Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. reglugerð nr. 161/2005

Árið 2006, þriðjudaginn 1. ágúst kl. 10:00 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 406. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 4. hæð Borgartúni 3. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Bjarni Þór Jónsson, Þórður Búason, Helga Guðmundsdóttir, Sveinbjörn Steingrímsson og Sigríður Kristín Þórisdóttir.

Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Asparfell 2-12 (04.681.001) 112291 Mál nr. BN034416

Asparfell 2-12,húsfélag, Asparfelli 12, 111 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að búa til ný anddyri (fordyri) framan við núverandi aðalinnganga á norðurhlið kjallarahæðar fjölbýlishúsanna á lóð nr. 2-12 við Asparfell.

Stærð: xxx ferm., xxx rúmm.

Gjald kr. 6.100 + xxx

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Sveinbjörn Steingrímsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

2. Austurstræti 12 (01.140.407) 100850 Mál nr. BN034436

Fasteignafélagið Stoðir hf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað á fyrstu hæð með aðstöðu í kjallara í húsinu á lóðinni nr. 12 við Austurstræti.

Gjald kr. 6.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

3. Austurstræti 3 (01.140.213) 100834 Mál nr. BN034448

Hvítir Fákar ehf, Brekkuhvarfi 15, 203 Kópavogur

Sótt er um leyfi til þess að innrétta tvær íbúðir á 2. hæð og tvær á 3. hæð (rishæð) í áður skrifstofuhúsnæði með þremur nýjum gluggum á norðurhlið 2. hæðar matshluta 02 á lóð nr. 3 við Aðalstræti.

Jafnframt er erindi 30101 dregið til baka.

Gjald kr. 6.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

4. Austurstræti 3 (01.140.213) 100834 Mál nr. BN033883

Hvítir Fákar ehf, Brekkuhvarfi 15, 203 Kópavogur

Sótt er um leyfi til þess að breyta innréttingu götuhæðar og kjallara fyrir veitingarekstur, dýpka kjallara um 1m og setja á ný 4 glugga á kjallaravegg götuhliðar matshluta 02 á lóð nr. 3 við Austurstræti.

Málinu fylgir umsögn Húsafriðunarnefndar ríkisins dags. 28. febrúar 2006.

Einnig fylgir umsögn Árbæjarsafns dags. 8. maí 2006, umsögn frá Framkvæmdasviði varðandi birtuþrær dags. 12. maí 2006 og umsögn burðarvirkishönnuðar vegna dýpkunar kjallara dags. 27. júlí 2006.

Stærð: Stækkun 135,7 rúmm.

Gjald kr. 6.100 + 6.100 + 8.278

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

5. Álfheimar 74 (01.434.301) 105290 Mál nr. BN034361

Sportbarinn ehf, Eikarás 9, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til þess að breyta áður hárgreiðslustofu í einingu 0013 í hluta veitingastaðarins í kjallaranum og endurnýja leyfi til þess að innrétta snyrtingar eins og samþykkt var í júní 2005 einnig fyrir Sportbarinn í kjallara Glæsibæjar á lóð nr. 74 við Álfheima.

Yfirlýsing brunahönnuðar dags. 25. júlí 2006 fylgir erindinu.

Gjald kr. 6.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

6. Álftamýri 57 (01.280.302) 103667 Mál nr. BN034357

Jóhannes Ómar Sigurðsson, Álftamýri 57, 108 Reykjavík

Soffía Kristjánsdóttir, Álftamýri 57, 108 Reykjavík

Sótt er um að leyfi til að byggja úr timbri ofan á svalir á raðhúsinu Álftamýri 57. Samþykki húseigenda að Álftamýri 43-57 dagsett 7. júlí 2006, fyrir þessum breytingum fylgir.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. júlí 2006 fylgir erindinu.

Stærðir: 31 ferm., og 82,2 rúmm.

Gjald kr. 6.100 + 50.142

Frestað.

Lagfæra skráningu.

