Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2010, miðvikudaginn 31. mars kl. 09:15, var haldinn 203. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Ragnar Sær Ragnarsson, Ásgeir Ásgeirsson, Sóley Tómasdóttir, Stefán Benediktsson, Sigurður Kaiser Guðmundsson og áheyrnarfulltrúinn Magnús Skúlason.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Stefán Finnsson og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerði eftirtalin embættismaður grein fyrir einstökum málum: Margrét Þormar.
Fundarritari var Harri Ormarsson

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 26. mars 2010.

2. Háskóli Íslands, Vísindagarðar, breyting á deiliskipulagi HÍ(01.63)Mál nr. SN090460
ASK Arkitektar ehf, Geirsgötu 9, 101 Reykjavík
Lagt fram erindi Ask Arkitekta, dags. 11. desember 2009, fh. Vísindagarða Háskóla Íslands ehf. vegna breytinga á deiliskipulagi Háskóla Íslands vegna Vísindagarða. Í breytingunni felst m.a. að lóðinni er skipt upp í sjö lóðir fyrir Vísindagarða, Stúdentagarða og spennistöð Orkuveitu Reykjavíkur samkvæmt uppdrætti Ask Arkitekta, dags. 23. mars 2010. Einnig lögð fram greinargerð og skilmálar, dags. 29. mars 2010.
Brynjar Fransson tók sæti á fundinum kl. 9:50

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Jafnframt samþykkti skipulagsráð að senda bréf til hagsmunaaðila á svæðinu til að vekja athygli á auglýsingunni.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar samfylkingarinnar Stefán Benediktsson og Sigurður Kaiser fagna því jafnframt að loks liggur fyrir tillaga um Stúdentaíbúðir á háskólasvæðinu.

Fulltúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs Sóley Tómasdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins og óskaði bókað ásamt áheyrnarfulltrúa Frjálslyndra og óháðra Magnúsi Skúlasyni:
#GLSú tillaga sem nú hefur verið samþykkt í auglýsingu er að mörgu leyti ágæt og vissulega afar jákvætt að nú hylli loks undir fjölgun stúdentaíbúða á háskólasvæðinu. Að mati fulltrúanna er þó gert ráð fyrir allt of mörgum bílastæðum í götum, auk þess sem uppbyggingaráform gera ráð fyrir að bílakjallari verði ekki byggður fyrr en á lokastigum. Það mun gera það að verkum að mikil bílastæðaflæmi verður til staðar á komandi árum sem mun hafa mikil áhrif á ásýnd og upplifun fólks af svæðinu.#GL

3. Austurstræti 6, breyting á deiliskipulagi (01.140.4) Mál nr. SN100012
Guðni Pálsson, Litlabæjarvör 4, 225 Álftanes
Lagt fram erindi Guðna Pálssonar, dags. 7. janúar 2010, um breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 6 við Austurstræti. Í breytingunni felst að stækka húsið til suðurs að lóðarmörkum og byggja við norðurhlið að hluta og setja kvisti á efstu hæð, samkvæmt uppdrætti GP Arkitekta, dags. 22. mars 2010. Einng lögð fram umsögn Minjasafns Reykjavíkur, dags. 4. febrúar 2010.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

4. Engjavegur 6, breyting á deiliskipulagi (0..000) Mál nr. SN100052
Bjarni Snæbjörnsson, Fagraberg 14, 221 Hafnarfjörður
Íslenskar getraunir, Engjavegi 6, 104 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra 12. febrúar 2010 var lagt fram erindi Bjarna Snæbjörnssonar, dags. 11. febrúar 2010, um breytingu á deiliskipulagi Laugardals, vesturhluta vegna lóðarinnar nr. 6 við Engjaveg samkvæmt uppdrætti Landslags, dags. í mars 2010.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

5. Bæjarflöt 1-3, breyting á deiliskipulagi (02.576.0) Mál nr. SN100123
Gunnlaugur Björn Jónsson, Aðalstræti 77a, 450 Patreksfjörður
Bæjarflöt 1 ehf, Laugateigi 14, 105 Reykjavík
Lagt fram erindi Gunnlaugs B. Jónssonar arkitekts, dags. 26. mars 2010, varðandi breytingu á deiliskipulagi Gylfaflatar vegna lóðarinnar nr. 1-3 við Bæjarflöt. Í breytingunni felst að nýtingarhlutfall er hækkað samkvæmt uppdrætti teiknistofunnar GINGI, dags. mars 2010.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.

6. Reykjavíkurflugvöllur 106748, breyting á deiliskipulagi(01.6) Mál nr. SN100055
Bjarni Snæbjörnsson, Fagraberg 14, 221 Hafnarfjörður
Flugstoðir ohf, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík
Lagt fram erindi Bjarna Snæbjörnssonar ark f.h. Flugstoða, dags. 15. febrúar 2010, um breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit vélargeymslu samkvæmt uppdrætti Bjarna Snæbjörnssonar, dags. 10. febrúar 2010.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.

(B) Byggingarmál

7. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN041343
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 581 frá 30. mars 2010.

