Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2009, miðvikudaginn 11. febrúar kl. 9.10, var haldinn 163. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Ragnar Sær Ragnarsson, Brynjar Fransson, Zakaria Elías Anbari, Svandís Svavarsdóttir, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Magnús Skúlason. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum:
Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Þórarinn Þórarinsson, Bragi Bergsson og Margrét Þormar.
Fundarritari var Harri Ormarsson.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 6. febrúar 2009.

2. Kringlan, vinnsla forsagnar (01.721) Mál nr. SN040228
Lögð fram tillaga skipulagsstjóra dags. 11. ágúst 2008 að vinnslu forsagnar fyrir Kringlusvæði.
Kynnt.

3. Laugavegur 50, breyting á deiliskipulagi (01.173.1) Mál nr. SN080755
Zeppelin ehf, Skeifunni 19, 108 Reykjavík
ELL-50 ehf, Bæjarlind 6, 201 Kópavogur
Á fundi skipulagsstjóra 19. desember 2008 var lögð fram umsókn Zeppelin arkitekta f.h. Ell-50 ehf., dags. 18. des. 2008 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 50 við Laugaveg skv. uppdrætti, dags. 16. des. 2008. Í breytingunni felst aukning á byggingarmagni. Erindinu var frestað þar sem lagfæra þarf uppdrætti. Erindið nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 25. nóvember 2008 og nýjum uppdrætti dags. 2. febrúar 2009.
Frestað.

4. Háskóli Íslands, afmörkun lóðar (01.6) Mál nr. SN090053
Háskóli Íslands, Suðurgötu, 101 Reykjavík
Lögð fram umsókn Háskóla Íslands dags. 10. febrúar 2009 að afmörkun lóðar milli Suðurgötu og Sæmundargötu samkv. meðfylgjandi uppdrætti Teiknistofu Arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf. dags. 5. febrúar 2009.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráðs. Samþykkt að fella niður grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa og Reykjavíkurborgar.

(B) Byggingarmál

5. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN039483
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 525 frá 10. febrúar 2009.

6. Grundarstígur 10, (fsp) breyting inni og úti (01.183.308) Mál nr. BN039424
1904 ehf, Kársnesbraut 64, 200 Kópavogur
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. febrúar 2009 þar sem spurt er hvort byggja megi sal við kjallara einbýlishúss á lóð nr. 10 við Grundarstíg og breyta nýtingu þessa fyrrum íbúðarhúss Hannesar Hafstein í blandaða atvinnustarfsemi.
Bréf frá hönnuði dags 26.jan. 2009
Vísað til meðferðar skipulagsstjóra og byggingarfulltrúa.

7. Laugavegur 12, vísað til byggingarfulltrúa (01.171.401) Mál nr. BN037836
Laugaberg hf, Burknabergi 8, 221 Hafnarfjörður
Mörkin Lögmannsstofa hf, Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju byggingarleyfisumsókn BN037678 frá Laugabergi hf. þar sem sótt er um leyfi til að setja upp tvo veggi með hurðum til að mynda 21,2 ferm. lokað port með þaki úr segldúk að þremur fjórðuhluta milli húsana á lóð nr. 1 við Bergstaðarstræti (sbr. fyrirspurn nr. BN37445) og Laugavegar 12. hurðirnar eru ekki læsanlegar og eru 1,0 meter á breidd til að tryggja flóttaleiðir úr portinu á lóðinni nr. 12 við Laugaveg. Lagt fram bréf eiganda Laugavegar 12b dags. 7. febrúar 2008 , bréf byggingarfulltrúa til borgarráðs dags. 7. febrúar 2008 og bréf borgarráðs dags. 22. febrúar 2008 þar sem samþykkt er að vísa málinu að nýju til meðferðar byggingarfulltrúa. Jafnframt lagt fram bréf Tryggva Þórhallssonar hdl. dags. 21. mai 2008, umsögn lögfræði- og stjórnsýslu dags. 8. júlí 2008, bréf borgarráðs dags. 7. ágúst 2008 og tölvupóstur Tryggva Þórhallssonar hdl. dags. 26. ágúst 2008. Tillagan var grenndarkynnt frá 11. desember 2008 til og með 14. janúar 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Magnús Þráinsson f.h. Laugavegs 12b ehf., dags. 14. janúar 2009 og bréf Tryggva Þórhallssonar dags. 3. febrúar 2009, f.h. eigenda að Laugavegi 12/Bergstaðastræti 1. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 16. janúar 2009.
Synjað með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

