Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2009, miðvikudaginn 2. desember kl. 10.05, var haldinn 192. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Ásgeir Ásgeirsson, Ragnar Sær Ragnarsson, Stefán Þór Björnsson, Sóley Tómasdóttir, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Magnús Skúlason. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum:, Lilja Grétarsdóttir, Þórarinn Þórarinsson, Björn Ingi Edvardsson, Björn Axelsson og Bragi Bergsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 27. nóvember 2009.

2. Lokastígsreitir 2, 3 og 4, deiliskipulag Mál nr. SN080688
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Dennis og Hjördísar ehf. að deiliskipulagi Lokastígsreita dags. í maí 2009, ásamt greinargerð og skilmálum dags. í september 2009. Tillagan var auglýst frá 7. september til og með 19. október 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Sigurður H. Þorsteinsson dags. 16. október, íbúasamtök miðborgar dags. 16. október, Ásgeir Guðjónsson og Loftur Ásgeirsson, dags. 18. október, Lilja Gunnarsdóttir og Eyjólfur I. Ásgeirsson dags. 18. október, Friðþjófur Árnason og Líney Símonardóttir, dags. 18. október, Anna D. Steinþórsdóttir, dags. 18. október, Þórólfur Antonsson, dags. 19. október, Dýrleif Bjarnadóttir, dags. 19. október, Bjarni R. Bjarnason, dags. 19. október, Jóhann Gunnar Jónsson dags. 19. október og Zeppelín arkitektar dags. 19. október 2009. Einnig lagt fram bréf Hverfisráðs miðborgar dags. 23. september 2009 og umsögn skipulagsstjóra dags. 23. nóvember 2009.

Björk Vilhelmsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins
Júlíus Vífill Ingvarsson tók sæti á fundinum kl. 10:23

Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs; Sóley Tómasdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins og óskaði bókað ásamt áheyrnarfulltrúa Frjálslyndra og óháðra Magnúsi Skúlasyni: #GLNýtt deiliskipulag fyrir Lokastígsreiti er vandað og vel unnið og flestar þær breytingar sem þar koma fram til bóta. Fulltrúar Vinstri grænna og F-lista telja þó fyrirhugaða uppbyggingu á efsta hluta Skólavörðustígs vera of mikla og telja æskilegt að halda byggingum þar áfram misháum. Jafnframt hefðu fulltrúarnir viljað koma til móts við athugasemdir íbúa og hverfisráðs vegna íbúðarhótels við Baldursgötu.#GL

3. Árvað 5, breyting á deiliskipulagi (04.731) Mál nr. SN090422
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur varðandi breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóðarinnar nr. 5 við Árvað. Í breytingunni er gert ráð fyrir staðsetningu boltagerðis í austurhluta lóðarinnar samkvæmt uppdrætti, dags. 26. nóvember 2009.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Jafnframt er samþykkt að upplýsa hagsmunaaðila í nágrenninu sérstaklega um auglýsingu tillögunnar með bréfi.

4. Haðaland 26, Fossvogsskóli, breyting á deiliskipulagi(01.863.9) Mál nr. SN090423
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 26 við Haðaland, lóð Fossvogsskóla. Í breytingunni felst að heimilt verður að staðsetja boltagerði í suðvesturhluta lóðar, að byggingarreitur fyrir færanlegar stofur verði staðsettur á núverandi boltavelli og færslu og fækkun á bílastæðum samkvæmt uppdrætti, dags. 26. nóvember 2009
Frestað.

5. Kjalarnes, Melavellir, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN090332
Matfugl ehf, Völuteigi 2, 270 Mosfellsbær
Arkþing ehf, Bolholti 8, 105 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra, dags. 18. september 2009 var lögð fram umsókn Arkþings f.h. Matfugls ehf., dags. 17. sept. 2009, um breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar Melavellir á Kjalarnesi skv. uppdrætti, dags. 31. júlí 2009. Sótt er um fjölgun alifuglahúsa á lóðinni. Einnig er lögð fram umhverfisskýrsla verkfræðistofunnar Efla, dags. 18. ágúst 2009. Erindið nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Skipulagsstofnunar, dags. 22. október 2009 og umsögn Umhverfisstofnunar, dags, 17. nóvember 2009.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

6. Elliðaárdalur, breytt deiliskipulag vegna lóða Orkuveitunnar(04.2)Mál nr. SN090396
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Landslag ehf, Skólavörðustíg 11, 101 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra 6. nóvember 2009 var lögð fram umsókn Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 5. nóv. 2009, um breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals vegna lóða fyrir borholuhús Orkuveitunnar í dalnum. Einnig lagt fram bréf Landslags ehf., dags. 4. nóv. 2009 ásamt uppdrætti. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt tölvubréfi Orkuveitu Reykjavíkur dags. 25. nóvember 2009.
Frestað.

