Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2009, þriðjudaginn 15. september kl. 10:20 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 554. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Sigrún Reynisdóttir, Björn Kristleifsson, Bjarni Þór Jónsson, Jón Hafberg Björnsson, Þórður Búason, Guðfinna Ósk Erlingsdóttir og Eva Geirsdóttir
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Aðalstræti 8 (01.136.503) 100593 Mál nr. BN040404
Landic Ísland ehf, Kringlunni 4-12, 108 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir minni háttar breytingum á innra skipulagi kjallara, 3. og 4. hæðar hótelsins á lóð nr. 8 við Aðalstræti.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

2. Austurbakki 2 (01.119.801) 209357 Mál nr. BN038930
Eignarhaldsfélagið Portus ehf, Pósthólf 709, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja 1. áfanga steinsteypts tveggja hæða neðanjarðar bílahús fyrir samtals 545 bíla upp að kjallara Tónlistar- og ráðstefnuhússins á lóð nr. 2 við Austurbakka.
Bréf umsækjenda dags. 12. september 2008, bréf hönnuðar dags. 8. júní og 10. ágúst 2009, brunaskýrsla Verkfræðistofunnar Mannvit dags. sept. 2008, júní og sept. 2009 og áritun brunahönnuðar (á uppdráttum) fylgja erindinu.
Stærð : Bílahús neðri kjallari (K2) ásamt anddyri að tónlistarhúsi og tæknirýmum 9383,6 ferm., kjallari (K1) 9324,1 ferm., samtals 18707,7 ferm., 72632,9 rúmm.
Aðkoma sorpbíls (B-rými) kjallari 307,4 ferm., 1137,4 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 7.700 + 5.680.313
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

3. Ármúli 5 (01.262.002) 103514 Mál nr. BN040410
Kvörnin ehf, Ármúla 5, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í kjallara atvinnuhússins á lóð nr. 5 við Ármúla.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

4. Bakkagerði 6 (01.816.303) 108113 Mál nr. BN040384
Viktor Smári Sæmundsson, Bakkagerði 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN040306 dags. 25. ágúst 2009 um að byggja staðsteypta viðbyggingu á vesturhlið, breyta kvistum og skipta um glugga, breytingin felur í sér að stækka viðbyggingu um 5,3 ferm frá áður samþykktu erindi í einbýlishúsinu á lóð nr. 6 við Bakkagerði.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 11. sept. 2009.Stækkun: 5,3 ferm og 26,2 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 2.017.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

5. Baldursgata 32 (01.186.321) 102274 Mál nr. BN040201
G.Gunnarsson ehf, Lágmúli 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja átta íbúða fjölbýlishús úr steinsteypu á þrem hæðum auk kjallara og rishæðar á lóð nr. 32 við Baldursgötu.
Jákvæð fyrispurn fylgir erindinu BN040013.
Einnig bréf Byggingarfulltrúa dags. 29. júní 2009.
Stærðir: Kjallari 123,3 ferm., 1. hæð 140,3 ferm., 2. hæð 1420,3 ferm., 3. hæð 100,3 ferm., rishæð 57,5 ferm.
Samtals 570,7 ferm., 1.650,5 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 127.088
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

6. Bankastræti 2 (01.170.101) 101328 Mál nr. BN040400
Minjavernd hf, Pósthólf 1358, 121 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi BN037178 dags. 27. nóvember 2007 þar sem veitt var leyfi til viðbyggingar á lóð nr. 2 við Bankastræti, staðsteypt og timburklætt að utan.
Stækkun: 1. hæð 45,9 ferm., 2. hæð 46,7 ferm.
Samtals: 92,6 ferm., 288,6 rúmm.
Gjöld kr. 7.700 + 22.222
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

7. Barónsstígur 47 (01.193.101) 102532 Mál nr. BN040352
Álftavatn ehf, Kringlunni 7, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta hluta kjallara fyrir grunnskóla í Heilsuverndarstöðinni á lóð nr. 47 við Barónsstíg.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

8. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN040405
Höfðatorg ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta skrifstofur á 18. hæð í Höfðatúni 2 á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Faxafen 14 (01.466.201) 195611 Mál nr. BN040303
Heilsuborg ehf, Sunnuflöt 23, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi fyrir breytingum á líkamsræktarstöð sem verið hefur í rekstri og felast í að færa til innveggi og breyta rýmum á neðri hæð en milligólf verður óbreytt í húsnæðinu á lóð nr. 14 við Faxafen.
Samþykki eigenda húsnæðisins dags 10. ágúst 2009 og jákvæð fyrirspurn BN040222 dags. 21. júlí 2009 fylgir erindinu sem og bréf rekstraraðila dags. 1. sept 2009.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

10. Frakkastígur 7 (01.173.030) 101517 Mál nr. BN040299
101 hús ehf, Lokastíg 6, 101 Reykjavík
Linda Mjöll ehf, Laugavegi 11, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og opna kaffihús/bar í flokki II í húsi mhl 03 á lóð nr. 7 við Frakkastíg.
Jákvæð fyrirspurn BN39905 fylgir erindinu dags 2. júní 2009 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 4. september 2009 og eldri umsögn skipulagststjóra dags. 29. maí 2009. Samþykki meðlóðarhafa dags. 7. sept,. 2009 fylgir erindinuGjald kr. 7.700 + 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

11. Frakkastígur 7 (01.173.030) 101517 Mál nr. BN040348
Linda Mjöll ehf, Laugavegi 11, 101 Reykjavík
101 hús ehf, Lokastíg 6, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta mhl 01 og 02 í mhl 01 til að opna húðflúrstofu á jarðhæð hússins á lóð nr. 7 við Frakkastíg.
Samþykki lóðarhafa dags. 7. sept. 2009 fylgir erindinu. Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

12. Grettisgata 56A (01.190.111) 102386 Mál nr. BN040383
Sonja Margrét Scott, Austurgata 9, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum þar sem fyrri breytingar eru sýndar ásamt skráningartöflu vegna eignaskiptasamnings fyrir íbúðarhúsið á lóð nr. 56 við Grettisgötu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.

13. Grjótháls 7-11 (04.304.001) 111019 Mál nr. BN040406
G-7 ehf, Grjóthálsi 7-11, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breyttum texta um uppbyggingu þaks frá nýsamþykktu erindi BN039652 á húsi Ölgerðar Egils Skallagrímssonar á lóð nr. 7-11 við Grjótháls.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

14. Hagamelur 15-17 (01.542.011) 106365 Mál nr. BN040142
Jón Halldórsson, Sæbraut 13, 170 Seltjarnarnes
Sótt er um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi v/eignaskipta í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 15-17 við Hagamel.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.

15. Haukdælabraut 96 (05.114.102) 214817 Mál nr. BN040409
Rúnar Lárusson, Bjarkarás 27a, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 96 við Haukdælabraut.
Stærð: Íbúð 175,2 ferm., bílgeymsla 34,2 ferm.
Samtals: 209,4 ferm., 755,9 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 58.204
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

16. Háteigsvegur 35-39 (01.254.201) 103469 Mál nr. BN040401
Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir aðstöðu til reksturs grunnskóla fyrir 40 nemendur á
1. hæð í vesturenda Sjómannaskólans á lóð nr. 35 við Háteigsveg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

17. Heiðargerði 16 (01.802.003) 107640 Mál nr. BN040398
Hermann Þór Baldursson, Heiðargerði 16, 108 Reykjavík
Sótt er um breytingar á skráðum stærðum á teikningu í nýsamþykktu erindi BN040177 vegna breytinga og stækkunar á einbýlishúsi á lóð nr. 16 við Heiðargerði.
Stækkun 54,7 ferm., 142,8 rúmm.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

18. Hjallavegur 30 (01.354.208) 104286 Mál nr. BN040160
Hannes Tómasson, Hjallavegur 30, 104 Reykjavík
Guðmundur Óli Gunnarsson, Hjallavegur 30, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðu bíslagi og til að byggja sólskála á jarðhæð og svalir ofan á við tvíbýlishúsið á lóð nr. 30 við Hjallaveg.
Erindi fylgir jákv. fsp. dags. 30. júní 2009.
Áður gerð stækkun: 9,8 ferm., 36 rúmm.
Sólstofa: 11,3 ferm, 27 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 4.851
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.

