkt 01 0102 íbúð 84,5 ferm.
Stærð nýbyggingar: 157 ferm., 507,4 rúmm.
Gjald kr. 6.100 +
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

29. Kringlan 1 (01.723.501) 107300 Mál nr. BN033892
Klasi hf, Pósthólf 228, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á bráðabirgðarskólahúsnæði (til þriggja ára frá júní 2005) á hluta 1. og 2. hæðar fyrrum prentsmiðju Morgunblaðsins á lóð nr. 1 við Kringluna.
Yfirlýsing brunahönnuðar dags. 17. maí 2006 fylgir erindinu.
Gjald kr. 6.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

30. Lambasel 34 (04.998.509) 200780 Mál nr. BN033986
Sigríður Gerður Guðbrandsdóttir, Njörvasund 7, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á áður samþykktum teikningum af einbýlishúsinu á lóðinni nr. 34 við Lambasel, s.s. að fella niður þakglugga og bæta við vinnuherbergi í kjallara.
Stærð: Stækkun 7,5 ferm., 21 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 1.281
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

31. Langholtsvegur 159 (01.442.113) 105500 Mál nr. BN033308
Eiður Páll Sveinn Kristmannsson, Langholtsvegur 159, 104 Reykjavík
Gná Guðjónsdóttir, Langholtsvegur 159, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að lækka gólf vestarihluta húss um 1 m, breyta innra fyrirkomulagi, byggja viðbyggingu að suðurhlið, kvisti á norður- og suðurþekju og byggja steinsteyptan bílskúr á lóðinni nr. 159 við Langholtsveg.
Á uppdráttum er gerð grein fyrir setlaug á lóðinni.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. febrúar 2006 fylgir erindinu.
Samþykki eigenda Langholtsvegar 157 (á teikningu) fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun einbýlishúss samtals 18,6 ferm., 102,9 rúmm., bílskúr 46,4 ferm., 118,3 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 6.100 + 13.493
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði. Að þeim uppfylltum verður málið sent skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu.

32. Laufásvegur 47 (01.185.309) 102176 Mál nr. BN033917
Sigurgeir Jónsson, Laufásvegur 47, 101 Reykjavík
Haukur Guðlaugsson, Laufásvegur 47, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breyttu eignarhaldi á geymslum í kjallara, fyrir áður gerðum breytingum á óútgröfnu rými í kjallara og fyrir leiðréttri skráningu hússins á lóðinni nr. 47 við Laufásveg.
Stærð: Stækkun 31,1 ferm.
Gjald kr. 6.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

33. Laugarnestangi 62 (01.314.502) 176048 Mál nr. BN034054
Magnús Ó Kjartansson, Laugarnestangi 62, 105 Reykjavík
Kolbrún Björgólfsdóttir, Laugarnestangi 62, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta út timburklæðningu og breyta yfir í lárétta báruklæðningu á eldri byggingunni á lóðinni nr. 62 við Laugarnestanga.
Gjald kr. 6.100
Frestað.
Gera grein fyrir ástandi þeirrar steinsteypu sem klæða á.

34. Laugarnesvegur 83 (01.345.208) 104052 Mál nr. BN033520
Breiðverk ehf, Flúðaseli 69, 109 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum léttbyggðum bílskúr við fjölbýlishús á lóðinni Laugarnesvegur 83. Málið var í kynningu frá 31. mars til og með 28. apríl 2006. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Bílskúr 31 ferm., 85 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 5.185
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.

35. Laugavegur 163 (01.222.211) 102873 Mál nr. BN034057
Egill Þorsteinss kíróprakt ehf, Laugavegi 163, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta fótaaðgerðarstofu í rými 0102 í húsinu á lóðinni nr. 163 við Laugaveg.
Gjald kr. 6.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

36. Laugavegur 24 (01.172.203) 101458 Mál nr. BN034063
Hótel Frón ehf, Laugavegi 22a, 101 Reykjavík
Sótt er um að færa gang norður fyrir stiga á 2. hæð í hús á lóð nr. 24 við Laugarvegi 24.
Gjald kr. 6.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