7. Fylkisvegur 6, íþróttasvæði Fylkis, (04.363) Mál nr. SN090131
deiliskipulag, grasæfingasvæði
Teiknistofan Storð ehf, Sunnuvegi 11, 220 Hafnarfjörður
Lögð fram tillaga Teiknistofunnar Storð ehf. dags. 10. júlí 2009 að breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis Fylkis. Deiliskipulagssvæðið afmarkast af gervigrasvelli og lóð Árbæjarsundlaugar til norðurs, göngustíg neðan við Klapparás til austurs og göngustíg meðfram Elliðaám til vesturs samkvæmt uppdrætti dags. 10. júlí 2009. Einnig eru lagðar fram umsagnir Veiðimálastofnunar dags. 19. ágúst 2009 og 23. nóvember 2009 ásamt umsögn Umhverfisstofnunar dags. 30. september 2009.
Frestað.

(B) Byggingarmál

8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN040751
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 566 frá 1. desember 2009.

9. Tryggvagata 10, niðurrif (01.132.101) Mál nr. BN040686
Cent ehf, Suðurlandsbraut 52, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa iðnaðar- og verslunarhúsið á lóð nr. 10 við Tryggvagötu.
Erindi fylgir ástandsskýrsla dags. 7. júlí, bréf hönnuðar til Húsafriðunarnefndar dags. 2. október, umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 9. nóvember og bréf hönnuðar dags. 10. nóvember, 2009 ásamt umsögnum Minjasafns Reykjavíkur dags. 16. september og 24. nóvember 2009
Stærð niðurrifs: Fastanr. 200-0547 Mhl.01 merkt 0101 verslunarhús 346 ferm., fastanr. 200-0548 Mhl.02 merkt 0101 iðnaðarhús 163 ferm.
Samtals niðurrif: 509 ferm. Gjald kr 7.700
Frestað.

(C) Fyrirspurnir

10. Austurstræti 6, (fsp) breyting á deiliskipulagi (01.140.4) Mál nr. SN090380
Lindarvatn ehf, Borgartúni 31, 105 Reykjavík
Guðni Pálsson, Litlabæjarvör 4, 225 Álftanes
Á fundi skipulagsstjóra 6. nóvember 2009 var lögð fram fyrirspurn Lindarvatns ehf. dags. 27. október 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 6 við Austurstræti. Í breytingunni felst að stækka húsið til suðurs að lóðarmörkum og byggja við norðurhlið að hluta og setja kvisti á 6. hæð. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 23. nóvember 2009
Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.

(D) Ýmis mál

11. Skipulagsráð, fyrirkomulag funda í desember 2009 Mál nr. SN090431
Kynnt tillaga formanns skipulagsráðs dags. 2. desember 2009 um fyrirkomulag funda skipulagsráðs um jól og áramót 2009.
Samþykkt.

13. Austurstræti 20, bréf byggingarfulltrúa (01.140.503) Mál nr. BN040760
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 2. nóv. 2009 vegna samkomutjalds í bakgarði Hressingarskálans á lóð nr. 20 við Austurstræti. Jafnframt er lagt fram bréf lögfræðinga Hressingarskálans dags. 27. nóv., bréf lögfræði- og stjórnsýslu dags. 27. nóv. og tölvubréf dags. 27. og 30. nóv. 2009.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.

15. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, framfyld Mál nr. SN090432
Kynnt skýrsla Verkís dags. september 2009 um framfylgd svæðisskipulags höfðuborgarsvæðisins.
Hrafnhildur Brynjólfsdóttir frá Verkís kynnti.

16. Aðalskipulag Reykjavíkur, Mál nr. SN090430
vinsvæn byggð og byggingar, stefnumótun
Kynnt drög að stefnu fyrir vistvæna byggð og byggingar í tengslum við endurskoðun Aðalskipulags Reykjavíkur
Björn Guðbrandsson frá Arkís kynnti.

17. Svæðisskipulag vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu, Mál nr. SN090416
breyting á mörkum grannsvæðis í landi Kópavogs
Kópavogsbær, Fannborg 2, 200 Kópavogur
Lagt fram bréf skipulagsstjóra Kópavogsbæjar, dags. 15. nóvember 2009, varðandi breytingu á mörkum grannsvæðis vatnsverndar í landi Kópavogs. Einnig lagður fram uppdráttur að breytingu á svæðisskipulagi vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu, dags. 3. nóv. 2009.