19. Hrefnugata 8 (01.247.304) 103365 Mál nr. BN040396
Alena Friðrikka Anderlova, Hrefnugata 8, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka svalir frá nýsamþykktu erindi BN038764 á húsi á lóð nr. 8 við Hrefnugötu.
Stækkun svala á 1. hæð 2,3 ferm.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

20. Hörpugata 4 (01.635.701) 106692 Mál nr. BN040403
Birna Guðný Björnsdóttir, Hörpugata 4, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta notkun á bílageymslu mhl 02, 28,8 ferm. í íbúð á lóð nr. 4 við Hörpugötu.
Bréf frá hönnuði dags. 9. júní 2009.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

21. Í Úlfarsárlandi 123800/Úlfarsfell (00.074.001) 173282 Mál nr. BN040419
Fjarski ehf, Tangarhöfða 7, 110 Reykjavík
Sótt er um stöðuleyfi til tveggja ára fyrir fjarskiptahýsil á toppi Úlfarsfells.
Meðfylgjandi er bréf umsækjanda dags. 9.september 2009, útskrift úr gerðabók skipulagsráðs dags. 2. september 2009, afgreiðsla skipulags- og byggingarnefndar Mosfellsbæjar dags. 18. ágúst 2009, ódags. tölvubréf skipulagsstjóra, loftmynd með afstöðu og teikning.
Gjald kr 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Stöðuleyfi er gefið til tveggja ára. Í því fellst ekkert fyrirheit um lóðaafmörkun eða framtíðarstöðuleyfi vegna búnaðarins.
Þinglýsa skal yfirlýsingu þess efnis.

22. Jónsgeisli 49 (04.113.401) 189848 Mál nr. BN040395
Runólfur Sveinbjörnsson, Jónsgeisli 49, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningu af einbýlishúsinu á lóð nr. 49 við Jónsgeisla, í breytingu fellst smávægileg innanhússbreyting.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

23. Klapparstígur 1-7 (01.152.201) 101020 Mál nr. BN039717
Völundur,húsfélag, Klapparstíg 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir glerlokun á svölum 41 íbúðar á 2. - 11. hæð fjölbýlishússins nr. 1 á lóð nr. 1-7 við Klapparstíg.
Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 22. júní 2009.
Svalalokanir samtals 514,5 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 39.616
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

24. Laufásvegur 6 (01.183.008) 101920 Mál nr. BN040108
Laufásvegur 6,húsfélag, Laufásvegi 6, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa núverandi svalir, fjarlægja heitan pott og til að byggja þrennar nýjar svalir á vesturhlið fjölbýlishússins á lóð nr. 6 við Laufásveg.
Umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 7. júlí 2009 og Minjasafns Reykjavíkur dags. 9. júlí 2009 fylgja
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta 394.01 og 02 dags. 22. júní 2009 síðast breytt 28. júlí 2009.

25. Njálsgata 84 (01.191.108) 102494 Mál nr. BN040232
Jón Kaldal, Njálsgata 84, 101 Reykjavík
Ragna Sæmundsdóttir, Njálsgata 84, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta þakhæð og byggja yfir svalir á 3. hæð fjölbýlishússins á lóð nr. 84 við Njálsgötu.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 14. og 20. júlí 2009 og jákv. fsp. BN040144 dags. 14. júlí 2009.
Stækkun: 11 ferm., 27,2 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 2.094
Frestað.
Grenndarkynningu ólokið.