(D) Ýmis mál

8. Ánanaust landfyllingar, mat á umhverfisáhrifum (01.130) Mál nr. SN080734
Á fundi skipulagsráðs 17. desember 2008 var lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 4. des. 2008 vegna samþykktar borgarráðs s.d. um að vísa erindi ritara framkvæmda- og eignaráðs frá 25. f.m. varðandi mat á umhverfisáhrifum landfyllinga við Ánanaust til umsagnar skipulagsráðs.
Frestað.

9. Baldursgata 33, kæra, umsögn (01.184.2) Mál nr. SN080757
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 22. janúar 2009, um kæru vegna synjunar á afturköllun byggingarleyfis fyrir sorptunnuskýli að Baldursgötu 33.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

10. Græni trefillinn Útmörk höfuðborgarsvæðisins, Mál nr. SN080612
Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.2001-2024
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 5. febrúar 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. á breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins vegna Græna trefilsins.

11. Gnoðarvogur 43, Menntaskólinn við Sund, (01.440.1) Mál nr. SN090017
breyting á deiliskipulagi Vogaskóla, Ferjuvogi 2
Menntamálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík
Gláma,vinnustofa sf, Laugavegi 164, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 5. febrúar 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. á auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi vegna Gnoðarvogar 43, Menntaskólans við Sund.

Fundi slitið kl. 10.40

Júlíus Vífill Ingvarsson
Ragnar Sær Ragnarsson Brynjar Fransson
Zakaria Elías Anbari Svandís Svavarsdóttir
Stefán Benediktsson Björk Vilhelmsdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2009, þriðjudaginn 10. febrúar kl. 10:45 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 525. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Sigrún Reynisdóttir, Þórður Búason, Bjarni Þór Jónsson, Björn Kristleifsson, Jón Hafberg Björnsson og Eva Geirsdóttir. Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Almannadalur 11 (00.000.000) 209395 Mál nr. BN039448
Ragnar Þór Hilmarsson, Garðsstaðir 44, 112 Reykjavík
Hestamannafélagið Fákur, Vatnsendav Víðivöllum, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til skilja byggingarleyfi einingar 0103/0203 frá byggingarleyfi eininga 0101/0102 og 0102/0202 vegna mismunandi byggingarstöðu og breyta stiga í einingu 0103 í hesthúsi á lóð nr. 11 við Almannadal.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

2. Bárugata 35 (01.135.402) 100480 Mál nr. BN039348
Steinunn Ólafsdóttir, Bárugata 35, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalir, sbr. fyrirspurn BN039114 dags. 4.11. 2008, við miðjukvist á vesturhlið íbúðarhúss á lóð nr. 35 við Bárugötu.
Bréf umsækanda dags. 3. febrúar 2009 fylgir erindinu en þar er óskað að erindið sé dregið til baka.
Gjald kr. 7.700
Dregið til baka.
Samanber bréf umsækjanda.

3. Efstaland 26 (01.850.101) 108756 Mál nr. BN039352
Brauðhúsið ehf, Efstalandi 26, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að færa núverandi inngang framar í sameign og innrétta hluta af henni sem aðstöðu til kaffiveitinga og verður þannig hluti af bakaríi í verslunarhúsi á lóð nr. 26 við Efstaland.
Meðfylgjandi er yfirlýsing frá meðeiganda í húsi árituð á uppdrátt.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.

4. Fannafold 145 (02.851.606) 109964 Mál nr. BN038868
Guðrún Björg Halldórsdóttir, Fannafold 145, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að bæta við glugga á vesturgafl og til að byggja garðskála úr gleri og timbri með einangruðu þaki á steyptum undirstöðum við parhús á lóð nr. 145 við Fannafold.
Stærðir stækkun: 29,5 ferm. 86,6 rúmm.
Samtals eftir stækkun: 280,1 ferm., 979,2 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 6.322
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