18. Bústaðavegur 9, kæra, umsögn (01.738) Mál nr. SN090240
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 22. júní 2009 ásamt kæru vegna samþykkis skipulagsráðs frá 22. apríl 2009 á byggingarleyfisumsókn frá Veðurstofu Íslands vegna byggingar smáhýsi úr timbri fyrir Geislavarnir ríkisins á lóðinni nr. 9 við Bústaðaveg. Einnig lögð fram umsögn lögfræði- og stjórnsýslu dags. 25. nóvember 2009.
Umsögn lögfræði- og stjórnasýslu samþykkt.

19. Hverfisgata 78, kæra, umsögn, úrskurður (01.173) Mál nr. SN070399
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 10. nóvember 2009 þar sem fyrir er tekin kæra á ákvörðun skipulagsráðs Reykjavíkur frá 18. október 2006 um breytingu á deiliskipulagi reits 1.173.0, er varðar lóðina að Hverfisgötu 78 í Reykjavík.
Úrskurðarorð:
Felld er úr gildi ákvörðun skipulagsráðs Reykjavíkur frá 18. október 2006 um breytingu á deiliskipulagi reits 1.173.0, er varðar lóðina að Hverfisgötu 78 í Reykjavík.

20. Iðnskólareitur, Skólavörðuholt, kæra, umsögn, úrskurður(01.19) Mál nr. SN080012
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 10. nóvember 2009 kæra á ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur frá 23. ágúst 2007 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Skólavörðuholts.
Úrskurðarorð: Ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur frá 23. ágúst 2007, um breytt deiliskipulag Skólavörðuholts, Iðnskólareits, sem birt var í B-deild Stjórnartíðinda hinn 12. október 2007, er felld úr gildi.

21. Skipulagsráð, tillaga, verndun gróðurs, götutrjáa og götumynda Mál nr. SN090439
Lögð fram eftirfarandi tillaga;
#GLSkipulagsráð felur skipulags- og byggingarsviði að ljúka við gerð heildrænnar stefnu , í samstarfi við umhverfis- og samgöngusvið, um verndun gróðurs, götutrjáa og götumynda í borgarumhverfinu á grunni stefnu sem mótuð var í þessum málaflokki við gerð Þróunaráætlunar miðborgarinnar.#GL
Samþykkt.

Fundi slitið kl. 12.30

Júlíus Vífill Ingvarsson
Ásgeir Ásgeirsson Ragnar Sær Ragnarsson
Stefán Þór Björnsson Sóley Tómasdóttir
Stefán Benediktsson Björk Vilhelmsdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2009, þriðjudaginn 1. desember kl. 10:00 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 566. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Bjarni Þór Jónsson, Sigrún Reynisdóttir, Björn Kristleifsson, Jón Hafberg Björnsson, Þórður Búason, Guðfinna Ósk Erlingsdóttir og Eva Geirsdóttir.
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Almannadalur 1-7 (05.865.701) 209396 Mál nr. BN040758
Eiríkur Óli Árnason, Víghólastígur 9, 200 Kópavogur
Þorsteinn Óskar Þorsteinsson, Hraunbær 18, 110 Reykjavík
Guðbjartur G Gissurarson, Fífuhvammur 31, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að skipta upp byggingarleyfi BN036827, í húsi nr. 7 á lóðinni nr. 1-7 við Almannadal.
Meðfylgjandi er bréf eigenda (umsækjenda) dags. 18. ágúst 2009, bréf byggingarfulltrúa til lögfræði- og stjórnsýslu dags. 20. ágúst 2009, bréf lögfræði- og stjórnsýslu dags. 9. september og 26. október 2009, bréf byggingarfulltrúa til eigenda 01.04 og 01.05 dags. 14. september 2009 og svarbréf byggingarstjóra dags. 24. september 2009.
Frestað.
Umsækjendur leggið fram uppdrætti sem sýni skiptingu byggingarleyfis og skili útfylltu umsóknareyðublaði.

2. Austurstræti 8-10 (01.140.404) 100847 Mál nr. BN040669
Tröll ehf, Austurstræti 8-10, 101 Reykjavík
Langastétt ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja erindi BN038296 dags. 20. maí 2008, þar sem veitt var leyfi til að taka niður milliveggi og veitingastaður í flokki III var stækkaður inn í rými sem áður var hárgreiðslustofa, einnig er farið fram á breytingar sem fela í sér að bætta við útiveitingasvæði fyrir 120 manns og ræsting í eldhúsi breytt í ræstiskáp í húsi á lóð nr. 8-10 við Austurstræti.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 27. nóvember 2009 fylgir erindinu.
Tölvupóstur frá hönnuði dags. 11. nóvember 2009.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Frestað.
Umsögn skrifstofu gatna- og eignaumsýslu ókomin.