26. Síðumúli 34 (01.295.201) 103840 Mál nr. BN040407
Landic Ísland ehf, Kringlunni 4-12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að endurnýja erindið BN028576 dags. 17. feb. 2004 sem er að færa tvö bílastæði á lóð og stækka afgirt svæði fyrir CO2, N2 og O2 við norðurhlið hússins á lóð nr. 34 við Síðumúla.
Bréf frá eiganda dags. 4. sept. 2009 fylgir erindinu.
Stærð: Tankar 24,5 ferm. og 87,1 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 6.707
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

27. Skildinganes 26 (01.671.304) 106783 Mál nr. BN038945
Ögmundur Skarphéðinsson, Skildinganes 26, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka forstofu og framlengja þak, til að byggja viðbyggingar við norðvestur og suðaustur hlið, koma fyrir setlaug og til að rífa sólstofu við einbýlishúsið á lóð nr. 26 við Skildinganes.
Útskrift úr gerðabók embættisafgeiðslufundar skipulagsstjóra frá 26. september 2008 fylgir erindinu.
Einnig fylgir samþykki lóðarhafa Skildinganess 28 áritað á uppdrátt.
Niðurrif: 12,9 ferm., 38,2 rúmm.
Stækkun: 123,3 ferm., 372,6 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 28.690
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

28. Skógarás 13-17 (04.386.102) 111530 Mál nr. BN037400
Skógarás 13-17,lóðarfélag, Skógarási 13-17, 110 Reykjavík
Sótt er um breytingu á skráningu, 0101 verður 0102 og 0102 verður 0101 í fjölbýlishúsinu nr. 13 - 17 við Skógarás.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

29. Skúlagata 53-55 (01.220.007) 102783 Mál nr. BN040343
Frímúrarareglan á Íslandi, Skúlagötu 53-55, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum í samræmi við lokaúttekt á húsi Frímúrarareglunar á lóð nr. 53-55 við Skúlagötu.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

30. Skútuvogur 8 (01.420.601) 105169 Mál nr. BN040074
Landic Ísland ehf, Kringlunni 4-12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, skyggni á suðurhlið fjarlægt, innkeyrsluhurðum á suðurhlið fækkað og stækkaðar og bætt við innkeyrslurampa fyrir bíla í atvinnuhúsinu á lóð nr. 8 við Skútuvog.
Yfirlýsing burðarvirkishönnuðar dags 22. júní 2009 og fylgiskjöl um lagnir í grunni vegna olíuskilju fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á umsóknarblaði sbr, ákv. gr. 11.1 í byggingarreglugerð nr. 441/1998 ber að sækja um breytta notkun húsnæðis, ef um það er að ræða.

31. Spilda úr Vallá 216976 (00.078.004) 216976 Mál nr. BN040397
Silfurskin ehf, Vallá, 116 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á nýsamþykktu erindi BN040123: vinnuherbergi stækkar, tenging stigi/geymsla 3 fellur niður, nýr stigi milli geymslna 1 og 2, gluggi á vinnuherbergi fellur niður, hurðargöt innanhúss færast til, nýr bílskúr (2) við suðurenda sölugallerís og verslunar á lóð nr. 1 á Vallá á Kjalarnesi.
Stærðir: Stækkun neðri hæð 28 ferm., 92,1 rúmm.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.

32. Tunguvegur 9 (01.824.005) 108377 Mál nr. BN040155
Hafsteinn Guðmundsson, Tunguvegur 9, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja anddyri yfir útitröppur og til að stækka svalir á suðurhlið 1. hæðar einbýlishússins á lóð nr. 9 við Tunguveg.
Jafnframt er sótt um að fella áður samþykkt erindi, BN037827 samþ. 8. apríl 2008, inn í þessa samþykkt.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 28. ágúst 2009 fylgir erindinu. Erindið var grenndarkynnt frá 22. júlí til og með 20. ágúst 2009. Engar athugasemdir bárust.
Stækkun: 6,8 ferm., 19,7 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 1.517
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

33. Vatnagarðar 12 (01.337.802) 103916 Mál nr. BN040391
Mótorverk ehf, Stigahlíð 97, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við millibyggingu með því að lengja til suðausturs og norðvesturs að jöfnu við verkstæðið á lóð nr. 12 við Vatnagarða.
Stækkun: 69,7 ferm og 244,9 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 18.857
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