5. Freyjubrunnur 29 (02.695.503) 205733 Mál nr. BN039155
Fasteignafélagið Hlíð ehf, Lágmúla 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka og breyta efstu hæð fjölbýlishúss úr steyptum einingum á lóð nr. 29 við Freyjubrunn.
Stærðir: Stækkun 41,9 ferm., 321,2 rúmm.
Eftir stækkun samtals 874,5 ferm., 2.868,3 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 23.448
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

6. Granaskjól 54-58 (01.515.304) 105843 Mál nr. BN038629
Ástvaldur Jóhannsson, Granaskjól 58, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við húsið Granaskjól 58 sólstofu og stækka eldhús til norðurs.
Viðbygging 8,3 ferm., 24,41 rúmm.
Sólskáli 16,1 ferm., 56,6 rúmm
Stækkun samtals: 24,4 ferm., 78 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 6.008
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Nýjum uppdráttum vísað til skipulagsstjóra, til umsagnar.

7. Gufunes Áburðarverksm (02.220.001) 108955 Mál nr. BN039284
Skipulagssjóður Reykjavborgar, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
PM endurvinnsla ehf, Gufunesi, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og innrétta endurvinnslu fyrir plastefni, til að koma fyrir tveimur nýjum gönguhurðum úr vélasal og til að byggja milliloft í atvinnuhúsinu sem auðkennt er með fastanr. 203-8422, mhl. 01 merkt 0101 við Gufunes.
Stækkun: 34,8 ferm.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

8. Hafnarstræti 18 (01.140.303) 100837 Mál nr. BN039475
Sola Capital ehf, Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að staðsetja bar í austurhluta húss og breyta snyrtingum á karlasalerni í veitingarhúsi á lóð nr. 18 við Hafnarstæti.
Gjald kr.7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Hamarshöfði 1 (04.061.306) 110615 Mál nr. BN039476
Bemar ehf, Draumahæð 5, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að innrétta húsvarðaíbúð á 2. hæð í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 1 við Hamarshöfða.
Gjald kr. 7.700
Synjað.
Samræmist ekki ákvæðum byggingarreglugerðar vegna gluggastærðar sbr. gr.79 um stærð á gluggum.

10. Hlíðarendi 2-6 (01.628.801) 106642 Mál nr. BN039164
Knattspyrnufélagið Valur, Laufásvegi Hlíðarenda, 101 Reykjavík
Sótt er um tímabundið leyfi fyrir flóðlýsingar við nýgerðan gervigrasvöll. Um er að ræða tíu 12 m möstur sem raða sér kringum völlinn á svæði knattspyrnufélagsins Vals á lóð nr. 2-6 við Hlíðarenda.
Bréf frá höfundi dags. 9. jan. 2009. Umsögn flugvalla-og leiðsögusviðs dags. 7. jan. 2009. Gögn frá ELFA verkfræðistofu dags. 15. des. 2008 um umhverfisáhrif flóðlýsingar.
Gjald 7.300 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

11. Hraunberg 9 (04.673.302) 112179 Mál nr. BN039396
Ólafur Haukur Ólafsson, Hraunberg 9, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta snyrtistofu í matshluta 02 bílskúr/vinnuskála á lóð nr. 9 við Hraunberg.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

12. Hvammsgerði 4 (01.802.309) 107693 Mál nr. BN039462
Kristín Erna Arnardóttir, Hvammsgerði 4, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja anddyri, hækka ris og til að byggja kvisti og svalir á einbýlishúsið á lóð nr. 4 við Hvammsgerði.
Jafnframt er erindi BN036652 dregið til baka.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.700 + xx
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

13. Hæðargarður 26 (01.818.105) 108180 Mál nr. BN039368
Guðrún Svala Waage, Hæðargarður 26, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að lyfta þaki og byggja kvisti og svalir og stækka með því íbúð á efri hæð hússins nr. 26 í fjölbýshúsinu nr. 26-28 á lóð nr. 26 við Hæðargarð.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 6. janúar 2009.
Stækkun: 36,1 ferm., 75,9 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 5.844
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.

14. Hæðargarður 28 (01.818.106) 108181 Mál nr. BN039366
Pétur Jóhannesson, Hæðargarður 28, 108 Reykjavík
Thelma Birna Róbertsdóttir, Hæðargarður 28, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að lyfta þaki og byggja kvisti og stækka með því íbúð á efri hæð hússins nr. 28 í fjölbýshúsinu nr. 26-28 á lóð nr. 28 við Hæðargarð.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 6. janúar 2009.
Stækkun: 36,1 ferm., 75,9 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 5.844
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.