3. Borgartún 25 (01.218.101) 102773 Mál nr. BN040723
Fasteignafélagið Sjávarsíða hf, Borgartúni 25, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á innréttingum á 4. hæð atvinnuhúss á lóð nr. 25 við Borgartún.
Gjald kr. 7.300
Frestað.Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

4. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN040741
Höfðatorg ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki ? á 1. hæð með millipalli í byggingu Höfðatún 2 á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Stækkun: Millipallur 33,5 ferm.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

5. Brekkustígur 7 (01.134.203) 100330 Mál nr. BN040373
Kjartan Sveinsson, Brekkustígur 7, 101 Reykjavík
María Huld Markan Sigfúsdóttir, Brekkustígur 7, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir garðskúr við einbýlishús á lóð nr. 7 við Brekkustíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 27. nóvember 2009 fylgir erindinu.
Grenndarkynning stóð frá 22. október til og með 19. nóvember 2009. Engar athugasemdir bárust.
Erindi fylgir jákv. fsp. dags. 2. júní 2009.
Stærð: 12 ferm., 31,3 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 2.410
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

6. Fossaleynir 1 (02.456.101) 190899 Mál nr. BN040709
Borgarhöllin hf, Ránargötu 18, 101 Reykjavík
R-Höllin ehf, Austurstræti 11, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta matshluta 03 upp í sameign og séreign með tilliti til nýs eignaskiptasamnings fyrir Egilshöllina á lóð nr. 1 við Fossaleyni.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 16. nóv. 2009 og minnisblað eldvarnahönnuðar dags. 17. nóv. 2009
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

7. Granaskjól 34 (01.515.405) 105852 Mál nr. BN040738
Þórður Hermann Kolbeinsson, Básbryggja 15, 110 Reykjavík
Lovísa Sigurðardóttir, Básbryggja 15, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka lítillega, breyta innra skipulagi og endurbyggja einbýlishúsið á lóðinni nr. 34 við Granaskjól.
Jafnframt er erindi BN038639 fellt úr gildi.
Stækkun: 12,9 ferm., 35,7 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 2.749
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

8. Gylfaflöt 9 (02.575.702) 109502 Mál nr. BN040619
Landsnet hf, Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum sem fela í sér að byggja áhaldaskýli utan um kælibúnað og breyta innra skipulag á 1. 2. og 3. hæð atvinnuhússins á lóð nr. 9 við Gylfaflöt.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 13. nóv. 2009 fylgir erindinu.
Stærð áhaldaskýlis: 9,0 ferm. og 22,00 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 1.694
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

9. Hafnarstræti 20/Læk5 (01.140.302) 100836 Mál nr. BN040740
Landsbanki Íslands hf,aðalstöðv, Austurstræti 16, 155 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka núverandi kaffihús sem er í flokki ? með því að samnýta rými 0101, 0102, 0103 og 0105, fjarlægja hringstiga á milli hæða, innrétta ísbúð austan megin í húsinu og koma fyrir aðstöðu fyrir útiveitinga á lóð nr. 20 við Hafnarstræti.
Jákvæð fyrirspurn BN040589 dags. 27. okt. 2009.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra og til umsagnar skrifstofu gatna- og eignaumsýslu vegna útiveitinga á Lækjartorgi.

10. Hagatorg 1 (01.55-.-97) 106504 Mál nr. BN040519
Hótel Saga ehf, Hagatorgi 1, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir uppfærðum aðalteikningum, sem sýna breyttar innréttingar í banka á 1. hæð og í ráðstefnusölum á 2. hæð í Hótel Sögu á lóð nr. 1 við Hagatorg.
Meðfylgjandi er ódagsett bréf arkitekts og bréf eldvarnahönnuðar dags. 1. okt. 2009 og bréf arkitekts dags. 24. nóv. 2009.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

11. Hlíðarfótur 75 (01.777.201) 180083 Mál nr. BN040726
Eignarhaldsfélagið Fasteign hf, Bíldshöfða 9, 110 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningu sem felur í sér tilfærslu á salernum, fatahengi, flóttaleiðum og breyttum gestafjölda í veitingahúsnæðinu í flokki ? á lóð nr. 75 við Hlíðarfót.
Að auki er óskað eftir að setja upp 96 ferm. veislutjald tímabundið eða þegar það á við á lóðinni.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