37. Laugavegur 40-40A (01.172.221) 101476 Mál nr. BN034067
Rosso ehf, Laugavegi 40A, 101 Reykjavík
Lali ehf, Blönduhlíð 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingu í eldhúsi, samþykki fyrir niðurfellingu á anddyri í veitingarsal á 1. hæð og leyfi fyrir gasgeymslu í undirgöngum fjöleignarhússins á lóð nr. 40A við Laugaveg. Jafnframt er erindi BN028926 dregið til baka.
Gjald 6.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

38. Laugavegur 49 (01.173.026) 101513 Mál nr. BN033984
Þorbergur Halldórsson, Barðaströnd 23, 170 Seltjarnarnes
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi, innrétta uppá nýtt og stækka, bæta aðgengi og gera þaksvalir við húsið á lóðinni nr. 49 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. maí 2006 fylgir erindinu.
Málinu fylgir samþykki meðeigenda undirritað af formanni húsfélagsins, dags. 4. maí 2006.
Stærð: Stækkun xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 6.100 + xx
Frestað.
Vísað til fyrri athugasemda á umsóknarblaði. Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa er ekki gerð athugasemd við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem grenndarkynnt verður.

39. Laugavegur 60 (01.173.115) 101532 Mál nr. BN033903
Skápurinn ehf, Laugavegi 60, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta verslunarrými á 1. hæð, vinnustofu og lager á 2. hæð ásamt veitingaaðstöðu á 3. hæð. Útliti norður og suðurhliðar verður breytt og komið fyrir hringstiga á bakhlið, á lóðinni Laugarvegur 60. Samþykki meðeigenda dagsett 3. maí 2006 fylgir erindinu.
Gjald kr. 6.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

40. Láland 10 (01.874.202) 108835 Mál nr. BN034053
Vilhelm Róbert Wessman, Láland 10, 108 Reykjavík
Sigríður Ýr Jensdóttir, Láland 10, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við og stækka kjallara hússins nr. 10 á lóðinni nr. 10-16 við Láland.
Málinu fylgir undirritað samþykki eigenda Lálands 10-16 dags. 15. maí 2006.
Stærð: Stækkun xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 6.100 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Deiliskipulagsferli ólokið.

41. Lindarvað 2-14 (04.771.102) 201476 Mál nr. BN034059
Benedikt G Jósepsson, Vesturlbr Fífilbrekka, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera hurð úr eldhúsi út á svalir á efri hæð hússins á lóðinni nr 2-14 við Lindarvað.
Gjald kr. 6.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

42. Logafold 138 (02.871.607) 110347 Mál nr. BN032878
Anna Borgþórsdóttir, Logafold 138, 112 Reykjavík
Pétur Kristinn Hilmarsson, Logafold 138, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja viðbyggingu úr timbri að suðausturhlið hússins á lóðinni nr. 138 við Logafold.
Stærð: Stækkun 35,2 ferm., 114,9 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 6.100 + 7.009
Frestað.
Lagfæra skráningu.

43. Lyngháls 4 (04.326.402) 180304 Mál nr. BN033816
Grjótháls ehf, Lynghálsi 4, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir innréttingu á matsölu og bar á 1. hæð og millilofti (rými 01-14 í rými 0101 á lóðinni nr. 4 við Lyngháls. Yfirlýsing brunahönnuðar dags. 9.maí 2006 fylgir erindinu.
Stærð: Milliloft 69,5 ferm.
Gjald kr. 6.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

44. Neshagi 17 (01.543.004) 106400 Mál nr. BN033849
Konrad Garðar Aðalmundsson, Neshagi 17, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka svalir, setja tröppur út í garð, og samræma póstasetningu glugga í fjölbýlishúsinu á lóðinni nr. 17 við Neshaga.
Með málinu fylgir undirritað, ódagsett samþykki meðeigenda. Jafnframt lögð fram útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. maí 2006.
Gjald kr. 6.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

45. Njálsgata 94 (01.243.003) 103045 Mál nr. BN033328
Silfursteinn ehf, Huldubraut 30, 200 Kópavogur
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á innra fyrirkomulagi íbúða á fyrstu og annarri hæð og leyfi til þess að innrétta vinnuherbergi og koma fyrir þakgluggum á rishæð hússins á lóðinni nr. 94 við Njálsgötu. Jafnframt er gerð grein fyrir áður gerðri íbúð í kjallara hússins.
Íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 17. mars 2006 og virðingargjörð dags. 21. október 1936 fylgja erindinu.
Gjald kr. 6.100
Frestað.
Lagfæra skráningu.