15. Kirkjuteigur 17 (01.360.513) 104547 Mál nr. BN039463
Gunnar Thorberg Júlíusson, Kirkjuteigur 17, 105 Reykjavík
Kristinn Einarsson, Kirkjuteigur 17, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir tveimur bílastæðum á baklóð og til að fella niður eldvarnarhurð í kjallara tvíbýlishússins á lóð nr. 17 við Kirkjuteig.
Gjald. kr. 7.700
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra hvað bílastæði á lóð varðar.

16. Kvistaland 1-7 (01.863.301) 108806 Mál nr. BN039484
Svava Þorgerður Johansen, Bakkaflöt 8, 210 Garðabær
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir sökklum og botnplötu í húsi nr. 1 á lóð nr. 1-7 við Kvistaland.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi.
Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

17. Kvistaland 1-7 (01.863.301) 108806 Mál nr. BN039440
Svava Þorgerður Johansen, Bakkaflöt 8, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að breyta þaki viðbyggingar úr steyptum plötum í létt sperruþak á einbýlishúsi nr. 1 á lóð nr. 1-7 við Kvistaland.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

18. Laugateigur 24 (01.364.306) 104636 Mál nr. BN039474
Laugateigur ehf, Rauðanesi 3, 311 Borgarnes
Símon Steingrímsson, Laugateigur 24, 105 Reykjavík
Adda Bára Sigfúsdóttir, Laugateigur 24, 105 Reykjavík
Sigfús Bjarnason, Svíþjóð, Sótt er um leyfi til að grafa frá kjallara að hluta, til að grafa ljósagryfjur og koma fyrir nýjum gluggum og hurðum á kjallara, til að breyta innra fyrirkomulagi og innrétta sem íbúð 1. hæð og kjallara verslunar- og íbúðarhússins nr. 24 við Laugateig.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda dags. 3.2.2009
Stækkun: xx rúmm.
Gjald kr. 7.700 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

19. Laugavegur 120*/Rauðarárstígur 23 (01.240.203) 102986 Mál nr. BN039453
Nýi Kaupþing banki hf, Borgartúni 19, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á innréttingum, í kjallara er innréttað mötuneyti, á 1. hæð er afgreiðslu banka breytt (hefur þegar verið framkvæmt að hluta) og hringstigi milli kjallara og 1. hæðar er felldur niður í skrifstofuhúsi á lóð nr. 23 við Rauðarárstíg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

20. Laugavegur 60A (01.173.115) 101532 Mál nr. BN039406
B.R.A.S.S ehf, Laugavegi 60a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir salerni í viðbyggingu úr timbri og léttan eldvarnarvegg á mörkum lóðar, gasgeymslu utanhúss á jarðhæð, sjónvarpsmóttökudisk og útloftunarháf frá eldhúsi upp úr þaki við veitingahús á lóð nr. 60A við Laugaveg.
Meðfylgjandi er samþykki eigenda húss á lóð nr. 60A dags. 21.1.2009 og samþykki meðlóðarhafa á Laugavegi 60 um aðgengi að lóð dags. 21.1.2009 og bréf frá byggingarfulltrúa varðandi óleyfisframkvæmd dags. 19. janúar 2009. Sömuleiðis er meðfylgjandi samþykki eigenda Lagavegs 60 og 60A vegna framkvæmda við Laugaveg 60A dags. 27.1.2009 og svarbréf B.R.A.S.S ehf dags. 30. janúar 2009 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. febrúar 2009.
Stærðir stækkunar xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.700 + xxx
Synjað.
Samræmist ekki gildandi deiliskipulagi.