7. Ánanaust 15 (01.133.402) 100280 Mál nr. BN034440

Þórsafl hf, Skútahrauni 15, 220 Hafnarfjörður

Sótt er um breytingar á innra skipulagi íbúða og gera svalir ofan á flatt þak á húsinu á lóðinni nr. 15 við Ánanaust.

Gjald kr. 6.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

8. Ármúli 2 (01.290.401) 103756 Mál nr. BN034443

Skýrr hf, Pósthólf 8356, 128 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu úr steinsteypu fyrir dísel-varaaflstöð við fyrstu hæð hússins á lóðinni nr. 3 við Ármúla.

Stærð: 61,5 ferm., og 1.241,1 rúmm.

Gjald kr. 6.100 + 75.707

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

9. Brekkugerði 32 (01.804.307) 107747 Mál nr. BN034414

Grímur Guðmundsson, Vesturbraut 23, 780 Höfn

Sótt er um leyfi til að stækka garðskála, breyta inngangi og snyrtingu í kjallaraíbúð í húsinu á lóðinni nr. 32 við Brekkugerði.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. júlí 2006 fylgir erindinu.

Stækkun: 1,8 ferm., 4,46 rúmm.

Gjald kr. 6.100 + 272

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

10. Brekkustígur 10 (01.134.307) 100356 Mál nr. BN034428

Margrét Gísladóttir, Brekkustígur 10, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum geymslukjallara undir bílskúr, leyfi til þess að stækka neðri hæð með svölum á þaki, síkka glugga á austurhlið neðri hæðar, fjölga gluggum á norðurhlið sömu hæðar og breyta innra skipulagi einbýlishússins á lóð nr. 10 við Brekkustíg.

Umsögn Húsfriðunarnefndar dags. 20. júlí 2006 fylgir erindinu.

Stærð: Áður gerð geymsla undir bílskúr 20,8 ferm., 41,1 rúmm. Viðbygging við neðri hæð einbýlishúss xxx ferm., xxx rúmm.

Gjald kr. 6.100 + xxx

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

11. Bröndukvísl 14 (04.235.104) 110889 Mál nr. BN034103

Höskuldur H Höskuldsson, Bröndukvísl 14, 110 Reykjavík

Aðalheiður Ríkarðsdóttir, Bröndukvísl 14, 110 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri stækkun kjallara og leyfi til þess að stækka tengibyggingu á 1. hæð milli íbúðarhúss og bílskúrs á lóð nr. 14 við Bröndukvísl.

Stærð: Áður gerð stækkun kjallara 107,3 ferm., 297,5 rúmm. Stækkun 1. hæð 13,4 ferm., 34,8 rúmm.

Gjald kr. 6.100 + 6.100 + 20.270

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

12. Efstaland 16 (01.850.002) 108754 Mál nr. BN034121

Kristbjörg Ólafsdóttir, Efstaland 16, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja svalaskýli á 2. hæð fjölbýlishúss nr. 16 á lóð nr. 2-24 við Efstaland.

Samþykki f.h. Efstalands 14, 16 og 18 (á teikningu) fylgir erindinu.

Stærð: Svalaskýli 13,5 ferm., 36,5 rúmm.

Gjald kr. 6.100 + 6.100 + 2.227

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

13. Fannafold 35 (02.855.101) 110058 Mál nr. BN033991

Hjörvar Hjörleifsson, Fannafold 35, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að byggja einnar hæðar steinsteypta viðbyggingu við neðri hæð tvíbýlishússins á lóð nr. 35 við Fannafold.

Samþykki meðeiganda (á teikningu) fylgir erindinu.

Stærð: Viðbygging 43,2 ferm., 131,8 rúmm.

Gjald kr. 6.100 + 8.040

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

14. Fiskislóð 38 (01.087.302) 177045 Mál nr. BN034150

Straumur-Hraðberg ehf, Höfðabakka 9, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að skipta um byggingarefni áður samþykkts atvinnuhúss á lóðinni nr. 38 við Fiskislóð. Byggingin var samþykkt sem stálgrindarhús en óskað er eftir að byggja límtréshús klætt að utan með urethaneiningum.