46. Nökkvavogur 10 (01.441.005) 105411 Mál nr. BN034070
Elín Haraldsdóttir, Nökkvavogur 10, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum, sólpalli með heitri laug og timbursvölum á suðurhlið hússins á lóðinni nr. 10 við Nökkvavog.
Gjald kr. 6.100
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu. Heitur pottur skal vera með læsanlegu loki.

47. Rauðarárstígur 33 (01.244.204) 103188 Mál nr. BN033843
Rauðarárstígur 33,húsfélag, Rauðarárstíg 33, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á 4. hæð og milligólfi sömu hæðar í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 33 við Rauðarárstíg.
Stærð: Stækkun 277,7 ferm.
Gjald kr. 6.100
Frestað.
Vantar rafræna skráningartöflu.

48. Reynimelur 59 (01.524.304) 106039 Mál nr. BN033874
Gunnar Helgason, Smáragata 5, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri íbúð 0001 í kjallara fjölbýlishússins á lóð nr. 59 við Reynimel.
Málinu fylgir íbúðarskoðun dags. 6 apríl 2006.
Málinu fylgir ný íbúðarskoðun dags. 24. maí 2006.
Gjald kr. 6.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Greiða skal fyrir eitt bílastæði í flokki III, kr. 1.269.142

49. Skeifan 9 (01.460.202) 105660 Mál nr. BN034019
Höldur ehf, Pósthólf 10, 602 Akureyri
Sótt er um leyfi til að koma fyrir nýrri innkeyrsluhurð á húsið á lóðinni nr. 9 við Skeifuna.
Gjald kr. 6.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

50. Skipasund 51 (01.358.201) 104478 Mál nr. BN033360
Guðný Jónsdóttir, Skipasund 51, 104 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi fyrir stækkun á 1. hæð og bílskúr. Áður samþykkt 30. júní 2004.
Jafnframt er umsókn nr. 32097 dregin til baka.
Gjald kr. 6.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

51. Skipasund 86 (01.412.105) 105053 Mál nr. BN033941
Helgi Baldvinsson, Skipasund 86, 104 Reykjavík
Ágústa Jónsdóttir, Skipasund 86, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að rífa útbyggingu við norðausturhlið, byggja tveggja hæða timburviðbyggingu við sömu hlið, klæða allt húsið með bárujárni og gera þaksvalir ofan á bílskúrsþaki einbýlishússins á lóð nr. 86 við Skipasund.
Stærð: Niðurrif 7,2 ferm., ný viðbygging samtals 66,1 ferm., 209,5 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 12.780
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

52. Skipholt 50D (01.254.102) 103468 Mál nr. BN022509
Tónastöðin ehf, Skipholti 50d, 105 Reykjavík
Grétar G Guðmundsson, Nesbali 26, 170 Seltjarnarnes
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á innra fyrirkomulagi og eignaafmörkun á fyrstu hæð hússins á lóðinni nr. 50D við Skipholt.
Með málinu fylgir undirritað samþykki allra meðlóðarhafa dags. í apríl 2006. Einnig er undirrituð yfirlýsing burðarvirkishönnuðar á uppdrætti dags. 28. apríl 2006.
Gjald kr. 4.100 + 6.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

53. Skógarsel 12 (04.918.001) 112546 Mál nr. BN034041
Íþróttafélag Reykjavíkur, Skógarseli 12, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tæknihús og girðingu kringum gervigrasvöll á lóðinni nr. 12 við Skógarsel.
Stærð: 18,4 ferm., 36,5 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 2.227
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

54. Skólavörðustígur 14 (01.180.302) 101713 Mál nr. BN034062
Arnar Jónsson, Skólavörðustígur 14, 101 Reykjavík
Þórhildur Þorleifsdóttir, Skólavörðustígur 14, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta gluggum á 4. hæð, koma fyrir heitum potti á svölum og hurð út á svalir og breytingum á innra skipulagi íbúðar 0401 í húsinu á lóðinni nr. 14 við Skólavörðustíg.
Með málinu fylgir undirritað samþykki meðlóðarhafa dags. 22. maí 2006.
Gjald kr. 6.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Vantar yfirlýsingu burðarvirkishönnuðr vegna álags frá heitum potti.