21. Logafold 188 (02.871.004) 110318 Mál nr. BN039455
Vilborg Ölversdóttir, Logafold 188, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka úr timbri á steyptum undirstöðum stofu og útipall einbýlishúss á lóð nr. 188 við Logafold.
Stækkun 21,03 ferm., 55,1 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 4.243
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

22. Lækjarmelur 8 (34.533.509) 213997 Mál nr. BN039467
VS Holding ehf, Síðumúla 27, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta nýsamþykktu erindi BN039467 samþykkt 2. des. 2008, með því að breyta stigum, stækka ofanljós og bæta við niðurföllum í geymsluhúsnæði á lóð nr. 8 við Lækjarmel.
Mæliblað og hæðarblað fylgja.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

23. Njálsgata 80 (01.191.106) 102492 Mál nr. BN039438
Erla Hrönn Diðriksdóttir, Mánabraut 17, 200 Kópavogur
Ólafur Hrafn Ólafsson, Mánabraut 17, 200 Kópavogur
Aðalheiður Bóasdóttir, Skúlagata 40, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja byggingarleyfi BN036012 samþykkt 22. jan. 2008 að fjarlægja núverandi svalir og setja upp nýjar stærri svalir úr áli á suðvesturhlið 2., 3. og 4. hæðar fjölbýlishússins á lóð nr. 80 við Njálsgötu.
Grenndarkynningin stóð yfir frá 12. desember 2007 til og með 14. janúar 2008. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.

24. Óðinsgata 4 (01.180.304) 101715 Mál nr. BN039465
Óðinsgata 4,húsfélag, Óðinsgötu 4, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi þar sem gerð er grein fyrir þremur áður gerðum íbúðum, tveimur í kjallara (Mhl. 01) og ein í bakhúsi (Mhl. 02), v/eignaskipta í húsi nr. 4 við Óðinsgötu.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Ránargata 8A (01.136.018) 100521 Mál nr. BN039482
Jon Olav Fivelstad, Hófgerði 6, 200 Kópavogur
Sótt er um innanhússbreytingar, tilfærslur milli rýma og að einangrun flatra þaka sé að innaverðu en ekki utan í gistihúsi á lóð nr. 8A við Ránargötu.
Stærðir stækkun - 11 rúmm.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

26. Selvað 1-5 (04.772.102) 195948 Mál nr. BN039375
Gissur og Pálmi ehf, Staðarseli 6, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta akstursskábraut, færa bílastæði fatlaðra og fjarlægja brunamerkingar á útihurðum út á svalagang í fjölbýlishúsi á lóð nr. 1-5 við Selvað.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

27. Síðumúli 15 (01.292.108) 103797 Mál nr. BN039443
Svend Richter, Hæðarbyggð 17, 210 Garðabær
Sigurður E Rósarsson, Fellsmúli 11, 108 Reykjavík
Eik fasteignafélag hf, Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta hluta 1. hæðar verslunarhúsnæðis í tannlæknastofu í skrifstofu- og verslunarhúsi á lóð nr. 15 við Síðumúla.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

28. Skútuvogur 2 (01.420.001) 105165 Mál nr. BN039442
Klasi ehf, Bíldshöfða 9, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til færa til brunaslöngur, #GLút#GL ljósum og björgunaropum bætt við í atvinnuhúsinu á lóð nr. 2 við Skútuvog.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.

29. Stigahlíð 45-47 (01.712.101) 107208 Mál nr. BN039447
HH, eignarhaldsfélag ehf, Stigahlíð 45-47, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til minni háttar breytinga á brunavörnum og gestafjölda v/lokaúttektar í veitingastaðnum á lóð nr. 45-47 við Stigahlíð.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

30. Suðurgata 14 (01.161.201) 101212 Mál nr. BN039466
Hjallastefnan ehf, Vífilsstaðavegi 123, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að breyta íbúðarhúsi úr timbri á tveim hæðum með rishæð og á steyptum kjallaraveggjum í skólahús Hjallastefnunnar fyrir 36 nemendur 5 - 6 ára, húsið stendur á lóð nr. 14 við Suðurgötu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

31. Sundlaugavegur 12 (01.361.001) 104550 Mál nr. BN039267
Nordic Partners ehf, Suðurgötu 10, 101 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi BN035430, dags. 20. mars 2007, þar sem veitt var leyfi til þess að stækka og endurinnrétta fiskverslun á 1. hæð ásamt leyfi til þess að opna áður byrgð op og loka öðrum.
Ennfremur er sótt um leyfi til niðurrifs á óleyfisskúr og til minni háttar breytinga á innra skipulagi verslunar á 1. hæð íbúðar- og atvinnuhússins á lóð nr. 12 við Sundlaugaveg.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa.
Stærð: Áður gerð geymsluviðbygging (matshluti 02) 5,1 ferm., 13,8 rúmm. Áður gerður geymsluskúr (matshluti 03) 11,5 ferm., 24,1 rúmm.
Samtals stækkun: 16,6 ferm., 37,9 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 2.767
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.