Gjald kr. 6.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Skila skal vottunarskjölum vegna eininga fyrir úttekt á botnplötu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

15. Flókagata 54 (01.270.101) 103563 Mál nr. BN033842

Ingimar Jóhannsson, Flókagata 54, 105 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri sólstofu á rishæð og fyrir áður gerðri íbúð á rishæð fjölbýlishúss á lóð nr. 54 við Flókagötu.

Erindið var grenndarkynnt frá 12. júní til 10. júlí 2006. Engar athugasemdir bárust.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. maí 2006, samþykki allra meðeigenda mótt. 30. maí 2006 og íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 29. september 2005 fylgja erindinu.

Stærð: Áður gerð stækkun rishæðar 7,5 ferm., 21 rúmm.

Gjald kr. 6.100 + 1.281

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

16. Grandagarður 5 (01.115.203) 100050 Mál nr. BN034452

Arnar Tómasson, Laugavegur 63, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að breyta verslunar- og iðnaðarhúsnæði á 1. hæð í hárgreiðslustofu á lóð nr. 5 við Grandagarð.

Ljósrit af kaupsamningi vegna breytinga á eignarhaldi innfærður 18. júlí 2006 fylgir erindinu.

Gjald kr. 6.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

17. Grandagarður 8 (01.115.101) 100046 Mál nr. BN034446

Grandagarður 8 ehf, Mýrargötu 2-8, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri viðbyggingu við suðurhlið 2. hæðar, leyfi til þess að byggja inndregna fjórðu hæðina úr stálvirki, byggja glerviðbyggingu við vesturhlið allra hæða með nýjum inngangi og breyta starfsemi úr lager og frystigeymslur í að mestur skrifstofur í suðurenda hússins á lóð nr. 8 við Grandagarð.

Jafnframt er erindi 33367 dregið til baka.

Stærð: Viðbygging xxx ferm., xxx rúmm.

Gjald kr. 6.100 + xxx

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

18. Grenimelur 40 (01.524.310) 106045 Mál nr. BN034359

Óskar Örn Ingvarsson, Grenimelur 40, 107 Reykjavík

Edda Rúna Kristjánsdóttir, Grenimelur 40, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á húsi á lóð nr. 40 við Grenimel.

Gjald kr. 6.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

19. Gvendargeisli 44-52 (05.135.301) 190247 Mál nr. BN034410

Einar E Guðlaugsson, Gvendargeisli 48, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að loka með glerlokun svölum íbúðar 0203 á 2. hæð fjölbýlishúss nr. 48 á lóð nr. 44-52 við Gvendargeisla.

Samþykki meðeigenda dags. 30. júní 2006 fylgir erindinu.

Stærð: Svalaskýli 10 ferm., 27 rúmm.

Gjald kr. 6.100 + 1.647

Frestað.

Vantar skráningartöflu.

20. Helluvað 1-5 (04.733.301) 198741 Mál nr. BN034453

Þ.G. verktakar ehf, Fossaleyni 16, 112 Reykjavík

Sótt er um að setja heitan pott á svalir íbúðar 0402 í húsinu á lóðinni nr. 1-5 við Helluvað.

Samþykki meðeigenda í húsinu fylgir (skrifað á teikningu).

Gjald kr. 6.100

Frestað.

Leggja fram umsögn burðavirkishönnuðar vegna staðsetningar á potti.

21. Hlíðarhús 7 (00.000.000) 172492 Mál nr. BN033610

Eir,hjúkrunarheimili, Pósthólf 12096, 132 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að byggja við suðurenda 1. hæðar fyrir stækkað eldhús hjúkrunarheimilisins Eir ásamt skyggni yfir vörumóttöku og sorpgáma á lóð nr. 7 við Hlíðarhús.

Jafnframt lögð fram útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 31. mars 2006.

Stærð: Stækkun samtals 69,3 ferm., 249,5 rúmm. Rými undir skyggni (B-rými) 100,8 ferm., 390,6 rúmm.

Gjald kr. 6.100 + 6.100 + 39.046

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

Kostnaður vegna flutnings á lögnum skal greiddur af lóðarhafa.