55. Skólavörðustígur 22B (01.181.205) 101759 Mál nr. BN034038
Sigurður Ingi Sveinsson, Skólavörðustígur 22c, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til hækka mæni, byggja kvist og svalir á húsið á lóðinni nr. 22C við Skólavörðustíg. Einnig er sótt um leyfi fyrir breyttum eignaskiptum í sama húsi.
(Með málinu fylgir undirritað þinglýst samþykki allra eigenda dags. 1. maí 2005)
Stærð: Stækkun 4,5 ferm., 12,15 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 741
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

56. Skólavörðustígur 6B (01.171.205) 101386 Mál nr. BN033433
Íslenska esperantosambandið, Pósthólf 01081, 121 Reykjavík
Sótt er um leiðréttingu á notkun rýmis 0103 úr skrifstofu (atvinnuhúsnæði ) í safn og leiðréttingu eignaskila milli eininga 0103 og 0104 á 1. hæð fjöleignarússins á lóð nr. 6B við Skólavörðustíg.
Meðfylgjandi er bréf dags. 19. febrúar 2006 frá Esperantofélaginu í Reykjavík og eigendum annarra hluta 1. hæðar ásamt samþykki f.h. umsækjenda og f.h. eigenda 0104 dags. 19. maí 2006.
Gjald kr.6.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

57. Skriðusel 7 (04.925.104) 112709 Mál nr. BN033923
Jóna Björk Guðnadóttir, Skriðusel 7, 109 Reykjavík
Jón Marinó Jónsson, Skriðusel 7, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að stækka eldhús yfir í áður blómaskála við suðvesturhlið, hækka gólf þess hluta, breyta glerhlið í lokað þak með #GL kvisti#GL, breyta hurð á suðvesturhlið í glugga og koma fyrir heitum potti við einbýlishúsið á lóð nr. 7 við Skriðusel.
Stærð: Rúmm. minnkar um 1,4 rúmm., vegna breytinga.
Gjald kr. 6.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

58. Skúlatún 1, Höfðatún 2-8 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN033860
Holtasel ehf, Lynghálsi 4, 110 Reykjavík
Lögð fram að nýju umsókn þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja 6. hæðina ofan á áður samþykkta fimm hæða skrifstofu- og þjónustubyggingu á lóð nr. 8 - 16 við Borgartún.
Bréf brunahönnuðar dags. 25. apríl 2006 fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun 1760,8 ferm., 6185,7 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 377.328
Frestað.
Fyrri samþykkt frá 23. maí 2006 dregin til baka vegna óskýrs deiliskipulags.

59. Skútuvogur 10-12 (01.426.001) 105174 Mál nr. BN033925
Sævar Pétursson, Múlalind 1, 201 Kópavogur
Sp fasteignafélag hf, Skútuvogi 12, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir 1100 lítra olíutanki fyrir utan húsið á lóðinni nr. 12 við Skútuvog. Samþykki húseigenda Skútuvogi 12 dags. 19. maí 2006 fylgir.
Gjald kr. 6.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

60. Smiðshöfði 8 (04.061.302) 110611 Mál nr. BN034055
Krydd og Kaviar ehf, Smiðshöfða 8, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir reykröri utan á húsinu á lóðinni nr. 8 við Smiðshöfða. Samþykki meðeigenda fylgir erindinu.
Gjald kr. 6.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

61. Snekkjuvogur 23 (01.442.109) 105496 Mál nr. BN033938
Börkur Valdimarsson, Snekkjuvogur 23, 104 Reykjavík
María Jóhannsdóttir, Snekkjuvogur 23, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteyptan bílskúr einangraðan að utan og klæddan með múrkerfi á lóðinni nr. 23 við Snekkjuvog.
Samþykki meðeiganda og nágranna að Barðavogi 44 dags. 5. apríl 2006 ásamt samþykki f.h. eigenda að Snekkjuvogi 21 (á teikningu) fylgja erindinu.
Stærð: Bílskúr 35,8 ferm., 118,2 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 7.210
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

