Umhverfis- og skipulagsráð
Framkvæmdaráð
Ár 2007, mánudaginn 26. mars, var haldinn 49. fundur framkvæmdaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Skúlatúni 2 og hófst kl. 08:30. Þessir sátu fundinn: Óskar Bergsson, Kristján Guðmundsson, Ívar Andersen, Ragnar Sær Ragnarsson, Stefán Benediktsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson. Einnig sátu fundinn: Hrólfur Jónsson, Ámundi Brynjólfsson, Stefán A. Finnsson, Rúnar Gunnarsson og Jón Halldór Jónasson.
Fundarritari var Þórhildur Lilja Ólafsdóttir.
Þetta gerðist:
Mál nr. 2006020246
1. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar f.h. borgarráðs dags. 9. mars 2007, varðandi samþykkt borgarráðs frá 8. mars 2007, varðandi þarfagreiningu fyrir menningarmiðstöð í Spöng.
Sviðsstjóri Framkvæmdasviðs kynnti.
Framkvæmdaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna óskuðu bókað:
Á síðasta kjörtímabili hófst vinna við undirbúning menningarmiðstöðvar í Spöng og eru allir sammála um nauðsyn slíkrar uppbyggingar. Lykilatriði er þó að rétt sé að málum staðið, vinnubrögð séu gagnsæ og leitað hagstæðustu tilboða með útboðum. Enda er opinberum aðilum skylt að bjóða út svona framkvæmd. Bygging menningarmiðstöðvar er klárlega útboðsskyld og er ánægjulegt að heyra af svari sviðsstjóra að nú er ætlunin að bjóða verkið út. Gengur það þvert á svar borgarstjóra frá 8. mars sl. Ábendingar minnihlutans virðast hafa leitt til þess að menn hafa séð að sér og ætla að bjóða verkið út. Eftir stendur þó gagnrýni okkar á þau vinnubrögð að fela arkitekti Eirar að teikna og hanna menningarmiðstöð án heimildar.
Framkvæmdaráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Eftir ítrekaðar fyrirspurnir um aðferðafræði við uppbyggingu menningarmiðstöðvar í Spöng og ítrekuð svör við þeim fyrirspurnum, heldur leiksýning minnihlutans áfram. Staðreynd málsins er sú að málið er og hefur verið á undirbúningsstigi og hafa engar ákvarðanir verið teknar um hvernig nákvæmlega verður staðið að framkvæmdum. Bókun minnihlutans er því ekki í neinu samræmi við þær upplýsingar sem fyrir liggja í málinu.
Mál nr. 2007030086
2. Lagt fram bréf skrifstofustjóra íþrótta- og tómstundasviðs dags. 9. mars 2007, varðandi ósk um gervigrasvöll og sparkvöll á skólalóðum.
Samþykkt að vísa málinu til Framkvæmdasviðs til frekari þarfa- og kostnaðargreiningar heildstætt.
Mál nr. 2006040148
3. Lögð fram tillaga yfirverkfræðings mannvirkjaskrifstofu Framkvæmdasviðs dags. 23. mars 2007, varðandi erindi íbúa við Katrínarlind 1-7 um ósk um úrbætur á bílastæðum.
Samþykkt.
Mál nr. 2006090007
4. Lagt fram bréf sviðsstjóra Framkvæmdasviðs dags. 23. mars 2007, varðandi stórbílastæði við Lokinhamra.
Samþykkt.
Mál nr. 2005100091
5. Lögð fram tillaga yfirverkfræðings mannvirkjaskrifstofu Framkvæmdasviðs dags. 21. mars 2007, varðandi erindi Norvik, dags. 27. september 2006, vegna lagfæringar á útkeyrslu á bílaplani við Bíldshöfða 20.
Samþykkt.
Mál nr. 2206010168
6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra mannvirkjaskrifstofu Framkvæmdasviðs dags. 20. mars 2007, varðandi leik- og grunnskóla í Norðlingaholti. Einnig lagðar fram niðurstöður matsnefndar dags. í mars 2007. Skrifstofustjóri mannvirkjaskrifstofu kynnti.
Samþykkt.
Mál nr. 2006100108
7. Lagt fram bréf yfirverkfræðings mannvirkjaskrifstofu Framkvæmdasviðs dags. 20. mars 2007, varðandi endurbætur á vástöðum árið 2007.
Samþykkt.
Mál nr. 2007030108
8. Lagt fram yfirlit yfir innkaup Framkvæmdasviðs í febrúar 2007.
9. Framkvæmdaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:
1. Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar í framkvæmdaráði óska eftir upplýsingum um það hvort fyrirhugaðar eru skipulagsbreytingar í tengslum við flutninga Framkvæmdasviðs, Umhverfissviðs og Skipulagssviðs á sama stað? Hefur meirihlutinn í hyggju að breyta yfirstjórnum sviðanna í kjölfar flutninganna?
2. Hefur starfsfólki umræddra sviða verið haldið upplýstum um áformin ef einhver eru og hefur það tök á að hafa áhrif á það ferli sem fyrirhugað er?
Fundi slitið kl. 10:05.
Óskar Bergsson
Ragnar Sær Ragnarsson Kristján Guðmundsson
Ívar Andersen Stefán Benediktsson
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Þorleifur Gunnlaugsson