22. Hólmgarður 19 (01.818.108) 108183 Mál nr. BN034458

Tryggvi Gíslason, Hólmgarður 19, 108 Reykjavík

Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi frá 13. október 1994 um leyfi til að hækka þak fjölbýlishússins á lóð nr. 19 við Hólmgarð.

Bréf umsækjanda ódags. fylgir erindinu.

Stærð: Stækkun vegna þaklyfti 40,9 ferm., 81 rúmm.

Gjald kr. 6.100 + 4.941

Frestað.

Ekki er hægt að endurnýja áður gerða samþykkt óbreytta þar sem m.a. vantar skráningartöflu, samþykki meðeigenda og svalir.

23. Hraunberg 12 (04.674.202) 112208 Mál nr. BN034427

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að bæta við þriðju færanlegu kennslustofunni fyrir Waldorfskólann við þær tvær sem fyrir eru og að þær fái að vera næstu þrjú árin á lóð nr. 12 við Hraunberg.

Stærð: Færanlegar kennslustofur samtals 214,5 ferm., 712 rúmm.

Gjald kr. 6.100 + 43.432

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta nr. A-01 - A-03 dags. 20. júlí 2006.

24. Kringlan 4-12 (01.721.001) 107287 Mál nr. BN034438

Fasteignafélagið Stoðir hf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að breyta framhlið verslunareiningar 102 með útstillingarglugga að sameiginlegri göngugötu 1. hæðar Kringlunnar á lóð nr. 4-12 við Kringluna.

Umsögn brunahönnuðar dags. 25. júlí 2006 fylgir erindinu.

Gjald kr. 6.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

25. Kringlan 4-12 (01.721.001) 107287 Mál nr. BN034439

Fasteignafélagið Stoðir hf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir breytingum frá umsókn BN034003 vegna breytts innra skipulags einingar 238, breytinga á inngangi að einingu 228 og fyrir breyttri staðsetningu á brunaslöngum verslana 228 á 2. hæð Kringlunnar á lóð nr. 4-12 við Kringluna.

Umsögn brunahönnuðar dags. 25. júlí 2006 fygir erindinu.

Gjald kr. 6.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

26. Kristnibraut 14-22 (04.122.401) 186850 Mál nr. BN034386

Svavar Þorvaldsson, Kristnibraut 14, 113 Reykjavík

Hrafnhildur Árnadóttir, Kristnibraut 14, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að setja upp svalalokun á svölum íbúðar 0201 á 2. hæð fjölbýlishúss nr. 14 á lóð nr. 14-22 við Kristnibraut.

Samþykki meðeigenda og meðlóðarhafa ódags. fylgir erindinu.

Stærð: Svalaskýli 15,1 ferm., 38 rúmm.

Gjald kr. 6.100 + 2.310

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

27. Langagerði 19 (01.831.201) 108522 Mál nr. BN033597

Olga Jóhanna Stefánsdóttir, Langagerði 19, 108 Reykjavík

Jón Þór Eyþórsson, Langagerði 19, 108 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri stækkun 1. hæðar (var kjallari) í sökkulrými og áður gerðri stækkun glerskála við suðvesturhlið 2. hæðar (var 1. hæð) ásamt breytingu á skráningu þannig að kjallari og 1. hæð verða 1. og 2. hæð og bílgeymsla (var matshluti 04) verður hluti af mashluta 01 fyrir tvíbýlishússið á lóð nr. 19 við Langagerði.

Stærð: Stækkun : 71,8 ferm., stækkun 1. hæðar 13,5 ferm., samtals 85,3 ferm., 227,6 rúmm.

Gjald kr. 6.100 + 6.100 + 13.884

Frestað.

Grenndarkynningu ólokið.

28. Langahlíð 7-11 (01.270.201) 103578 Mál nr. BN034083

Arnar Bjarnason, Látraströnd 32, 170 Seltjarnarnes

Áslaug Ólafsdóttir, Látraströnd 32, 170 Seltjarnarnes

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á íbúð 3. og 4. hæðar og leiðréttingu á skráningu sömu íbúðar (0301) í fjölbýlishúsi nr. 7 á lóð nr. 7-11 við Lönguhlíð.