32. Sætún 1 (01.216.101) 186531 Mál nr. BN039480
Efling stéttarfélag, Sætúni 1, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi á 3. hæð atvinnuhússins á lóð nr. 1 við Sætún.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

33. Tómasarhagi 29 (01.554.002) 106569 Mál nr. BN039454
Anna Sigrún Baldursdóttir, Tómasarhagi 29, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri breytingu en búið er að opna á milli jarðhæðar og 1. hæðar og tvær íbúðir sameinaðar í eina með stiga í íbúðarhúsinu á lóð nr. 29 við Tómasarhaga
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

34. Tryggvagata 22 (01.140.004) 100816 Mál nr. BN039471
Eik fasteignafélag hf, Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir skemmtistað á 2. hæð og frávik frá reglum um snyrtingu aðgengilega fyrir alla þar sem engin lyfta er í húsinu á lóð nr. 22 við Tryggvagötu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

35. Vesturberg 195 (04.660.807) 112031 Mál nr. BN039452
R.Guðmundsson ehf, Pósthólf 1143, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka kjallara um inntaksrými í núverandi lokuðu kjallararými í raðhúsi á lóð nr. 195 við Vesturberg.
Stærðir stækkun xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.700 + xxx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

36. Vesturgata 25 (01.136.002) 100505 Mál nr. BN039222
Baldur E Jensson, Hringbraut 50, 107 Reykjavík
Eyjólfur Baldursson, Bjarmaland 24, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum, fyrir núverandi ástandi með áorðnum breytingum frá upphafi, af íbúðarhúsi og geymsluskúr á lóð nr. 25 við Vesturgötu.
Meðfylgjandi eru bréf frá arkitekt dags. 18.11.2008. 18.12.2008 og 2.2.2008. Einnig virðingargjörðir frá Borgarskjalasafni.
Gjald kr. 7.300 + 7.300 + 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

37. Vesturlandsv. Keldnal 110481 (02.9--.-99) 110481 Mál nr. BN039456
Tilraunastöð Hásk í meinafræði, Vesturlandsv Keldum, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningar þar sem breytt er eldvarnarmerkingum og klæðning í lofti felld niður í öryggisrannsóknarstofu við Tilraunastöð H.Í. að Keldum,
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

38. Víðimelur 36 (01.540.025) 106242 Mál nr. BN039469
Elínborg Jóh Þorsteinsdóttir, Víðimelur 36, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri breytingu á bílskúrshurð og fyrir breyttri notkun bílskúrs við fjölbýlishúsið á lóð nr. 36 við Víðimel.
Málinu fylgir bréf frá byggingarfulltúa Reykjavíkur um óleyfisframkvæmdir dags 13.jan.2009. Bréf frá Helgu K. Lund arkitekt dags. 3.feb. 2009.
Gjald kr.7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

Ýmis mál

39. Fjölnisvegur 2 (01.196.302) 102669 Mál nr. BN039487
Byggingarfulltrúi leggur til að lóð Orkuveitu Reykjavíkur á Fjölnisvegi 2 verði tölusett sem Fjölnisvegur 2A, landnr. 102668 fastanúmer 200-9102
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Nýjar/br. fasteignir

40. Hverfisgata 46 (00.000.000) 101430 Mál nr. BN039492
Foldir fasteignaþróunarfél ehf, Klapparstíg 29, 101 Reykjavík
Óskað er eftir fresti til að skila nýjum eignaskiptasamningi vegna máls BN038677.
Bréf umsækjanda dags. 9. febrúar 2009 fylgir erindinu.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Ýmis mál

41. Óútvísað land - stofnun lands Mál nr. BN039494
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Óskað er eftir því við embætti byggingarfulltrúans í Reykjavík að embættið skrái eftirfarandi landspildur sem eru skilgreindar sem óútvísað land í Fasteignaskrá Íslands. Óútvísað land er safn landskika utan afmarkaðra lóða, jarða eða jarðarhluta, flokkað eftir svæðum, hefur land- og staðgreininúmer og er skráð í Fasteignaskrá Íslands í ha.
Landið skiptist: Í byggð; 538 ha, Eyjar; 279 ha, Bláfjöll; 3302 ha, Heiðmörk; 2363 ha, Hólmsheiði og nágrenni; 1779 ha. Samtals 8262 ha.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Fyrirspurnir