8. Ásvallagata 7, svalir á suðurhlið (01.162.306) Mál nr. BN040773
Sigurður Örn Guðleifsson, Ásvallagata 7, 101 Reykjavík
Jarþrúður Karlsdóttir, Ásvallagata 7, 101 Reykjavík
Helga Fossberg, Ásvallagata 7, 101 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. janúar 2010 þar sem sótt er um leyfi til að koma fyrir þrennum svölum á suðurhlið fjölbýlishússins á lóð nr. 7 við Ásvallagötu. Grenndarkynning stóð yfir frá 1. ferbúar til og með 1. mars 2010. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Steinunn María Halldórsdóttir, dags. 18. febrúar, Bjartmar Orri Arnarson, dags. 25. febrúar, Steinunn Harðardóttir f.h. eigenda að Ásvallagötu 5, dags. 28. febrúar 2010. Einnig lagt fram bréf eiganda dags. 2. mars og umsögn skipulagsstjóra dags. 24. mars 2010.
Erindi fylgir fsp. BN040457, dags. 29. september, og BN039601, dags. 24. mars 2009, ásamt samþykki eiganda kjallaraíbúðar, dags. 18. desember 2009, áritað á uppdrátt.
Áður gerð stækkun: 20,3 ferm., 40,6 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 3.126
Ekki gerðar athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsstjóra
Skipulagsráð leggur áherslu að vandað sé til frágangs og efnisvals við svalirnar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

(C) Fyrirspurnir

9. Bankastræti 14, (fsp) stækkun og fl. (01.171.2) Mál nr. SN100115
Guðni Pálsson, Litlabæjarvör 4, 225 Álftanes
Húsfélagið Bankastræti 14, Fannafold 114, 112 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn GP Arkitekta, dags. 18. mars 2010, varðandi breytingar og stækkun á húsinu nr. 14 við Bankastræti. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra, dags. 29. mars 2010.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

(D) Ýmis mál

10. Húsverndarsjóður Reykjavíkur, Úthlutun styrkja 2010 Mál nr. SN100112
Lögð fram tillaga að úthlutun styrkja úr Húsverndarsjóði Reykjavíkur fyrir árið 2010.
Framlögð tillaga samþykkt.
Vísað til borgarráðs.

11. Aðalskipulag Reykjavíkur, kostnaður vegna aðalskipulagsgerðar Mál nr. SN100122
Skipulagsstjóri ríkisins, Laugavegi 166, 150 Reykjavík
Lögð fram orðsending R10030093 frá skrifstofu borgarstjórnar, dags. 22. mars 2010 ásamt bréfi Skipulagsstofnunar frá 16. s.m. varðandi greiðslu kostnaðar vegna aðalskipulagsgerðar.

12. Þverholt 11, endurupptökubeiðni (01.244.108) Mál nr. BN040718
Lagt fram bréf lögfræðistofunnar Logos, dags. 13. nóvember 2009, fh. Sjónverndar ehf. varðandi endurupptöku vegna staðfestingar byggingarfulltrúa á eignaskiptasamningi vegna Þverholts 11. Einnig lögð fram umsögn lögfræði- og stjórnsýslu, dags. 17. nóvember 2009.
Bréf lögfræði- og stjórnsýslu samþykkt.

13. Hafnarstræti 1-3, Skipulagsráð (01.140.0) Mál nr. SN100119
Á fundi skipulagsráðs 24. mars 2010 var óskað eftir að byggingarfulltrúinn í Reykjavík aflaði upplýsinga um ástand hússins nr. 1-3 við Hafnarstræti sem varð eldi að bráð 23. mars sl.
Byggingarfulltrúi gerði grein fyrir stöðu málsins.
14. Skipulagsráð, frumvarp til laga um mannvirki Mál nr. SN100092
Alþingi, Kirkjustræti, 150 Reykjavík
Lagt fram til umsagnar frá Umhverfisnefnd Alþingis frumvarp til laga um mannvirki. Einnig lögð fram drög að umsögn skipulags- og byggingarsviðs, dags. 22. mars 2010.
Umsögn skipulags- og byggingarsviðs samþykkt

15. Skipulagsráð, Mál nr. SN100075
bréf Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur v/ framkvæmd byggingareftirlits
Lagt fram bréf Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur, dags. 25. febrúar 2010, varðandi óánægju með framkvæmd byggingareftirlits. Einnig lagt fram minnisblað byggingarfulltrúa, dags. 30. mars 2010.
Minnisblað byggingarfulltrúa samþykkt.