12. Hraunbær 102B (04.343.301) 111081 Mál nr. BN040606
Greifynjan ehf, Hraunbæ 102c, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka og breyta innra fyrirkomulagi í snyrtistofu, koma fyrir heitum potti og gufubaði og reka samhliða kaffihús í flokki I í húsnæðinu nr. 102B á lóð nr. 102 við Hraunbæ.
Samþykki húsfélagsins dags. 12. nóv 2009, samþykki eiganda dags. 12. nóv. 2009 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 18 nóv. 2009.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

13. Hraunbær 115 (04.333.401) 212993 Mál nr. BN040743
Eignarhaldsfélagið Ögur ehf, Akralind 6, 201 Kópavogur
Miðjan hf,Reykjavík, Hlíðasmára 17, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að innrétta sjúkraþjálfun í rými 0103 í heilsugæslustöðinni á lóð nr. 115 við Hraunbæ.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

14. Hyrjarhöfði 8 (04.060.304) 110599 Mál nr. BN040748
Húsabær ehf, Berjarima 43, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta neyðarútgöngum í verkstæðishúsi á lóð nr. 8 við Hyrjarhöfða.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Sýna fellistiga á grunnmynd.

15. Jafnasel 6 (04.993.103) 113284 Mál nr. BN040665
Brimborg ehf, Bíldshöfða 6, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa viðbyggingu og byggja stærri viðbyggingu við norðausturgafl, úr timbri við atvinnuhúsnæðið á lóð nr. 6 við Jafnasel 6.
Rafrænt bréf frá burðarvirkishönnuði dags 20. nóv. 2009. Bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa fundur 508 frá 2008 og auglýsing frá skipulagsstjóra Reykjavíkur 12. sept. 2008 . Bréf frá hönnuði dags. nóv. 2009.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 20. nóvember 2009 fylgir erindinu.
Niðurrif: 5,1 ferm. 19,7 rúmm.
Stækkun: 61,5 ferm. 221,7 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 17.071
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

16. Kringlan 4-12 (01.721.001) 107287 Mál nr. BN040579
Landic Ísland ehf, Kringlunni 4-12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi einingar S-240 og mynda nýja einingu S-240-1 í verslunarmiðstöðinni Kringlunni á lóð nr. 4-12 við Kringluna.
Meðfylgjandi er bréf frá Verkís varðandi brunamál dags. 3. nóv. 2009. Einnig bréf frá rekstraraðila einingar nr. 238 um afnot af starfsmannaaðstöðu, dags. 23. nóv. 2009.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

17. Laugateigur 17 (01.364.109) 104617 Mál nr. BN040673
Jón Magngeirsson, Þykkvibær 14, 110 Reykjavík
Ingibjörg Hanna Pétursdóttir, Laugateigur 17, 105 Reykjavík
Sigríður Jónsdóttir, Laugateigur 17, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til grafa frá suðurhlið kjallara, útbúa nýjan inngang í kjallaraíbúð, breyta innra skipulagi kjallara og stækka sorpgeymslu á lóð fjölbýlishússins á lóð nr. 17 við Laugateig.
Erindi fylgir samþykki lóðarhafa dags. 5. og 9. nóvember 2009.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

18. Laugavegur 28 (01.172.206) 101461 Mál nr. BN040712
Reykjavík backpackers ehf, Laugavegi 28, 101 Reykjavík
Valdimar Geir Halldórsson, Sólvallagata 48b, 101 Reykjavík
Tvívík ehf, Ármúla 15, 108 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á aðgangi að starfsmannarými og setustofu á 3. hæð, sjá erindi BN039539 dags. 16. júní 2009, í farfuglaheimilinu á lóð
nr. 28 við Laugaveg.
Erindi fylgir brunahönnun frá EFLA dags. 31. mars 2009, síðast endurskoðuð
20. nóvember.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

19. Laugavegur 4 (01.171.302) 101402 Mál nr. BN040703
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa síðari tíma byggingar milli húsa nr. 4. og nr. 6 á lóð nr. 4 við Laugaveg.
Erindi fylgir umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 23. október 2009.
Niðurrif lóð nr. 4: 47 ferm., 157,4 rúmm.
Gjald kr .7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Við niðurrif skal sýna aðgæslu þannig að byggingarhlutar sem hafa minnjagildi séu varðveittir og skal vegna þess leita álits Minjasafns Reykjavíku samhliða rifi.