Gjald kr. 6.100

Frestað.

Lagfæra skráningartöflu.

29. Langholtsvegur 101 (01.412.014) 105046 Mál nr. BN033694

Árni Gunnar Ingþórsson, Langholtsvegur 101, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að stækka baðherbergi með því að sameina kyndiklefa og salerni kjallaraíbúðarinnar í húsinu á lóðinni nr. 101 við Langholtsveg.

Málinu fylgir samþykki meðeigenda fyrir breytingu í kjallara dags. 12. desember 2005.

Gjald kr. 6.100 + 6.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.

30. Laugavegur 71 (01.174.024) 101571 Mál nr. BN033818

Leiguval ehf, Kleppsmýrarvegi 8, 104 Reykjavík

Gullsmíðav Hjálmars Torfa ehf, Laugavegi 71, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka fyrstu hæð með því að færa glugga fram á húsinu á lóð nr. 71 við Laugaveg.

Stærð: 11,6 ferm., 37,1 rúmm.

Gjald kr. 6.100 + 6.100 + 6.100 + 2.263

Frestað.

Lagfæra skráningu.

31. Logafold 21 (02.875.504) 110394 Mál nr. BN034156

Bergþór Halldórsson, Logafold 21, 112 Reykjavík

Bryndís Gunnarsdóttir, Logafold 21, 112 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri stækkun 1. hæðar í áður sökkulrými tvíbýlishússins á lóð nr. 21 við Logafold.

Stærð: Áður gerð stækkun 88,2 ferm., 255,8 rúmm.

Gjald kr. 6.100 + 6.100 + 15.604

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.

32. Lækjarvað 16-24 (04.771.402) 201473 Mál nr. BN034259

Byggingarfélagið Kjölur ehf, Móvað 37, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að byggja fimm sambyggð steinsteypt tvíbýlishús með samtals tíu íbúðum ásamt fimm bílgeymslum á lóð nr. 16-24 við Lækjarvað.

Stærð: 1. hæð 652,8 ferm., 2. hæð 610,5 ferm., bílgeymslur 173,4 ferm. Samtals 1436,7 ferm., 4564,5 rúmm.

Gjald kr. 6.100 + 278.435

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

33. Marteinslaug 8-16 Mál nr. BN034444

Hafsteinn Guðmundsson, Marteinslaug 16, 113 Reykjavík

Sótt er um að loka með gleri útipalli á jarðhæð í íbúð 0210 í húsi nr. 16 á lóð nr. 16-24 við Marteinslaug.

Ódagsett samþykki eigenda að Marteinslaug 8-10-12-14-16 fylgir erindinu.

Stærð: 7 ferm., og 17,5 rúmm.

Gjald kr. 6.100 + 1.067

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

34. Njálsgata 15A (01.182.129) 101843 Mál nr. BN034424

Rósa G Rúnudóttir, Hrauntunga 64, 200 Kópavogur

Sótt er um að stækka bílgeymslu á lóðinni nr. 15A við Njálsgötu.

Stækkun: 9,1 ferm., og 26,2 rúmm.

Gjald kr. 6.100 + 1.598

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

35. Nóatún 15 (01.235.021) 102944 Mál nr. BN033970

Hrafn Björnsson, Másstaðir, 301 Akranes

Sótt er um leyfi til að stækka áður samþykktan kvist, koma fyrir baðherbergi í risi og samþykki fyrir áður gerðri íbúð í kjallara íbúðarhússins nr. 15 við Nóatún.

Virðingargjörð dags. 9. júní 1945 og íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 28. júlí 2006 fylgja erindinu.

Stærð: Stækkun 2,8 ferm., 6,4 rúmm.

Gjald kr. 6.100 + 390

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Samþykkt takmarkað byggingarleyfi.