16. Miðborgin, Listahátíð Reykjavíkur 2010 Mál nr. SN100130
Listahátíð í Reykjavík, Lækjargötu 3, 121 Reykjavík
Listahátíð í Reykjavík óskar eftir leyfi til þess að setja upp ljósmyndir utandyra á 20 stöðum í miðborginn á meðan Listahátíð stendur yfir. Ljósmyndirnar eru í svarthvítu stærð þeirra er frá 50 X 60 cm og upp í 200 X 300 cm. Myndefnið er ágrip af bestu ljósmyndum sögunnar. Áætlaðir uppsetningastaðir:
1) Á Glitnishúsi við Lækjargötu
2) Á veggnum sem snýr að Lækjargötu á horni Austurstrætis og Lækjargötu
3) Á Vonarstræti 4
4) Á vegg Nasa sem snýr að sundinu milli Austurvallar og Ingólfstorgs.
5) Á gamla Póst- og símahúsinu
6) Á gamla Morgunblaðshúsinu
7) Á Miðbæjarmarkaðnum
8) Á húsinu gegnt Skólabrú við Kirkjutorg
9) Á Iðnó
10) Á Hótel Borg ( á milli gamla hóltelsins og Austurbæjarapóteks.
11) Á húsi VG við Suðurgötu
12) Á Grófarhúsi
13) Á Hafnarshúsi
14) Á Ráðhúsi
15) Á Hafnarhvoli
16) Á Tryggvagötu 10
17) Á Tryggvagötu 11
18) Á veggnum við Burgerjoint/Búlluna
19) Á Ægisgötu 4
20) Á 10 skiltum á Austurvelli.
Skipulagsráð heimilar tímabundna uppsetningu ljósmyndanna fyrir sitt leyti. Listahátið Reykjavíkur afli heimilda húseigenda og lóðarhafa til staðsetningar ljósmyndanna á hverjum stað og beri jafnframt fulla ábyrgð á uppsetningu og niðurtekt þeirra. Þess er jafnframt óskað að forsvarsmenn Listahátíðar Reykjavíkur kynni málið nánar á fundi skipulagsráðs þann 14. apríl n.k.

17. Hólmsheiði, jarðvegsfylling, endurauglýsing deiliskipulags(05.8) Mál nr. SN080657
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 26. mars 2010, vegna samþykkt borgarráðs 25. mars 2010 varðandi tillögu að deiliskipulagi á Hólmsheiði vegna afmörkunar á svæði til jarðvegsfyllingar.

18. Hólatorg 2, kærur, umsögn, úrskurður (01.160.3) Mál nr. SN090086
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 24. mars 2010 þar sem fyrir er tekin kæra á samþykkt skipulagsráðs Reykjavíkur frá 1. október 2008 um breytingu á deiliskipulagi Hólatorgsreits, er tók til lóðarinnar að Hólatorgi 2, og á ákvörðun byggingarfulltrúa frá 3. febrúar 2009 um að veita leyfi til stækkunar rishæðar hússins að Hólatogi 2, byggja tvennar svalir á vesturhlið, koma þar fyrir dyrum og tröppum út í garð og endur¬byggja skúr á lóðinni.
Úrskurðarorð:
Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar skipulagsráðs Reykjavíkur frá 1. október 2008 um breytingu á deiliskipulagi Hólatorgsreits er tók til lóðarinnar að Hólatorgi 2. Jafnframt er hafnað kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúa Reykjavíkur frá 3. febrúar 2009 um að veita leyfi til stækkunar rishæðar hússins að Hólatogi 2, byggja tvennar svalir á vesturhlið, koma þar fyrir dyrum og tröppum út í garð og endurbyggja skúr á lóðinni.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 11:30.

Júlíus Vífill Ingvarsson
Ragnar Sær Ragnarsson Ásgeir Ásgeirsson
Brynjar Fransson Sóley Tómasdóttir
Stefán Benediktsson Sigurður Kaiser Guðmundsson

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2010, þriðjudaginn 30. mars kl. 10:10 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 581. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Bjarni Þór Jónsson, Þórður Ólafur Búason, Sigrún Reynisdóttir, Guðfinna Ósk Erlingsdóttir og Karólína Gunnarsdóttir.

Fundarritari var Bjani Þór Jónsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Álfab. 12-16/Þönglab. (04.603.503) 111722 Mál nr. BN041268
Bakarameistarinn ehf, Stigahlíð 45-47, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á nýsamþykktu erindi BN039745 sem felast í breyttum eldvarnarkröfum fyrir Bakarameistarann í Mjódd á lóð nr. 12 við Álfabakka.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

2. Bleikargróf 5 (01.889.011) 108920 Mál nr. BN041066
Katrín Guðmundsdóttir, Bleikargróf 5, 108 Reykjavík
Árni Freyr Sigurlaugsson, Bleikargróf 5, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu úr timbri sem verður bárujárnsklædd á vestur- og suðurhlið einbýlishússins á lóð nr. 5 við Bleikargróf.
Jákvæð fyrirspurn BN040169 dags. 21. júlí 2009
Samþykki íbúa í Bleikargróf 1 dags. 15. feb. 2010, og bréf frá eigendum dags. 8. feb. 2010. Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 1. mars. 2010.
Stækkun: 64,1 ferm., 157.1 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 12.097
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

3. Borgartún 26 (01.230.002) 102910 Mál nr. BN041341
LF6 ehf, Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á innra fyrirkomulagi austurhluta 5. hæðar í verslunar- og skrifstofuhúsinu nr. 26 við Borgartún.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

4. Borgartún 27 og 31 (01.219.001) 102776 Mál nr. BN039982
Byggingarfélag Gylf/Gunnars hf, Borgartúni 31, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum sem felst í ýmsum breytingum á innra skipulagi í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 31 við Borgartún.
Bréf frá eiganda dags. 18. maí 2009 fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

5. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN041336
Höfðatorg ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja skyggni úr stáli og áli yfir norðausturinngang verslunar- og skrifstofuhússins á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

6. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN041342
Höfðatorg ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breyttri staðsetningu á kæli- og frystigeymslu í kjallara, var í B2 en verður í B1 í verslunar- og skrifstofuhúsinu á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

7. Flugvöllur 106746 (01.65-.-99) 106746 Mál nr. BN041230
Flugfélag Íslands ehf, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja niður til bráðabirgða á austurhlið flugstöðvar fimm samhangandi gámahús sem eiga að hýsa flugumsjón og aðsetur áhafna í flugstöðinni við Reykjavíkurflugvöll.
Málinu fylgir béf frá flugvallarstjóra dags 2. mars 2010.
Stækkun: 97,5 fem., 250,8 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 19.312
Frestað
Lagfæra skráningartöflu.

8. Flugvöllur 106748 (01.66-.-99) 106748 Mál nr. BN041326
Flugstoðir ohf, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu við suðurhlið og breyta innra fyrirkomulagi 1. og 2. hæðar vélageymslu og slökkvistöðvar á Reykjavíkurflugvelli.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.700 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Geirsgata 3a-7c (01.117.306) 100086 Mál nr. BN041269
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta húsnæði fyrir minjagripaverslun á 1. hæð og setja nýjan glugga á norðausturgafl hússins á lóð nr. 5C við Geirsgötu.
Gjald kr. 7.700
Frestað
Vantar umsögn burðarvirkishönnuðar vegna glugga.

10. Geirsgata 3a-7c (01.117.306) 100086 Mál nr. BN041315
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Sushi smiðjan ehf, Geirsgötu 3, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir léttu vindskýli við norðvesturhlið húss nr. 3B við Geirsgötu.
Erindi fylgir fsp. BN041154 dags. 9. mars 2010.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

11. Geirsgata 3a-7c (01.117.306) 100086 Mál nr. BN041334
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta gallerí í vesturhlið jarðhæðar í húsi nr. 5a á lóðinni 3a-7c við Geirsgötu.
Gjald. kr. 7.700
Frestað
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknablaði.

12. Geirsgata 3a-7c (01.117.306) 100086 Mál nr. BN041335
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Sædís Bauer Halldórsdóttir, Birkiás 38, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að innrétta gullsmíðaverkstæði í suðurhlið jarðhæðar húss nr. 5B á lóð nr. 3a-7c við Geirsgötu.
Gjald kr. 7.700
Frestað
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits á umsóknarblaði.

13. Granaskjól 3 (01.517.105) 105904 Mál nr. BN041276
Einar Hjörleifsson, Granaskjól 3, 107 Reykjavík
Hildigunnur Erlingsdóttir, Granaskjól 3, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja nýja forstofu, loka bílskúrshurð á kjallara, breyta kvistum og innra fyrirkomulagi einbýlishússins á lóð nr. 3 við Granaskjól.
Stækkun: 12,4 ferm., 99,3 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 7.646
Frestað
Grenndarkynning á málinu stendur yfir.

14. Grjótháls 1-3 (04.302.401) 111016 Mál nr. BN041044
Grjót eignarhaldsfélag ehf, Lindarbergi 56, 221 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til að byggja léttan tengigang á 2. hæð að lóðamörkum við nr. 5, sbr. fyrirspurn BN040211, við hús á lóð nr. 1-3 við Grjótháls.
Stækkun 40,9 ferm., 118,5 rúmm.
Gjald kr 7.700 + 7.700 + 9.125
Frestað
Lagfæra skráningartöflu.

15. Hafnarstræti 20/Læk5 (01.140.302) 100836 Mál nr. BN040740
Landsbanki Íslands hf,aðalstöðv, Austurstræti 16, 155 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka núverandi kaffihús sem er í flokki 2 með því að samnýta rými 0101, 0102, 0103 og 0105, fjarlægja hringstiga á milli hæða, innrétta ísbúð austan megin í húsinu og koma fyrir aðstöðu fyrir útiveitinga á lóð nr. 20 við Hafnarstræti.
Jákvæð fyrirspurn BN040589 dags. 27. okt. 2009.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 4. desember 2009 fylgir erindinu.
Tölvupóstur frá eiganda dags. 8. des. 2009.
Umsögn skrifstofu gatna- og eignaumsýslu dags. dags. 14. des. 2009.
Gjald kr. 7.700 +7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

16. Haukdælabraut 96 (05.114.102) 214817 Mál nr. BN041153
Rúnar Lárusson, Bjarkarás 27a, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að breyta hæðarsetningu á nýsamþykktu einbýlishúsi, sjá erindi BN040409 dags. 15. september 2009, á lóð nr. 96 við Haukdælabraut. Hæðarkóti gólfs í íbúð var 75,30, en verður 75,60.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 5. mars og 12. mars 2010 fylgja erindinu.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