20. Laugavegur 50 (01.173.107) 101524 Mál nr. BN040729
ELL-50 ehf, Bæjarlind 6, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja við gamalt timburhús sem fellst í að steypa nýjan kjallara og 1. hæð, steypa ofan á hana tvær íbúðarhæðir á austurhluta og setja núverandi timburhús á vesturhluta 1. hæðar og breyta því með kvistum og útbyggingum á lóð nr. 50 við Laugaveg.
Stærðir: Núverandi hús; kjallari xx ferm., 1. hæð xx ferm., Samtals xx ferm., xx rúmm.
Nýbygging; kjallari xx ferm., 1. hæð xx ferm., 2. hæð xx ferm., 3. hæð xx ferm., samtals xx ferm., xx rúmm.
Stækkun kjallari xx ferm., 1. hæð xx ferm. 2. hæð xx ferm., 3. hæð xx ferm.,samtals xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.700 + xx rúmm. x 77 kr
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

21. Laugavegur 53B (01.173.021) 101508 Mál nr. BN040736
Við fjöruborðið ehf, Tjarnargötu 4, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á veitingahúsinu á 2. hæð íbúðar- og atvinnuhússins á lóð nr. 53B við Laugaveg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Laugavegur 6 (01.171.303) 101403 Mál nr. BN040762
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa síðari tíma byggingar milli húsa nr. 4. og nr. 6 á lóð nr. 6 við Laugaveg.
Erindi fylgir umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 23. október 2009.
Niðurrif lóð nr. 6: Fastanr. 200-4554 Mhl. 03 merkt. 0101 vörugeymsla 21 ferm.(18,6 í FMR), 55 rúmm., ýmsar viðbyggingar við Mhl. 01 samtals 136,7 ferm., 367,1 rúmm.
Samtals niðurrif: 157 ferm., 422,1 rúmm.
Gjald kr .7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Við niðurrif skal sýna aðgæslu þannig að byggingarhlutar sem hafa minnjagildi séu varðveittir og skal vegna þess leita átlits Minjasafns Reykjavíkur samhliða rifi.

23. Miklabraut 80 (01.710.007) 107122 Mál nr. BN040745
Miklabraut 80-82-84, Miklubraut 84, 105 Reykjavík
Halldór Ingi Lúðvíksson, Miklabraut 80, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða þakkant og fjarlægja skorsteina fjölbýlishússins nr. 80-84 á lóð nr. 80 við Miklubraut.
Erindi fylgir jákvæð fsp. dags. 7. júlí 2009.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

24. Miklabraut 82 (01.710.008) 107123 Mál nr. BN040728
Miklabraut 80-82-84, Miklubraut 84, 105 Reykjavík
Erna Sigurjónsdóttir, Miklabraut 82, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða þakkant og fjarlægja skorsteina fjölbýlishússins nr. 80-84 á lóð nr. 82 við Miklubraut.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Miklabraut 84 (01.710.009) 107124 Mál nr. BN040746
Miklabraut 80-82-84, Miklubraut 84, 105 Reykjavík
Sjöfn Jóhannesdóttir, Laugarnesvegur 87, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða þakkant og fjarlægja skorsteina fjölbýlishússins nr. 80-84 á lóð nr. 84 við Miklubraut.
Erindi fylgir jákvæð fsp. dags. 24. júní 2008.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

26. Pósthússtræti 9 (01.140.515) 100874 Mál nr. BN040629
Hótel Borg ehf, Lágmúla 7, 108 Reykjavík
GT Fjárfesting ehf, Pósthússtræti 9, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta eldvarnartexta v/eldhúss í kjallara, sjá erindi BN036309, atvinnuhússins nr. 9 við Pósthússtræti.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

27. Rauðarárstígur 33 (01.244.204) 103188 Mál nr. BN040710
Kristján H Kristjánsson, Strýtusel 7, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og skilgreina í flokk II veitingahúsi á 1. hæð í íbúðar- og atvinnuhúsinu á lóð nr. 33 við Rauðarárstíg.
Erindi fylgir tölvubréf um skilgreiningu veitingahúss dags. 19. nóvember 2009 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 27. nóvember 2009.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

28. Ránargata 10 (01.136.019) 100522 Mál nr. BN040722
Flying Viking ehf, Krókhálsi 5A, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til ýmissa breytinga á gluggum, útihurðum og léttum innveggjum í gistiheimili í fjölbýlishúsi á lóð nr. 10 við Ránargötu.
Meðfylgjandi er samþykki eigenda á lóð dags. 16. nóv. 2009
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

29. Reykás 1-11 (04.383.001) 111485 Mál nr. BN040747
Kristján Ágústsson, Reykás 11, 110 Reykjavík
Hjördís Hulda Jónsdóttir, Reykás 11, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir viðbyggingu á 1. hæð sem kemur undir svalir og stækkun glugga á norðvesturhorni raðhússins nr. 11 á lóð nr. 1 til 11 við Reykás.
Stækkun: ?? ferm. og ?? rúmm.
Gjald kr. 7.700 + ??
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