36. Nönnugata 3A (01.186.226) 102254 Mál nr. BN029532

Snorri Sigfús Birgisson, Nönnugata 3a, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að hækka þak lítillega (15cm við þakkant, 34cm við mæni), setja franskar svalir á suðvesturgafl, koma fyrir þakglugga á suðausturþekju og innrétta svefnloft á rishæð hússins á lóðinni nr. 3A við Nönnugötu.

Erindið var grenndarkynnt frá 29. júní til 28. júlí 2004. Engar athugasemdir bárust.

Stærð: Stækkun samtals 4,8 ferm., 12,1 rúmm.

Gjald kr. 5.400 + 738

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

37. Síðumúli 21 (01.293.207) 103814 Mál nr. BN034442

Ísbarr ehf, Vogalandi 2, 108 Reykjavík

Sótt er um breytingar á innra skipulagi á 2. og 3. hæð, þar verða innréttuð hótelherbergi ofl, í húsinu á lóðinni nr. 21 við Síðumúla, matshluti 01. Þessi herbergi eru hluti af Hótel Vík.

Með umsókninni fylgir samþykki eigenda matshluta 02 og 03 dags. 24. júlí 2006.

Gjald kr. 6.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

38. Skeljatangi 9 (01.675.205) 106912 Mál nr. BN034358

Guðmundur Benediktsson, Þrastargata 10, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að hækka bílgeymslu um 15 sm og fækka bílskúrshurðum frá áður samþykktum teikningum við einbýlishúsið á lóð nr. 9 við Skeljatanga.

Stærð: Rúmmálsaukning 10 rúmm.

Gjald kr. 6.100 + 610

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

39. Skipholt 50D (01.254.102) 103468 Mál nr. BN034437

MP Fjárfestingarbanki hf, Skipholti 50d, 105 Reykjavík

Sótt er um breytingar á innra fyrirkomulagi og setja hringstiga á milli 1. og 2. hæðar í húsinu á lóðinni nr. 50D við Skipholt.

Gjald kr. 6.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

40. Skógarás 21 (04.386.502) 111537 Mál nr. BN034432

C-35 ehf, Rjúpufelli 33, 111 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að snúa (spegilvenda) húsinu miðað við samþykkta teikningu og setja rimla yfir svalir á húsinu á lóðinni nr. 21 við Skógarás.

Gjald kr. 6.100

Frestað.

Lagfæra skráningu.

Helga Guðmundsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

41. Skógarás 23 (04.386.503) 111538 Mál nr. BN034431

C-35 ehf, Rjúpufelli 33, 111 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að snúa (spegilvenda) húsinu miðað við samþykkta teikningu og setja rimla yfir svalir á húsinu á lóðinni nr. 23 við Skógarás.

Gjald kr. 6.100

Frestað.

Lagfæra skráningu.

Helga Guðmundsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

42. Vesturgata 6-10A (01.132.108) 100216 Mál nr. BN034430

Kirkjuhvoll sf, Kirkjutorgi 4, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að innrétta hluta kjallara fyrir verslun og breyta veitingastað á 1. hæð, rishæð ásamt hluta kjallara í húsi nr. 6-8 á lóð nr. 6-10 við Vesturgötu.

Gjald kr. 6.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

43. Þingvað 61-83 (04.791.201) 201479 Mál nr. BN034426

Frjálsi fjárfestingarbankinn hf, Lágmúla 6, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að byggja ellefu tvílyft steinsteypt keðjuhús ásamt innbyggðum bílgeymslum kringum sameiginlegtan garð á lóð nr. 61-81 við Þingvað.