62. Sogavegur 127 (01.823.114) 108361 Mál nr. BN034056
Ágúst Guðmundsson, Sogavegur 127, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breytingum á stiga milli hæða í húsinu á lóðinni nr. 127 við Sogaveg.
Gjald kr. 6.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

63. Stangarhylur 1 (04.232.201) 110846 Mál nr. BN034049
Betanía,kristið samfélag, Lynghálsi 3, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta félagsaðstöðu og samkomusal á 2. hæð hússins á lóð nr. 1 við Stangarhyl.
Gjald kr. 6.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

64. Strandvegur v/Geldinganes Mál nr. BN034028
Kajak-klúbburinn, Álfhólsvegi 106, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi fyrir staðsetningu á tveim gámum 5x12 m til bráðabirgða við aðstöðu Kayakklúbbsins við Eiðsgranda.
Gjald kr. 6.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

65. Tryggvagata 16 (01.132.104) 100213 Mál nr. BN033603
AFA JCDecaux Ísland ehf, Vesturvör 30b, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til þess að staðsetja skilti sem hluta af götugögnum AFA JC Decaux á lóðum nokkurra sundlauga þ.e. Árbæjarlaugar, Breiðholtslaugar, Grafarvogslaugar, Vesturbæjarlaugar og Laugardalslaugar.
Gjald kr. 6.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

66. Tunguvegur 15 (01.824.008) 108380 Mál nr. BN034069
Hjörleifur Herbertsson, Tunguvegur 15, 108 Reykjavík
Helena Hilmisdóttir, Tunguvegur 15, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á einbýlishúsinu á lóðinni nr. 15 við Tunguveg.
Gjald kr. 6.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

67. Urriðakvísl 17 (04.212.305) 110768 Mál nr. BN033945
Halldóra Magnúsdóttir, Urriðakvísl 17, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta gluggum á áður samþykktri viðbyggingu við einbýlishúsið og fjölga bílastæðum á lóðinni nr. 17 við Urriðakvísl.
Gjald kr. 6.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

68. Vatnsstígur 11 (01.152.416) 101061 Mál nr. BN034050
Vatnsstígur 11,fasteignarekstur, Pósthólf 4108, 124 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja upp tvö auglýsingaskilti á húsið á lóðinni nr. 11 við Vatnsstíg.
Gjald kr. 6.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

69. Vesturlandsv. Keldnal 110481 (02.9--.-99) 110481 Mál nr. BN033974
Tilraunastöð Hásk í meinafræði, Vesturlandsv Keldum, 112 Reykjavík
Sótt er um að rífa Dýrhús nr. 2 (05-0101) stærð 201 ferm., á lóðinni Keldur við Vesturlandsveg (landnúmer 110481).
Gjald kr. 6.100
Frestað.
Gera skal nánari grein fyrir þörf á niðurrifi.

70. Vitastígur 17 (01.190.101) 102376 Mál nr. BN034006
Vitastíg 17,húsfélag, Vitastíg 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja svalir á bakhlið hússins nr. 17 við Vitastíg. Um er að ræða breytingu á áður samþykktum svölum (25. nóvember 2003) og nýtt útlit.)
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. maí 2006 og athugasemd nágranna dags. 25. maí 2006.
Gjald kr. 6.100
Synjað.
Með vísan til útskriftar skipulagsfulltrúa.

71. Vífilsgata 20 (01.243.130) 103080 Mál nr. BN020495
Hlín Snorradóttir, Danmörk, Kristbjörg Jóhannesdóttir, Kleppsvegur 64, Vigfúsína Bjarnadóttir, Kleppsvegur Hrafnista, 104 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir teikningum af núverandi fyrirkomulagi í húsinu, sem m.a. sýnir áður gerða íbúð í kjallara hússins á lóðinni nr. 20 við Vífilsgötu.
Veðbókarvottorð dags. 19. apríl 1993 fylgir erindinu.
Virðingargjörð dags. 1. júní 1941 fylgir erindinu. Íbúðarskoðun dags. 4. apríl 2006 fylgir. Undirritað þinglýst afsal dags. 26. apríl 1993 fylgir málinu.
Gjald kr. 4.800
Frestað.
Vísað til fyrri athugasemda á umsóknarblaði.