42. Básendi 9 (01.824.205) 108402 Mál nr. BN039451
*** Rétt kt. er 410290-1709, , 210 Garðabær
Sigríður S Kjaran, Básendi 9, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að endurnýja og breyta svalahandriðum eins og sýnt er á meðfylgjandi skissum af tvíbýlishúsinu á lóð nr. 9 við Básenda.
Neikvætt.
Fer húsi illa. Efnisnotkun ekki í samræmi við byggingarlag hússins, finna aðra lausn.

43. Blönduhlíð 2 (01.704.401) 107103 Mál nr. BN039439
Sigurður Páll Sigurðsson, Fjólugata 23, 101 Reykjavík
Spurt er hvort samþykkt yrði að breyta skráningu húsnæðis sem skráð er sem geymsla í ósamþykkta íbúð.
Erindi fylgir kaupsamningur óundirritaður dags. 11. apríl 2008 og íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 17. nóvember 1999
Nei.
Samræmist ekki ákvæðum byggingrreglugerðar m.a. hvað lofthæð varðar.

44. Bústaðavegur 130 (01.871.004) 108822 Mál nr. BN039473
JARL ehf, Krókabyggð 3a, 270 Mosfellsbær
Spurt er hvort leyfi fengist fyrir lóðarstækkun skv. meðfylgjandi uppdráttum af söluskálanum á lóð nr. 130 við Bústaðaveg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

45. Hrefnugata 4 (01.247.302) 103363 Mál nr. BN039464
Oddný Þorgerður Pálsdóttir, Hrefnugata 4, 105 Reykjavík
Spurt er hvort setja megi svalir á rishæð íbúðarhúss á lóð nr. 4 við Hrefnugötu.
Jákvætt.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra á fyrirspurnarblaði enda verði sótt um byggingarleyfi.

46. Laugavegur 46B (01.173.104) 101521 Mál nr. BN039426
Sola Capital ehf, Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík
Spurt er hvort skipta megi í tvær íbúðir einbýlishúsinu á lóð nr. 46B við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. febrúar 2009 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi. Komi til þess skal gerð m.a. grein fyrir brunavörnum og hljóðvist.

47. Laugavegur 83 (01.174.125) 101600 Mál nr. BN039444
Marteinn Helgi Sigurðsson, Laugavegur 83, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 5. hæðina ofan á íbúðar- og atvinnuhúsið á lóð nr. 83 við Laugaveg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

48. Mosgerði 1 (01.815.507) 108029 Mál nr. BN039421
Eiríkur Ellertsson, Mosgerði 1, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja gróðurhús aftan við einbýlishúsið á lóð nr. 1 við Mosgerði.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. febrúar 2009 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

49. Njálsgata 26 (01.190.201) 102404 Mál nr. BN039441
Sigurður Páll Sigurðsson, Fjólugata 23, 101 Reykjavík
Spurt er hvort samþykkt yrði að breyta vinnustofu sem merkt er 0001 í íbúð í Mhl. 02 á lóð nr. 26 við Njálsgötu.
Erindi fylgir íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 23. janúar 2009
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

50. Njálsgata 28 (01.190.202) 102405 Mál nr. BN039470
Þráinn Jóhannsson, Njálsgata 28, 101 Reykjavík
Erna Andreassen, Njálsgata 28, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að útbúa sólpall eins og meðfylgjandi skissa sýnir við einbýlishúsið á lóð nr. 28 við Njálsgötu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

51. Þverholt 19-21 (01.244.300) 103191 Mál nr. BN039460
Byggingafélag námsmanna ses, Háteigsvegi 7, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist fyrir að gera 9 til 10 einstaklingsherbergi fyrir námsmen í atvinnuhúsnæði á lóð nr.19 við Þverholt.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12:20.
Magnús Sædal Svavarsson
Björn Kristleifsson
Sigrún Reynisdóttir
Bjarni Þór Jónsson
Þórður Búason
Jón Hafberg Björnsson
Eva Geirsdóttir