Stærð: hús nr. 61 (matshluti 01) Íbúð 1. hæð 95,4 ferm., 2. hæð 82,9 ferm., bílgeymsla 27,5 ferm., samtals 205,8 ferm., 676,6 rúmm. Hús nr. 63 (matshluti 02) Íbúð 1. hæð 95,1 ferm., 2. hæð 82,9 ferm., bílgeymsla 26,6 ferm., samtals 204,6 ferm., 672,8 rúmm. Hús nr. 65 (matshluti 03) Íbúð 1. hæð 111,1 ferm., 2. hæð 82,9 fem., þrjár bílgeymslur 79,7 ferm., samtals 273,7 ferm., 887,1 rúmm. Hús nr. 67 (matshluti 04) Íbúð 1. hæð 109,6 ferm., 2. hæð 82,9 ferm., samtals 192,5 ferm. Hús nr. 69 (matshluti 05) Íbúð 1. hæð 109 ferm., 2. hæð 82,9 ferm., samtals 191,9 ferm., 633,3 rúmm. Hús nr. 71 (matshluti 06) Íbúð 1. hæð 110,4 ferm., 2. hæð 82,9 ferm., samtals 193,3 ferm., 637,6 rúmm. Hús nr. 73 (matshluti 07) Íbúð 1. hæð 103 ferm., 2. hæð 82,9 ferm., tvær bílgeymslur 46,5 ferm., samtals 232,4 ferm., 759 rúmm. Hús nr. 75 (matshluti 08) Íbúð 1. hæð 95,4 ferm., 2. hæð 82,9 ferm., bílgeymsla 26,4 ferm., samtals 204,7 ferm., 673,2 rúmm. Hús nr. 77 (matshluti 09) Íbúð 1. hæð 96,7 ferm., 2. hæð 82,9 ferm., bílgeymsla 27,6 ferm., samtals 207,2 ferm., 680,9 rúmm. Hús nr. 79 (matshluti 10) Íbúð 1. hæð 95,8 ferm., 2. hæð 82,9 ferm., bílgeymsla 28,1 ferm., samtals 206,8 ferm., 679,7 rúmm. 81 (matshluti 11) Íbúð 1. hæð 96,8 ferm., 2. hæð 82,9 ferm., bílgeymsla 28,1 ferm., samtals 207,8 ferm., 682,7 rúmm.

Samtals á lóð 2320,7 ferm., 7618 rúmm.

Gjald kr. 6.100 + 464.698

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

44. Þverholt 5 (01.241.019) 103014 Mál nr. BN034421

Þverholt 5,húsfélag, Þverholti 5, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á innra fyrirkomulagi íbúða, leyfi til þess að stækka tvennar svalir á 4. hæð, byggja svalir á 3. hæð, síkka glugga á tveimur stöðum á austurhlið 2. hæðar fyrir franskar svalir, loka undirgangi fyrir sameiginlega hjóla- og vagnageymslu og loka áður stigahúsi frá Þverholti fjöleignarhússins á lóð nr. 5 við Þverholt.

Stærð: Stækkun vegna undirganga 5,5 ferm. á lóð nr. 5 og 5,5 ferm. á lóð nr. 7, samtals 11 ferm., 30,3 rúmm.

Gjald kr. 6.100 + 1.848

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Ýmis mál

45. Hlíðarhús 7 (00.000.000) 172492 Mál nr. BN034464

Lagt fram endurútgefið mæliblað frá Framkvæmdasviði dags. 19. júlí 2006 þar sem legu á kvöð O.R. um holræsi er breytt á kafla, samanber bréf O.R. og lóðarhafa dags. 18. júlí 2006.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

46. Meistari - stálvirkjameistari Mál nr. BN034466

Sævar Geir Svavarsson, Furuás 8, 210 Garðabær

Ofanritaður sækir um staðbundna löggildingu sem stálvirkjameistari í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur.

Samþykkt sem staðbundin viðurkenning með vísan til bréfs umhverfisráðuneytisins dags. 25. nóvember 2005

Fyrirspurnir

47. Bárugata 9 (01.136.304) 100562 Mál nr. BN034418

Edda Kristín Hauksdóttir, Bárugata 9, 101 Reykjavík

Spurt er um heimild til að byggja bílskúr á lóðinni nr. 9 við Bárugötu.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

48. Bergstaðastræti 28A (01.184.316) 102055 Mál nr. BN034420

Ari Klængur Jónsson, Hraunbraut 38, 200 Kópavogur

Spurt er hvort íbúð á jarðhæð í húsinu nr. 28a við Bergstaðarstræti fáist samþykkt.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