17. Háaleitisbraut 43 (01.291.101) 103762 Mál nr. BN041287
Háaleitisbraut 41 og 43,húsfél, Háaleitisbraut 43, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að brjóta niður skemmdar svalir og steypa þær upp eins og eldri svalir skv. upphaflegum teikningum að viðbættri aukinni járnagrind á fjölbýlishúsi nr. 41-43 á lóð nr. 41-47 við Háaleitisbraut.
Jafnframt er óskað eftir takmörkuðu byggingarleyfi.
Meðfylgjandi eru skýringarteikningar burðarvirkishönnuðar og greinargerð húsfélags vegna svalahandriða dags. 24. mars 2010.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

18. Hátún 10-12 (01.234.001) 102923 Mál nr. BN041259
Brynja, Hússjóður Öryrkjabandal, Hátúni 10, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til innanhúsbreytinga sem felast í að fækka íbúðum úr 84 í 55 og stækka þær samsvarandi, breyta sjúkrastofum og skrifstofum í íbúðir, breyta geymslum og sorpgeymslu í kjallara og fella niður útitröppur að sorpgeymslu utanhúss í fjölbýlishúsi 10A á lóð nr. 10 við Hátún.
Meðfylgjandi er bréf og yfirlitsmynd arkitekts vegna sorphirðu dags. 29. jan. 2010 og bréf burðarvirkishönnuðar dags. 8. mars 2010.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

19. Hverfisgata 4 (01.170.002) 101320 Mál nr. BN041344
Húsfélagið Hverfisgötu 4, Skildinganesi 44, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á innra fyrirkomulagi verslunar- og skrifstofuhússins nr. 4-6 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 7.700
Frestað
Lagfæra skráningartöflu.

20. Hverfisgata 6 (01.170.003) 101321 Mál nr. BN041348
Húsfélagið Hverfisgötu 6, Skildinganesi 44, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á innra fyrirkomulagi verslunar- og skrifstofuhússins nr. 4-6 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.

21. Kringlan 4-12 (01.721.001) 107287 Mál nr. BN041338
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi í rými S-285 í verslunarhúsinu nr. 4-12 við Kringluna.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

22. Langagerði 76 (01.832.209) 108566 Mál nr. BN041256
Birgir Rafn Þráinsson, Kelduland 21, 108 Reykjavík
Sótt er leyfi til að breyta sundlaugarrými í stofu og baðsvæði í einbýlishúsi á lóð nr. 76 við Langagerði.
Meðfylgjandi er samþykki nágranna í Langagerði 64, 66, 74, 78 og 88 dags. 6. mars 2010.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.

23. Laugarásvegur 13 (01.380.110) 104735 Mál nr. BN041337
Guðný Bjarnadóttir, Laugarásvegur 13, 104 Reykjavík
Helga Þórarinsdóttir, Laugarásvegur 13, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvöfaldan bílskúr við fjölbýlishúsið á lóð nr. 13 við Laugarásveg.
Erindi fylgir þinglýst eignaskiptayfirlýsing dags. í desember 1996.
Bílskúr: 55,7 ferm., 185,2 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 14.261
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

24. Laugavegur 61-63 (01.173.016) 101505 Mál nr. BN041003
Nóni ehf, Laugavegi 61, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka rýmið 0205 með því að reisa nýja gluggaeiningu á móts við útbyggingu og nýta skyggni á suðurhlið sem svalir fyrir íbúðir á 2. hæð í atvinnu- og fjölbýlishúsinu nr. 61 á lóð nr. 61-63 við Laugaveg.
Samþykki meðeigenda dags. 3. nóv. 2007 og 16. apríl 2008 fylgir erindinu ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 12. febrúar 2010.
Nýtt samþykki meðeigenda dags. 9. mars 2010 og tölvupóstur frá burðarvirkishönnuði dags. 9. mars 2010 fylgir.
Stækkun: 5,4 ferm., 13,5 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 1.039
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Lágmúli 5 (01.261.301) 103507 Mál nr. BN040181
Tóftir ehf, Bakkasmára 25, 201 Kópavogur
Lyfja hf, Bæjarlind 2, 201 Kópavogur
Sótt er um áður gerðar breytingar á innra fyrirkomulagi 1. hæðar vegna eignaskipta í húsinu á lóð nr. 5 við Lágmúla.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

26. Leifsgata 26 (01.195.302) 102616 Mál nr. BN040245
Skúli Húnn Hilmarsson, Brekkugata 8, 530 Hvammstangi
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum kvistum í rishæð fjölbýlishússins á lóð nr. 26 við Leifsgötu.
Erindi fylgir ástandsskoðun hússins dags 23. júlí 2009, söluyfirlit dags. 18. júlí 2009 og tölvupóstur dags. 22. júlí 2009.
Erindi fylgir einnig samþykki tveggja meðeigenda árituð á uppdrátt dags. 11. september og tölvupóstar með samþykkjum hinna eigendanna dags. 8. og 10. nóvember 2009, ennfremur samþykki nýs eiganda, Sindra Viðarssonar dags. 10. desember 2009.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 9. október 2009 og 26. mars 2010 fylgja erindinu.
Grenndarkynning stóð yfir frá 13. febrúar til og með 13 mars 2010.. Engar athugasemdir bárust.
Áður gerð stækkun kvista: 31,4 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 2.418
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