34. Vesturbrún 16 (01.380.208) 104746 Mál nr. BN038832
Þórdís Rós Harðardóttir, Vesturbrún 16, 104 Reykjavík
Jón Gunnar Vilhelmsson, Vesturbrún 16, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta teikningum af útliti bílskúrs sem var samþykktur þann 10.09.1970 á lóð nr. 16 við Vesturbrún.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 17. október 2008 fylgir erindinu.
Tillagan var grenndarkynnt frá 11. september til og með 9. október 2008. Engar athugasemdir bárust.
Minnisblað frá Lögfræði og stjórnsýslu dags. 10. sept. 2009.
Stærð: 30,4 ferm., 100 rúmm.
Gjöld kr. 7.300 + 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

35. Vesturgata 21 (01.136.005) 100508 Mál nr. BN040408
Sigurður Sigurðsson, Vesturgata 21, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvo kvisti á suðurhlið og til að stækka og breyta í franskar svalir glugga á gafli einbýlishússins á lóð nr. 21 við Vesturgötu.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.700 + xx
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

36. Vesturhlíð 3 (01.768.501) 107478 Mál nr. BN040377
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að flytja kennslustofu frá Korpuskóla og staðsetja við Brúarskóla á lóð nr. 3 við Vesturhlíð.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 11. sept. 2009 fylgir erindinu.Stærðir 80,7 ferm., 284,4 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 21.899.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

37. Þingholtsstræti 27 (01.183.301) 101953 Mál nr. BN040331
Þingholtsstræti 27,húsfélag, Þingholtsstræti 27, 101 Reykjavík
BK eignir ehf, Ægisíðu 121a, 107 Reykjavík
Dundur ehf, Þingholtsstræti 27, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir girðingu á lóðamörkum og hlið á henni út að götu, færa sorptunnur og breyta atvinnuhúsnæði á 3. og 4. hæð í nýja húsinu í íbúðir eins og er á upphaflegum uppdráttum í húsi á lóð nr. 27 við Þingholtsstræti.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts/eiganda dags. 18. ágúst 2009. Einnig staðfesting stjórnar húsfélags á samþykki eigenda dags. 20. ágúst 2009 og ódags. samþykki lóðarhafa Þingholtsstrætis 25.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.

Ýmis mál

38. Austurstr. 22, Lækjargata 2 og 2A Mál nr. BN040436
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúa til að breyta mörkum lóðanna Austurstræti 22, Lækjargata 2 og Lækjargata 2A og sameina lóðirnar Austurstræti 22 og Lækjargötu 2, eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti landupplýsingadeildar dags. 14. september 2009. Stærð lóðarinnar Austurstræti 22 og Lækjargötu 2 verður 846 ferm og lóðin Lækjargata 2A verður 501 ferm.
Deiliskipulagsbreytingin var samþykkt í skipulagsráði 24. júní 2009 og í borgarráði 2. júlí 2009 og var birt í B-deild Stjórnartíðinda 11. ágúst 2009.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Lóðarmarkabreytingin tekur gildi þegar þinglýst hefur verið yfirlýsing um breytt lóðarmörk.

39. Miklabraut Shell 107286 107286 Mál nr. BN040417
Byggingarfulltrúi leggur til að lóðin Miklabraut Shell, landnúmer 107286 verði tölusett sem Miklabraut 100 og lóðin Miklabraut Shell, landnúmer 103737 verði tölusett sem Miklabraut 101.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Fyrirspurnir

40. Hafnarstræti 20/Læk5 (01.140.302) 100836 Mál nr. BN040386
Landsbankinn fasteignafélag ehf, Austurstræti 11, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að flytja veitingahúsið Orange sem er til húsa við Geirsgötu, á 4. hæð hússins á lóð nr. 20 við Hafnarstræti.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

41. Jakasel 33 (04.994.206) 113299 Mál nr. BN040337
Guðlaugur Kristján Sigurðsson, Jakasel 33, 109 Reykjavík
Anna María Jónsdóttir, Jakasel 33, 109 Reykjavík
Spurt er hvort samþykki fengist fyrir áður gerðum breytingum, kjallara með gluggum og hurðum, steyptum palli með geymslu undir og anddyrisviðbyggingu á suðausturhlið einbýlishússins á lóð nr. 33 við Jakasel.
Erindi fylgir samþykki lóðarhafa Jakasels nr. 34, 31, 17, 13, 19 og 44, ásamt úrskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 11. sept. 2009 og umsögn skipulagsstjóra dags. 10. sept. 2009.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 10. september 2009.