49. Bergstaðastræti 32B (01.184.321) 102060 Mál nr. BN034441

Gísli Örn Garðarsson, Bergstaðastræti 32b, 101 Reykjavík

Spurt er um leyfi til að byggja ofan á húsið 3. hæðina og gera ráð fyrir garðskála á þaki nýrri hluta hússins Bergstaðarstræti 32b. Skissa af fyrirhuguðum breytingum fylgir með.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

50. Bókhlöðustígur 6A (01.183.110) 101932 Mál nr. BN034371

Plúsarkitektar ehf, Laugavegi 59, 101 Reykjavík

Spurt er hvort sólpallur, svalir og tröppur úr timbri verði samþykkt samkvæmt meðfylgjandi teikningum á lóðinni nr. 6a við Bókhlöðustíg.

Jákvætt.

Enda verði pallur í neðri gluggabrún, og sótt verði um byggingarleyfi sem grenndarkynnt verður.

51. Dofraborgir 15 (02.344.404) 173998 Mál nr. BN034435

Joseph Lee Lemacks, Dofraborgir 15, 112 Reykjavík

Spurt er um leyfi til að byggja viðbyggingu á tveimur hæðum samkv. meðfylgjandi teikningu við húsið Dofraborgir 15.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

52. Flókagata 9 (01.243.705) 103171 Mál nr. BN034423

Hanna Þorbjörg Svavarsdóttir, Flókagata 9, 105 Reykjavík

Spurt er um leyfi til að setja svalir úr áli á húsið Flókagötu 9, bréf og myndir fylgja með ásamt samþykki meðeigenda dagsett 28. júní 2006.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

53. Frostafold 48-54 (02.854.304) 110037 Mál nr. BN034417

Sverrir Þórður Sigurðsson, Frostafold 52, 112 Reykjavík

Spurt er hvort heimiluð yrði stækkun á bílgeymslu fyrir Frostafold 52- 54.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

54. Grettisgata 51 (01.174.228) 101631 Mál nr. BN034433

Snæbjörn Þór Stefánsson, Grettisgata 51, 101 Reykjavík

Spurt er um leyfi til að breyta þaki þ.e setja kvist á norðurhlið þaks á húsinu Grettisgata 51.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum og með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa á fyrirspurnarblaði, enda verði sótt um byggingarleyfi.

55. Hlíðargerði 18 (01.815.403) 108011 Mál nr. BN034434

Gunnar Örn Gunnarsson, Hlíðargerði 18, 108 Reykjavík

Spurt er um leyfi til að byggja úr timbri við húsið Hlíðargerði 18.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

56. Miðtún 21 (01.221.418) 102834 Mál nr. BN034297

Hilmar Hafsteinsson, Miðtún 21, 105 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að lyfta þaki með kvistum og svölum í líkingu við fyrirliggjandi skissur einbýlishússins á lóð nr. 21 við Miðtún.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðsufundar skipulagsfulltrúa frá 28. júlí 2006 fylgir erindinu.

Nei.

Með vísan til útskriftar skipulagsfulltrúa.

57. Skeljanes 4 (01.673.106) 106833 Mál nr. BN034447

Spurt er um leyfi til að rífa núverandi geymsluskúr (22 ferm ) og byggja þrjá í staðinn samkvæmt með fylgjandi skissu, samtals 78 ferm á lóðinni Skjeljanesi 4. Bréf frá umsækjendum og íbúum á Skeljanesi 2 fylgir.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

58. Vesturgata 56 (01.130.217) 100140 Mál nr. BN034245

Vesturgata 56,húsfélag, Vesturgötu 56, 101 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að byggja viðbyggingu við norðausturhlið í líkingu við fyrirliggjandi tillögu við allar hæðir fjölbýlishússins á lóð nr. 56 við Vesturgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. júlí 2006 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19 júlí 2006 fylgja erindinu.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi sem grenndarkynnt verður.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 13:05.

Magnús Sædal Svavarsson

Bjarni Þór Jónsson Þórður Ó. Búason

Helga Guðmundsdóttir Sveinbjörn Steingrímsson

Sigríður Kristín Þórisdóttir