27. Ljósheimar 13 (01.435.205) 105322 Mál nr. BN041332
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðu niðurrifi á skúr fyrir barnagæslu á lóð nr. 13 við Ljósheima.
Niðurrif: Fastanr. 202-1952 merkt 0101 Barnagæsla 20 ferm.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

28. Lækjargata 10 (01.141.201) 100895 Mál nr. BN041333
Eignanet ehf, Kringlunni 4-6, 103 Reykjavík
Eignasaga - Traust ehf, Kringlunni 4-6, 103 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi innanhúss í veitingahúsi nr. 10 við Lækjargötu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

29. Menntasveigur 15 (01.778.101) 218666 Mál nr. BN041340
Ásatrúarfélagið, Pósthólf 8668, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir minnismerki úr náttúrusteini á lóð nr. 15 við Menntasveig.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

30. Nauthólsvegur 100 (01.688.401) 219038 Mál nr. BN041327
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa matshluta 01 (áður Mhl.16) á lóð nr. 100 við Nauthólsveg.
Niðurrif: Fastanr. 202-9677 Mhl. 01 merkt 0101, Svifflug, gamla hótelið 145 ferm.
Gjald kr. 7.700
Frestað
Umsækjandi leggi fram umsögn Minjasafns Reykjavíkur.

31. Nauthólsvegur 100 (01.688.401) 219038 Mál nr. BN041328
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa matshluta 10 á lóð nr. 100 við Nauthólsveg.
Niðurrif: Fastanr. 202-9677 Mhl. 10 merkt 0202, skáli/geymsla 115 ferm.
Gjald kr. 7.700
Frestað
Umsækjandi leggi fram umsögn Minjasafns Reykjavíkur.

32. Nauthólsvegur 100 (01.688.401) 219038 Mál nr. BN041329
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa matshluta 08 og 09 á lóð nr. 100 við Nauthólsveg.
Niðurrif: Fastanr. 202-9677, Mhl. 08 merkt 0101 Náðhús, gamla hóteli 58 ferm., og Mhl. 09 merkt 0101 Geymsla, gamla hóteli 33 ferm.
Samtals niðurrif 91 ferm.
Gjald kr. 7.700
Frestað
Umsækjandi leggi fram umsögn Minjasafns Reykjavíkur.

33. Njarðargata 43 (01.186.606) 102302 Mál nr. BN040981
Sigurður Már Hilmarsson, Suðurmýri 32, 170 Seltjarnarnes
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á innra fyrirkomulagi, þar sem innréttað er gistiheimili með þrettán rúmum, tvö herbergi með eldunaraðstöðu á 1. hæð, fjögur herbergi með eldunaraðstöðu á 2. hæð og íbúð í risi íbúðarhússins á lóð nr. 43 við Njarðargötu.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

34. Réttarholtsvegur 1-3 (01.830.001) 108453 Mál nr. BN040988
Haukur Ingason, Steinasel 4, 109 Reykjavík
Garðs Apótek ehf, Sogavegi 108, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta hluta kjallara sem bílgeymslu fyrir tvo bíla, til að koma fyrir lyftu, til að útbúa nýjan inngang í apótek frá stigahúsi og til að breyta innra fyrirkomulagi verslunar- og skrifstofuhússins á lóð nr. 1-3 við Réttarholtsveg.
Erindi fylgir bréf umsækjanda dags. 20. janúar 2010.
Einnig fylgir yfirlýsing um eignarhald dags. 20. janúar og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 9. febrúar og 23. mars 2010 sem og bréf hönnuðar dags. 23. mars 2010.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Frestað
Lagfæra skráningartöflu.

35. Safamýri 13 (01.281.103) 103674 Mál nr. BN041346
Vilhelmína K Magnúsdóttir, Safamýri 13, 108 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri svalalokun á vesturhlið 1. hæðar fjölbýlishússins á lóð nr.13 við Safamýri.
Stærð: 6,1 ferm., 15,3 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 1.178
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

36. Skildinganes 26 (01.671.304) 106783 Mál nr. BN041303
Ögmundur Skarphéðinsson, Skildinganes 26, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta nýsamþykktu erindi, BN038945 dags. 22. september 2009, og hækka þök viðbygginga við einbýlishúsið á lóð nr. 26 við Skildinganes.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 26. mars 2010 fylgir erindinu.
Stækkun: 22,9 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 1.763
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

37. Skólavörðustígur 16 (01.181.004) 101728 Mál nr. BN041339
ÞEJ fasteignir ehf, Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að færa inngang í verslun á jarðhæð á horn, gera tröppur með hitalögn við nýjan inngang og stækka skyggni yfir inngangi í verslun á jarðhæð íbúðar- og atvinnuhússins á lóð nr. 16 við Skólavörðustíg.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa áritað á uppdrátt.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

38. Spöngin 9-31 (02.375.201) 177193 Mál nr. BN041225
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki I í mhl. 02 í rými 0102 í atvinnuhúsnæðinu nr. 11 á lóð nr. 9 - 31 við Spöngina.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Frestað
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