72. Vínlandsleið 1 (04.111.401) 197691 Mál nr. BN033889
Húsasmiðjan hf, Holtagörðum 10, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja einnar hæða viðbyggingu úr stáli og gleri til SV út frá núv. húsi með hliðarbyggingu við suðvesturhlið húss Húsasmiðjunnar á lóð nr. 1 við Vínlandsleið.
Brunahönnun Línuhönnunar dags. 22. maí 2006 og bréf hönnuðar dgs. 23. maí 2006 fylgja erindinu.
Stærð: Viðbygging (matshluti 02) samtals 857,8 ferm., 4968,1 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 303.054
Frestað.
Vantar rafræna skráningartöflu.

73. Þórsgata 13 (01.181.108) 101745 Mál nr. BN034058
Íris Bjarnadóttir, Eskihlíð 6b, 105 Reykjavík
Karl Sigfússon, Eskihlíð 6b, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að lyfta þaki í norður, breyta herbergjaskipan, koma fyrir svölum á 2. hæð og hurð út á þær og stækka kvisti sem snúa í suður á einbýlishúsinu á lóðinni nr. 13 við Þórsgötu.
Stærð: Stækkun 42,9 ferm., 71,3 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 4.349
Synjað.
Samræmist ekki ákvæðum deiliskipulags.

74. Ægisíða 58 (01.554.005) 106572 Mál nr. BN034065
Ómar Benediktsson, Hofgarðar 21, 170 Seltjarnarnes
Sótt er um leyfi til að bæta við svaladyrum á 2. hæð og breyta glugga á sömu hæð húss á lóð nr. 58 við Ægisíðu.
Gjald kr. 6.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Ýmis mál

75. Austurstræti 22 (01.140.504) 100864 Mál nr. BN034076
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 23. maí s.l., var lögð fram og samþykkt umsókn Austurstrætis 22 ehf., þar sem sótt var um leyfi til það byggja aðstöðu til að vera með utanhúss veitingarekstur á Lækjartorgi.
Þá látið að bóka að samþykktin er til reynslu út sumarið 2006.
Þetta leiðréttist hér með.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Fyrirspurnir

76. Arnarbakki 4-6 (04.632.001) 111858 Mál nr. BN034008
Plúsarkitektar ehf, Laugavegi 59, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja innkeyrslurampa, koma fyrir hurðum og breyta fyrikomulagi bílastæða við verslunarhúsið á lóðinni nr. 4-6 við Arnarbakka.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. maí 2006 fylgir erindinu.
Frestað.
Með vísan til útskriftar úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa.

77. Barmahlíð 21 (01.702.016) 107015 Mál nr. BN034027
Jón Kristinn Sigurðsson, Barmahlíð 21, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja tvöfaldan bílskúr, allt að 50 ferm. við fjölbýlishúsið á lóðinni nr. 21 við Barmahlíð.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

78. Drápuhlíð 20 (01.704.209) 107089 Mál nr. BN033877
Jóhannes L Blöndal, Drápuhlíð 20, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja tvöfaldan bílskúr á suðurhluta lóðar fjölbýlishússins á lóð nr. 20 við Drápuhlíð.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. maí 2006 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum, með vísan til útskriftar skipulagsfulltrúa. Berist byggingarleyfisumsókn verður hún grenndarkynnt.

79. Háaleitisbraut 101-107 (01.291.403) 103778 Mál nr. BN034033
Erpur Snær Hansen, Háaleitisbraut 107, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að koma fyrir svalalokunum á fjölbýlishúsinu á lóðinni nr. 105-107 við Háaleitisbraut.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum sbr. ákvæði gr. 102 í byggingarreglugerð nr. 441/1998, enda verði sótt um byggingarleyfi og því fylgi samþykki meðeigenda.