30. Rofabær 32 (04.360.003) 111255 Mál nr. BN040605
Árbæjarkirkja, Rofabæ safnaðarheim, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja safnaðarheimili úr steinsteypu á þremur hæðum við Árbæjarkirkju á lóð nr. 32 við Rofabæ.
Meðfylgjandi er bréf burðarvirkjahönnuðar dags. 19. okt. 2009 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. nóvember 2009. Einnig bréf arkitekts dags. 10. nóv. 2009 og brunaskýrsla dags. 20. okt. 2009.
Stækkun 997,7 ferm., 3.893,4 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 299.792
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Umsækjanda ber að hafa samstarf við Orkuveitu Reykjavíkur vegna flutnings á vatnslögn og greiða allan kostnað vegna flutningsins.

31. Síðumúli 31 (01.295.301) 103843 Mál nr. BN040688
Kvaranshús ehf, Síðumúla 31, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir innanhúsbreytingu á 4. hæð í mhl. 2 sem fela í sér að koma fyrir vegg svo að rýmisnr. breytast í atvinnuhúsinu á lóð nr. 31 við Síðumúla.
Samþykki meðeigenda dags. 19 nóv 2009
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

32. Skarfagarðar 4 (01.321.501) 209678 Mál nr. BN040646
Hampiðjan hf, Flatahrauni 3, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum af atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 4 við Skarfagarða.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

33. Skipholt 40 (01.253.006) 103452 Mál nr. BN040507
Gunnar Þorsteinsson, Skipholt 40, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvöfalda bílageymslu úr steinsteypu og með léttu þaki á lóð nr. 40 við Skipholt.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 27. nóvember 2009 fylgir erindinu.
Grenndarkynning stóð frá 22. október til og með 19. nóvember 2009. Engar athugasemdir bárust..
Stærð: 59.6 ferm. 178,4 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 13.737
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Vantar samþykki meðlóðarhafa.

34. Skólavörðustígur 21A (01.182.245) 101897 Mál nr. BN040737
Charin Thaiprasert, Hlið, 225 Álftanes
Steinunn Jónsdóttir, Lindarhvammur 11, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í fl. I, þar sem seld er súpa til meðtöku, í verslunarhúsnæði á 1. hæð í húsi á lóð nr. 21 A við Skólavörðustíg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

35. Sóleyjargata Tjarnarg (01.143.9--) 100965 Mál nr. BN040714
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
M.Poulsen sf, Þjórsárgötu 4, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að reiða fram veitingar í flokki II í og við Hljómskálann við Fríkirkjuveg.
Byggingarfulltrúi leggur til að Hljómskálinn verði tölusettur nr. 2 við Sóleyjargötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 27. nóvember 2009 fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

36. Starengi 2 (02.384.001) 173534 Mál nr. BN040535
Valgarður Zophaníasson, Stararimi 27, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum af bensínstöð með sölu og veitingaraðstöðu í flokki I á lóð nr. 2 við Starengi.
Tölvupóstur frá eiganda dags. 23. okt. 2009.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

37. Stórhöfði 22-30 (04.071.001) 110548 Mál nr. BN040684
LF3 ehf, Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða suðurhlið mhl. 05 með hvítri álklæðningu sem verður borin upp af burðarkerfi úr málmi og einangraðir með 50 mm steinull á atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 22 - 30 við Stórhöfða.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 23. nóv. 2009
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

38. Suðurhús 8 (02.848.808) 109901 Mál nr. BN040551
Gaukur Pétursson, Suðurhús 8, 112 Reykjavík
Elínborg Bjarnadóttir, Suðurhús 8, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja yfir svalir, gera útigeymslu undir tröppum og til að útbúa svalir ofan á hluta bílskúrsþaks einbýlishússins á lóð nr. 8 við Suðurhús.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 23. október 2009 ásamt umsögn skipulagsstjóra frá 23. október 2009 fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Skipulagsferli ólokið.