39. Stekkjarbakki 2 (04.602.002) 111716 Mál nr. BN041319
Þorp ehf, Bolholti 4, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir snyrtingu fyrir viðskiptavini verslunarinnar í húsi nr. 2 við Stekkjarbakka.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

40. Stórholt 23 (01.246.014) 103285 Mál nr. BN041325
Tinna Stefánsson, Stórholt 31, 105 Reykjavík
Árni Þórðarson, Stórholt 31, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að útbúa íbúð í kjallara og samþykki fyrir reyndarteikningum af öðrum hæðum fjölbýlishússins og lóðinni nr. 23 við Stórholt.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

41. Suðurhús 4 (02.848.804) 109897 Mál nr. BN039353
Björn Andrés Bjarnason, Suðurhús 4, 112 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi BN031368 samþ. 10. maí 2005, endurnýjað og breytt sem BN034298 4. júlí 2006, þar sem veitt var leyfi til að byggja viðbyggingu úr timbri ofan á húsið á lóðinni nr. 4 við Suðurhús. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 5. mars 2010 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 5. mars 2010.
Stærð: Viðbygging 29,7 ferm. og 89,1 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 6.504
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

42. Suðurlandsbraut 14 (01.263.101) 103522 Mál nr. BN041274
Reginn A1 ehf, Austurstræti 11, 101 Reykjavík
NBI hf, Austurstræti 11, 155 Reykjavík
Sótt er um leyfi til innanhúsbreytinga sem felast aðallega í að færa brunavarnir sem búið var að fjarlægja til fyrra horfs og sameina húsið í eina eign, en hætt er við niðurrif og nýbyggingu húss á lóð nr. 14 við Suðurlandsbraut.
Gjald kr 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Þinglýsa skal yfirlýsingu um samruna eigna til að samþykktin öðlist gildi.
Sækja verður um byggingarleyfi fyrir hvern þann hluta byggingarinngar
sem nú er sýndur óráðstafaður áður en til notkunar kemur.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

43. Tangarhöfði 8 (04.063.601) 110666 Mál nr. BN041017
Vagneignir ehf, Vagnhöfða 23, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir millipalli, dekkjaverkstæði, þjónustuverkstæði á 1. hæð og dekkjalager í kjallara og koma fyrir þrem nýjum innkeyrsludyrum á atvinnuhúsnæðinu nr. 8 á lóð 8 - 12 við Tangarhöfða.
Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 16. feb. 2010 og sérteikning af olíuskilju.
Stækkun: 122,3 ferm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

44. Tunguháls 8 (04.342.101) 179593 Mál nr. BN041330
Gylfi Magnús Einarsson, Viðarás 75, 110 Reykjavík
AMG Byggingafélag ehf, Bíldshöfða 14, 110 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum af atvinnuhúsinu á lóð nr. 8 við Tunguháls.
Jafnframt er erindi BNO39209 dregið til baka.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

45. Vatnagarðar 40 (01.407.903) 104959 Mál nr. BN041169
Umtak fasteignafélag ehf, Dalvegi 10-14, 200 Kópavogur
N1 hf, Dalvegi 10-14, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að stækka austasta þvottaskýlið og breyta því í skoðunarstöð fyrir bíla, sbr. fyrirspurn BN040744 dags. 22. des. 2009 og málskot skipulagsfulltrúa SN100017 dags. 14. jan. 2010 á lóð nr. 40 við Vatnagarða.
Meðfylgjandi er fyrirspurn BN040744
Stækkun: B rými breytt í A rými 33,9 ferm., 107,6 rúmm.
Stækkun: A rými, 68,3 ferm., 411,8 rúmm.
Stækkun samtals: A rými, 102,2 ferm., 519,4 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 39.994
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Þinglýsa skal yfirlýsingu sbr. fyrri yfirlýsingar um takmörkuð lóðaréttindi og niðurrif.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

46. Vesturhólar 9-15 (04.660.403) 112022 Mál nr. BN041311
Margrét Sigfússon, Bandaríkin, Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu skýli, sjá erindi BN040574 dags. 27. október 2009, og byggja burðargrind úr timbri í stað stáls við einbýlishúsið nr. 11 á lóð nr. 9-15 við Vesturhóla.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Fyrirspurnir

47. Akurgerði 37 (01.813.202) 107889 Mál nr. BN041345
Jón Ásgeir Einarsson, Akurgerði 37, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta lóðum við parhúsin nr. 35-37 og 39-41 við Akurgerði.
Frestað
Vísað til umsagnar stjórnsýslu og lögfræði.

48. Ásgarður 18-24 (01.834.203) 108607 Mál nr. BN041321
Ólafur Páll Einarsson, Sæviðarsund 51, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að koma fyrir svölum við íbúð 0201 á 2. hæð fjölbýlishússins nr. 22-24, mhl. 03 á lóð nr. 18-24 við Ásgarð.
Málinu fylgir umsögn skipulagsstjóra frá 5. nóvember 2009
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og tillit tekið
til ábendinga í umsögn skipulagsstjóra frá 5. nóvember 2009.