42. Laufásvegur 24 (01.183.409) 101969 Mál nr. BN040357
Valdimar Sigfús Helgason, Grjótasel 15, 109 Reykjavík
Sigrún Steina Valdimarsdóttir, Laufásvegur 24, 101 Reykjavík
Spurt er hvort byggja megi yfir svalir á 2. hæð í íbúðarhúsi á lóð nr. 24 við Laufásveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 11. sept. 2009 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi sem grenndarkynnt verður berist það.

43. Laugarnesvegur 39 (01.360.010) 104502 Mál nr. BN040224
Hilmar Bjarnason, Laugarnesvegur 39, 105 Reykjavík
Hjördís Hilmarsdóttir, Gunnlaugsstaðir, 701 Egilsstaðir
Spurt er hvort samþykkja megi áður ósamþykkta íbúð í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 39 við Laugarnesveg.
Erindi fylgir íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 9. september 2009, þinglýst afsal dags. 27. janúar 1992 og eignaskiptasamningur dags. 25. maí 1977
Jákvætt.
Að samþykkja nýja íbúð að uppfylltum skilyrðum greiða verður fyrir 1 bílastæði í flokki III kr. 1.896.007.

44. Melhagi 7 (01.542.207) 106385 Mál nr. BN040399
Guðrún Pétursdóttir, Þykkvibær 16, 110 Reykjavík
Spurt er um hvort leyfi til að breyta áður samþyktu erindi BN036534 dags. 21. ágúst 2007 og lengja svalir framan við suðurkvisti á 3. hæð fjölbýlishúss á lóð nr. 7 við Melhaga.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

45. Naustavogur 15 (01.456.201) 105648 Mál nr. BN040392
Ingólfur Guðlaugsson, Háaleitisbraut 15, 108 Reykjavík
Valgeir Berg Steindórsson, Vættaborgir 144, 112 Reykjavík
Spurt er hvort stöðuleyfi fáist fyrir 10/17 metra geymslutjald á lóð Snarfara við Naustavog.
Meðfylgjandi er bréf frá fulltrúa sportbátaeigenda dags. 3. sept. 2009, staðfesting stjórnar Snarfara dags. 2. sept. 2009 og myndir af tjaldinu, ásamt úrskrit úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 11. sept. 2009.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði formlega sótt um stöðuleyfi í tiltekinn tíma. Skila verður afstöðumynd og aðaluppdráttum.

46. Rafstöðvarvegur 20 (04.26-.-85) 110965 Mál nr. BN040411
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að stækka sólpall við félagsheimili OR í Elliðaárdal á lóð nr. 20 við Rafstöðvarveg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

47. Tryggvagata 11 (01.117.401) 100089 Mál nr. BN040358
Guðmundur R Mýrdal Jónsson, Bandaríkin, Spurt er hvort leyfi fengist til að breyta skrifstofurými á 3. hæð í gistiheimili eða stúdíóíbúðir í atvinnuhúsinu á lóð nr. 11 við Tryggvagötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 11. sept. 2009 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi þar sem tekið er tillit til athugasemda á fyrirspurnarblaði.

48. Vatnsstígur 3 (01.172.007) 101429 Mál nr. BN040387
Domingos Tavares Ferreira, Ystasel 27, 109 Reykjavík
Domitafer ehf, Ystaseli 27, 109 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að setja upp veitingastað í flokki III í íbúðar og atvinnuhúsinu á lóð nr. 3 við Vatnsstíg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

49. Vitastígur 12 (01.173.119) 101536 Mál nr. BN040402
Anna Sóley Þorsteinsdóttir, Miklabraut 48, 105 Reykjavík
Spurt er hvort breyta megi geymslurými í íbúðarhúsnæði í bakhúsi á lóð nr. 12 við Vitastíg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12:20.
Magnús Sædal Svavarsson
Björn Kristleifsson
Bjarni Þór Jónsson
Sigrún Reynisdóttir
Jón Hafberg Björnsson
Þórður Búason
Guðfinna Ósk Erlingsdóttir
Eva Geirsdóttir