Magnús Sædal Svavarsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

80. Hringbraut 71 (01.540.004) 106221 Mál nr. BN034031
Ragna K Jóhannsdóttir, Hringbraut 71, 107 Reykjavík
Þorsteinn Sigurðsson, Hringbraut 71, 107 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja svalalokun skv. meðfylgjandi teikningu á húsinu á lóðinni nr. 71 við Hringbraut.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum sbr. ákvæði gr. 102 í byggingarreglugerð nr. 441/1998, enda verði sótt um byggingarleyfi og því fylgi samþykki meðeigenda.
Sýnd lausn ófullnægjandi.

81. Hæðargarður 33-35 (01.817.801) 108157 Mál nr. BN034072
Laila Andrésson, Hæðargarður 33, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja glerskála við íbúð nr. 0101 í fjölbýlishúsinu á lóðinni nr. 33 við Hæðargarð.
Jákvætt.
Með vísan til athugasemda á fyrirspurnarblaði.

82. Írabakki 18-34 Mál nr. BN034046
Sæbjörn Larsen Guðfinnsson, Írabakki 24, 109 Reykjavík
Rannveig Margeirsdóttir, Írabakki 24, 109 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að loka svölum hússins nr. 24 á lóðinni nr. 18-34 við Írabakka með gleri.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og samþykki allra eigenda í húsinu 18-34 fylgi umsókninni.

83. Miðtún 6-8 (01.223.003) 102878 Mál nr. BN034032
Máni Radmanesh, Miðtún 8, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta þaki hússins á lóðinni nr. 6-8 við Miðtún til samræmis við meðfylgjandi teikningu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

84. Nesvegur 49 (01.531.101) 106142 Mál nr. BN033940
Jóna H Björnsdóttir, Kvistaberg 9a, 221 Hafnarfjörður
Spurt er hvort samþykkt yrði sem íbúð nú afmörkuð ósamþykkt íbúð í kjallara íbúðarhússins á lóð nr. 49 við Nesveg.
Íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 16. maí 2006 fylgir erindinu.
Nei.
Íbúðin uppfyllir ekki skilyrði um áður gerðar íbúðir.

85. Sílakvísl 15-27 (04.233.901) 110879 Mál nr. BN034025
Dóra Ingibjörg Magnúsdóttir, Sílakvísl 25, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breikka og lengja svalir fjölbýlishússins á lóðinni nr. 15-27 við Sílakvísl.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

86. Skólavörðustígur 24 (01.181.206) 101760 Mál nr. BN034035
Plúsarkitektar ehf, Laugavegi 59, 101 Reykjavík
Spurt er hvort eftirfarandi breytingar á áður samþykktum teikningum af húsinu á lóðinni nr. 24 við Skólavörðustíg yrðu samþykktar þar sem lóð reyndist 30 cm minni en mæliblað segir til um.
Frestað.
Fyrirspyrjandi geri fullnægjandi grein fyrir erindi og umboði sínu.

87. Stórholt 37 (01.246.212) 103319 Mál nr. BN034066
Ragnar Þór Arnljótsson, Stórholt 35, 105 Reykjavík
María Margeirsdóttir, Stórholt 35, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta þaki og koma fyrir kvistum sbr. meðfylgjandi teikningar af fjölbýlishúsinu á lóðum 35 og 37 við Stórholt.
Bréf hönnuðar dags. 6. maí 2006 fylgir erindinu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

88. Vesturbrún 2 (01.380.201) 104739 Mál nr. BN034043
Hulda Lilliendahl, Kóngsbakki 16, 109 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að setja svalahurð út í garð á vesturhlið hússins nr. 2 við Vesturbrún.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sýnt fram á fullnægjandi aðlögun að landi og sótt um byggingarleyfi.

89. Vesturlandsv. Fífilbrekka Mál nr. BN033952
Benedikt G Jósepsson, Vesturlbr Fífilbrekka, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja tveggja hæða gróðurstöð á suðausturhluta lóðarinnar Fífilbrekku við Vesturlandsveg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 14:07.

Magnús Sædal Svavarsson
Þórður Búason Helga Guðmundsdóttir
Sveinbjörn Steingrímsson Sigrún Reynisdóttir
Sigríður Kristín Þórisdóttir