39. Vínlandsleið 16 (04.111.602) 208324 Mál nr. BN040725
V-16 ehf, Stangarhyl 5, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta tannlæknastofu og tannsmíðastofu á 3. hæð og lítilsháttar breytingu á 1. hæð í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 16 við Vínlandsleið.
Samþykki meðeigenda dags. 17. nóv. 2009.
Skýrsla brunahönnuðar dags. 17. nóv. 2009.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

40. Þangbakki 8-10 (04.606.101) 111744 Mál nr. BN040513
Trausti Pétursson, Skriðustekkur 12, 109 Reykjavík
Guðrún Guðmundsdóttir, Tröllakór 5, 203 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta starfsemi úr skrifstofu í snyrtistofu í rými nr. 0109 á 1. hæð í húsi á lóð nr. 8-10 við Þangbakka.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

Fyrirspurnir

41. Austurberg 3 (04.667.101) 112094 Mál nr. BN040742
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Spurt er um mismunandi nýtingarmöguleika kjallara sundlaugarbyggingar á lóð nr. 3 við Austurberg.
Erindi fylgir greinargerð umsækjanda dags. 24. nóvember 2009.
Frestað.
Milli funda.

42. Hafnarstræti 2 (01.140.202) 100828 Mál nr. BN040734
EB 1907 ehf, Kringlunni 4-6, 103 Reykjavík
Spurt er hvort innrétta megi veitingastað í fl. ?? sem uppfyllir allar reglugerðakröfur í kjallara húss á lóð nr. 4 við Hafnarstræti.
Sbr. erindi BN040682.
Nei.
Samanber fyrri umfjöllun málsins og athugasemda eldvarnaeftirlits á fyrirspurnarblaði.

43. Kirkjustétt 28 (04.135.205) 187937 Mál nr. BN040651
Guðmundur Gauti Reynisson, Kirkjustétt 28, 113 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja viðbyggingu við suðurhlið kjallara og gera svalir ofan á við einbýlishúsið á lóð nr. 28 við Kirkjustétt.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 27. nóvember 2009 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 25. nóvember 2009.
Nei
Vegna fyrirliggjandi tillögu en jákvætt að stækka í samræmi við ákvæði deiliskipulags samanber umsögn skipulagsstjóra . Sækja verður um byggingarleyfi.

44. Langholtsvegur 181 (01.470.404) 105718 Mál nr. BN040730
Ásgeir Arnór Stefánsson, Langholtsvegur 181, 104 Reykjavík
Spurt er hvort brjóta megi fyrir einfaldri innkeyrslu frá götu og útbúa þrjú bílastæði á lóð, þar af eitt vegna fyrirhugaðs bílskúrs, á lóð nr. 181 við Langholtsveg.
Meðfylgjandi er samþykki nágranna en samþykki meðlóðarhafa vantar.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

45. Langholtsvegur126-130 (01.436.129) 105380 Mál nr. BN040731
Hrafn Heiðdal Úlfsson, Barðavogur 15, 104 Reykjavík
Spurt er hvort samþykki fengist fyrir skilti því sem er á gafli húss nr. 130 á lóðinni nr. 126-130 við Langholtsveg.
Frestað.
Við hvaða skilti er átt? Gera grein fyrir heildarskiltum á lóðinni.

46. Laufrimi 20 - 24 (02.540.201) 173099 Mál nr. BN040672
Björn Sigurður Vilhjálmsson, Laufrimi 24, 112 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja 2-5 bílskúra við fjölbýlishúsið nr. 24 á lóð nr. 20-24 við Laufrima.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 27. nóvember 2009 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 25. nóvember 2009.
Nei.
Ekki í samræmi deiliskipulag samanber umsögn skipulagsstjóra.

47. Skildingatangi 1 (01.675.101) 106899 Mál nr. BN040724
Gunnar I Hafsteinsson, Skildinganes 58, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að staðsetja bílastæði og niðurkeyrslu í bílgeymslu eins og sýnt er á meðfylgjandi uppdráttum af einbýlishúsinu á lóð nr. 1 við Skildingatanga.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

48. Stjörnugróf 9 (01.89-.-99) 108934 Mál nr. BN040739
Ás styrktarfélag, Skipholti 50c, 105 Reykjavík
Spurt er hvort staðsetja megi gám upp við stoðvegg á lóð nr. 9 við Stjörnugróf.
Frestað.
Fyrirspyrjandi geri grein fyrir notkun á gámi og tímalengd staðsetningar.

49. Vatnagarðar 40 (01.407.903) 104959 Mál nr. BN040744
Umtak fasteignafélag ehf, Dalvegi 10-14, 200 Kópavogur
Spurt er hvort stækka megi þvottaskýli, rými 0107, og breyta nýtingu í ástandsskoðunarstöð í bensín- og þjónustustöð á lóð nr. 40 við Vatnagarða.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

Fundi slitið kl. 11.28

Magnús Sædal Svavarsson
Bjarni Þór Jónsson Björn Kristleifsson
Sigrún Reynisdóttir Jón Hafberg Björnsson
Þórður Búason Guðfinna Ósk Erlingsdóttir
Eva Geirsdóttir