49. Birtingakvísl 52-60 (04.233.704) 110877 Mál nr. BN041318
Sif Jónsdóttir, Birtingakvísl 58, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta nuddstofu í kjallara raðhússins nr. 58 á lóð nr. 52-60 við Birtingakvísl.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

50. Borgartún 26 (01.230.002) 102910 Mál nr. BN041301
LF6 ehf, Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft verði að setja auglýsingaskilti við innkeyrslu á bílastæði fyrir framan hús á lóð nr. 26 við Borgartún.
Erindi fylgir umsögn umhverfis- og samgöngusviðs dags. 26. mars 2010
Jákvætt.
Að staðsetja skilti við eystri brún innkeyrslu sbr. umsötn umhverfis- og samgöngusviðs.
Sækja verður um bygginarleyfi.

51. Háagerði 67 (01.815.714) 108062 Mál nr. BN041324
Karl Gunnarsson, Háagerði 67, 108 Reykjavík
Bjarni Marteinsson, Merkines, 233 Hafnir
Spurt er hvort samþykki fengist fyrir breytingu á eignaskiptum þannig að rými 0102, 0103, 0202 og 0203 yrðu séreign efri hæðar og garðurinn yrði sérnotaflötur neðri hæðar við raðhúsið nr. 67 við Háagerði.
Neikvætt.
Með vísan til athugasemda á fyrirspurnarblaði.

52. Háteigsvegur 7 (01.244.302) 103192 Mál nr. BN041248
Jeannot A Tsirenge, Fellsmúli 15, 108 Reykjavík
Spurt er hvort innrétta megi samkomuhús með fundasal, kaffihúsi og skrifstofum í húsnæði á lóð nr. 7 við Háteigsveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 26. mars 2010 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 26. mars 2010.
Neikvætt.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

53. Hringbraut 119 (01.520.301) 105924 Mál nr. BN041331
Oddgeir Björn Oddgeirsson, Sæviðarsund 9, 104 Reykjavík
Kristín Hildur Kristjánsdóttir, Spánn, Spurt er hvort leyft yrði að koma fyrir gervihnattadiskum annað hvort á svölum eða þaki fyrir íbúðir 0404 og 0503 í íbúðar- og atvinnuhúsinu á lóð nr. 119 við Hringbraut.
Frestað.
Ekki er unnt að taka afstöðu til erindisins þar sem ekki er upplýst um afstöðu annarra
eigenda í húsinu en staðsetning og uppsetning er háð samþykki þeirra.

54. Ljósaland 1-25 2-24 (01.870.601) 108818 Mál nr. BN041300
Hans Olav Andersen, Hávallagata 21, 101 Reykjavík
FrestaðLagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. mars 2010 þar sem spurt er hvort leyft yrði að stækka íbúð til suðurs eins og sýnt er á meðfylgjandi skissum af raðhúsi nr. 6 á lóðinni nr. 1-25/2-24 við Ljósaland.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 29. mars 2010 fylgir erindinu.
Frestað
Ekki er unnt að taka afstöðu til erindis nú þar sem unnið er að endurskoðun skipulags hverfisins sbr. umsögn skipulagsstjóra.

55. Nýlendugata 27 (01.131.006) 100149 Mál nr. BN041320
Páll Biering, Nýlendugata 27, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að hækka ris og byggja kvisti eins og sýnt er á meðfylgjandi teikningum af fjölbýlishúsinu á lóð nr. 27 við Nýlendugötu.
Já/nei.
Jákvætt vegna kvista en deiliskipulag leyfir ekki hækkun þaks.
Sækja verður um byggingarleyfi vegna kvista.

56. Thorsvegur 1 (02.3--.-99) 109211 Mál nr. BN041314
Golfklúbbur Reykjavíkur, Pósthólf 12067, 132 Reykjavík
Spurt er hvort stækka megi verönd til bráðabirgða í suður fyrir framan austasta gaflinn og opna inn í húsið með því að saga niður úr glugga í rými Golfklúbbs Reykjavíkur á Korpúlfsstöðum á lóð nr. 1 Við Thorsveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 26. mars 2010 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og því
fylgi umsögn Minjasafns Reykjavíkur.

57. Þingás 36 (04.721.207) 112378 Mál nr. BN041294
Haukur Þór Þorgrímsson, Þingás 36, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja viðbyggingu sem fer út fyrir byggingareit við suðvesturhlið og stækka bílskúr til suðausturs við einbýlishúsið á lóð nr. 36 við Þingás.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 26. mars 2010 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 26. mars 2010.
Jákvætt.
Enda láti fyrirspyrjandi vinna tillögnu að breyttu deiliskipulagi á eigin kostnað sem grenndarkynnt verður berist hún og með vísan til skilyrða í umsögn skipulasgsstjóra dags. 26. mars 2010.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 11:55.
Magnús Sædal Svavarsson
Bjarni Þór Jónsson Þórður Ólafur Búason
Sigrún Reynisdóttir Guðfinna Ósk Erlingsdóttir
Karólína Gunnarsdóttir